Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Forsetaframboð 2024

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aldrei hefur verið jafn mikið framboð af forsetaframbjóðendum og aldrei jafn mikið af vinum mínum í forsetaframboði. Kannski á ég hlut að máli hvað það varðar, en þetta eru spennandi og áhugaverðar forsetakosningar.

Ég er spurður marg oft á dag af hverju ég sé ekki í framboði og ég hef svarað jafnan að ég hafi ekki lengur áhuga á þessu embætti. Vissulega hef ég skyldum að gegna og kannski bjó ég til þetta gap sem nú rúmar 74 forsetaframbjóðendur með framboði mínu fyrir 20 árum? Kannski var ég búin að manifesta sjálfan mig á Bessastaði og sé í raun að svíkjast undan því núna og afleiðingin er offframboð af forsetaframbjóðendum?

En svo ég víkji undan sjálfhverfum hugsunum þá er kannski kominn tími á 12 spora samtök fyrir forsetaframbjóðendur? Hégóminn hefur mikið verið mærður undanfarin ár með samfélagsmiðlunum. Selfie æðið og sjálfhverfan tók yfir internetið og reiða fólkið tók yfir kommentakerfið og auðvitað eru 74 forsetaframbjóðendur. En er þetta upphafið á hruni sjálfhverfunar í samfélaginu?

Þetta er spennandi, sérstaklega fyrir mig sem hef farið stóran og langan rannsóknar leiðangur um hégóman. Guð blessi Ísland.

Snorri Ásmundsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -