Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Niðurseytlandi tíska

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pistill eftir Lindu Björg Árnadóttur, hönnuð og lektor við Listaháskóla Íslands.

Félagsfræðingurinn Boudieu talar um að menning, þar á meðal tískumenning, verði til fyrir og hjá elítunni og síðan seytli hún niður (trickles down) samfélagið til lægri stétta. Samkvæmt þessari kenningu er elítan eina fyrirmyndin þegar kemur að útliti og tísku.

Þessi hugmynd um niðurseytandi menningu minnir á kenninguna um niðurseytlandi fjármagn (trickle down economics) sem notuð hefur verið til þess að réttlæta skattaafslætti fyrir hina efnameiri vegna þess að hugmyndin byggir á því að almenningur muni njóta þess á endanum þegar aukið fjármagn er í umferð hjá elítunni.

Samkvæmt þessu er það almenningi til góðs og að hann njóti mola af borðum elítunnar ef stjórnvöld beiti sér fyrir aukinni menningu og fjármagni til handa henni.

Margir hafa orðið til þess að mótmæla því að elítan sé upphaf allrar menningar og tísku.
Að allar stéttir búi til jafnmikla og jafnmikilvæga menningu og margar hugmyndir sem hafa orðið vinsælar hjá öllum stéttum, eins og til dæmis gallabuxur eru dæmi um tískuflík sem kemur frá verkamannastétt og hefur seytlað upp samfélagið til efri stétta.

Fyrrnefndur Bourdieu hefur verið gagnrýndur fyrir að minnast lítið á poppmenningu í verkum sínum eða menningu almennings en þegar hann talar um tísku og tónlist er hann að tala um klassíska tónlist og hátísku (houte-couture). Popptónlist og framleiddur tískufatnaður eru menning almennings og því lágmenning samkvæmt Bourdieu.

- Auglýsing -

Hugmyndin um að öll menning komi frá elítunni virðist vera greypt í samfélagið. Hið opinbera borgar fyrir dansflokk og sinfóníu sem eru fyrst og fremst afþreying elítunnar en borgar ekki í sama mæli fyrir menningu almennings eða grasrótina. Þessi hugmynd ber það með sér að menning elítunnar er talin meira virði en menning alþýðunnar.

Alls staðar í kringum okkur má sjá þessa aðdáum almennings á menningu elítunnar. Reglur eru á Alþingi um klæðaburð alþingismanna sem skylda allar stéttir til að klæðast fötum elítunnar þótt viðkomandi sé sjómaður eða verkamaður. Fólk reynir að hefja sig upp félagslega í samfélaginu og villa á sér heimildir með því að kaupa sér fínan bíl eða tösku og þannig láta líta út fyrir að viðkomandi tilheyri elítu þó að hann geri það ekki.

Fólk notar tísku og aðra fylgihluti til þess að búa til sviðsmynd þar sem það einfaldlega lætur sig líta út fyrir að vera af annarri og efnameiri stétt með því að kaupa sér Louis Vuitton-tösku, Omaggio-vasa eða annað sambærilegt. Þarna er fólk ekki að kaupa sér hlut sem því þykir raunverulega fallegt heldur er það að blekkja okkur, áhorfendurna, og reyna að sýnast af annarri stétt en viðkomandi tilheyrir í raun og veru.

- Auglýsing -

Er ekki kominn tími til þess að við hættum þessari endalausu aðdáun á elítunni og hættum að villa á okkur heimildir með því að stilla okkur upp með fötum og hlutum sem tilheyra okkur ekki í raun og veru. Í staðinn fyrir að vera alltaf að reyna að vera „fín“ hvernig væri að leggja sig fram um að skapa okkar eigin persónulegu sjálfsmynd með tísku og ganga í því sem okkur þykir raunverulega fallegt og vera skapandi og í samhengi við þau gildi sem við viljum standa fyrir?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -