Föstudagur 27. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Eru geimverur meðal vor?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áratugum saman hefur verið gert lítið úr vitnisburðum þeirra sem telja sig hafa séð UFO eða UAP (unidentified aerial phenomena). Herferðir hafa verið háðar sem fela í sér gera grín úr tilkynningum því tengt og gott dæmi er hinu margfrægu Phoenix Lights.

13 mars 1997 urðu íbúar Phoenix í þúsundatali vitni af röð óútskýrða ljósamynstra í lofti. Ljósin voru sýnileg yfir Phoenix á mismunandi stöðum frá kl 1930 til 2230. Myndir og myndbönd voru tekin af einhverju sem virtust vera flygildi og þá bæði á ferð sem og í langvarandi stöðnun í lofti, án þess að gefa frá sér hljóð né nokkurn útblástur. Meðal vitna var ríkisstjóri Arizona á þeim tíma Fife Symington. Þegar koma að því að halda fréttamannafund byrjaði ríkisstjórinn á alvarlegum nótum en svo var öllu hleypt upp í grín þegar aðstoðarmaður hans var leiddur fram handjárnaður í geimverubúning.

https://youtu.be/e4pDgWCO3G8?si=O5evfGQDG6judNnf

Þessi gjörningur hans olli miklum hlátrasköllum og gróf undan þeirri staðreynd að eitthvað stórkostlegt hafði gert sig sýnilegt, eitthvað sem með réttu hefði átt að taka alvarlega frá upphafi.

Ríkisstjórinn, áratug seinna kom svo fram og viðurkenndi að hann sjálfur hafði orðið vitni að þessum óútskýranlegu ljósum og að hann hafi ákveðið að stíga fram af fullum þunga í kjölfarið en orðið fyrir miklum þrýsting vissra embættismanna um að hleypa þessu þess í stað upp í eitt stórt djók og með því viðhalda því stigma sem hafði einkennt þennan málaflokk síðan í júlí 1947 þegar Roswell atvikið atvikið átti sér stað.

https://youtu.be/v1Fh0g5wJ7A?si=fdbhBryBOt7FtF-o

- Auglýsing -

Roswell er án efa þekktasta UFO atvikið fyrr og síðar. Lögreglumenn sem komu að flakinu lýstu því þannig að silfurfægt farartæki hafi fundist á afskekktum akri og að við flakið hafi fundist líkamsleifar þeirra lífvera sem að öllum líkindum hafði stjórnað farinu. Fréttin var sögð í útvarpi og birt í blöðum en daginn eftir tók flugherinn utan um þessa atburðarás, lokaði svæðinu og hreinsaði það upp. Daginn eftir var birt ný frétt þar sem hershöfðingjanum Jesse A. Marcel var stillt upp á forsíðum dagblaða með álpappír og viðarlista sem átti að líta út fyrir að vera restar af veðuratugunarloftbelg. Jesse kom seinna fram og skýrði frá því í viðtali að “embættismenn” hafi beitt sig þrýstingi til að stilla sér upp með þessa leikmynd.

https://youtu.be/YadmGZcvgr8?si=23zACKXUsBYX1iAK

Hann nefnilega vissi betur því hann var sá sem kom fyrstur að flakinu eftir að herinn var kallaður til. Hann lýsti því seinna að efnið sem lá á víð og dreif um akurinn í kringum flakið væri það undarlegasta sem hann hafði handleikið. Fislétt eins og álpappír en að það hefði verið ógjörningur að beygja það, það gaf einfaldlega ekki eftir.

- Auglýsing -

Réttarfræðingurinn W. Glenn Dennis kom svo einnig fram mörgum árum seinna með vitnisburð þar sem hann lýsti af mikilli nákvæmni þeim líkamsleifum og krufningu sem fór fram á herspítala flughersins í Roswell.

https://youtu.be/_DA-g94Ro1I?si=ewKAlllylLzVNjtb

Listinn af vitnum og frásögnum er nægur til að fylla heilu bókahillurnar en mig langar að nefna einn mann sem hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum árin, Robert Scott Lazar sem er einnig þekktur sem Bob Lazar. Bob Lazar var að eigin sögn ráðin sem vélaverkfræðingur á svæði S4 (section 4) á svæði 51 (area 51). Að eigin sögn starfaði hann þar í um hálft ár við tilraunir og skoðanir á búnaði sem virtist vera aflgjafi flygilda sem hann vill meina að hafi náðst sem og fundist við fornleifauppgröft. Allt í allt segir að hann að á þessum tíma hafi förin verið níu samtals.

Hann kom út í viðtali árið 1989 við rannsóknarfréttamanninn George Knapp undir dulnefninu “Dennis” og sagði hann ástæðuna vera að hann óttaðist um líf sitt sem og að tæknin sem hann vildi meina að knúði þessi farartæki væri að virtist hundrað prósent skilvirk hvað varðar orkulosun og notkun, því engin orka færi í að knýja þau áfram og mengun eða útblástur væri núll og því að hans mati mikilvægt fyrir mannkynið í heild sinni að fá þessar upplýsingar fram í dagsljósið.

https://youtu.be/qbbhbUiCdIY?si=goKbm-B3ojnOrB7D

Stuttu seinna kom hann svo aftur í viðtal hjá Knapp og þá undir nafni og gaf ítarlegri upplýsingar.

https://youtu.be/4UjqFaQq_7I?si=lNqK8xBuhRP1TPSO

Bob vildi meina að ójarðneskt efni sem hann kallaði element 1.15 væri efnið sem gerði það að verkum að flygildin gætu ferðast eins og þau virtust gera. Hann vildi meina að þetta efni sem í dag er þekkt sem Moscovium fæli í sér eiginleika sem brjóta í bága við allar þær hugmyndir um hvað nútíma vísindi telji að sé mögulegt. Hann segir að efnið sé skorið í ákveðið form skífa og sett saman eftir ákveðinni uppskrift og magnað upp í einskonar kastara í botni flygildana þannig sé hægt að mynda vakúm í rými. Inn í þetta vakúm fellur svo farið í þær áttir sem kösturunum er beint og hugtakið ferðalag eða “transport” fellur nánast um sjálft sig því takmarkanir eins felast í kenningum Einsteins um að engin eind geti ferðast hraðar en ljósið gilda hreinlega ekki lengur.

Samkvæmt þessu er engin tími eða fjarlægð sem takmarkar farartækið sem útskýrir óþekkta eiginleika eða hreyfiferla þeirra flýgilda sem þúsundir hafa orðið vitni af. Árið 1989 þegar hann minnist á þetta efni element 1.15 var það sem slíkt ekki þekkt innan lotukerfis en árið 2003 tókst bandarískum og rússneskum vísindamönnum í sameiningu að skapa efnið í rannsóknarstofu og þar eftir þekkt sem Mc 115 í lotukerfinu. Bob hefur í gegnum árin komið fram í hinum ýmsu viðtölum en hann starfar en í dag sem vísindamaður. Saga hans og frásögn er ítarleg og hefur aldrei breyst í gegnum árin sem gerir hana trúverðuga fyrir mér á allan hátt.

https://youtu.be/BEWz4SXfyCQ?si=yZA-QfsVu2dVdw8i

Í nokkur ár hefur áhugi minn legið í dvala hvað varðar UFO veruleikan þar til í lok júlí á þessu ári þegar vitnaleiðslur frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings fóru fram. Þar komu fram þrír fyrrum háttsettir menn innan bandaríska hersins og svöruðu spurningum um fljúgandi furðuhluti sem þeir telja sig og halda fram að þeir hafa bæði séð og heyrt af.

https://www.youtube.com/live/SNgoul4vyDM?si=MlAl6SmlrKPPVhvV

Þessir aðilar sóru þess eið að segja satt og rétt frá og þessi vitnaleiðsla sem stóð yfir í um tvo tíma er hreint út sagt magnað að hlusta á þó svo að engar af þessum upplýsingum ég ekki hafi heyrt áður. Málið er bara að aldrei áður hafa frásagnir eins og þessar verið bornar fram eins og fyrir framan þessa þingnefnd í lok júlí.

Tveir af þessum þremenningum eru fyrrverandi orustuþotuflugmenn fyrir bandaríska herinn og atvikin sem þeir lýsa svo vel eru tvö aðgreind atvik. Þau tengjast bæði leka á myndböndum sem teknar voru í þotunum ásamt radar upplýsingum. Þessum gögnum var lekið af manni innan Pentagon sem í samráði við New York Times árið 2017 birtu forsíðugrein tengt þessum atvikum þar sem öll gögnin voru birt.

Þremur árum seinna í miðju covid var svo send út fréttatilkynning frá Pentagon þar sem uppruni gagnanna var staðfestur og viðurkenning á því að yfirvöld virðast ekki hafa einu einustu hugmynd um eðli þessara farartækja. Það er hins vegar stór hópur manna sem eru þess handviss að ákveðin djúpstjórn innan bandarísku leyniþjónustunar og flughersins viti nákvæmlega eðli málsins og hafa gert síðan Roswell árið 1947.

Fljúgandi furðurhlutur.

Myndböndin sem um ræðir eru svokölluð.

“Gimble video”

https://youtu.be/QKHg-vnTFsM?si=GbH6XZ81LvAjGwnY.

“Go fast video”

https://youtu.be/YPcgSliHp5Y?si=pdaCn1t7VWy2TP6R

og

“TikTak video”

https://youtu.be/W1kGmUliDNs?si=cz9xlkmWgvZS2aRT.

Ég er einnig búin að hlusta á viðtöl í fréttamiðlum og stórum hlaðvörpum við alla þessa þrjá menn í kjölfarið þar sem þeir fóru nánar út í þessa atburðarás sem þeir lýstu í vitnaleiðslunni og hvergi virðist sagan, smáatriðin breytast einu einustu ögn sem mér finnst mjög áhugavert.

https://youtu.be/GV4SRQRfDQs?si=dON1wysU-GXuYdOx

https://youtu.be/Eco2s3-0zsQ?si=NK6H-a2egEjQe3Ft

https://youtu.be/DsNSF7oBYS0?si=_MiOgvr7rvbkPXfK

Upp á síðkastið rignir inn frásögnum háttsettra innan bandaríska hersins því ef ég skil aðstæður réttar þá er einmitt núna 6 mánaða gluggi fyrir svokallaða “whistleblowers” að stíga fram og tjá sig undir lagalegum hatt sem verndar þá frá saksókn og persónulegri mannorðseyðileggingu.

Eitt er hins vegar óljóst en það er hvort spádómur Dr. Steven Greer reynist sannur um sviðsett stríð eða átök við verur utan sólkerfis því hvað er betra fyrir hina útvöldu elítu en sameiginlegur óvinur og gamaldags, óskilvirkir og óumhverfisvænir orkugjafar á meðan tækni sem felur í sér ótæmandi orku liggur djúpt grafin í neðanjarðarbyrgjum víðs vegar um heiminn.

Við skulum bara vona að stofnum stríðsdeildar innan bandaríska flughersins eða “Space Force” sem stofnuð var fyrir tveim árum eða svo sé ekki hluti af einhverskonar stórspili sem felur í sér en einn skrípaleikinn úr vestri.

Svona í lokin langar mér að segja frá frásögn þar sem ég heyrði í dag frá gamalli skólavinkonu. Hún sendi mér skilaboð og spurði hvort ég hefði áhuga á geimverum og svoleiðis. Ég segist hafa mikin áhuga sem líklega er sprottin af þörf minni í að komast úr leðjuslagnum í jarðneskum skotgröfum og yfir í meiri abstrakt hugsun þar sem manni dreymir um stærri og þróaðri heima. Hún segir mér að árið 1989 hafi hún 13 ára gömul orðið vitni ásamt pari sem hún þekkti ekki neitt af silfurfægðu og þríhyrningslöguðu farartæki sem gaf ekki frá sér hljóð og undir því í hverju horni voru rauð blikkandi ljós.

Aðeins meira í lokin þá heyrði ég einnig sögu frá vini mínum í síðustu viku þar sem hann sagði mér frá risastóru, svörtum, kassalaga hlut sem sveif við Nauthólsvík. Þessi vinur minn var þarna að leik við Kársnesið með æskuvini sínum sem einnig varð vitni að þessu. Þeir störðu á þennan massa í nokkrar mínútur áður en þeir hlupu heim til sín og görguðu hátt yfir fjölskyldur sínar hvað þeir höfðu séð og hlutu að sjálfsögðu aðeins hlátrasköll í kjölfarið.

HaHaHa, meira ruglið í þér drengur!

Höfundur. Gunnar Dan Wiium


Starfar sem búðarmaður, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarpanna Þvottahúsið og Hampkastið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -