Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Prestar og minningargreinar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Svavarsson skrifar:

Ég hef verið ötull við að gagnrýna eitt og annað sem tengist þjóðkirkjunni undanfarið, enda ekki við öðru að búast, því systkinin sleifarlag og hentistefna virðast oftar en ekki ráða för í stjórnsýslu núverandi biskups.

Að þessu sinni eru það þó prestarnir sem ég vil segja örfá orð um. Þeir annast sem kunnugt er jarðarfarir og hafa til skamms tíma bitist um þær, enda gaf það sæmilega af sér á meðan greitt var aukalega af hinu opinbera fyrir þau viðvik, nokkuð sem nú er afnumið.
Oftar en ekki hafa klerkarnir nýtt sér það að skanna minningargreinar Moggans að morgni jarðarfarardags, og dæmi eru um að þeir hafi romsað orðrétt heilu minningargreinunum í stað heimaunninnar líkræðu. Dæmi um þetta eru m.a. úr Grafavogskirkju, en þar hafa menn kannski notið góðs af nábýli við – og velvild í garð, – hins árvakra nágranna síns.

„Nú eiga prestarnir þá von á að fá á baukinn“

Aðstandendur hafa komið að lokuðum dyrum varðandi kvartanir, enda hafa Hádegismóamenn hingað til ekki gert neina athugasemd við þetta, mér vitanlega.
Á prestafundi fyrir nokkrum árum bar þetta á góma, sagði þá prófastur einn að þetta væri í stakasta lagi, „enda allt það sem birt er í dagblöðum opinbert efni, til fróðleiks og íhugunar,“ eins og hann orðaði það.
Skýtur nú skökku við að blaðamaður skuli verða fyrir barðinu á  lögfræðingum Moggans, hafandi gengið í fótspor hinna geistlegu íhaldsvina. Nú eiga prestarnir þá von á að fá á baukinn, kannski kærðir, settir af, eða nafngreindir fyrir sín meintu lögbrot.
Vissulega eru minningargreinar viðkvæmt efni, en ef fólk kýs að deila þeim opinberlega hljóta þær að teljast lesefni og ekki prívateign nokkurs manns. Turnitin heitir hugbúnaður einn sem annast uppljóstranir meintra ritstulda, nú þarf að splæsa slíku á klerkana og svo geta lögfræðingar farið að bretta upp ermarnar.
Höfundur er prestur á eftirlaunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -