Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Yfirlýsing frá föður vegna fjölmiðlaumfjöllunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Jón Ósmann

 

DV hefur að undanförnu farið mikinn í máli er varðar forræðisdeilur í fjölskyldu minni. Sérstaklega hefur miðillinn reynt að gera hjálpsemi Jakobs Frímanns Magnússonar í garð sonar míns tortryggilega, auk þess að virða hlið okkar feðga í þessu máli að vettugi. Ég sé mig því tilneyddan að stíga fram og koma sannleikanum að.

 

Staðreyndir málsins

  • Ferðaheimild var fyrir hendi þegar liprunarbréfið var gefið út og aldrei stóð til að nota það án ferðaheimildar.
  • Móðir fékk liprunarbréfið í hendurnar á sama tíma og ég
  • í bréfinu var allt satt og rétt
  • Það þurfti engin sérstök sambönd til að fá liprunarbréf.  Hérlendis voru um 2000 liprunarbréft gefin út á skömmum tíma vegna COVID lokaðara landamæra út um allan heim
  • Bréfið var aldrei notað og ferðin aldrei farin
  • Það stendur því ekkert eftir af þessari frétt

 

- Auglýsing -

Þöggun

DV hafði staðreyndir málsins undir höndum áður en fréttin fór í loftið en skrifaði hana samt alfarið byggða á túlkun móður drengsins. Sonur minn, sem er þolandi í málinu og að verða 16 ára. Honum finnst afar sárt að DV skyldi ekki leita álits hans á fréttinni sem snertir persónu hans á mjög viðkvæman hátt. Hann reyndi að koma sinni sögu af erfiðum samskiptum við móður sína í þessu máli á framfæri við blaðamann DV en á hann var ekki hlustað. Og eftir að DV birti seinni fréttina var lokað á hann á kommentakerfi DV! Kallast þetta ekki þöggun?  Hefur hann ekki rétt á að tjá sig og á þá DV rétt til að fjalla um hann einhliða?  Eva Tunberg var 15 ára þegar hún var „person of the year“ í Time og var hún þá þegar búin að kenna okkur öllum lexíu um jörðina okkar.  Eva var jafngömul þá og sonur minn er nú. Á hana var hlustað en ekki á hann ég efast að hún hafi verið tilkynnt til barnaverndar.

 

- Auglýsing -

DV bætti reyndar um betur og kærði okkur feðga til Barnaverndarnefndar fyrir að bera hönd fyrir höfuð okkar með því að reyna að fá miðilinn til að falla frá rangri túlkun á staðreyndum. Í kærunni er látið líta út fyrir að ég hafi att syni mínum til að mótmæla fréttinni en hann gerði það algerlega af sjálfsdáðum. DV gengur meira að segja svo langt að þykjast hafa áhyggjur af mögulegum sjálfsvígshugsunum sonar míns, sem blaðamaðurinn neitaði alfarið að hlusta á, hvað þá að taka mark á! Finnst fólki hátt risið á slíkri blaðamennsku? Í ofanálag greindi DV frá kærunni á síðum sínum og er þar með orðið gerandi í málinu.  Ef blaðamaður hefði nú haft raunverulegar áhyggjur, hefði hann þá fjallað um þetta mál eða prentað að hann hefði hringt í Barnavernd? Barnavernd má það?

 

Harmleikur sem átti ekki erindi í fjölmiðla 

Um er að ræða viðkvæmt fjölskyldumál er snerist upp í harmleik sem við feðgar hefðum aldrei rifjað upp ótilneyddir, hvað þá opinberlega.  Þetta var ömurlegt mál sem endaði með því að drengurinn minn hljópst að heiman frá móður sinni og lögreglan fól bróður mínum að gæta hans þar til ég kæmi til landsins. Við höfum verið sameinaðir síðan. Hann er hamingjusamur og sjálfstæður ungur maður sem vegnar vel félagslega og gengur vel í námi.

Jakob sem fjölskylduvinur stóð þétt við bakið á syni mínum þegar aðstæður hans voru hvað erfiðastar á heimili móður hans. Mest var um vert að gaf hann syni mínum von þegar allt var að hrynja í lífi hans.

Lokaorð

Sonur minn og móðir hans talast ekki við. Það er óendalega sorglegt að DV birti þessa frétt byggða alfarið á hennar sjónarhóli og að móðir hans skuli standa á bak við hana. Í þessu máli er það móðirin sem er gerandinn en DV gerir hana að þolanda. Þessi fréttaflutningur er svo sannarlega ekki að hjálpa syni mínum að gróa sára sinna.

Þess má geta að ég hef aldrei talað við Björn ritstjóra DV en einu sinni við Erlu blaðamann og þá á góðum nótum áður en fréttin birtist.  Ég sendi þessu fóki svo pósta þar sem ég bað þau sem faðir að láta kyrt liggja.  Við feðgar sendum vinsamlega pósta á DV, höfum ekkert að fela og birtum þessa pósta ef þarf.  Kannski er þetta of mikið áreiti fyrir blaðmenn en eiga þeir ekki að hlusta á báðar hliðar máls?  Okkur fannst lokayfirlýsing DV í málinu vera orðin að frétt þar sem viðkomandi fjölmiðlafólk er gert að þolendum og vegið sé að ritfrelsi á Íslandi.

Það er ósk mín að DV finni í framtíðinni metnaði sínum farveg í því að segja fréttir sem endurspegla sannleikann. Það væri álitsauki fyrir DV að biðjast afsökunar á því að hafa gert sér frétt úr viðkvæmu fjölskyldumáli og án þess að fá staðreyndir málsis á hreint.

Styðjum hvert annað til góðra verka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -