Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hverjum er ekki drull?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ég veit ekki hvað gerðist en frá einum degi til annars varð mér eiginlega slétt sama og hvað á ég við með því?
Ég veit það eru öfl hér á jörðinni sem skref fyrir skref stefna okkur í alheimsstjórn, stjórn fjármála-afla. Ég veit að fólksfjölgun er ógn fyrir þessum hóp í meira og meir sjálfvirkum og “skilvirkum” heimi.
Ég veit að klofningur á sér stað sem gerir mig annaðhvort að útmáluðum skíthæl, skíthæl með skoðanir sem ég get ekki deilt nema að ég sé með hatursorðræðu og jú, skíthæll eða sýndarfrjálshyggjuveru sem fagnar fjölbreytileikanum en gerir það samt í skilyrtri útfærslu.
Ef ég er ekki hræddur við heimsfaraldra, umhverfisógnina og Rússa og Kim Yong og allskonar annað þá er ég skíthæll, nema að ég segi ekkert í pottinum, haldi bara kjafti, sem er lang lang oftast best því rökræður í dag eru líka ekkert svo mikið hægt því öllu fylgir svo miklar tilfinningar og heift. Skoðanir, viðhorf og huglægur veruleiki er kynntur sem staðreyndir og kenndar í skólum sem stöðugur og óbilgjarn raunveruleiki að eilífu amen. Engin fyrirvari um ranghugmyndir, jú eða bara mistúlkun, bara staðreynd og ég fokking drep þig ef þér finnst, heldur eða veist annað.
Ég veit að spilling þrífst og litlir flokkar eiga ekki séns í hvalina sem sitja galakvöld með elítunni sem eiga monnsana. Ég veit að það skiptir engu hvað eða hvort ég kýs, skítur er skítur þó svo að yfir hann séu stráðar pallíettur fyrir gott partý sem bara búið fyrir miðnætti.
Ég veit að rekstur hins opinbera er óskilvirkur og ef hann óvart skilar hagnaði þá er hann gefin og einkavæddur á meðan fólkið sefur fyrir framan Netflix og DisneyPlús. Hinsvegar ef reksturinn skilar tapi þá er maðurinn á gólfinu látin taka hitan.
Ég veit að fréttaveitur ljúga nema kannski um tombóluna sem sjö ára stelpurnar héldu fyrir utan Vesturbæjarlaugina um helgina, ágóðann gáfu þær í svarthol einhverja hjálparsamtaka, allt annað er beygt og sveigt, allar upplýsingar koma frá sömu veitunum, veitur sem eru í eigu fárra, þetta er rekjanlegt en öllum er drull því elko er með blackfriday og Hagkaup með taxfree-daga.
Ég hef síðustu ár skrifað mikið og rifið mikið kjaft, svona eins og ég geti breytt einhverju, en svo frá einum degi til annars varð mér eiginlega drull. Samfélög verða og hverfa, alltaf gert. Við erum bara eitt lítið blíbb og fegurð má sjá í fárveikri einkavæðingunni. Fegurð má sjá í þeirri þjáningu sem fylgir skertri samkennd, þjáningin fæðir af sér vakningu sem mögulega mun eiga sér stað áður en við einfaldlega eyðumst upp sem lífrænn hópur.
Við breytumst eflaust í vélmenni í stöðugu viðnámi við vitundina sem talar tungumál sem vélin ekki skilur. Þessa rödd vitundar kæfum við með meira klámi og pillum og greiningum, rýnihópum og nefndum og hugmyndum.
En mér er alveg sama, í dag ætla ég að taka nokkur lítil skref og muna að þótt svo að ég sjái ekki samhengið í sameiginlegu karma mannkyns þá þýðir það ekki að það ekki sé, það er samhengi, allt er út frá gefnum forsendum og mér er kannski bara ætlað að fylgjast með, fylgjast vel með.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -