Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Forsetinn sem virkjaði neitunarvaldið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Ragnar Grímsson er einn merkasti leiðtogi okkar tíma að öðrum ólöstuðum. Hann hefur alla tíð verið umdeildur en haldið sínu striki ótrauður. Hann er sá forseti sem mótaði embætti forseta Íslands í þá veru sem nú er. Mörgum er minnisstætt þegar hann í fyrsta sinn beitti neitundarvaldi sín gegn lögum um fjölmiðla sem áttu að tryggja velunnurum Sjálfstæðisflokksins trygg völd í heimi fjölmiðlanna. Forsetinn var harkalega gagnrýndur fyrir að beita forsetaembættinu með þessum hætti í stað þess að skrifa þegjandi undir lögin, eins og venjan hafði verið. Aðrir hældu honum í hástert. Ólafur Ragnar gerði embætti forseta í ákveðnum skilningi pólitískara en áður hafði sést. Nú þykir sjálfsagt að reikna með því að forseti vísi málum til þjóðarinnar. Annað sem breyttist í forsetatíð Ólafs Ragnar var að helgislepjan sem hafði verið yfir embættinu vék. Skyndilega mátti gagnrýna forsetann opinberlega og eftirhermur fóru á kostum með karakter hans.

Ólafur Ragnar segir frá barnæsku sinni í forsíðuviðtalinu við Mannlíf. Móðir hans var með berkla og dvaldi langdvölum á heilsuhæli á Akureyri og í Reykjavík. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu við móðurleysi sem mótaði hann öðrum þræði. Bréf móður hans, sem komin eru á bók lýsa vel þeim veruleika sem hún glímdi við.

„Það er enginn að neyða mig að gera þetta“

Þótt forsetatíð Ólafs Ragnar hafi verið mótunarsaga embættisins, mörkuð átökum, er hún ekki endilega merkilegasti hluti lífshlaupsins. Hann var á meðal þeirra fyrstu til að vekja athygli á loftslagsvandanum. Það var áður en málefnið komst í tísku. Eftir að hann lét af embætti hefur hann verið óþreytandi að berjast fyrir hagsmunum Íslands og auðvitað allrar heimsbyggðarinnar með því að draga fólk að Hringborði Norðurslóða og vekja athygli á þeim hrikalega vanda sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna hnattrænnar hlýnunar. Hann notar tengsl sín á alþjóðavísu til að fá áhrifafólk til að ræða þessi mál. Forsetinn fyrrverandi hefur verið vakinn og sofinn í því að vekja athygli á þeim óhugnaði sem við blasir ef ekki verður brugðist við af festu. Allt er þetta í sjálfboðavinnu, drifið áfram að hugsjón. „Það er enginn að neyða mig að gera þetta. Þetta er alger sjálfboðavinna í bestu merkingu þess orðs og meðan mér finnst gaman að þessu og það er eftirspurn eftir þátttöku minni af hverju ætti ég þá að hætta því og fara að leggjast í kör?“ spyr hann í viðtalinu við Mannlíf.

Ólafur Ragnar verður áttræður á næsta ári. Hann er þó fjarri því að vilja setjast í helgan stein. Framundan eru ferðalög á næstu mánuðum víða um heim. Boðskapur hans er einfaldur. Við verðum að bregðast við. Það er vá fyrir dyrum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -