Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Veirulífið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst
Eftir / Jóhönnu Sveinsdóttur

Í fyrir-veirulífinu lifði ég í vana. Rútínan var svo ríkjandi að ég held svei mér þá að ég hafi suma daga ekki einu sinni tekið eftir því að ég var til. Svo kom veiran og veirulífið hófst. Ég var ekki lengur örugg í umhverfinu mínu, eitthvað var hættulegt, en hvað? Hvað má gera og ekki gera? Enginn virtist eiga svar og flestum okkar leið eins og ungbörnum sem ekki kunna reglur samfélagsins.

Sem betur fer þá fengum við ungbörnin foreldra, og það ekkert smásett. Þau heita Þórólfur, Víðir og Alma og eru öflugasta co(vid)-parenting-teymi sem um getur í sögu uppeldis. Á hverjum degi, í yfir 30 daga, hafa þau gefið sér tíma frá umfram annasömum álagsdegi til að halda samverustund fyrir ríflega 300 þúsund fullorðin ungbörn sem með dynjandi spurningaflóði reyna að læra á veirulífið.

Má knúsa aftan frá? En chest-bumpa? Má standa hér? Ókei, en hér? Má snerta þetta? Ekki sleikja þetta? Ókei, en þetta? Ekki fleiri en 20 saman? Þannig, 19 í lagi? En 21, bara úti? En á miðvikudegi? Á að þvo handarbakið? Ó, bæði handarbökin? Þarf þá spritt? Má nota edik? En lavenderolíu? Hvenær er þetta búið? Eru þetta tveir metrar? Núna búið? En núna?

Foreldrateymið okkar dregur inn djúpan þolinmæðisanda og blæs blíðlega út. Sótthreinsaður ramminn er settur. „Ég sé,“ segja þau ákveðin „… að ykkur langar að bora í nefið, halda heitapottspáskapartí og hafa fínt hár, en Almannavarnir ætla ekki að leyfa ykkur það núna.“ Síðan hrósa þau og þakka, viðurkenna vanmátt og mistök og sýna skilning og samkennd. Því góðir foreldrar eru líka fyrirmyndir. Þau minna okkur á að vera góð við okkur sjálf og góð við aðra, sem er dýrmætt veganesti inn í komandi eftir-veiru líf.

Þannig, takk kæru co(vid)-foreldrar og ykkar herir af góðu fólki, fyrir að passa upp á okkur.
Baráttukveðjur,
Jóhanna Þórólfs- og Víðisdóttir Möller.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -