Þriðjudagur 29. október, 2024
5.5 C
Reykjavik

Þrír lögregluþjónar rotuðust í viðureign við þrjá drukkna hnefaleikamenn

Listamannaskálinn stóð við Kirkjustræti

Allt ætlaði um koll að keyra í lok dansleiks í Listamannaskálanum í september árið 1943, þegar þrír hnefaleikakappar hófu að berja mann og annan.

Þrír félagar úr hnefaleikaheiminum í Reykjavík á stríðsárunum ákváðu að skella sér á dansleik kvöld eitt í september og tóku með sér flösku af Svarta dauða, sem var bannað að gera á þessum dansleik. Eftir að tilraun hafði verið gerð til að reka mennina út án árangurs, var hætt við það, enda stutt í lok dansleiksins. En eitthvað var einum þeirra, Hrafni Jónssyni laus höndin þetta kvöld en hann barði tvo menn við fatageymsluna, nánast upp úr þurru.

Fjórir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að hinir tveir saklausu ballgestir lágu í valnum eftir barsmíðar hnefaleikameistarans Hrafns Jónssonar. Þrír þeirra lágu óvígir eftir að hafa reynt að handtaka ofbeldismennina. Endaði einn þeirra illa slasaður á Landspítalanum en höfuðhögg sem sá fékk átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hann en lengi á eftir þjáðist hann af höfuðkvölum.

Hér má lesa frétt Þjóðviljans af málinu:

Þrír lögregluþjónar slasast í viðureign við drukkna menn

Einn þeirra liggur nú á Landspítalanum

Rétt eftir miðnætti í fyrrinótt voru 3 lögregluþjónar slasaðir í viðureign við drukkna menn, sem þeir ætluðu að handtaka. Einn hinna drukknu manna náði kylfu eins lögregluþjónsins og barði þá síðan unz þeir lágu óvígir. Lögregluþjónarnir sem meiddust voru þessir: Geir Jón Helgason, Aðalsteinn Jónsson og Kjartan Jónsson. Ölvuðu mennirnir voru: Hrafn Jónsson. hnefaleikameistari, Sigurjón Þórðarson og Andrés Bjarnason — einnig hnefaleikarar.

Hrafn og félagar hans voru á dansleik í Listamannaskálanum í fyrrakvöld. Þegar kl. var að verða 2 kom kona Hrafns að dyrunum og var tregða á að hleypa henni inn en þó varð það úr. En rétt á eftir voru Hrafn og félagar hans komnir með svarta dauðaflösku á borðið hjá sér. Jónas Lárusson fór þá til þeirra og sagði þeim að þetta væri ekki leyft þarna inni og bað þá fara út. Lögregluþjónn fór einnig til þeirra og bað þá einnig þess sama, en þeir skeyttu því engu, en þar sem dansleikurinn var að verða búinn var þetta látið liggja kyrrt. Rétt á eftir fór Andrés Bjarnason fram í fatageymslu, var þar fyrir ungur maður og stjakaði Andrés honum óþyrmilega frá sér. Hafði maðurinn orð um það hvað þetta ætti að þýða og fékk  hann þegar hnefahögg. Maður sem var nærstaddur sagði þá að lögreglan skipti sér ekkert af því þótt hnefaleikararnir gengju um og berðu menn — þeir væru líklega of sterkir. Var maður þessi þegar sleginn svo hann lá. Og lenti nú allt í slagsmálum.  Var þá hringt til lögreglunnar og voru 4 lögregluþjónar sendir og nokkru síðar aðrir 4. Kjartani Jónssyni lögregluþjóni tókst að handsama Sigurjón Þórðarson og hélt hann honum með kylfunni, — en enginn lögregluþjónanna notaði kylfuna til að slá með henni. Kom þá Hrafn að og tókst að ná kylfunni af Kjartani og sló hann síðan í rot. Leikurinn hafði nú borizt út í dimmt portið fyrir utan. Þegar Aðalsteinn Jónsson kom þar að fékk hann högg aftan frá utan úr myrkrinu, þegar hann snéri sér við fékk hann önnur, unnz hann lá. Geir Jón Helgason sá þá að Kjartan var að rísa á fætur blóðugur, og spurði hann: Hver barði þig? Var þá svarað úr skugganum: Hann er hér! Og dundu höggin síðan á lögregluþjóninum. Hákoni Kristóferssyni tókst þá að ná Hrafni og halda honum og voru þeir félagarnir allir handsamaðir. Lögregluþjónarnir þrír voru allir mikið meiddir. Kjartan Jónsson fékk 7 cm. langan skurð á höfuðið og 1 cm. á breidd, þar sem hann er breiðastur, ennfremur brákað nef.

Geir Jón Helgason

Aðalsteinn Jónssón fékk þrjá skurði á höfuðið, einn 7 cm, annan 3 cm. og þann þriðja 2 cm. langan. Ennfremur hefur hann líklega handleggsbrotnað. Geir Jón Helgason meiddist mest. Fékk hann 2 högg á höfuðið aftanvert og heilahristing. Er 7 cm. langur skurður á höfði hans. Liggur hann í Landspítalanum illa haldinn. — Hnefaleikararnir voru allir fluttir í fangelsi.

 

Segir prófessor koma sér illilega á óvart: „Einkavinir Ólafs á RÚV hafa fyrir löngu slaufað honum“

Ólafur Þ Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.

Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við einn kennara sinn sem er tíður gestur í sjónvarpi allra landsmanna.

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Segir:

„Minn gamli kennari í HÍ Ólafur Þ. Harðarson kemur mér illilega á óvart með lokaorðum í Silfrinu: Hann segir að um enga stjórnmálamenn íslenska hafi verið talað jafn illa um og Dag Eggertsson og Bjarna Ben. Bullshit.“

Bætir þessu við:

Um engan íslenskan stjórnmálamann hefur verið talað jafn illa um og Jón Baldvin Hannibalsson sem einkavinir Ólafs á RÚV hafa fyrir löngu slaufað.“

Glúmur beinir lokaorðum sínum beint til Ólafs Þ. Harðarsonar:

„Og einsog fáir ættu að vita betur en þú var það sá maður sem gerði eitthvað að viti á sínum ferli og þjóðinni mest gagn.“

Jakob Frímann í Miðflokkinn

Jakob Frímann Magnússon alþingismaður.

Jakob Frímann Magnússon alþingismaður er genginn í Miðflokkinn. Jakob Frímann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum. Undir hans forystu vann flokkurinn stórsigur í kjördæminu. Jakob er einn ástælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og hefur markað djúp spor í íslenskri tónlistarsögu undanfarin 50 ár.

Hann situr í Utanríkismálanefnd, Framtíðarnefnd, Þróunarsamvinnunefnd og Umhverfis- og samgöngunefnd. Jakob Frímann var miðborgarstjóri í Reykjavík um árabil, sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni, stofnandi Græna hersins, Stúdíó Sýrlands og fleiri fyrirtækja auk þess að verar, stofnandi og leiðtogi Stuðmanna. Hann hefur auk þess framleitt kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsefni auk þess að gegna um árabil forystuhlutverki í fjölda félaga og samtaka á borð við STEF, FTT og ÚTÓNi auk þess að vera nýkjörinn formaður Tónlistarráðs.
Jakob Frímann er fjögurra barna faðir, kvæntur Birnu Rún Gísladóttur viðskiptafræðingi.

 

Það kom mörgum á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti að Jakob Frímann yrði ekki í framboði fyrir flokkinn. Tilkynnt var að Sigurjón Þórðarson yrði leiðtogi í  kjördæmi Jakobs. Nokkrum dögum síðar sagði Jakob Frímann sig úr Flokki fólksins.

 

Fáir lesendur Mannlífs spenntir fyrir jólatónleikum

Jólagestir Bó eru ekki af lakari endanum þetta árið, frekan en áður.

Aðeins 33 prósent þeirra lesenda Mannlífs sem tóku þátt í skoðunarkönnun miðilsins í gær, ætlar sér að sækja jólatónleika í ár.

Í gær spurði Mannlíf hvort fólk hyggðist fara á einhverja af þeim fjölmörgu jólatónleikum sem boðið verður upp á í desember en sem dæmi má nefna síðustu jólatónleika Björgvins Halldórssonar, tónleika Emmsjé Gauta, Dikta, GDRN, Baggalúts, Siggu Beinteins, Ylju og Daða Freys.

Samkvæmt niðurstöðunum eru um 67 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni, sem ætla á jólatónleika í ár.

Nei
66.93%
33.07%

Talsmaður UNICEF um bann UNRWA á Gaza: „Ný leið hefur fundist til að drepa börn“

Palestínskt stúlka stendur við hlið drepinna ættingja sinna.

Ákvörðun Ísraels um að banna hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna UNRWA að starfa í Ísrael, gæti leitt til dauða fleiri barna, segir talsmaður UNICEF, James Elder.

„Ef UNRWA getur ekki starfað, munum við líklega sjá hrun í mannúðaraðstoðinni á Gaza,“ sagði hann á blaðamannafundi í Genf í Sviss. „Þannig að ákvörðun eins og þessi þýðir skyndilega að ný leið hefur fundist til að drepa börn.“

Stríðssáttasemjari Gaza, Katar, fordæmdi ákvörðun ísraelska þingsins um að banna stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn að starfa í Ísrael.

„Við leggjum áherslu á að það að stöðva stuðning við UNRWA mun hafa hörmulegar afleiðingar,“ sagði Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Katar, við fréttamenn. „Alþjóðasamfélagið getur ekki staðið þegjandi frammi fyrir þessari lítilsviðringu við alþjóðlegar stofnanir sínar.“

UNRWA hefur veitt nauðsynlega aðstoð, skólakennslu og heilsugæslu á palestínskum svæðum og palestínskum flóttamönnum annars staðar í meira en sjö áratugi. Stofnunin sjálf hefur orðið fyrir miklu tjóni, þar sem að minnsta kosti 223 starfsmenn hennar hafa fallið og tveir þriðju hlutar aðstöðu hennar á Gaza hafa verið skemmdir eða eyðilagðir síðan stríðið hófst.

115 Palestínumenn drepnir frá dögun

Að minnsta kosti tveir létu lífið í loftárás Ísraelshers sem beindist að Khirbet al-Adas svæðinu norður af borginni Rafah, suður af Gaza-svæðinu í dag.

Læknaheimildir sögðu Wafa fréttastofunni að 115 Palestínumenn hafi fallið í árásum Ísraelshers á Gaza frá dögun, þar af 109 í norðurhluta Gaza.

Frá 7. október 2023 hefur að minnsta kosti 43.061 almennur borgari, flestir börn og konur, verið drepinn á Gaza í árásum Ísraelshers.

 

 

Kona lést þegar hún bakkaði í skrúfu flugvélar í miðri myndatöku

Blessuð sé minning hennar.

37 ára gömul kona í Kansas lést eftir að hún bakkaði inn í skrúfu flugvélar sem kveikt var á þegar hún reyndi að taka myndir, að sögn embættismanna.

Amanda Gallagher, ljósmyndari, var í flugvélinni til að taka myndir af fallhlífarstökkvurum síðdegis á laugardag og hún fór með vélinni aftur niður eftir að fallhlífarstökkvararnir höfðu stokkið út, samkvæmt Air Capital Drop Zone, þar sem atvikið átti sér stað.

Flugvélin lenti á staðnum í Derby, fyrir utan Wichita í Bandaríkjunum, og næsti hópur af stökkvurum fór um borð, er haft eftir Air Capital Drop Zone.

Flugvélin, Cessna 182 var kyrrsett en er enn í gangi, að sögn lögreglustjórans í Sedgwick-sýslu og alríkisflugmálastjórnarinnar.

„Af óþekktum ástæðum … færði hún sig fram fyrir vænginn, sem er brot á grundvallaröryggisaðferðum,“ sagði Air Capital Drop Zone í yfirlýsingu. „Með myndavélina uppi til að taka myndir, steig hún örlítið aftur á bak og hreyfði sig í átt að og inn í skrúfuna sem snérist.“

Gallagher, frá Wichita, var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum, að sögn yfirvalda.

FAA og National Transportation Safety Board eru að rannsaka málið.

ABC sagði frá andlátinu.

 

 

Tómas Ellert hættur í Miðflokknum: „Hamingjusamur, glaður og frjáls“

Tómas Ellert Tómasson.

Tómas Ellert Tómasson hefur sagt sig úr Miðflokknum en hann var einn af stofnendum flokksins árið 2017.

Sunnlenska segir frá því að Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafi í morgun tilkynnt úrsögn sína úr Miðflokknum á Facebook.

„Á miðnætti varð ljóst að í fyrsta sinni geng ég nú óflokksbundinn til Alþingiskosninga. Hamingjusamur, glaður og frjáls,“ sagði Tómas Ellert í Facebookfærslu í morgun.

Hafði Tómas gefið kost á sér í oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar í lok nóvember. Dró hann framboðið til baka og í gærkvöldi kom í ljós að Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður í oddvitasæti listans.

„Ég vil bara þakka Miðflokknum og fólkinu sem þar starfar fyrir samfylgdina síðastliðin 7 ár og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Tómas Ellert í samtali við sunnlenska.is.

Tóms bætir við: „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er í þessum bransa. Ég er ekki hættur að starfa í pólitík, þetta er veira sem tók bólfestu í mér á barnsaldri og mér þykir harla ólíklegt að hún sé á förum í bráð.“

Frá árinu 2018 til 2022 var Tómas Ellert bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg en hann hefur einnig gengt ýmsums trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Var hann meðal annars kosningastjóri á landsvísu í Alþingiskosningunum 2021. Þá átti hann sæti í málefnanefnd flokksins og var varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi.

 

Egill er ekki bjartsýnn fyrir hönd vinstri flokkanna: „Enginn þessara flokka nær á þing“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir í sambandi við væntanlegar kosningar hér á landi í lok nóvember að „miðað við skoðanakönnun Maskínu í dag nýtast 13 prósent fylgisins vinstra megin ekki til að ná manni – þetta er fylgið sem í könnuninni fer til Pírata, VG, Sósíalista og Græningja.“

Segir í kjölfarið að “enginn þessara flokka nær inn á þing samkvæmt könnuninni.“

Egill er ekki bjartsýnn á gott gengi vinstri flokkanna á Íslandi:

„Horfur vinstri vængsins í þessum kosningum eru ekki sérlega bjartar – þrátt fyrir hið mikla tap Sjálfstæðisflokksins sem virðist vera í kortunum.“

Brynjar hnýtir í Hallgrím: „Stífbónaður í flottum fötum með rándýr gleraugu“

Hallgrímur Helgason rithöfundur og listamaður.

„Skemmtun er hugtak sem getur vafist fyrir okkur öllum. Í sólarlandaferðum í gamla daga var oft boðið um á dagsferðir um nágrennið sem menn greiddu fyrir eftirá. Virðuleg miðaldra kona harðneitaði að greiða fyrir eina slíka ferð á þeim grundvelli að þarna hefði verið auglýst skemmtiferð sem reyndist síðan ekkert skemmtileg. Þessi saga kom upp í hugann þegar ég horfði á Vikuna með einhverjum Gísla á RÚV síðasta föstudag.“ Þannig hefst færsla Brynjars Níelssonar, spéfugli og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, sem hann birti á Facebook í hádeginu en þar lét Hallgrímur Helgason gamminn geysa og þóttu margir hann gefa Bjarna Benediktssyni og öðrum hægrimönnum kjaftshögg. Vinstri menn hafa fagnað Hallgrími í hástert eftir þáttinn en hægrimenn eins og Brynjar hafa verið minna hrifnir. Eins og sést í færslunni. Hún heldur áfram:

„Mér skilst að þessi vika með Gísla sé skemmtiþáttur, að minnsta kosti auglýstur sem slíkur, þar sem einkum frægt og sjálfhverft fólk kemur til að upphefja sjálfan og níða aðra niður. Skilst einnig að þáttastjórnandinn gefi ekkert eftir í þeim efnum á sinn einstaklega fyndna hátt. Öfugt við skemmtiferðirnar í sólarlöndum greiðir maður fyrirfram fyrir skemmtunina á RÚV.

Í þessum þætti birtist gamall skólafélagi úr MH, sem síðar varð þekktur skattakóngur árum saman, stífbónaður í flottum fötum með rándýr gleraugu. Hann hefur greinilega ekki áttað sig á því að reiðir menn, sem hlægja mest sjálfir að eigin fyndni, eiga ekkert erindi í skemmtiþátt. Þeir eiga meira erindi í umræðuþátt á Samstöðunni um óréttlæti heimsins og mannvonsku annarra.“

Að lokum segir Brynjar að honum þyki Silfrið á RÚV mun betri skemmtiþáttur.

„Sjálfum finnst mér Silfrið miklu meiri skemmtiþáttur. Í gær urðu áhorfendur vitni að nýju meti í lurðuskap og lítilli sjálfsvirðingu. Svo fannst mér merkilegt að hægt væri að finna stjórnmálamann sem er minna glaðlegur en ég. Eins og lesa má hefur vel tekist til hjá mér á jákvæðninámskeiðinu hjá Óttari Guðmundssyni, geðlækni. Mættu fleiri panta sér tíma.“

Nýr kafli Birgittu

Birgitta Haukdal er margt til lista lagt -Ljósmynd: Instagram

Söngdívan Birgitta Haukdal hefur heldur betur náð að festa rætur sem barnabókahöfundur en henni hefur tekist á undanförnum tíu árum að verða einn af vinsælustu höfundum landsins með sögum sínum um Láru og ljónið Ljónsa en bækurnar eru tæplega 20 talsins. Þær hafa vissulega sína gagnrýnendur en Birgitta hefur ekki látið það stoppa sig hingað til.

Það virðist nefnilega litlu máli skipta hvort Lára og Ljónsi læra lesa, fari í sveit eða í leikhús. Allt selst þetta í bílförmum.

Birgitta ákvað hins vegar að breyta til með nýjustu bókinni en það er bakstursbók Láru og Ljónsa þar sem vinirnir kenna yngstu börnunum að baka. Með henni er Sylvía Haukdal, systir Birgittu og bakari, og má velta því fyrir sér hvort matreiðslubók fyrir fullorðna sé á dagskrá hjá þeim systrum …

Zelensky til Aðalsteins: „Þú mátt segja mér frá því og ég skal svo ræða það við forsætisráðherrann“

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segist ekki vera búinn að ræða við Bjarna Benediktsson um áframhaldandi viðskipti Íslands við Rússlands í gegnum Belarús. Úflutningsbann til Rússlands er í gildi hér á landi vegna stríðsins í Úkraínu.

Vandræðaleg uppákoma varð á sameiginilegum blaðamannafundi tengdum þingi Norðurlandaráðs í morgun þegar Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni spurði gáttaðan Zelensky spurningar sem kom sér illa fyrir Bjarna Benediktsson. „Zelensky forseti, ertu búinn að ræða við forsætisráðherra Íslands um áframhaldandi útflutning Íslands til Rússlands í gegnum milliliði í Belarús?“

Þögn sló á salinn og Bjarni Benediktsson sást horfa stjarfur fram í salinn. Zelensky svaraði, að því er virðist nokkuð gáttaður: „Hef ekki rætt það ennþá en við munum halda áfram samtali okkar.“

Aðalsteinn spurði forsetann þá hvort hann hefði vitað af þessu. „Nei, ekki smáatriðin,“ svaraði Zelensky og bætti við: „Þú mátt segja mér frá því og ég skal svo ræða það við forsætisráðherrann.“ Vakti svarið nokkra kátínu í salnum.

Aðalsteinn sagði þá að vörur séu sendar til Belarús þar sem þær eru endurpakkaðar og síðan seldar til Rússlands. Zelensky svaraði engu en Aðalsteinn bætti þá við: „Þannig að þú kannski ræðir þetta við forsætisráðherrann?“ Zelensky svaraði þá: „Ég geri það, ég geri það. Þakka þér kærlega fyrir“.

Bjarni Benediktsson sleit blaðamannafundinum eftir þessi orðaskipti Aðalsteins og Zelensky.

Hér má sjá myndband af samskiptunum:

Sólstöður gefa út aðra plötu sína – Suðupottur margra stíla

Sólstöður gefur út sína aðra plötu.

Sólstöður er fjölþjóðlegt tríó sem skartar sumum af efnilegustu jazztónlistarmönnum hver frá sínu heimalandi. Bandið skipa Mikael Máni á gítar, hollenski píanóleikarinn Stefan Bos og svisslenski kontrabassaleikarinn Pierre Balda.

Í Nóvember 2024 mun 2. plata hljómsveitarinnar Sólstöður koma út. Þríeykið hefur spilað saman í nánast tíu ár í Hollandi, Sviss og verður þetta í þriðja skipti sem bandið spilar á Íslandi. Fyrsta platan þeirra kom út árið 2020 og var gefin út af Smekkleysu. Hún vakti mikla ánægju meðal tónlistarunnenda og gagnrýnanda og hlaut hljómsveitin tilnefningu fyrir bestu tónsmíðar ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Bandið mun halda tónleika um landið til að fanga nýju plötunni. Upphafstónleikar túrsins verða 1. nóvember þar sem þeir munu spila í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Síðan halda þeir til Ísafjarðar þar sem þeir leika í Edinborgarhúsinu 2. nóvebmer. Þriðju tónleikarnir verða í Mengi í Reykjavík 3. nóvember. Einnig munu þeir halda tónleika þar sem þeir leika þekkt jazzlög á Forréttabarnum 4. nóvember.

Platan inniheldur lög eftir alla meðlimi bandsins, sérstaklega samin með þessa einstöku hljóðfæraskipan í huga; trommulaust tríó með tveim hljóma hljóðfærum. Þetta er suðupottur marga stíla sem væri hægt að skilgreina sem kammer-jazz. Leiðarljós bandsins er að reyna að fanga stemmingu hvers lags. Mörg lög eru lýrísk og rómantísk á köflum og stundum má heyra einhver áhrif neóklassískrar tónlistar glitta fram. Hins vegar eru önnur lög sorgleg, dramatísk og nánast hættuleg.

Mikael Máni er einn helsti gítarleikari landsins og var plata hans Innermost fyrr á árinu valin plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Á árinu kom einnig út fyrsta sólógítarplata hans hjá þýska útgáfufyrirtækinu ACT sem er ein af leiðandi útgáfum í jazztónlist.

Hér má sjá myndband við eitt laga bandsins:

Farþegi lést er risaalda skall á skemmtiferðaskipi – MYNDBÖND

Farþegi um borð í skemmtiferðaskipi lést og meira en 100 aðrir slösuðust eftir að níu metra há alda skall á skipinu, samkvæmt skýrslu sem var að koma út.

Spirit of Discovery-skipið var á ferð aftur til Bretlands meðfram Biskajaflóa (eða Fetlafirði) þann 4. nóvember 2023 þegar skipið varð fyrir óveðursvindum. Átta manns voru upphaflega fluttir á sjúkrahús þegar skipið kom til Portsmouth, Hampshire.

Farþegar sögðu á þeim tíma frá því hvernig þeir þurftu að „halda dauðahaldi“ í það sem var næst þeim þegar veðurhamurinn skall á lúxusbátnum. Nú hefur bráðabirgðaskýrsla sjóslysarannsóknardeildar (MAIB) nú leitt í ljós að einn farþeganna sem voru meðhöndlaðir á sjúkrahúsi hafi látist síðar af sárum sínum.

Rúður brotnuðu og hlutir flugu á gólfið.

Áður en vindurinn barði á skipinu þurfti Spirit of Discovery, rekið af Saga Cruises, að hætta við heimsókn til Las Palmas de Gran Canaria á Gran Canaria-eyju þar sem veðrið versnaði og var þess í stað beint í átt að La Corona á Spáni, þegar höfninni var lokað vegna aðstæðna.

Í nýju skýrslunni kemur fram að 943 farþegar og 503 áhafnarmeðlimir hafi verið um borð þegar skipið, sem hafði siglt frá Puerto del Rosario á Fuerteventura á Kanaríeyjum, stóð frammi fyrir stormi upp á 64-72 metra á sekúndu og ölduhæð upp á níu metra.

Í skýrslu MAIB segir: „Um kl. 12:30 þann 4. nóvember 2023 missti farþegaskipið Spirit of Discovery vélarafl í miklu óveðri þegar það fór yfir Biskajaflóa. Þetta leiddi til þess að skipið hreyfðist kröftuglega á meðan áhöfnin endurræsti skipið. Vélaraflsvandinn, stormurinn og miklar hreyfingar skipsins héldu áfram þar til morguninn eftir þegar Spirit of Discovery gat haldið áfram ferð sinni. Á þessu tímabili slösuðust yfir 100 farþegar. Átta voru fluttir alvarlega slasaðir beint á sjúkrahús við komuna til Portsmouth á Englandi, einn þeirra lést síðar af sárum sínum.“

Skýrslan heldur áfram: „Í rannsókn MAIB voru allir þættir slyssins skoðaðir til að ákvarða orsakir og aðstæður þess að Spirit of Discovery tapaði vélarafli í óveðrinu, viðbragða um borð, þar á meðal greiningu á fyrirhugaðri ferð skipsins, undirbúnings fyrir siglingu skipsins í óveðri, viðbragða um borð við meiðslum farþega og skemmdum og læknismeðferða slasaðra farþega.“

Hér fyrir neðan má sjá aðeins örlítið brot af storminum sem skall á skipinu.

Hér má svo sjá lengri myndskeið um storminn:

Illugi varð vitni að búðarþjófnaði: „Ég ákvað að hringja ekki í lögregluna“

Illugi Jökulsson
Illugi Jökulsson varð vitni að þjófnaði í túristabúð.

Fjölmiðlamaðurinn og örsögusmiðurinn Illugi Jökulsson birti eina af sínum skemmtilegu örsögum á Facebook í gær en þar segist hann hafa orðið vitni að búðarþjófnaði.

„Í kvöldhúminu uppá götuhorni áðan stóðu þrír ferðamenn og voru að skoða eitthvað sem ögn flóttaleg kona var að baxa við að draga upp úr kápuvasa sínum.

„Tókstu þetta úr búðinni!“ sagði karlmaður á innsoginu.
„Stalstu þessu?“ sagði önnur kona víðáttuhissa. Konan í kápunni glotti og bjóst til að sýna þeim feng sinn.“ Þannig hófst færslan góða.

Illugi segist hafa velt fyrir sér hvort hann ætti að hringja í lögregluna.

„Nú sá ég fram á erfitt sálarstríð. Þetta virtist einkar viðkunnanlegt fólk en ef konan hafði verið að stela verðmætum úr verslun, bar mér þá ekki siðferðileg skylda til að hringja umsvifalaust í lögregluna?
Um leið og ég gekk framhjá sá ég hverju konan hélt á. Þetta var minnsta gerðin af tuskulunda.
Ég ákvað að hringja ekki í lögregluna.“

Níu skólar lamaðir í morgun – Kennarar komnir í skæruverkfall með kröfu um milljón á mánuði

Nemendur að störfum. Myndin tengist ekki beinlínis efni fréttarinnar.

Verk­fall kenn­ara í níu skól­um hófst á miðnætti í nótt. Kenn­ar­ar í fjór­um skól­um til viðbótar munu leggja niður störf í nóv­em­ber ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Semjist ekki hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík 11. nóvember. Þann 25. nóvember verður verkfall í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ.

Ekki hefur komið fram formleg kröfugerð kennara en krafan er sú að laun þeirra verði í samræmi við þau kjör sem sérfræðingar hafa á almennum markaði. Samkvæmt því vilja kennarar fá milljón krónur í mánaðarlaun. Samninganefnd sveitarfélaganna hefur talið kröfuna óásættanlega. Sveitarfélögin benda á að taka verði tillit til annarra kjara kennara en launanna. Þá þykir ljóst að launahækkanir kennara muni leiða til höfungahlaups þar sem aðrar stéttir muni sækja á um svipaðar kjarabætur. Verfallsboðunin fór fyrir félagsdóm sem kvað upp úr um að boðunin væri lögleg.

Gagnrýnt hefur verið að um sé að ræða skæruverkföll sem bitna á litlum hópi nemenda. Þessi baráttutækni ræðst af því að dýrt yrði fyrir félög kennara að halda út allsherjarverkfalli. Þessi aðferð er hagstæð fyrir verkfallssjóð félaganna.

Verkföllin sem hófust á miðnætti eru sum tímabundin. Þá er talið mögulegt að skipt verði út skólum í verkfalli og átökin verði framlengd eins og þurfa þykir.

Klausturkarlar í framboð

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður efsti maður á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í þriðja sæti verður Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður. Þeir eiga það sameiginlegt að Inga Sæland rak þá úr Flokki fólksins eftir rassaköstin og illmælgina á Klausturbar forðum þar sem tvímenningarnir komu saman ásamt fiorystu Miðflokksins. Umræðuefnið var helst pólitískir andstæðingar sem voru úthrópaðir og hrakyrtir. Klausturundurinn var öðrum þræði hluti af því makki að þingmenn Flokks fólksins gerðust liðhlaupar og gengju til liðs við Miðflokkinn.

Klausturmenn hafa sumir hverjir gengið svipugöngin og átt erfitt uppdráttar eftir að upptökur með rausi þeirra voru gerðar opinberar. Flestir féllu af þingi. Þetta hefur valdið þeim þjáningu og krafa er uppi um að fulltrúar íslensku þjóðarinnar biðji suma þeirra afsökunar. Væntanlega verður þar horft til Breiðuvíkurdrengjanna og bóta sem þeir fengu.

Í kröfunni um uppgjör og afsökunarbeiðni hefur sérstaklega verið vísað til Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem vermir annað sæti á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Nú eru allir Klausturkarlarnir komnir aftur í framboð og virðist nokkur eftirspurn eftir þeim.

Með framboði Karls Gauta og Ólafs má segja að allir hafi fengið nokkra uppreist æru fyrir þá ósvífni að opinbera illmælgi þeirra og dólgshátt. Því eins og segir í dægurlaginu þá komu þeir allir aftur, karlarnir á kútternum …

Barnahrellir í Hafnarfirði

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan í Hafnarfirði gerði leit að manni sem sýndi af sér þá afbrigðilegu hegðun að elta börn. Barnahrellirinn fannst ekki þrátt fyrir leit. Á sömu slóðum kviknaði eldur í bifreið.

Ofurölvi ökumaður var var stöðvaður í akstri í austurborginni. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöl. Hann reyndist vera óviðræðuhæfur og var læstur inni þar til vitglóra kviknar í höfði hans og mögulegt verður að taka af honum skýrslu.

Ráðist var  á ungling í Breiðholti. Málið er í rannsókn.

Köttur nærri dauður eftir hundaárás í Árbænum: „Ef hann lifir þetta af hefur hann níu líf“

Kötturinn var illa haldin - Mynd: DV/S

Shäferhundur drap næstum því kött árið 1990 í Elliðaárdalnum en DV fjallaði um málið.

„Þegar ég kom heim um miðjan dag í gær kom til mín lítil stelpa í húsinu á móti sem horfði upp á shäferhundinn elta köttinn og króa hann af. Eftir átökin var kötturinn ælandi og það lak úr honum blóðið,“ sagði Guðný Leósdóttir við DV um málið.

Guðný fór í kjölfarið farið að leita að kettinum í Elliðaárdalnum en hún átti heima skammt frá. Þar hitti hún konu sem sagði henni frá að hún hefði séð alblóðugan shäferhund. Sá hafi vakið mikinn óhug og leit hann út eins og villidýr.

„Köttinn fann ég svo í næsta garði, hreyfingarlausan í hnipri. Ég fór með hann á Dýraspítalann þar sem gert var að sárum hans. Kötturinn var í miklu sjokki og allur marinn þar sem hundurinn hafði gripið utan um hann með kjaftinum. Hann vill ekki einu sinni drekka vatn. Ég ætla að reyna að sprauta upp í hann fisksoði og vona að hann braggist eitthvað,“ sagði Guðný.

„Ef hann lifir þetta af hefur hann níu líf. Áður var hann mjög fjörugur en nú er hann alveg lífvana og sljór og vil ekki einu sinni drekka vatn.“

Maður hennar hringdi í lögregluna til að tilkynna málið en var sagt að hringja á skrifstofutíma.

Um hvern er Glúmur að tala? „Eigum við ekki önnur betri fyrirmenni? Eitthvað mennskara menni?“

Glúmur Baldvinsson. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Glúmur Baldvinsson kann að koma fyrir sig orði. Í tali. Í skrifum. Hefur skoðanir. Tjáir þær. Leyfir öðrum að njóta; og margir njóta.

Takk Glúmur.

Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu.

Glúmur hefur „fylgst stíft með fréttum í allan dag. Allir mættir á einkaþotum svo ég geri ráð fyrir að loftslagsbreytingar eru ekki ofarlega á baugi þessara fyrirmenna svokölluðu.“

Bætir við:

„En mér finnst þetta merkileg orðanotkun: Fyrirmenni. Það er eitthvað sem ég vil verða þegar ég verð stór: Fyrirmenni. Mikið hlakka ég til. Sneddí stöff.

Segir að lokum þetta – og spyr:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

„Eina sem ég skil ekki: Af hverju er Ingibjörg Sólrún kölluð trekk í trekk til RÚV sem álitsgjafi? Eigum við ekki önnur betri fyrirmenni? Eitthvað mennskara menni?“

Lögreglan sögð hafa handtekið 13 ára palestínskan dreng við Stjórnarráðið: MYNDBAND

Handtaka. Mynd: Instagram-skjáskot

Lögreglan í Reykjavík er sögð hafa handtekið 13 ára palestínskan dreng í mótmælum síðastliðinn föstudag.

Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og hreyfihönnuður birti myndband á Instagram sem sýnir lögregluna handtaka mótmælanda fyrir utan Stjórnarráð Íslands síðastliðinn föstudag en þá stóð yfir mótmæli vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Fullyrðir Pétur að sá handtekni sé 13 ára palestínskur drengur.

Í myndbandinu má sjá nokkuð harkalega meðferð lögreglumanns á drenginum en hann setur hann bæði í handjárn og leggur hné í bak hans. Þá sést hann einnig taka drenginn hálstaki sem slær á hendurnar á lögreglumanninum að því er virðist til að láta vita að hann nái ekki andanum. Síðar lyftir hann handleggjum hins handjárnaða drengs nokkuð hátt upp fyrir aftan bak áður en hann fer með hann áleiðis.

Mannlíf heyrði í Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá aðgerðarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðfesti að einn hafi verið handtekinn í mótmælunum en gat ekki fullyrt um aldur þess handtekna. „Ég veit ekki hvaða myndband þú ert að tala um en það voru mótmæli þarna á föstudaginn, ég get staðfest það,“ sagði Kristján Helgi spurður út í myndbandið. Hann hélt áfram: „Þar var fólk að grýta rauðum lit eða málningu á lögreglumenn og jafnvel Stjórnarráðið, ég get staðfest það. Það var einn handtekinn en ég man ekki aldurinn á honum og enn síður að lögreglumenn á vettvangi hafi vitað aldurinn á honum.“ Sagðist Kristján Helgi af þeim sökum ekki getað svarað almennilega um málið, hann þyrfti að sjá myndbandið fyrst. Aðspurður hvort Barnavernd hafi verið gert viðvart sagðist hann ekki vita það en ef að drengurinn er undir lögaldri þá hefur Barnavernd örugglega verið gert viðvart. „Það er bara prótókolið hjá okkur“.

Ekki náðist í Barnavernd Reykjavíkur við gerð fréttarinnar.

Hér má sjá myndbandið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Þrír lögregluþjónar rotuðust í viðureign við þrjá drukkna hnefaleikamenn

Listamannaskálinn stóð við Kirkjustræti

Allt ætlaði um koll að keyra í lok dansleiks í Listamannaskálanum í september árið 1943, þegar þrír hnefaleikakappar hófu að berja mann og annan.

Þrír félagar úr hnefaleikaheiminum í Reykjavík á stríðsárunum ákváðu að skella sér á dansleik kvöld eitt í september og tóku með sér flösku af Svarta dauða, sem var bannað að gera á þessum dansleik. Eftir að tilraun hafði verið gerð til að reka mennina út án árangurs, var hætt við það, enda stutt í lok dansleiksins. En eitthvað var einum þeirra, Hrafni Jónssyni laus höndin þetta kvöld en hann barði tvo menn við fatageymsluna, nánast upp úr þurru.

Fjórir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að hinir tveir saklausu ballgestir lágu í valnum eftir barsmíðar hnefaleikameistarans Hrafns Jónssonar. Þrír þeirra lágu óvígir eftir að hafa reynt að handtaka ofbeldismennina. Endaði einn þeirra illa slasaður á Landspítalanum en höfuðhögg sem sá fékk átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hann en lengi á eftir þjáðist hann af höfuðkvölum.

Hér má lesa frétt Þjóðviljans af málinu:

Þrír lögregluþjónar slasast í viðureign við drukkna menn

Einn þeirra liggur nú á Landspítalanum

Rétt eftir miðnætti í fyrrinótt voru 3 lögregluþjónar slasaðir í viðureign við drukkna menn, sem þeir ætluðu að handtaka. Einn hinna drukknu manna náði kylfu eins lögregluþjónsins og barði þá síðan unz þeir lágu óvígir. Lögregluþjónarnir sem meiddust voru þessir: Geir Jón Helgason, Aðalsteinn Jónsson og Kjartan Jónsson. Ölvuðu mennirnir voru: Hrafn Jónsson. hnefaleikameistari, Sigurjón Þórðarson og Andrés Bjarnason — einnig hnefaleikarar.

Hrafn og félagar hans voru á dansleik í Listamannaskálanum í fyrrakvöld. Þegar kl. var að verða 2 kom kona Hrafns að dyrunum og var tregða á að hleypa henni inn en þó varð það úr. En rétt á eftir voru Hrafn og félagar hans komnir með svarta dauðaflösku á borðið hjá sér. Jónas Lárusson fór þá til þeirra og sagði þeim að þetta væri ekki leyft þarna inni og bað þá fara út. Lögregluþjónn fór einnig til þeirra og bað þá einnig þess sama, en þeir skeyttu því engu, en þar sem dansleikurinn var að verða búinn var þetta látið liggja kyrrt. Rétt á eftir fór Andrés Bjarnason fram í fatageymslu, var þar fyrir ungur maður og stjakaði Andrés honum óþyrmilega frá sér. Hafði maðurinn orð um það hvað þetta ætti að þýða og fékk  hann þegar hnefahögg. Maður sem var nærstaddur sagði þá að lögreglan skipti sér ekkert af því þótt hnefaleikararnir gengju um og berðu menn — þeir væru líklega of sterkir. Var maður þessi þegar sleginn svo hann lá. Og lenti nú allt í slagsmálum.  Var þá hringt til lögreglunnar og voru 4 lögregluþjónar sendir og nokkru síðar aðrir 4. Kjartani Jónssyni lögregluþjóni tókst að handsama Sigurjón Þórðarson og hélt hann honum með kylfunni, — en enginn lögregluþjónanna notaði kylfuna til að slá með henni. Kom þá Hrafn að og tókst að ná kylfunni af Kjartani og sló hann síðan í rot. Leikurinn hafði nú borizt út í dimmt portið fyrir utan. Þegar Aðalsteinn Jónsson kom þar að fékk hann högg aftan frá utan úr myrkrinu, þegar hann snéri sér við fékk hann önnur, unnz hann lá. Geir Jón Helgason sá þá að Kjartan var að rísa á fætur blóðugur, og spurði hann: Hver barði þig? Var þá svarað úr skugganum: Hann er hér! Og dundu höggin síðan á lögregluþjóninum. Hákoni Kristóferssyni tókst þá að ná Hrafni og halda honum og voru þeir félagarnir allir handsamaðir. Lögregluþjónarnir þrír voru allir mikið meiddir. Kjartan Jónsson fékk 7 cm. langan skurð á höfuðið og 1 cm. á breidd, þar sem hann er breiðastur, ennfremur brákað nef.

Geir Jón Helgason

Aðalsteinn Jónssón fékk þrjá skurði á höfuðið, einn 7 cm, annan 3 cm. og þann þriðja 2 cm. langan. Ennfremur hefur hann líklega handleggsbrotnað. Geir Jón Helgason meiddist mest. Fékk hann 2 högg á höfuðið aftanvert og heilahristing. Er 7 cm. langur skurður á höfði hans. Liggur hann í Landspítalanum illa haldinn. — Hnefaleikararnir voru allir fluttir í fangelsi.

 

Segir prófessor koma sér illilega á óvart: „Einkavinir Ólafs á RÚV hafa fyrir löngu slaufað honum“

Ólafur Þ Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.

Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við einn kennara sinn sem er tíður gestur í sjónvarpi allra landsmanna.

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Segir:

„Minn gamli kennari í HÍ Ólafur Þ. Harðarson kemur mér illilega á óvart með lokaorðum í Silfrinu: Hann segir að um enga stjórnmálamenn íslenska hafi verið talað jafn illa um og Dag Eggertsson og Bjarna Ben. Bullshit.“

Bætir þessu við:

Um engan íslenskan stjórnmálamann hefur verið talað jafn illa um og Jón Baldvin Hannibalsson sem einkavinir Ólafs á RÚV hafa fyrir löngu slaufað.“

Glúmur beinir lokaorðum sínum beint til Ólafs Þ. Harðarsonar:

„Og einsog fáir ættu að vita betur en þú var það sá maður sem gerði eitthvað að viti á sínum ferli og þjóðinni mest gagn.“

Jakob Frímann í Miðflokkinn

Jakob Frímann Magnússon alþingismaður.

Jakob Frímann Magnússon alþingismaður er genginn í Miðflokkinn. Jakob Frímann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum. Undir hans forystu vann flokkurinn stórsigur í kjördæminu. Jakob er einn ástælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og hefur markað djúp spor í íslenskri tónlistarsögu undanfarin 50 ár.

Hann situr í Utanríkismálanefnd, Framtíðarnefnd, Þróunarsamvinnunefnd og Umhverfis- og samgöngunefnd. Jakob Frímann var miðborgarstjóri í Reykjavík um árabil, sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni, stofnandi Græna hersins, Stúdíó Sýrlands og fleiri fyrirtækja auk þess að verar, stofnandi og leiðtogi Stuðmanna. Hann hefur auk þess framleitt kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsefni auk þess að gegna um árabil forystuhlutverki í fjölda félaga og samtaka á borð við STEF, FTT og ÚTÓNi auk þess að vera nýkjörinn formaður Tónlistarráðs.
Jakob Frímann er fjögurra barna faðir, kvæntur Birnu Rún Gísladóttur viðskiptafræðingi.

 

Það kom mörgum á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti að Jakob Frímann yrði ekki í framboði fyrir flokkinn. Tilkynnt var að Sigurjón Þórðarson yrði leiðtogi í  kjördæmi Jakobs. Nokkrum dögum síðar sagði Jakob Frímann sig úr Flokki fólksins.

 

Fáir lesendur Mannlífs spenntir fyrir jólatónleikum

Jólagestir Bó eru ekki af lakari endanum þetta árið, frekan en áður.

Aðeins 33 prósent þeirra lesenda Mannlífs sem tóku þátt í skoðunarkönnun miðilsins í gær, ætlar sér að sækja jólatónleika í ár.

Í gær spurði Mannlíf hvort fólk hyggðist fara á einhverja af þeim fjölmörgu jólatónleikum sem boðið verður upp á í desember en sem dæmi má nefna síðustu jólatónleika Björgvins Halldórssonar, tónleika Emmsjé Gauta, Dikta, GDRN, Baggalúts, Siggu Beinteins, Ylju og Daða Freys.

Samkvæmt niðurstöðunum eru um 67 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni, sem ætla á jólatónleika í ár.

Nei
66.93%
33.07%

Talsmaður UNICEF um bann UNRWA á Gaza: „Ný leið hefur fundist til að drepa börn“

Palestínskt stúlka stendur við hlið drepinna ættingja sinna.

Ákvörðun Ísraels um að banna hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna UNRWA að starfa í Ísrael, gæti leitt til dauða fleiri barna, segir talsmaður UNICEF, James Elder.

„Ef UNRWA getur ekki starfað, munum við líklega sjá hrun í mannúðaraðstoðinni á Gaza,“ sagði hann á blaðamannafundi í Genf í Sviss. „Þannig að ákvörðun eins og þessi þýðir skyndilega að ný leið hefur fundist til að drepa börn.“

Stríðssáttasemjari Gaza, Katar, fordæmdi ákvörðun ísraelska þingsins um að banna stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn að starfa í Ísrael.

„Við leggjum áherslu á að það að stöðva stuðning við UNRWA mun hafa hörmulegar afleiðingar,“ sagði Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Katar, við fréttamenn. „Alþjóðasamfélagið getur ekki staðið þegjandi frammi fyrir þessari lítilsviðringu við alþjóðlegar stofnanir sínar.“

UNRWA hefur veitt nauðsynlega aðstoð, skólakennslu og heilsugæslu á palestínskum svæðum og palestínskum flóttamönnum annars staðar í meira en sjö áratugi. Stofnunin sjálf hefur orðið fyrir miklu tjóni, þar sem að minnsta kosti 223 starfsmenn hennar hafa fallið og tveir þriðju hlutar aðstöðu hennar á Gaza hafa verið skemmdir eða eyðilagðir síðan stríðið hófst.

115 Palestínumenn drepnir frá dögun

Að minnsta kosti tveir létu lífið í loftárás Ísraelshers sem beindist að Khirbet al-Adas svæðinu norður af borginni Rafah, suður af Gaza-svæðinu í dag.

Læknaheimildir sögðu Wafa fréttastofunni að 115 Palestínumenn hafi fallið í árásum Ísraelshers á Gaza frá dögun, þar af 109 í norðurhluta Gaza.

Frá 7. október 2023 hefur að minnsta kosti 43.061 almennur borgari, flestir börn og konur, verið drepinn á Gaza í árásum Ísraelshers.

 

 

Kona lést þegar hún bakkaði í skrúfu flugvélar í miðri myndatöku

Blessuð sé minning hennar.

37 ára gömul kona í Kansas lést eftir að hún bakkaði inn í skrúfu flugvélar sem kveikt var á þegar hún reyndi að taka myndir, að sögn embættismanna.

Amanda Gallagher, ljósmyndari, var í flugvélinni til að taka myndir af fallhlífarstökkvurum síðdegis á laugardag og hún fór með vélinni aftur niður eftir að fallhlífarstökkvararnir höfðu stokkið út, samkvæmt Air Capital Drop Zone, þar sem atvikið átti sér stað.

Flugvélin lenti á staðnum í Derby, fyrir utan Wichita í Bandaríkjunum, og næsti hópur af stökkvurum fór um borð, er haft eftir Air Capital Drop Zone.

Flugvélin, Cessna 182 var kyrrsett en er enn í gangi, að sögn lögreglustjórans í Sedgwick-sýslu og alríkisflugmálastjórnarinnar.

„Af óþekktum ástæðum … færði hún sig fram fyrir vænginn, sem er brot á grundvallaröryggisaðferðum,“ sagði Air Capital Drop Zone í yfirlýsingu. „Með myndavélina uppi til að taka myndir, steig hún örlítið aftur á bak og hreyfði sig í átt að og inn í skrúfuna sem snérist.“

Gallagher, frá Wichita, var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum, að sögn yfirvalda.

FAA og National Transportation Safety Board eru að rannsaka málið.

ABC sagði frá andlátinu.

 

 

Tómas Ellert hættur í Miðflokknum: „Hamingjusamur, glaður og frjáls“

Tómas Ellert Tómasson.

Tómas Ellert Tómasson hefur sagt sig úr Miðflokknum en hann var einn af stofnendum flokksins árið 2017.

Sunnlenska segir frá því að Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafi í morgun tilkynnt úrsögn sína úr Miðflokknum á Facebook.

„Á miðnætti varð ljóst að í fyrsta sinni geng ég nú óflokksbundinn til Alþingiskosninga. Hamingjusamur, glaður og frjáls,“ sagði Tómas Ellert í Facebookfærslu í morgun.

Hafði Tómas gefið kost á sér í oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar í lok nóvember. Dró hann framboðið til baka og í gærkvöldi kom í ljós að Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður í oddvitasæti listans.

„Ég vil bara þakka Miðflokknum og fólkinu sem þar starfar fyrir samfylgdina síðastliðin 7 ár og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Tómas Ellert í samtali við sunnlenska.is.

Tóms bætir við: „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er í þessum bransa. Ég er ekki hættur að starfa í pólitík, þetta er veira sem tók bólfestu í mér á barnsaldri og mér þykir harla ólíklegt að hún sé á förum í bráð.“

Frá árinu 2018 til 2022 var Tómas Ellert bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg en hann hefur einnig gengt ýmsums trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Var hann meðal annars kosningastjóri á landsvísu í Alþingiskosningunum 2021. Þá átti hann sæti í málefnanefnd flokksins og var varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi.

 

Egill er ekki bjartsýnn fyrir hönd vinstri flokkanna: „Enginn þessara flokka nær á þing“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir í sambandi við væntanlegar kosningar hér á landi í lok nóvember að „miðað við skoðanakönnun Maskínu í dag nýtast 13 prósent fylgisins vinstra megin ekki til að ná manni – þetta er fylgið sem í könnuninni fer til Pírata, VG, Sósíalista og Græningja.“

Segir í kjölfarið að “enginn þessara flokka nær inn á þing samkvæmt könnuninni.“

Egill er ekki bjartsýnn á gott gengi vinstri flokkanna á Íslandi:

„Horfur vinstri vængsins í þessum kosningum eru ekki sérlega bjartar – þrátt fyrir hið mikla tap Sjálfstæðisflokksins sem virðist vera í kortunum.“

Brynjar hnýtir í Hallgrím: „Stífbónaður í flottum fötum með rándýr gleraugu“

Hallgrímur Helgason rithöfundur og listamaður.

„Skemmtun er hugtak sem getur vafist fyrir okkur öllum. Í sólarlandaferðum í gamla daga var oft boðið um á dagsferðir um nágrennið sem menn greiddu fyrir eftirá. Virðuleg miðaldra kona harðneitaði að greiða fyrir eina slíka ferð á þeim grundvelli að þarna hefði verið auglýst skemmtiferð sem reyndist síðan ekkert skemmtileg. Þessi saga kom upp í hugann þegar ég horfði á Vikuna með einhverjum Gísla á RÚV síðasta föstudag.“ Þannig hefst færsla Brynjars Níelssonar, spéfugli og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, sem hann birti á Facebook í hádeginu en þar lét Hallgrímur Helgason gamminn geysa og þóttu margir hann gefa Bjarna Benediktssyni og öðrum hægrimönnum kjaftshögg. Vinstri menn hafa fagnað Hallgrími í hástert eftir þáttinn en hægrimenn eins og Brynjar hafa verið minna hrifnir. Eins og sést í færslunni. Hún heldur áfram:

„Mér skilst að þessi vika með Gísla sé skemmtiþáttur, að minnsta kosti auglýstur sem slíkur, þar sem einkum frægt og sjálfhverft fólk kemur til að upphefja sjálfan og níða aðra niður. Skilst einnig að þáttastjórnandinn gefi ekkert eftir í þeim efnum á sinn einstaklega fyndna hátt. Öfugt við skemmtiferðirnar í sólarlöndum greiðir maður fyrirfram fyrir skemmtunina á RÚV.

Í þessum þætti birtist gamall skólafélagi úr MH, sem síðar varð þekktur skattakóngur árum saman, stífbónaður í flottum fötum með rándýr gleraugu. Hann hefur greinilega ekki áttað sig á því að reiðir menn, sem hlægja mest sjálfir að eigin fyndni, eiga ekkert erindi í skemmtiþátt. Þeir eiga meira erindi í umræðuþátt á Samstöðunni um óréttlæti heimsins og mannvonsku annarra.“

Að lokum segir Brynjar að honum þyki Silfrið á RÚV mun betri skemmtiþáttur.

„Sjálfum finnst mér Silfrið miklu meiri skemmtiþáttur. Í gær urðu áhorfendur vitni að nýju meti í lurðuskap og lítilli sjálfsvirðingu. Svo fannst mér merkilegt að hægt væri að finna stjórnmálamann sem er minna glaðlegur en ég. Eins og lesa má hefur vel tekist til hjá mér á jákvæðninámskeiðinu hjá Óttari Guðmundssyni, geðlækni. Mættu fleiri panta sér tíma.“

Nýr kafli Birgittu

Birgitta Haukdal er margt til lista lagt -Ljósmynd: Instagram

Söngdívan Birgitta Haukdal hefur heldur betur náð að festa rætur sem barnabókahöfundur en henni hefur tekist á undanförnum tíu árum að verða einn af vinsælustu höfundum landsins með sögum sínum um Láru og ljónið Ljónsa en bækurnar eru tæplega 20 talsins. Þær hafa vissulega sína gagnrýnendur en Birgitta hefur ekki látið það stoppa sig hingað til.

Það virðist nefnilega litlu máli skipta hvort Lára og Ljónsi læra lesa, fari í sveit eða í leikhús. Allt selst þetta í bílförmum.

Birgitta ákvað hins vegar að breyta til með nýjustu bókinni en það er bakstursbók Láru og Ljónsa þar sem vinirnir kenna yngstu börnunum að baka. Með henni er Sylvía Haukdal, systir Birgittu og bakari, og má velta því fyrir sér hvort matreiðslubók fyrir fullorðna sé á dagskrá hjá þeim systrum …

Zelensky til Aðalsteins: „Þú mátt segja mér frá því og ég skal svo ræða það við forsætisráðherrann“

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segist ekki vera búinn að ræða við Bjarna Benediktsson um áframhaldandi viðskipti Íslands við Rússlands í gegnum Belarús. Úflutningsbann til Rússlands er í gildi hér á landi vegna stríðsins í Úkraínu.

Vandræðaleg uppákoma varð á sameiginilegum blaðamannafundi tengdum þingi Norðurlandaráðs í morgun þegar Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni spurði gáttaðan Zelensky spurningar sem kom sér illa fyrir Bjarna Benediktsson. „Zelensky forseti, ertu búinn að ræða við forsætisráðherra Íslands um áframhaldandi útflutning Íslands til Rússlands í gegnum milliliði í Belarús?“

Þögn sló á salinn og Bjarni Benediktsson sást horfa stjarfur fram í salinn. Zelensky svaraði, að því er virðist nokkuð gáttaður: „Hef ekki rætt það ennþá en við munum halda áfram samtali okkar.“

Aðalsteinn spurði forsetann þá hvort hann hefði vitað af þessu. „Nei, ekki smáatriðin,“ svaraði Zelensky og bætti við: „Þú mátt segja mér frá því og ég skal svo ræða það við forsætisráðherrann.“ Vakti svarið nokkra kátínu í salnum.

Aðalsteinn sagði þá að vörur séu sendar til Belarús þar sem þær eru endurpakkaðar og síðan seldar til Rússlands. Zelensky svaraði engu en Aðalsteinn bætti þá við: „Þannig að þú kannski ræðir þetta við forsætisráðherrann?“ Zelensky svaraði þá: „Ég geri það, ég geri það. Þakka þér kærlega fyrir“.

Bjarni Benediktsson sleit blaðamannafundinum eftir þessi orðaskipti Aðalsteins og Zelensky.

Hér má sjá myndband af samskiptunum:

Sólstöður gefa út aðra plötu sína – Suðupottur margra stíla

Sólstöður gefur út sína aðra plötu.

Sólstöður er fjölþjóðlegt tríó sem skartar sumum af efnilegustu jazztónlistarmönnum hver frá sínu heimalandi. Bandið skipa Mikael Máni á gítar, hollenski píanóleikarinn Stefan Bos og svisslenski kontrabassaleikarinn Pierre Balda.

Í Nóvember 2024 mun 2. plata hljómsveitarinnar Sólstöður koma út. Þríeykið hefur spilað saman í nánast tíu ár í Hollandi, Sviss og verður þetta í þriðja skipti sem bandið spilar á Íslandi. Fyrsta platan þeirra kom út árið 2020 og var gefin út af Smekkleysu. Hún vakti mikla ánægju meðal tónlistarunnenda og gagnrýnanda og hlaut hljómsveitin tilnefningu fyrir bestu tónsmíðar ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Bandið mun halda tónleika um landið til að fanga nýju plötunni. Upphafstónleikar túrsins verða 1. nóvember þar sem þeir munu spila í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Síðan halda þeir til Ísafjarðar þar sem þeir leika í Edinborgarhúsinu 2. nóvebmer. Þriðju tónleikarnir verða í Mengi í Reykjavík 3. nóvember. Einnig munu þeir halda tónleika þar sem þeir leika þekkt jazzlög á Forréttabarnum 4. nóvember.

Platan inniheldur lög eftir alla meðlimi bandsins, sérstaklega samin með þessa einstöku hljóðfæraskipan í huga; trommulaust tríó með tveim hljóma hljóðfærum. Þetta er suðupottur marga stíla sem væri hægt að skilgreina sem kammer-jazz. Leiðarljós bandsins er að reyna að fanga stemmingu hvers lags. Mörg lög eru lýrísk og rómantísk á köflum og stundum má heyra einhver áhrif neóklassískrar tónlistar glitta fram. Hins vegar eru önnur lög sorgleg, dramatísk og nánast hættuleg.

Mikael Máni er einn helsti gítarleikari landsins og var plata hans Innermost fyrr á árinu valin plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Á árinu kom einnig út fyrsta sólógítarplata hans hjá þýska útgáfufyrirtækinu ACT sem er ein af leiðandi útgáfum í jazztónlist.

Hér má sjá myndband við eitt laga bandsins:

Farþegi lést er risaalda skall á skemmtiferðaskipi – MYNDBÖND

Farþegi um borð í skemmtiferðaskipi lést og meira en 100 aðrir slösuðust eftir að níu metra há alda skall á skipinu, samkvæmt skýrslu sem var að koma út.

Spirit of Discovery-skipið var á ferð aftur til Bretlands meðfram Biskajaflóa (eða Fetlafirði) þann 4. nóvember 2023 þegar skipið varð fyrir óveðursvindum. Átta manns voru upphaflega fluttir á sjúkrahús þegar skipið kom til Portsmouth, Hampshire.

Farþegar sögðu á þeim tíma frá því hvernig þeir þurftu að „halda dauðahaldi“ í það sem var næst þeim þegar veðurhamurinn skall á lúxusbátnum. Nú hefur bráðabirgðaskýrsla sjóslysarannsóknardeildar (MAIB) nú leitt í ljós að einn farþeganna sem voru meðhöndlaðir á sjúkrahúsi hafi látist síðar af sárum sínum.

Rúður brotnuðu og hlutir flugu á gólfið.

Áður en vindurinn barði á skipinu þurfti Spirit of Discovery, rekið af Saga Cruises, að hætta við heimsókn til Las Palmas de Gran Canaria á Gran Canaria-eyju þar sem veðrið versnaði og var þess í stað beint í átt að La Corona á Spáni, þegar höfninni var lokað vegna aðstæðna.

Í nýju skýrslunni kemur fram að 943 farþegar og 503 áhafnarmeðlimir hafi verið um borð þegar skipið, sem hafði siglt frá Puerto del Rosario á Fuerteventura á Kanaríeyjum, stóð frammi fyrir stormi upp á 64-72 metra á sekúndu og ölduhæð upp á níu metra.

Í skýrslu MAIB segir: „Um kl. 12:30 þann 4. nóvember 2023 missti farþegaskipið Spirit of Discovery vélarafl í miklu óveðri þegar það fór yfir Biskajaflóa. Þetta leiddi til þess að skipið hreyfðist kröftuglega á meðan áhöfnin endurræsti skipið. Vélaraflsvandinn, stormurinn og miklar hreyfingar skipsins héldu áfram þar til morguninn eftir þegar Spirit of Discovery gat haldið áfram ferð sinni. Á þessu tímabili slösuðust yfir 100 farþegar. Átta voru fluttir alvarlega slasaðir beint á sjúkrahús við komuna til Portsmouth á Englandi, einn þeirra lést síðar af sárum sínum.“

Skýrslan heldur áfram: „Í rannsókn MAIB voru allir þættir slyssins skoðaðir til að ákvarða orsakir og aðstæður þess að Spirit of Discovery tapaði vélarafli í óveðrinu, viðbragða um borð, þar á meðal greiningu á fyrirhugaðri ferð skipsins, undirbúnings fyrir siglingu skipsins í óveðri, viðbragða um borð við meiðslum farþega og skemmdum og læknismeðferða slasaðra farþega.“

Hér fyrir neðan má sjá aðeins örlítið brot af storminum sem skall á skipinu.

Hér má svo sjá lengri myndskeið um storminn:

Illugi varð vitni að búðarþjófnaði: „Ég ákvað að hringja ekki í lögregluna“

Illugi Jökulsson
Illugi Jökulsson varð vitni að þjófnaði í túristabúð.

Fjölmiðlamaðurinn og örsögusmiðurinn Illugi Jökulsson birti eina af sínum skemmtilegu örsögum á Facebook í gær en þar segist hann hafa orðið vitni að búðarþjófnaði.

„Í kvöldhúminu uppá götuhorni áðan stóðu þrír ferðamenn og voru að skoða eitthvað sem ögn flóttaleg kona var að baxa við að draga upp úr kápuvasa sínum.

„Tókstu þetta úr búðinni!“ sagði karlmaður á innsoginu.
„Stalstu þessu?“ sagði önnur kona víðáttuhissa. Konan í kápunni glotti og bjóst til að sýna þeim feng sinn.“ Þannig hófst færslan góða.

Illugi segist hafa velt fyrir sér hvort hann ætti að hringja í lögregluna.

„Nú sá ég fram á erfitt sálarstríð. Þetta virtist einkar viðkunnanlegt fólk en ef konan hafði verið að stela verðmætum úr verslun, bar mér þá ekki siðferðileg skylda til að hringja umsvifalaust í lögregluna?
Um leið og ég gekk framhjá sá ég hverju konan hélt á. Þetta var minnsta gerðin af tuskulunda.
Ég ákvað að hringja ekki í lögregluna.“

Níu skólar lamaðir í morgun – Kennarar komnir í skæruverkfall með kröfu um milljón á mánuði

Nemendur að störfum. Myndin tengist ekki beinlínis efni fréttarinnar.

Verk­fall kenn­ara í níu skól­um hófst á miðnætti í nótt. Kenn­ar­ar í fjór­um skól­um til viðbótar munu leggja niður störf í nóv­em­ber ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Semjist ekki hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík 11. nóvember. Þann 25. nóvember verður verkfall í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ.

Ekki hefur komið fram formleg kröfugerð kennara en krafan er sú að laun þeirra verði í samræmi við þau kjör sem sérfræðingar hafa á almennum markaði. Samkvæmt því vilja kennarar fá milljón krónur í mánaðarlaun. Samninganefnd sveitarfélaganna hefur talið kröfuna óásættanlega. Sveitarfélögin benda á að taka verði tillit til annarra kjara kennara en launanna. Þá þykir ljóst að launahækkanir kennara muni leiða til höfungahlaups þar sem aðrar stéttir muni sækja á um svipaðar kjarabætur. Verfallsboðunin fór fyrir félagsdóm sem kvað upp úr um að boðunin væri lögleg.

Gagnrýnt hefur verið að um sé að ræða skæruverkföll sem bitna á litlum hópi nemenda. Þessi baráttutækni ræðst af því að dýrt yrði fyrir félög kennara að halda út allsherjarverkfalli. Þessi aðferð er hagstæð fyrir verkfallssjóð félaganna.

Verkföllin sem hófust á miðnætti eru sum tímabundin. Þá er talið mögulegt að skipt verði út skólum í verkfalli og átökin verði framlengd eins og þurfa þykir.

Klausturkarlar í framboð

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður efsti maður á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í þriðja sæti verður Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður. Þeir eiga það sameiginlegt að Inga Sæland rak þá úr Flokki fólksins eftir rassaköstin og illmælgina á Klausturbar forðum þar sem tvímenningarnir komu saman ásamt fiorystu Miðflokksins. Umræðuefnið var helst pólitískir andstæðingar sem voru úthrópaðir og hrakyrtir. Klausturundurinn var öðrum þræði hluti af því makki að þingmenn Flokks fólksins gerðust liðhlaupar og gengju til liðs við Miðflokkinn.

Klausturmenn hafa sumir hverjir gengið svipugöngin og átt erfitt uppdráttar eftir að upptökur með rausi þeirra voru gerðar opinberar. Flestir féllu af þingi. Þetta hefur valdið þeim þjáningu og krafa er uppi um að fulltrúar íslensku þjóðarinnar biðji suma þeirra afsökunar. Væntanlega verður þar horft til Breiðuvíkurdrengjanna og bóta sem þeir fengu.

Í kröfunni um uppgjör og afsökunarbeiðni hefur sérstaklega verið vísað til Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem vermir annað sæti á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Nú eru allir Klausturkarlarnir komnir aftur í framboð og virðist nokkur eftirspurn eftir þeim.

Með framboði Karls Gauta og Ólafs má segja að allir hafi fengið nokkra uppreist æru fyrir þá ósvífni að opinbera illmælgi þeirra og dólgshátt. Því eins og segir í dægurlaginu þá komu þeir allir aftur, karlarnir á kútternum …

Barnahrellir í Hafnarfirði

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan í Hafnarfirði gerði leit að manni sem sýndi af sér þá afbrigðilegu hegðun að elta börn. Barnahrellirinn fannst ekki þrátt fyrir leit. Á sömu slóðum kviknaði eldur í bifreið.

Ofurölvi ökumaður var var stöðvaður í akstri í austurborginni. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöl. Hann reyndist vera óviðræðuhæfur og var læstur inni þar til vitglóra kviknar í höfði hans og mögulegt verður að taka af honum skýrslu.

Ráðist var  á ungling í Breiðholti. Málið er í rannsókn.

Köttur nærri dauður eftir hundaárás í Árbænum: „Ef hann lifir þetta af hefur hann níu líf“

Kötturinn var illa haldin - Mynd: DV/S

Shäferhundur drap næstum því kött árið 1990 í Elliðaárdalnum en DV fjallaði um málið.

„Þegar ég kom heim um miðjan dag í gær kom til mín lítil stelpa í húsinu á móti sem horfði upp á shäferhundinn elta köttinn og króa hann af. Eftir átökin var kötturinn ælandi og það lak úr honum blóðið,“ sagði Guðný Leósdóttir við DV um málið.

Guðný fór í kjölfarið farið að leita að kettinum í Elliðaárdalnum en hún átti heima skammt frá. Þar hitti hún konu sem sagði henni frá að hún hefði séð alblóðugan shäferhund. Sá hafi vakið mikinn óhug og leit hann út eins og villidýr.

„Köttinn fann ég svo í næsta garði, hreyfingarlausan í hnipri. Ég fór með hann á Dýraspítalann þar sem gert var að sárum hans. Kötturinn var í miklu sjokki og allur marinn þar sem hundurinn hafði gripið utan um hann með kjaftinum. Hann vill ekki einu sinni drekka vatn. Ég ætla að reyna að sprauta upp í hann fisksoði og vona að hann braggist eitthvað,“ sagði Guðný.

„Ef hann lifir þetta af hefur hann níu líf. Áður var hann mjög fjörugur en nú er hann alveg lífvana og sljór og vil ekki einu sinni drekka vatn.“

Maður hennar hringdi í lögregluna til að tilkynna málið en var sagt að hringja á skrifstofutíma.

Um hvern er Glúmur að tala? „Eigum við ekki önnur betri fyrirmenni? Eitthvað mennskara menni?“

Glúmur Baldvinsson. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Glúmur Baldvinsson kann að koma fyrir sig orði. Í tali. Í skrifum. Hefur skoðanir. Tjáir þær. Leyfir öðrum að njóta; og margir njóta.

Takk Glúmur.

Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu.

Glúmur hefur „fylgst stíft með fréttum í allan dag. Allir mættir á einkaþotum svo ég geri ráð fyrir að loftslagsbreytingar eru ekki ofarlega á baugi þessara fyrirmenna svokölluðu.“

Bætir við:

„En mér finnst þetta merkileg orðanotkun: Fyrirmenni. Það er eitthvað sem ég vil verða þegar ég verð stór: Fyrirmenni. Mikið hlakka ég til. Sneddí stöff.

Segir að lokum þetta – og spyr:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

„Eina sem ég skil ekki: Af hverju er Ingibjörg Sólrún kölluð trekk í trekk til RÚV sem álitsgjafi? Eigum við ekki önnur betri fyrirmenni? Eitthvað mennskara menni?“

Lögreglan sögð hafa handtekið 13 ára palestínskan dreng við Stjórnarráðið: MYNDBAND

Handtaka. Mynd: Instagram-skjáskot

Lögreglan í Reykjavík er sögð hafa handtekið 13 ára palestínskan dreng í mótmælum síðastliðinn föstudag.

Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og hreyfihönnuður birti myndband á Instagram sem sýnir lögregluna handtaka mótmælanda fyrir utan Stjórnarráð Íslands síðastliðinn föstudag en þá stóð yfir mótmæli vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Fullyrðir Pétur að sá handtekni sé 13 ára palestínskur drengur.

Í myndbandinu má sjá nokkuð harkalega meðferð lögreglumanns á drenginum en hann setur hann bæði í handjárn og leggur hné í bak hans. Þá sést hann einnig taka drenginn hálstaki sem slær á hendurnar á lögreglumanninum að því er virðist til að láta vita að hann nái ekki andanum. Síðar lyftir hann handleggjum hins handjárnaða drengs nokkuð hátt upp fyrir aftan bak áður en hann fer með hann áleiðis.

Mannlíf heyrði í Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá aðgerðarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðfesti að einn hafi verið handtekinn í mótmælunum en gat ekki fullyrt um aldur þess handtekna. „Ég veit ekki hvaða myndband þú ert að tala um en það voru mótmæli þarna á föstudaginn, ég get staðfest það,“ sagði Kristján Helgi spurður út í myndbandið. Hann hélt áfram: „Þar var fólk að grýta rauðum lit eða málningu á lögreglumenn og jafnvel Stjórnarráðið, ég get staðfest það. Það var einn handtekinn en ég man ekki aldurinn á honum og enn síður að lögreglumenn á vettvangi hafi vitað aldurinn á honum.“ Sagðist Kristján Helgi af þeim sökum ekki getað svarað almennilega um málið, hann þyrfti að sjá myndbandið fyrst. Aðspurður hvort Barnavernd hafi verið gert viðvart sagðist hann ekki vita það en ef að drengurinn er undir lögaldri þá hefur Barnavernd örugglega verið gert viðvart. „Það er bara prótókolið hjá okkur“.

Ekki náðist í Barnavernd Reykjavíkur við gerð fréttarinnar.

Hér má sjá myndbandið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Raddir