Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Við erum öll aular

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég var seinn til þess að fá mér bílpróf miðað við vini mína. Ég var 27 ára gamall, þannig að flest mín ferðalög frá 13 ára aldri til 27 ára fór ég gangandi, hjólandi eða í strætó. Eftir að hafa verið með bílprófið í átta ár tel ég mig geta lagt dóm á samgöngumenningu þjóðarinnar. 

Við erum öll aular. 

Sérstaklega Jói í Múlakaffi, sem drap mig næstum því á Reykjavegi með jeppanum sínum fyrir stuttu.

Það er alveg sama hvort sem þú ert hjólandi, gangandi, keyrandi, á rafhlaupahjóli eða í strætó. Þú ert auli. Börn eru líka aular, en það eru þroskaástæður fyrir því svo þau sleppa við þá gagnrýni sem fullorðnir aular fá.

Bílar

Bílstjórar eru sérstök týpa af umferðaraulum vegna þess að þeir eru gjörsamlega ómeðvitaðir um sjálfa sig og þá hættu sem þeim fylgir. Algjört Palli er einn heiminum heilkenni. Ef það er ekki bíll sem er beint fyrir framan nefið á þeim þá gæti það allt eins ekki verið til. Rautt ljós – ekki til. Stoppmerki – ekki til. Barn að labba yfir götu – ekki til. En það sem er einstakt við bílstjóra er að þeir virðast algjörlega ófærir um að finna lögleg stæði eða einfaldlega of latir til þess. Skýrasta dæmi þess er þegar viðburðir eru haldnir í Laugardalshöll. Þá virðist vera betra að leggja ofan á barni í hjólastól frekar en við Laugardalsvöll.

- Auglýsing -

Hjól

Hjólreiðaaular eru snobbaða fólkið í umferðinni. Aldrei mun hjólreiðamaður viðurkenna að slys sé hjólreiðamanni að kenna. Það er alltaf bílum kenna. Þó að hjólreiðamaður hjólaði á gangandi vegfaranda á tómu engi í Fellabæ á Austurlandi þá myndi hjólreiðamaðurinn reyna kenna Range Rover-eiganda í Garðabæ um. Hjólreiðaaular eru meira að segja vísir til að skemma bíla viljandi.

Rafhlauphjól

- Auglýsing -

Sá hópur sem á sitt eigið rafhlaupahjól virðist vera sama hvort það lifi daginn af og yfirfærir þá hættu yfir á annað fólk í umferðinni. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið að labba á breiðri gangstétt þar sem auli á rafhlaupahjóli keyrir utan í öxlina á mér. Alltaf skal það líka vera auli á stóru, svörtu hjóli sem kemst á 60 km hraða. Auðvitað hlaða aularnir svo hjólin inni og kveikja í húsum. Svo eru það Hopp-aular sem eru sídrukknir og stórslasa sig. Á meðan hlær fyrirtækið alla leið í bankann án þess að þurfa að bera neina ábyrgð á þessum forljótu hjólum.

Gangandi

Fólk sem býr í einu dimmasta landi heims hefur tekið þá ákvörðun að þegar það gengur milli staða sé best að klæðast eingöngu svörtu. Það er svo steinhissa þegar bíll keyrir á það hlaupandi yfir götu með 80 km hámarkshraða í svartnætti. Þvílíkir aular.

Strætó

Aularnir í strætó eru sennilega minnstu aularnir, en samt aular af því að það er ekki hægt að treysta á að þeir mæti á réttum tíma. Það eru líka aðeins aular sem að láta bjóða sér upp á þessa þjónustu. Ef allt væri eðlilegt væri framkvæmdastjóri Strætó löngu búinn að segja af sér fyrir þá skömm sem Klapp-appið er. Heppilegt fyrir hann að notendurnir eru aular.

Þar að höfum við það.

Ég er auli, þú ert auli og Jói í Múlakaffi er auli.

Pistill þessi birtist fyrst í nýjasta tölublaði Mannlífs sem hægt er að lesa hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -