Föstudagur 13. desember, 2024
-0.4 C
Reykjavik

Barbie er ekki dauð: „Ádeila á feðraveldið og kapítalisma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónína heitin Benediktsdóttir sagði eftirminnilega fyrir rúmum 15 árum að Barbie væri dauð og að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Það er hins vegar ljóst að Barbie er sprelllifandi árið 2023 eftir að hafa snúið öllum gömlum hugmyndum dúkkunnar á haus í nýrri kvikmynd.

Barbie-kvikmyndin var frumsýnd í gær á Íslandi en leikkonan Margot Robbie leikur Barbie. Hún er þekkust fyrir leik sinni í kvikmyndinni Wolf of Wall Street og sem persónan Harley Quinn í DC-kvikmyndaheiminum. Ryan Gosling leikur aðalkarlhlutverkið, en það er persónan Ken. Greta Gerwig leikstýrir myndinni og skrifar, ásamt Noah Baumbach, en hún þykir ein af bestu leikstjórum heimsins í dag. Hún hefur gert myndirnar Little Women og Lady Bird en báðar myndirnar fengu Óskarstilnefningu fyrir besta handrit. Gerwig skrifaði einnig þær myndir.

Það hefur verið erfitt að leiða hjá sér markaðsherferð Barbie-myndarinnar en hún hefur tröllriðið samfélaginu undanfarnar vikur og mikil spenna verið í loftinu. Um leið og myndin byrjar er ljóst að hér er á ferðinni ádeila. Hún er ádeila sem á feðraveldið og kapítalisma og gerir myndin mjög vel í þeirri ádeilu. Myndin er þó ekki ein stór ádeila heldur glímir hún við mjög þung málefni sem eru tækluð á faglegan máta. Hápunktur myndarinnar er hins vegar grínið. Það er langt síðan bíósalur hefur hlegið jafn mikið og raun bar vitni. Það er ótrúlegt hvað Greta Gerwig hefur afrekað með gerð myndinnar og ráðið, að mestu, fullkomna leikara í öllu hlutverk.

Margot Robbie er stórkostleg sem Barbie og erfitt að hugsa til þess að einhver önnur manneskja gæti leikið þetta hlutverk. Will Ferrell er virkilega góður sem forstjóri Mattel, sem býr til Barbie-dúkkurnar. Stjarna myndarinnar er hins vegar Ryan Gosling sem Ken. Grín, depurð, söngur, dans og allt þar á milli nálgast Gosling af slíkri fágun að það er auðvelt að spá Gosling Óskarstilnefningu fyrir þetta hlutverk. Fyrir Ken. Í Barbie-mynd.

Það gæti mögulega gerst að einhverjir áhorfendur séu ekki jafn hrifnir og aðrir af sögunni eða leiknum en engar áhyggjur, myndin er mesta augnakonfekt sem sést hefur á bíótjaldi í áraraðir. Búningar eru frábærir, förðun er frábær, kvikmyndatakan er frábær, tónlistin er frábær og svo mætti lengi telja.

Myndin er samt ekki fullkomin, því miður. Leikkonurnar America Ferrera og Ariana Greenblatt leika mæðgur sem fara með frekar stór hlutverk í myndinni og eru ekki slæmar í þeim hlutverkum en þær ná aldrei sömu hæðum og aðrir leikarar í myndinni. Myndin dregst örlítið á langinn síðasta þriðjung hennar og hefði verið auðvelt að klippa 5 til 7 mínútur af henni án þess að missa neitt mikilvægt úr myndinni. Stærsti glæpurinn er hins vegar að lagið Barbie Girl með Aqua er ekki að finna í myndinni, heldur er að finna hræðilega endurútgáfu af laginu þar sem rappararnir Ice Spice og Nicki Minaj rappa án innlifunar eða áhuga.

- Auglýsing -

En heilt yfir er myndin frábær og ættu sem flestir að sjá myndina í bíó, þó ekki sé nema til að geta rætt um hana við vini og vandamenn af því fólk mun ræða þess mynd næstu mánuði.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -