Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Hrunadans Vinstri grænna-Skjaldborg um Bjarna Ben

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur með framferði sínu á Þorláksmessu sýnt þjóð sinni vanvirðingu og stofnað mannslífum í hættu með framferði sem  fæstir ástunda. Drykkjuveisla í Ásmundarsal og eftiráskýringar ráðherrans um  stutta viðveru duga enginn veginn til uppgjörs í málinu. Afsakanir um að hann standi í svo mikilvægu starfi við  Bjarni Beendendurreisn landsins eru út úr öllu korti. Fjöldi manna og kvenna er fær um að taka við stjórn fjármála ríkisins. Það eitt að einstaklingur sé mikilvægur (VIP) gildir ekki til sakaruppgjafar. Bjarni á að vera fyrirmynd allrar þjóðarinnar en gerðist sekur um gríðarlega alvarlegan dómreindarbrest þar sem hann sauðaðist um í mannhafi Ásmundarsafns og tók áhættu af því að setja mannskæða veiru í veldisvöxt.

Lögreglan var kölluð til á staðninn og tilkynnt um stórt brot á sóttvarnareglum þar sem tugir manna voru komnir saman. Lögreglumönnunum mættu fúkyrði og þeir voru sakaðir um rasisma þegar þeir vísuðu fólki á dyr. Óljóst er hvort ráðherrann hnýtti í löggæslumennina við inngrip þeirra í veisluhöld hinna velmegandi. En það jákvæða er að lögregluvarðstjórar tóku ekki þátt í að hylma yfir með Bjarna ráðherra. Í dagbók lögreglunnar, sem send var fjölmiðlum, var tilgreint að háttvirtur ráðherra hefði verið í samkvæminu og að lögreglumenn hefðu verið hrakyrtir. Það var athyglisverður sá vinkill fjölmiðlabarns sem spurði hvort dagbókin fæli ekki í sér brot á lögum um persónuvernd þar sem ráðherrann hefði verið tilgreindur. Einu sýnilegu afglöpin í færslunni eru það að segja ekki strax að sóttvarnadólgurinn væri Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og varpa þannig grun á alla hina ráðherrana. Svona  mál á frá upphafi að vera opið og allar persónur opinberar. Málsbætur eiga svo auðvitað að koma fram, rétt eins og ávirðingar. Og það á að refsa brotafólkinu samkvæmt heimildum. Afgreiðslan er lögreglunni til sóma en líklegt er að þeim verði refsað fyrir að fletta ofan af flokksbroddinum.

Bjarni er umdeildur maður sem á spor sín víða um skuggaveröld viðskipta og stjórnmála. Margir muna Vafningsmálið og barnaníðingsmálið. Hann hefur samt náð að hrista af sér alla meinta siðferðisbresti og haldið áfram að stjórna stærsta stjórnmálaflokki landsins með fulltingi allra þeirra kjósenda sem kvitað hafa upp á sakaruppgjöf hans. Eðlilegt hefði verið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að setja spillingarskútu sína í slipp og skipta um kaptein og skipa til verka menn sem fylgja grundvallarstefnu flokksins um frelsi og heiðarleika. En það var ekki gert og flokkurinn siglir sem fyrr undir fölsku flaggi og á stefnu sem ræðst af veðri og vindum.

Flestir sem hafa tjáð sig um nýjasta glappaskot Bjarna hafa lýst því að hann hefði átt að segja af sér ráðherradómi og setja annann á stól fjármálaráðherra. Vinstri grænir hafa gefið út að þeir telji að hann hafi skaðað sjórnarsamstarfið en þeir fyrirgefi honum. Það hljómar dálítið eins og Trump að gefa gjörspilltum ráðgjöfum sínum sakaruppgjöf. Reynslan segir okkur að VG muni þurfa að gjalda fyrir brot Bjarna. Sjálfstæðismenn munu af alkunnri þrælslund, sem rekja má til valdatíðar Davíðs Oddssonar, kvitta fyrir syndir leiðtogans. En þeir flokksmenn VG sem ekki eru orðnir innmúraðir í faðmlög Sjálfstæðisflokksins munu flýja flokkinn. Hinir munu sitja áfram, pólitískt misnotaðir, án þess að eiga von um framtíð í stjórnmálum. Þetta er fólkið sem sló skjaldborg um Bjarna Ben.

Það verður sem sagt Katrín Jakobsdóttir sem sýpur seiðið af siðleysi Bjarna. Það er sorglegt því Katrín er heiðarlegur stjórnmálamaður sem þó lætur stjórnast af meðvirkni með Bjarna og slær striki yfir sóttvarnarbrotið. Hvar eru nú riddarar réttlætisins í Vinstri grænum? Hve djúpt viljið þið sökkva? Er engin sómakennd lengur hjá góða fólkinu, svonefnda? Ekkert kemst að nema hrundadansinn við Sjálfstæðisflokkinn.

Sama meðvirknin er upp á teningnum hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem lætur ófögnuðinn ganga yfir sig með þó einhverju undirliggjandi mjálmi um að framkoma Bjarna sá ekki góð. Sigurður, sem er dýralæknir að mennt, kvittar þannig upp á skepnuskapinn sem viðgekkst í Ásmundarsafni og býr til ný viðmið í sóttvörnum fyrir allan almenning. En Framsóknarflokkurinn mun ekki gjalda fyrir meðvirknina. Flokkurinn á sér lanfa spillingarsögu sem ekki hefur tekist að afmá og enginn reiknar með siðferðisvakningu þaðan þrátt fyrið að bæði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Willum Þór Þórsson alþingsimaður hafi vissulega fært með sér vinda heiðarleika inn í flokkinn.

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson hefur viðurkennt sök í þessu máli og biðst afsökunar en með ýmsum missönnum fyrirvörum. Það dugar ekki til. Brot Bjarna er í máli sem allur almenningur þarf að glíma við. Fólkið í landinu neitar sér um að mæta á fjöldasamkomur, stærri jólaboð og heldur sig við það að vera innan um sína nánustu. Þjóðin er í fangelsi veirunnar. En þotuliðið með Bjarna á stalli sínum telur sig ekki þurfa að hlýða slíkum reglum.

Bjarni hefur sagt að starf ríkisstjórnarinnar í þágu endurreisnar sé svo mikilvægt að hann geti ekki horfið af valdastjóli. Það er þvæla. Með því að víkja hefði hann getað sýtt nýjan mann í fjármálaráðuneytið og þvegið spillingarstimpilinn af öllum þremur stjórnarflokkunum. Samviskulaus og með hvíta hnúa rígheldur hann um  stól sinn og viðheldur siðleysinu í íslenskum stjórnmálum.

Með réttu á Bjarni að axla ábyrgð á afglöpum sínum með afsögn. Það  er góður og gildur siður í helstu lýðræðisríkjum og felur í sér ákveðna hreinsun fyrir viðkomandi sem getur snúið til baka afturbata eftir að hafa tekið út sína sekt með afsögn. En að óbreyttu mun aðeins VG tapa á málinu. Flokkurinn hefur ekki efni á að gefa eftir fleiri prinsipp og ögurstundin nálgast.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -