Fimmtudagur 24. október, 2024
4.3 C
Reykjavik

Tengsl kirkjunnar við lögreglu og yfirvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tengsl þjóðkirkjunnar manna við lögregluna eiga sér langa og flekkótta sögu. Guðfræðinemar allt fram á okkar dag urðu að hafa starfað í lögreglunni eða á stofnunum henni tengdum, til að geta fengið prestvígslu. Þannig er kúfurinn að fullorðum karlprestum fyrrverandi lögreglumenn og nmargir hverjir eru venslaðir lögreglustjórum eða fólki í dómskerfinu, því lögfræðingar og dómarar eu líka oft kunningar sóknarprestanna, vítt og breitt um landið. 

Þessi tengsl eru ekki endilega af hinu góða, því þetta folk hefur valist til setu í barnaverndarnefndum og stjórnum stofnana sem sinna fötluðu fólki og þroskaskertu, og vistheimilin fengu sinn skerf af óeðlilegum íhlutunum prestanna áratugum saman á öldinni sem leið. Oftar en ekki var í þessu bísniss og er í raun óeðlilegt í alla staði að prestar væru að vasast í að frelsissvipta fólk og skipta sér af málum í þessum efnum.

Oftar en einu sinni hef ég heyrt söguna um “tippaskoðun”, á Breiðuvík, vistheimili fyrir unglinga, en þar var harðræði stundað og margir Breiðavíkurdrengja sem enn lifa hafa sagt frá. Söguna hef ég heyrt í mismunandi útgáfum en heimildarmaður viðstaddur taldi yfirskoðarann hafa verið guðfræðinema, seinna vígslubiskup, þetta var á sjöunda ártugnum liðinnar aldar.

Seinna voru svo stúlkur einnig vistaðar á Breiðuvík, og var þar, eins og á stúlknaheimilinu Bjargi framkvæmdar “kynfæraskoðanir almennt”, eins og starfsmaður orðaði það við skýrslutöku. Kynfæri unglinganna voru skoðuð í krók og kring, og stundum krökkunum refsað ef eitthvað óeðlilegt virtist vera í gangi bvarðandi kynþroska og/eða kynhegðun.

Eyvindur Eiríksson, ásartúarmaður og ekki kristinnar trúar, hefur í fróðlegum formála sínum að kennsluútgáfu Hávamála, fært í letur sögulegt yfirlit yfir tengsl kirkju og löggjafavalds og sýslumannaelítu Íslands. Hann bendir á að í heiðnum sið hafi tvenns konar viðbrögð verið algeng við glæpum og misferli ýmiskonar. Annars vegar var algengt að hefna mannvíga, eða að menn voru bættir og sáttum náð.

Íslendingasögur okkar hverfast meira og minna um þessa hluti, og er Njáls saga gott dæmi um hvorutveggja, þó oft gengi illa að setja punkt aftan við atburðarrás sem innihélt dtáp og limlestingar. Stundum var deilt um upphæð bóta, samanber máltækið “dýr yrði Hafliði allur”, en gengið hafði verið frá bótum vegna fingurmissis.

- Auglýsing -

Þegar svo land kristnaðist breyttist þetta, og þá að hluta til til hins verra, þá kemur refsigleðin til sögunnar og er skelfilegt að lesa um samkrull löggæsluvalds, hreppstjóra og sýslumanna, og prestastéttarinnar, sem oftar en ekki tók þátt í að koma hrottafengnum refsingum á dagskrá. Er saga galdranrennanna skýrt dæmi um ruglaðan hug yfirmanna kirkjunnar, sem stundum voru beggja vegna borðsins.

Margar hryllingssögur eru um aftökur sauðaþjófa, og eru mörg örnefni tengd réttarhöldum, aftökustöðum og drekkingum kvenna, sem misstigið höfðu sig eða framið ódæði í örvæntingu sinni, en staða kvenna var ekki uppá marga fiska hjá kirkjunnar mönnum, ef þeim þótti henta. Harðræði og refsigleði hefur fylgt þjóðkirkjunnar yfirmönnum til skrifandi stundar, en nú er þetta meira á hvítflibbaplaninu.

Séra Skírnir Garðarsson – Brot úr óútgefinni bók

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -