Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

WD-40 stjórnmálanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undraefnið WD-40 hrindir frá sér vatni, smyr dót og ryðhreinsar. Fyrir vikið þá er hægt að nota það til að laga slatta af biluðum hlutum. Ef eitthvað er fast, sem á ekki að vera fast, þá er eru einhverjar líkur á að WD-40 lagi það.

Nú er að sumra mati komið nýtt undratól, nema ekki bara fyrir dót sem ískrar í, heldur samfélagið allt. Það er að „loka landamærum“. Atvinnuleysi? Loka landamærum! Glæpir? Loka landamærum! Farsóttir? Nú, hvað annað … auðvitað þarf að loka landamærum.

Ákveðinn hluti stjórnmálamanna hefur mikla trú á landamæralokunum sem árangursríkri leið til að berjast við farsóttir. Engu að síður eru flestir sérfræðingar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, ekki fylgjandi þeim. Erfitt er að láta slíkar takmarkarnir halda að fullu og þær geta líka valdið skaða.

Auðvitað getur verið fullkomlega rökrétt að hvetja fólk til halda ferðalögum í lágmarki. En tilraunir til hindra heimferðir fólks geta varla endað vel. Ef beinu heimflugi fólks er aflýst, og fólk flykkist í bílaleigur, keyrir langa leið til nálægra ríkja, stoppar á bensínstöðvum, tekur tengiflug yfir ólíka flugvelli, þá er það bara ekkert betra.

Ákvörðunin um að loka dönsku landamærunum var pólitísk, ekki fagleg. Þegar Pólland lokaði sínum landamærum og felldi niður alþjóðleg flug þurfti fjöldi fólks að keyra yfir til Þýskalands, á svæði þar sem smithætta var meiri, og fljúga þaðan. Síðar var reyndar hent í björgunarflug með ríkisflugfélaginu. Það má spyrja sig hvort ekki hefði verið skynsamlegra að halda plani með þau flug sem fyrir voru frekar en að fara í þetta.

Í Suður-Kóreu hafa menn náð tökum á veirunni með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hérlendis. Sóttkvíum, einangrunum, rakningu smita, samkomubönnum. Ekki hefur verið gripið til þess ráðs að „loka landinu“ eða svæðum innan þess. Við skulum halda áfram að fylgja fordæmi þeirra sem gera best, ekki þeirra sem gera mest.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -