Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sýnum heilbrigða skynsemi og öryrkjum sanngirni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf. í Hafnarfirði

Um nokkurt skeið hefur svonefnt starfsgetumat verið á dagskrá stjórnmálamanna. Hefur mér oft virst umræðan og aðferðafræðin vera á villigötum.

Sem atvinnurekandi hefur mér hlotist sú ánægja og gæfa að hafa í vinnu öryrkja með skerta starfsorku sem orðnir voru þreyttir á að vera ekki í vinnu og langaði að afla sér aukatekna þó að þær lágu tryggingabætur sem þeim er skammtað væru skertar við það.

Fyrir atvinnurekanda er það ætið áhætta að taka öryrkja í vinnu. Ástæður geta verið mismunandi, s.s. meiri veikindakostnaður, óstöðugleiki í vinnu og takmarkaðri starfsgeta miðað við fullfrískan starfsmann. Þegar öryrki sækist eftir vinnu sjálfur án þrýstings og án áhættu um að missa örorkubætur sínar og getur samið við vinnuveitanda sinn á eigin forsendum, e.t.v. með aðstoð ráðgjafa, eru meiri líkur á að báðir aðilar njóti starfsgetu hans og viðveru innan um annað starfsfólk.

Fyrir íslenska ríkið og sveitarfélagið er engin áhætta fólgin í að leyfa öryrkjum að njóta launatrygginga í örorkubótum og frítekjumarks allt að 200 þús kr á mánuði, þ.e. launa án skerðingar á örorkubótum, sem þeir greiða skatt af. Ég tel nægilega ógæfu að þurfa að búa við að vera með skerta starfsorku og aukakostnað sem því fylgir, þó ekki sé bætt við áhættunni af að missa örorkubæturnar um leið og viðkomandi öryrki sækir út á vinnumarkaðinn og þar með fjárhagslegt öryggi. Vellíðan öryrkjans minnkar auk þess álagið á heilbrigðiskerfinu.

Mín reynsla af að hafa öryrkja í vinnu, þar sem hægt er að taka tillit til þarfa öryrkjans og veita honum þann stuðning að hann geti verið sem lengst á vinnumarkaði, er að öryrkinn finnur sig sem hluta af samfélaginu og nýtan borgara og sækir vinnu þegar hann getur sjálfviljugur. Boð eða þvinganir með löggjöf hjálpa ekki til. Aðrir kostir þess að fara þá leið sem hér er nefnd eru:

- Auglýsing -
  1. Geta öryrkjans og lífslöngun nýtist honum sjálfum, vinnustaðnum og samfélaginu. Öryrkinn er þátttakandi í samfélaginu.
  2. Fjárhagslegt öryggi öryrkjans vex og þar með vellíðan hans og sjálfstæði.
  3. Álag á heilbrigðiskerfið minnkar verulega.
  4. Öryrkinn greiðir skatta til samfélagsins af aukatekjum sínum.

Hvati öryrkjans liggur í löngun til að vera innan um annað fólk, láta tímann líða hraðar og nýta kunnáttu sína, hæfni og menntun ef kostur er og möguleika á að hafa aukatekjur umfram örorkubætur allt að kr. 126.120 eftir skatta.

Ég skora því á ríkisstjórn og alþingismenn að snúa frá áformum sínum um starfsgetumat og í staðinn veita öryrkjum frítekjumark upp á 200 þúsund án skerðingar á örorkubótum.

Búum öryrkjum hvata til þátttöku í samfélaginu. Starfsgetumat er ekki leiðin að því markmiði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -