Þriðjudagur 17. september, 2024
8.6 C
Reykjavik

Um Sigríði Björk og Skúla Ólafs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á þessum árum fyrir og kringum hrunið voru prestastefnur vel sóttar, enda nóg til af lausafé. Eftirminnilegasta stefna þessa tímabils var sú sem haldin var í Keflavík á vormánuðum 2006. Ég var þá prestur í Rangárþingi eystra og fór ásamt kollegum mínum til Keflavíkur til að taka þátt. Þar skrýddust prestar og gerðu klárt til hátíðarinnar og var fólk sumpart í kirkjunni, en sumpart í safnaðarheimilinu.

Ég hafði tekið eftir æstum hóp fólks sem safnast hafði saman utandyra, og vissi ekki nákvæmlega hvað í gangi var, þó mig grunaði að þetta tengdist nýlegri ákvörðum kirkjuyfirvalda að ráða séra Skúla Sigurð Ólafsson sóknarprest í keflavík, son biskupsins Ólafs Skúlasonar.

Þannig háttaði til að presturinn séra Sigfús Ingvason hafði einnig sótst eftir starfinu, vinsæll klerkur og vel liðinn, en ekki verið skipaður. Þegar svo upphófst mikið háreysti á grasflötinni vestan kirkjunnar og hróp hávær gáfu til kynna að hér skyldi meintri klíkuráðningu mótmælt, var ákveðið að senda þrjá presta út til að reyna að róa fólkið niður.

Ég var í hópi þremenninganna, við allir málinu gersamlega ótengdir og enginn okkar í neinni valdastöðu, sannkallaðir málamiðlarar. Vorum við öll hempuklædd, tveir karlprestar og ein kona, og áttum við ekki von á ofbeldi af hálfu þessarra heimamanna. Undrun okkar var stór þegar litlum múrsteinum var kastað í átt til okkar, en verkamenn voru við gangstéttalagnir þarna í grendinni og nóg af steinum og allskyns aðskotahlutum til taks.

Skemmst er frá að segja að við einhentum okkur að koma kvenpresti inn í bygginguna, en svo illa vildi til að neyðarútgangdyr skelltust á eftir henni og urðu ekki opnaðar utanfrá. Vorum við tveir króaðir af í krikanum við tengibygginguna og yfir okkur ausið fúkyrðum, bæði um valdníðslu, klíkuskap og einnig ákvæðisorð um Ólaf biskup fyrrverandi Skúlason, föður hins nýja sálnahirðis.

Minnisstætt er mér hversu erfitt það var að róa niður fullorðinn mann sem var bálreiður út í þá biskupsfeðga og þurfti ég að hafa verulega fyrir því að afvopna manninn en hann var með múrstein í höndunum sem hann nuggaði framan í mig svo gleraugum hrutu af mér. Að lokum náðum við samkomulagi um að fólkið léti af mótmælum, en þau höfðu einsett sér að brjóta rúður í húsinu, það var okkur fullljóst.

- Auglýsing -

Ég hafði einu sinni íhugað að sækja um afleysingu í Keflavík og þá verið gestur sóknarprestsins, séra Ólafs Odds Jónssonar heitins, en hann var nýlega látinn þegar hér var komið sögu og sennilega var verið að ráða í stöðuna sem hann sinnti, Sr Ólafur Oddur lést langt fyrir aldur fram.

Mín einu kynni af húsaskipan í Keflavíkurkirkju tengdust áðurnefndri heimsókn minn, ég vissi því hvar hægt væri að laumast inn í bygginguna nokkurn veginn óséður. Sáttafundi okkar þarna úti lauk því með að ég stökk yfir limgerði og hvarf af vettvangi, komst inn og dustaði af mér mold og ryk.

Félag minn úr prestastétt, sem ég man því miður ekki að nafngreina, ungan og vasklegan sá ég svo enn vera í hrókaræðum úti í garði, og sá ég hann og nokkrar konur baða út örmum og æsa sig áfram. Þar var og komin kona með pott og sleif, og mann sá ég otandi einhverju sem líktist felgulykli. Þegar messan svo byrjaði var lögreglan komin og lónaði framhjá akandi, en öldur heimamanna höfðu lægst eitthvað.

- Auglýsing -

Seinna kvöldið í Keflavík heyrði ég á tal fólks í Stapanum, en þar var hátíðarkvöldverður snæddur, að kona nýja prestsins, Sigríður Björk nokkur Guðjónsdóttir, nú ríkislögreglustjóri, hefði orðið fyrir aðkasti við komuna til bæjarins, og hefði verið sótt á flugvöllinn í öryggisskyni. Ég hugsaði með mér að prestfrúin hefði nú getað komið sér þennan spotta niðureftir, en í ljós kom að hún hafði lent á Reykjavíkurflugvelli, komin frá Ísafirði.

Víst var að þau hjón höfðu orðið fyrir rafrænu aðkasti þarna í aðdraganda prestastefnunnar og voru fúkyrði heimamanna í garð presthjónanna í sama dúr. Litlu munaði að uppúr syði þarna, það skal vera satt og rétt. Þetta hefur ekki mér vitanlega komið nægilega fram, enda þótti þetta óþægilegt, og menn ekki vanir neinum búsáhaldabyltingum á þessum tíma

Sr. Skírnir Garðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -