Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

O tempora – O mores

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég horfi í baksýnisspegilinn og minnist með ánægju þjónustu minnar á Suðurlandi en Sunnlendingar eiga mikið inni og hafa ekki notið sannmælis sem skyldi, kannski vegna hógværðar sinnar, lítillætis og kurteisi.

Starfsstöðin mín var í Skálholti og myndin tekin þar, fyrir utan biskupshúsið. Samstarfsprestar mínir vor Sr Egill heitinn Hallgrímsson og Sr Kristján Björnsson vígslubiskup, sa sami og nú vill láta gramsa í líkamsleifum forvera sinna, „í þágu læknavísindanna“, eins og fram hefur komið.
Maður lifir þá bara á góðum minningum, en er jafnframt áhyggjufullur vegna andlegrar, menningarlegrar og kirkjupólitískrar hnignunar, sem ég reyndar tel að sé stjórnvöldum að kenna,  tel að þau hafi spilað illa úr sínum möguleikum til að varðveita og auðga kristni og menningu meðal þjóðarinnar.
Gott er að velta vöngum. Væri ég yngri og kennitalan hagstæðari væri ég kannski í framboði til Skálholtsbiskups, ég hefði orðið fínn biskup þarna.
Öllu gamni fylgir alvara. Þetta er gömul saga og ný. Allri alvöru fylgir því nokkuð gaman. Þarmeð leyfir maður sér að segja eitt og annað, án þess að á nokkurn sé beinlínis hallað.
Skálholtsstaður er reyndar að mínu viti eign þjóðarinnar, ekki endilega þjóðkirkjunnar, það er önnur saga. Sú saga verður ekki sögð hér.
Segi eins og Ciceró heitinn: O tempora – O mores.
Sr. Skírnir Garðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -