Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Fjölmiðlar á villigötum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskir fjölmiðlar hafa á undanförnum árið verið að færast stöðugt lengra inn i myrkur þöggunar og meðvirkni. Þetta gerist bæði vegna þrýstings frá samfélaginu en einnig er það innri ritskoðun. Ofbeldisbrot Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur er skólabókardæmi um þá meðvirkni sem á sér stað. Málið var á vitorði nokkurra stærri fjölmiðlanna sem snertu það ekki með töngum. Flestir voru á mála hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þáðu frá þeim vinargreiða. Þeir vildu ekki bíta í höndina sem fóðraði þá. Því var þagnarmúr um framgöngu leikmannsins sem greiddi tveimur konum bætur vegna þeirrar áreitni sem þær sökuðu hann um. Knattspyrnusamband Íslands var með í ráðum allan tímann og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var upplýstur um málið af föður stúlkunnar sem varð fyrir árásunum. Kolbeibenn var tekinn út úr landsliðinu en tímabundið. Eftir það sem forysta KSÍ taldi vera hæfilegan umþóttunartíma var honum veitt uppreisn æra og hann fékk aftur að spila landsleiki undir íslenska fánanum. Þagnarmúrinn náði alla leið til forsetans og fjölmiðlanna sem létu þetta viðgangast.

Mannlíf hefur sent KSÍ ítarlegar spurningar um það hvaða fjölmiðlar hafi þegið greiða í formi fargjalda og uppihalds undanfarin fimm ár. Spurt er um upphæðir og tímasetningar. Sambandið hefur enn ekki svarað spurningunum. Rétt er að nefna að KSÍ hefur í fjölmörgum tilvikum neitað að svara spurningum Mannlífs. Þetta á við um mál Eiðs Smára Gudjohnsen, aðstoðarþjálfara landsliðs karla sem varð sér til skammar vegna ölvunar á almannafæri. Þetta á líka við um nauðgunarmál sem kom inn á borð sambandsins þar sem landsliðsmenn koma við sögu. Og þetta á við um meint kynferðisbrot Gylfa Sigurðssonar og kærumál á hendur Ragnari Sigurðssyni vegna heimilisofbeldis.

„Nafnleyndin varð að aðför að mannorði saklausra manna“

Stóru fjölmiðlarnir héldu sig lengi vel við nafnleynd og héldu áfram að segja að sá sem áreitti stúlkurnar og greiddi bætur hefði verið landsliðsmaður. Þar með var varpað grun á landsliðsmenn sem höfðu ekkert til saka unnið. Nafnleyndin varð að aðför að mannorði saklausra manna. Þessi árátta að leyna nöfnum grunaðra en þrengja samt þannig að fáir koma til greina á sér meðal annars rætur í því að dómstólar hafa í auknum mæli tekið upp þann ósið að setja x í stað nafna brotafólks.

Forsvarsmenn Knattspyrnusambandsins sögðu ýmist ósatt eða neituðu að tjá sig. Á endanum hættu þeir að senda Mannlífi tilkynningar en létu sér nægja að upplýsa vinveitta fjölmiðla. Spillingin og kvenfyrirlitningin er nærð af fjölmiðlafólki sem gætti þess vandlega að múrar þöggunar um óeðlið innan íþróttahreyfingarinnar yrðu ekki brotnir niður. Klíkan sá um sína þar til forseti KSÍ gekk of langt og laug opinberlega. Þá hrundi spilaborgin.Við skulum rifja upp að langflestir íslenskir fjölmiðlar tóku þátt í dansinum um gullkálfinn sem endaði með Hruninu. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var afdráttarlaus hvað þetta varðar. Nú sjáum við það sama gerast í kynferðisbrotamálum. Þögnin er látin ráða.

Mannlíf mun nú sem fyrr halda áfram að fjalla um kynferðisbrot og spillingu af heiðarleika og án hagsmunatengsla. Við leggjum okkar fram um að draga skuggatjöldin frá. Og það er af nógu að taka vegna þess að við erum að fást við ógeðslegt samfélag eins og mætur maður orðaði það eitt sinn.

 

- Auglýsing -

Leiðarinn birtist í helgarblaði Mannlífs sem þú getur lesið hér eða flett því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -