Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stigagjöf – biskupskjör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Forval biskupskjörsins gekk eftir bókinni og reyndist ég sannspár þegar prestarnir Elínborg, Guðmundur og Guðrún komust í úrslitin. Sumir telja mig reyndar hafa verið áhrifavald, en ég fékk allmörg komment á stigagjöf mína, sem birtist á Mannlífi undir fyrirsögninni: „Biskupsframboð – einkunnagjöf“. Einkunnagjöfin endurspeglaðist svo í úrslitunum. Ég er sáttur og flestir aðrir líka held ég.

Mitt mat á þessum stað er eftirfarandi.

Elínborg hefur augljóst sóknarfæri, vegna breiðrar og alhliða skírskotunar til ólíkra hópa innan þjóðkirkjunnar, hún er ekki bundin af neinum kirkjupólitískum þrýstihópum svo vitað sé. Ég tel hana sigurstranglega. Hún er stjarna á uppleið, kandídat upp á 9.0

Guðmundur er sem fyrr segir feikna sterkur kandídat, en hefur ekki eins alhliða bakland, mun sækja mörg atkvæði til KFUM og K fólks, en einnig til annarra, þó síst til kvennaguðfræðisinnaðra sóknarnefndarfulltrúa. Guðmundur er á sinn hátt minn maður, Kandídat upp á 9.5

Guðrún er sterkur kandídat og hlaut mörg atkvæði í tilnefningarferlinu. Ég tel hana hins vera full mikið í frjálslyndu nútímaguðfræðinni og kannski ekki endilega með eins víðan radíus eins og Elínborg og Guðmundur. Verði hún kjörin biskup yrði það bara fínt, ég myndi óska henni góðs gengis, en ég tel hana persónulega vera kandídat upp á 7.5 – 8.0

Líklegast er að enginn þriggja fái hreinan meirihluta og mun þá hefjast einvígi.

Ef Guðrún og Guðmundur komast í einvígið mun Guðmundur vinna, vegna þess að Elínborgarsinnar munu kjós hann.

Ef Elínborg og Guðmundur komast í úrslit mun Elínborg vinna, vegna atkvæða Guðrúnar, sem munu koma henni tilgóða.

Ef konurnar komast í einvígi mun Elínborg klárlega vinna.

- Auglýsing -
Þetta er mín spá, Odds eru: Elínborg tæknilega sterkust, þá Guðmundur, og loks Guðrún.

Margt getur skeð, en svona lítur þetta út núna.

Until then, – solong. Skírnir Garðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -