Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Af hverju vill fólk búa á Bensínstöð?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvaða hvati býr að baki þeim vilja að vera kosið forseti Íslands?

Ég hef nefnilega spáð í þessu í þónokkur ár. Eða meira en það. Þegar ég var átta ára fór ég í samfélagsfræðipróf. Ein spurningin var: Hvar býr forseti Íslands?

Ég var samviskusamur námspiltur og vissi svarið við öllum spurningum prófsins og þessari þar með talinni. Auðvelt svar við auðveldri spurningu.

Þegar við fengum prófin og einkunnir okkar til baka blöskraði mér við því að hafa fengið 9,5 en ekki 10 á prófinu. Hvernig gat það staðist. Mér til mikillar furðu var það rangt að forseti þjóðarinnar byggi á Bensínstöðum.

Bessastaðir? Hver í fjandanum er Bessi eða Bessa?

En ég varð víst að læra að kyngja stolti mínu og sætta mig við að samhengi orðaforða míns gekk ekki alveg upp þarna. Þetta var eitt af þessum orðum sem ég bara hafði heyrt en fannst ólíklegt að væri rétt. Þess vegna hlyti nafnið að vera Bensínstaðir frekar því orðið bensín var alveg örugglega til. Eftir á að hyggja fór ég að hugsa af hverju fólk ætti að búa við eða á bensínstöð en réttlætti það svo sem með því að það væri afar hentugt ef maður þyrfti að keyra rosa mikið í vinnuna út um allt land sem forseti Íslands.

- Auglýsing -

Hugmyndin um forseta, hvar hann býr og hvað hann er kviknaði semsagt þarna. Stuttu síðar náði Ólafur Ragnar kjöri og ég man eftir að hafa staðið fyrir utan húsið hans á Seltjarnarnesi og séð hann veifa okkur almúganum. Veifaði eins og konungarnir gera í bíómyndunum og í fréttum. Tignarleg fígúra. Ég vissi samt ekkert hvað hann gerði meira. En ávallt birtist fígúran mér þegar eitthvað mikilvægt var að gerast. Var hann guð okkar Íslendinga? Var hann kóngur? Ræðir hann hvað við gerum og hver við erum?

Árin líða hjá og ég læri um heiminn, læri aðeins um stjórnarfar landsins (þó ekki mjög áhugasamur um það) en skil nokkurn veginn hvernig allt virkar. Forsetinn sem sagt ræður í raun ekki miklu.

En hvað er þá svona merkilegt við hann og af hverju erum við með hann? Hvað þá að borga honum svona mikið í laun á mánuði?

- Auglýsing -

Enn síðar hef ég áttað mig á hvert hlutverk forsetans er fyrir mér og af hverju fólk býður sig fram til að sinna því. Þetta er millistykki þjóðarinnar. Bæði sem tengir ríkisvaldið við fólkið í landinu og sem kynnir ímynd þjóðarinnar út fyrir landsteinana. Forsetinn getur verið skapandi og stofnað til þróunarverkefna, hann getur tengt fólk saman, hann getur talað fyrir mikilvægum málstöðum minnihlutahópa, getur lagt sitt af mörkum til að ýta hlutum í framkvæmd. 

Hann speglar sig í samfélaginu, hlustar á fólkið sem í því býr, flaggar því þegar honum finnst að vilja almennings vegið eða lögföstum mannréttindum. Þetta síðastnefnda er nokkuð nýleg uppgötvun hjá mér, þetta með málskotsréttinn. Það er í raun mjög sterkt áhrifavald til að hafa og geta nýtt sér sem forseti. Og vonast ég til að það verði raunverulega nýtt áfram þegar brennur á.

Þannig að já, fyrir mér er forsetinn allt þetta. Og margir frambjóðendur í ár hafa staðið sig vel í að kynna sína sýn og markmið fyrir forsetastarfið, verði það kosið.

Í raun finnst mér forseti vera svona eins og táknmynd þjóðar. Og því er þetta alveg gríðarlega ábyrgðarfull staða að sinna. Það sem sinnir þessu hlutverki endurspeglar gildi þjóðarinnar þvert á allskyns félagshópa. Það er örugglega mjög erfitt og lýjandi pressa sem ég held að sé einungis best sinnt með einlægni og festu við eigin sjálfsmynd.

Margt jákvætt má því segja um framboð kosninganna í ár. Mikil fjölbreytni var í því mannfólki sem steig fram og þorði að setja sinn disk á hlaðborðið fyrir okkur hin að smakka á og dæma. Það eitt og sér er hugrekki. Mér fannst frábært að þarna voru þrjár konur ávallt efstar í baráttunni. Einna vænst fannst mér þó um að þarna hafi opinber samkynhneigður maður slegist inn í veisluna og átt þar fullt að segja um, og erindi í embættið. Opnaði á hinsegin hugmyndina þegar kemur að ímynd okkar um hver sinnir þessu hlutverki. Nú er hliðið galopið og ég sé fyrir mér allskonar flóru fólks þora meira í framtíðinni eftir þessar kosningar. Það er mikilvægt að millistykki þjóðarinnar endurspegli samfélagið allt.

Þannig ég segi takk til allra sem þorðu í ár og megi Höllu Tómasdóttur vegna vel í sinni komandi forsetatíð.

Nú er spurning hvort hún sé á bensín eða dísel?

Friðrik Agni Árnason

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -