Sunnudagur 27. október, 2024
1.4 C
Reykjavik

Villigötur Vinstri grænna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk stjórnmál er mörkuð af sviknum loforðum og spillingu. Opinberar skilgreiningar á stefnu einstakra flokka eru gjarnan sniðgengnar. Mest áberandi er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum sem heldur því á lofti að flokkurinn styðji einstaklingsframtak, frelsi og aðhald í ríkisrekstri. Þetta er allt saman innihaldslaust þvaður í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er á kafi í spillingarmálum og hefur verið lengi. Bjarni Benediktsson, formaður og fjármálaráðherra, er ættarlaukur Engeyjarveldisins. Hann hefur farið fyrir viðskiptum föður síns, sem er umsvifamikill. Spillingin myndgerðist þegar fjármálaráðherrann Bjarni lagði blessun sína yfir það að auðjöfurinn, faðir hans, fengi hlut í Íslandsbanka á afsláttarkjörum. Almenningi var haldið frá slíkum kjörum. Sjálfstæðisflokkur Bjarna stendur vörð um hvers konar spillingu og skarar eld að sinni köku. Úrkynjaður ríkisrekstur dafnar undir stjórn hans. Og þegar ríkið selur eignir þá stjórnar flokkurinn sölunni og passar að flokksmenn eigi örugga aðkomu næst kjötkötlunum. Saga Bjarna er löng og stráð spillingarmálum. Hann hefur myndað spillingarbrú á milli viðskipta og stjórnmála.

Saga Bjarna er löng og stráð spillingarmálum

Vinstri græn voru á tímabili tákn hreinleikans. Það er liðin tíð. Flokkurinn lætur sem hann sé brjóstvörn hinna fátæku og standi vörð um náttúruna. Kannski var þetta raunin einhvern tímann. En saga flokksins er fyrst og fremst mörkuð hentistefnu. Flokkurinn hefur stutt stóriðju á Húsavík og hann stendur að baki subbulegu fiskeldi í sjó, svo dæmi séu nefnd. Katrín Jakobsdóttir, formaður og forsætisráðherra, var þó tákn heiðarleikans og kjósendur trúðu á einlægni hennar. Sú trú er að mestu horfin. Katrín hefur haldið Sjálfstæðisflokknum við völd og gefið ríkisstjórninni fallega áferð. Vandinn er hins vegar sá að þessi prinsessa hreinleikans er komin á villigötur og er í dag hýsill þeirra spillingar sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn. Katrín ber blak af Bjarna og pabbapólitík hans og stendur þannig vörð um flokkinn sem hún hefði þurft að halda frá ríkiskassanum og veiðilendum gráðugra kapítalista.

Íslenskir kjósendur hafa áttað sig á grasserandi meinsemdinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur smám saman verið að skreppa saman og kjósendur Sjálfstæðisflokksins flýja unnvörpum yfir í Framsóknarflokkinn sem smám saman hefur fengið þá ímynd að hann sé heiðarlegur að nokkru marki. Kjósendur Vinstri grænna hafa áttað sig á því að sá flokkur er hvorki grænn né vinstrisinnaður. Þeir hafa flúið yfir í Flokk fólksins og í Sósíalistaflokkinn til að berjast í þágu hinna efnaminni.

Nýliðnar sveitarstjórnarkosningarnar leiddu í ljós að kjósendur eru ekki vitlausari en svo að þeir standa ekki lengur með þeim sem sigla undir fölsku flaggi. Augu fólks eru að opnast fyrir því að báðir þessir flokkar hafa yfir sér áru svika og hræsni. Þeir eru falskir. Það er tími kominn á meiriháttar tiltekt í íslenskum stjórnmálum. Hermum stefnu og loforð upp á skúrkana og kennum þeim lexíu með því að útiloka þá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -