Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Fermingar – bísniss

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Vegna greinar og fréttar „fermingarbörnum stolið“ sem fríkirkjuprestur skrifaði á dögunum, og vegna viðbragða þjóðkirkjupresta við greininni get ég sagt frá minni reynslu af málaflokknum.
Þjóðkirkjumeðlimum hefur fækkað mikið undanfarin ár og er nú u.þ.b 40 prósent fermingarforeldra á landinu utan þjóðkirkjunnar. Samt klifar þjóðkirkjan á einokunarfrösum eins og „að til að utanþjóðkirkjukrakkar „fái“ að fermast með jafnöldrum, og til að þau „fái“ að fara á fermingarbarnamót með jafnöldrum, verði þau að taka þátt í þjóðkirkjumyllunni, borga brúttó einhverja fúlgu fyrir.
Krakkarnir þurfa í flestum söfnuðum að borga með peningum (seðlum), 22.000,- til prestsins og kannski einhvern tíuþúsundkall fyrir fermingarferðalag, einnig í seðlum, takk!.
Þessi seðla- og umslaga kúltúr vekur upp spurningar um gegnsæi og hvort skattur sé greiddur af þessu, en fermingarbörn eru tekjulind fyrir hálaunaða þjóðkirkjuklerka, „góð búbót“ eins og einn orðaði það.
Svo eru krakkar almennt skikkaðir til að mæta x mörgum sinnum (gjarna 7 sinnum) í messu, gjarna með foreldrum.
Væri ekki fyrir þetta myndi mæting víða vera nánast engin í messurnar.
Væri ekki fyrir peninginn myndi þjóðkirkjan heldur ekki hafa áhuga á krökkunum.
Væri ekki fyrir þrýsting og hefðir myndu krakkarnir flestir ekki nenna að mæta í fermingarfræðsluna hjá þjóðkirkjunni, mörgum líður ekki vel þar.
Ég starfaði í tuttugu ár sem prestur þjóðkirkjunnar og veit vel hvað ég er að segja, ég taldi fram aukatekjur mínar en  rukkaði sjaldan fyrir prestverk, hef skömm á peningaplokki og væli þjóðkirkjupresta um þetta og hitt.
Fríkirkjupresturinn hafði nokkuð til síns máls nefnilega.

Skírnir Garðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -