Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4 C
Reykjavik

Setja háttsetta Íslendinga á peningaþvættislista: „Ég mun kæra þetta til lögreglu“ 

Ásgeir Rúnar Helgason Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík verður senn settur á lista yfir „einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla“, sem þjónustufyrirtækið Keldan setur saman. Búast má við því að fleiri „hátt settir“ einstaklingar fari á listann.

Keldan ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingamiðlunar en fyrirtækið er í eigu þeirra Arnar Þórðarsonar, Dags Gunnarssonar, Thor Thors, Tómasar Áka Tómassonar og Höskuldar Tryggvasonar. Meðal þess sem fyrirtækið fæst við er að búa til svokallaðan Pep lista en þar er nöfnum einstaklinga á Íslandi, sem fyrirtækið telur vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla í samræmi við ákvæði laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Thor Thors
Einn af eigendum Keldunnar ehf.
Örn Þórðarson, einn af eigendum Keldunnar.

Vísindamaðurinn og dósentinn Ásgeir Rúnar Helgason fékk á dögunum það sem hann kallar „hótunarbréf“ frá Keldu þar sem honum er tjáð að innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins, verði hann settur á Pep lista fyrirtækisins. Ástæða þess að Ásgeir er talinn vera í áhættuhópinum er sú að hann þekkir Hólmfríði Jenný Árnadóttur, leik- og grunnskólakennara og oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Ásgeir Rúnar var áður varaoddviti flokksins í kjördæminu og því vel kunnugur Hólmfríði. Hvers vegna kunningsskapur þeirra hringi viðvörunarbjöllum Keldunnar og setji Ásgeir Rúnar á áhættulista vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka er ómögulegt að segja til um. Undir bréfið skrifar „Starfsfólk Keldunnar ehf.“

Mannlíf hringdi í Kelduna en fékk þau svör frá stúlkunni sem svarar í síma að hún taki niður númer blaðamannsins og láti einhvern sem þekki til listans hringja. Það var í morgun en síðan hefur ekkert símtal borist.

Í bréfinu sem Ásgeir fékk og Mannlíf er með undir höndum, segir að „Keldan og tilkynningaskyldir aðilar teljast sameiginlegir ábyrgðaraðilar vinnslunnar skv. 23. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.“ Hvergi kemur þó fram hvaða tilkynningaskyldu aðilar er um að ræða. Í bréfinu stendur einning: „Samkvæmt peningaþvættislögum ber tilkynningaskyldum aðilum að hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort viðskiptamenn þeirra eða raunverulegir eigendur séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Tilgangur vinnslu Keldunnar og framangreind skráning á listann er því að gera þessar upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla aðgengilegar fyrir tilkynningarskylda aðila.“

Á heimasíðu hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða, sem rekur Kelduna er tilkynning þar sem sagt er frá pep listanum en þar stendur:

Keldan hefur hafið undirbúning á svokölluðum PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru af stjórnvöldum. Listinn mun nýtast þeim aðilum sem hafa heimild til við framkvæmd áreiðanleikakönnunar á eigin viðskiptavinum með lægri tilkostnaði en þekkist á markaðnum í dag.

Þeir einu sem munu hafa aðgang að PEP lista Keldunnar eru tilkynningarskyldir aðilar (bankar, bókhaldsstofur, lögmenn, og fleiri) sem bera lagaskyldu til að hafa aukið eftirlit með þeim viðskiptavinum sínum sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl. Lögum samkvæmt eru einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl ef þeir eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. Þá fellur nánasta fjölskylda þeirra og nánir samstarfsmenn einnig í þann flokk að vera með stjórnmálaleg tengsl.

Grundvallarforsenda fyrir því að tilkynningarskyldir aðilar geti uppfyllt aukið eftirlit er að hafa réttar upplýsingar um hverjir teljist hafa stjórnmálaleg tengsl. Það er kostnaðarsamt, tímafrekt og erfitt (ef ekki ómögulegt) fyrir þessa aðila að halda utanum slíka lista sjálfir. Listinn er því ætlaður til að aðstoða tilkynningarskylda aðila að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á þeim.

Sambærilegir listar eru til út um allan heim enda er að finna sambærilega lagaskyldu í flestum löndum. Slíkir listar eru í eðli sínu notaðir til að minnka líkur á peningaþvætti.

Hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga hefur verið höfð hliðsjón af leiðbeiningum Persónuverndar í fyrirliggjandi málum um rekstur slíkra lista.

Keldan hefur sent út bréf þar sem einstaklingum hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða skráningu á PEP lista. Þar er aðilum gefið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum eða óska eftir leiðréttingu áður en viðkomandi verður skráður á listann.

Ásgeir Rúnar hyggst kæra Kelduna samkvæmt Facebook-færslu hans sem hann birti í fyrradag: „Ég mun kæra þetta til lögreglu, en datt í hug að tékka á því hvort fleiri en ég hafi fengið svona hótunarbréf.“

Teitur Björn sleppur við að taka afstöðu til vantraustsins: „Rúmliggjandi og ekki viðtalshæfur “

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Teitur Björn Einarsson er kominn í veikindaleyfi og sleppur þannig við að taka afstöðu til vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson hefur verið afar gagnrýninn á störf matvælaráðherra Vinstri grænna þegar snýr að hvalveiðinni, bæði þegar Svandís Svavarsdóttir gegndi embættinu og nú, þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gegnir því.

Miðflokkurinn hefur nú lagt fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen en Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa sagst ætla að styðja tillöguna. Óvíst er með afstöðu þingmanna samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en nokkir Sjálfstæðismenn hafa verið afar háværir í gagnrýni sinni á störfum matvælaráðherra, sér í lagi Jón Gunnarsson, Teitur Björn Einarsson og Óli Björn Kárason. Verði vantraustið samþykkt er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu.

Teitur Björn verður þó fjarri góðu gamni á þingi en hann er kominn í veikindaleyfi, með brjósklos í mjóbaki.

„Hryggjarstykkið uppfært og þrautagöngunni þar með vonandi lokið.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum ykkar, vinum og vandamönnum sem til mín hafa séð síðustu 4-5 mánuði, að ég hef ekki verið alveg í toppformi. Brjósklos í mjóbaki var myndað og greint í mars eftir brösóttan Þorra og í gær var ég í skurðaðgerð sem gekk vel. Batahorfur með miklum ágætum að sögn sérfræðinga en einhverja daga verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu Teits Björns frá því í morgun.

Mannlíf heyrði í Teiti Birni sem sagðist vera fjarri góðu gamni og vísaði í færslu sína. „Er og verð fjarri þingstörfum þessa dagana (rúmliggjandi og hreint ekki viðtalshæfur þér að segja),“ segir Teitur Björn í skriflegu svari til Mannlífs.

Vantrauststillagan verður tekin fyrir á Alþingi í dag.

Sanna vill hækka hlutfall félagsíbúða í Reykjavík: „142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista“

Sanna Magdalena. Mynd / Skjáskot úr myndbandi Sósíalistaflokksins
„656 manns bíða nú eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Þarna er um að ræða lágtekjufólk sem býr við þunga framfærslubyrði og mjög erfiðar félagslegar aðstæður og þarf á húsnæði á að halda.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.

Í færslunni sem hún birti í gær, fer hún yfir stöðuna á félagslega leiguhúsnæðismarkaðnum í Reykjavíkurborg.

„Talan 656 manns nær eingöngu utan um þau sem bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði en ekki þau sem eru á öðrum biðlistum borgarinnar að bíða eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum.

142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista og miðað við kaupáætlanir Félagsbústaða er ljóst að þeim er ætlað að bíða lengi eftir öruggu húsaskjóli. Kaupáætlanir Félagsbústaða gera einungis ráð fyrir því að fjölga almennum félagslegum leiguíbúðum um 375 á árunum 2024-2028.“

Þá segir Sanna að Sósíalistar leggi til að hlutfall félagslegra íbúða í borginni verði hækkað umtalsvert og bendir á aðrar borgir Evrópu þar sem hlutfallið er mun hærra.

„Borgaryfirvöld hafa mótað sér stefnu um að 5% íbúða í borginni eigi að vera félagslegar. Nú er hlutfallið rúmlega það. Sósíalistar í borginni leggja til að hlutfallið verði hækkað til þess að mæta þeim sem eru í þörf fyrir húsnæði.
Í öðrum borgum er félagslegt húsnæði miklu almennara. Sé t.a.m. litið til Vínarborgar í Austurríki sem byggir á langri hefð félagslegs húsnæðis þá er um fjórðungur í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.“

Íslendingur stangaður í nautahlaupi á Spáni – Hornið fór í lærið

Frá nautahlaupi á Spáni. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Íslenskur ferðamaður var stangaður af nauti á Jávea á Spáni á þriðjudaginn.

Samkvæmt frétt Costa News, var 46 ára Íslendingur stangaður af nauti í upphafi nautahlaups á götum strandbæjarins Jávea í Alicante-héraði á þriðjudaginn.

Nautið er sagt hafa stangað íslenska ferðamanninn í lærið en hornið hitti ekki á slagæð. Ekki er vitað um líðan mannsins.

En hvað er nautahlaup?

Þetta er viðburður þar sem nauti er sleppt á götur bæjarins, á meðan viðstaddir, aðallega ungt fólk, reyna að komast frá því og reyna á hugrekki sitt. Þessir viðburðir eru afar vinsælir en einnig mjög umdeildir enda hafa fjölmargir slasast og jafnvel látist í þessum hlaupum, þrátt fyrir öryggisráðstafanir. Þá hefur meðferðin á nautunum einnig verið gagnrýnd.

Ammoníak stuðar Tálknfirðinga

Í nótt var stóru svæði við frystihúsið á Tálknafirði lokað vegna ammoníaksleka frá gömlu frystihúsi. Útkall barst um klukkan þrjú í nótt eftir að  vegfarendur hefðu fundið mikla ammoníakslykt. Ekki er talið að mengunin sé skaðleg en ólyktin stuðar Tálknfirðinga.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hætta væri ekki á ferðum en lyktin sé sterk.  „Sem betur fer var vindátt hagstæð þannig að reykinn lagði út á sjó í staðinn fyrir yfir þorpið,“ sagði Davíð.

Slökkvilið var kallað út frá Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði.

Teitur í skotlínunni

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Facebook.

Vantrauststillaga Miðflokksins á matvælaráðherra verðir tekin fyrir á Alþingi á morgun. Þá kemur á daginn hvort Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir stendur eða fellur eftir framgöngu sína í hvalamálinu. Víst er talið að stjórnarandstaðan standi saman í málinu. Stóra spurningin er hins vegar hvað órólega deild Sjálfstæðisflokksins gerir. Óli Björn Kárason, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson hafa allir haft uppi stór orð um afglöp Vinstri-grænna. Þeir hafa nú tækifæri til að standa við stóru orðin. „Nú reynir á þingmenn Norðvesturkjördæmis hvort þeir standi með kjördæminu, standi með lögunum, standi með stjórnarskrárvörðum rétti fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, sem reyndar studdi höfuðpaurinn í hvalamálinu, Katrínu Jakobsdóttur, í forsetakosningunum.

Augu manna beinast ekki síst að Teiti Birni. Hann er sonur þingmannsins  Einars Odds Kristjánssonar heitins sem fór venjulega sínar eigin leiðir í pólitík og skeytti lítt um vinsældir. Trúverðugleiki Teits veltur á vantraustsmálinu. Jafnframt má ljóst vera að líf ríkisstjórnarinnar hangir á sama bláþræði …

Búðarþjófar gripnir um alla borg – Samvinnuþýður hávaðaseggur í Grafarvogi

Farsími Ljósmynd: Pexels - Tracy Le Blanc

Málglaðir ökumenn á ferð um miðborgina voruu látnir svara til saka. Þrír slíkir voru stöðvaðir þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Mál þeirra voru afgreitt með sekt. Hver þeirra þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Búðarþjófar voru staðnir að verki í nokkrum verslunum í austurborginni. Lögreglan afgreiddi málin á vettvangi. Þriðja þjófnaðarmálið reyndist ekki eins einfalt úrlausnar. Kona sem hlut átti að máli var ósamvinnuþýð og vildi ekki viðurkenna brrot sitt. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af henni. Hún var svo látin laus í framhaldinu. Enn einn búðarþjófnaðurinn kom svo upp í Múlunum í gær. Það mál varf afreitt á vettvangi. Búðarþjófnaðir einkenndu því gærdaginn.
Ökumaður stöðvaður í akstri í Hafnarfirði. Reyndist hann vera réttindalaus. Mál hans var afgreitt með sekt.

Í Grafarvogi skemmti fólk sér við að hækka í græjunum og njóta tónlistar í nótt. Nágrannar gerðust andvaka og enduðu með því að hringja í lögregluna. Hávaðaseggurinn var samvinnuþýður og lofaði að lækka. Komst þar með á ró og íbúar sofnuðu svefni hinna réttlátu.

Lögreglu var tilkynnt um þjófnað úr bifreið á Grafarholti. Þjófurinn staðinn að verki og málið var afgreitt á vettvangi.

Plötusnúðar Dynheima reknir vegna skoðana sinna: „Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur“

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Nokkrir plötusnúðar á Akureyri áttu í útistöðum við forstöðumann félagsmiðstöðvar í desember 1986 en þeir sögðu hann hafa rekið þá vegna skoðana þeirra á stjórnun félagsmiðstöðvarinnar.

Í Baksýnisspegli kvöldsins kíkjum við á áhugavert mál þar sem plötusnúðar deildu opinberlega við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri í desember 1986.

Plötusnúðarnir höfðu farið í útvarpsþátt þar sem þeir gagnrýndu stjórnun Dynheima og sögðu að í kjölfarið hefðu þeir verið reknir af forstöðumanninum vegna skoðana sinna. Sá, Steindór G. Steindórsson, sagði það ekki rétt, heldur hafi staðið til að endurskipuleggja starfsemina og segja nokkrum plötusnúðum upp. Hann hafi boðað þá á fund til að ræða málin en þess í stað hafi þeir rokið í útvarpið og sagt að þeir hefðu verið reknir. Plötusnúðarnir stóðu þó áfram á sínu og fullyrtu að þeir hefðu verið reknir vegna skoðana sinna.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Akureyri:

Plötusnúðarnir í Dynheimum reknir

„Það er rangt að plötusnúðarnir hafi verið reknir vegna skoðana sinna. Það stóð til að endurskipuleggja starfsemina og segja hluta af plötusnúðunum upp,“ sagði Steindór G. Steindórsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri, í gær um það hvort rétt væri að plötusnúðarnir hefðu verið reknir vegna skoðanna sinna á starfsemi Dynheima sem þeir létu uppi í útvarpsþætti nýlega. En plötusnúðarnir fullyrða að svo sé. „Ég vildi fá fund með plötusnúðunum og ræða starfsemina á næstu vikum. Af þessum fundi varð aldrei heldur ruku þeir í útvarpið og sögðu að þeir hefðu verið reknir,“ sagði Steindór. Hann sagði enn fremur að mikil ásókn væri í starf plötusnúða í Dynheimum. „Það eru margir sem vilja komast að og í svona starfi er nauðsynlegt að endurnýja alltaf af og til. Þannig er farið að annars staðar. Annars get ég ekki sagt annað en að plötusnúðarnir, sem hafa haft sig frammi í þessu máli, hljóti að hætta núna. Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur.“

Sigurður Þorsteinsson plötusnúður: Vorum reknir

„Ég tel öruggt að Steindór hafi rekið okkur vegna skoðana okkar í þættinum Ekkert mál hjá útvarpinu en þar gagnrýndum við stjórnun Dynheima,“ sagði Sigurður Þorsteinsson, einn plötusnúðanna í Dynheimum, sem nú eru að hætta. „Eftir þáttinn talaði Steindór við einn okkar og sagði að við yrðum að hætta. í framhaldi af þessu haíði fréttamaður svæðisútvarpsins samband við okkur.“ Sigurður sagðist mjög ósáttur við framkomu Steindórs í þessu máli. „Ég hef starfað undanfarin þrjú ár sem plötusnúður í Dynheimum en hinir plötusnúðarnir tveir í aðeins þrjá mánuði. Það er því svolítið bogið við að það þurfi að skipta um blóð svona snemma. Þar fyrir utan em dæmi þess að plötusnúðar hafi verið á sama staðnum í átta ár og ég veit um einn sem var hjá Dynheimum í tólf ár,“ sagði Sigurður.

Lögreglan vaktaði leigubílsstjóra sérstaklega um helgina – 45 prósent þeirra grunaðir um brot

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan hafði viðamikið eftirlitið með leigubílum í miðborginni um helgina.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðamiklu eftirliti með leigubílum haldið úti í miðborginni um liðna helgi en lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra.

Í hátt í helmingi tilfelli voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.

Að sögn lögreglunnar naut hún aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við eftirlitið um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.

Maður í fæðingarorlofi bíður enn eftir launum frá veitingastaðnum Ítalía: „Hef beðið í 49 daga“

Denis Koval
Enter

Egill hefur ekki áhyggjur af íslenskunni: „En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað“

Egill Helgason hefur engar áhyggjur af íslenskunni eins og svo margir um þessar mundir.

Mikið hefur verið talað um hnignun íslenskunnar undanfarið sem og það sem sumir hafa kallað nýlensku, eða kynhlutlaust mál sem RÚV hefur nú tekið upp og vakið fyrir það bæði hrós og last.

„Það er ágætt að láta sig íslenskuna varða en ég held að mikið af þrasinu um að hún sé að fara í hundana sé óþarft. Íslenskan stendur býsna vel. Það er mikið talað, skrifað og sungið á íslensku – oft á afar hugvitsamlegan hátt. En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað.“ Þannig hefst Facebook-færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar sem birtist eftir hádegi í dag. Sagði hann einnig að hann hafði talið að tilraunir með kynhlutlaust mál væru að hverfa en svo sé ekki. Þá tekur hann sérstaklega fram að enginn á RÚV skipi starfsmönnum þar að nota kynhlutlaust mál.

„Ég hafði reyndar á tilfinningunni að tilraunir til að nota kynhlutlaust mál væru mjög á undanhaldi – kannski vegna þess að enginn ræður við að tala svoleiðis með öllum tilheyrandi beygingum eða kannski var það bara að detta úr tísku? En þá upphófst ramakvein í fjölmiðlum – held ég mest út af einni blaðagrein sem var full af misskilningi. Get þess hér að það er ekkert yfirvald á Ríkisútvarpinu sem segir okkur hvernig á að tala.“

Ásgeir Kr. kemst ekki í rándýra svuntuaðgerð: „Mér er kastað á milli eins og heitri kartöflu“

Ásgeir Kr. Ljósmynd: Facebook

Trúbadorinn Ásgeir Kr. er í vandræðum með heilbrigðiskerfið en hann þarf nauðsynlega að komast í aðgerð til að fjarlægja auka húð en hann hefur lést um 90 kíló frá því að hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

Ásgeir Kr. náði þeim merka áfanga í gær að ná að missa alls 90 kíló en hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

„Árið 2010 fór ég í hjáveituaðgerð og er núna búinn að ná þessum árangri. Lést alltaf smá og smá aldrei komið bakslag,“ segir Ásgeir í samtali við Mannlíf. Kveðst hann nú þurfa nauðsynlega að losna við auka húð sem veldur heilsufarslegum vandamálum.

„Núna er ég kominn með fullt af „auka“ húð sem er farið að valda líkamlegum vandamálum. En fyrst að tryggingarnar ákváðu núna um áramót að hætta að niðurgreiða svuntuaðgerðir, þá er mér kastað á milli eins og heitri kartöflu. Ég veit ekki hvort að það sé verið að bíða eftir að ég fái alvarlegar sýkingar og þá neyðist einhver til að takast á við þetta.“

Mannlíf spyr Ásgeir frekar út í málið og hann útskýrir hvað hann eigi við:

„Sjúkratryggingar neita að borga og þá segir Landspítalinn nei og bendir á Klíníkina og Klíníkin segir nei og bendir á Landspítalann. En heilbrigðiskerfið sendi mig í hjáveituaðgerð í byrjun og mér og heimilislækninum mínum finnst að þeir eigi að klára dæmið. Ég á ekki pening fyrir þessu sjálfur. Er með sex manna fjölskyldu.“

Samkvæmt Ásgeiri kostar það um eina og hálfa til tvær milljónir króna að láta fjarlægja auka húð.

Miðflokkurinn leggur fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Miðflokkurinn leggur í dag fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra en klukkan 13:30 hefst þingfundur.

Ráðherratíð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur ætlar ekki að byrja vel en hún tók við matvælaráðuneytinu fyrir nokkrum mánuðum og hefur staðið í ströngu síðan. Miðflokkurinn ætlar í dag að leggja fram vantrauststillögu á matvælaráðherrann.

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins staðfestir þetta við RÚV en í síðustu viku sagði hann að Bjarkey hefði ekki gætt að málshraðareglum og að hún hafi dregið útgáfu hvalveiðileysis í fjóran og hálfan mánuð. Að hans mati voru lögmæti veiðanna þó ljóst frá upphafi.

Um áramót rann hvalveiðileyfi Hvals hf. út og biðu eigendur í marga mánuði eftir ákvörðun um áframhaldið. Það var svo ekki fyrr en á þriðjudaginn fyrir viku, sem Bjarkey tilkynnti að veiðarnar yrðu leyfðar á yfirstandandi tímabili og að veiða mætti 128 langreyðar. Síðustu ár hafa veiðiheimildir á langreyðum gilt í fimm ár í senn.

Segir Ísland standa á tímamótum: „Nú á að skera af fjallkonunni brjóstin, fjöllin og flytja burt“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði Facebook-færslu í gær sem vakið hefur gríðarlega athygli en umræðuefnið er Fjallkonan, nú og þá.

„17.júní 2024

Bókagjöf ríkisstjórnarinnar, Fjallkonan, er tímanna tákn. Handverkið er fagurt en uppátækið allt, holdgervingur hræsni og lyga. Fjallkonan er fangi í kauphöll ríkistjórnar Íslands og hana skal nú hluta í sundur og selja í ánauð.“ Þannig hefst færsla leikkonunnar og fyrrum forsetaframbjóðandann Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. Og heldur svo áfram:

„Ég þarf ekki að segja ykkur neitt um kvenleikann. Ekkert um það hvers konur eru megnugar, hvað hinir kvenlegu kraftar geta áorkað. Uppspretta lífs og og þar með allrar sköpunnar. Fjallkonan er kvenleg táknmynd landsins, táknmynd móðurinnar sem alla fæðir og alla nærir, táknmynd móðurlandsins okkar, Íslands. Kvenlíkaminn með sín mjúku brjóst og ávölu lendar, sitt hlýja skaut og sterku læri, fimu hendur, fjörugu æðar, fallega hár og breiða bak sem alla ber í faðmi sér er Ísland. Jörðin sem við fæddumst á.“

Steinunn segir því næst að nú eigi Fjallkonan undir högg að sækja:

„Nú á að skera af fjallkonunni brjóstin, fjöllin og flytja burt, fylla æðar hennar, árnar af eitri, mala lendar hennar niður, sandana, fylla frjótt skautið, hafið af grút, setja járngrímu fyrir andlit hennar með suðandi vindskrímslum sem yfirgnæfa móðurmálið, fuglasönginn fagra og fyrir hvað?

Græðgi mannanna.“

Sjálf var Steinunn Fjallkona árið 1994 í Reykjavík en hún rifjar upp þá stund í færslunni:

„Ófáar höfum við leikkonurnar tekið að okkur að leika hlutverk fjallkonunnar, táknmyndar móðurlandsins og lengi vel þótti við hæfi að flytja ljóð þar sem skáldin færðu í orð kærleika og þakklæti til landsins og með næmni veittu því einstaka, smáa og fagra sem á Íslandi finnst og er. Skáldin sjá og spegla til okkar því sem mikils virði er, fallvaltleikanum, ábyrgðinni og færa okkur í ljóðum sínum mælistikurnar einu.
Árið 1994 á fimmtíu ára afmæli lýðveldissins var mér treyst fyrir hlutverki fjallkonunnar og undir handleiðslu Klemens Jónssonar leikstjóra og reyndar móður minnar líka æfði ég ljóð Snorra Hjartarsonar, Land, þjóð og tunga, sem kjarnar einmitt það sem ég geri að umfjöllunarefni.
Þegar ég flutti ljóðið á Austurvelli að morgni 17. júní gerðist það sem ég gleymi aldrei enda var það kostuleg sjón, þar sem ég stóð andspænis fyrirfólki Íslands, Vigdísi forseta, ríkisstjórninni og hennar erlendu gestum sem í tilefni stórafmælis lýðveldisins voru hin skandínavíska hirð eins og hún lagði sig.

Í miðjum flutningi ljóðsins flaug flugvél yfir og þá litu höfuðin háu í forundran til himins á stálfuglinn sem flaug nú hjá. Vitanlega heyrði enginn ljóðið til enda fyrir flugvélagnýnum.

Spyr hún svo hvort þetta sé ekki táknrænt og ákveðinn fyrirboði:

 

„Táknrænt ekki satt og kannski í þessu atviki falinn fyrirboði? Athygli stjórnvalda er í það minnsta löngu horfin af því sem mikilvægt er; þegar fjallkonan er nú augnstungin, svívirt og seld í ánauð af aftengdu og trylltu fólki sem enga elsku eiga til lands og þjóðar.

Fjallkonuflokkinn þarf að stofna. Flokk sem rúmar allar manneskjur sem elska náttúru Íslands, menningu og mannréttindin sjálfsögðu sem stjórnvöld halda í oflæti þau geti skert og aukið að vild.“

Að lokum birtir hún ljóð Snorra Hjartarsonar sem hún las upp fyrir 30 árum síðan.

„Þjóðhátíðarkveðjur allir þeir sem ég veit að elska landið okkar eins og þá einu móður sem aldrei gefur okkur neitt nema ástina skilyrðislausu. Móðurina sem við verðum nú að verja með ráðum og dáðum. Nú verðum við kæru vinir að heyra ljóð Snorra til enda, læra það utan að og begðast ekki.

Land, þjóð og tunga
Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé
og sókn og vaka: eining hörð og hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.
Örlagastundin nálgast grimm og köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld.
Ísland, í lyftum heitum höndum ver
ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.“

Íslendingar keppa í samnorrænni heimabruggkeppni: „Við erum afskaplega stolt og ánægð“

Keppnishópurinn á góðri stund að smakka heimabruggaðan bjór. F.v.: Arnar, Finnbjörn, Oddur, Guðmundur og Dagur. Mynd: Helgi Bragason

Fágun – félag áhugafólks um gerjun – heldur út fyrir landsteinana næstu helgi til að taka þátt í samnorrænni heimabruggkeppni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Síðustu misseri hefur Fágun unnið að því með systrafélögum sínum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi að koma þessari keppni á koppinn. Hún verður haldin í Stavanger þann 22. júní næstkomandi en stór heimabruggshátíð verður haldin þar á sama tíma.  

Fulltrúar Íslands eru sigurvegarar í árlegri bruggkeppni Fágunar, sem haldin var í maí síðastliðnum. Þar vann Dagur Helgason verðlaun fyrir besta dökka bjórinn, en hann hefur auk þess sópað til sín verðlaunum hér heima í heimabruggskeppnum Fágunar undanfarin ár. Svo var bjór Arnars Arinbjarnar og Odds Sigurðssonar valinn besti ljósi bjór keppninnar.

Auk sigurvegaranna fara Finnbjörn Þorvaldsson sem fulltrúi Fágunar, þar sem hann situr í stjórn og Guðmundur Mar sem fulltrúi Íslands í dómnefndinni. Guðmundur er hokinn reynslu, bæði sem dómari í bruggkeppnum víða um heim en eins sem atvinnubruggari, 25 ár við gæðaeftirlit og í 16 ár sem bruggmeistari.

„Við erum afskaplega stolt og ánægð að fá þetta tækifæri og erum ótrúlega spennt fyrir þessu ævintýri. Aðaltilgangur Fágunar er að þrýsta á stjórnvöld að lögleiða heimabrugg. Enda erum við á því að það sé menningarstarfsemi,“ segir Finnbjörn glaður í bragði, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Og hann heldur áfram:

„Það er til mikils að vinna í keppninni úti, en sigurbjórinn verður bruggaður til almennrar dreifingar af Mikkeler, einu virtasta handverksbrugghúsi heims. Það væri sérlega gaman að sjá íslenskan sigurbjór seldan í næstu Vínbúð. En ég vil líka geta til gamans að sigurbjórarnir úr bruggkeppni Fágunar verða bruggaðir og seldir á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda. Ljósi bjórinn verður þar á krana innan tíðar en sá dökki í haust.“

 

Hjólakóngurinn Hafsteinn Ægir:„Af hverju geta læknar ekki skrifað upp á hreyfingu fyrir sjúklinga?“

Hafsteinn Ægir kemur í mark. Ljósmynd: Aðsend

Nýjast gestur þeirra Arnórs og Gunnars í Alkastinu er Hafsteinn Ægir Geirsson. Hafsteinn hefur um árabil verið einn af fremstu hjólreiðaköppum Íslands þar sem ferilsskrá hans samanstendur af fjölmörgum Íslandmeistaratitlum í ólíkum greinum hjólreiða; götuhjólreiðum, fjallahjólum og malarhjólum (e. gravel) svo eitthvað sé nefnt.

Spjallið hóst samt á siglingum. Áður en Hafsteinn varð afreksmaður í hjólreiðum var hann nefnilega fremsti siglingakappi landsins og fór í tvígang fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hann hefur sjómannsblóð í æðum og hefur aldrei fundið fyrir sjóveiki eða ótta við það að vera úti á sjó. Þrátt fyrir að hafa ekki komið nálægt bátum í meira en áratug fékk Hafsteinn tækifæri til þess að rifja upp gömlu handbrögðin fyrir nokkrum árum. Þegar til kastanna kom leið honum eins og hann hefði engu gleymt; líkaminn einfaldlega geymdi þessa þekkingu og kallaði hana fram þegar til þurfti. Þarna lumaði Gunnar líka á óvæntu útspili úr fortíðinni þegar hann viðurkenndi að hafa tekið skipsstjórnarréttindi og pungapróf á sínum tíma til þess að stýra seglbáti sem hann átti. Seglbáturinn hvarf hins vegar við hálf dularfullar og fremur sorglegar kringumstæður. Hlustendur geta smellt á hlekkin hér fyrir neðan til þess að fá smáatriðin á hreint.

Í tengslum við fæðubót og næringu velti Hafsteinn upp þeirri ágætu spurningu: „Af hverju geta læknar ekki skrifað upp á hreyfingu fyrir sjúklinga?“ Hann benti á að mikið af vandamálum og vanlíðan sem plaga nútímamanninn væri sjálfsagt hægt að uppræta með einfaldri líkamsrækt og hreyfingu. Hins vegar virðist slagsíðan í dag vera lyfjaiðnaðinum í hag þar sem sjúkdómsvæðing og skyndilausnir sem hægt er að gleypa eiga mun frekar upp á pallborðið en göngutúr eða sundsprettur. Að sjálfsögðu eru lyfjalausnir nauðsynlegar við ákveðnar aðstæður, en þegar 40 prósent af þýðinu er orðið áskrifendur af lyfseðlum eru meiri lyf mögulega ekki rétta lausnin.

Eitt af því sem hjólaíþróttin hefur fengið mikla athygli fyrir í gegnum tíðina eru lyfjamisferli. Sem iðkandi og keppandi hefur Hafsteinn fengið sinn skerf af lyfjaprófum, sem hann hefur staðist fullkomleg í hvert einasta skipti. Hins vegar mætti velta því upp hvort karlmenn sem komnir eru í seinni hálfleik lífs síns og langar að auka lífsgæði sín með því að vera virkari í líkamsrækt og hreyfingu, en eru mögulega þjakaðir af bakverkjum, búðingshætti eða almennu getuleysi, ættu að geta farið til læknis og fengið uppáskrifað testósterón. Reynsla og rannsóknar sýna og sanna að inngjöf af testósterón getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á lífsgæði miðaldra manna (samþykktu allir miðaldra karlmennirnir í stúdíói Þvottahússins…).

Hjólreiðar sem keppnisíþrótt er frekar ungt sport á Íslandi og má segja að Hafsteinn hafi veið með alveg frá upphafi. Hann deili með okkur skemmtilegu aðferðum sem beita má á fleygi ferð í hóp af fólki við kasta af sér vatni á ferð. Nákvæmar lýsingar á því má heyra í viðtalinu. Hafsteinn hefur líka flakkað aðeins á milli hjólaframleiðanda og þrátt fyrir ítrekaðar og útúrsnúnar spurningar var ómögulegt að fá Hafstein til þess að tala illa um neinn. Undanfarin ár hefur hann verið TREK maður og í seinustu viku var hann svo lánsamur að fá í hendurnar dýasta (og sumir segja flottasta) hjól landsins. Hafsteinn vann á tímabili hjá Lauf og þegar þeir ákváðu að gera innreið sína á götuhjólamarkaðinn sá Hafsteinn sæng sína útbreidda og skipti alveg um gír; hann hoppaði yfir til Toyota.

Ef þú vilt vita meira og allar helstu tölurnar hjá einum besta hjólara Íslandssögunnar (VO2Max, max púls, FTP) þá er bara að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða hlusta á viðtalið í einhverri af þinni uppáhalds steymisveitu. Svo er um að gera að fylgja Þvottahúsinu á samfélagsmiðlum og fá skilaboð um leið og nýtt viðtal er gefið út.

Bjarni þarf vernd

||||||
Bjarni Benediktsson,

Það var dimmt yfir hefðbundnum hátíðarhöldum á Austurvelli að morgni 17. júní. Stórt svæði var afgirt til að vernda ráðamenn og þá ekki síst Bjarna Benediktsson forsætisráðherra sem situr í embætti í ónáð stórs hluta þjóðarinnar.

Fjöldi sérsveitarmanna og almennra lögreglumanna voru um allan Austurvöll á þjóðhátíðardaginn til að tryggja að mótmælendur kæmust ekki í tæri við forsætisráðherrann. Lögregluríkið var allt um kring á meðan Bjarni hélt ræðu sína, hrokafullur, og hafði áhyggjur af lýðræðinu og skautun í samfélaginu. Mótmælendur voru í fjarska og blésu í flautur og höfðu hátt. Sú spurning lá í loftinu hvort væri hættulegra heilbrigðu lýðræði, forsætisráðherrann umdeildi eða þeir sem mótmæltu spillingu stjórnmálanna. Þegar stórt er spurt …

Íbúar fjölbýlishússins andvaka vegna hávaðaseggs – Seinheppnir innbrotsþjófar gripu í tómt

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Laust eftir miðnætti var maður stöðvaður í akstri grunaður um að vera ekki með sjálfum sér. Talið var að hann væri sekur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hinn grunaði var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem honum var dregið blóð í rannsóknarskyni.

Laust eftir klukkan tvö í nótt varð íbúum fjölbýlishúss ekki svefnsamt vegna manns í annarlegu ástandi. Maðurinn hélt áfram ónæði sínu og vakti upp fleiri íbúa sem kvörtuðu til lögreglunnar. Ekki tókst að koma vitunu fyrir hávaðasegginn sem að lokum þurfti að handtaka og færa í fangageymslu þar sem henn hafði nóttina til að ná áttum.

Tilkynnt var um innbrot í verslunarhúsnæði. Þar hafði verið farið inn í húsnæði þar sem starfsemi var ekki í gangi og virtust þjófarnir hafa gripið í tómt og ekki haft erindi sem erfiði. Skömmu síðar var tilkynnt um innbrot í húsnæði í miðbænum. Ummerki voru um að búið væri að spenna upp glugga. Ekki er vitað hvort þjófarnir hafi komist á brott með einhver verðmæti þar sem lögregla var fljót á vettvang.
Um klukkan fjögur í nótt var svo einn eitt innbroti þegar farið var inn í verslun. Málið er í rannsókn. Ekki er vitað hvort þessi innbrot tengist en rannsókn þeirra er á frumstigi.

Átján ára seglbrettamaður lést við köfun – Stefndi á Ólympíuleikana

J.J.

Jackson James „J.J.“ Rice, bandarískur seglbrettamaður sem stefndi á ólympíuleikana, lést í köfunarslysi við strendur Tonga (áður Vináttueyjar), en faðir hans, Darren Rice, staðfesti fregnirnar. J.J. var einungis 18 ára gamall.

J.J. var fríköfun frá báti 15. júní þegar hann lést en talið er að hann hafi misst meðvitund í grunnu vatninu (e. shallow water blackout), samkvæmt föður hans. Að sögn föðursins fannst lík hans á hafsbotni undir bátnum af öðrum köfurum en tilraunir til að endurlífga hann mistókust.

Hinn efnilegi íþróttamaður fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í eyjaklasanum Ha’apai, á Tonga en faðir hans og móðir, Nina Rice, eiga Matafonua Island Lodge gistiheimilið og veitingastaðinn. J.J. sem var með tongóskan ríkisborgararétt, keppti fyrir hönd landsins í seglbrettaíþróttinni á alþjóðlegum mótum í gegnum árin. Hafði hann vonast til að komast á Ólympíuleikana í París 2024.

Systir J.J., Lily Rice skrifaði nokkur orð á samfélagsmiðlana eftir að andlátið bar að:

„Ég var blessuð með ótrúlegasta bróður í öllum heiminum og það er sárt að þurfa að segja að hann sé látinn,“ skrifaði hún á Facebook. „Hann var ótrúlegur seglbrettamaður og hann hefði komist á Ólympíuleikana og endað með stóra glansandi medalíu … hann eignaðist svo marga ótrúlega vini um allan heim.

Hún hélt áfram, „Ég mun reyna mitt besta til að nota það sem hann kenndi mér til að vera jafnvel bara pínulítið eins ótrúleg og hann var. Síðast þegar ég sá hann gaf hann mér stórt faðmlag og ég vildi að ég hefði haldið í lengur.“

Samkvæmt Matangi Tonga fréttamiðlinum, minntist Darren, faðir J.J. þau skipti þegar sonur hans hafði á óeigingjarnan hátt lagt sig í lífshættu til að bjarga öðrum – fyrst þegar hann var 15 ára en þá synti hann út til að bjarga farþegum um borð í ferju sem hvolfdi undan Faleloa árið 2021, og aftur þegar hann synti út til að bjarga og koma í land tveimur stúlkum sem höfðu sópast af sandrifi út á sjó.

Í maí keppti J.J. á Last Chance Reggata-keppninni í Hyères, Frakklandi þar sem hann vonaðist til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum 2024. Fréttir herma að J.J. hafi verið að undirbúa þátttöku á Ólympíuleikunum í ár, en í kjölfar keppninnar skrifaði hinn 18 ára gamli afreksmaður á Instagram að vonirnar um Olympíuleikana í þetta skiptið, væri lokið.

Ragnheiður slasaðist illa fyrir sex árum: „Seinustu sex árin hafa vægast sagt verið hryllingur“

Ragnheiður Pétursdóttir Ljósmynd: Aðsend

Ragnheiður Pétursdóttir hefur haft það mjög erfitt síðustu sex árin en hún hefur verið búsett í Danmörku síðan 2004. Ragnheiður slasaðist illa í vinnunni árið 2018 en hefur síðan þurft að heyja baráttu við danska heilbrigðiskerfið.

„Seinustu sex árin hafa vægast sagt verið hryllingur. Ég slasaðist í vinnunni í maí 2018. Ég hrasaði og afleiðingar þess hafa verið ofboðslega erfiðar. Í janúar fékk ég loksins endanlega greiningu eftir nær 6 ára baráttu við heilbrigðiskerfið hér í Danmörku,“ segir Ragnheiður í viðtali við Mannlíf og útskýrir svo hvað hrjáir hana:

„Ég er með það sem heitir Cranio cervical instability og atlanto axial instability CCI/AAI. Hægra axlar liðbandið sem heldur efstu liðunum á réttum stað er eyðilagt ásamt fleiru. Greininguna fékk ég hjá virtum taugaskurðlækni á Spáni.“

Ragnheiður segir að kostnaðurinn hafi verið gríðarlega mikill en enga hjálp er að finna fyrir hana í danska heilbrigðiskerfinu. „Bara á þessu ári er kostnaður við skannanir, lækna og sjúkraþjálfara langt yfir 3 milljónum íslenskra króna. Ég fæ enga hjálp í danska heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir ótal margar skannanir og skýrslur frá hátt metnum sérfræðingum í Evrópu vill kerfið hérna ekki samþykkja að ég hafi slasast svona alvarlega. Ég á það á hættu að lamast eða missa lífið vegna þess að liðirnir er lausir. Þetta hefur áhrif á allt taugakerfið og heilastofninn.“

Segir Ragnheiður að baráttan við tryggingakerfið hafi einnig verið afar erfið.

„Ég er mjög illa farin eftir ranga meðhöndlun, vöntun á meðhöndlun, vöntun á að viðurkenningu á alvarlegum skaða. Þetta hefur verið hræðilega erfið barátta við tryggingakerfi, þrátt fyrir að þetta er vinnuslys og èg var vel tryggð hef èg fengið samtals 0 krónur út úr þeim. Heilbrigðiskerfið hefur gjörsamlega brugðist mér. Ég hef staðið í ströngu við að ná því að komast á örorku sem og að fá viðeigandi hjálp hér heima sem og hjálpartæki.“

Vegna ástandins hefur hún að mestu haldið sig heima og það rúmliggjandi að mestu.

„Ég er mest megnis föst hér heima, oftast rúmliggjandi, á erfitt með að nota hendurnar, er óstöðug á fótum. Taugatruflanir, svimi, skert heilastarfsemi, sjónin er flöktandi, yfirlið, verkir, hjartsláttartruflanir og erfiðleikar með öndun. Þetta ástand er og hefur verið hreinn hryllingur að ganga í gegnum, ekki bara fyrir mig heldur líka manninn minn og son minn sem er í dag 12 ára. “

Segir Ragnheiður að ótrúlegt sé að hún haldi enn geðheilsu enda hafi hún verið beitt rosalegu óréttlæti.

„Ég á auðveldara með að tala enn að skrifa. Ég hef verið beitt þvílíku óréttlæti og oft verið mikil gaslýsing í gangi. Og það er með ólíkindum að èg hef haldið geðheilsu í þessu ömurlega og erfiða ferli.“

Í dag stendur Ragnheiður frammi fyrir erfiðri ákvörðun en möguleiki er á einhvers konar bata fyrir hana en áhættan er mikil.

„Ég er í augnablikinu að búa mig undir að taka ákvörðun um hvort èg láti skera mig eða ekki. Erfið ákvörðun bæði vegna áhættu í aðgerð, afleiðingum eftir aðgerðina og ekki minnst þarf ég sjálf að finna fjármagnið sem verður langt yfir 100.00 evrum með ferðakostnaði, kostnaði við aðstoðarmenn og síðar endurhæfingu. Èg hef stiklað á mjög stóru hérna en væri alveg til í að fá að segja þér betur frá mínum aðstæðum. Það er svo óréttlátt að fara í vinnuna, hrasa um illa lagða gangstéttarhellu, örkumlast og fá enga hjálp.“

Setja háttsetta Íslendinga á peningaþvættislista: „Ég mun kæra þetta til lögreglu“ 

Ásgeir Rúnar Helgason Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík verður senn settur á lista yfir „einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla“, sem þjónustufyrirtækið Keldan setur saman. Búast má við því að fleiri „hátt settir“ einstaklingar fari á listann.

Keldan ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingamiðlunar en fyrirtækið er í eigu þeirra Arnar Þórðarsonar, Dags Gunnarssonar, Thor Thors, Tómasar Áka Tómassonar og Höskuldar Tryggvasonar. Meðal þess sem fyrirtækið fæst við er að búa til svokallaðan Pep lista en þar er nöfnum einstaklinga á Íslandi, sem fyrirtækið telur vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla í samræmi við ákvæði laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Thor Thors
Einn af eigendum Keldunnar ehf.
Örn Þórðarson, einn af eigendum Keldunnar.

Vísindamaðurinn og dósentinn Ásgeir Rúnar Helgason fékk á dögunum það sem hann kallar „hótunarbréf“ frá Keldu þar sem honum er tjáð að innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins, verði hann settur á Pep lista fyrirtækisins. Ástæða þess að Ásgeir er talinn vera í áhættuhópinum er sú að hann þekkir Hólmfríði Jenný Árnadóttur, leik- og grunnskólakennara og oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Ásgeir Rúnar var áður varaoddviti flokksins í kjördæminu og því vel kunnugur Hólmfríði. Hvers vegna kunningsskapur þeirra hringi viðvörunarbjöllum Keldunnar og setji Ásgeir Rúnar á áhættulista vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka er ómögulegt að segja til um. Undir bréfið skrifar „Starfsfólk Keldunnar ehf.“

Mannlíf hringdi í Kelduna en fékk þau svör frá stúlkunni sem svarar í síma að hún taki niður númer blaðamannsins og láti einhvern sem þekki til listans hringja. Það var í morgun en síðan hefur ekkert símtal borist.

Í bréfinu sem Ásgeir fékk og Mannlíf er með undir höndum, segir að „Keldan og tilkynningaskyldir aðilar teljast sameiginlegir ábyrgðaraðilar vinnslunnar skv. 23. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.“ Hvergi kemur þó fram hvaða tilkynningaskyldu aðilar er um að ræða. Í bréfinu stendur einning: „Samkvæmt peningaþvættislögum ber tilkynningaskyldum aðilum að hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort viðskiptamenn þeirra eða raunverulegir eigendur séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Tilgangur vinnslu Keldunnar og framangreind skráning á listann er því að gera þessar upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla aðgengilegar fyrir tilkynningarskylda aðila.“

Á heimasíðu hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða, sem rekur Kelduna er tilkynning þar sem sagt er frá pep listanum en þar stendur:

Keldan hefur hafið undirbúning á svokölluðum PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru af stjórnvöldum. Listinn mun nýtast þeim aðilum sem hafa heimild til við framkvæmd áreiðanleikakönnunar á eigin viðskiptavinum með lægri tilkostnaði en þekkist á markaðnum í dag.

Þeir einu sem munu hafa aðgang að PEP lista Keldunnar eru tilkynningarskyldir aðilar (bankar, bókhaldsstofur, lögmenn, og fleiri) sem bera lagaskyldu til að hafa aukið eftirlit með þeim viðskiptavinum sínum sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl. Lögum samkvæmt eru einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl ef þeir eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. Þá fellur nánasta fjölskylda þeirra og nánir samstarfsmenn einnig í þann flokk að vera með stjórnmálaleg tengsl.

Grundvallarforsenda fyrir því að tilkynningarskyldir aðilar geti uppfyllt aukið eftirlit er að hafa réttar upplýsingar um hverjir teljist hafa stjórnmálaleg tengsl. Það er kostnaðarsamt, tímafrekt og erfitt (ef ekki ómögulegt) fyrir þessa aðila að halda utanum slíka lista sjálfir. Listinn er því ætlaður til að aðstoða tilkynningarskylda aðila að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á þeim.

Sambærilegir listar eru til út um allan heim enda er að finna sambærilega lagaskyldu í flestum löndum. Slíkir listar eru í eðli sínu notaðir til að minnka líkur á peningaþvætti.

Hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga hefur verið höfð hliðsjón af leiðbeiningum Persónuverndar í fyrirliggjandi málum um rekstur slíkra lista.

Keldan hefur sent út bréf þar sem einstaklingum hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða skráningu á PEP lista. Þar er aðilum gefið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum eða óska eftir leiðréttingu áður en viðkomandi verður skráður á listann.

Ásgeir Rúnar hyggst kæra Kelduna samkvæmt Facebook-færslu hans sem hann birti í fyrradag: „Ég mun kæra þetta til lögreglu, en datt í hug að tékka á því hvort fleiri en ég hafi fengið svona hótunarbréf.“

Teitur Björn sleppur við að taka afstöðu til vantraustsins: „Rúmliggjandi og ekki viðtalshæfur “

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Teitur Björn Einarsson er kominn í veikindaleyfi og sleppur þannig við að taka afstöðu til vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson hefur verið afar gagnrýninn á störf matvælaráðherra Vinstri grænna þegar snýr að hvalveiðinni, bæði þegar Svandís Svavarsdóttir gegndi embættinu og nú, þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gegnir því.

Miðflokkurinn hefur nú lagt fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen en Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa sagst ætla að styðja tillöguna. Óvíst er með afstöðu þingmanna samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en nokkir Sjálfstæðismenn hafa verið afar háværir í gagnrýni sinni á störfum matvælaráðherra, sér í lagi Jón Gunnarsson, Teitur Björn Einarsson og Óli Björn Kárason. Verði vantraustið samþykkt er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu.

Teitur Björn verður þó fjarri góðu gamni á þingi en hann er kominn í veikindaleyfi, með brjósklos í mjóbaki.

„Hryggjarstykkið uppfært og þrautagöngunni þar með vonandi lokið.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum ykkar, vinum og vandamönnum sem til mín hafa séð síðustu 4-5 mánuði, að ég hef ekki verið alveg í toppformi. Brjósklos í mjóbaki var myndað og greint í mars eftir brösóttan Þorra og í gær var ég í skurðaðgerð sem gekk vel. Batahorfur með miklum ágætum að sögn sérfræðinga en einhverja daga verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu Teits Björns frá því í morgun.

Mannlíf heyrði í Teiti Birni sem sagðist vera fjarri góðu gamni og vísaði í færslu sína. „Er og verð fjarri þingstörfum þessa dagana (rúmliggjandi og hreint ekki viðtalshæfur þér að segja),“ segir Teitur Björn í skriflegu svari til Mannlífs.

Vantrauststillagan verður tekin fyrir á Alþingi í dag.

Sanna vill hækka hlutfall félagsíbúða í Reykjavík: „142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista“

Sanna Magdalena. Mynd / Skjáskot úr myndbandi Sósíalistaflokksins
„656 manns bíða nú eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Þarna er um að ræða lágtekjufólk sem býr við þunga framfærslubyrði og mjög erfiðar félagslegar aðstæður og þarf á húsnæði á að halda.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.

Í færslunni sem hún birti í gær, fer hún yfir stöðuna á félagslega leiguhúsnæðismarkaðnum í Reykjavíkurborg.

„Talan 656 manns nær eingöngu utan um þau sem bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði en ekki þau sem eru á öðrum biðlistum borgarinnar að bíða eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum.

142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista og miðað við kaupáætlanir Félagsbústaða er ljóst að þeim er ætlað að bíða lengi eftir öruggu húsaskjóli. Kaupáætlanir Félagsbústaða gera einungis ráð fyrir því að fjölga almennum félagslegum leiguíbúðum um 375 á árunum 2024-2028.“

Þá segir Sanna að Sósíalistar leggi til að hlutfall félagslegra íbúða í borginni verði hækkað umtalsvert og bendir á aðrar borgir Evrópu þar sem hlutfallið er mun hærra.

„Borgaryfirvöld hafa mótað sér stefnu um að 5% íbúða í borginni eigi að vera félagslegar. Nú er hlutfallið rúmlega það. Sósíalistar í borginni leggja til að hlutfallið verði hækkað til þess að mæta þeim sem eru í þörf fyrir húsnæði.
Í öðrum borgum er félagslegt húsnæði miklu almennara. Sé t.a.m. litið til Vínarborgar í Austurríki sem byggir á langri hefð félagslegs húsnæðis þá er um fjórðungur í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.“

Íslendingur stangaður í nautahlaupi á Spáni – Hornið fór í lærið

Frá nautahlaupi á Spáni. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Íslenskur ferðamaður var stangaður af nauti á Jávea á Spáni á þriðjudaginn.

Samkvæmt frétt Costa News, var 46 ára Íslendingur stangaður af nauti í upphafi nautahlaups á götum strandbæjarins Jávea í Alicante-héraði á þriðjudaginn.

Nautið er sagt hafa stangað íslenska ferðamanninn í lærið en hornið hitti ekki á slagæð. Ekki er vitað um líðan mannsins.

En hvað er nautahlaup?

Þetta er viðburður þar sem nauti er sleppt á götur bæjarins, á meðan viðstaddir, aðallega ungt fólk, reyna að komast frá því og reyna á hugrekki sitt. Þessir viðburðir eru afar vinsælir en einnig mjög umdeildir enda hafa fjölmargir slasast og jafnvel látist í þessum hlaupum, þrátt fyrir öryggisráðstafanir. Þá hefur meðferðin á nautunum einnig verið gagnrýnd.

Ammoníak stuðar Tálknfirðinga

Í nótt var stóru svæði við frystihúsið á Tálknafirði lokað vegna ammoníaksleka frá gömlu frystihúsi. Útkall barst um klukkan þrjú í nótt eftir að  vegfarendur hefðu fundið mikla ammoníakslykt. Ekki er talið að mengunin sé skaðleg en ólyktin stuðar Tálknfirðinga.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hætta væri ekki á ferðum en lyktin sé sterk.  „Sem betur fer var vindátt hagstæð þannig að reykinn lagði út á sjó í staðinn fyrir yfir þorpið,“ sagði Davíð.

Slökkvilið var kallað út frá Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði.

Teitur í skotlínunni

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Facebook.

Vantrauststillaga Miðflokksins á matvælaráðherra verðir tekin fyrir á Alþingi á morgun. Þá kemur á daginn hvort Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir stendur eða fellur eftir framgöngu sína í hvalamálinu. Víst er talið að stjórnarandstaðan standi saman í málinu. Stóra spurningin er hins vegar hvað órólega deild Sjálfstæðisflokksins gerir. Óli Björn Kárason, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson hafa allir haft uppi stór orð um afglöp Vinstri-grænna. Þeir hafa nú tækifæri til að standa við stóru orðin. „Nú reynir á þingmenn Norðvesturkjördæmis hvort þeir standi með kjördæminu, standi með lögunum, standi með stjórnarskrárvörðum rétti fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, sem reyndar studdi höfuðpaurinn í hvalamálinu, Katrínu Jakobsdóttur, í forsetakosningunum.

