Föstudagur 24. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Ólympísk ró

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einu sinni var keppt í bókmenntum á Ólympíuleikunum. Það er í sjálfu sér bráðsniðugt og sennilega væri ekkert vitlaust að gera andans leikfimi, á borð við hugleiðslu og jóga, líka að greinum gjaldgengum á þessu móti. Það gæti í sjálfu sér alveg verið áhorfendavænt. Hver vill ekki horfa á úrslit í 1.000 mínútna þindaröndun?

Ég myndi reyndar seint ná ólympíulágmarkinu í slökun. Mér þykir nefnilega alveg fáránlega erfitt að slaka á og stend mig oft að því að nota tíma sem á að vera í jarðtengingu, djúpöndun eða hugarhreinsun í að búa til tossamiða um hvað ég þarf að kaupa í búðinni eða semja tölvupósta sem ég á eftir að senda. En eitt hefur þó hjálpað mér í þessum efnum. Og það er að eiga öflugan læriföður og fyrirmynd. Reyndar eru þær 36 talsins og flokkast sem lærimæður. Lærimæður með stór júgur.

„Þær koma út úr fjósinu sínu, ein og ein. Með ólympískri ró sveipaðar morgunljóma,“ orti skáldið. Og hver sá sem hefur umgengist kýr að einhverju viti veit að þær eru bæði djúpvitrar og tignarlegar. Ég er alin upp í sveit með 36 mjólkandi gáfnaljósberum og í seinni og stressmeiri tíð leitar hugurinn æ oftar þangað. Ein besta minning mín úr æsku eru sumarkvöldin þegar kýrnar lágu úti á túni og jórtruðu. Þá fórum við systkinin stundum til þeirra þar sem þær lágu og settumst hjá þeim. Það var áður en ég vissi að „núvitund“ væri til en þarna var hún í sinni tærustu mynd. Svo áður en ég tek mig í gegn fyrir að búa ekki yfir meiri andlegri ró, hleð niður einhverju appi eða kaupi bók til að bæta úr því, ætla ég að endurnýja kynni mín við kýr. Og taka mér þær til fyrirmyndar.

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -