Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Það rignir og rignir

Skýjað og rigning með köflum næstu daga,

Landsmenn þurfa að bíða eftir sumarsólinni enn um hríð. Veðurstofan spáir norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Rigning verður um landið suðaustan- og síðar austanvert, en skýjað og úrkomulítið vestanlands. Hiti fimm til fjórtán stig. Hlýjast verður suðvestanlands.

Næstu dagar munu bera í skauti sér svipað veður þar sem norðaustan átt verður ríkjandi. Helgin verður ekkert sérstök í veðurfarslegu tilliti. Allt að 13 metrar á sekúndu verða norðvestan til á landinu á morgun. Rigning verður með köflum, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti fimm til tólf stig.

Á sunnudag er útlit fyrir ákveðna suðvestan- og vestanátt með skúrum, einkum um landið vestanvert. Hiti sjö til sextán stig. Hlýjast verður fyrir austan. Sólarglennur verða inn á milli og það stefnir í rjómablíðu á Austfjörðum á miðvikudaginn.

Gjaldþrotahrina hjá Davíð sem stendur á rústum félaga sinna

Davíð Viðarsson eða Quang Lé, áður eigandi Wok On og fjölda annarra félaga.

Athafnamaðurinn Quang Le, öðru nafni Davíð Garðarsson, stendur nú á rústum fyrirtækja sinna eftir að hann hafði verið handtekinn í rassíu yfirvalda fyrir meint mansal og önnur broyt í atvinnurekstri, Félög hans,  Wokon ehf. og EA17, hafa verið úrskurðuð gjaldþrota, samkvæmt Lögbirtingablaðinu. Quang Lé sat í gæsluvarðhaldi í rúma þrjá mánuði eftir að rannsókn hófst á rekstri hans. Vika er síðan hann var látinn laus. Þá reyndi hann að ná sambandi við meint fórnarlömb sín.

Gjaldþrotin gengu yfir eftir að lögregla frysti bankareikninga og kyrrsetti aðrar eignir og fjármuni vegna rannsóknar á fyrirtækjum sem tengd eru honum. Samtals voru félögin með um 175 milljónir í eignir samkvæmt ársreikningi 2022, samkvæmt frétt á Vísi. Þá var Wokon ehf. með jákvætt eigið fé um 60 milljónir en EA17 neikvætt eigið fé upp á sex milljónir. Félögin hafa þó ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2023.
Vietnam Cuisine ehf. er á meðal þeirra fjölmörgu veitinga- og fasteignafélaga sem voru í eigu Quangs Lés. Það var félag var tekið til skipta fyrir rúmum tveimur vikum.
Meðal annarra félaga í eigu Quang  voru Vietnam market ehf., NQ fasteignir, Vietnam Restaurant og Vy-þrif.
Það er til marks um stærðagráðu gjaldþrotanna að Wokon ehf. var með rekstur á sjö
veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Auk þess sáu utanaðkomandi rekstraraðilar um rekstur Wok On í Vík í Mýrdal og Hveragerði.
Sakborningar í málinu gegn Quang Le eru nú alls tólf.

Spegill Óla

Óli Björn Kárason.

Eftir stórkarlalegar yfirlýsingar um brot ráðherra Vinstri-grænna í andófi sínu gegn hvalveiðum komst Óli Björn Kárason að þeirri niðurstöðu að best væri að vera stilltur og styðja ekki tillögu Berþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Óli Björn hefur, allt frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra bannaði hvalveiðar, fordæmt ráðherra VG og hótað illu vegna brota flokksins gegn Hvali hf.

Margir voru þeir sem veltu vöngum yfir því hvað Óli Björn myndi gera í núverandi stöðu. Sjálfur var hann þöguill sem gröfin þar til kom að atkvæðagreiðslunni. „Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og nokkuð sáttur við sjálfan mig, eftir að hafa sagt nei,“ sagði Óli Björn þegar hann studdi VG og sló líklega met í hræsni og yfrborðspólitík. Spegill, spegill herm þú mér …

Enn ein kisan sem lendir í minkagildru: „Fóturinn mölbrotinn og það þarf að fjarlægja hann“

Jacobina Joensen – sem er formaður Villikatta – segir einfaldlega:

„Nú er nóg komið!“

Bætir þessu við:

„Rétt eftir hádegi í dag fengum við símtal frá manni sem var við Sorpu í Gufunesi. Það hafði leitað til hans kisa sem var með minkagildru fasta um fótinn á sér. Kisan er í lífshættu, fóturinn er mölbrotinn og þarf fjarlægja hann.“

Hún bætir því við að „enn einu sinni slasast kisa lífshættulega vegna minkagildru sem sett er út af meindýraeyði, eftirlitslaus og óvarin gildra svo önnur dýr komast í hana. Gildran var fest niður með bandi sem kisa gat slitið og þar sem þetta er gæf kisa þá leitaði hún sér hjálpar hjá mannfólkinu.“

Jacobina segir að „ef um vergangs- eða villikött hefði verið að ræða þá hefði hann falið sig og dáið hægum, kvalarfullum dauðdaga af sárum sínum. Það er óskiljanlegt að svona gildrur, sem hannaðar eru til að meiða dýr, séu enn leyfðar á Íslandi. Þessu verður að breyta!“

Félagið Villikettir fordæmir einstaklinga, sveitarfélög og félagasamtök sem koma fyrir svona gildrum til að losna við ketti og minka. það eru til mannúðlegri leiðir.“

Baltasar Kormákur fann þrjú illa farin hross í útihúsi sínu: „Þetta eru bara sjúklingar núna“

Baltasar Kormákur Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Árið 1994 fann Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri þrjú illa farin hross í útihúsi á nýrri jörð sem hann hafði keypt sér ásamt öðru fólki.

Lögreglan rannsakaði málið en í ljós kom að hrossin voru af næstu jörð, Hrafnhólum í Mosfellsbæ. Eigandi þeirra, Kristján Guðmundsson hafði saknað þeirra í þrjár vikur. Hrossin voru illa á sig komin þegar þau fundust en til stóð að selja eitt þeirra til útlanda en sú sala komst í uppnám vegna málsins. Grunaði Kristjáni að þeim hefði verið stolið.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Lögreglan rannsakar dularfull hvarf þriggja hrossa í Mosfellsbæ:

Hrossin fengu hvorki vott né þurrt í 3 vikur

– fundust innilokuð og orðin grindhoruð í útihúsi í nágrenninu

„Þetta eru bara sjúklingar núna. Ég hef hrossin í húsi og gef þeim meðal annars vítamín. Fyrst fengu þau sprautu og þeim var gefið reglulega. Ég er ekki viss um að þau fari úr hesthúsi fyrr en í vor. Þau verða jafnvel ekki búin að ná sér fyrr,“ sagði Kristján Guðmundsson á Hrafnhólum í Mosfellsbæ í samtali við DV. Lögreglan rannsakar hvarf þriggja af hrossum Kristjáns sem talin eru hafa verið lokuð inni í útihúsi skammt frá í þrjár vikur. Næsta jörð er Skeggjastaðir og þar fundust hrossin. Nýir eigendur þar, meðal annars Baltasar Kormákur leikari, fundu hrossin þar sem þau voru illa á sig komin í einu af útihúsunum en þar eru hús sem eitt sinn voru notuð undir minkabú. Lögreglan var látin vita og eigandinn í framhaldi af því.

Kristján með hrossin

„Ég var búinn að leita hrossanna og var farinn að hallast að því að þeim hefði verið stolið,“ sagði Kristján. Óljóst er hvemig hrossin komust inn í framangreint útihús. Aðrar dyr hússins eru innkeyrsludyr en hinar eru með renniloku. Því er alls ekki talið útilokað að hrossin hafi verið lokuð inni af mannavöldum. Þau höfðu verið í girðingu ásamt fleiri hrossum og því var því ekki veitt sérstök eftirtekt þegar þau hurfu. Mögulegt er að hrossin þrjú hafi farið að útihúsunum þegar hópurinn slapp út fyrir girðingu. Kristján sagði að eitt af hrossunum, Hnokki, hefði verið selt til útlanda en af því gæti ekki orðið með sama hætti og áætlað hefði verið. Hin hrossin voru talin efnileg eins og Kristján orðaði það.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 12. maí 2023.

Jóhann Páll segir að markmiðið sé að „enginn öryrki verði skilinn eftir“

Jóhann Páll Jóhannsson – þingmaður Samfylkingarinnar – segir að „stjórnarandstaðan [sé] sameinuð um breytingar í þágu öryrkja“ og að málið snúist „um að enginn öryrki verði skilinn eftir.“

Hann bætir því við að „það gleður mig að greina frá því að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis standa saman að breytingartillögum við frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu.“

Jóhann Páll segir að „markmiðið er að knýja fram breytingar í krafti samstöðu. Það eru ýmis skref í rétta átt í frumvarpinu – en ég hef einnig bent á stórhættulega ágalla sem verður að laga.

Með aðstoð ÖBÍ og Þroskahjálpar höfum við þegar náð fram ákveðnum breytingum. En margt stendur út af og breytingartillögur okkar snúa að fimm atriðum:

(1) Fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo enginn öryrki verði skilinn eftir.

(2) Öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að finna starf við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður.

(3) Skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.

(4) Hafið verði yfir allan vafa að enginn sem þegar hefur fengið örorkumat verði þvingaður í hið nýja „samþætta sérfræðimat“.

(5) Alþingi fái skýrslu frá ráðherra um útfærslu á samþættu sérfræðimati – sem á að koma í stað örorkumats en er enn algjörlega óútfært.“

Jóhann Páll færir í tal að hann hafi nýverið boðið „öryrkjum Íslands til Alþingis til að ræða örorkufrumvarpið og þessar tillögur voru smíðaðar í kjölfarið. Meðflutningsmenn eru þau Arndís Anna K. Gunnarsdóttir í Pírötum, Bergþór Ólason í Miðflokki, Guðbrandur Einarsson í Viðreisn og Guðmundur Ingi Kristinsson í Flokki fólksins.“

Segir að endingu:

„Um er að ræða eins konar lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær. Þetta er risastórt velferðarmál sem varðar ekki aðeins alla öryrkja Íslands heldur einnig vinnandi fólk sem getur misst starfsgetu í framtíðinni, ef það veikist til dæmis eða lendir í slysi.“

Útgáfutónleikar Sverris Norland í kvöld á Röntgen – Óformleg og létt stemning

Útgáfutónleikar fyrir plötuna „Mér líður best illa“ með Sverri Norland fara fram þann 20. júní kl. 20 á Röntgen (efri hæð), Hverfisgötu 12.

Um tónleikana segir í fréttatilkynningu:

Stemningin á tónleikum verður óformleg og létt, eins og við séum stödd heima í stofu hjá Sverri. Hann segir frá tilurð laganna og fléttar sögur saman við tónlistina. Með Sverri spila Humi (Ragnar Jón Ragnarsson) á píanó, hljómborð og syntha og Birkir Blær Ingólfsson á saxófón. Hugsanlega stökkva fleiri gestir upp á svið. Ókeypis inn. 

Um „Mér líður best illa“

„Mér líður best illa“ kom út í maí og er önnur breiðskífa Sverris Norland. Hún geymir fimmtán grípandi popplög af ólíkum toga, þar sem áherslan er ekki síst á skemmtilega og hugmyndaríka textagerð á íslensku.  

Með Sverri spila á plötunni:

– Agnes Björgvinsdóttir, bakraddir

– Birkir Blær Ingólfsson, saxófónn

– Helgi Egilsson, bassi og bakraddir (Fjallabræður, Albatross, fleiri)  

– Óskar Þormarsson, trommur (Fjallabræður, Albatross, fleiri)

– Ragnar Jón Ragnarson, eða Humi, hljómborð, synthar og bakraddir (Urmull & Kraðak)

Upptökustjórn var í höndum Ólafs Daðasonar. Jón Skuggi hljóðblandaði plötuna en Halldór Gunnar Pálsson hljóðblandaði eitt lag („Mér líður best illa“).

Um Sverri Norland:

Fyrsta hljómplata hans, Sverrir Norland, kom út árið 2008.

Sverrir Norland hefur einnig gefið út fjölmargar bækur, þ.m. talið lofuð verk á borð við Klettinn (2023), Stríð og klið (2021) og Fyrir allra augum (2016). Hann starfar einnig sem útgefandi, við dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi og sem handritshöfundur og sem sérfræðingur í samskiptum hjá Arion banka.

 

Katrín gefur ríkisstjórninni ókeypis ráð: „Vöndum okkur – náttúra Íslands er hér að veði!“

Ríkisstjórn Íslands 2024 er í uppnámi.
Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir gefur ríkisstjórninni ókeypis hugmynd varðandi lagareldi en afgreiðslu frumvarps um slíka starfsemi var í dag frestað til hausts .

|
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, segir lagareldi rústa íslenskri náttúru.

Frumvarpi um lagareldi var í dag frestað afgreiðslu þar til í haust en frumvarpið er afar umdeilt en þau sem eru andvígir því hafa sagt það gefa norskum auðjöfrum heilu firðina undir mengani iðnað sem lagareldi sé.

Baráttukonan og lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir, sem gagnrýnt hefur frumvarpið hvað harðast, skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem hún gefur ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ráð, sem hún ætlar ekki að rukka neitt fyrir.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„ÓKEYPIS HUGMYND:

Nú hefur hinu meingallaða frumvarpi um lagareldi verið frestað enda geta ríkisstjórnarflokkarnir ekki komið sér saman um það.
Það er gott en líka slæmt því stjórnsýslan sem er viðhöfð á grundvelli gildandi laga er hörmuleg! Þetta er meðal annars vegna þess að ábendingar Ríkisendurskoðunar um skipulagningu, forsamráð og samþættingu á leyfisveitingum hafa verið hunsaðar.
Hér er því ókeypis hugmynd fyrir ríkisstjórnina: Öll leyfi til sjókvíaeldis verði stöðvuð þar til ný lög um málaflokkinn hafa tekið gildi.
Vöndum okkur – náttúra Íslands er hér að veði!“

Lætur þingkonur Vinstri Grænna hafa það óþvegið: „Sorglegar fyrirmyndir ungra kvenna á Íslandi“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lætur þingmenn Vinstri Grænna fá það óþvegið í kjölfar atkvæðagreiðslu á vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra.

„Hvað á að segja við embættismenn eins og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem fékk á sig vantrauststillögu í morgun. Sem samþykkir að gerast vikastúlka og bera á borð fyir þjóðina lagareldisfrumvarp úr ranni Katrínar Jakobsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur. VG hafa aldri verið annað en leiktjöldin ein, flokkur sem hefur skreytt sig með dyggðum og vinsældalíklegum málum. Engar efndir, bara svik. “Þannig hefst rassskellur, í formi Facebook-færslu, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu og fyrrum forsetaframbjóðanda. Og hún var hvergi nærri hætt:

„Steingrímur J. Sigfússon guðfaðir flokksins og stefnu hans vandlega falinn í skugga kvenna sem hafa felulitað flokkinn með kvenleika sínum. Nú er hann loks farinn glansinn af holum ,,kvenskörungum“ í VG. Og mættum við vinsamlegast frétta minna af vanlíðan Jódísar og ,,mennsku“ sem engu skilar í þingstörfum hennar.“

Segir hún þingkonur Vinstri Grænna allar „vonlausar“:

„Vonlausir stjórnmálamenn allar sem ein því miður og sorglegar fyrirmyndir ungra kvenna á Íslandi. Ísland þarf ekki á svona stjórnmálakonum að halda. Konum sem með fylgispekt í hræðslu tryggja völd þeirra sem eiga og ráða í okkar landi.“

Að endingu hvetur hún Íslendinga til að afþakka „gervimennskuna“ á þinginu:

„Það voru konur sem tryggðu borgaraleg réttindi allra á Íslandi byggðu upp velferðakerfi á íslandi, konur sem tryggðu hér byggingu landspítala og konur sem settu á laggirnar fátækraaðstoð. Þær konur finnast enn á Íslandi og á óstarfhæfu alþingi sem með víðsýni, skilningi, greind og sjálfstæði er treystandi til að vinna fyrir almenning. Hömpum þeim en afþökkum gervimennskuna.“

Vantraustið var fellt – Jón Gunnarsson kaus ekki

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarni Benediktsson eru báðir í nauðvörn.

Vantrauststillaga Miðflokksins á hendur matvælaráðherra var rétt í þessu felld á Alþingi.

Stór orð féllu í umræðunni áður en gengið var til atkvæðagreiðslunnar en stjórnarmeðlimir kölluðu tillöguna meðal annars „lýðskrum“ og „leikrit fáránleikans“ á meðan stjórnarandstæðuþingmenn töluðu um „lögbrot“

Alls kusu 23 með tillögunni en 35 kusu gegn henni og einn greiddi ekki atkvæði. Var hún því felld.

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði sérstaklega grein fyrir atkvæði sínu en hann hefur verið afar gagnrýninn á matvælaráðherra Vinstri grænna. Þar gagnrýndi hann áfram Vinstri græna og tilkynnti svo að hann myndi ekki greiða atkvæði í málinu.

Óli Björn Kárason, sem einnig hefur gagnrýnt matvælaráðherra vegna málsins, steig í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar sagði hann meðal annars: „Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem vilja fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.“

Bjarni pirraður og vill kjósa um vantraustið: „Vonandi finnum við botninn og spyrnum okkur upp“

Bjarni Benediktsson Mynd: RÚV-skjáskot

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands er afar hneikslaðust á ræðuhaldi stjórnarandstöðunnar og vill að gengið sé strax til kosninga um vantrauststillögu á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur.

Í þessum töluðu orðum stendur yfir umræður á Alþingi varðandi vantrauststillögu Miðflokksins á hendur matvælaráðherra. Bjarni Benediktsson er afar hneikslaður á umræðunni og vill að kosið verði strax um vantraustið, sem hann segir að verði felld. Vitnaði hann svo í Þráinn Bertelson, rithöfund og fyrrverandi þingmann, sem kallaði dagskrárliðinn störf þingsins „hálftími hálfvitanna“.

Segir hann að nú sé botninum náð á þinginu en segir að þá sé þó hægt að spyrna sér aftur upp. „Vonandi finnum við botninn og spyrnum okkur upp og hefjum virðingu Alþingis aftur upp.“ Úr salnum heyrðist þá „Heyr, heyr,“ frá nokkrum þingmönnum.

Segir sögusagnir um ánægðju með lagareldisfrumvarpið ósannar: „Þetta má aldrei verða að lögum!“

Lagareldi Ljósmynd: stjornarradid.is

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir orðróm í gangi um að náttúru- og landverndarsamtök séu ánægð með breytingar sem gerðar hafi verið á lagareldisfrumvarpinu, ósannan. Hvetur hún Íslendinga til að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista gegn frumvarpinu.

„Tæplega 7000 manns hafa skrifað undir og nú verður fólk að spíta í lófana og skrifa undir og deila eins og mest það má. Undirskriftalista má finna efst undir færslunni.“ Þetta skifaði leikkonan Steinunn Ólína á Facebook í gær.

Í færslunni hefur hún orð á ákveðnum orðrómi sem hún segir ósannan:

„Heyrst hefur að keyra eigi þetta í gegnum þingið og sá orðrómur gengur meðal stjórnarandstöðu að náttúru- og landverndarsamtök séu ánægð með breytingar þær sem kynntar verði. Það er ósatt með öllu.“

Að lokum hvetur hún alla til að skrifa undir og birtir textann sem fylgir undirskriftarsöfnuninni.

„Þetta má aldrei verða að lögum! Ég hvet alla til að áframsenda á vini og þingmenn alla sem þið getið taggað.

„Við undirrituð skorum á Alþingi Íslendinga að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust. Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti og hefur hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“.“

Undirskriftarsöfnunin.

Ríflega helmingur ökumanna notar síma undir stýri – Sláandi niðurstöður Samgöngustofu

Rúmlega fjórðungur Íslendinga lætur símanotkun annarra í umferðinni trufla sig mikið en nota samt sjálf símann undir stýri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir Samgöngustofu sem framkvæmd var í júní 2024. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samgöngustofu.

Í maí ýttu Sjóvá og Samgöngustofa úr vör herferðinni Ekki taka skjáhættuna. Markmið hennar er að vekja athygli á þeirri hættu sem skjánotkun skapar í umferðinni. Töluverð umfjöllun hefur verið um herferðina og ákvað Samgöngustofa því að láta kanna aftur viðhorf ökumanna til farsímanotkunar undir stýri.

Samkvæmt fréttatilkynningunni eru niðurstöður könnunarinnar þær að næstum helmingur ökumanna segir farsímanotkun annarra í umferðinni trufla sig mjög mikið eða frekar mikið, eða 45,7 prósent, og 30 prósent segja hana trufla sig lítið sem ekkert. Um 60 prósent af þeim 45,7 prósentum sem truflast mikið af símanotkun annarra nota símann sjálf við akstur og því er rúmlega fjórðungur Íslendinga í þeim hópi fólks sem truflast af símanotkun annarra í umferðinni en notar þó símann sjálft undir stýri.

Rúmlega helmingur ökumanna á það til að nota farsímann undir stýri.

54,1 prósent eiga það til að nota farsímann á ferð og 55,4 prósent eiga það til að nota hann á rauðu ljósi sem bendir til að nánast allir sem eiga það til að nota símann á rauðu ljósi gera það líka á ferð. Athygli vekur að mjög fáir eru með harða afstöðu gagnvart því að nota símann aðeins á rauðu ljósi en aldrei á ferð.

Í ljós kom að 10,6 prósent nota alltaf akstursstillingu á farsíma, fáir nota hana stundum, sjaldan eða oft. Einnig kom fram að 23,8 prósent vita af henni en nota hana ekki og 56,1 prósent hafa ekki heyrt um hana. Hér er því rými til úrbóta en akstursstilling er góð leið til að hafa hemil á símanotkun undir stýri.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að herferð Sjóvá og Samgöngustofu, Ekki taka skjáhættuna varpi ljósi á þá símanotkun sem á sér stað undir stýri í dag og er henni líkt við sambærilega notkun tækja sem frekar voru notuð á síðustu öld. Sem dæmi hefði engum dottið í hug, hvorki á síðustu öld né núna, að skrifa bréf á ritvél samhliða því að aka bíl en sú hegðun er í raun sambærileg við að skrifa skilaboð á síma. Truflunin er sú sama, það er að segja, hugurinn snýr sér að skilaboðunum og við erum ekki með athyglina við aksturinn. Hættan er sambærileg en af einhverjum ástæðum samþykkjum við aðra hegðunina en ekki hina.

Hægt er að kynna sér átakið á vefsíðunni https://skjahaetta.is/. Þar má nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum en þar er einnig að finna fræðslumyndbönd sem sýna hvernig setja á upp akstursstillingu fyrir farsíma. Þannig má forðast það að taka skjáhættu í umferðinni og stuðla með því að eigin öryggi og annarra.

 

Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

Jay Slater með móður sinni, Debbie Duncan

Vinkona hins 19 ára Jay Slater, sem týndur er á Tenerife, segir hann hafa slasaði sig á fæti og hafi verið með ofþornun og villtur, áður en hann hvarf á eyjunni.

Sjá einnig: Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Lucy Law, vinkona Jay, segir að hvarf hans sé „grunsamlegt og skrítið“ en hann ætlaði sér að ganga í 11 klukkutíma, frekar en að bíða eftir rútu.

Síðast heyrðist frá hinum 19 ára Breta klukkan 08:15 á mánudagsmorgun eftir að hann hafði dvalið hjá fólki sem hann hitti á NRG tónlistarhátíðinni, fyrr um daginn.

Staðirnir á Tenerife sem Jay dvaldi á.

Í samtali við The Sun, sagði Lucy að Jay hafi ekki verið „heimskur“ og bætti við: „Það er eitthvað skrítið í gangi. Þetta er grunsamlegt. Ekki sjens að enginn hafi séð hann í tvo daga.“

„Það er veitingastaður í 10 mínútna fjarlægð, sem hann hefði séð eða gengið framhjá. Þetta er grunsamlegt og skrítið,“ sagði Lucy.

Hrjóstrugt svæði

Jay sást síðast klæddur í hvítan stuttermabol, stuttbuxum og íþróttaskóm. Símagögn sýna að síðasta þekkta staðsetning hans hafi verið í Rural de Teno-garðinum, sem er vinsælt göngusvæði.

Svæðið er ansi torfært.Breski blaðamaðurinn Chris Elkington, ritstjóri Canarian Weekly, sagði BBC að svæðið þar sem síðast er vitað af Jay, sé „torfært“. „Þetta er svæði sem inniheldur margar gönguleiðir, þar er mikil fjalllendi, nokkuð strjált, frekar hrjóstrugt,“ sagði hann og hélt áfram: „Nokkuð eyðimerkurlegt svæði á marga vegu, með djúpum giljum og dölum. Þetta er svæði sem þú vilt pottþétt ekki vera á án almennilegs skófatnaðar, sérstaklega ef þú ert vatnslaus.“

Skar sig á kaktus

Stuttu áður en sími hans varð batterísaus, sagði Jay vinkonu sinni, Lucy, að hann hefði „skorið legginn á kaktusi“ á göngu sinni í átt að dvalarstað sínum.

Lucy sagði Sky News að hann hafi hringt í sig kortér yfir átta á mánudagsmorgun og sagt henni að hann væri villtur og vatnslaus og að batteríið á símanum hans ætti bara eitt prósent eftir. Þrátt fyrir það tókst honum að senda vinkonu sinni ljósmynd af staðsetningu sinni og hún sagði honum að ganga til baka þaðan sem hann kom. Jay hafi hins vegar ekki verið viss hvaðan hann hafði gengið og var aðeins klæddur í stuttermabol og stuttbuxur.

Fljótlega eftir að Jay týndist bauðst bandarísk kona til að keyra Lucy að fjallendinu. „Það voru bókstaflega engin merki um hann neins staðar, Við keyrðum um allan daginn,“ sagði Lucy.

 

Kraftaverk Helgu Rakelar

Skjáskot: ruv.is

Baráttukonan og kvikmyndagerðarmaðurinn, Helga Rakel Rafnsdóttir, hefur háð harða baráttu við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn undanfarin ár. Helga Rakel hefur ekkert verið á vík að gefast upp fyrir vágestinum arfgenga sem kostaði föður hennar, Rafn Jónsson tónlistarmann, lífið þegar hann var aðeins 49 ára. Helga, sem verður 49 ára á þessu ári, barðist fyrir því að fá lyfið Tofersen sem ekki var á lyfjaskrá. Hún fékk undanþáguna og nú, ári síðar, er líf hennar allt annað og betra. Hægt hefur á sjúkdómnum.

Helga greindist með MND-sjúkdóminn fyrir þremur árum síðan og barðist hún fyrir því að fá undanþágubeiðni samþykkta hjá Lyfjaeftirlitinu til að geta fengið að taka lyfið. Helga Rakel ræddi málið í Mannlega þættinum á Rás 1 þar sem  hún segist vera mun sterkari en fyrir ári síðan sem gerist venjulega ekki í þessum sjúkdómi. „Mikill léttir að hafa vonina,“ segir Helga Rakel um kraftaverkið sem fylgir lyfinu. Hún upplýsti jafnframt að hún væri með áform um að gera nýja kvikmynd …

Vantrausti á Bjarkeyju verður hafnað: „Trúverðugleiki þingflokks Sjálfstæðismanna í holræsið“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Vantrauststillaga á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður afgreidd og væntanlega felld á Alþingi í dag. Ráðherrann hefur líkt og forverar hans í embætti, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sætt fordæmingu fyrir stjórnsýslu og brellur sínar í málinu.

Nokkrir Sjálfstæðismenn hafa haft sig í frammi og lýst andúð sinni á vinnubrögðum Vinstri-grænna. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis, hefur verið þar fremstur í flokki. Nú liggur fyrir að Teitur mun ekki taka þátt í afgreiðslunni þar sem hann er á sjúkrabeði. „Verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról,“ svaraði Teitur fyrirspurn Mannlífs í gær.

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hvílir á sjúkrabeði. Mynd: Facebook.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaðpur Sjálfstæðisflokksins, fullyrti í gær að flokkurinn hefpui fulla stjórn á sínu fólki sem myndi greiða atkvæði gegn vantrausti. Samkvæmt því munu Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason lúta fullri stjórn í málinu.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsformaður af Akranesi, er á sama máli og telur að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýst hafa óánægju muni fela sig á bak við varamenn.

„Ætla að spá að það verði nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem muni kalla inn varamenn eða boða forföll til að forða sér frá því að það sjáist að þeir þori ekki að styðja við vantraust á matvælaráðherra. Veit að það þýðir ekki að elta ólar við þingmenn Framsóknar enda búinn að sjá að sá flokkur virðist ekki standa fyrir neitt annað en sjálfan sig,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur furðar sig á yfirlýsingu Hildar um að vantrauststillagan sé pólitískt leikrit.

„Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð,“ skrifar Vilhjálmur.

Útgerð foreldra Steinunnar lauk þegar snjóflóð féll á höfnina: „Ég er stoltur Flateyringur“

Steinunn Einarsdóttir er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Steinunn var sjómaður um árabil á báti foreldra sinna.

Áralöng útgerðarsaga foreldra Steinunnar, Guðrúnar Pálsdóttir og Einars Guðbjartssonar, endaði snögglega er snjóflóð féll á smábátahöfnina á Flateyri árið 2020. Aðeins stóð einn bátur eftir af flota Flateyringa.

„Þetta var rosalegt sjokk,“ segir Steinunn við Reyni þegar hann spyr hana út í snjóflóðið en hún var á staðnum er það féll, rétt eins og þegar hið mannskæða snjóflóð féll á þorpið 25 árum fyrr. Og Steinunn heldur áfram: „Bæði útgerðarinnar vegna og líka að upplifa aftur svona snjóflóð. Þetta rífur svolítið upp.“

Steinunn Einarsdóttirt og faðir hennar. Einar Guðbjartsson, við Blossa ÍS.

Reynir spyr hvort að foreldrar Steinunnar hefðu þarna ákveðið að nú væri komið nóg.

Steinunn: „Já en þarna eru þau líka farin að nálgast sjötugt. En þetta tók langan tíma, tryggingarnar náttúrulega,“ segir hún og brosir. „Þetta tók örugglega hálft ár og þegar maður er á sjötugsaldri að fara að byrja upp á nýtt, smíða nýjan bát, það er ekkert … svona bátar liggja ekkert á sölu sko.“

Reynir spyr Steinunni hvernig hún sjái framtíðina á Flateyri, en þar vill hún búa ásamt fjölskyldu sinni. Reynir spyr hvort synirnir muni búa þar eftir að þeir slíta barnsskónum.

„Já sko, það er magnað alveg, mamma og pabbi eru náttúlega miklir Önfirðingar, alveg langt aftur í ættir. Og ég hef verið mikill talsmaður Flateyrar og er rosalega stoltur Flateyringur. Og þeir eru pínu svona líka.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Óskar Hrafn að taka við KR – Gregg Ryder látinn fara

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Þjálfarinn, knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var nýverið ráðinn til starfa hjá KR; ekki sem knattspyrnuþjálfari:

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram. Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar. Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.“

En nú er staðan önnur. KR hefur ekki gengið nægilega vel undir stjórn þjálfarans Gregg Ryders er tók við liðinu eftir síðasta tímabil.

Gregg Ryder.

Eftir að Óskar Hrafn hætti óvænt þjálfun í Noregi sneri hann strax aftur til síns uppeldisfélags; strax var rætt um að Óskar Hrafn tæki við liðinu af Gregg Ryder, enda vandfundinn eins eftirsóttur íslenskur þjálfari og Óskar Hrafn.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er þessa stundina verið að ganga frá samningi Óskars Hrafns við KR; að hann taki við þjálfun liðsins mjög fljótlega. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.

 

Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Jay Slater, breski unglingurinn sem saknað er á Tenerife, gæti hafa verið „tekinn gegn vilja sínum“ að sögn móður hans, Debbie Duncan, sem óttast að hinum 19 ára syni hennar hafi verið rænt.

Leitin að hinum 19 ára Jay Slater fer nú fram 48 kílómetrum frá þeim stað sem hann sást síðast á, eftir að lögreglan „fékk upplýsingar“ sem snarbreytti leitinni. Lögreglan er með rannsókn í gangi í Los Cristianos og Playa de Las Americas, en báðir staðirnir eru gríðarlega vinsælir viðkomustaðir breskra ferðalanga. Til að byrja með hafði lögreglan einblínt á Rural de Tano garðinn, sem vinsæll er meðal göngufólks.

Móðir Jay, Debbie Duncan, flaug til Kanaríeyja á þriðjudagsmorgun til að hjálpa við leitina ða syni hennar en hún hefur nú deilt því hvað hún óttast að gæti hafa komið fyrir Jay. „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum, miðað við hvað sagt er, en þetta er í höndum lögreglunnar,“ sagði Debbie nýverið.

Ættingjar Jay hafa grátbeðið fólk um að hætt að gefa svikahröppum sem segjast vera að safna pening vegna leitarinnar. Móðir Jay er sögð „í rusli“ vegna hvarfs múraralærlingsins, sonar hennar. Fjölskyldumeðlimir hafa einnig biðlað til ókunnugra að hætta að giska á hvað gæti hafa ollið hvarfinu.

Vinur Jay, staðfestir að sá týndi hafi ætlað sér að ganga á hótelið sem hann dvaldi á á Tenerife, eftir að hafa misst af rútu á mánudagsmorgun. Gangan er talin geta tekið um 11 klukkustundir. Ekkert hefur þó spurst til Jay síðan en lögreglan bankaði á dyr á heimili fjölskyldu hans í Owsaldtwistle í Lanca-skíri, og sagði þeim að taka fyrsta flug til Kanaríeyja. Jay hafði farið þangað með vinum sínum til að taka þátt í NRG tónlistarhátíðinni. Einn vina hans grátbað fólk í Facebook-hópi um að vera ekki að geta í eyðurnar án traustra sannanna.

Mirror fjallaði um málið.

Sameinast um breytingar á örorkufrumvarpi: „Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir“

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Breytingartillögurnar hafa verið birtar á vef Alþingis og jafnframt nefndarálit með nánari útskýringum.

„Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sem er fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar. „Þess vegna höfum við í stjórnarandstöðunni sameinast, fulltrúar allra flokka, um að leggja til breytingartillögur við örorkufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Með breytingunum verjum við kjör öryrkja sem búa einir, tryggjum að enginn lækki beinlínis í tekjum og gætum betur að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði svo dæmi séu nefnd.“

Aðrir flutningsmenn eru þau Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.

„Þetta er risastórt velferðarmál sem varðar ekki aðeins alla öryrkja Íslands heldur einnig vinnandi fólk sem getur misst starfsgetu í framtíðinni, ef það veikist til dæmis eða lendir í slysi.“

„Alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga“

Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins hafa gagnrýnt margt í frumvarpi ríkisstjórnarinnar og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu gegnum Alþingi. „Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega,“ skrifaði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýlega í grein á Vísi.is. „Fólk með skerta starfsgetu er sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóta að ýta undir streitu og vanlíðan,“ skrifaði Jóhann Páll í grein á Vísi þar sem hann gagnrýndi nokkur af ákvæðum frumvarpsins, m.a. þau er fjalla um hlutaörorkulífeyri og virknistyrk.  

Nokkrar breytingar á frumvarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa verið lagðar til í velferðarnefnd eftir að þessi gagnrýni kom fram. Þannig stendur nú til að hlutaörorkulífeyrir verði nokkuð hærri en lagt var til í upphafi og að mælt verði fyrir um að öryrkjar í atvinnuleit geti tekið að sér tilfallandi störf án þess að svokallaður virknistyrkur, nýr greiðsluflokkur, falli samstundis niður að fullu.

„Þetta er til marks um að barátta ÖBÍ og okkar í stjórnarandstöðu fyrir breytingum á málinu er að skila árangri, og mér finnst líka Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar hafa haldið vel á spilunum og tekið tillit til athugasemda,“ segir Jóhann. „En það eru samt enn þá mjög alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga. Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“

Fimm breytingar og kostnaður undir milljarði á ári

Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpinu og áætlaður kostnaður er undir milljarði á ári. Í stuttu máli eru breytingartillögurnar eftirfarandi:

  1. Hnykkt á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað samþætt sérfræðimat.
  2. Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðimati sem á að koma í stað örorkumats en er enn algjörlega óútfært.
  3. Fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir.
  4. Öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að svokallaður virknistyrkur falli niður.
  5. Skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.


Breytingartillögurnar eru útlistaðar nánar í meðfylgjandi greinargerð.

 

Það rignir og rignir

Skýjað og rigning með köflum næstu daga,

Landsmenn þurfa að bíða eftir sumarsólinni enn um hríð. Veðurstofan spáir norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Rigning verður um landið suðaustan- og síðar austanvert, en skýjað og úrkomulítið vestanlands. Hiti fimm til fjórtán stig. Hlýjast verður suðvestanlands.

Næstu dagar munu bera í skauti sér svipað veður þar sem norðaustan átt verður ríkjandi. Helgin verður ekkert sérstök í veðurfarslegu tilliti. Allt að 13 metrar á sekúndu verða norðvestan til á landinu á morgun. Rigning verður með köflum, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti fimm til tólf stig.

Á sunnudag er útlit fyrir ákveðna suðvestan- og vestanátt með skúrum, einkum um landið vestanvert. Hiti sjö til sextán stig. Hlýjast verður fyrir austan. Sólarglennur verða inn á milli og það stefnir í rjómablíðu á Austfjörðum á miðvikudaginn.

Gjaldþrotahrina hjá Davíð sem stendur á rústum félaga sinna

Davíð Viðarsson eða Quang Lé, áður eigandi Wok On og fjölda annarra félaga.

Athafnamaðurinn Quang Le, öðru nafni Davíð Garðarsson, stendur nú á rústum fyrirtækja sinna eftir að hann hafði verið handtekinn í rassíu yfirvalda fyrir meint mansal og önnur broyt í atvinnurekstri, Félög hans,  Wokon ehf. og EA17, hafa verið úrskurðuð gjaldþrota, samkvæmt Lögbirtingablaðinu. Quang Lé sat í gæsluvarðhaldi í rúma þrjá mánuði eftir að rannsókn hófst á rekstri hans. Vika er síðan hann var látinn laus. Þá reyndi hann að ná sambandi við meint fórnarlömb sín.

Gjaldþrotin gengu yfir eftir að lögregla frysti bankareikninga og kyrrsetti aðrar eignir og fjármuni vegna rannsóknar á fyrirtækjum sem tengd eru honum. Samtals voru félögin með um 175 milljónir í eignir samkvæmt ársreikningi 2022, samkvæmt frétt á Vísi. Þá var Wokon ehf. með jákvætt eigið fé um 60 milljónir en EA17 neikvætt eigið fé upp á sex milljónir. Félögin hafa þó ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2023.
Vietnam Cuisine ehf. er á meðal þeirra fjölmörgu veitinga- og fasteignafélaga sem voru í eigu Quangs Lés. Það var félag var tekið til skipta fyrir rúmum tveimur vikum.
Meðal annarra félaga í eigu Quang  voru Vietnam market ehf., NQ fasteignir, Vietnam Restaurant og Vy-þrif.
Það er til marks um stærðagráðu gjaldþrotanna að Wokon ehf. var með rekstur á sjö
veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Auk þess sáu utanaðkomandi rekstraraðilar um rekstur Wok On í Vík í Mýrdal og Hveragerði.
Sakborningar í málinu gegn Quang Le eru nú alls tólf.

Spegill Óla

Óli Björn Kárason.

Eftir stórkarlalegar yfirlýsingar um brot ráðherra Vinstri-grænna í andófi sínu gegn hvalveiðum komst Óli Björn Kárason að þeirri niðurstöðu að best væri að vera stilltur og styðja ekki tillögu Berþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Óli Björn hefur, allt frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra bannaði hvalveiðar, fordæmt ráðherra VG og hótað illu vegna brota flokksins gegn Hvali hf.

Margir voru þeir sem veltu vöngum yfir því hvað Óli Björn myndi gera í núverandi stöðu. Sjálfur var hann þöguill sem gröfin þar til kom að atkvæðagreiðslunni. „Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og nokkuð sáttur við sjálfan mig, eftir að hafa sagt nei,“ sagði Óli Björn þegar hann studdi VG og sló líklega met í hræsni og yfrborðspólitík. Spegill, spegill herm þú mér …

Enn ein kisan sem lendir í minkagildru: „Fóturinn mölbrotinn og það þarf að fjarlægja hann“

Jacobina Joensen – sem er formaður Villikatta – segir einfaldlega:

„Nú er nóg komið!“

Bætir þessu við:

„Rétt eftir hádegi í dag fengum við símtal frá manni sem var við Sorpu í Gufunesi. Það hafði leitað til hans kisa sem var með minkagildru fasta um fótinn á sér. Kisan er í lífshættu, fóturinn er mölbrotinn og þarf fjarlægja hann.“

Hún bætir því við að „enn einu sinni slasast kisa lífshættulega vegna minkagildru sem sett er út af meindýraeyði, eftirlitslaus og óvarin gildra svo önnur dýr komast í hana. Gildran var fest niður með bandi sem kisa gat slitið og þar sem þetta er gæf kisa þá leitaði hún sér hjálpar hjá mannfólkinu.“

Jacobina segir að „ef um vergangs- eða villikött hefði verið að ræða þá hefði hann falið sig og dáið hægum, kvalarfullum dauðdaga af sárum sínum. Það er óskiljanlegt að svona gildrur, sem hannaðar eru til að meiða dýr, séu enn leyfðar á Íslandi. Þessu verður að breyta!“

Félagið Villikettir fordæmir einstaklinga, sveitarfélög og félagasamtök sem koma fyrir svona gildrum til að losna við ketti og minka. það eru til mannúðlegri leiðir.“

Baltasar Kormákur fann þrjú illa farin hross í útihúsi sínu: „Þetta eru bara sjúklingar núna“

Baltasar Kormákur Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Árið 1994 fann Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri þrjú illa farin hross í útihúsi á nýrri jörð sem hann hafði keypt sér ásamt öðru fólki.

Lögreglan rannsakaði málið en í ljós kom að hrossin voru af næstu jörð, Hrafnhólum í Mosfellsbæ. Eigandi þeirra, Kristján Guðmundsson hafði saknað þeirra í þrjár vikur. Hrossin voru illa á sig komin þegar þau fundust en til stóð að selja eitt þeirra til útlanda en sú sala komst í uppnám vegna málsins. Grunaði Kristjáni að þeim hefði verið stolið.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Lögreglan rannsakar dularfull hvarf þriggja hrossa í Mosfellsbæ:

Hrossin fengu hvorki vott né þurrt í 3 vikur

– fundust innilokuð og orðin grindhoruð í útihúsi í nágrenninu

„Þetta eru bara sjúklingar núna. Ég hef hrossin í húsi og gef þeim meðal annars vítamín. Fyrst fengu þau sprautu og þeim var gefið reglulega. Ég er ekki viss um að þau fari úr hesthúsi fyrr en í vor. Þau verða jafnvel ekki búin að ná sér fyrr,“ sagði Kristján Guðmundsson á Hrafnhólum í Mosfellsbæ í samtali við DV. Lögreglan rannsakar hvarf þriggja af hrossum Kristjáns sem talin eru hafa verið lokuð inni í útihúsi skammt frá í þrjár vikur. Næsta jörð er Skeggjastaðir og þar fundust hrossin. Nýir eigendur þar, meðal annars Baltasar Kormákur leikari, fundu hrossin þar sem þau voru illa á sig komin í einu af útihúsunum en þar eru hús sem eitt sinn voru notuð undir minkabú. Lögreglan var látin vita og eigandinn í framhaldi af því.

Kristján með hrossin

„Ég var búinn að leita hrossanna og var farinn að hallast að því að þeim hefði verið stolið,“ sagði Kristján. Óljóst er hvemig hrossin komust inn í framangreint útihús. Aðrar dyr hússins eru innkeyrsludyr en hinar eru með renniloku. Því er alls ekki talið útilokað að hrossin hafi verið lokuð inni af mannavöldum. Þau höfðu verið í girðingu ásamt fleiri hrossum og því var því ekki veitt sérstök eftirtekt þegar þau hurfu. Mögulegt er að hrossin þrjú hafi farið að útihúsunum þegar hópurinn slapp út fyrir girðingu. Kristján sagði að eitt af hrossunum, Hnokki, hefði verið selt til útlanda en af því gæti ekki orðið með sama hætti og áætlað hefði verið. Hin hrossin voru talin efnileg eins og Kristján orðaði það.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 12. maí 2023.

Jóhann Páll segir að markmiðið sé að „enginn öryrki verði skilinn eftir“

Jóhann Páll Jóhannsson – þingmaður Samfylkingarinnar – segir að „stjórnarandstaðan [sé] sameinuð um breytingar í þágu öryrkja“ og að málið snúist „um að enginn öryrki verði skilinn eftir.“

Hann bætir því við að „það gleður mig að greina frá því að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis standa saman að breytingartillögum við frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu.“

Jóhann Páll segir að „markmiðið er að knýja fram breytingar í krafti samstöðu. Það eru ýmis skref í rétta átt í frumvarpinu – en ég hef einnig bent á stórhættulega ágalla sem verður að laga.

Með aðstoð ÖBÍ og Þroskahjálpar höfum við þegar náð fram ákveðnum breytingum. En margt stendur út af og breytingartillögur okkar snúa að fimm atriðum:

(1) Fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo enginn öryrki verði skilinn eftir.

(2) Öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að finna starf við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður.

(3) Skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.

(4) Hafið verði yfir allan vafa að enginn sem þegar hefur fengið örorkumat verði þvingaður í hið nýja „samþætta sérfræðimat“.

(5) Alþingi fái skýrslu frá ráðherra um útfærslu á samþættu sérfræðimati – sem á að koma í stað örorkumats en er enn algjörlega óútfært.“

Jóhann Páll færir í tal að hann hafi nýverið boðið „öryrkjum Íslands til Alþingis til að ræða örorkufrumvarpið og þessar tillögur voru smíðaðar í kjölfarið. Meðflutningsmenn eru þau Arndís Anna K. Gunnarsdóttir í Pírötum, Bergþór Ólason í Miðflokki, Guðbrandur Einarsson í Viðreisn og Guðmundur Ingi Kristinsson í Flokki fólksins.“

Segir að endingu:

„Um er að ræða eins konar lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær. Þetta er risastórt velferðarmál sem varðar ekki aðeins alla öryrkja Íslands heldur einnig vinnandi fólk sem getur misst starfsgetu í framtíðinni, ef það veikist til dæmis eða lendir í slysi.“

Útgáfutónleikar Sverris Norland í kvöld á Röntgen – Óformleg og létt stemning

Útgáfutónleikar fyrir plötuna „Mér líður best illa“ með Sverri Norland fara fram þann 20. júní kl. 20 á Röntgen (efri hæð), Hverfisgötu 12.

Um tónleikana segir í fréttatilkynningu:

Stemningin á tónleikum verður óformleg og létt, eins og við séum stödd heima í stofu hjá Sverri. Hann segir frá tilurð laganna og fléttar sögur saman við tónlistina. Með Sverri spila Humi (Ragnar Jón Ragnarsson) á píanó, hljómborð og syntha og Birkir Blær Ingólfsson á saxófón. Hugsanlega stökkva fleiri gestir upp á svið. Ókeypis inn. 

Um „Mér líður best illa“

„Mér líður best illa“ kom út í maí og er önnur breiðskífa Sverris Norland. Hún geymir fimmtán grípandi popplög af ólíkum toga, þar sem áherslan er ekki síst á skemmtilega og hugmyndaríka textagerð á íslensku.  

Með Sverri spila á plötunni:

– Agnes Björgvinsdóttir, bakraddir

– Birkir Blær Ingólfsson, saxófónn

– Helgi Egilsson, bassi og bakraddir (Fjallabræður, Albatross, fleiri)  

– Óskar Þormarsson, trommur (Fjallabræður, Albatross, fleiri)

– Ragnar Jón Ragnarson, eða Humi, hljómborð, synthar og bakraddir (Urmull & Kraðak)

Upptökustjórn var í höndum Ólafs Daðasonar. Jón Skuggi hljóðblandaði plötuna en Halldór Gunnar Pálsson hljóðblandaði eitt lag („Mér líður best illa“).

Um Sverri Norland:

Fyrsta hljómplata hans, Sverrir Norland, kom út árið 2008.

Sverrir Norland hefur einnig gefið út fjölmargar bækur, þ.m. talið lofuð verk á borð við Klettinn (2023), Stríð og klið (2021) og Fyrir allra augum (2016). Hann starfar einnig sem útgefandi, við dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi og sem handritshöfundur og sem sérfræðingur í samskiptum hjá Arion banka.

 

Katrín gefur ríkisstjórninni ókeypis ráð: „Vöndum okkur – náttúra Íslands er hér að veði!“

Ríkisstjórn Íslands 2024 er í uppnámi.
Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir gefur ríkisstjórninni ókeypis hugmynd varðandi lagareldi en afgreiðslu frumvarps um slíka starfsemi var í dag frestað til hausts .

|
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, segir lagareldi rústa íslenskri náttúru.

Frumvarpi um lagareldi var í dag frestað afgreiðslu þar til í haust en frumvarpið er afar umdeilt en þau sem eru andvígir því hafa sagt það gefa norskum auðjöfrum heilu firðina undir mengani iðnað sem lagareldi sé.

Baráttukonan og lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir, sem gagnrýnt hefur frumvarpið hvað harðast, skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem hún gefur ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ráð, sem hún ætlar ekki að rukka neitt fyrir.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„ÓKEYPIS HUGMYND:

Nú hefur hinu meingallaða frumvarpi um lagareldi verið frestað enda geta ríkisstjórnarflokkarnir ekki komið sér saman um það.
Það er gott en líka slæmt því stjórnsýslan sem er viðhöfð á grundvelli gildandi laga er hörmuleg! Þetta er meðal annars vegna þess að ábendingar Ríkisendurskoðunar um skipulagningu, forsamráð og samþættingu á leyfisveitingum hafa verið hunsaðar.
Hér er því ókeypis hugmynd fyrir ríkisstjórnina: Öll leyfi til sjókvíaeldis verði stöðvuð þar til ný lög um málaflokkinn hafa tekið gildi.
Vöndum okkur – náttúra Íslands er hér að veði!“

Lætur þingkonur Vinstri Grænna hafa það óþvegið: „Sorglegar fyrirmyndir ungra kvenna á Íslandi“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lætur þingmenn Vinstri Grænna fá það óþvegið í kjölfar atkvæðagreiðslu á vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra.

„Hvað á að segja við embættismenn eins og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem fékk á sig vantrauststillögu í morgun. Sem samþykkir að gerast vikastúlka og bera á borð fyir þjóðina lagareldisfrumvarp úr ranni Katrínar Jakobsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur. VG hafa aldri verið annað en leiktjöldin ein, flokkur sem hefur skreytt sig með dyggðum og vinsældalíklegum málum. Engar efndir, bara svik. “Þannig hefst rassskellur, í formi Facebook-færslu, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu og fyrrum forsetaframbjóðanda. Og hún var hvergi nærri hætt:

„Steingrímur J. Sigfússon guðfaðir flokksins og stefnu hans vandlega falinn í skugga kvenna sem hafa felulitað flokkinn með kvenleika sínum. Nú er hann loks farinn glansinn af holum ,,kvenskörungum“ í VG. Og mættum við vinsamlegast frétta minna af vanlíðan Jódísar og ,,mennsku“ sem engu skilar í þingstörfum hennar.“

Segir hún þingkonur Vinstri Grænna allar „vonlausar“:

„Vonlausir stjórnmálamenn allar sem ein því miður og sorglegar fyrirmyndir ungra kvenna á Íslandi. Ísland þarf ekki á svona stjórnmálakonum að halda. Konum sem með fylgispekt í hræðslu tryggja völd þeirra sem eiga og ráða í okkar landi.“

Að endingu hvetur hún Íslendinga til að afþakka „gervimennskuna“ á þinginu:

„Það voru konur sem tryggðu borgaraleg réttindi allra á Íslandi byggðu upp velferðakerfi á íslandi, konur sem tryggðu hér byggingu landspítala og konur sem settu á laggirnar fátækraaðstoð. Þær konur finnast enn á Íslandi og á óstarfhæfu alþingi sem með víðsýni, skilningi, greind og sjálfstæði er treystandi til að vinna fyrir almenning. Hömpum þeim en afþökkum gervimennskuna.“

Vantraustið var fellt – Jón Gunnarsson kaus ekki

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarni Benediktsson eru báðir í nauðvörn.

Vantrauststillaga Miðflokksins á hendur matvælaráðherra var rétt í þessu felld á Alþingi.

Stór orð féllu í umræðunni áður en gengið var til atkvæðagreiðslunnar en stjórnarmeðlimir kölluðu tillöguna meðal annars „lýðskrum“ og „leikrit fáránleikans“ á meðan stjórnarandstæðuþingmenn töluðu um „lögbrot“

Alls kusu 23 með tillögunni en 35 kusu gegn henni og einn greiddi ekki atkvæði. Var hún því felld.

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði sérstaklega grein fyrir atkvæði sínu en hann hefur verið afar gagnrýninn á matvælaráðherra Vinstri grænna. Þar gagnrýndi hann áfram Vinstri græna og tilkynnti svo að hann myndi ekki greiða atkvæði í málinu.

Óli Björn Kárason, sem einnig hefur gagnrýnt matvælaráðherra vegna málsins, steig í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar sagði hann meðal annars: „Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem vilja fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.“

Bjarni pirraður og vill kjósa um vantraustið: „Vonandi finnum við botninn og spyrnum okkur upp“

Bjarni Benediktsson Mynd: RÚV-skjáskot

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands er afar hneikslaðust á ræðuhaldi stjórnarandstöðunnar og vill að gengið sé strax til kosninga um vantrauststillögu á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur.

Í þessum töluðu orðum stendur yfir umræður á Alþingi varðandi vantrauststillögu Miðflokksins á hendur matvælaráðherra. Bjarni Benediktsson er afar hneikslaður á umræðunni og vill að kosið verði strax um vantraustið, sem hann segir að verði felld. Vitnaði hann svo í Þráinn Bertelson, rithöfund og fyrrverandi þingmann, sem kallaði dagskrárliðinn störf þingsins „hálftími hálfvitanna“.

Segir hann að nú sé botninum náð á þinginu en segir að þá sé þó hægt að spyrna sér aftur upp. „Vonandi finnum við botninn og spyrnum okkur upp og hefjum virðingu Alþingis aftur upp.“ Úr salnum heyrðist þá „Heyr, heyr,“ frá nokkrum þingmönnum.

Segir sögusagnir um ánægðju með lagareldisfrumvarpið ósannar: „Þetta má aldrei verða að lögum!“

Lagareldi Ljósmynd: stjornarradid.is

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir orðróm í gangi um að náttúru- og landverndarsamtök séu ánægð með breytingar sem gerðar hafi verið á lagareldisfrumvarpinu, ósannan. Hvetur hún Íslendinga til að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista gegn frumvarpinu.

„Tæplega 7000 manns hafa skrifað undir og nú verður fólk að spíta í lófana og skrifa undir og deila eins og mest það má. Undirskriftalista má finna efst undir færslunni.“ Þetta skifaði leikkonan Steinunn Ólína á Facebook í gær.

Í færslunni hefur hún orð á ákveðnum orðrómi sem hún segir ósannan:

„Heyrst hefur að keyra eigi þetta í gegnum þingið og sá orðrómur gengur meðal stjórnarandstöðu að náttúru- og landverndarsamtök séu ánægð með breytingar þær sem kynntar verði. Það er ósatt með öllu.“

Að lokum hvetur hún alla til að skrifa undir og birtir textann sem fylgir undirskriftarsöfnuninni.

„Þetta má aldrei verða að lögum! Ég hvet alla til að áframsenda á vini og þingmenn alla sem þið getið taggað.

„Við undirrituð skorum á Alþingi Íslendinga að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust. Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti og hefur hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“.“

Undirskriftarsöfnunin.

Ríflega helmingur ökumanna notar síma undir stýri – Sláandi niðurstöður Samgöngustofu

Rúmlega fjórðungur Íslendinga lætur símanotkun annarra í umferðinni trufla sig mikið en nota samt sjálf símann undir stýri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir Samgöngustofu sem framkvæmd var í júní 2024. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samgöngustofu.

Í maí ýttu Sjóvá og Samgöngustofa úr vör herferðinni Ekki taka skjáhættuna. Markmið hennar er að vekja athygli á þeirri hættu sem skjánotkun skapar í umferðinni. Töluverð umfjöllun hefur verið um herferðina og ákvað Samgöngustofa því að láta kanna aftur viðhorf ökumanna til farsímanotkunar undir stýri.

Samkvæmt fréttatilkynningunni eru niðurstöður könnunarinnar þær að næstum helmingur ökumanna segir farsímanotkun annarra í umferðinni trufla sig mjög mikið eða frekar mikið, eða 45,7 prósent, og 30 prósent segja hana trufla sig lítið sem ekkert. Um 60 prósent af þeim 45,7 prósentum sem truflast mikið af símanotkun annarra nota símann sjálf við akstur og því er rúmlega fjórðungur Íslendinga í þeim hópi fólks sem truflast af símanotkun annarra í umferðinni en notar þó símann sjálft undir stýri.

Rúmlega helmingur ökumanna á það til að nota farsímann undir stýri.

54,1 prósent eiga það til að nota farsímann á ferð og 55,4 prósent eiga það til að nota hann á rauðu ljósi sem bendir til að nánast allir sem eiga það til að nota símann á rauðu ljósi gera það líka á ferð. Athygli vekur að mjög fáir eru með harða afstöðu gagnvart því að nota símann aðeins á rauðu ljósi en aldrei á ferð.

Í ljós kom að 10,6 prósent nota alltaf akstursstillingu á farsíma, fáir nota hana stundum, sjaldan eða oft. Einnig kom fram að 23,8 prósent vita af henni en nota hana ekki og 56,1 prósent hafa ekki heyrt um hana. Hér er því rými til úrbóta en akstursstilling er góð leið til að hafa hemil á símanotkun undir stýri.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að herferð Sjóvá og Samgöngustofu, Ekki taka skjáhættuna varpi ljósi á þá símanotkun sem á sér stað undir stýri í dag og er henni líkt við sambærilega notkun tækja sem frekar voru notuð á síðustu öld. Sem dæmi hefði engum dottið í hug, hvorki á síðustu öld né núna, að skrifa bréf á ritvél samhliða því að aka bíl en sú hegðun er í raun sambærileg við að skrifa skilaboð á síma. Truflunin er sú sama, það er að segja, hugurinn snýr sér að skilaboðunum og við erum ekki með athyglina við aksturinn. Hættan er sambærileg en af einhverjum ástæðum samþykkjum við aðra hegðunina en ekki hina.

Hægt er að kynna sér átakið á vefsíðunni https://skjahaetta.is/. Þar má nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum en þar er einnig að finna fræðslumyndbönd sem sýna hvernig setja á upp akstursstillingu fyrir farsíma. Þannig má forðast það að taka skjáhættu í umferðinni og stuðla með því að eigin öryggi og annarra.

 

Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

Jay Slater með móður sinni, Debbie Duncan

Vinkona hins 19 ára Jay Slater, sem týndur er á Tenerife, segir hann hafa slasaði sig á fæti og hafi verið með ofþornun og villtur, áður en hann hvarf á eyjunni.

Sjá einnig: Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Lucy Law, vinkona Jay, segir að hvarf hans sé „grunsamlegt og skrítið“ en hann ætlaði sér að ganga í 11 klukkutíma, frekar en að bíða eftir rútu.

Síðast heyrðist frá hinum 19 ára Breta klukkan 08:15 á mánudagsmorgun eftir að hann hafði dvalið hjá fólki sem hann hitti á NRG tónlistarhátíðinni, fyrr um daginn.

Staðirnir á Tenerife sem Jay dvaldi á.

Í samtali við The Sun, sagði Lucy að Jay hafi ekki verið „heimskur“ og bætti við: „Það er eitthvað skrítið í gangi. Þetta er grunsamlegt. Ekki sjens að enginn hafi séð hann í tvo daga.“

„Það er veitingastaður í 10 mínútna fjarlægð, sem hann hefði séð eða gengið framhjá. Þetta er grunsamlegt og skrítið,“ sagði Lucy.

Hrjóstrugt svæði

Jay sást síðast klæddur í hvítan stuttermabol, stuttbuxum og íþróttaskóm. Símagögn sýna að síðasta þekkta staðsetning hans hafi verið í Rural de Teno-garðinum, sem er vinsælt göngusvæði.

Svæðið er ansi torfært.Breski blaðamaðurinn Chris Elkington, ritstjóri Canarian Weekly, sagði BBC að svæðið þar sem síðast er vitað af Jay, sé „torfært“. „Þetta er svæði sem inniheldur margar gönguleiðir, þar er mikil fjalllendi, nokkuð strjált, frekar hrjóstrugt,“ sagði hann og hélt áfram: „Nokkuð eyðimerkurlegt svæði á marga vegu, með djúpum giljum og dölum. Þetta er svæði sem þú vilt pottþétt ekki vera á án almennilegs skófatnaðar, sérstaklega ef þú ert vatnslaus.“

Skar sig á kaktus

Stuttu áður en sími hans varð batterísaus, sagði Jay vinkonu sinni, Lucy, að hann hefði „skorið legginn á kaktusi“ á göngu sinni í átt að dvalarstað sínum.

Lucy sagði Sky News að hann hafi hringt í sig kortér yfir átta á mánudagsmorgun og sagt henni að hann væri villtur og vatnslaus og að batteríið á símanum hans ætti bara eitt prósent eftir. Þrátt fyrir það tókst honum að senda vinkonu sinni ljósmynd af staðsetningu sinni og hún sagði honum að ganga til baka þaðan sem hann kom. Jay hafi hins vegar ekki verið viss hvaðan hann hafði gengið og var aðeins klæddur í stuttermabol og stuttbuxur.

Fljótlega eftir að Jay týndist bauðst bandarísk kona til að keyra Lucy að fjallendinu. „Það voru bókstaflega engin merki um hann neins staðar, Við keyrðum um allan daginn,“ sagði Lucy.

 

Kraftaverk Helgu Rakelar

Skjáskot: ruv.is

Baráttukonan og kvikmyndagerðarmaðurinn, Helga Rakel Rafnsdóttir, hefur háð harða baráttu við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn undanfarin ár. Helga Rakel hefur ekkert verið á vík að gefast upp fyrir vágestinum arfgenga sem kostaði föður hennar, Rafn Jónsson tónlistarmann, lífið þegar hann var aðeins 49 ára. Helga, sem verður 49 ára á þessu ári, barðist fyrir því að fá lyfið Tofersen sem ekki var á lyfjaskrá. Hún fékk undanþáguna og nú, ári síðar, er líf hennar allt annað og betra. Hægt hefur á sjúkdómnum.

Helga greindist með MND-sjúkdóminn fyrir þremur árum síðan og barðist hún fyrir því að fá undanþágubeiðni samþykkta hjá Lyfjaeftirlitinu til að geta fengið að taka lyfið. Helga Rakel ræddi málið í Mannlega þættinum á Rás 1 þar sem  hún segist vera mun sterkari en fyrir ári síðan sem gerist venjulega ekki í þessum sjúkdómi. „Mikill léttir að hafa vonina,“ segir Helga Rakel um kraftaverkið sem fylgir lyfinu. Hún upplýsti jafnframt að hún væri með áform um að gera nýja kvikmynd …

Vantrausti á Bjarkeyju verður hafnað: „Trúverðugleiki þingflokks Sjálfstæðismanna í holræsið“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Vantrauststillaga á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður afgreidd og væntanlega felld á Alþingi í dag. Ráðherrann hefur líkt og forverar hans í embætti, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sætt fordæmingu fyrir stjórnsýslu og brellur sínar í málinu.

Nokkrir Sjálfstæðismenn hafa haft sig í frammi og lýst andúð sinni á vinnubrögðum Vinstri-grænna. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis, hefur verið þar fremstur í flokki. Nú liggur fyrir að Teitur mun ekki taka þátt í afgreiðslunni þar sem hann er á sjúkrabeði. „Verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról,“ svaraði Teitur fyrirspurn Mannlífs í gær.

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hvílir á sjúkrabeði. Mynd: Facebook.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaðpur Sjálfstæðisflokksins, fullyrti í gær að flokkurinn hefpui fulla stjórn á sínu fólki sem myndi greiða atkvæði gegn vantrausti. Samkvæmt því munu Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason lúta fullri stjórn í málinu.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsformaður af Akranesi, er á sama máli og telur að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýst hafa óánægju muni fela sig á bak við varamenn.

„Ætla að spá að það verði nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem muni kalla inn varamenn eða boða forföll til að forða sér frá því að það sjáist að þeir þori ekki að styðja við vantraust á matvælaráðherra. Veit að það þýðir ekki að elta ólar við þingmenn Framsóknar enda búinn að sjá að sá flokkur virðist ekki standa fyrir neitt annað en sjálfan sig,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur furðar sig á yfirlýsingu Hildar um að vantrauststillagan sé pólitískt leikrit.

„Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð,“ skrifar Vilhjálmur.

Útgerð foreldra Steinunnar lauk þegar snjóflóð féll á höfnina: „Ég er stoltur Flateyringur“

Steinunn Einarsdóttir er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Steinunn var sjómaður um árabil á báti foreldra sinna.

Áralöng útgerðarsaga foreldra Steinunnar, Guðrúnar Pálsdóttir og Einars Guðbjartssonar, endaði snögglega er snjóflóð féll á smábátahöfnina á Flateyri árið 2020. Aðeins stóð einn bátur eftir af flota Flateyringa.

„Þetta var rosalegt sjokk,“ segir Steinunn við Reyni þegar hann spyr hana út í snjóflóðið en hún var á staðnum er það féll, rétt eins og þegar hið mannskæða snjóflóð féll á þorpið 25 árum fyrr. Og Steinunn heldur áfram: „Bæði útgerðarinnar vegna og líka að upplifa aftur svona snjóflóð. Þetta rífur svolítið upp.“

Steinunn Einarsdóttirt og faðir hennar. Einar Guðbjartsson, við Blossa ÍS.

Reynir spyr hvort að foreldrar Steinunnar hefðu þarna ákveðið að nú væri komið nóg.

Steinunn: „Já en þarna eru þau líka farin að nálgast sjötugt. En þetta tók langan tíma, tryggingarnar náttúrulega,“ segir hún og brosir. „Þetta tók örugglega hálft ár og þegar maður er á sjötugsaldri að fara að byrja upp á nýtt, smíða nýjan bát, það er ekkert … svona bátar liggja ekkert á sölu sko.“

Reynir spyr Steinunni hvernig hún sjái framtíðina á Flateyri, en þar vill hún búa ásamt fjölskyldu sinni. Reynir spyr hvort synirnir muni búa þar eftir að þeir slíta barnsskónum.

„Já sko, það er magnað alveg, mamma og pabbi eru náttúlega miklir Önfirðingar, alveg langt aftur í ættir. Og ég hef verið mikill talsmaður Flateyrar og er rosalega stoltur Flateyringur. Og þeir eru pínu svona líka.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Óskar Hrafn að taka við KR – Gregg Ryder látinn fara

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Þjálfarinn, knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var nýverið ráðinn til starfa hjá KR; ekki sem knattspyrnuþjálfari:

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram. Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar. Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.“

En nú er staðan önnur. KR hefur ekki gengið nægilega vel undir stjórn þjálfarans Gregg Ryders er tók við liðinu eftir síðasta tímabil.

Gregg Ryder.

Eftir að Óskar Hrafn hætti óvænt þjálfun í Noregi sneri hann strax aftur til síns uppeldisfélags; strax var rætt um að Óskar Hrafn tæki við liðinu af Gregg Ryder, enda vandfundinn eins eftirsóttur íslenskur þjálfari og Óskar Hrafn.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er þessa stundina verið að ganga frá samningi Óskars Hrafns við KR; að hann taki við þjálfun liðsins mjög fljótlega. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.

 

Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Jay Slater, breski unglingurinn sem saknað er á Tenerife, gæti hafa verið „tekinn gegn vilja sínum“ að sögn móður hans, Debbie Duncan, sem óttast að hinum 19 ára syni hennar hafi verið rænt.

Leitin að hinum 19 ára Jay Slater fer nú fram 48 kílómetrum frá þeim stað sem hann sást síðast á, eftir að lögreglan „fékk upplýsingar“ sem snarbreytti leitinni. Lögreglan er með rannsókn í gangi í Los Cristianos og Playa de Las Americas, en báðir staðirnir eru gríðarlega vinsælir viðkomustaðir breskra ferðalanga. Til að byrja með hafði lögreglan einblínt á Rural de Tano garðinn, sem vinsæll er meðal göngufólks.

Móðir Jay, Debbie Duncan, flaug til Kanaríeyja á þriðjudagsmorgun til að hjálpa við leitina ða syni hennar en hún hefur nú deilt því hvað hún óttast að gæti hafa komið fyrir Jay. „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum, miðað við hvað sagt er, en þetta er í höndum lögreglunnar,“ sagði Debbie nýverið.

Ættingjar Jay hafa grátbeðið fólk um að hætt að gefa svikahröppum sem segjast vera að safna pening vegna leitarinnar. Móðir Jay er sögð „í rusli“ vegna hvarfs múraralærlingsins, sonar hennar. Fjölskyldumeðlimir hafa einnig biðlað til ókunnugra að hætta að giska á hvað gæti hafa ollið hvarfinu.

Vinur Jay, staðfestir að sá týndi hafi ætlað sér að ganga á hótelið sem hann dvaldi á á Tenerife, eftir að hafa misst af rútu á mánudagsmorgun. Gangan er talin geta tekið um 11 klukkustundir. Ekkert hefur þó spurst til Jay síðan en lögreglan bankaði á dyr á heimili fjölskyldu hans í Owsaldtwistle í Lanca-skíri, og sagði þeim að taka fyrsta flug til Kanaríeyja. Jay hafði farið þangað með vinum sínum til að taka þátt í NRG tónlistarhátíðinni. Einn vina hans grátbað fólk í Facebook-hópi um að vera ekki að geta í eyðurnar án traustra sannanna.

Mirror fjallaði um málið.

Sameinast um breytingar á örorkufrumvarpi: „Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir“

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Breytingartillögurnar hafa verið birtar á vef Alþingis og jafnframt nefndarálit með nánari útskýringum.

„Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sem er fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar. „Þess vegna höfum við í stjórnarandstöðunni sameinast, fulltrúar allra flokka, um að leggja til breytingartillögur við örorkufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Með breytingunum verjum við kjör öryrkja sem búa einir, tryggjum að enginn lækki beinlínis í tekjum og gætum betur að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði svo dæmi séu nefnd.“

Aðrir flutningsmenn eru þau Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.

„Þetta er risastórt velferðarmál sem varðar ekki aðeins alla öryrkja Íslands heldur einnig vinnandi fólk sem getur misst starfsgetu í framtíðinni, ef það veikist til dæmis eða lendir í slysi.“

„Alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga“

Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins hafa gagnrýnt margt í frumvarpi ríkisstjórnarinnar og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu gegnum Alþingi. „Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega,“ skrifaði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýlega í grein á Vísi.is. „Fólk með skerta starfsgetu er sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóta að ýta undir streitu og vanlíðan,“ skrifaði Jóhann Páll í grein á Vísi þar sem hann gagnrýndi nokkur af ákvæðum frumvarpsins, m.a. þau er fjalla um hlutaörorkulífeyri og virknistyrk.  

Nokkrar breytingar á frumvarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa verið lagðar til í velferðarnefnd eftir að þessi gagnrýni kom fram. Þannig stendur nú til að hlutaörorkulífeyrir verði nokkuð hærri en lagt var til í upphafi og að mælt verði fyrir um að öryrkjar í atvinnuleit geti tekið að sér tilfallandi störf án þess að svokallaður virknistyrkur, nýr greiðsluflokkur, falli samstundis niður að fullu.

„Þetta er til marks um að barátta ÖBÍ og okkar í stjórnarandstöðu fyrir breytingum á málinu er að skila árangri, og mér finnst líka Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar hafa haldið vel á spilunum og tekið tillit til athugasemda,“ segir Jóhann. „En það eru samt enn þá mjög alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga. Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“

Fimm breytingar og kostnaður undir milljarði á ári

Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpinu og áætlaður kostnaður er undir milljarði á ári. Í stuttu máli eru breytingartillögurnar eftirfarandi:

  1. Hnykkt á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað samþætt sérfræðimat.
  2. Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðimati sem á að koma í stað örorkumats en er enn algjörlega óútfært.
  3. Fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir.
  4. Öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að svokallaður virknistyrkur falli niður.
  5. Skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.


Breytingartillögurnar eru útlistaðar nánar í meðfylgjandi greinargerð.

 

Raddir