Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Krakkar í 6. bekk eru leiðinlegustu börnin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flest börn eru mjög skemmtileg, ég hef komist að þeirri niðurstöðu hafandi unnið með börnum á aldrinum 1 árs til 18 ára árum saman. Börnin eru vissulega jafn ólík og þau eru mörg en heilt yfir eru þau topp fólk frá toppi til tár.

Ég get ekki gert upp á milli tveggja aldurshópa þegar kemur að skemmtilegustu börnunum. Fyrri aldurinn er 3 til 4 ára en það vill svo til að sonur minn er einmitt á þeim aldri núna. Tilfinningar barna á þessum aldri eru svo hreinar og skýrar. Mamma, stjörnurnar eru svo fallegar,“ sagði sonur minn við móður sína í október í fyrra. „Mamma, við erum að fara í sveitina á eftir. Ég er afskaplega glaður að hitta alla krakkanna,“ sagði hann svo þegar við fórum í sumarbústað tengdaforeldra minna þar sem öll börn og barnabörn komu saman. Algjör forréttindi að búa með þessum meistara.

Svo eru það unglingar í 9. bekk. Þarna eru þau svo full af spennu og sköpun og að leita leiða til að springa út en þetta er áður en þau byrja hafa áhyggjur af framhaldsskóla. Ef þú nærð að tengja á einhverju stigi við áhugamál krakka í 9. bekk þá mun viðkomandi vera þér að eilífu þakklátur. Tær gleði.

Það er hins vegar eitthvað sem gerist við börn þegar þau byrja í 6. bekk. Það er erfitt að færa það í orð en í grunninn virðist þetta stafa af því að þeim þykir asnalegt að leika sér eins og „litlu krakkarnir“ og eru að drífa sig að verða unglingar án þess að hafa andlegan þroska til þess. Þessi blanda er háskaleg og brýst út í miklum skætingi og leiðindum.

Þegar ég var að vinna í félagsmiðstöð var erfiðast að fá fólk til að vinna með þessum aldri af því að starfsfólkið sem hafði gert það vildi almennt séð ekki koma nálægt því aftur. Brennt starfsfólk forðast eldinn. Flestir foreldrar og kennarar sem ég hef talað við í gegnum árin virðast vera sammála þessu en auðvitað er þetta ekki algilt.

Ekki halda að ég sé tala um „gelgjuna,“ hún er annars eðlis. Önnur skepna þar á ferðinni og vel hægt að ráða við hana eftir smá reynslu í þeim bransa. Hún er fyrirsjáanleg og birtist á ýmsum aldri.

- Auglýsing -

Sem betur fer fyrir okkur öll þá vaxa börn upp úr þessari meinsemd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -