Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Kristján Björnsson – nei takk!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti hefur beðið um að biskupskjöri verði flýtt og að verkferlar varðandi tilnefningar verði virkjaðir hið snarasta. Ástæðan er meint umboðsleysi biskupsins Sr. Agnesar Sigurðardóttur, og verður ekki um það mál fjallað nánar hér, þó ærin ástæða væri til.

Þegar tilnefna skal einstaklinga sem svo á seinna stigi gætu tekið þátt í biskupskjöri, verður að hafa í huga mikilvægi þess að nefna til sögu heilsteypta og heiðarlega einstaklinga, sem myndu ráða við að sinna hinu helga biskupsembætti. 

Prestar sem flækst hafa í stjórnsýslu Agnesar biskups, og jafnvel tekið þátt í að framfylgja ákvarðanatökum hennar í viðkvæmum málum, ætti ekki að tilnefna að svo komnu máli, enda eru sum málanna ekki til lykta leidd fyrir dómstólum ennþá.

Þetta á líka við um sitjandi vígslubiskup, Sr. Kristján Björnsson, sem því miður hefur komið beinlínis að nokkrum umdeildum málum, sem hvergi sér fyrir endann á. Þar er um að ræða að minnsta kosti þrjú mál, nefnilega mál prestanna Sr. Ólafs Jóhannssonar og Sr. Gunnars Sigurjónssonar, en hvorugur þeirra virðist hafa fengið réttláta málsmeðferð, og var vígslubiskup beinlínis aðili að máli Sr. Ólafs, þetta hef ég sjálfur heyrt hann segja frá.

Þá er ekki vitað til þess að vígslubiskup hafi beitt sér í máli Sr. Gunnars, í átt að réttlátri málsmeðferð.

Þriðja málið er þungt, alvarlegt og óafgreitt, og er þáttur vígslubiskups þar óumdeilanlega stór og alvarlegur, og er um að ræða mál Sr. Kristins J. Sigurþórssonar, sem velkist í kerfinu nú á þriðja ári eða svo.

- Auglýsing -

Ég hef sjálfur hlustað á skýrslutöku Héraðsdóms Suðurlands, þar sem vígslubiskup situr fyrir svörum, og fer hann þar undan á flæmingi svo um munar, um lögfræðileg atriði sem skipta verulegu máli gagnvart réttaröryggi prestins, sem auðvitað er grafalvarlegt. Upptöku af þessu máli má kynna sér á skjalasafni dómstólsins.

Við getum ekki haldið áfram að láta stjórna þjóðkirkjunni og prestum hennar á lágkúrulegan og ómálefnalegan hátt. Sá sem þetta ritar veit af reynslu að það yrði dýrtkeypt. Prestar sem eytt hafa mörgum árum í að afla sér menntunar og réttinda eiga einfaldlega kröfu á að biskup þeirra líti til þeirra með sanngirni og réttum lögum. Það er augljóst.

Ekki ætlar sá sem þetta ritar að blanda sér í tilnefningar til biskups, nema þá að gefa ráð. Ráð mitt að þessu sinni er að tilnefna hæfa einstaklinga, sem ekki eru flæktir í deilumál, gjarnan konur. 

- Auglýsing -

Sr. Kristján Björnsson Skálholtsbiskup er of flæktur í óleyst deilumál kirkjunnar til að geta talist frambærilegur til tilnefningar. Ráð mitt er því þetta: Tilnefnið ekki Sr. Kristján Björnsson að þessu sinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -