Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þegar ég neita mér um mat – Þá hungrar mig í meira sjálfsmat

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að bögglast um með sjálfan sig í þessu lífi getur verið æði þungur burður. Lágt sjálfsmat og brengluð sjálfsímynd eiga það til að skekkja. Upplifun og líðan helst ekki alltaf í hendur við raunveruleikann.

Þegar ég mæti sjálfri mér framlágri suma morgna og bursta í mér tennurnar sýnir spegilmyndin hvernig kinnarnar á mér tútna út og augun sökkva undir þær. Nefið margfaldast í stærð og liggur eins og bjúga sem snertir bráðum höku. Bugun og uppgjöf. Ég ræðst á tvo fílapensla sem hafa myndast yfir nóttina. Nú er nefið bæði rautt og bólgið. Ég klæði mig. Lærin passa illa í buxurnar og björgunarhringurinn læðist hægt yfir buxnastrenginn þegar pulsuputtarnir berjast við að koma tölunni í hnappagatið. Þykkir upphandleggirnir taka þátt í bardaganum og eru við að sprengja saklausar ermarnar á skyrtugarminum.
Vinkona benti eitt sinn á að ég ætti að mæta mér á hverjum morgni með uppörvandi orðum eins og til dæmis: „Vá, hvað ég er sæt í dag!“

– En mér líður of illa til að ljúga að sjálfri mér.

Ég beygi mig eftir skónum og á erfitt með andardrátt. Ég vona að helvítis hnappagatið á buxunum haldi þegar risarassinn glennir sig út í loftið í beyjunni. Saumarnir meiða. „Ég þarf að kaupa mér skójárn,“ hugsa ég með blóðbragðið í munninum.

Saman nuddast lærin og bera mig út í bíl og ég finn hvernig jakkinn skerst inn í axlirnar þegar ég legg hendurnar á stýrið.

Mætt til vinnu og ég silast eins og keppur eftir ganginum og rýni stíft niður á tærnar á mér svo ég þurfi ekki að mæta spegilmyndinni sem afhjúpast í glerinu á hurðinni. Ég æði beint að tölvunni minni. Skjól. Hér get ég þá gleymt mér næstu klukkustundirnar.

- Auglýsing -

Dagurinn líður áfram, ég reyni að forðast fólk. „Hey viltu koma með í mat?“ Ég þykist ótrúlega upptekin. Að endingu stimpla mig út. Ég skakklappast með sjálfa mig og öll kílóin aftur heim. Ég leggst fyrir. Hjartað hamast, hugurinn leikur lausum hala og stjórnleysi hugsanna minna er algert. Samviskubit, skömm og vanmáttur eru öskrandi. Endalaust andskotans samviskubit. „Ég hefði átt að, ég vildi óska að, af hverju, hvað er að mér?“

Maginn öskrar með. Ég hef ekkert borðað, ég get ekkert borðað. Mér er sífellt flökurt. Mér er drullusama. Ég er hvort sem er svo feit. Ég grennist þá kannski.

Lestu þennan pistil og fleira vandað efni í nýjasta tölublaði Mannlífs hér:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -