Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Sá yðar sem syndlaus er: Þrúgandi þögn Þjóðkirkjunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf hefur undanfarið fjallað um mál sem snertir Þjóðkirkjuna á Íslandi: Presti á eftirlaunum var meinað að jarðsyngja konu sem hann var í miklu og góðu sambandi við; var hann fjölskylduvinur og var ósk þess efnis að hann myndi jarðsetja konuna komin frá henni sjálfri og nánustu aðstandendum.

Neitunin kom áðurnefndri fjölskyldu í opna skjöldu, sem vildi eðlilega fá svar eða svör frá Þjóðkirkjunni vegna neitunarinnar.

Séra Gunnar Björnsson.

Svarið barst níu dögum síðar, en þá voru tveir dagar liðnir frá útförinni. Þar var sagt að séra Gunnar Björnsson, sem er presturinn sem um ræðir, væri ekki lengur í þjónustu hjá Þjóðkirkjunni. Ekkert var tiltekið hvers vegna hann mátti ekki sjá um útförina.

Séra Önundur Björnsson.

Fjölskyldan sá sitt óvænna og fékk annan prest til að jarðsyngja hina látnu. Séra Önundur S. Björnsson, einnig prestur á eftirlaunum, tók að sér verkefnið. Miðað við það er það öruggt að ekki var séra Gunnari bannað að sjá um útförina áðurnefndu vegna þess að hann væri kominn á eftirlaun.

Mannlíf sendi samskiptastjóra Biskupsstofu, Pétri Georg Markan, einfalda fyrirspurn sem hljóðaði svo:

Pétur Georg Markan.

Komdu sæll og blessaður Pétur, og afsakaðu ónæðið. Svanur Már Snorrason heiti ég og er blaðamaður á Mannlífi. Ég er með fyrirspurn. Þegar prestar komast á „aldur“ – 67 til 70 ára, mega þeir samt sem áður sjá um til dæmis brúðkaup, skírnir og jarðarfarir? Eða hætta þeir einfaldlega allri þjónustu á vegum Kirkjunnar eftir að eftirlaunaaldri er náð?

- Auglýsing -

Ekkert hefur borist svarið. Þrátt fyrir ítrekun.

Vissulega hefur áður komið fram í fjölmiðlum að séra Gunnar var til rannsóknar hjá Þjóðkirkjunni. Og það hefur komið fram að hann var sýknaður; en engin skýring fæst frá Þjóðkirkjunni hvers vegna biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, ákvað að úthýsa séra Gunnari, sem er með hreinan skjöld.

Séra Gunnar var sýknaður á sínum tíma, bæði í undirrétti og Hæstarétti, af ásökunum um að hafa misboðið ungum stúlkum.

- Auglýsing -

Því er spurt:

|
Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Hvers vegna má séra Gunnar ekki þjóna Þjóðkirkjunni? Og hvers vegna svarar Agnes biskup og Pétur samskiptastjóri ekki einfaldri fyrirspurn – hafa þau eitthvað að fela?

Það er alvarlegt þegar risastór og opinber stofnun eins og Þjóðkirkjan hegðar sér með slíkum hætti eins og lesa má um varðandi mál séra Gunnars. Og enn alvarlegra þegar æðstu stjórnendur stofnunarinnar sjá sér ekki einu sinni fært að svara einföldum fyrirspurnum fjölmiðla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -