Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Stéttarfélag gerenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hilmar Vilberg Gylfason, fyrrum fjármálastjóri SSF, sendi Mannlífi þennan pistil sem birtist hér í heild sinni:

Í ljósi þess að á næstu dögum fer fram stjórnarkjör hjá stéttarfélagi bankastarfsmanna eða Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) þá tel ég nauðsynlegt fyrir þingfulltrúa og raunar alla félagsmenn stéttarfélagsins að fá upplýsingar um hvað núverandi stjórn hefur verið að aðhafast. 

Mér var verulega misboðið þegar ég sá stéttarfélagið skreyta sig með því á dögunum að það stæði að ráðstefnu um kvenréttindi þar sem baráttukonan Edda Falak ásamt fleirum héldu erindi. Ástæðan fyrir því að mér var misboðið er að það verður vart annað séð en þetta stéttarfélag hafi tekið afgerandi  stöðu með gerendum á kostnað þolenda.  

Þannig hefur stjórn stéttarfélagsins með varaformanninn, sem nú hyggur á meiri völd innan félagsins, í broddi fylkingar til dæmis haldið því fram að: 

  1. reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum eigi ekki að gilda á minni vinnustöðum. Þetta þýðir með öðrum orðum að þær konur sem verða fyrir kynferðislegri áreitni á þannig vinnustöðum eigi minni  rétt en aðrir til að sækja réttindi sín og krefjast réttlætis telji þær að á þeim hafi verið brotið.  
  2. það sé í lagi að segja upp starfsmanni beinlínis vegna þess að viðkomandi hafi kvartað undan ofbeldi og einelti. Kynferðisleg áreitni og kynbundin áreitni eru hluti af sömu reglugerð og því gildir það sama um slíkar kvartanir. Þessi afstaða stéttarfélags þar sem félagsmenn eru í miklum meirihluta konur er með hreinum ólíkindum. 
  3. það sé afstaða stéttarfélagsins að gerandinn eigi að njóta vafans á kostnað þolandans. Þessu sjónarmiði heldur stéttarfélagið frammi fyrir dómstólum landsins og ég tel að það sé nauðsynlegt að félagsmenn í SSF, sem er eftir allt saman stéttarfélag – en ekki harðsvíraður  atvinnurekandi, viti af.  

Þolendur, allir þeir sem hafa þurft að verða fyrir kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, einelti eða ofbeldi munu ekki eiga sér skjól hjá þessu stéttarfélagi á meðan varaformaðurinn og hans fylgifiskar  eru þar við völd. 

Það að taka upp á sínum vettvangi réttindi kvenna, þegar barist er gegn þeim með oddi og egg á öðrum vígstöðum, er því miður ekkert annað en fagurgali sem er með öllu innstæðulaus. 

- Auglýsing -

Stéttarfélagið hefur alfarið stillt sér upp við hlið gerenda þegar kemur að þessum málaflokki og í hvert sinn þegar félagsmaður óskar liðsinni þess eftir brot atvinnurekanda mun atvinnurekandann einfaldlega benda stéttarfélaginu á sína eigin köldu afstöðu í þessum mikilvæga málaflokki. Stéttarfélagið hefur því miður mótað sér þá stefnu að SSF sé Stéttarfélag gerenda.

Hilmar Vilberg Gylfason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -