Sunnudagur 26. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Leðurblakan flaug á brott

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Innbrot var framið í fyrirtæki í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Bifreið var ekið á steyptan stólpa og umferðarskilti í miðborginni. Talið er að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki verið með fullu ráði. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá á hann einnig yfir höfði sér sektir fyrir að haga ökuhraða sínum ekki miðað við aðstæður sem og að aka á óhæfum hjólbörðum. Hann reyndist einnig vera eftirlýstur fyrir erlend lögregluyfirvöld. Hann var vistaður í fangaklefa eftir að búið að draga úr honum blóðsýni.

Tilkynnt um meiriháttar líkamsárás í félagslegu veitingarúrræði í austurborginni. Málið er í rannsókn. Rúðubrjótur var á ferðinni á sama svæði.

Maður var handtekinn í miðborginni vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann var vistaður í fangaklefa uns ástand hans leyfir að við hann verði rætt.

Tilkynnt var um leðurblöku á flugi í austurborginni. Við skoðun á myndefni var staðfest að um leðurblöku væri að ræða. Dýraþjónustunni var gert viðvart en dýrið hafði þá flogið á brott.

Maður var handtekinn í miðborginni, grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Hann neitaði að segja til nafns og framvísa skilríkjum og er einnig grunaður um ólögmæta dvöl í landinu. Meintur dópsali var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Umferðarslys varð í Hafnarfirði hvar vinnuvél var ekið á bifreiðar. Talsverð hálka og ísing var á akbrautinni.

Talsvert var um umferðarslys. Í Kópavogi urðu talsverðar skemmdir á bifreið sem var fjarlægð með dráttarbifreið. Engin slys urðu  á fólki.

Maður var handtekinn í austurborginni,  grunaður um vörslu fíkniefna sem og meðferð á heimatilbúnum sprengjum.

Reynir Grétarsson er einn aðaleigenda Sýnar: „Ég hef áhyggj­ur ef ég heyri að fólk sé að hætta“

Reynir Finndal Grétarsson Ljósmynd: creditinfo.is

„Ég hef áhyggj­ur ef ég heyri að fólk sé að hætta í fyr­ir­tæk­inu og að fólki líði ekki vel af ein­hverj­um ástæðum. Það er aldrei gott,“ segir Reynir Grétarsson, einn aðaleigenda fjölmiðlarisams Sýnar, í samtali við Morgunblaðið. Mikil ólga er innan fyrirtækisins og fjöldi lykilstarfsmanna er hættur störfum. Fyrirtækið hefur ekk traust fjárfesta og er lágt metið á markaði. Reynir og aðrir fjárfestar Sýnar hafa því tapað milljörðum króna á fjarfestingunni. Öll spjót standa á Herdísi Fjeldsted forstjóra sem sögð er miskunnarlaus í framgöngu gagnvart starfsfólki. Núverandi stjórn hefur lýst stuðningi við forstjórannn og stjórntök hans.

Reynir, sem á sinn hlut í Sýn í gegnum InfoCapital, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi ekki náð kjöri í stjórn Sýnar.

„En ég bauð mig fram í stjórn Sýn­ar og fékk ekki kosn­ingu. Það varð því ekki af því að ég færi eitt­hvað að vinna tengt Sýn. Sem er bara já­kvætt því ég er bú­inn að gera svo margt annað síðan,“ seg­ir hann.

 

Reynir segir frá því í viðtalinu að hann hafi undanfarið einbeitt sér að sjálfsrækt. Hann stundi jóga og annað sem sé mannbætandi. Svo er að skilja að hann hafi engin áhrif á gang mála hjá Sýn.

Heimildarmenn Mannlífs innan Sýnar hafa þungar áhyggjur af framvindunni og óttast enn meiri áföll. „Við getum þetta ekki mikið lengur,“ sagi einn þeirra við Mannlíf.

Áslaug Arna býður sig fram til formanns: „Tækifærið er núna“

Áslaug Arna ætlar að verða formaður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður um nýjan formann á landsfundi flokksins sem hefst í lok febrúar á þessu ári.

„Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna – getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Áslaug á fundi sem hún hélt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA.

Áslaug Arna hefur verið þingmaður síðan árið 2016 fyrir flokkinn einnig verið dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024.

Talið er að helstu keppinautar Áslaugar um formannsstólinn séu Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Helmingur telur að RÚV eigi að vísa VÆB úr Söngvakeppninni

VÆB - Mynd: RÚV – Ragnar Visage

Hljómsveitin VÆB sem tekur þátt í Söngvakeppninni 2025 hefur verið sakað um að stela hluta úr öðru lagi og nota sem eigið lag en um er ræða vinsælt lag frá Ísrael. Málið er til skoðunnar hjá RÚV en sumir telja að vísa eigi hljómsveitinni úr keppni og hafa höfundar ísraelska lagsins haft samband við lögfræðinga vegna málsins.

En við spurðum lesendur Mannlífs: Á RÚV að vísa VÆB úr Söngvakeppninni?
Niðurstaðan er vissulega áhugaverð en tæplega helmingur telur að vísa ætti hljómsveitinni úr keppninni.

Nei
51.58%
48.42%

Hægt er að hlusta á lögin hér fyrir neðan:

Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rauði krossinn á Íslandi hefur nú hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza.

Í tilkynningu frá Rauða krossinum á Íslandi segir að yfir 1,9 milljónir Palestínufólks séu nú á vergangi á Gaza, nú þegar vopnahlé er komið á. Þá segir einnig að 92 prósent íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum.

Hér má lesa tilkynningu Rauða krossins í heild sinni:

Vopnahlé er komið á og þörfin fyrir hjálp er gífurleg. Yfir 1,9 milljónir Palestínufólks eru á vergangi á Gaza, og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna nú hörðum höndum að því að veita fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat, skjóli og hreinu vatni.

Við styðjum meðal annars við:

  • Sjúkrabílaþjónustu og sjúkrastofnanir
  • Matvælaaðstoð
  • Aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum 
  • Dreifingu á tjöldum og nauðsynjavörum fyrir heimili
  • Sálfélagslegan stuðning fyrir börn og fullorðna

Aðstoðin nær einnig til Vesturbakkans og Palestínufólks á vergangi í nágrannalöndum.

Þú getur styrkt söfnunina HÉR

Aðrar styrktarleiðir:

Hringja í 904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.

Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.

Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.

Aur/Kass: @raudikrossinn

Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649

SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)

Hjálpaðu okkur að hjálpa – leggðu þitt af mörkum í dag!

 

Krakkar í 6. bekk eru leiðinlegustu börnin

Börn - Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Flest börn eru mjög skemmtileg, ég hef komist að þeirri niðurstöðu hafandi unnið með börnum á aldrinum 1 árs til 18 ára árum saman. Börnin eru vissulega jafn ólík og þau eru mörg en heilt yfir eru þau topp fólk frá toppi til tár.

Ég get ekki gert upp á milli tveggja aldurshópa þegar kemur að skemmtilegustu börnunum. Fyrri aldurinn er 3 til 4 ára en það vill svo til að sonur minn er einmitt á þeim aldri núna. Tilfinningar barna á þessum aldri eru svo hreinar og skýrar. Mamma, stjörnurnar eru svo fallegar,“ sagði sonur minn við móður sína í október í fyrra. „Mamma, við erum að fara í sveitina á eftir. Ég er afskaplega glaður að hitta alla krakkanna,“ sagði hann svo þegar við fórum í sumarbústað tengdaforeldra minna þar sem öll börn og barnabörn komu saman. Algjör forréttindi að búa með þessum meistara.

Svo eru það unglingar í 9. bekk. Þarna eru þau svo full af spennu og sköpun og að leita leiða til að springa út en þetta er áður en þau byrja hafa áhyggjur af framhaldsskóla. Ef þú nærð að tengja á einhverju stigi við áhugamál krakka í 9. bekk þá mun viðkomandi vera þér að eilífu þakklátur. Tær gleði.

Það er hins vegar eitthvað sem gerist við börn þegar þau byrja í 6. bekk. Það er erfitt að færa það í orð en í grunninn virðist þetta stafa af því að þeim þykir asnalegt að leika sér eins og „litlu krakkarnir“ og eru að drífa sig að verða unglingar án þess að hafa andlegan þroska til þess. Þessi blanda er háskaleg og brýst út í miklum skætingi og leiðindum.

Þegar ég var að vinna í félagsmiðstöð var erfiðast að fá fólk til að vinna með þessum aldri af því að starfsfólkið sem hafði gert það vildi almennt séð ekki koma nálægt því aftur. Brennt starfsfólk forðast eldinn. Flestir foreldrar og kennarar sem ég hef talað við í gegnum árin virðast vera sammála þessu en auðvitað er þetta ekki algilt.

Ekki halda að ég sé tala um „gelgjuna,“ hún er annars eðlis. Önnur skepna þar á ferðinni og vel hægt að ráða við hana eftir smá reynslu í þeim bransa. Hún er fyrirsjáanleg og birtist á ýmsum aldri.

Sem betur fer fyrir okkur öll þá vaxa börn upp úr þessari meinsemd.

Hulduher Guðlaugs bíður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, vill leyfa veðmál á Íslandi

Það mun skýrast fyrir hádegi hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur alþingsmaður býður sig fram til formennsku  í Sjálfstæðisflokknum. Áslaug Arna auglýsti fund þar sem hún ætlar að kynna áform sín. Fastlega er búist við framboði hennar.

Þá er mikill þrýstingur á Guðrún Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að taka slaginn. Nokkur fjöldi aðildarfélaga flokksins hefur skorað á Guðrúnu. Hún er alvarlega að íhuga framboð.

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekkert gefið út opinberlega um áform sín en líkur á framboði hans fara minnkandi. Huldurher Guðlaugs hefur um nokkurra vikna skeið beðið eftir útkalli en ekkert gerist í þeim efnum. Fyrir rúmri viku töldu stuðningsmenn Guðlaugs að hann hefði ákveðið að fara ekki fram. Hann hefur þó dregið að upplýsa um ákvörðun sína. Þingmaðurinn hefur sagt að yfirlýsingar sé að vænta á næstunni.

 

Katrín var límið

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra

Þeir fáu sem enn fylgja Vinstri-grænum að málum eru nær bugaðir af áhyggjum vegna stöðu flokksins. VG þurrkaðist út af þingi og tapið þess utan möguleika sínum á styrkjum frá ríkinu þar sem flokkurinn fékk aðeins 2,4 prósent fylgi. Starfsemi flokksins verður lögð niður á árinu þegar þrír starfsmenn VG hætta.

Ástæða þessara meinlegu örlaga má örugglega rekja til þess að flokkurinn brást í flestum sínum stefnumálum og seldi æðsta guði kapítalismans sál sína og í framhaldinu tilverurétt. Það sem gerði sína útslagið var brotthlaup Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra, sem reyndi við við forsetaembættið án árangurs. Katrín var límið í flokknum og lykillinn að stjórnarsamstarfinu sem dó eins og flokkurinn. Foretaframboð hennar framkallaði afdrifaríkari pólitískar hamfarir en áður hafa sést á Íslandi.

Svandís Svavarsdóttur fékk það ömurlega hlutverk að stjórna VG í algjört hrun. Svandís er reyndar nagli í pólitík og vís til þess að ná að snúa frá nauðvörn í sókn ef hún nennir að stýra flokki sem er við dauðamörk. Meðal þess sem er til umræðu er að VG sameinist Sósíalistaflokknum undir stjórn Gunnars Smára Egilssonar og reyni að fá Pírata með í breiðfylkingu hinna föllnu flokka …

Manns með skammbyssu leitað í austurborginni – Gámaþjófur gripinn glóðvolgur á vettvangi

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan leitaðo að byssumanni í austurborginni í nótt. Tilkynnt var um manninn sem var að meðhöndla skammbyssu á almannafæri. Lögregla var með töluverðan viðbúnað eins og alltaf gerist í sambærilegum málum. Byssumaðurinn var horfinn, sporlaust af vettvangi þegar lögreglan kom. Hann fannst ekki þrátt fyrir leit. Málið er í rannsókn.

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut. Allar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fjarlægðar með dráttarbifreiðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við umferðareftirlit, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.

Fullur ferðamaður gerði sig líklegan til slagsmála við dyraverði á öldurhúsi í miðborginni. Þegar lögregla kom á vettvang hafði allt róast og ferðamaðurinn gékk sína leið út í nóttina.

Tilkynnt um mann sem hafði ráðist á tvo aðra og skemmt heyrnatól í eigum annars. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem meint fíkniefni fundust í fórum hans. Hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Farþegi var með ólæti í strætisvagni. Honum gert að yfirgefa vagninn og finna sér annan fararmáta.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við umferðareftirlit. Þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.

Lögregla var köllupð til vegna manns sem var að reyna að brjótast inn í gáma í Breiðholti. Hann var gripinn glóðvolgur á vettvangi og hndtekinn og læstur inni í þágu rannsóknar málsins.

Skemmdarverk á þinghúsinu

|

Skemmdarverk var unnið á Alþingishúsinu í dag. Spreyjað var á glugga þess og á styttu við húsið, skrifað  „Gaza“.

Ráðist var á rútubílstjóra í miðborginni að tilefnislausu.

Lögregla stillti til friðar þegar slagsmálahundar tókust á í austurborginni.

Gestur var rekinn út af hóteli þegar í ljós kom að hann átti ekki fyrir gistingunni.

Tveir voru handteknir eftir að hafa farið ruplandi og rænandi um verslanir í miðborginni og víðar.

Ungmenni voru staðin að landadrykkju í Hafnarfirði. Lögregla mætti á staðinn.

Maður féll utandyra og slasaðist á höfði.

Krabbamein lagði skáldið og blaðamanninn að velli: „Ásgeir féll frá í nótt“

Ásgeir H. Ingólfsson lést í nótt.

Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld, lést í nótt eftir baráttu við krabbamein, aðeins 48 ára að aldri. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, sagði frá andláti hans á Facebook-síðu sinni.

„Kæru vinir. Hræðilegar fréttir. Ásgeir féll frá í nótt. Við vottum fjölskyldu og nánustu aðstandendum dýpstu samúð. Að ósk þeirra og í anda Ásgeirs mun viðburðurinn sem skipulagður hefur verið eigi að síður fara fram á umræddum tíma. Vonumst til að sjá sem flesta og minnast mæts manns. Húsið verður opið frá tvö í dag og upplestur hefst uppúr sjö í kvöld,“ segir á síðunni. Undir tilkynninguna rita Valur, Jón Bjarki, Hlín og Atli.

Þrátt fyrir að hafa glímt við ólæknandi krabbamein var Ásgeir óbugaður og stefndi að viðburðinum Lífskviða sem haldinn er í sumarbústað skammt við Kjarnaskóg í dag. Aðstandendur hans halda sínu striki þrátt fyrir andlát hans og halda viðburðinn á tilsettum tíma í dag. Listamenn koma fram og lesa ljóð eftir hinn látna og og ljóð honum til heiðurs.

Andie MacDowell greindist með peruvöðvaheilkenni: „Hélt að ég væri bókstaflega að detta í sundur“

Andie MacDowell

Four Weddings and a Funeral-stjarnan Andie MacDowell, sem einnig er þekkt fyrir að vera móðir Margaret Qualley, hélt að hún væri „bókstaflega að falla í sundur“ í kjölfar þess að hún greindist með peruvöðvaheilkenni (e. piriformis syndrome).

Groundhog day-leikkonan Andie MacDowell, hefur nú opnað sig vegna baráttu sína við peruvöðvaheilkennis sem hún greindist nýlega með en það er vöðvasjúkdómur sem þjappar saman settauginni, sem liggur frá mjóbaki niður í fætur, sem veldur bólgum.

Andie sagði frá því hvernig sársauki hafi upphaflega byrjað að „skjótast niður fótinn“ á sér, nýlega í spjallþættinum The Drew Barrymore Show. „Ég hélt að ég yrði að fara í mjaðmaskipti.“

Hin 66 ára gamla leikkona sagði að ástand hennar hefði bara versnað þegar hún byrjaði að hjóla á innihjólinu sínu „eins og brjáluð manneskja.“

„Þetta er ekki viðeigandi fyrir líkama minn og ég endaði með slæm hné og slæma mjöðm,“ hélt hún áfram. „Ég hélt að ég væri bókstaflega að detta í sundur.“

Sem betur fer þurfti Sex, Lies and Videotape-leikkonan ekki að fara í aðgerð. Samt sem áður þarf Andie nú að þjálfa mjaðmir og rass á hverjum degi til að koma í veg fyrir að hún bólgni upp svo líkaminn „verkjar ekki lengur“. „Þetta er kraftaverk,“ sagði hún um meðferð sína og bætti við: „Hnéin mín eru góð fyrir utan öldrun. Þau hafa elst.“

En auk þess að breyta líkamsþjálfuninni sinni, hefur Cedar Cove-leikkonan líka valið rólegri lífsstíl en hún hefur flutt úr ysi og þysi Hollywood til Suður-Karólínu, sem hluta af nýrri lífssýn.

„Þegar krakkarnir mínir fóru, fann ég fyrir miklu tómarúmi í lífi mínu vegna þess að þau voru mér svo mikilvæg,“ Andie, sem deilir dætrunum Rainey Qualley, 35, og Margaret Qualley, 30, ásamt syninum Justin Qualley, 38, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Paul Qualley, útskýrði. „Margaret var í raun að segja mér að ég ætti að vera að hafa tíma lífs míns, en ég var ekki.“

Síðan hún flutti segist Andie vera „hamingjusamari núna en ég hef verið í langan tíma“.

„Ég hef tíma lífs míns núna,“ bætti hún við. „Það er mjög gott.“

 

 

Fullur maður festi typpi sitt í miklu frosti – MYNDIR

Persóna í myndinni Christmas Story festi tungu sína við fánastöng í frosti

Í kvikmyndum gerist það einstaka sinnum að persónur festi tungu sína við ljósastaur eða álíka í miklu frosti. Fullur karlmaður fékk að kynnast þessari upplifun á sinn einstaka máta þann 12. janúar á þessu ári.

Forsaga málsins er að maðurinn var að skemma sér á veitingastaðnum East Village Pub & Eatery í Alberta-héraði í Kanada. Þegar leið á kvöldið byrjaði hann að rífast við aðra gesti staðarins og endaði rifrildið fyrir utan barinn. Eitthvað var um stympingar á milli gesta og endaði maðurinn með buxurnar á hælunum og datt í kjölfarið á ískalda jörðina þar sem typpi mannsins festist við klakann sem var þar fyrir.

Hringja þurfti á sjúkrabíl eftir að ekki tókst að losa manninn og náðu sjúkraflutningsmenn að losa fulla manninn án þess að honum yrði meint af. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn en ákveðið var að hann yrði ekki ákærður fyrir hegðun sína.


Á RÚV að vísa VÆB úr Söngvakeppninni?

VÆB - Mynd: RÚV – Ragnar Visage

Hljómsveitin VÆB sem tekur þátt í Söngvakeppninni 2025 hefur verið sakað um að stela hluta úr öðru lagi og nota sem eigið lag en um er ræða vinsælt lag frá Ísrael. Málið er til skoðunnar hjá RÚV en sumir telja að vísa eigi hljómsveitinni úr keppni og hafa höfundar ísraelska lagsins haft samband við lögfræðinga vegna málsins.

En við spyrjum lesendur Mannlífs: Á RÚV að vísa VÆB úr Söngvakeppninni?

Hægt er að hlusta á lögin hér fyrir neðan:

Nei
51.58%
48.42%

Kristrún þögul

Inga Sæland.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekkert tjá sig um styrkjamál Flokks fólksins og þá afstöðu Ingu Sæland formanns að vilja ekki endurgreiða þær 240 milljónir sem flokkurinn hefur fengið í gegnum tíðina þrátt fyrir að vera ólöglega skráður.

Morgunblaðið spurði Kristrúnu út í málið eftir ríisstjórnarfund en hún sagðist þurfa að kynna sér málið. Inga Sæland hefur brugðist illa við fréttum af málinu og þvertekur fyrir að endurgreiða illa fengna styrki. Hún hefur lýst því að um sé að ræða falsfréttir og illa þenkjandi fjölmiðla.

Áslaug sperrir stél

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður hefur boðað til fundar á morgun. Hún auglýsir fundinn í Morgunblaðinu en tilgreinir ekki fundarefnið. Ljóst þykir að hún þenur brjóst og sperrir stél, þess albúin að taka við keflinu í Sjálfstæðisflokknum.

Eftir að Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttur hætti við formannsframboð hafa líkur aukist á að Áslaug Arna eigi raunhæfa möguleika á embættinu. Ólíklegt er talið að Guðlaugur Þór Þórðarson leggi í slaginn við hana. Hann er tekinn að eldast í pólitík og tapaði á sínum tíma einvíginu við Bjarna Benediktsson, hinn fallna leiðtoga. Þá er eiginkona hans sögð vera framboðinu andvíg.

Það kann þó að setja nokkurt strik i reikning Áslaugar Örnu ef Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ákveður að taka slaginn. Það sem fólk hefur helst á móti Áslaugu er unggæðisháttur hennar og litríkur lífsstíll. Reynsluleysi Guðrúnar er einhverjum áhyggjuefni. Sigurlíkurnar eru Áslaugu Örnu í hag en þó er ekkert gefið í þessum efnum …

Maður í hlandspreng eltur uppi af lögreglu- Ofbeldisseggur gerði alvarlega árás og náðist á fæti

Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar í austurborginni. Málið í rannsókn.
Afskipti voru höfð af ökumanni sem var með of dökkar filmur í rúðum bifreiðar sinnar. Ökutæki boðað í skoðun.

Maður varð ósjálfbjarga sökum ölvunar á almannafæri. Lögreglan kom til bjargar og fór með hann heim til sín.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Höfð voru afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi í miðbæ Reykjarvíkur. Við afskipti lögreglunnar tók sá hlandsprengdi á sprettinn en náðist eftir stutta eftirför lögreglunnar sem hljóp hann uppi. Maðurnn á yfir höfði sér sekt vegna málsins. Annar maður var í árásarham á svipuðum slóðum og veittist að öðrum. Hann var handtekinn vegna meiriháttar líkamsárásar í miðbæ Reykjarvíkur. Ofbeldismaðurinn hljópst í brott þegar lögregla kom á vettvang en náðist eftir stutta eftirför var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt um tvo geltandi hunda sem héldu vöku fyrir íbúum á Seltjarnarnesi. Ekki er vitað hverjir eigendur hundanna eru og þeir geymdir á lögreglustöð þar til annað kemur í ljós.

Tilkynnt var um umferðarslys í hverfi Hafnarfirði. Ekki slys á fólki.

Ungmenni stunduðu þann hættulega leik að kasta snjóboltum í bifreiðar. Þau voru horfin á braut áður en lögregla kom á vettvang.

Ýmsar aðstoðarbeiðnir komu á borð lögreglu vegna hópsöfnun ungmenna í Mjóddinni.

Tilkynnt um tónlistarhávaða frá skemmtistað í miðbænum.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus úr haldi að blóðsýnatöku lokinni.

Mosfellsbæjarlögreglu barst tilkynning um bifreið með sleða í eftirdragi.Tveir farþegar voru á sleðanum með tilheyrandi hættu. Þegar lögregla kom á vettvang höfðu þeir látið af þessari hættulegu iðju.

Höfð voru afskipti af ökumanni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig reyndist ökumaður bifreiðarinnar hafa verið sviptur ökuréttindum. Hann var tekinn höndum og dregið úr honum blóð og hann síðan látinn laus úr haldi lögreglu.

Morðið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum – Banvæn afbýðisemi

Þriðjudaginn 6. janúar 1957, myrti Sigurbjörn Ingi Þorvaldsson unnustu sína, Concordíu Jónatansdóttur með rifli í eldhúsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Hveragerði. Í fyrstu hlaut Sigurbjörn 12 ára dóm fyrir morðið en Hæstiréttur þyngdi dóminn í 16 ár.

Það var rétt fyrir hádegi, sunnudaginn 6. janúar árið 1957 að Sigurbjörn Ingi, vinnumaður í Garðyrkjuskólanum fór til Hveragerðist til að hitta mann sem hann hafði vitneskju um að ætti riffil. Fékk hann riffilinn lánaðan með því að ljúga því til að hann þyrfti að aflífa fótbrotinn kálf. Maðurinn lánaði Sigurbirni riffilinn með þremur skotum í. Sigurbjörn þurfti aðeins eitt þeirra.

Sigurbjörn fór þá aftur í Garðyrkjuskólann á Reykjum og borðaði hádegisverð með nemendum og starfsfólki skólans. Fólki brá við að sjá hann með riffilinn en hann róaði það með því að segja ekki eiga skot í hann. Sigurbjörn og unnusta hans, Conkordía höfðu verið á dansleik kvöldið áður, í bænum en enginn hafði tekið eftir óeðlilegri hegðun hans. Conkordía var nemandi í skólanum en þau höfðu þekkst í rúmt ár.

Sigurbjörn kláraði matinn og tók svo eina skák við annan mann í sal skólans en hann þótti nokkuð lunkinn skákmaður og var vel liðinn meðal fólks á svæðinu. Eftir skákina reis hann á fætur, tók riffilinn í hönd og gekk inn í eldhús skólans. Voru þar fyrir nokkrar konur en Concordía var ein þeirra. Sigurbjörn spurði ráðskonuna sem þar var, hvort nokkuð vantaði mjólk úr fjósinu. Þá gekk hann upp að unnustu sinni og beindi orðum sínum að henni:„Jæja, Día mín.“ Svo beindi hann rifflinum að kvið hennar og tók í gikkinn. Gekk hann svo í herbergi sitt í rólegheitunum og lokaði að sér. Lést Concordía fljótlega eftir að skotið reið af. Klukkutíma síðar var Sigurbjörn handtekinn af sýslumanni Árnesinga, Páli Hallgrímssyni.

Concordía, sem var einungis 19 ára er hún lést, hóf nám við skólann ári áður en Sigurbjörn var vinnumaður við skólann. Játaði hann morðið strax en gaf aldrei upp ástæðuna. Talið var að megn afbrýðisemi hans hafi átt þar þátt í máli. Þá hafði hann verið undir áhrifum samfleytt í nokkra daga fyrir morðið og sofið lítið, var það talið eiga sinn þátt í ákvörðun hans um að myrða unnustu sína. Eftir að hafa sætt geðrannsókn á Kleppi í sjö mánuði, var hann talinn sakhæfur.

Sigurbjörn hafði reyndar þjáðst af þunglyndi síðasta hálfa árið og reynt að fremja sjálfsvíg með því að innbyrða Lýsol, sem er sterkt efni sem notað er í sápur. Tókst þá að koma honum til læknis í tæka tíð. Síðustu mánuðina fyrir morðið hafði fólk þó tekið eftir því að hann virtist rólegur og í essinu sínu.

Í Morgunblaðinu frá árinu 1957 er vitnað í skýrslu dr. Helga Tómassonar: „Almenn taugakerfisrannsókn er eðlileg, einkanlega skal tekið fram, að ekki eru neinir Keith Flachs hringir í augunum né önnur einkenni, sem bent gætu til svonefndra Hepato. Álit mitt á Sigurbirni Inga Þorvaldssyni er þetta: Hann er hvorki fáviti né geðveill í venjulegum skilningi, en haldinn tímabundinni drykkjusýki, dipsomani. Hann hefir vefrænan taugasjúkdóm. Við langa athugun á geðspítala, komu engin geðveikisheilkenni fram hjá honum, en fimm sinnum má telja, að um nokkrar geðlagssveiflur hafi verið að ræða svipaðar þeim, sem koma fram hjá periodiskt drykkjusjúkum mönnum, sveiflur sem ef hann hefði verið utan spítala, sennilega hefðu valdið því að hann hefði farið að neyta áfengis. Maðurinn virðist fyllilega vita hvað honum hefir orðið á og skilja viðbrögð þjóðfélagsins.“

Sigurbjörn hlaut 12 ára dóm fyrir morðið en eftir að málið var áfrýjað þyngdi Hæstiréttur dóminn og bætti við 4 árum til viðbótar. Var það lengsti dómur sem nokkur hafði hlotið á Íslandi um árabil. Sigurbjörn lést árið 1995.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 21. október 2021.

Strætó velti fólksbíl á Snorrabraut – Lögreglan leitar að vitnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri fólksbifreiðar og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun.

„Tilkynning um áreksturinn barst kl. 10.38 en fólksbifreiðinni var ekið austur Bergþórugötu og inn á gatnamótin, en strætisvagninum var ekið suður Snorrabraut þegar árekstur varð með þeim. Þarna eru umferðarljós, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu ljósanna þegar áreksturinn varð. Við hann hafnaði fólksbifreiðin utan vegar og valt, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þau sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected].“

Erfingi gríðarlegra auðæfa dæmdur í lífstíðarfangelsi – Stakk besta vin sinn 37 sinnum

Bush, til vinstri, Thomas, til hægri.

Erfingi kjötbökuveldis sem talinn er að muni erfa 230 milljónir punda hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða besta vin sinn.

Dylan Thomas stakk besta vin William Bush 37 sinnum í háls og líkama en öskrin í Bush heyrðust frá heimili sem þeir deildu, snemma á aðfangadagskvöld 2023.

Fórnarlambið, til vinstri og morðinginn, til hægri

 

Erfinginn að 230 milljóna punda auðæfum, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann drap besta vin sinn á aðfangadagsmorgun eftir að hann sagði honum að hann vildi flytja út og búa með kærustu sinni.

Öskrin heyrðust frá húsinu

Dylan Thomas stakk vin sinn, William Bush til bana en öskur heyrðust frá heimili þeirra snemma morguns 24. desember 2023. William, 23 ára hæfileikaríkur kylfingur fannst látinn með 37 stungusár,  þar á meðal 16 á hálsinum, á meðan Thomas var með skurð á lófa sem hann sagði lögreglu að hann hefði fengið þegar hann reyndi að verja sig.

Thomas, sem er 24 ára, fór fyrir rétt í Cardiff Crown Court, eftir að hafa neitað morðinu, þar sem hann naut stuðnings Sir Stanley Thomas, en eign hans var metin á 230 milljónir punda árið 2013. Í dag var honum sagt að hann yrði sendur í ævilangt fangelsi og verður að sitja að lágmarki 19 ár á bak við lás og slá.

Saksóknarinn, Greg Bull sagði: „Hann fór inn í eldhúsið þar sem hann vopnaði sig stórum eldhúshníf og svörtum hníf sem hægt er að opna. Síðan fór hann upp stigana tvo og inn í herbergi William Bush. Ráðist var á Bush aftan frá, líklega með hnífnum, þar sem Bush sat eða stóð nálægt baunapoka. Hann var stunginn að minnsta kosti einu sinni í hnakkann. Árásin varð til þess að herra Bush flúði, skíthræddur um líf sitt niður á jarðhæð. Þar  hélt Thomas áfram að stinga Bush ítrekað í hnakkann, höfuðið á honum, framan á hálsi og bringu hans. Ennfremur er ljóst að Dylan Thomas notaði eldhúshnífinn til að stinga herra Bush í brjóstið og skar hann á háls og þar með í aðalslagæðina í hálsi hans, sem leiddi til þess að Bush blæddi til bana.“

Grunsamleg leit á vefnum

Dómstóllinn sagði að fyrir morðið, um klukkan 12:36, hafi Thomas leitað í tölvu sinni að mynd af líffærafræði hálsins. Bull bætti við: „Ákæruvaldið heldur því fram að þetta hafi verið þáttur sem bendir til þess að á þessu stigi hafi Dylan Thomas ætlað sér að ráðast á og drepa William Bush. Við munum aldrei vita raunverulega ástæðuna fyrir ásetningi hans eða raunverulegu ástæðuna fyrir því að hann framkvæmdi téða tölvuleit. Herra Bush var að reyna að flýja frá herra Thomas sem elti hann út úr svefnherberginu sínu, niður tvo stiga, í gegnum eldhúsið og út á veröndina þar sem Bush hrundi eftir að hann hafði hlotið banvænan skurð á slagæð í hálsi hans.“

Dómstólnum var sagt að afstaða Thomasar til Williams hefði breyst vegna ástarsambands hans við kærustu sína, Ellu. Bull sagði: „Í október til nóvember 2023 sagði Bush Ellu að Thomas hefði sagt við sig: „Ég hugsaði og/eða velti því fyrir mér hvort ég ætti að drepa þig“. Bush tók þessum ummælum alvarlega en hann sagði Ellu að um nóttina hefði hann lokað svefnherbergishurð sinni til að koma í veg fyrir að Thomas kæmist inn í svefnherbergið á meðan hann var sofandi.“

Vináttan breyttist

Bull sagði að vinskapur þeirra hafi breyst eftir að William kynntist kærustunni Ellu Jeffries – og hugðist að flytja til hennar í staðinn. Hann sagði: „Áður en herra Bush hitti Ellu Jeffries eyddu mennirnir tveir miklum tíma saman. Þeir spiluðu oft golf saman, þeir fóru út saman á kvöldin og Bush studdi Thomas á allan hátt sem hann gat. Hann keyrði Thomas regluleag á hvaða stað sem hann vildi fara þar sem Thomas gat ekki keyrt. Í stuttu máli treysti Thomas mjög á vináttu sína og tíma með Bush. Gangverkið í sambandi mannanna tveggja var að breytast á tímabilinu fram að jólum 2023. Í fyrsta lagi eyddi Bush æ meiri tíma sínum með Ellu, en samband þeirra blómstraði. Bush og Ella höfðu ákveðið að leita sér að heimili saman á nýju ári.“

Þeir félagar kynntust sem skólastrákar í Christ College, Brecon, þar sem önnin kostaði 13.000 pund. Þegar William hætti í skólanum fór hann í háskóla. Tómasi bauðst pláss en þáði það ekki.

Elskaður af öllum

Bull sagði: „Herra Bush var ástríkur sonur, bróðir, félagi og vinur. Hann var elskaður af öllum sem þekktu hann. Hann var í eðli sínu rólegur og friðelskandi maður sem forðaðist árekstra. Hann var vel á sig kominn og vöðvastæltur og þegar hann lést var hann 188 sentimetrar. Hann var íþróttamaður, mikill kylfingur og stundaði golf fyrir sýsluna sína.

„Hann starfaði sem landmælingamaður hér í borg en hætti störfum vegna streitu og heilsubrests en hlakkaði til nýs árs. Hann hafði fundið sér nýja vinnu og var að leita að heimili með kærustu sinni Ellu Jeffries.“

Bætti hann við: „Amma Thomasar lýsti honum sem rólegri manneskju. Eini raunverulegi vinur hans var hinn látni. Þeir fóru í frí með fjölskyldu Dylans. Dylan og hinn látni deildu ekki aðeins húsi heldur voru þeir góðir vinir. Sakborningurinn treysti mjög á Bush til stuðnings. Herra Thomas var sterkbyggður miðað við Bush og mun sterkari en hann.“

Thomas sótti matarboð fjölskyldu Bush rétt fyrir morðið.

Dánarorsökin, sem Dr. Richard Jones framkvæmdi við háskólasjúkrahúsið í Wales, voru þau að Williams lést af völdum fjölda stungusára á hálsi og líkama.

Afinn sleginn til riddara

Fjölskylda Williams, enskukennarafaðirinn John, 61 árs, móðirin Elizabeth, 63 ára, systirin Catrin og bróðirinn Alexander, hylltu hinn áhugasama ruðningsleikara og golfara. Fjölskyldan, sem býr í Brecon í Suður-Wales, sagði: „Ástkæri Willi okkar var tekinn frá okkur á svo grimmilegan og ólýsanlegan hátt. Will var svo tryggur, fyndinn og umhyggjusamur sonur, bróðir og kærasti.“

Thomas sem er tölvuforritari, er barnabarn Sir Stanley Thomas, 82 ára, sem var sleginn til riddara árið 2006 fyrir góðgerðarstarf sitt og þjónustu við viðskiptalífið. Faðir hans, einnig kallaður Stanley Thomas, byrjaði að selja kjötbökur í Merthyr Tydfil í velsku dölunum. Fyrirtækið, Peter’s Savory Products, var selt fyrir 75 milljónir punda árið 1988.

Afinn studdi Thomas við réttarhöldin.

Þegar morðingi bróður hennar var dæmdur sagðist Catrin Bush vilja gefa bróður sínum rödd í yfirlýsingu um áhrif morðsins á aðstandendur. Hún sagði: „Will var svo trygg, fyndin og umhyggjusöm manneskja og hann lýsti upp hvert herbergi sem hann gekk inn í með ósvífnu brosi sínu og fljótfærum húmor. Þú hefur ekki sýnt neina iðrun eða virðingu í öllu þessu ferli. Ég veit ekki hvernig einhver gæti verið svona grimmur, stjórnsamur, hjartalaus og vondur. Þú ollir svo miklum þjáningum á saklausa litla bróður okkar, Will, og þú hefur tekið bjarta framtíð Wills frá honum. Ég vona að þér verði aldrei sleppt aftur út í samfélagið og þú lifir restina af ævi þinni í fangelsi.“

 

 

Leðurblakan flaug á brott

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Innbrot var framið í fyrirtæki í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Bifreið var ekið á steyptan stólpa og umferðarskilti í miðborginni. Talið er að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki verið með fullu ráði. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá á hann einnig yfir höfði sér sektir fyrir að haga ökuhraða sínum ekki miðað við aðstæður sem og að aka á óhæfum hjólbörðum. Hann reyndist einnig vera eftirlýstur fyrir erlend lögregluyfirvöld. Hann var vistaður í fangaklefa eftir að búið að draga úr honum blóðsýni.

Tilkynnt um meiriháttar líkamsárás í félagslegu veitingarúrræði í austurborginni. Málið er í rannsókn. Rúðubrjótur var á ferðinni á sama svæði.

Maður var handtekinn í miðborginni vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann var vistaður í fangaklefa uns ástand hans leyfir að við hann verði rætt.

Tilkynnt var um leðurblöku á flugi í austurborginni. Við skoðun á myndefni var staðfest að um leðurblöku væri að ræða. Dýraþjónustunni var gert viðvart en dýrið hafði þá flogið á brott.

Maður var handtekinn í miðborginni, grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Hann neitaði að segja til nafns og framvísa skilríkjum og er einnig grunaður um ólögmæta dvöl í landinu. Meintur dópsali var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Umferðarslys varð í Hafnarfirði hvar vinnuvél var ekið á bifreiðar. Talsverð hálka og ísing var á akbrautinni.

Talsvert var um umferðarslys. Í Kópavogi urðu talsverðar skemmdir á bifreið sem var fjarlægð með dráttarbifreið. Engin slys urðu  á fólki.

Maður var handtekinn í austurborginni,  grunaður um vörslu fíkniefna sem og meðferð á heimatilbúnum sprengjum.

Reynir Grétarsson er einn aðaleigenda Sýnar: „Ég hef áhyggj­ur ef ég heyri að fólk sé að hætta“

Reynir Finndal Grétarsson Ljósmynd: creditinfo.is

„Ég hef áhyggj­ur ef ég heyri að fólk sé að hætta í fyr­ir­tæk­inu og að fólki líði ekki vel af ein­hverj­um ástæðum. Það er aldrei gott,“ segir Reynir Grétarsson, einn aðaleigenda fjölmiðlarisams Sýnar, í samtali við Morgunblaðið. Mikil ólga er innan fyrirtækisins og fjöldi lykilstarfsmanna er hættur störfum. Fyrirtækið hefur ekk traust fjárfesta og er lágt metið á markaði. Reynir og aðrir fjárfestar Sýnar hafa því tapað milljörðum króna á fjarfestingunni. Öll spjót standa á Herdísi Fjeldsted forstjóra sem sögð er miskunnarlaus í framgöngu gagnvart starfsfólki. Núverandi stjórn hefur lýst stuðningi við forstjórannn og stjórntök hans.

Reynir, sem á sinn hlut í Sýn í gegnum InfoCapital, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi ekki náð kjöri í stjórn Sýnar.

„En ég bauð mig fram í stjórn Sýn­ar og fékk ekki kosn­ingu. Það varð því ekki af því að ég færi eitt­hvað að vinna tengt Sýn. Sem er bara já­kvætt því ég er bú­inn að gera svo margt annað síðan,“ seg­ir hann.

 

Reynir segir frá því í viðtalinu að hann hafi undanfarið einbeitt sér að sjálfsrækt. Hann stundi jóga og annað sem sé mannbætandi. Svo er að skilja að hann hafi engin áhrif á gang mála hjá Sýn.

Heimildarmenn Mannlífs innan Sýnar hafa þungar áhyggjur af framvindunni og óttast enn meiri áföll. „Við getum þetta ekki mikið lengur,“ sagi einn þeirra við Mannlíf.

Áslaug Arna býður sig fram til formanns: „Tækifærið er núna“

Áslaug Arna ætlar að verða formaður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður um nýjan formann á landsfundi flokksins sem hefst í lok febrúar á þessu ári.

„Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna – getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Áslaug á fundi sem hún hélt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA.

Áslaug Arna hefur verið þingmaður síðan árið 2016 fyrir flokkinn einnig verið dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024.

Talið er að helstu keppinautar Áslaugar um formannsstólinn séu Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Helmingur telur að RÚV eigi að vísa VÆB úr Söngvakeppninni

VÆB - Mynd: RÚV – Ragnar Visage

Hljómsveitin VÆB sem tekur þátt í Söngvakeppninni 2025 hefur verið sakað um að stela hluta úr öðru lagi og nota sem eigið lag en um er ræða vinsælt lag frá Ísrael. Málið er til skoðunnar hjá RÚV en sumir telja að vísa eigi hljómsveitinni úr keppni og hafa höfundar ísraelska lagsins haft samband við lögfræðinga vegna málsins.

En við spurðum lesendur Mannlífs: Á RÚV að vísa VÆB úr Söngvakeppninni?
Niðurstaðan er vissulega áhugaverð en tæplega helmingur telur að vísa ætti hljómsveitinni úr keppninni.

Nei
51.58%
48.42%

Hægt er að hlusta á lögin hér fyrir neðan:

Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rauði krossinn á Íslandi hefur nú hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza.

Í tilkynningu frá Rauða krossinum á Íslandi segir að yfir 1,9 milljónir Palestínufólks séu nú á vergangi á Gaza, nú þegar vopnahlé er komið á. Þá segir einnig að 92 prósent íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum.

Hér má lesa tilkynningu Rauða krossins í heild sinni:

Vopnahlé er komið á og þörfin fyrir hjálp er gífurleg. Yfir 1,9 milljónir Palestínufólks eru á vergangi á Gaza, og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna nú hörðum höndum að því að veita fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat, skjóli og hreinu vatni.

Við styðjum meðal annars við:

  • Sjúkrabílaþjónustu og sjúkrastofnanir
  • Matvælaaðstoð
  • Aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum 
  • Dreifingu á tjöldum og nauðsynjavörum fyrir heimili
  • Sálfélagslegan stuðning fyrir börn og fullorðna

Aðstoðin nær einnig til Vesturbakkans og Palestínufólks á vergangi í nágrannalöndum.

Þú getur styrkt söfnunina HÉR

Aðrar styrktarleiðir:

Hringja í 904-1500 til að styrkja um 1.500 kr.

Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.

Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.

Aur/Kass: @raudikrossinn

Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649

SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)

Hjálpaðu okkur að hjálpa – leggðu þitt af mörkum í dag!

 

Krakkar í 6. bekk eru leiðinlegustu börnin

Börn - Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Flest börn eru mjög skemmtileg, ég hef komist að þeirri niðurstöðu hafandi unnið með börnum á aldrinum 1 árs til 18 ára árum saman. Börnin eru vissulega jafn ólík og þau eru mörg en heilt yfir eru þau topp fólk frá toppi til tár.

Ég get ekki gert upp á milli tveggja aldurshópa þegar kemur að skemmtilegustu börnunum. Fyrri aldurinn er 3 til 4 ára en það vill svo til að sonur minn er einmitt á þeim aldri núna. Tilfinningar barna á þessum aldri eru svo hreinar og skýrar. Mamma, stjörnurnar eru svo fallegar,“ sagði sonur minn við móður sína í október í fyrra. „Mamma, við erum að fara í sveitina á eftir. Ég er afskaplega glaður að hitta alla krakkanna,“ sagði hann svo þegar við fórum í sumarbústað tengdaforeldra minna þar sem öll börn og barnabörn komu saman. Algjör forréttindi að búa með þessum meistara.

Svo eru það unglingar í 9. bekk. Þarna eru þau svo full af spennu og sköpun og að leita leiða til að springa út en þetta er áður en þau byrja hafa áhyggjur af framhaldsskóla. Ef þú nærð að tengja á einhverju stigi við áhugamál krakka í 9. bekk þá mun viðkomandi vera þér að eilífu þakklátur. Tær gleði.

Það er hins vegar eitthvað sem gerist við börn þegar þau byrja í 6. bekk. Það er erfitt að færa það í orð en í grunninn virðist þetta stafa af því að þeim þykir asnalegt að leika sér eins og „litlu krakkarnir“ og eru að drífa sig að verða unglingar án þess að hafa andlegan þroska til þess. Þessi blanda er háskaleg og brýst út í miklum skætingi og leiðindum.

Þegar ég var að vinna í félagsmiðstöð var erfiðast að fá fólk til að vinna með þessum aldri af því að starfsfólkið sem hafði gert það vildi almennt séð ekki koma nálægt því aftur. Brennt starfsfólk forðast eldinn. Flestir foreldrar og kennarar sem ég hef talað við í gegnum árin virðast vera sammála þessu en auðvitað er þetta ekki algilt.

Ekki halda að ég sé tala um „gelgjuna,“ hún er annars eðlis. Önnur skepna þar á ferðinni og vel hægt að ráða við hana eftir smá reynslu í þeim bransa. Hún er fyrirsjáanleg og birtist á ýmsum aldri.

Sem betur fer fyrir okkur öll þá vaxa börn upp úr þessari meinsemd.

Hulduher Guðlaugs bíður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, vill leyfa veðmál á Íslandi

Það mun skýrast fyrir hádegi hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur alþingsmaður býður sig fram til formennsku  í Sjálfstæðisflokknum. Áslaug Arna auglýsti fund þar sem hún ætlar að kynna áform sín. Fastlega er búist við framboði hennar.

Þá er mikill þrýstingur á Guðrún Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að taka slaginn. Nokkur fjöldi aðildarfélaga flokksins hefur skorað á Guðrúnu. Hún er alvarlega að íhuga framboð.

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekkert gefið út opinberlega um áform sín en líkur á framboði hans fara minnkandi. Huldurher Guðlaugs hefur um nokkurra vikna skeið beðið eftir útkalli en ekkert gerist í þeim efnum. Fyrir rúmri viku töldu stuðningsmenn Guðlaugs að hann hefði ákveðið að fara ekki fram. Hann hefur þó dregið að upplýsa um ákvörðun sína. Þingmaðurinn hefur sagt að yfirlýsingar sé að vænta á næstunni.

 

Katrín var límið

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra

Þeir fáu sem enn fylgja Vinstri-grænum að málum eru nær bugaðir af áhyggjum vegna stöðu flokksins. VG þurrkaðist út af þingi og tapið þess utan möguleika sínum á styrkjum frá ríkinu þar sem flokkurinn fékk aðeins 2,4 prósent fylgi. Starfsemi flokksins verður lögð niður á árinu þegar þrír starfsmenn VG hætta.

Ástæða þessara meinlegu örlaga má örugglega rekja til þess að flokkurinn brást í flestum sínum stefnumálum og seldi æðsta guði kapítalismans sál sína og í framhaldinu tilverurétt. Það sem gerði sína útslagið var brotthlaup Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra, sem reyndi við við forsetaembættið án árangurs. Katrín var límið í flokknum og lykillinn að stjórnarsamstarfinu sem dó eins og flokkurinn. Foretaframboð hennar framkallaði afdrifaríkari pólitískar hamfarir en áður hafa sést á Íslandi.

Svandís Svavarsdóttur fékk það ömurlega hlutverk að stjórna VG í algjört hrun. Svandís er reyndar nagli í pólitík og vís til þess að ná að snúa frá nauðvörn í sókn ef hún nennir að stýra flokki sem er við dauðamörk. Meðal þess sem er til umræðu er að VG sameinist Sósíalistaflokknum undir stjórn Gunnars Smára Egilssonar og reyni að fá Pírata með í breiðfylkingu hinna föllnu flokka …

Manns með skammbyssu leitað í austurborginni – Gámaþjófur gripinn glóðvolgur á vettvangi

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan leitaðo að byssumanni í austurborginni í nótt. Tilkynnt var um manninn sem var að meðhöndla skammbyssu á almannafæri. Lögregla var með töluverðan viðbúnað eins og alltaf gerist í sambærilegum málum. Byssumaðurinn var horfinn, sporlaust af vettvangi þegar lögreglan kom. Hann fannst ekki þrátt fyrir leit. Málið er í rannsókn.

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut. Allar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fjarlægðar með dráttarbifreiðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við umferðareftirlit, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.

Fullur ferðamaður gerði sig líklegan til slagsmála við dyraverði á öldurhúsi í miðborginni. Þegar lögregla kom á vettvang hafði allt róast og ferðamaðurinn gékk sína leið út í nóttina.

Tilkynnt um mann sem hafði ráðist á tvo aðra og skemmt heyrnatól í eigum annars. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem meint fíkniefni fundust í fórum hans. Hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Farþegi var með ólæti í strætisvagni. Honum gert að yfirgefa vagninn og finna sér annan fararmáta.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við umferðareftirlit. Þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.

Lögregla var köllupð til vegna manns sem var að reyna að brjótast inn í gáma í Breiðholti. Hann var gripinn glóðvolgur á vettvangi og hndtekinn og læstur inni í þágu rannsóknar málsins.

Skemmdarverk á þinghúsinu

|

Skemmdarverk var unnið á Alþingishúsinu í dag. Spreyjað var á glugga þess og á styttu við húsið, skrifað  „Gaza“.

Ráðist var á rútubílstjóra í miðborginni að tilefnislausu.

Lögregla stillti til friðar þegar slagsmálahundar tókust á í austurborginni.

Gestur var rekinn út af hóteli þegar í ljós kom að hann átti ekki fyrir gistingunni.

Tveir voru handteknir eftir að hafa farið ruplandi og rænandi um verslanir í miðborginni og víðar.

Ungmenni voru staðin að landadrykkju í Hafnarfirði. Lögregla mætti á staðinn.

Maður féll utandyra og slasaðist á höfði.

Krabbamein lagði skáldið og blaðamanninn að velli: „Ásgeir féll frá í nótt“

Ásgeir H. Ingólfsson lést í nótt.

Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld, lést í nótt eftir baráttu við krabbamein, aðeins 48 ára að aldri. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, sagði frá andláti hans á Facebook-síðu sinni.

„Kæru vinir. Hræðilegar fréttir. Ásgeir féll frá í nótt. Við vottum fjölskyldu og nánustu aðstandendum dýpstu samúð. Að ósk þeirra og í anda Ásgeirs mun viðburðurinn sem skipulagður hefur verið eigi að síður fara fram á umræddum tíma. Vonumst til að sjá sem flesta og minnast mæts manns. Húsið verður opið frá tvö í dag og upplestur hefst uppúr sjö í kvöld,“ segir á síðunni. Undir tilkynninguna rita Valur, Jón Bjarki, Hlín og Atli.

Þrátt fyrir að hafa glímt við ólæknandi krabbamein var Ásgeir óbugaður og stefndi að viðburðinum Lífskviða sem haldinn er í sumarbústað skammt við Kjarnaskóg í dag. Aðstandendur hans halda sínu striki þrátt fyrir andlát hans og halda viðburðinn á tilsettum tíma í dag. Listamenn koma fram og lesa ljóð eftir hinn látna og og ljóð honum til heiðurs.

Andie MacDowell greindist með peruvöðvaheilkenni: „Hélt að ég væri bókstaflega að detta í sundur“

Andie MacDowell

Four Weddings and a Funeral-stjarnan Andie MacDowell, sem einnig er þekkt fyrir að vera móðir Margaret Qualley, hélt að hún væri „bókstaflega að falla í sundur“ í kjölfar þess að hún greindist með peruvöðvaheilkenni (e. piriformis syndrome).

Groundhog day-leikkonan Andie MacDowell, hefur nú opnað sig vegna baráttu sína við peruvöðvaheilkennis sem hún greindist nýlega með en það er vöðvasjúkdómur sem þjappar saman settauginni, sem liggur frá mjóbaki niður í fætur, sem veldur bólgum.

Andie sagði frá því hvernig sársauki hafi upphaflega byrjað að „skjótast niður fótinn“ á sér, nýlega í spjallþættinum The Drew Barrymore Show. „Ég hélt að ég yrði að fara í mjaðmaskipti.“

Hin 66 ára gamla leikkona sagði að ástand hennar hefði bara versnað þegar hún byrjaði að hjóla á innihjólinu sínu „eins og brjáluð manneskja.“

„Þetta er ekki viðeigandi fyrir líkama minn og ég endaði með slæm hné og slæma mjöðm,“ hélt hún áfram. „Ég hélt að ég væri bókstaflega að detta í sundur.“

Sem betur fer þurfti Sex, Lies and Videotape-leikkonan ekki að fara í aðgerð. Samt sem áður þarf Andie nú að þjálfa mjaðmir og rass á hverjum degi til að koma í veg fyrir að hún bólgni upp svo líkaminn „verkjar ekki lengur“. „Þetta er kraftaverk,“ sagði hún um meðferð sína og bætti við: „Hnéin mín eru góð fyrir utan öldrun. Þau hafa elst.“

En auk þess að breyta líkamsþjálfuninni sinni, hefur Cedar Cove-leikkonan líka valið rólegri lífsstíl en hún hefur flutt úr ysi og þysi Hollywood til Suður-Karólínu, sem hluta af nýrri lífssýn.

„Þegar krakkarnir mínir fóru, fann ég fyrir miklu tómarúmi í lífi mínu vegna þess að þau voru mér svo mikilvæg,“ Andie, sem deilir dætrunum Rainey Qualley, 35, og Margaret Qualley, 30, ásamt syninum Justin Qualley, 38, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Paul Qualley, útskýrði. „Margaret var í raun að segja mér að ég ætti að vera að hafa tíma lífs míns, en ég var ekki.“

Síðan hún flutti segist Andie vera „hamingjusamari núna en ég hef verið í langan tíma“.

„Ég hef tíma lífs míns núna,“ bætti hún við. „Það er mjög gott.“

 

 

Fullur maður festi typpi sitt í miklu frosti – MYNDIR

Persóna í myndinni Christmas Story festi tungu sína við fánastöng í frosti

Í kvikmyndum gerist það einstaka sinnum að persónur festi tungu sína við ljósastaur eða álíka í miklu frosti. Fullur karlmaður fékk að kynnast þessari upplifun á sinn einstaka máta þann 12. janúar á þessu ári.

Forsaga málsins er að maðurinn var að skemma sér á veitingastaðnum East Village Pub & Eatery í Alberta-héraði í Kanada. Þegar leið á kvöldið byrjaði hann að rífast við aðra gesti staðarins og endaði rifrildið fyrir utan barinn. Eitthvað var um stympingar á milli gesta og endaði maðurinn með buxurnar á hælunum og datt í kjölfarið á ískalda jörðina þar sem typpi mannsins festist við klakann sem var þar fyrir.

Hringja þurfti á sjúkrabíl eftir að ekki tókst að losa manninn og náðu sjúkraflutningsmenn að losa fulla manninn án þess að honum yrði meint af. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn en ákveðið var að hann yrði ekki ákærður fyrir hegðun sína.


Á RÚV að vísa VÆB úr Söngvakeppninni?

VÆB - Mynd: RÚV – Ragnar Visage

Hljómsveitin VÆB sem tekur þátt í Söngvakeppninni 2025 hefur verið sakað um að stela hluta úr öðru lagi og nota sem eigið lag en um er ræða vinsælt lag frá Ísrael. Málið er til skoðunnar hjá RÚV en sumir telja að vísa eigi hljómsveitinni úr keppni og hafa höfundar ísraelska lagsins haft samband við lögfræðinga vegna málsins.

En við spyrjum lesendur Mannlífs: Á RÚV að vísa VÆB úr Söngvakeppninni?

Hægt er að hlusta á lögin hér fyrir neðan:

Nei
51.58%
48.42%

Kristrún þögul

Inga Sæland.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekkert tjá sig um styrkjamál Flokks fólksins og þá afstöðu Ingu Sæland formanns að vilja ekki endurgreiða þær 240 milljónir sem flokkurinn hefur fengið í gegnum tíðina þrátt fyrir að vera ólöglega skráður.

Morgunblaðið spurði Kristrúnu út í málið eftir ríisstjórnarfund en hún sagðist þurfa að kynna sér málið. Inga Sæland hefur brugðist illa við fréttum af málinu og þvertekur fyrir að endurgreiða illa fengna styrki. Hún hefur lýst því að um sé að ræða falsfréttir og illa þenkjandi fjölmiðla.

Áslaug sperrir stél

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður hefur boðað til fundar á morgun. Hún auglýsir fundinn í Morgunblaðinu en tilgreinir ekki fundarefnið. Ljóst þykir að hún þenur brjóst og sperrir stél, þess albúin að taka við keflinu í Sjálfstæðisflokknum.

Eftir að Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttur hætti við formannsframboð hafa líkur aukist á að Áslaug Arna eigi raunhæfa möguleika á embættinu. Ólíklegt er talið að Guðlaugur Þór Þórðarson leggi í slaginn við hana. Hann er tekinn að eldast í pólitík og tapaði á sínum tíma einvíginu við Bjarna Benediktsson, hinn fallna leiðtoga. Þá er eiginkona hans sögð vera framboðinu andvíg.

Það kann þó að setja nokkurt strik i reikning Áslaugar Örnu ef Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ákveður að taka slaginn. Það sem fólk hefur helst á móti Áslaugu er unggæðisháttur hennar og litríkur lífsstíll. Reynsluleysi Guðrúnar er einhverjum áhyggjuefni. Sigurlíkurnar eru Áslaugu Örnu í hag en þó er ekkert gefið í þessum efnum …

Maður í hlandspreng eltur uppi af lögreglu- Ofbeldisseggur gerði alvarlega árás og náðist á fæti

Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar í austurborginni. Málið í rannsókn.
Afskipti voru höfð af ökumanni sem var með of dökkar filmur í rúðum bifreiðar sinnar. Ökutæki boðað í skoðun.

Maður varð ósjálfbjarga sökum ölvunar á almannafæri. Lögreglan kom til bjargar og fór með hann heim til sín.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Höfð voru afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi í miðbæ Reykjarvíkur. Við afskipti lögreglunnar tók sá hlandsprengdi á sprettinn en náðist eftir stutta eftirför lögreglunnar sem hljóp hann uppi. Maðurnn á yfir höfði sér sekt vegna málsins. Annar maður var í árásarham á svipuðum slóðum og veittist að öðrum. Hann var handtekinn vegna meiriháttar líkamsárásar í miðbæ Reykjarvíkur. Ofbeldismaðurinn hljópst í brott þegar lögregla kom á vettvang en náðist eftir stutta eftirför var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt um tvo geltandi hunda sem héldu vöku fyrir íbúum á Seltjarnarnesi. Ekki er vitað hverjir eigendur hundanna eru og þeir geymdir á lögreglustöð þar til annað kemur í ljós.

Tilkynnt var um umferðarslys í hverfi Hafnarfirði. Ekki slys á fólki.

Ungmenni stunduðu þann hættulega leik að kasta snjóboltum í bifreiðar. Þau voru horfin á braut áður en lögregla kom á vettvang.

Ýmsar aðstoðarbeiðnir komu á borð lögreglu vegna hópsöfnun ungmenna í Mjóddinni.

Tilkynnt um tónlistarhávaða frá skemmtistað í miðbænum.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus úr haldi að blóðsýnatöku lokinni.

Mosfellsbæjarlögreglu barst tilkynning um bifreið með sleða í eftirdragi.Tveir farþegar voru á sleðanum með tilheyrandi hættu. Þegar lögregla kom á vettvang höfðu þeir látið af þessari hættulegu iðju.

Höfð voru afskipti af ökumanni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig reyndist ökumaður bifreiðarinnar hafa verið sviptur ökuréttindum. Hann var tekinn höndum og dregið úr honum blóð og hann síðan látinn laus úr haldi lögreglu.

Morðið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum – Banvæn afbýðisemi

Þriðjudaginn 6. janúar 1957, myrti Sigurbjörn Ingi Þorvaldsson unnustu sína, Concordíu Jónatansdóttur með rifli í eldhúsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Hveragerði. Í fyrstu hlaut Sigurbjörn 12 ára dóm fyrir morðið en Hæstiréttur þyngdi dóminn í 16 ár.

Það var rétt fyrir hádegi, sunnudaginn 6. janúar árið 1957 að Sigurbjörn Ingi, vinnumaður í Garðyrkjuskólanum fór til Hveragerðist til að hitta mann sem hann hafði vitneskju um að ætti riffil. Fékk hann riffilinn lánaðan með því að ljúga því til að hann þyrfti að aflífa fótbrotinn kálf. Maðurinn lánaði Sigurbirni riffilinn með þremur skotum í. Sigurbjörn þurfti aðeins eitt þeirra.

Sigurbjörn fór þá aftur í Garðyrkjuskólann á Reykjum og borðaði hádegisverð með nemendum og starfsfólki skólans. Fólki brá við að sjá hann með riffilinn en hann róaði það með því að segja ekki eiga skot í hann. Sigurbjörn og unnusta hans, Conkordía höfðu verið á dansleik kvöldið áður, í bænum en enginn hafði tekið eftir óeðlilegri hegðun hans. Conkordía var nemandi í skólanum en þau höfðu þekkst í rúmt ár.

Sigurbjörn kláraði matinn og tók svo eina skák við annan mann í sal skólans en hann þótti nokkuð lunkinn skákmaður og var vel liðinn meðal fólks á svæðinu. Eftir skákina reis hann á fætur, tók riffilinn í hönd og gekk inn í eldhús skólans. Voru þar fyrir nokkrar konur en Concordía var ein þeirra. Sigurbjörn spurði ráðskonuna sem þar var, hvort nokkuð vantaði mjólk úr fjósinu. Þá gekk hann upp að unnustu sinni og beindi orðum sínum að henni:„Jæja, Día mín.“ Svo beindi hann rifflinum að kvið hennar og tók í gikkinn. Gekk hann svo í herbergi sitt í rólegheitunum og lokaði að sér. Lést Concordía fljótlega eftir að skotið reið af. Klukkutíma síðar var Sigurbjörn handtekinn af sýslumanni Árnesinga, Páli Hallgrímssyni.

Concordía, sem var einungis 19 ára er hún lést, hóf nám við skólann ári áður en Sigurbjörn var vinnumaður við skólann. Játaði hann morðið strax en gaf aldrei upp ástæðuna. Talið var að megn afbrýðisemi hans hafi átt þar þátt í máli. Þá hafði hann verið undir áhrifum samfleytt í nokkra daga fyrir morðið og sofið lítið, var það talið eiga sinn þátt í ákvörðun hans um að myrða unnustu sína. Eftir að hafa sætt geðrannsókn á Kleppi í sjö mánuði, var hann talinn sakhæfur.

Sigurbjörn hafði reyndar þjáðst af þunglyndi síðasta hálfa árið og reynt að fremja sjálfsvíg með því að innbyrða Lýsol, sem er sterkt efni sem notað er í sápur. Tókst þá að koma honum til læknis í tæka tíð. Síðustu mánuðina fyrir morðið hafði fólk þó tekið eftir því að hann virtist rólegur og í essinu sínu.

Í Morgunblaðinu frá árinu 1957 er vitnað í skýrslu dr. Helga Tómassonar: „Almenn taugakerfisrannsókn er eðlileg, einkanlega skal tekið fram, að ekki eru neinir Keith Flachs hringir í augunum né önnur einkenni, sem bent gætu til svonefndra Hepato. Álit mitt á Sigurbirni Inga Þorvaldssyni er þetta: Hann er hvorki fáviti né geðveill í venjulegum skilningi, en haldinn tímabundinni drykkjusýki, dipsomani. Hann hefir vefrænan taugasjúkdóm. Við langa athugun á geðspítala, komu engin geðveikisheilkenni fram hjá honum, en fimm sinnum má telja, að um nokkrar geðlagssveiflur hafi verið að ræða svipaðar þeim, sem koma fram hjá periodiskt drykkjusjúkum mönnum, sveiflur sem ef hann hefði verið utan spítala, sennilega hefðu valdið því að hann hefði farið að neyta áfengis. Maðurinn virðist fyllilega vita hvað honum hefir orðið á og skilja viðbrögð þjóðfélagsins.“

Sigurbjörn hlaut 12 ára dóm fyrir morðið en eftir að málið var áfrýjað þyngdi Hæstiréttur dóminn og bætti við 4 árum til viðbótar. Var það lengsti dómur sem nokkur hafði hlotið á Íslandi um árabil. Sigurbjörn lést árið 1995.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 21. október 2021.

Strætó velti fólksbíl á Snorrabraut – Lögreglan leitar að vitnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri fólksbifreiðar og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun.

„Tilkynning um áreksturinn barst kl. 10.38 en fólksbifreiðinni var ekið austur Bergþórugötu og inn á gatnamótin, en strætisvagninum var ekið suður Snorrabraut þegar árekstur varð með þeim. Þarna eru umferðarljós, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu ljósanna þegar áreksturinn varð. Við hann hafnaði fólksbifreiðin utan vegar og valt, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þau sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected].“

Erfingi gríðarlegra auðæfa dæmdur í lífstíðarfangelsi – Stakk besta vin sinn 37 sinnum

Bush, til vinstri, Thomas, til hægri.

Erfingi kjötbökuveldis sem talinn er að muni erfa 230 milljónir punda hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða besta vin sinn.

Dylan Thomas stakk besta vin William Bush 37 sinnum í háls og líkama en öskrin í Bush heyrðust frá heimili sem þeir deildu, snemma á aðfangadagskvöld 2023.

Fórnarlambið, til vinstri og morðinginn, til hægri

 

Erfinginn að 230 milljóna punda auðæfum, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann drap besta vin sinn á aðfangadagsmorgun eftir að hann sagði honum að hann vildi flytja út og búa með kærustu sinni.

Öskrin heyrðust frá húsinu

Dylan Thomas stakk vin sinn, William Bush til bana en öskur heyrðust frá heimili þeirra snemma morguns 24. desember 2023. William, 23 ára hæfileikaríkur kylfingur fannst látinn með 37 stungusár,  þar á meðal 16 á hálsinum, á meðan Thomas var með skurð á lófa sem hann sagði lögreglu að hann hefði fengið þegar hann reyndi að verja sig.

Thomas, sem er 24 ára, fór fyrir rétt í Cardiff Crown Court, eftir að hafa neitað morðinu, þar sem hann naut stuðnings Sir Stanley Thomas, en eign hans var metin á 230 milljónir punda árið 2013. Í dag var honum sagt að hann yrði sendur í ævilangt fangelsi og verður að sitja að lágmarki 19 ár á bak við lás og slá.

Saksóknarinn, Greg Bull sagði: „Hann fór inn í eldhúsið þar sem hann vopnaði sig stórum eldhúshníf og svörtum hníf sem hægt er að opna. Síðan fór hann upp stigana tvo og inn í herbergi William Bush. Ráðist var á Bush aftan frá, líklega með hnífnum, þar sem Bush sat eða stóð nálægt baunapoka. Hann var stunginn að minnsta kosti einu sinni í hnakkann. Árásin varð til þess að herra Bush flúði, skíthræddur um líf sitt niður á jarðhæð. Þar  hélt Thomas áfram að stinga Bush ítrekað í hnakkann, höfuðið á honum, framan á hálsi og bringu hans. Ennfremur er ljóst að Dylan Thomas notaði eldhúshnífinn til að stinga herra Bush í brjóstið og skar hann á háls og þar með í aðalslagæðina í hálsi hans, sem leiddi til þess að Bush blæddi til bana.“

Grunsamleg leit á vefnum

Dómstóllinn sagði að fyrir morðið, um klukkan 12:36, hafi Thomas leitað í tölvu sinni að mynd af líffærafræði hálsins. Bull bætti við: „Ákæruvaldið heldur því fram að þetta hafi verið þáttur sem bendir til þess að á þessu stigi hafi Dylan Thomas ætlað sér að ráðast á og drepa William Bush. Við munum aldrei vita raunverulega ástæðuna fyrir ásetningi hans eða raunverulegu ástæðuna fyrir því að hann framkvæmdi téða tölvuleit. Herra Bush var að reyna að flýja frá herra Thomas sem elti hann út úr svefnherberginu sínu, niður tvo stiga, í gegnum eldhúsið og út á veröndina þar sem Bush hrundi eftir að hann hafði hlotið banvænan skurð á slagæð í hálsi hans.“

Dómstólnum var sagt að afstaða Thomasar til Williams hefði breyst vegna ástarsambands hans við kærustu sína, Ellu. Bull sagði: „Í október til nóvember 2023 sagði Bush Ellu að Thomas hefði sagt við sig: „Ég hugsaði og/eða velti því fyrir mér hvort ég ætti að drepa þig“. Bush tók þessum ummælum alvarlega en hann sagði Ellu að um nóttina hefði hann lokað svefnherbergishurð sinni til að koma í veg fyrir að Thomas kæmist inn í svefnherbergið á meðan hann var sofandi.“

Vináttan breyttist

Bull sagði að vinskapur þeirra hafi breyst eftir að William kynntist kærustunni Ellu Jeffries – og hugðist að flytja til hennar í staðinn. Hann sagði: „Áður en herra Bush hitti Ellu Jeffries eyddu mennirnir tveir miklum tíma saman. Þeir spiluðu oft golf saman, þeir fóru út saman á kvöldin og Bush studdi Thomas á allan hátt sem hann gat. Hann keyrði Thomas regluleag á hvaða stað sem hann vildi fara þar sem Thomas gat ekki keyrt. Í stuttu máli treysti Thomas mjög á vináttu sína og tíma með Bush. Gangverkið í sambandi mannanna tveggja var að breytast á tímabilinu fram að jólum 2023. Í fyrsta lagi eyddi Bush æ meiri tíma sínum með Ellu, en samband þeirra blómstraði. Bush og Ella höfðu ákveðið að leita sér að heimili saman á nýju ári.“

Þeir félagar kynntust sem skólastrákar í Christ College, Brecon, þar sem önnin kostaði 13.000 pund. Þegar William hætti í skólanum fór hann í háskóla. Tómasi bauðst pláss en þáði það ekki.

Elskaður af öllum

Bull sagði: „Herra Bush var ástríkur sonur, bróðir, félagi og vinur. Hann var elskaður af öllum sem þekktu hann. Hann var í eðli sínu rólegur og friðelskandi maður sem forðaðist árekstra. Hann var vel á sig kominn og vöðvastæltur og þegar hann lést var hann 188 sentimetrar. Hann var íþróttamaður, mikill kylfingur og stundaði golf fyrir sýsluna sína.

„Hann starfaði sem landmælingamaður hér í borg en hætti störfum vegna streitu og heilsubrests en hlakkaði til nýs árs. Hann hafði fundið sér nýja vinnu og var að leita að heimili með kærustu sinni Ellu Jeffries.“

Bætti hann við: „Amma Thomasar lýsti honum sem rólegri manneskju. Eini raunverulegi vinur hans var hinn látni. Þeir fóru í frí með fjölskyldu Dylans. Dylan og hinn látni deildu ekki aðeins húsi heldur voru þeir góðir vinir. Sakborningurinn treysti mjög á Bush til stuðnings. Herra Thomas var sterkbyggður miðað við Bush og mun sterkari en hann.“

Thomas sótti matarboð fjölskyldu Bush rétt fyrir morðið.

Dánarorsökin, sem Dr. Richard Jones framkvæmdi við háskólasjúkrahúsið í Wales, voru þau að Williams lést af völdum fjölda stungusára á hálsi og líkama.

Afinn sleginn til riddara

Fjölskylda Williams, enskukennarafaðirinn John, 61 árs, móðirin Elizabeth, 63 ára, systirin Catrin og bróðirinn Alexander, hylltu hinn áhugasama ruðningsleikara og golfara. Fjölskyldan, sem býr í Brecon í Suður-Wales, sagði: „Ástkæri Willi okkar var tekinn frá okkur á svo grimmilegan og ólýsanlegan hátt. Will var svo tryggur, fyndinn og umhyggjusamur sonur, bróðir og kærasti.“

Thomas sem er tölvuforritari, er barnabarn Sir Stanley Thomas, 82 ára, sem var sleginn til riddara árið 2006 fyrir góðgerðarstarf sitt og þjónustu við viðskiptalífið. Faðir hans, einnig kallaður Stanley Thomas, byrjaði að selja kjötbökur í Merthyr Tydfil í velsku dölunum. Fyrirtækið, Peter’s Savory Products, var selt fyrir 75 milljónir punda árið 1988.

Afinn studdi Thomas við réttarhöldin.

Þegar morðingi bróður hennar var dæmdur sagðist Catrin Bush vilja gefa bróður sínum rödd í yfirlýsingu um áhrif morðsins á aðstandendur. Hún sagði: „Will var svo trygg, fyndin og umhyggjusöm manneskja og hann lýsti upp hvert herbergi sem hann gekk inn í með ósvífnu brosi sínu og fljótfærum húmor. Þú hefur ekki sýnt neina iðrun eða virðingu í öllu þessu ferli. Ég veit ekki hvernig einhver gæti verið svona grimmur, stjórnsamur, hjartalaus og vondur. Þú ollir svo miklum þjáningum á saklausa litla bróður okkar, Will, og þú hefur tekið bjarta framtíð Wills frá honum. Ég vona að þér verði aldrei sleppt aftur út í samfélagið og þú lifir restina af ævi þinni í fangelsi.“

 

 

Raddir