Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sex góð ráð við COVID-þreytunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Þorbjörgu Hafsteinsdóttur

Það besta við árið 2020 er að því er að ljúka. Kórónufaraldurinn hefur herjað á okkur í næstum því eitt ár og þreytan hefur fyrir löngu sett sín spor. Við erum fangar í eigin landi, megum í mesta lagi hitta tíu manns og sjáum heiminn gegnum grímu. Það er eðlilegt að finna fyrir þreytu eða jafnvel vera örmagna undir áhrifum af langtíma álagi. Við höfum öll verið og erum enn skoruð á hólm í okkar hefðbundna daglega lífi og heilsunni og fjárhagi er ógnað. Líkaminn reynir að aðlagast tilfinningum sem vakna und02ir langvarandi álagi. Það er ekki óvenjulegt að bregðast við með tilfinningalegum doða, einbeitingarskorti og framtaksleysi, depurð, örvinglun og vera pirruð og reið. Hausinn er órólegur og þú ofhugsar og oftúlkar og gerir kannski óþarflega mikið úr hlutunum. Við erum á tánum og óþolinmóð og neikvæð, það er stuttur þráðurinn og við erum oftar en áður til í kýting. Velkomin/n í hópinn, þú ekki ein/n um að vera með COVID-þreytu.

Undir langtíma álagi les líkaminn viðbrögðin sem hættu og framleiðir streituhormónin adrenalín og kortisól. Það kveikir í fleiri keðjuviðbrögðum sem mynda enn meira ójafnvægi í hormónabúskapnum og líkamsstarfseminni.
Til viðbótar við tilfinningalega „flækju“ má ekki gleyma líkamanum en hann birtir líka mynd af hvernig við bregðumst við „ástandinu“ þar á meðal með:

– svefntruflunum og óróleika
– breyttum matar- og neysluvenjum
– þyngdaraukningu
– vöðvabólgu og höfuðverk

Kannski er fullsnemmt að ræða áramótaheit en tímabært er að taka gott samtal við sjáfan sig og ákveða stefnuskipti og aðkallandi breytingar. Hvað viltu taka með þér í nýja árið og hverju viltu sleppa? Þú og ég getum ákveðið hér og nú að næsta ár verði betra og farsælla, en það verður sennilega ekki mikil breyting á ef þú burðast með allt það sem ekki þjónar þér á bakinu. Við vitum ekki hvað tekur við á nýju ári, við þekkjum heldur ekki nákvæmlega kringumstæðurnar þó að við getum reiknað með að þurfa að halda áfram að aðlaga okkur og haga okkur í samræmi við þær. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er veiran ekki að fara og persónulega hef ég ekki hugsað mér að sitja aðgerðarlaus og bíða eftir að bóluefnið komi.

Við COVID-þreytu er það reyndar innan handar og hefur verið og mun alltaf vera tilbúið til notkunar. Með því að rækta líkama og sál, finna meininguna með „þessu öllu“, hvað við höfum lært áður sem gagnast okkur í dag og hvað COVID-veiran kennir okkur.

- Auglýsing -

„Stígðu úr þreytu í tilhlökkun og gleði“

Settu líkamann í forgang
Líkamsrækt er stórkostleg. Þegar við hreyfum okkur, göngum rösklega, skokkum eða hlaupum, gerum æfingar þar sem við notum eigin líkama sem lóð förum við með meðvitundina úr höfðinu niður í líkamann! Við hvílum hugann á meðan við styrkjum forvarnir og stillum hormónana. Jóga heima á stofugólfinu er líka auðvelt.
Það mikilvægasta er ekki endilega hvað þú gerir en bara að þú gerir eitthvað sem setur púlsinn upp og notar vöðvana. Ræktin mun opna aftur, það gera sundlaugarnar líka.

Stjórn á sykri og kolvetnum
Mataræðið skiptir öllu máli. Undir álagi og vonleysi og ég tala ekki um í sóttkví, vill maður fara í óþarfa mikla sykurneyslu, skyndibita- og ruslfæði. Þetta fer oftar en ekki í vítahring, því sykur kallar á meiri sykur og blóðsykursvandamál, þreytu og slen og heilaþoku og jafnvel depurð sem svo aftur kallar á sykur og meira af óhollum skyndibitum. Vítahringur. Að stoppa þetta er bara hægt með því að stoppa! Sem er kannski hægara en sagt en gert, einmitt núna í desember og jólin að koma! Allt í lagi, ég skil. En það er samt hægt að ákveða síðasta söludag! Fá aðstoð í bók, fá ráðgjöf og leiðbeiningar eða skrá þig strax í dag á námskeið sem byrjar eftir áramót. Að borða lágkolvetnafæði hefur sýnt sig að skýra hugann, jafna blóðsykurinn, minnka streituviðbrögð, bæta svefninn, sefa sykurpúkann, minnka bólgur og verki, auka fitubrennslu og létta þig. Það er til alls að vinna.

Hugrækt
Vertu meðvituð/aður um hverju þú hleypir inn í huga þinn. Rændu þig ekki dýrmætu orkunni þinni með því að binda hana við hugsanir, spekúlasjónir og ímyndanir sem þú veist ekki hvort eru sannar eða undir þinni stjórn komnar að breyta.
Róaðu hugann með hugleiðslu, öndun, göngutúr, með því að leggja púsluspil og hlusta á góða hljóðbók. Róaðu taugakerfið og stresshormónana með því að hugleiða í 15 mínútur tvisvar á dag. Lærðu að anda rétt, notaðu öndunina til að stilla þig og tengjast kjarnanum þínum.

- Auglýsing -

Leyfðu þér að vera
Tengdu þig við sjálfa/n þig og gefðu þér leyfi til að vera eins og þér líður. Það tekur svo mikla orku að reyna að láta sem allt sé í lagi þegar það er það ekki. Sofðu og hvíldu þig með góðri samvisku, horfðu á sjónvarp og þáttaseríur því á meðan hvílir þú hugann.

Heima-spa
Gerðu eitthvað gott og huggulegt fyrir sjálfa/n þig. Kerti, falleg ljós, reykelsi, heitt bað, góð mynd í sjónvarpinu.

Iðkaðu jákvæðni
Slepptu orkunni sem þú bindur í neikvæðni og í neikvæðar fullyrðingar. Til dæmis um þig sjálfa/n eða aðra. Dæmi: Ég get þetta ekki, ég kann þetta ekki, þetta er of erfitt, ég er of slöpp/slappur, ég er löt/latur. Þannig fullyrðingar verða oft svo sterkar að hætta er á að við skilgreinum okkur við þær. Þetta skemmir sjálfsmyndina og sjálfstraustið og hindrar okkur í að vera það sem við viljum vera.

Höfundur er næringarþerapisti, lífsráðgjafi og rithöfundur.
Nánar á:
Ketoflex.is
Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -