Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Jón Viðar eys Nínu Dögg lofi: „Hún er að vaxa upp í stóru dramatísku kvenhlutverki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Auðvitað hefði maður (eins og löngum fyrr) viljað sjá fleiri stór dramatísk verk í höfuðleikhúsum okkar, en „Macbeth“ kolféll – ég set það í gæsalappir af því að sýningin var ekkert annað en ofboðsleg afskræming á leikriti Shakespeares,“ segir Jón Viðar Jónsson í leikhúsgagnrýni sinni í nýjasta helgarblaði Mannlífs.

Í gagnrýninni minnist hann sérstaklega á leikkonuna Nínu Dögg Filippusdóttur sem hann er afar ánægður með:

„Reyndar heyrist mér nánast allir sem ég hef haft tal af, hafa gengið út í hléi, og þótt það sé alltaf dapurlegt þegar þannig fer, er gott að fólk skuli ekki láta bjóða sér hvað sem er. Í Þjóðleikhúsinu ganga enn leikir Mariusar von Meyenburg, Ellen B. og Ex; þeir virðast hafa fengið fremur góða aðsókn sem þeir verðskulda. Ég ætla ekki að bera þessar sýningar saman, en á engan leikara er hallað, þótt tekið sé undir með öðrum skríbentum, að Nína Dögg Filippusdóttir sýni hreinan stórleik í Ex. Efni til þess finnur hún vitaskuld bæði í texta Meyenburgs og eigin reynslu og leikþroska; ég hygg hún hafi aldrei áður fengið betra tækifæri til að sýna getu sína sem dramatísk leikkona, og það nýtir hún sér svo vel að lengi verður í minnum haft. Hún er að vaxa upp í stóru dramatísku kvenhlutverki: Heddu Gabler, Antígónu, Medeu, lafði Macbeth, svo fáein séu nefnd af handahófi; það er óskandi að hún fái að spreyta sig á slíkum verkefnum, en – og það er stórt „en“ þá undir vitrænni leikstjórn.

Lestu leikhúsgagnrýni Jón Viðars Jónssonar á sýningum í Tjarnarbíói og fleiri stöðum í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -