Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

20 tískuslys í fjallgöngum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir því sem mér hefur vaxið fiskur um hrygg í fjallgöngum hef ég orðið meðvitaðri um nauðsyn þess að falla inn í þann ramma sem tíska á fjöllum leyfir. Fyrsta lexían mín var sú að ég gekk á fjöll með gamla skjóðu á bakinu. Hún var merkt símafyrirtæki og bundin að framanverðu með skóreim. Ég var hvorki smáður né fyrirlitinn, en hornaugun voru ótalmörg. Á endanum uppgötvaði ég skömm mína og lagði símaskjóðunni og gekk þess í stað stoltur um með viðurkenndan bakpoka sem státar af tískumerki. Ég leitaði til álitsgjafa í fjallahópum Ferðafélags Íslands um tískuslys fjallgöngfólks. Þetta er niðurstaðan.

1 Ef þú vilt vera álitin(n) algjör viðvaningur þá læturðu sjá þig í gallabuxum í hlíðum Esjunnar. Algjört tabú.

2 Ekki vera með bakpoka merktan föllnu bönkunum.

3 Ef þú vilt endilega ganga með buff þá gættu þess að það sé merkt viðurkenndum aðila.

4 Ef þú notar íþróttabrjóstahaldara hafðu hann þá undir ullarbolnum.

5 Gættu þess vandlega að spenna ekki á þig bakpokann þannig að fitukeppir myndist að ofan og neðan.

- Auglýsing -

6  Ekki nota jöklagleraugu á jafnsléttu.

7 Ef þú vilt endilega líta út eins og fífl og missa sjónina, þá notarðu Ray Ban-speglagleraugu í jöklaferð.

8 Regnslár – eins og tíðkast mikið erlendis – virka alls ekki á Íslandi. Sá sem klæðist slíku sker sig úr eins og geimvera. Þá eru regnslár gjarnan þunnar og rifna.

- Auglýsing -

9 Ekki nota svartan ruslapoka til að verjast regni og annarri úrkomu. Maður í ruslapoka er ömurleg sjón á fjalli.

10 Notaðu viðurkenndan skófatnað á borð við Scarpa á göngum. Tásuskór eru bannvara. Kona sást á Úlfarsfelli í þannig skóm fyrir margt löngu og er nú alræmd.

11  Það er aulalegt að fara á fjall með verðmiða hangandi á skóm eða fatnaði. Hallærislegt að vera fremstur í brekku með verðmiða á gönguskónum.

12 Háhælaðir sandalar sem vaðskór eru dæmi um átakanlegt tískuslys.

13 Gotharar frá Berlín sáust fyrir margt löngu á íslensku fjalli, svartmálaðir. Hárið túberað og þeir íklæddir aðsniðnum leðurjökkum, með hliðartösku og í Buffaló-skóm. Stórslys.

14 Að renna sér niður snjóskafl í pilsi er ávísun á vandræði. Sá sem slíkt gerir má vera viss um að verða afhjúpaður og umræðuefni.

15 Ekki ganga á Hvannadalshnjúk í vaðstígvélum og með bakpoka úr plasti. Maður sem gerði slíkt fyrir nokkrum árum er kominn á spjöld sögunnar.

16 Ekki binda Bónuspoka utan á bakpokann þinn.

17 Ekki reykja í fjallgöngum. Leyndu því algjörlega ef þú ert reykingamaður.

18 Hugaði vandlega að litavali á skóm og klæðnaði. Ekki láta standa þig að því að vera í rauðum skóm og bleikum klæðnaði. Vertu tónaður töffari.

19 Ekki láta sjá þig með leðurhanska í fjallgöngu. Notaðu helst íslensku ullina.

20 Mundu eftir sólarvörninni ef þú vilt ekki líta út eins og grilluð grísakóteletta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -