Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Framboð og eftirspurn, dílerinn með bindi og klút

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
On the subject on ópíum, fólkið hrynur í bunkum, tíu, tuttugu, þrjátíu og engin er nota það sem myndi kallast heróín. Hins vegar gerir heilinn, líkaminn engan greinarmun á heróíni sem smyglað er frá ökrum Afganistan eða heróíni framleitt af jakkafataklæddum heiðursborgurum hins vestræna heims.
Fyrirtækið í Vatnsmýrinni sem byrjar á A til dæmis, með allar sínar kósí rannsóknarstofur, státar sig af frumkvöðulsstarfi og stuðning við háskólasamfélagið, þeir meðal annars framleiða þessi lyf sem ungmenni um allan heim eru að deyja af og þetta er að gerast í bakgarðinum og við horfum á fíkilinn sem vandamálið.
Contalgin, Fentanyl, Norspan, OxyContin, ég meina hver fann það út að þörfin á þessum ofurverkjastillandi lyfjum væri brýn utan skurðstofa og mögulega í takmörkuðu magni út á ballarhafi. Hver fann það til dæmis út að Oxy væri gott við mjóbaksverkjum og aldeilis ekki ávanabindandi? Hver fann það út og hver leyfði þessari vitleysu að ganga í gegn með óafturkræfum afleiðingum, heróín faraldri í nafni lýðheilsu og vestræns heilbrigðiskerfis?
MARKAÐURINN BAÐ EKKI UM ÚRVAL ÞESSARA EFNA!
Og svo þegar skaðinn er orðin sýnilegur, gerðar sjónvarpsþáttaraðir um klúðrið, skandalinn og samt er ekki gripið inn í, bara framleidd sterkari efni, allt í þágu verkjarstillingar eða hittó. Vandamálið er ekki sá sem ánetjast, vandamálið er framboðið af efnum, vandamálið er ofur-elítan, hinir fáu, þriðji eða fjórði eða fimmti ríkasti maður Íslands, maðurinn sem sæmdur er fálkaorðum og gefin lykill af borginni, hann er vandamálið, hann er dópsalinn sem “lýðræðislega” kosnir fulltrúar hampa og dásama því hann er svo ríkur, hann er supermann, hann er selfmade og býr í kastala með sinn eigin ljósmyndara, hann er fokking drugdealer og með her lögfræðinga, ímyndarsmiða á sínum snærum.
Hvenær ætlar fólk að vakna, hættið að tala um skaðaminnkun sem eitthvað fokking bull, farið að tala um skaðaminnkun með að taka þetta lið og verksmiðjur þeirra úr umferð. Orsök vandans snýr að framboði, ekki framboði þeirra sem ánetjast heldur framboði þeirra efna sem hönnuð eru og smíðuð í vatnsmýrum viðsvegar um heiminn.

Gunnar Dan Wiium

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -