Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Dílerinn með bindi og slæðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Fólk er að deyja úr ofneyslu ópíóda hér á Íslandi vikulega. Sama og engin er að látast úr hefðbundinni heróín neyslu heldur er um læknadóp að ræða í lang flestum ef ekki öllum tilfellum.
Frá því að Pordue pharma hannaði og setti á markað hið margfræga OxyContin árið 1996 hefur aukning ópíódafíknar stigaukist á veldisvísu. Lyfið var samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum, selt og markaðssett af læknum og heilbrigðisstofnunum um allan heim.
Fentanyl var kynnt til leiks af Jansen pharma árið 1959 og þá fyrst notað sem lyf við svæfingar en snemma á tíunda árutug síðustu aldar var forðaplásturinn kynntur. Fentanyl er sintaður ópíódi og 50 sinnum sterkara en hefðbundið heróín og 100 sinnum sterkara en morfín.
Öll þessi efni eru dregin úr því formi sem þau eru einhvers staðar löglega framleidd og seld undir samþykkt og löggjafarregnhlíf heilbrigðisyfirvalda og sprautuð í æð af fíklum sem ánetjast efninu hratt og örugglega, framleiðendum og fjárfestum til mikils hagnaðar og auðsöfnunar.
Fyrir mér lítur þetta einfaldlega út. Hönnuðir, framleiðendur og lyfjaeftirlitsstofnanir eru samsek í stórfeldri hryðjuverkastarfssemi sem flokkast getur auðveldlega sem glæpir gegn mannkyni.
Hönnuðir, framleiðendur og lyfjaeftirlitsstofnanir eru undir verndarvæng laga sem samþykkt eru af kosnum fulltrúum eru í raun ekkert annað en eiturlyfjasalar í jakkafötum.
Við leyfum þessu að viðgangast óáreyttu í fáfræði, vanmætti og trú blindni á mátt svokallaðrar lýðheilsu vísinda og sérfræði þekkingar.
Í gær dó góður vinur minn úr ofneyslu eins og hundruðir þúsunda annarra árlega gera á heimsvísu.
Ég finn mig í heimi þar sem lyfjafyrirtæki er knúin áfram af hagvexti. Eftirspurn er sköpuð með framboði og framboð með eftirspurn.
Ég finn mig í heimi þar sem vopnaframleiðsla er knúin áfram af hagvexti og eftirspurn er sköpuð með framboði og framboð með eftirspurn.
Stríð á jörðu sem og í vitund mannsins eru framkölluð í nafni hugmynda og er pólitískum tengslum beitt til réttlætingar og firringu allra ábyrgðar.
Gjá hefur myndast í huga fólks milli fólksins og þeirra sem eiga að bera ábyrgð sameiginlegrar velferðar fyrir brjósti.
Gjáin verður ekki fyllt með orðagjálfri og óskiljanlegum hugtökum. Gjáin verður aðeins fyllt með raunverulegri iðrun og stórkostlegri vitundarvakningu þeirra sem vaða hér um í aumkunarlegri gróðra og valdafíkn.
Því sendi hér út átakanlegt ákall hins upplýsta alvalds. Megum við öll sem eitt verða meðvituð um að syndir okkar eru sameiginlegar, við kjósum þetta yfir okkur með kjörseðlum, þögn og aðgerðarleysi.

Gunnar Dan Wiium

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -