Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Mig langar … Mig vantar … En þarf ég?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég gekk á vini og samstarfsfólk og spurði hvað það langaði í. Svörin stóðu ekki á sér:
Stærra húsnæði, rafmagnsbíl, nýtt gólfefni, sjónvarp, fallegan lampa, tölvu og nýjan síma.

Ég svaraði sjálf spurningunni og sagði þeim að mig langaði í bílskúrhurðaropnara.
„Lára, þú ert með plebbalegasta svarið,“ hrópaði einn kolleganna og hló.

Sannarlega satt; til að langa í bílskúrhurðaropnara þarf bæði að eiga bíl og bílskúr.

Á sama hátt spurði ég: Hvað vantar þig?
Einhverjir urðu hugsi og spurðu: „Bíddu, varstu ekki að spyrja að þessu?“
Nei, það er munur á að langa og vanta. Svo streymdu inn svörin: Leikskólapláss nær heimilinu, bíl, pening, góða vetrarskó og nýja tölvu. Án þess að líta upp frá tölvuskjánum svaraði samstarfskona mín:

„Mig vantar utanlandsferð.“

Svar hennar gaf til kynna að hún hefði ekki gefið samtalinu neinn sérstakan gaum. Ég spurði hana hvort hana raunverulega vantaði utanlandsferð. Hún leit upp og var augljóslega pirruð. Þegar ég spurði hana hvort það væri ekki löngun frekar en vöntun svaraði hún: „Nei, mig vantar að komast til útlanda!“

- Auglýsing -

Ég var ekki tilbúin að taka svarið gilt og spurði hana: „Vantar þig að komast til útlanda eða langar þig?“
„Bæði. Mig vantar að komast í frí,“ svaraði hún og á því augnabliki sá ég þreytuna leka af andlitinu á henni.

Akkúrat.

Löngun er eitthvað sem þig dreymir um en er ekki endilega tengd þörfum þínum. Á meðan vöntun er drifin af einhverri ófullnægðri þörf – en gefur til kynna munað og jafnvel val. Þú þarft það ekki til að lifa af en það auðveldar þér kannski lífið.

- Auglýsing -

Það sem þreytta samstarfskonan þurfti var grunnþörf – svefn.

Í lokin spurði ég þá allra kröfuhörðustu hvað fólk vantaði, ef það bæri sig saman við einstakling frá stríðshrjáðu landi.
Flestir dæstu og ranghvolfdu í sér augunum en svarið var samhljóma: „Raunverulega ekki neitt.“

Við höfum það gott á Íslandi
– En sannanlega misgott.

Þennan pistil og fleiri má lesa hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -