Sunnudagur 27. október, 2024
1.4 C
Reykjavik

Siðlaust framferði fulltrúa feðraveldisins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskt samfélag hefur bókstaflega leikið á reiðiskjálfi síðan Vítalía Lazareva sagði frá því á samfélagsmiðlum að valdamiklir karlar hefðu í tveimur tilvikum misboðið henni með grófum hætti. Það er nokkurn veginn samdóma álit fólks að fordæma þau atvik sem hún lýsir. Í öðru tilvikinu var um að ræða ferð í sumarbústað þar sem Vítalía var með fjórum körlum sem allir höfðu náð þeim aldri að geta verið feður hennar og sumir jafnvel afar.

Það lýsir alvarlegum dómgreindarbresti að mennirnir fóru naktir í pottinn ásamt ungu konunni sem var undir áhrifavaldi ástmanns síns. Vítalía segir sjálf að mennirnir hafi misboðið henni í pottinum. Þeir hafi farið „yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir“ og meðal annars stungið fingrum sínum upp í endaþarm hennar. Ástmaður hennar gerði, að sögn, ekkert til þess að stöðva þá atburði sem þar áttu sér stað. Framburður eins mannanna, Hreggviðs Jónssonar, bendir til þess að sú frásögn Vítalíu sé rétt. Hann harmaði að hafa ekki komið sér úr þessum aðstæðum. Það er sama hvernig á málið er litið. Framganga fulltrúa feðraveldisins lýsir siðblindu. Svona gera menn ekki.

Þarna er um að ræða gríðarlega valdamun

Annað dæmi sem Vítalía rifjaði upp átti sér stað á hóteli í Borgarfirði þar sem hún og ástmaður hennar, Arnar Grant heilsufrömuður, voru í golfferð með hópi fólks. Hún var reyndar í felum á hótelherbergi en fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson gekk inn á þau í herberginu. Vítalía segir að ástmaðurinn hafi viljað kaupa þögn Loga gegn kynferðislegum greiða. Hún segir að þetta hafi snúist um spil af kynferðislegum toga og hún hafi átt að gera eins og spilið sagði til um. Sjálfur segist Logi ekki hafa aðhafst neitt sem feli í sér ofbeldi og hann sé ekki þekktur af slíku. Ef frásögn Vitalíu er rétt og henni hafi verið gert að gefa fjölmiðlamanninum aðgang að líkama hennar þá felur það í sér gróft ofbeldi. Þarna er um að ræða gríðarlega valdamun. Tveir þjóðþekktir karlar á hótelherbergi að makka um kynferðislegan greiða á kostnað konunnar. Það er, ef rétt reynist, klárt ofbeldi í skjóli valds.

Enginn hefur þó beðist afsökunar

Mennirnir sem brutu gegn Vítalíu hafa allir axlað sína ábyrgð, að hluta til. Enginn hefur þó beðist afsökunar á framgöngu sinni umfram það að harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Sumum hefur verið gert að taka sér frí frá störfum eða hætta, en aðrir hafa vikið úr störfum sínum af sjálfsdáðum. Enn eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Það er nauðsynlegt að upplýst verði að fullu hvað gerðist í þessum tveimur tilvikum og gera málið upp í samræmi við það. Umfram allt er nauðsynlegt að samfélagið læri af þessu máli og mörkin verði þrengd í þeim tilgangi að siðvæða samskipti karla og kvenna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -