Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Baby Driver-leikari látinn aðeins 16 ára: „Persónuleiki Hudsons var einstakur“

Blessuð sé minning hans.

Hudson Joseph Meek, sem lék í kvikmyndinni Baby Driver árið 2017 sem yngri útgáfan af aðalpersónunni, lést 21. desember í Alabama. Hann var aðeins 16 ára.

Samkvæmt dánardómsskrifstofu Jefferson-sýslu hlaut Meek áverka þegar hann féll úr ökutæki á ferð um klukkan 22:45 að staðartíma 19. desember. Hann lést tveimur dögum síðar á UAB-sjúkrahúsinu, að því er NBC samstarfsaðilinn WTVM greindi frá. Dauði hans er í rannsókn hjá lögreglunni í Vestavia Hills.

„Hjörtu okkar eru brostin að þurfa að segja frá því að Hudson Meek fór heim til að vera með Jesú í kvöld,“ sagði í fjölskylduyfirlýsingu sem birt var á Instagram hans. „16 ár hans á þessari jörð voru allt of stutt, en hann áorkaði svo miklu og hafði veruleg áhrif á alla sem hann hitti. Sérstakar upplýsingar um minningarhátíð um líf Hudsons, sem haldin verður 28. desember,“ hélt skilaboðin áfram, „ásamt því hvernig hægt sé að leggja sitt af mörkum til námsstyrks í minningu Hudsons í Vestavia Hills-menntaskólanum, í stað blóma, munu koma brátt.“

Meek, sem lék í meðal annars MacGyver, Found og The School Duel, var á öðru ári sínu í Vestavia Hills-menntaskólanum, þar sem hann lék í ameríska fótboltaliðinu.

„Persónuleiki Hudsons var einstakur. Hann var sjálfsöruggur, staðfastur í trú sinni, hvatvís og bráðgreindur,“ stóð í dánartilkynningu hans á netinu. „Hann lét aldrei staðreyndir koma í veg fyrir skemmtilega sögu og hann elskaði góðlátleg skot á milli vina. Hann var prakkari, elskaði góðan brandara og var ánægðastur þegar hann var að fá aðra til að hlæja.“

„Hudson dafnaði vel í aðstæðum sem gerðu honum kleift að kynnast og þjóna nýju fólki,“ var haldið áfram. „Hudson var líflegur og kraftmikil manneskja sem lifði lífinu til hins ýtrasta.“

Í kjölfar andláts hans flæddu minningarorð frá hans nánustu yfir samfélagsmiðlana.

„Hudson var meira en bara hæfileikabúnt,“ skrifaði J Pervis Talent Agency, umboðskrifstofa hans. „Hann var uppspretta innblásturs og snerti svo mörg líf með ákefð sinni, góðvild, brosi og meðfæddum hæfileika til að lýsa upp herbergi og hitta aldrei ókunnuga manneskju.“

Hann lætur eftir sig foreldra sína og eldri bróður.

 

 

Fimm blaðamenn drepnir á Gaza – Þriðja barnið fraus í hel

Illa farinn bíll blaðamannanna

Fimm blaðamenn voru myrtir á Gaza í nótt. Þriðja barnið fraus í hel.

Ísraelsher drap fimm blaðamenn í loftárás á Gaza í nótt. Blaðamennirnir sváfu í sendibíl, kyrfilega merktum með orðunum „press“, þar sem þeir hefðu átt að vera öruggir. Eins og margir blaðamenn sem starfa á Gaza höfðu þeir komið sér fyrir í sendibílnum sínum í þeirri trú að þeir myndu vera óhultir fyrir árásum. Tala látinna fjölmiðlamanna á Gaza er nú komin upp í að minnsta kosti 146, á aðeins rúmu ári.

Hinir látnu.

Þriðja barnið fraus í hel

Vetrarkuldinn bítur nú á Palestínumönnum sem margir hírast um í tjöldum en í gær fraus þriðja barnið í hel. Faðir eins þeirra tjáði sig við fjölmiðla nýverið.

Aðstæður Palestínumanna er hræðileg á Gaza.

Mahmoud al-Faseeh, faðir þriggja vikna stúlkunnar sem fraus til bana á al-Mawasi svæðinu í suðurhluta Gaza, ræddi stuttlega við fréttamenn um dauða dóttur sinnar, Silu.

„Við búum við slæmar aðstæður inni í tjaldinu okkar,“ sagði al-Faseeh.

Bætti hann við: „Við sofum á sandinum og höfum ekki nóg teppi. Við finnum fyrir kuldanum inni í tjaldinu okkar. Aðeins Guð þekkir aðstæður okkar. Staða okkar er mjög erfið. Það varð mjög kalt á einni nóttu og við fullorðna fólkið gátum ekki einu sinni umborið það. Við gátum ekki haldið á okkur hita,“ sagði hann við Associated Press fréttastofuna.“

Á miðvikudagsmorgun kom al-Faseeh að dóttur sinni látinni.

„Hún var eins og tré,“ sagði hann.

 

 

Labbi er dauðleiður á hátíðardagskrá RÚV: „Þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðarsjónvarpsmyndir“

Goðsögnin Labbi í Mánum. Ljósmynd: Facebook

Goðsögnin Labbi í Mánum er dauðleiður á síendursýndum jólamyndum Ríkisútvarpsins. Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson er honum ósammála.

Ólafur Þórarinsson eða Labbi í Mánum eins og hann er yfirleitt kallaður, skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann jós úr skálum pirringsins vegna sjónvarpsefnisins sem RÚV bíður upp á um jólahátíðina.

Í færslunni veltir Labbi því fyrir sér hvort einhver horfi á „þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðasjónvarpsmyndir sem RUV býður upp á áratugi eftir áratugi“ og segist ekki minnast þess að nokkur þeirra sem hann hefur eytt jólunum með, hafi horft á þetta efni.

„Mig langar að varpa fram einni spurningu fyrir forvitnissakir. Er einhver mannvera sem horfir á þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðarsjónvarpsmyndir sem RUV býður upp á áratugi eftir áratugi? Ég hef flest jól verið með fólki frá nokkurra ára upp í ellibelgi eins og mig. Ekki minnist ég að neitt af þessu fólki, og kannski síst það yngra sem þetta virðist þó sniðið fyrir hafi staðnæmst yfir þessu myndefni svona tvo síðustu áratugina allavega. En fróðlegt að vita álit annara.“

Viðbrögðin við færslunni eru á ýmsa vegu en þó eru flestir á sama máli og tónlistarmaðurinn. Einn starfsmaður RÚV tók þó upp hanskann fyrir ríkisfjölmiðill en það var útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Palli.

Eftir að hafa bent á dagskrá sem honum fannst góð og verið svarað af konu sem vildi meina að þetta væri ekki nógu fjölskylduvænt og að unglingurinn á heimilinu hefði lítinn áhuga á Johnny King, svaraði Óli Palli:

„Ég er nú bara neytandi eins og þú – finnst sjónvarpið yfirleitt það gott að ég myndi ekki vilja vera án þess – held hreinlega að það væri verra að búa á RÚV-lausu landi. Hér erum við að tala um línulega dagskrá og veit að fólkið sem starfar við að stilla upp dagskrá gerir það af góðum hug og vandar sig mikið. Rúv býður einmitt upp á þannig dagskrá yfirleitt að maður veit ekki hvort maður hefur gaman af þáttum eða myndum – fyrr en maður er búinn að horfa. Myndin um Johnny King er ný íslensk mynd sem hefur vakið athygli og hlotið verðlaun. Með því að sýna hana akkúrat í kvöld er RÚV að standa sig í stykkinu og “tikka” í mörg box-

a) Leggja áherslu á Íslenska menningu.
b) Sýna nýja íslenska kvikmynd.
c) Styðja við íslenska kvikmyndagerð.
d) Segja sögur af íslendingum.
Og svo framvegis.

Ef þú nennir alls ekki að horfa á myndina um Johnny King hlýtur þú að geta fundið eitthvað annað í spilara RÚV. Eða hvað?

 

Ökuníðingur keyrði eins og vitleysingur í mikilli hálku – Slagsmál í miðborginni

Jóladagsnótt var nokkuð róleg á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók lögreglunnar en einn aðili var vistaður í fangageymlu.

Í tvígang barst tilkynning vegna slagsmála og láta í miðbæ Reykjavíkur en í bæði skiptin voru slagsmálahundarnir farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 

Ökuníðingur var stöðvaður í akstri en hann hafði keyrt eins og vitleysingur miðað við aðstæður, missti stjórn á afturenda bifreiðarinnar nærri öðrum bifreiðum, skipti um akrein fimm sinnum án þess að gefa stefnuljós, keyrði á 90 til 100 kmh í mikilli hálku, snjó og erfiðum aðstæðum. Ökumaðurinn viðurkenndi brotið og var málið klárað með vettvangsskýrslu.

Í Grafarholtinu rann strætisvagn á mannlausa bifreið og á ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið, engin meiðsl urðu á fólki. Þá var tilkynnt um þjófnað á bifreið en hún fannst síðar um nóttina.

 

Brynjar og gjafafíknin

Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, er einhver sá allar fyndnasti á Facebook. Í nýjustu færslu sinni gerir hann stólpagrín að sjálfum sér og eiginkonunni sem hann segir að þjáist af gjafafíkn. Hann hefur uppgötvað að þessi fíkn ágerist með aldrinum, þvert á það sem gerist með kynlífsfíkn. Gefur Brynjari orðið:

„Svo hef ég tekð eftir því að gjafafíkn, sem meðferðarfulltrúar gefa lítinn gaum, ágerist með aldrinum, öfugt við kynlífsfíkn. Soffía er illa haldin af þessari fíkn. Henni finnst ekki mikið að gefa barnabörnunum fjóra pakka hverju. Ég myndi ekki tuða mikið yfir þessu magni ef ekki væru nokkrar gjafir í hverjum pakka,“ skrifar Brynjar í sama pistli er með óborganlega lýsingu tveggja mánaða afastráki sínum.

„Yngri afastrákurinn er ekki nema tveggja mánaða og lítur út eins og gamalmenni í líkama hvítvoðungs. Hann er sköllóttur og augun standa á stilkum, eins og hann sé enn hissa á því að vera kominn í heiminn. Hann er svona blanda af Marty Feldman, frægum breskum leikara, og Eyjólfi Ármannssyni nýskipuðum innviðaráðherra“.
Brynjar er á meðal umsækjenda um dómaraembætti hjá Héraðadómi Reykjavíkur. Einhverjirt telja að betur eigi við hann að gerast uppistandari …

Fylgdarakstur um Hellisheiði

Mynd úr myndabanka

Óveðrið  sem  gengið hefur yfir vestanvert landið  er  að ganga  niður. Enn eru lokanir í gildi á Hellisheiði, í Þrengslum, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði.

Boðið er upp á fylgdarakstur um Hellisheiði á 90 mínútna fresti. Reiknað er með með að helstu vegir á vestanverðu landinu verði opnaðir í fyrramálið. Veðurhorfur eru þá sæmilegar.

Málaði sig í gegnum sorgina eftir dótturmissi: „Eitt málverk jafnaðist á við tuttugu sálfræðitíma“

Sigríður Rannveig Jónsdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Mannlífið. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á lífsleiðinni en í janúar árið 1995 missti hún unga dóttur sína í snóflóðinu í Súðavík sem og tengdaforeldra. Hér er brot úr seinni hluta viðtalsins:

Sigríður Rannveig notaði málaralistina til að takast á við sorgina við að missa 18 mánaða gamla dóttur sína.

„1996 byrja ég að mála og fer að átta mig á því að ég get málað frá mér sorgina og tilfinningar. Að mála eitt málverk jafnaðist á við að fara í tíu, tuttugu sálfræðitíma,“ segir Sigríður Rannveig þegar Reynir spyr hvenær hún hafi farið að mála. Hún heldur áfram: „Mörg málverkanna hef ég grátið. Og ég finn þegar sorgin, eða sársaukinn er að losna. Það er með ólíkindum hvað málverkin gera. Og listin, hvað listin getur gert mikið.“

Reynir segist hafa farið á málverkasýningu Sigríðar Rannveigar en þar var málverk sem sýndi hana með dóttur sinni, Haddý Stínu, sem lést í snjóflóðinu 1995. „Það er mjög sterk mynd,“ samsinnir Sigríður Rannveig Reyni og heldur áfram: „Og hefur mikið tilfinningalegt gildi í hjartanu mínu. Og þegar ég er að mála hana, þá er ég að mála hana örugga í faðmi mínum. Og hún heitir Örugg í faðmi móður. Það er það sem maður vill að börnin sín séu, alltaf örugg.“

Hægt er að hlusta á seinni hluta viðtalsins í heild sinni hér.

Fötluð kona skilin eftir ein við ókunna blokk: „Ferðaþjónusta fatlaðra er til háborinnar skammar“

Mynd / Skálatún
„Ferðaþjónusta fatlaðra er til háborinnar skammar,“ skrifar systir 72ja ára konu sem er með þroskahömlun og líkamlega illa á sig komin. Konan fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í gærkvöld og átti að skila henni heim í Skálatún í Mosfellsbæ. Bíllinn kom, að sögn systur konunnar klukkutíma of seint til að sækja hana.
„Hún var ein í bílnum og átti að fara í Norðurhlíð/Skálatúni. En hún var skilin eftir með göngugrindina í ókunnugri blokk um 11 leytið á aðfangadagskvöld,“ skrifar systirin í ítarlegri færslu á Facebook.
Konan stóð ein og ráðvillt við húsið í göngugrind sinni. Hún getur að sögn systur hennar ekki gert sig skiljanlega við ókunnuga og er ekki fær um að segja hvar hún býr. Það vildi henni til happs að íbúi í fjölbýlishúsinu sá hvernig komið var og þekkti konuna.

„Hún var ofboðslega hrædd“

„Til allrar hamingju var íbúi í blokkinni sem sá hana og þekkti hana. Hann hringdi í 112 og gat sagt þeim að fyrir 20 árum hefði hún búið á Skálatúni. Hann hafði samband við náinn ættingja (þá var búið að hringja í 112) og sagði frá því sem gerst hafði. Þess vegna frétti ég af því sem gerst hafði,“ skrifar systirin,
Hún segir að næturvaktin í húsi systur sinnar hafi þá verið nýbúin að hringja og undraðist að systir hennar var ekki komin heim. Hún vildi vita hvort hún væri enn í heimsókninni.
„Í ókunnu blokkina komu sjúkraflutningarmenn og skiluðu henni heim á Skálatún. Ég ræddi við systur mína í síma skömmu síðar og hún var ofboðslega hrædd. Skaðinn er skeður, ég er algjörlega rasandi yfir þessari mannfyrirlitningu sem birtist í því að skilja manneskju sem ekki getur tjáð sig eftir aleina eftir í stigagangi í einhverri blokk. já ég er sjóðandi reið en það vegur þyngra að systir mín hafi þurft að upplifa skelfilegan ótta í alls ókunnugu umhverfi og án möguleika til að tjá sig,“ segir systir fötluðu konunnar í færslu sinni á Facebook í morgun. Hún segist vera eilíflega þakklát manninum sem bar kennsl á hana og kom því til leiðar að hún kæmist heim til sín.
„Ég mun aldrei aftur reiða mig á Ferðaþjónustu fatlaðra,“ skrifar hún.

Kolófært á heiðum

Mynd úr myndabanka

Víða er ófært á landinu á jóladagsmorgunn en vonast er til að takist að opna helstu leiðir þegar líður á daginn. Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð. Sama er að segja um Holtavörðuheiði. Vegurinn um Brattabrekku og Svínadalur eru einnig lokaðir. Þess er beðið að veður lægi til að hægt verði að opna umrædda vegi.

Fóli er ráðlagt að leggja ekki upp í ferðalög um landið nem akynna sér veður og færð vandlega áður.

Veður­stof­an hefur gefið út viðvaranir á Suður­landi, Breiðafirði og við Faxa­flóa. Spáð er allt að 25 metrum á sekúndu og dimm­um élj­um með lé­legu skyggni . Því er spáð að veður lagist um klukkan 18 og þá taki gildi gul­ar viðvar­an­ir í stað þeirra app­el­sínu­gulu.

Spáð er betra veðri á annan dag jóla.

Jól Tómasar hjartalæknis

Tómas Guðbjartsson Ljósmynd: Facebook

Hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur undanfarin misseri gjarnan dvalið á óðali sínu í Andhvilft í Arnarfirði. Alkunna er að hann er gjarnan á ferð og flugi og oftar en ekki á fjöllum og stundum við háskalegar aðstæður.

Minnstu mátti mun að hann lenti í stóru snjóflóði í Hvestudal þegar hann var á heimleið til Reykjavíkur á þorláksmessu. Hann sagði frá atvikinu á Facebook. Þar kom fram að flóðið féll við Skorarnúp, örskömmu áður en hann bar að á jeppa sínum og var ófært með öllu. Tómas hugleiddi hvort þetta yrði til þess að hann þyrfti að tjalda á svæðinu og bíða af sér ófærðina.

Ófært var yfir flóðið og greip Tómas til þess ráðs að hringja í Jón Bjarnason, frænda sinn og gröfumann, sem býr í grenndinni. Hann mætti með öflugt tæki og braust í gegnum flóðið á hálftíma. Þetta varð til þess að Tómas náði ferjunni Baldri á Brjánslæk og komst til Reykjavíkur í faðm fjölskyldunnar þar sem hann eyðir jólunum í stað þess að tjalda í snjóskafli í skjóli vestfirskra fjalla …

 

 

 

Tveir sváfu hjá lögreglu á jólanótt – Fjöldi ökumanna í vandræðum í borginni

Tveir einstaklingar sváfu í fangaklefa hjá lögreglunni á jólanótt. Talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöld og nótt. Fjöldi bbifreiða skullu saman eða höfnuðu utan vegar.

Eitt slíkt varð þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Lítið tjón varð og engin meiðsli á fólki. Annað og verra tilvik varð þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Báðar bifreiðar reyndust vera óökufærar og voru fjarlægðar með dráttarbifreið. Ökumenn fundu fyrir minniháttar meiðslum.

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð vegna farþega sem gat ekki greitt fyrir umbeðinn akstur.

Óhapp varð þar sem ökumaður missti stjórn á bifreiðinni sinni og endaði hún utan vegar. Engin slys á fólki en draga þurfti bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið. Önnur bifreið endaði utan vegar á svipuðum slóðum og sat þar föst. Ekkert tjón á bifreið og ökumaður reyndist vera óslasaður. Þriðja hálkuslysið varð þegar bifreið var ekið á ljósastaur. Bifreiðin skemmdist en ökumaðurinn var óslasaður.

Ökumaður, sem talinn var drukkinn, hafnaði á ljósastaur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður missti stjórn á bifreiðinni sinn með þeim afleiðingum að hún var töluvert tjónuð eftir og óökufær. Ökumaður og farþegi óslasaðir en bifreiðin dregin af vettvanig með dráttarbifreið.

Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki. Málið í rannsókn.

Mannlíf óskar lesendum gleðilegra jóla

Ritstjórn Mannlífs óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina það sem af er ári.

Vert er að muna að langbesta gjöfin í ár kostar ekki krónu. Heldur er hún fólgin í því að hjálpa fólki að njóta, teygja sig til þeirra og spyrja:

„Hvernig get ég verið til staðar fyrir þig – ekki bara í dag heldur alla hina dagana líka?“

Leyfum okkur að nota jólin til að njóta lífsins og efla tengslin við vini og ættingja. Gleymum amstri hversdagsins um stund og ræktum vináttu og góðmennsku.

Þetta er hátíð friðar, kærleika og ljóss. Takk fyrir okkur.

Hundurinn Hnota fann eldri dóttur Sigríðar eftir snjóflóðið í Súðavík: „Biðin var skelfilega löng“

Sigríður Rannveig Jónsdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Mannlífið. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á lífsleiðinni en í janúar árið 1995 missti hún unga dóttur sína í snóflóðinu í Súðavík sem og tengdaforeldra. Hér er brot úr fyrra hluta viðtalsins:

Þegar snjóflóðið skall á þorpið í Súðavík snemma morguns 16. janúar 1995, kastaðist Sigríður Rannveig út úr húsinu og fór heila 170 metra með flóðinu og endaði við pósthús bæjarins. Við þetta sleit hún meðal annars liðbönd í fæti og hlaut skurði. Í fyrstu hélt hún að snjóflóðið hefði aðeins lent á húsi hennar en sá svo fljótlega hina gríðarlegu eyðileggingu í þorpinu. Eftir svolítinn tíma hjálpa henni tveir menn að komast á bensínstöð í bænum en þar færir kona henni þurr föt og svo er beðið fregna af fjölskyldunni.

„Þarna er biðin alveg skelfilega löng,“ segir Sigríður Rannveig við Reyni Traustason. Og heldur áfram: „Það líða alveg fimm tímar þar til ég veit að eldri dóttir mín, Linda Rut er fundin. Og það er bara rétt eftir að þeir koma frá Ísafirði, björgunarsveitin frá Ísafirði. Og þá koma þeir með hunda og hún heitir Hnota, hundurinn sem fann Lindu. Þessir hundar vinna náttúrulega kraftaverk. Þeir voru fljótir að finna fólkið.“

Reynir: „Var hún þá bara í húsinu?“

Sigríður Rannveig: „Já, hún sem sagt var ennþá í rúminu sínu og hún svaf við burðarvegg og burðarveggurinn brotnar og hann hangir yfir henni þannig að hún er kjurr í rúminu sínu. Þessi burðarveggur hélt yfir henni verndarhönd. En hún var náttúrulega á kafi í snjó og gat ekki hreyft sig en hún hafði andrými þannig að hún gat andað. Hún svaf í rauninni mest allan tímann. Hún sagði mér það. Hún man ekki mjög mikið en hún man þegar þeir komu og voru að moka yfir henni. Hún var alveg viss um að það væri Ómar bróðir minn sem væri að finna hana og það var kallað á hana alveg; „Linda! Linda!“ og þá segir hún bara: „Ég er sprettlifandi!“ en hún var svo ísköld.“

Reynir: „Þannig að það hefur verið á síðustu stundu sem hún fannst?“

Sigríður Rannveig: „Já. En systir hennar fannst síðan í herbergi við hliðina, 20 tímum síðar en það var kannski einn og hálfur metri á milli þeirra.“

Hægt er að sjá fyrri hluta viðtalsins í heild sinni hér.

Litlu jól Þórs slógu í gegn – Söfnuðu fyrir Barnaspítala Hringsins

Jólsveinninn mætti auðvitað - Mynd: Landhelgisgæslan

Það var mikil gleði í loftinu þegar áhöfnin á varðskipinu Þór hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó.

Boðið var upp á skötu og saltfisk í hádeginu en slíkt hefur verið til siðs í næstum því heila öld. Um kvöldið sungu svo  „Vitringarnir fjórir“ nokkur vel valinn jólalög meðan aðrir í áhöfninni gæddu sér á jólamatnum.

Þegar því öllu var lokið var komið að jólabingóinu en það þykir vera hápunkturinn í þessari árlegu skemmtun. Jólasveinninn mætti auðvitað og voru margir í jólapeysum meðan bingóið fór fram. 44 umferðir voru spilaðar og styrktu 25 fyrirtæki með vinningum. Þá var bingóið einnig fjáröflun fyrir Barnaspítala Hringsins en alls söfnuðust 155 þúsund krónur og rann ágóðinn óskiptur.

Sigríður missti dóttur sína í snjóflóðinu í Súðavík: „Ég held að reiðin hafi bjargað lífi mínu“

Sigríður Rannveig Jónsdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Mannlífið. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á lífsleiðinni en í janúar árið 1995 missti hún unga dóttur sína í snóflóðinu í Súðavík sem og tengdaforeldra. Hér er brot úr fyrra hluta viðtalsins:

„Ég kvaldi mig svolítið yfir því að hafa látið þá litlu sofa sér, í sínu herbergi,“ segir Sigríður Rannveig við Reyni Traustason og útskýrir að það hafi verið lenska á þessum tíma að allir væru með sitt herbergi en hún bjó í Súðavík með þáverandi eiginmanni sínum, Þorsteini Gestssyni og tveimur dætrum þeirra, Lindu Rut, fædd 1989 og Hrafnhildi Kristínu, fædd 1993. Hún hélt áfram: „Við vorum nýflutt þangað og hún [Hrafnhildur Kristín. innsk. blaðamanns] var með herbergi við hliðina á okkur. Hún var þar í rimlarúminu sínu. Þetta var eitthvað sport þá að hver væri með sitt herbergi. En þetta var mikill sársauki svona eftir á, að hún skyldi ekki hafa verið í fanginu á mér. En ég fór oft í gegnum það, ef hún hefði verið í fanginu á mér þá hefði ég aldrei getað haldið í hana. Við vitum náttúrulega ekkert hvernig það hefði gerst, það er ómögulegt að segja til um það hvort hún hefði bjargast eða ekki.“

Snjóflóðið skall á þorpið um tuttugu mínútur yfir sex um morguninn 16. janúar 1995. „Ég er í raun bara nýsofnuð. Áður en ég sofna er ég alltaf að kíkja, rúmgaflinn okkar er upp við gluggann. Og ég er alltaf að kíkja og taka gardínurnar frá og kíkja upp í fjallið en húsið okkar var alveg upp við fjallshlíðina. Og ég sé náttúrulega ekkert en undirmeðvitundin mín var alltaf að öskra á mig að það var eitthvað ekki í lagi. Mér leið ekki vel, ég var óttaslegin en setti traust mitt 100 prósent á Almannavarnir.“

Sigríður Rannveig sofnaði svo loksins upp undir morgun. „Ég ligg á maganum og vakna við bara eins og kjarnorkusprengjur. Þá er það höggbylgjan á undan flóðinu sem sprengir húsin. Og þakið fer af og allt í einu er ég bara í lausu lofti og ég sé snjóhnullungana koma á móti mér en í leiðinni er ég að þeytast upp í loftið, þakið er farið af húsinu og og ég man bara að ég öskraði „Ég vissi það!“. Og ég var svo reið og ég held að þessi reiði hafi hjálpað mér að bjarga lífi mínu.“

Hægt er að sjá fyrri hluta viðtalsins hér.

Slökkviliðið kallað út til að ná brotnu loftneti af þaki

Slökkviliðinu er margt til lista lagt - Mynd: Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Nokkuð mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins undanfarin sólarhring samkvæmt færslu sem það setti inn á samfélagsmiðla í morgun.

Alls voru sjúkrabílar kallaðir út 116 sinnum og sinnti næturvaktin 42 af þeim útköllum. „Hálkuslys, brjóstverkir, krampar, fólk að slást og slasa hvort annað, fæðingaflutningur, kviðverkir og svo margt annað var meðal þess sem við sinntum í nótt.“

Þá voru dælubílar kallaðir út sex sinnum og í eitt skipti af öllum stöðvum en þá var tilkynnt um eld í húsi en sem betur fer var það ekki svo og ein stöð kláraði reykræstingu.

Slökkvilið lét svo fylgja með mynd af verkefni þar sem þurfti að aðstoða heimiliseigendur á Drafnarstíg að ná brotnu loftneti niður en talið var að það skapaði hættu.

Subway sakað um að svindla á starfsmönnum: „Áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar“

Subway á Íslandi - Mynd: Skjáskot af ja.is

Veitingastaðurinn Subway er einn þeirra fimm veitingastaða sem ekki hafa svarað erindum Eflingar varðandi meintan „gervikjarasamning“ sem fyrirtæki sömdu um við stéttarfélagið Virðingu. Efling vill meina að Virðing sé gervistéttarfélag sem Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði standa fyrir.

Auk Subway hafa Rok, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro ekki svarað Eflingum um þeirra mál en stéttarfélagið segist í tilkynningu hafa gögn undir höndunum sem sýni fram á að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Í tilkynningunni segir Efling að mikill meirihluti fyrirtækja í SVEIT hafi staðfest að þau muni segja sig úr SVEIT eða starfa eftir kjarasamningum Eflingar.

„Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi,“ sagði Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, í tilkynningu um málið.

„Þau vita væntanlega að það er ekki hægt og því fara þau þá leið sem þau þekkja og vita að virkar, áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar. Draga út nokkra veitingastaði og reyna að sverta þá með það að markmiði að keyra í þrot með óhróðri án þess að hafa nokkuð fyrir sér í ásökunum. Þrátt fyrir að samningurinn sé í endurskoðun til að koma til móts við athugasemdir.“

Bill Clinton fluttur á sjúkrahús

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna

Íslandsvinurinn og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var í gær fluttur á sjúkrahús. Ástæða þess er sögð var hár hiti.

Hinn 78 ára gamli Clinton var fluttur á Georgetown-háskólasjúkrahúsið í Washington D.C. þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Aðstoðarstarfsmannastjóri forsetans fyrrverandi sagði að Clinton væri undir eftirliti lækna og liði ágætlega.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Clinton hefur þurft að fara á sjúkrahús en eins og frægt er þurfti hann að fara í hjáveituaðgerð á hjarta árið 2004 og grínuðust margir Íslendingar með að hjarta hans hafi ekki ráðið við hina íslenzku pylsu sem forsetinn snæddi í heimsókn sinni á landinu. Þá þurfti að græða stoðnet í hjartaslagæð hans árið 2010 en Clinton gerðist grænmetisæta snemma á öldinni til að bæta heilsu sína.

Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna frá 1993 til 2001.

Hausverkur Þorbjargar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur um nóg að hugsa. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari neitar að fara að úrskurði Guðrúnar Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og láta Helga Magnús Gunnarsson ríkissaksóknara fá starf sitt aftur. Helgi er því heima á fuillum launum en fær engin verkefni. Sumum þykir sem framganga Sigríðar í málinu feli í sér einelti gagnvart starfsmanninum sem er sakaður um að lýsa óæskilegum skoðunum á Facebook.

Þorbjörg Sigríður, sem er fyrrverandi starfsmaður embættisins, hefur kallað eftir gögnum og ætlar að höggva á hnútinn. Óljóst er hvort hún geri það með því að taka sér stöðu með Sigríði eða jafnvel að setja hana hafa og rétta hlut Helga Magnúsar. Þetta verður hausverkur ráðherrans um jólin …

Samviskulaus leigubílstjóri sveik Dagnýju eftir bílslys: „Ég hef lagt fram kæru hjá lögreglunni“

Dagný Hafsteinsdóttir var heldur betur svekkt með leigubílstjóra sem ók í veg fyrir hana árið 1997 en DV fjallaði um málið á sínum tíma.

Forsaga málsins var að Dagný var aka bíl sínum á Vatnsendavegi við BSÍ þegar leigubílstjóri ók í veg fyrir hana. Dagný slapp sem betur fer ómeidd og sömu sögu er að segja um vinkonu Dagnýjar sem var með henni í bílnum. Samkvæmt frétt DV skemmdist bíll Dagnýjar töluvert en frambretti og annað framljósið brotnuðu og ýmsar aðrar skemmdir urðu á bílnum.

„Ég ætlaði að kalla á lögreglu en hún sagði mér að hafa engar áhyggjur því hún mundi bara borga tjónið. Hún skrifaði nafn og símanúmer og sagði mér að hafa samband við sig heim en ekki á bílastöðina því hún væri í fríi næstu daga. Ég og vinkona mín vorum í vafa hvað við ættum að gera en þar sem við erum óvanar svona aðstæðum þá ákváðum við að treysta konunni, sérstaklega af því hún var leigubílstjóri. Síðan kom í ljós að þetta símanúmer er ekki til og hún laug til nafns. Það er aðeins ein önnur kona í þjóðskrá með þessu nafni og ég hef gengið úr skugga um að það er ekki hún. Mér finnst það agalegt að leigubílstjóri skuli gera svona. Þetta var steingrár bíll með venjulegu gulu taxamerki á þakinu,“ sagði Dagný sem sat uppi með tjónið en ætlaði að reyna finna bílstjórann.

„Það voru vitni að þessu atviki. Það var par aftur í leigubílnum og svo voru tveir strákar þarna á silfurgrárri Toyota Corolla. Ég vona að þetta fólk gefi sig fram og hjálpi mér í þessu máli. Ég læt svona atvik mér að kenningu verða og ljóst að það er engum að treysta,“ sagði hún við DV en blaðið kom svo með framhaldsfrétt daginn eftir þar sem greint var frá því að bílstjórinn hafi fundist.

Hvetur fólk til að treysta ekki öðru fólki

„Forsvarsmenn leigubílastöðvarinnar voru okkur afskaplega hjálplegir og vildu gera allt til að finna bílinn og ökumanninn. Við fórum yfir möppu með öllum leigubílstjórum og bílum. Eftir töluverða leit bar ég kennsl á bílinn. Við fórum og skoðuðum hann og það var beygla aftan á honum sem passaði alveg við áreksturinn. Síðan fundum við út hver konan er þannig að búið er að finna sökudólginn. Ég hef lagt fram kæru hjá lögreglunni vegna þessa máls. Mér finnst þetta afskaplega óheiðarlegt hjá konunni aö ljúga svona til nafns og símanúmers eftir að hafa valdið þessu tjóni. Ég var voðalega græn að láta hana plata mig svona og ég vil beina þeim tilmælum til fólks að það passi sig ef það lendir í því sama og ég lenti í. Það borgar sig greinilega ekki að treysta náunganum of vel,“ en samkvæmt upplýsingum sem DV hafði konan sem ók leigubílnum unnið sem slíkur í 28 daga þegar atvikið átti sér stað en hún hafði afleysingum fyrir annan bílstjóra.

Samkvæmt hinni ónefndu leigubílastöð var konunni meinað að starfa fyrir stöðina eftir þetta atvik.

Baby Driver-leikari látinn aðeins 16 ára: „Persónuleiki Hudsons var einstakur“

Blessuð sé minning hans.

Hudson Joseph Meek, sem lék í kvikmyndinni Baby Driver árið 2017 sem yngri útgáfan af aðalpersónunni, lést 21. desember í Alabama. Hann var aðeins 16 ára.

Samkvæmt dánardómsskrifstofu Jefferson-sýslu hlaut Meek áverka þegar hann féll úr ökutæki á ferð um klukkan 22:45 að staðartíma 19. desember. Hann lést tveimur dögum síðar á UAB-sjúkrahúsinu, að því er NBC samstarfsaðilinn WTVM greindi frá. Dauði hans er í rannsókn hjá lögreglunni í Vestavia Hills.

„Hjörtu okkar eru brostin að þurfa að segja frá því að Hudson Meek fór heim til að vera með Jesú í kvöld,“ sagði í fjölskylduyfirlýsingu sem birt var á Instagram hans. „16 ár hans á þessari jörð voru allt of stutt, en hann áorkaði svo miklu og hafði veruleg áhrif á alla sem hann hitti. Sérstakar upplýsingar um minningarhátíð um líf Hudsons, sem haldin verður 28. desember,“ hélt skilaboðin áfram, „ásamt því hvernig hægt sé að leggja sitt af mörkum til námsstyrks í minningu Hudsons í Vestavia Hills-menntaskólanum, í stað blóma, munu koma brátt.“

Meek, sem lék í meðal annars MacGyver, Found og The School Duel, var á öðru ári sínu í Vestavia Hills-menntaskólanum, þar sem hann lék í ameríska fótboltaliðinu.

„Persónuleiki Hudsons var einstakur. Hann var sjálfsöruggur, staðfastur í trú sinni, hvatvís og bráðgreindur,“ stóð í dánartilkynningu hans á netinu. „Hann lét aldrei staðreyndir koma í veg fyrir skemmtilega sögu og hann elskaði góðlátleg skot á milli vina. Hann var prakkari, elskaði góðan brandara og var ánægðastur þegar hann var að fá aðra til að hlæja.“

„Hudson dafnaði vel í aðstæðum sem gerðu honum kleift að kynnast og þjóna nýju fólki,“ var haldið áfram. „Hudson var líflegur og kraftmikil manneskja sem lifði lífinu til hins ýtrasta.“

Í kjölfar andláts hans flæddu minningarorð frá hans nánustu yfir samfélagsmiðlana.

„Hudson var meira en bara hæfileikabúnt,“ skrifaði J Pervis Talent Agency, umboðskrifstofa hans. „Hann var uppspretta innblásturs og snerti svo mörg líf með ákefð sinni, góðvild, brosi og meðfæddum hæfileika til að lýsa upp herbergi og hitta aldrei ókunnuga manneskju.“

Hann lætur eftir sig foreldra sína og eldri bróður.

 

 

Fimm blaðamenn drepnir á Gaza – Þriðja barnið fraus í hel

Illa farinn bíll blaðamannanna

Fimm blaðamenn voru myrtir á Gaza í nótt. Þriðja barnið fraus í hel.

Ísraelsher drap fimm blaðamenn í loftárás á Gaza í nótt. Blaðamennirnir sváfu í sendibíl, kyrfilega merktum með orðunum „press“, þar sem þeir hefðu átt að vera öruggir. Eins og margir blaðamenn sem starfa á Gaza höfðu þeir komið sér fyrir í sendibílnum sínum í þeirri trú að þeir myndu vera óhultir fyrir árásum. Tala látinna fjölmiðlamanna á Gaza er nú komin upp í að minnsta kosti 146, á aðeins rúmu ári.

Hinir látnu.

Þriðja barnið fraus í hel

Vetrarkuldinn bítur nú á Palestínumönnum sem margir hírast um í tjöldum en í gær fraus þriðja barnið í hel. Faðir eins þeirra tjáði sig við fjölmiðla nýverið.

Aðstæður Palestínumanna er hræðileg á Gaza.

Mahmoud al-Faseeh, faðir þriggja vikna stúlkunnar sem fraus til bana á al-Mawasi svæðinu í suðurhluta Gaza, ræddi stuttlega við fréttamenn um dauða dóttur sinnar, Silu.

„Við búum við slæmar aðstæður inni í tjaldinu okkar,“ sagði al-Faseeh.

Bætti hann við: „Við sofum á sandinum og höfum ekki nóg teppi. Við finnum fyrir kuldanum inni í tjaldinu okkar. Aðeins Guð þekkir aðstæður okkar. Staða okkar er mjög erfið. Það varð mjög kalt á einni nóttu og við fullorðna fólkið gátum ekki einu sinni umborið það. Við gátum ekki haldið á okkur hita,“ sagði hann við Associated Press fréttastofuna.“

Á miðvikudagsmorgun kom al-Faseeh að dóttur sinni látinni.

„Hún var eins og tré,“ sagði hann.

 

 

Labbi er dauðleiður á hátíðardagskrá RÚV: „Þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðarsjónvarpsmyndir“

Goðsögnin Labbi í Mánum. Ljósmynd: Facebook

Goðsögnin Labbi í Mánum er dauðleiður á síendursýndum jólamyndum Ríkisútvarpsins. Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson er honum ósammála.

Ólafur Þórarinsson eða Labbi í Mánum eins og hann er yfirleitt kallaður, skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann jós úr skálum pirringsins vegna sjónvarpsefnisins sem RÚV bíður upp á um jólahátíðina.

Í færslunni veltir Labbi því fyrir sér hvort einhver horfi á „þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðasjónvarpsmyndir sem RUV býður upp á áratugi eftir áratugi“ og segist ekki minnast þess að nokkur þeirra sem hann hefur eytt jólunum með, hafi horft á þetta efni.

„Mig langar að varpa fram einni spurningu fyrir forvitnissakir. Er einhver mannvera sem horfir á þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðarsjónvarpsmyndir sem RUV býður upp á áratugi eftir áratugi? Ég hef flest jól verið með fólki frá nokkurra ára upp í ellibelgi eins og mig. Ekki minnist ég að neitt af þessu fólki, og kannski síst það yngra sem þetta virðist þó sniðið fyrir hafi staðnæmst yfir þessu myndefni svona tvo síðustu áratugina allavega. En fróðlegt að vita álit annara.“

Viðbrögðin við færslunni eru á ýmsa vegu en þó eru flestir á sama máli og tónlistarmaðurinn. Einn starfsmaður RÚV tók þó upp hanskann fyrir ríkisfjölmiðill en það var útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Palli.

Eftir að hafa bent á dagskrá sem honum fannst góð og verið svarað af konu sem vildi meina að þetta væri ekki nógu fjölskylduvænt og að unglingurinn á heimilinu hefði lítinn áhuga á Johnny King, svaraði Óli Palli:

„Ég er nú bara neytandi eins og þú – finnst sjónvarpið yfirleitt það gott að ég myndi ekki vilja vera án þess – held hreinlega að það væri verra að búa á RÚV-lausu landi. Hér erum við að tala um línulega dagskrá og veit að fólkið sem starfar við að stilla upp dagskrá gerir það af góðum hug og vandar sig mikið. Rúv býður einmitt upp á þannig dagskrá yfirleitt að maður veit ekki hvort maður hefur gaman af þáttum eða myndum – fyrr en maður er búinn að horfa. Myndin um Johnny King er ný íslensk mynd sem hefur vakið athygli og hlotið verðlaun. Með því að sýna hana akkúrat í kvöld er RÚV að standa sig í stykkinu og “tikka” í mörg box-

a) Leggja áherslu á Íslenska menningu.
b) Sýna nýja íslenska kvikmynd.
c) Styðja við íslenska kvikmyndagerð.
d) Segja sögur af íslendingum.
Og svo framvegis.

Ef þú nennir alls ekki að horfa á myndina um Johnny King hlýtur þú að geta fundið eitthvað annað í spilara RÚV. Eða hvað?

 

Ökuníðingur keyrði eins og vitleysingur í mikilli hálku – Slagsmál í miðborginni

Jóladagsnótt var nokkuð róleg á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók lögreglunnar en einn aðili var vistaður í fangageymlu.

Í tvígang barst tilkynning vegna slagsmála og láta í miðbæ Reykjavíkur en í bæði skiptin voru slagsmálahundarnir farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 

Ökuníðingur var stöðvaður í akstri en hann hafði keyrt eins og vitleysingur miðað við aðstæður, missti stjórn á afturenda bifreiðarinnar nærri öðrum bifreiðum, skipti um akrein fimm sinnum án þess að gefa stefnuljós, keyrði á 90 til 100 kmh í mikilli hálku, snjó og erfiðum aðstæðum. Ökumaðurinn viðurkenndi brotið og var málið klárað með vettvangsskýrslu.

Í Grafarholtinu rann strætisvagn á mannlausa bifreið og á ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið, engin meiðsl urðu á fólki. Þá var tilkynnt um þjófnað á bifreið en hún fannst síðar um nóttina.

 

Brynjar og gjafafíknin

Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, er einhver sá allar fyndnasti á Facebook. Í nýjustu færslu sinni gerir hann stólpagrín að sjálfum sér og eiginkonunni sem hann segir að þjáist af gjafafíkn. Hann hefur uppgötvað að þessi fíkn ágerist með aldrinum, þvert á það sem gerist með kynlífsfíkn. Gefur Brynjari orðið:

„Svo hef ég tekð eftir því að gjafafíkn, sem meðferðarfulltrúar gefa lítinn gaum, ágerist með aldrinum, öfugt við kynlífsfíkn. Soffía er illa haldin af þessari fíkn. Henni finnst ekki mikið að gefa barnabörnunum fjóra pakka hverju. Ég myndi ekki tuða mikið yfir þessu magni ef ekki væru nokkrar gjafir í hverjum pakka,“ skrifar Brynjar í sama pistli er með óborganlega lýsingu tveggja mánaða afastráki sínum.

„Yngri afastrákurinn er ekki nema tveggja mánaða og lítur út eins og gamalmenni í líkama hvítvoðungs. Hann er sköllóttur og augun standa á stilkum, eins og hann sé enn hissa á því að vera kominn í heiminn. Hann er svona blanda af Marty Feldman, frægum breskum leikara, og Eyjólfi Ármannssyni nýskipuðum innviðaráðherra“.
Brynjar er á meðal umsækjenda um dómaraembætti hjá Héraðadómi Reykjavíkur. Einhverjirt telja að betur eigi við hann að gerast uppistandari …

Fylgdarakstur um Hellisheiði

Mynd úr myndabanka

Óveðrið  sem  gengið hefur yfir vestanvert landið  er  að ganga  niður. Enn eru lokanir í gildi á Hellisheiði, í Þrengslum, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði.

Boðið er upp á fylgdarakstur um Hellisheiði á 90 mínútna fresti. Reiknað er með með að helstu vegir á vestanverðu landinu verði opnaðir í fyrramálið. Veðurhorfur eru þá sæmilegar.

Málaði sig í gegnum sorgina eftir dótturmissi: „Eitt málverk jafnaðist á við tuttugu sálfræðitíma“

Sigríður Rannveig Jónsdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Mannlífið. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á lífsleiðinni en í janúar árið 1995 missti hún unga dóttur sína í snóflóðinu í Súðavík sem og tengdaforeldra. Hér er brot úr seinni hluta viðtalsins:

Sigríður Rannveig notaði málaralistina til að takast á við sorgina við að missa 18 mánaða gamla dóttur sína.

„1996 byrja ég að mála og fer að átta mig á því að ég get málað frá mér sorgina og tilfinningar. Að mála eitt málverk jafnaðist á við að fara í tíu, tuttugu sálfræðitíma,“ segir Sigríður Rannveig þegar Reynir spyr hvenær hún hafi farið að mála. Hún heldur áfram: „Mörg málverkanna hef ég grátið. Og ég finn þegar sorgin, eða sársaukinn er að losna. Það er með ólíkindum hvað málverkin gera. Og listin, hvað listin getur gert mikið.“

Reynir segist hafa farið á málverkasýningu Sigríðar Rannveigar en þar var málverk sem sýndi hana með dóttur sinni, Haddý Stínu, sem lést í snjóflóðinu 1995. „Það er mjög sterk mynd,“ samsinnir Sigríður Rannveig Reyni og heldur áfram: „Og hefur mikið tilfinningalegt gildi í hjartanu mínu. Og þegar ég er að mála hana, þá er ég að mála hana örugga í faðmi mínum. Og hún heitir Örugg í faðmi móður. Það er það sem maður vill að börnin sín séu, alltaf örugg.“

Hægt er að hlusta á seinni hluta viðtalsins í heild sinni hér.

Fötluð kona skilin eftir ein við ókunna blokk: „Ferðaþjónusta fatlaðra er til háborinnar skammar“

Mynd / Skálatún
„Ferðaþjónusta fatlaðra er til háborinnar skammar,“ skrifar systir 72ja ára konu sem er með þroskahömlun og líkamlega illa á sig komin. Konan fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í gærkvöld og átti að skila henni heim í Skálatún í Mosfellsbæ. Bíllinn kom, að sögn systur konunnar klukkutíma of seint til að sækja hana.
„Hún var ein í bílnum og átti að fara í Norðurhlíð/Skálatúni. En hún var skilin eftir með göngugrindina í ókunnugri blokk um 11 leytið á aðfangadagskvöld,“ skrifar systirin í ítarlegri færslu á Facebook.
Konan stóð ein og ráðvillt við húsið í göngugrind sinni. Hún getur að sögn systur hennar ekki gert sig skiljanlega við ókunnuga og er ekki fær um að segja hvar hún býr. Það vildi henni til happs að íbúi í fjölbýlishúsinu sá hvernig komið var og þekkti konuna.

„Hún var ofboðslega hrædd“

„Til allrar hamingju var íbúi í blokkinni sem sá hana og þekkti hana. Hann hringdi í 112 og gat sagt þeim að fyrir 20 árum hefði hún búið á Skálatúni. Hann hafði samband við náinn ættingja (þá var búið að hringja í 112) og sagði frá því sem gerst hafði. Þess vegna frétti ég af því sem gerst hafði,“ skrifar systirin,
Hún segir að næturvaktin í húsi systur sinnar hafi þá verið nýbúin að hringja og undraðist að systir hennar var ekki komin heim. Hún vildi vita hvort hún væri enn í heimsókninni.
„Í ókunnu blokkina komu sjúkraflutningarmenn og skiluðu henni heim á Skálatún. Ég ræddi við systur mína í síma skömmu síðar og hún var ofboðslega hrædd. Skaðinn er skeður, ég er algjörlega rasandi yfir þessari mannfyrirlitningu sem birtist í því að skilja manneskju sem ekki getur tjáð sig eftir aleina eftir í stigagangi í einhverri blokk. já ég er sjóðandi reið en það vegur þyngra að systir mín hafi þurft að upplifa skelfilegan ótta í alls ókunnugu umhverfi og án möguleika til að tjá sig,“ segir systir fötluðu konunnar í færslu sinni á Facebook í morgun. Hún segist vera eilíflega þakklát manninum sem bar kennsl á hana og kom því til leiðar að hún kæmist heim til sín.
„Ég mun aldrei aftur reiða mig á Ferðaþjónustu fatlaðra,“ skrifar hún.

Kolófært á heiðum

Mynd úr myndabanka

Víða er ófært á landinu á jóladagsmorgunn en vonast er til að takist að opna helstu leiðir þegar líður á daginn. Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð. Sama er að segja um Holtavörðuheiði. Vegurinn um Brattabrekku og Svínadalur eru einnig lokaðir. Þess er beðið að veður lægi til að hægt verði að opna umrædda vegi.

Fóli er ráðlagt að leggja ekki upp í ferðalög um landið nem akynna sér veður og færð vandlega áður.

Veður­stof­an hefur gefið út viðvaranir á Suður­landi, Breiðafirði og við Faxa­flóa. Spáð er allt að 25 metrum á sekúndu og dimm­um élj­um með lé­legu skyggni . Því er spáð að veður lagist um klukkan 18 og þá taki gildi gul­ar viðvar­an­ir í stað þeirra app­el­sínu­gulu.

Spáð er betra veðri á annan dag jóla.

Jól Tómasar hjartalæknis

Tómas Guðbjartsson Ljósmynd: Facebook

Hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur undanfarin misseri gjarnan dvalið á óðali sínu í Andhvilft í Arnarfirði. Alkunna er að hann er gjarnan á ferð og flugi og oftar en ekki á fjöllum og stundum við háskalegar aðstæður.

Minnstu mátti mun að hann lenti í stóru snjóflóði í Hvestudal þegar hann var á heimleið til Reykjavíkur á þorláksmessu. Hann sagði frá atvikinu á Facebook. Þar kom fram að flóðið féll við Skorarnúp, örskömmu áður en hann bar að á jeppa sínum og var ófært með öllu. Tómas hugleiddi hvort þetta yrði til þess að hann þyrfti að tjalda á svæðinu og bíða af sér ófærðina.

Ófært var yfir flóðið og greip Tómas til þess ráðs að hringja í Jón Bjarnason, frænda sinn og gröfumann, sem býr í grenndinni. Hann mætti með öflugt tæki og braust í gegnum flóðið á hálftíma. Þetta varð til þess að Tómas náði ferjunni Baldri á Brjánslæk og komst til Reykjavíkur í faðm fjölskyldunnar þar sem hann eyðir jólunum í stað þess að tjalda í snjóskafli í skjóli vestfirskra fjalla …

 

 

 

Tveir sváfu hjá lögreglu á jólanótt – Fjöldi ökumanna í vandræðum í borginni

Tveir einstaklingar sváfu í fangaklefa hjá lögreglunni á jólanótt. Talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöld og nótt. Fjöldi bbifreiða skullu saman eða höfnuðu utan vegar.

Eitt slíkt varð þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Lítið tjón varð og engin meiðsli á fólki. Annað og verra tilvik varð þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Báðar bifreiðar reyndust vera óökufærar og voru fjarlægðar með dráttarbifreið. Ökumenn fundu fyrir minniháttar meiðslum.

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð vegna farþega sem gat ekki greitt fyrir umbeðinn akstur.

Óhapp varð þar sem ökumaður missti stjórn á bifreiðinni sinni og endaði hún utan vegar. Engin slys á fólki en draga þurfti bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið. Önnur bifreið endaði utan vegar á svipuðum slóðum og sat þar föst. Ekkert tjón á bifreið og ökumaður reyndist vera óslasaður. Þriðja hálkuslysið varð þegar bifreið var ekið á ljósastaur. Bifreiðin skemmdist en ökumaðurinn var óslasaður.

Ökumaður, sem talinn var drukkinn, hafnaði á ljósastaur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður missti stjórn á bifreiðinni sinn með þeim afleiðingum að hún var töluvert tjónuð eftir og óökufær. Ökumaður og farþegi óslasaðir en bifreiðin dregin af vettvanig með dráttarbifreið.

Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki. Málið í rannsókn.

Mannlíf óskar lesendum gleðilegra jóla

Ritstjórn Mannlífs óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina það sem af er ári.

Vert er að muna að langbesta gjöfin í ár kostar ekki krónu. Heldur er hún fólgin í því að hjálpa fólki að njóta, teygja sig til þeirra og spyrja:

„Hvernig get ég verið til staðar fyrir þig – ekki bara í dag heldur alla hina dagana líka?“

Leyfum okkur að nota jólin til að njóta lífsins og efla tengslin við vini og ættingja. Gleymum amstri hversdagsins um stund og ræktum vináttu og góðmennsku.

Þetta er hátíð friðar, kærleika og ljóss. Takk fyrir okkur.

Hundurinn Hnota fann eldri dóttur Sigríðar eftir snjóflóðið í Súðavík: „Biðin var skelfilega löng“

Sigríður Rannveig Jónsdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Mannlífið. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á lífsleiðinni en í janúar árið 1995 missti hún unga dóttur sína í snóflóðinu í Súðavík sem og tengdaforeldra. Hér er brot úr fyrra hluta viðtalsins:

Þegar snjóflóðið skall á þorpið í Súðavík snemma morguns 16. janúar 1995, kastaðist Sigríður Rannveig út úr húsinu og fór heila 170 metra með flóðinu og endaði við pósthús bæjarins. Við þetta sleit hún meðal annars liðbönd í fæti og hlaut skurði. Í fyrstu hélt hún að snjóflóðið hefði aðeins lent á húsi hennar en sá svo fljótlega hina gríðarlegu eyðileggingu í þorpinu. Eftir svolítinn tíma hjálpa henni tveir menn að komast á bensínstöð í bænum en þar færir kona henni þurr föt og svo er beðið fregna af fjölskyldunni.

„Þarna er biðin alveg skelfilega löng,“ segir Sigríður Rannveig við Reyni Traustason. Og heldur áfram: „Það líða alveg fimm tímar þar til ég veit að eldri dóttir mín, Linda Rut er fundin. Og það er bara rétt eftir að þeir koma frá Ísafirði, björgunarsveitin frá Ísafirði. Og þá koma þeir með hunda og hún heitir Hnota, hundurinn sem fann Lindu. Þessir hundar vinna náttúrulega kraftaverk. Þeir voru fljótir að finna fólkið.“

Reynir: „Var hún þá bara í húsinu?“

Sigríður Rannveig: „Já, hún sem sagt var ennþá í rúminu sínu og hún svaf við burðarvegg og burðarveggurinn brotnar og hann hangir yfir henni þannig að hún er kjurr í rúminu sínu. Þessi burðarveggur hélt yfir henni verndarhönd. En hún var náttúrulega á kafi í snjó og gat ekki hreyft sig en hún hafði andrými þannig að hún gat andað. Hún svaf í rauninni mest allan tímann. Hún sagði mér það. Hún man ekki mjög mikið en hún man þegar þeir komu og voru að moka yfir henni. Hún var alveg viss um að það væri Ómar bróðir minn sem væri að finna hana og það var kallað á hana alveg; „Linda! Linda!“ og þá segir hún bara: „Ég er sprettlifandi!“ en hún var svo ísköld.“

Reynir: „Þannig að það hefur verið á síðustu stundu sem hún fannst?“

Sigríður Rannveig: „Já. En systir hennar fannst síðan í herbergi við hliðina, 20 tímum síðar en það var kannski einn og hálfur metri á milli þeirra.“

Hægt er að sjá fyrri hluta viðtalsins í heild sinni hér.

Litlu jól Þórs slógu í gegn – Söfnuðu fyrir Barnaspítala Hringsins

Jólsveinninn mætti auðvitað - Mynd: Landhelgisgæslan

Það var mikil gleði í loftinu þegar áhöfnin á varðskipinu Þór hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó.

Boðið var upp á skötu og saltfisk í hádeginu en slíkt hefur verið til siðs í næstum því heila öld. Um kvöldið sungu svo  „Vitringarnir fjórir“ nokkur vel valinn jólalög meðan aðrir í áhöfninni gæddu sér á jólamatnum.

Þegar því öllu var lokið var komið að jólabingóinu en það þykir vera hápunkturinn í þessari árlegu skemmtun. Jólasveinninn mætti auðvitað og voru margir í jólapeysum meðan bingóið fór fram. 44 umferðir voru spilaðar og styrktu 25 fyrirtæki með vinningum. Þá var bingóið einnig fjáröflun fyrir Barnaspítala Hringsins en alls söfnuðust 155 þúsund krónur og rann ágóðinn óskiptur.

Sigríður missti dóttur sína í snjóflóðinu í Súðavík: „Ég held að reiðin hafi bjargað lífi mínu“

Sigríður Rannveig Jónsdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Mannlífið. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á lífsleiðinni en í janúar árið 1995 missti hún unga dóttur sína í snóflóðinu í Súðavík sem og tengdaforeldra. Hér er brot úr fyrra hluta viðtalsins:

„Ég kvaldi mig svolítið yfir því að hafa látið þá litlu sofa sér, í sínu herbergi,“ segir Sigríður Rannveig við Reyni Traustason og útskýrir að það hafi verið lenska á þessum tíma að allir væru með sitt herbergi en hún bjó í Súðavík með þáverandi eiginmanni sínum, Þorsteini Gestssyni og tveimur dætrum þeirra, Lindu Rut, fædd 1989 og Hrafnhildi Kristínu, fædd 1993. Hún hélt áfram: „Við vorum nýflutt þangað og hún [Hrafnhildur Kristín. innsk. blaðamanns] var með herbergi við hliðina á okkur. Hún var þar í rimlarúminu sínu. Þetta var eitthvað sport þá að hver væri með sitt herbergi. En þetta var mikill sársauki svona eftir á, að hún skyldi ekki hafa verið í fanginu á mér. En ég fór oft í gegnum það, ef hún hefði verið í fanginu á mér þá hefði ég aldrei getað haldið í hana. Við vitum náttúrulega ekkert hvernig það hefði gerst, það er ómögulegt að segja til um það hvort hún hefði bjargast eða ekki.“

Snjóflóðið skall á þorpið um tuttugu mínútur yfir sex um morguninn 16. janúar 1995. „Ég er í raun bara nýsofnuð. Áður en ég sofna er ég alltaf að kíkja, rúmgaflinn okkar er upp við gluggann. Og ég er alltaf að kíkja og taka gardínurnar frá og kíkja upp í fjallið en húsið okkar var alveg upp við fjallshlíðina. Og ég sé náttúrulega ekkert en undirmeðvitundin mín var alltaf að öskra á mig að það var eitthvað ekki í lagi. Mér leið ekki vel, ég var óttaslegin en setti traust mitt 100 prósent á Almannavarnir.“

Sigríður Rannveig sofnaði svo loksins upp undir morgun. „Ég ligg á maganum og vakna við bara eins og kjarnorkusprengjur. Þá er það höggbylgjan á undan flóðinu sem sprengir húsin. Og þakið fer af og allt í einu er ég bara í lausu lofti og ég sé snjóhnullungana koma á móti mér en í leiðinni er ég að þeytast upp í loftið, þakið er farið af húsinu og og ég man bara að ég öskraði „Ég vissi það!“. Og ég var svo reið og ég held að þessi reiði hafi hjálpað mér að bjarga lífi mínu.“

Hægt er að sjá fyrri hluta viðtalsins hér.

Slökkviliðið kallað út til að ná brotnu loftneti af þaki

Slökkviliðinu er margt til lista lagt - Mynd: Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Nokkuð mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins undanfarin sólarhring samkvæmt færslu sem það setti inn á samfélagsmiðla í morgun.

Alls voru sjúkrabílar kallaðir út 116 sinnum og sinnti næturvaktin 42 af þeim útköllum. „Hálkuslys, brjóstverkir, krampar, fólk að slást og slasa hvort annað, fæðingaflutningur, kviðverkir og svo margt annað var meðal þess sem við sinntum í nótt.“

Þá voru dælubílar kallaðir út sex sinnum og í eitt skipti af öllum stöðvum en þá var tilkynnt um eld í húsi en sem betur fer var það ekki svo og ein stöð kláraði reykræstingu.

Slökkvilið lét svo fylgja með mynd af verkefni þar sem þurfti að aðstoða heimiliseigendur á Drafnarstíg að ná brotnu loftneti niður en talið var að það skapaði hættu.

Subway sakað um að svindla á starfsmönnum: „Áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar“

Subway á Íslandi - Mynd: Skjáskot af ja.is

Veitingastaðurinn Subway er einn þeirra fimm veitingastaða sem ekki hafa svarað erindum Eflingar varðandi meintan „gervikjarasamning“ sem fyrirtæki sömdu um við stéttarfélagið Virðingu. Efling vill meina að Virðing sé gervistéttarfélag sem Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði standa fyrir.

Auk Subway hafa Rok, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro ekki svarað Eflingum um þeirra mál en stéttarfélagið segist í tilkynningu hafa gögn undir höndunum sem sýni fram á að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Í tilkynningunni segir Efling að mikill meirihluti fyrirtækja í SVEIT hafi staðfest að þau muni segja sig úr SVEIT eða starfa eftir kjarasamningum Eflingar.

„Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi,“ sagði Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, í tilkynningu um málið.

„Þau vita væntanlega að það er ekki hægt og því fara þau þá leið sem þau þekkja og vita að virkar, áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar. Draga út nokkra veitingastaði og reyna að sverta þá með það að markmiði að keyra í þrot með óhróðri án þess að hafa nokkuð fyrir sér í ásökunum. Þrátt fyrir að samningurinn sé í endurskoðun til að koma til móts við athugasemdir.“

Bill Clinton fluttur á sjúkrahús

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna

Íslandsvinurinn og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var í gær fluttur á sjúkrahús. Ástæða þess er sögð var hár hiti.

Hinn 78 ára gamli Clinton var fluttur á Georgetown-háskólasjúkrahúsið í Washington D.C. þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Aðstoðarstarfsmannastjóri forsetans fyrrverandi sagði að Clinton væri undir eftirliti lækna og liði ágætlega.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Clinton hefur þurft að fara á sjúkrahús en eins og frægt er þurfti hann að fara í hjáveituaðgerð á hjarta árið 2004 og grínuðust margir Íslendingar með að hjarta hans hafi ekki ráðið við hina íslenzku pylsu sem forsetinn snæddi í heimsókn sinni á landinu. Þá þurfti að græða stoðnet í hjartaslagæð hans árið 2010 en Clinton gerðist grænmetisæta snemma á öldinni til að bæta heilsu sína.

Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna frá 1993 til 2001.

Hausverkur Þorbjargar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur um nóg að hugsa. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari neitar að fara að úrskurði Guðrúnar Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og láta Helga Magnús Gunnarsson ríkissaksóknara fá starf sitt aftur. Helgi er því heima á fuillum launum en fær engin verkefni. Sumum þykir sem framganga Sigríðar í málinu feli í sér einelti gagnvart starfsmanninum sem er sakaður um að lýsa óæskilegum skoðunum á Facebook.

Þorbjörg Sigríður, sem er fyrrverandi starfsmaður embættisins, hefur kallað eftir gögnum og ætlar að höggva á hnútinn. Óljóst er hvort hún geri það með því að taka sér stöðu með Sigríði eða jafnvel að setja hana hafa og rétta hlut Helga Magnúsar. Þetta verður hausverkur ráðherrans um jólin …

Samviskulaus leigubílstjóri sveik Dagnýju eftir bílslys: „Ég hef lagt fram kæru hjá lögreglunni“

Dagný Hafsteinsdóttir var heldur betur svekkt með leigubílstjóra sem ók í veg fyrir hana árið 1997 en DV fjallaði um málið á sínum tíma.

Forsaga málsins var að Dagný var aka bíl sínum á Vatnsendavegi við BSÍ þegar leigubílstjóri ók í veg fyrir hana. Dagný slapp sem betur fer ómeidd og sömu sögu er að segja um vinkonu Dagnýjar sem var með henni í bílnum. Samkvæmt frétt DV skemmdist bíll Dagnýjar töluvert en frambretti og annað framljósið brotnuðu og ýmsar aðrar skemmdir urðu á bílnum.

„Ég ætlaði að kalla á lögreglu en hún sagði mér að hafa engar áhyggjur því hún mundi bara borga tjónið. Hún skrifaði nafn og símanúmer og sagði mér að hafa samband við sig heim en ekki á bílastöðina því hún væri í fríi næstu daga. Ég og vinkona mín vorum í vafa hvað við ættum að gera en þar sem við erum óvanar svona aðstæðum þá ákváðum við að treysta konunni, sérstaklega af því hún var leigubílstjóri. Síðan kom í ljós að þetta símanúmer er ekki til og hún laug til nafns. Það er aðeins ein önnur kona í þjóðskrá með þessu nafni og ég hef gengið úr skugga um að það er ekki hún. Mér finnst það agalegt að leigubílstjóri skuli gera svona. Þetta var steingrár bíll með venjulegu gulu taxamerki á þakinu,“ sagði Dagný sem sat uppi með tjónið en ætlaði að reyna finna bílstjórann.

„Það voru vitni að þessu atviki. Það var par aftur í leigubílnum og svo voru tveir strákar þarna á silfurgrárri Toyota Corolla. Ég vona að þetta fólk gefi sig fram og hjálpi mér í þessu máli. Ég læt svona atvik mér að kenningu verða og ljóst að það er engum að treysta,“ sagði hún við DV en blaðið kom svo með framhaldsfrétt daginn eftir þar sem greint var frá því að bílstjórinn hafi fundist.

Hvetur fólk til að treysta ekki öðru fólki

„Forsvarsmenn leigubílastöðvarinnar voru okkur afskaplega hjálplegir og vildu gera allt til að finna bílinn og ökumanninn. Við fórum yfir möppu með öllum leigubílstjórum og bílum. Eftir töluverða leit bar ég kennsl á bílinn. Við fórum og skoðuðum hann og það var beygla aftan á honum sem passaði alveg við áreksturinn. Síðan fundum við út hver konan er þannig að búið er að finna sökudólginn. Ég hef lagt fram kæru hjá lögreglunni vegna þessa máls. Mér finnst þetta afskaplega óheiðarlegt hjá konunni aö ljúga svona til nafns og símanúmers eftir að hafa valdið þessu tjóni. Ég var voðalega græn að láta hana plata mig svona og ég vil beina þeim tilmælum til fólks að það passi sig ef það lendir í því sama og ég lenti í. Það borgar sig greinilega ekki að treysta náunganum of vel,“ en samkvæmt upplýsingum sem DV hafði konan sem ók leigubílnum unnið sem slíkur í 28 daga þegar atvikið átti sér stað en hún hafði afleysingum fyrir annan bílstjóra.

Samkvæmt hinni ónefndu leigubílastöð var konunni meinað að starfa fyrir stöðina eftir þetta atvik.

Raddir