Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

F%$#aðu þér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég kynntist manni fyrir skemmstu. Við vorum bæði nýkomin úr sambandi, eiginlega á alveg nákvæmlega sama tíma, mislöngum en það sem tengdi okkur var að makar okkar voru fyrrum elskhugar og í dauðateygjum sambanda okkar voru þau, þessir fyrrum elskendur, farin að stinga aftur saman nefjum. Tilviljunin ein réði því að ég og þessi annars bráðmyndarlegi maður tengdumst á stefnumótaforriti.

Ísland er lítið og ég var fljót að átta mig um hvern ræddi. Ég lét hann vita um tenginguna og fórum við að bera saman skilnaðarbækur okkar. Hann vildi hittast. Mig langaði ekki að hitta hann, en í einhverri örvæntinu um að skilja minn fyrrverandi lét ég slag standa. Myndarlegi maðurinn gæti þá hjálpað mér að púsla saman hugarbrotunum sem fylgdu skilnaðinum. Þrátt fyrir að fá mörgum spurningum svarað að þá endaði kvöldið öðruvísi en ég ætlaði mér.

Hraðspólum einhverja mánuði fram. Ég féll fyrir manninum og leyfi mér að fullyrða hann fyrir mér. Milli okkar var áþreifanleg tenging. Kannski er ég vonlaus rómantíkus eða kannski hef ég horft á of margar Disney-myndir eða kannski var hann flóttaleið frá ástarsorginni sem ég var að ganga í gegnum. Burtséð frá ástæðu þá var tilfinningin glaðvakandi.

Ástríðan var mögnuð og í hvert skipti sem við hittumst vorum við sem segull. Að sitja hlið við hlið var aldrei nóg. Ég dáðist ekki einungis af honum í fasi og fötum heldur var hann með besta og myndarlegasta typpi sem ég hafði komist í tæri við. Í og eftir einhverja ástarlotuna gantaðist ég við hann um að vilja afsteypu af typpinu á honum. Eitthvað sem ég gæti gripið í þá daga og þær stundir sem við vorum ekki sameinuð. Ég hefði „fagra fína“ þá alltaf til taks.

En allt hefur sinn endi. Því miður. Sumu er bara ætlað að vera brú yfir í nýtt tímabil. Ég saknaði hans samt, ég saknaði nándarinnar og tengingarinnar og ég saknaði þessa veglega og myndarlega typpis. Einhverjum vikum eftir að við hættum að tala saman varð á vegi mínum auglýsing. Ein af þessum örfáu auglýsingum sem raunverulega var lausn vanda minna og gat fært mér meiri lífsgæði. Varan sem umræddi var „kit“ til að gera afsteypu af typpi. AHA! Hvatvísin tók yfir og ég pantaði dótið. Jæja – nú þurfti ég að brjóta odd af oflæti mínu og opna pandoruboxið; rjúfa þögnina og biðja myndarlega manninn með sinn fagra fína um að gera mér greiða. Ótrúlegt nokk var hann tilbúinn til að fórna sér fyrir málstaðinn – svo hann fékk heimsendingu.

Eitthvað vöfðust leiðbeiningarnar sem fylgdu með fyrir honum og hann vantaði aðstoð við framleiðsluna. Sjálfsagt skyldi ég aðstoða hann við greiðann sem hann var að gera mér. Við áttum saman kvöldstund, hún var indæl, ljúf og alls ekkert dónaleg … svona þannig. Við gleymdum öllu um afsteypuna og sameinuðumst yfir spjalli um möguleika þess að endurvekja kynni okkar. Hugljúft, gott og einlægt samtal. En eins og þruma úr heiðskíru lofti sat hann allt í einu frammi í forstofu og reimaði á sig skóna. Kvöldinu var lokið. Ég hélt hann væri að grínast. Var hann að fara – en við vorum samt heima hjá honum?

- Auglýsing -

Nei, hann var ekkert að grínast. Ég átti að fara heim. Hann þurfti út í sjoppu. Ég vildi skilja aðstæður: Hvað hafði gerst? – Hann þurfti að sofa. Ég vildi ekki drama: Viltu nánd? – Já, en hann þurfti að sofa.

Klukkan var rétt hálf tíu. Hvað var maðurinn ungabarn?

Hann kvaddi mig á tröppunum og sagði mér að þetta hefði ekki verið rifrildi. Nei, hugsaði ég, sannanlega ekki – þá þurfa báðir aðilar að vera meðvitaðir um ágreininginn. Ég bara vissi ekkert. Ég svaraði: „Sjáumst“ Þegar ég komin heim bárust frá honum textaskilaboð: „Við erum okei.“

- Auglýsing -

Á mjög skömmum tíma var skali tilfinninga minna toppaður. Undrun, særindi, vonbrigði og þegar heim var komið; reiði. Bullið, ekki segja mér hvernig mér líður. Mér leið allt annað en okei. Ég beið í rúman klukkutíma með að svara honum en að endingu sendi ég: „Takk fyrir kvöldið.“ Tveimur og hálfum klukkutíma eftir þessa furðulegu kveðjustund fékk ég önnur skilaboð frá ungabarninu sem átti að vera löngu sofnað. Þá missti ég það! Ég hrakti fyrir honum lygina, ruglið og vanvirðinguna og ég skellti aftur lokinu á pandoruboxinu og lauk samskiptunum á sama þemu og ég hafði byrjað þau: „Þú mátt taka þessa helvítis afsteypu og troða henni upp í rassgatið á þér!“

Nú getur myndarlegi maðurinn sannanlega fokkað sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -