Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Talað tungum tveim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar

Mikil umræða hefur skapast um tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs að stytta opnunartíma leikskóla í lok dags um hálftíma. Tillagan nýtur almenns stuðnings innan leikskólanna og skilnings margra foreldra enda er hún til þess fallin að minnka álag á börn og starfsfólk leikskólanna við aðstæður þar sem skortur er á leikskólakennurum vegna þess að mun færri leggja stund á kennaranám en þörf er fyrir til að mæta nýliðunarþörf í stéttinni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa barist hatrammlega gegn breytingum á opnunartíma leikskóla í Reykjavík, jafnvel þó að Sjálfstæðismenn í Kópavogi hafi nýlega innleitt nákvæmlega sömu breytingar. Það er hulið þoku hvers vegna Sjálfstæðismenn tala tungum tveim sitt hvorum megin Fossvogsdalsins í þessu máli.  Benda má á að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði forgöngu um lengingu kennaranáms í fimm ár fyrir rúmum áratug en sú aðgerð er meginskýring þess hruns sem hefur orðið í aðsókn ungs fólks í kennaranám með þeim afleiðingum að helmingi færri leikskólakennarar útskrifast nú á hverju ári en þörf er fyrir.

Hæpið

Borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna og fleiri hafa haldið því fram að umrædd stytting opnunartíma muni koma verst niður á einstæðum foreldrum og viðkvæmustu þjónustuþegum leikskólanna, einkum konum og aðgerðin sé bakslag í jafnréttisbaráttunni. Þessi skoðun er ekki studd gögnum því þrír af hverjum fjórum (um 73%) sem kaupa vistun eftir kl. 16.30 eru giftir eða í sambúð. Þá hafa engin gögn verið lögð fram sem benda til þess að stytting opnunartíma um 30 mínútur komi niður á atvinnuþátttöku kvenna og ekkert sem bendir til að sú hafi orðið raunin í þeim sveitarfélögum sem þegar hafa stigið þetta skref en þau eru auk Kópavogs, Akureyri, Árborg, Reykjanesbær og nú síðast Hafnarfjörður. Það er afar hæpið að halda því fram að stytting opnunartíma leikskóla í 9 klst. á dag muni draga úr atvinnuþátttöku kvenna á sama tíma og verið er að ræða um styttingu vinnuviku í 7-7,5 klst á dag í kjaraviðræðum.

Konur eru í miklum meirihluta starfsmanna leikskóla og það eru kaldar kveðjur Sjálfstæðismanna í borgarstjórn að ráðast gegn réttmætum óskum þeirra um leiðir til að draga úr álagi á starfsemi leikskóla.

Jafnréttismat

- Auglýsing -

Meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið að láta fara fram ítarlegt jafnréttismat á tillögunni um breyttan opnunartíma, leita álits foreldra leikskólabarna á tillögunni og greina hvaða hópar kunna að lenda í erfiðleikum við að mæta breytingunni. Þá verður metið hvort þörf sé á sérstökum mótvægisaðgerðum til að mæta þörfum þessara hópa. Borgarráð mun afgreiða tillöguna þegar niðurstöður jafnréttismats liggja fyrir innan fárra vikna. Við munum halda áfram að bæta vinnuumhverfi starfsfólks og barna í leikskólum borgarinnar og skoða auk styttingar opnunartíma ýmsar leiðir til þess, þ.m.t. breyta skipulagi leikskóladagsins og hvernig megi leiðrétta aðstöðumun starfsfólks leikskóla og grunnskóla.

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu. > 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -