Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Trú er leiðarljós þitt í gegnum myrkrið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trú er margslungin. Við getum haft trú á því að eitthvað gangi upp eins og við ráðgerðum. Við getum haft trú á vin eða ástvin, trú á kennara og kenningar þeirra og jafnvel trú á guðlegan mátt, en þegar öllu er á botninn hvolft verðum við að hafa trú á okkur sjálfum. Trú á því að við getum tekið ákvarðanir sem eru okkur í hag og trú á því að við getum fylgt þeim eftir.

Að trúa þýðir ekki að vera aðgerðarlaus. Trú er leiðarljós þitt í gegnum myrkrið. Trú hjálpar þér að sigrast á ótta og efasemdum. Trú er styrkurinn til að takast á við áskoranir lífsins. Trú er að búa yfir trausti innra með okkur.

Ghandi sagði: „Trú er ekki eitthvað til að halda í, heldur ástand sem við ræktum með okkur.“

Mig langar að fá þig til að spyrja þig kröftugra spurninga. Því fyrsta skrefið í að bæta líf þitt er að spyrja þig spurninga svo þú vitir hvert þú stefnir.

Svaraðu eftirfarandi spurningum fyrir þig:

Hvað langar mig að gera í þessu lífi?
Hverjir eru draumar mínir?
Hvað er að stoppa mig í að fara á eftir draumum mínum?
Hvað þarf ég að gera og hugsa til þess að lifa draumalífinu mínu?

Ég skapa framtíð mína úr framtíðinni. Ég lít ekki til fortíðar og bý til meira af því sama. Ég nota ímyndunaraflið og stundum getur það verið ógnvekjandi. Ég geri mörg mistök og stundum mistekst mér ætlunarverkið, en ég held alltaf áfram og það er ávallt þess virði.

Veltu þessu fyrir þér: 

- Auglýsing -

Hvað sérðu þegar þú horfir fram á veg á framtíð þína? Meira af því sama? Eða eru bestu árin fram undan? Frá og með þessum degi getur hvert ár orðið betra en árið áður.  

Það er aldrei of seint að horfast í augu við það sem gleður þig einlæglega; tengjast því og hefjast handa við að miða líf þitt í átt að því. Jafnvel þó að þú gerir aðeins litlar breytingar til að byrja með og byggir svo smátt og smátt ofan á árangurinn. 

Þú ert einni ákvörðun frá að breyta lífi þínu. Að breyta lífi okkar er að taka næstu, bestu ákvörðun fyrir okkur sjálf, hverju sinni. Ein ákvörðun í einu kemur þér að lokum þangað sem þú ætlar þér.

- Auglýsing -

Ef þú heldur áfram að láta þig dreyma finnurðu lausnina.

Ég óska þess að þú trúir á sjálfa þig og tækifærin sem bíða þín.


Linda Pétursdóttir

Lífsþjálfi

B.A. í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.

www.lindape.com

Instagram: @lindape.

 

Smelltu hér til að lesa brakandi og feskt helgarblað Mannlífs eða flettu því hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -