Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tíminn læknar víst öll sár, kær kveðja, íslenska heilbrigðiskerfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

FIMMTUDAGUR

Hringt í heilsugæsluna

„Halló. Ég er búin að vera í 3 vikur með mikla bólgu og verki í brjósti, og svo er ég líka með roða á húðinni og mikinn kláða. Ég kláraði geislameðferð á þessu brjósti fyrir 8 mánuðum síðan.“

„Heimilislæknirinn þinn hefur lausan tíma eftir 1,5 mánuð. Viltu bóka tíma?...“

FÖSTUDAGUR 

„Halló. Brjóstamiðstöðin? Ég er búin að vera með bólgu og verki í brjósti í 3 vikur. Nú er föstudagur, kl.8. Mér hefur versnað og hrædd að fara þannig í helgina. Getur einhver skoðað mig?“

- Auglýsing -

„Hjúkrunarfræðingur mun hringja í þig fljótlega.“

5 klukkutímum seinna

„Góðan dag. Hvað segirðu, ert þú með kláða?“

- Auglýsing -

„Já, en aðallega með mikla verki og bólgu. Ég var að spá hvort einhver gæti skoðað mig. Það er helgi framundan.“

„Heyrðu nú mig, allir læknarnir eru farnir í dag. Viltu koma til okkar næsta þriðjudag?“

„Emm… getur s.s. enginn kíkt á þetta í dag?“

„Ég skal athuga hvort ég geti gert eitthvað. Ég hringi til baka.“


Í röðinni á Læknavaktina, 1,5 klt. seinna

 

„Halló. Þetta er Brjóstamiðstöðin aftur. Þú mátt koma til okkar, hjúkrunarfræðingur ætlar að kíkja á þig.“

„Flott, takk fyrir!“ – Ég ætla ekki að vera í röðinni. 

Hjúkrunarfræðingur. Brjóstamiðstöðin, 4. hæð:

„Þú mátt setja heitan bakstur á þetta. Nú, eða kæla. Eða settu krem. Ég hef engar áhyggjur af þér, þetta er ekki sýking.“

„Já ok. En hvað veldur þessari bólgu heldur þú?“

„Ég hreinlega veit það ekki. Áhrif geislameðferðar geta verið – alls konar…“

„Ég væri til í að bóka tíma hjá lækni.“

ÞRIÐJUDAGUR

Biðstofa á Brjóstamiðstöðinni. 4. hæð:

Fimm konur á mismunandi aldri bíða áhyggjufullar eftir því að fá að vita hvort þær séu með krabbamein. Eldri kona með göngugrind kemur frá lækni. Hún er leidd af yngri konu, líklegast ættingja. Þær labba fram hjá opinni hurð þar sem hjúkrunarkona situr við tölvu. Hún sér þær og kallar fram á biðstofuna:

„Nei, er þetta þú? Hæ! Hvað segir þú, hvernig gekk?“

Eldri konan tautar eitthvað eins og „Jájá, bara vel, þetta var allt í lagi.“

„Var þetta þá bara ekki neitt? Sko þig! En má ég sjá? Nú nú, er þetta svona áberandi klumpur? En gott allavega að þetta var ekki neitt neitt! Þú setur bara klút á þetta, ha?! Er það ekki?! Hahahahaha!“ (Unga konan sem fylgdi þeirri eldri reynir að hlæja með).

Hjá lækni á Brjóstamiðstöðinni. 4. hæð:

„Hmm, bólga. Þú segir það. Hver er krabbameinslæknirinn þinn?“

„Ég hef ekki hitt hana. Hún hefur verið í fríi þegar ég fór í aðgerðina og geislameðferð og var enn í fríi þegar ég var útskrifuð.“

„Hmm. Það skiptir svo sem engu máli. En hvað er það eiginlega sem þú hefur áhyggjur af?“

„Emm. Krabbameini, I guess.“

„En þú átt ekki að fara í krabbameins rannsókn aftur fyrr en eftir mánuð. Ókej, viltu að ég sendi þig í myndatöku næsta mánudag?“

NÆSTI MÁNUDAGUR

Hjá Brjóstrannsóknardeildinni. 3. hæð:

„Hæ. Við ætlum að taka mynd af brjóstinu. Hvað segir þú, varstu að finna hnút? Í hvoru brjóstinu?“

„Nei. Ég er að jafna mig eftir krabbameinsaðgerð og er með mikla verki.“

„Okey. Læknirinn skoðar myndirnar og kallar á þig.“

Hjá krabbameinslækni. 3. hæð:

„Komdu þér fyrir, læknirinn ætlar að ómskoða þig.“ (Læknirinn labbar ákveðinn inn, talar hratt, hálf pirraður)

„Nei nei, ekki ómskoða, myndirnar eru góðar – ég ætla bara að þreifa hérna.“ (Fer með höndina beint á brjóstið.)

„Emm… (Hvað sem þú heitir…) Ég er búin að verða með…“

„Myndirnar eru bara mjóg góðar, og hér finn ég ekkert heldur.“

„En ég er búin að vera bólgin.“

(Þreifar) „Nei, og hvar er bólgan? Það er engin bólga. Allt er eðlilegt.“

„Ég er orðin aðeins skárri, er búin að reyna að komast til læknis frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. En ég er búin að vera með mikla verki í 3 vikur.“

„Sko. (Horfir niður á konu liggjandi á borði.) Ég er að segja þér eins og læknir. Ég skoðaði myndirnar þínar síðasta október – þær voru eðlilegar. Ég skoða þær núna í apríl – allt eðlilegt. Ekkert krabbamein.“

„Ok, það er gott. En annað brjóstið á mér er búið að vera tvöfalt stærra en hitt í 3 vikur og ég gat varla sofið á þessari hlið út af verkjum og bólgu.“

„Það ER engin bólga.“

„Ok. En af hverju VAR bólga og ef hún kemur aftur, hvað á ég þá að gera?“

„Ég veit það ekki!! Þetta er ekki krabbamein! Þeir á 4. hæðinni hljóta að geta hjálpað þér!“

MANTRA SJÚKLINGS Á ÍSLANDI

„Þetta verður allt í lagi. Þetta reddast. Bíddu bara. Það kemur tími þegar þú þarft aldrei aftur að fara til læknis. Leggðu þig í svona 80-90 ár og taktu Íbúfen. Tíminn læknar öll sár. Líftíminn.“

Nafnlaus og ráðalaus sjúkl. … heilbrigður borgari

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -