Mitt mat á þessum stað er eftirfarandi.
Elínborg hefur augljóst sóknarfæri, vegna breiðrar og alhliða skírskotunar til ólíkra hópa innan þjóðkirkjunnar, hún er ekki bundin af neinum kirkjupólitískum
Guðmundur er sem fyrr segir feikna sterkur kandídat, en hefur ekki eins alhliða bakland, mun sækja mörg atkvæði til KFUM og K fólks, en einnig til annarra, þó síst til kvennaguðfræðisinnaðra
Guðrún er sterkur kandídat og hlaut mörg atkvæði í tilnefningarferlinu. Ég tel hana hins vera full mikið í frjálslyndu nútímaguðfræðinni og kannski ekki endilega með eins víðan radíus eins og Elínborg og Guðmundur. Verði hún kjörin biskup yrði það bara fínt, ég myndi óska henni góðs gengis, en ég tel hana persónulega vera kandídat upp á 7.5 – 8.0
Ef Guðrún og Guðmundur komast í einvígið mun Guðmundur vinna, vegna þess að Elínborgarsinnar munu kjós hann.
Ef konurnar komast í einvígi mun Elínborg klárlega vinna.
Margt getur skeð, en svona lítur þetta út núna.