Augu manna beinast ekki síst að Teiti Birni. Hann er sonur þingmannsins  Einars Odds Kristjánssonar heitins sem fór venjulega sínar eigin leiðir í pólitík og skeytti lítt um vinsældir. Trúverðugleiki Teits veltur á vantraustsmálinu. Jafnframt má ljóst vera að líf ríkisstjórnarinnar hangir á sama bláþræði …

Búðarþjófar gripnir um alla borg – Samvinnuþýður hávaðaseggur í Grafarvogi

Farsími Ljósmynd: Pexels - Tracy Le Blanc

Málglaðir ökumenn á ferð um miðborgina voruu látnir svara til saka. Þrír slíkir voru stöðvaðir þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Mál þeirra voru afgreitt með sekt. Hver þeirra þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Búðarþjófar voru staðnir að verki í nokkrum verslunum í austurborginni. Lögreglan afgreiddi málin á vettvangi. Þriðja þjófnaðarmálið reyndist ekki eins einfalt úrlausnar. Kona sem hlut átti að máli var ósamvinnuþýð og vildi ekki viðurkenna brrot sitt. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af henni. Hún var svo látin laus í framhaldinu. Enn einn búðarþjófnaðurinn kom svo upp í Múlunum í gær. Það mál varf afreitt á vettvangi. Búðarþjófnaðir einkenndu því gærdaginn.
Ökumaður stöðvaður í akstri í Hafnarfirði. Reyndist hann vera réttindalaus. Mál hans var afgreitt með sekt.

Í Grafarvogi skemmti fólk sér við að hækka í græjunum og njóta tónlistar í nótt. Nágrannar gerðust andvaka og enduðu með því að hringja í lögregluna. Hávaðaseggurinn var samvinnuþýður og lofaði að lækka. Komst þar með á ró og íbúar sofnuðu svefni hinna réttlátu.

Lögreglu var tilkynnt um þjófnað úr bifreið á Grafarholti. Þjófurinn staðinn að verki og málið var afgreitt á vettvangi.

Plötusnúðar Dynheima reknir vegna skoðana sinna: „Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur“

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Nokkrir plötusnúðar á Akureyri áttu í útistöðum við forstöðumann félagsmiðstöðvar í desember 1986 en þeir sögðu hann hafa rekið þá vegna skoðana þeirra á stjórnun félagsmiðstöðvarinnar.

Í Baksýnisspegli kvöldsins kíkjum við á áhugavert mál þar sem plötusnúðar deildu opinberlega við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri í desember 1986.

Plötusnúðarnir höfðu farið í útvarpsþátt þar sem þeir gagnrýndu stjórnun Dynheima og sögðu að í kjölfarið hefðu þeir verið reknir af forstöðumanninum vegna skoðana sinna. Sá, Steindór G. Steindórsson, sagði það ekki rétt, heldur hafi staðið til að endurskipuleggja starfsemina og segja nokkrum plötusnúðum upp. Hann hafi boðað þá á fund til að ræða málin en þess í stað hafi þeir rokið í útvarpið og sagt að þeir hefðu verið reknir. Plötusnúðarnir stóðu þó áfram á sínu og fullyrtu að þeir hefðu verið reknir vegna skoðana sinna.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Akureyri:

Plötusnúðarnir í Dynheimum reknir

„Það er rangt að plötusnúðarnir hafi verið reknir vegna skoðana sinna. Það stóð til að endurskipuleggja starfsemina og segja hluta af plötusnúðunum upp,“ sagði Steindór G. Steindórsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri, í gær um það hvort rétt væri að plötusnúðarnir hefðu verið reknir vegna skoðanna sinna á starfsemi Dynheima sem þeir létu uppi í útvarpsþætti nýlega. En plötusnúðarnir fullyrða að svo sé. „Ég vildi fá fund með plötusnúðunum og ræða starfsemina á næstu vikum. Af þessum fundi varð aldrei heldur ruku þeir í útvarpið og sögðu að þeir hefðu verið reknir,“ sagði Steindór. Hann sagði enn fremur að mikil ásókn væri í starf plötusnúða í Dynheimum. „Það eru margir sem vilja komast að og í svona starfi er nauðsynlegt að endurnýja alltaf af og til. Þannig er farið að annars staðar. Annars get ég ekki sagt annað en að plötusnúðarnir, sem hafa haft sig frammi í þessu máli, hljóti að hætta núna. Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur.“

Sigurður Þorsteinsson plötusnúður: Vorum reknir

„Ég tel öruggt að Steindór hafi rekið okkur vegna skoðana okkar í þættinum Ekkert mál hjá útvarpinu en þar gagnrýndum við stjórnun Dynheima,“ sagði Sigurður Þorsteinsson, einn plötusnúðanna í Dynheimum, sem nú eru að hætta. „Eftir þáttinn talaði Steindór við einn okkar og sagði að við yrðum að hætta. í framhaldi af þessu haíði fréttamaður svæðisútvarpsins samband við okkur.“ Sigurður sagðist mjög ósáttur við framkomu Steindórs í þessu máli. „Ég hef starfað undanfarin þrjú ár sem plötusnúður í Dynheimum en hinir plötusnúðarnir tveir í aðeins þrjá mánuði. Það er því svolítið bogið við að það þurfi að skipta um blóð svona snemma. Þar fyrir utan em dæmi þess að plötusnúðar hafi verið á sama staðnum í átta ár og ég veit um einn sem var hjá Dynheimum í tólf ár,“ sagði Sigurður.

Lögreglan vaktaði leigubílsstjóra sérstaklega um helgina – 45 prósent þeirra grunaðir um brot

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan hafði viðamikið eftirlitið með leigubílum í miðborginni um helgina.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðamiklu eftirliti með leigubílum haldið úti í miðborginni um liðna helgi en lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra.

Í hátt í helmingi tilfelli voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.

Að sögn lögreglunnar naut hún aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við eftirlitið um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.

Maður í fæðingarorlofi bíður enn eftir launum frá veitingastaðnum Ítalía: „Hef beðið í 49 daga“

Denis Koval
Enter

Egill hefur ekki áhyggjur af íslenskunni: „En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað“

Egill Helgason hefur engar áhyggjur af íslenskunni eins og svo margir um þessar mundir.

Mikið hefur verið talað um hnignun íslenskunnar undanfarið sem og það sem sumir hafa kallað nýlensku, eða kynhlutlaust mál sem RÚV hefur nú tekið upp og vakið fyrir það bæði hrós og last.

„Það er ágætt að láta sig íslenskuna varða en ég held að mikið af þrasinu um að hún sé að fara í hundana sé óþarft. Íslenskan stendur býsna vel. Það er mikið talað, skrifað og sungið á íslensku – oft á afar hugvitsamlegan hátt. En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað.“ Þannig hefst Facebook-færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar sem birtist eftir hádegi í dag. Sagði hann einnig að hann hafði talið að tilraunir með kynhlutlaust mál væru að hverfa en svo sé ekki. Þá tekur hann sérstaklega fram að enginn á RÚV skipi starfsmönnum þar að nota kynhlutlaust mál.

„Ég hafði reyndar á tilfinningunni að tilraunir til að nota kynhlutlaust mál væru mjög á undanhaldi – kannski vegna þess að enginn ræður við að tala svoleiðis með öllum tilheyrandi beygingum eða kannski var það bara að detta úr tísku? En þá upphófst ramakvein í fjölmiðlum – held ég mest út af einni blaðagrein sem var full af misskilningi. Get þess hér að það er ekkert yfirvald á Ríkisútvarpinu sem segir okkur hvernig á að tala.“

Ásgeir Kr. kemst ekki í rándýra svuntuaðgerð: „Mér er kastað á milli eins og heitri kartöflu“

Ásgeir Kr. Ljósmynd: Facebook

Trúbadorinn Ásgeir Kr. er í vandræðum með heilbrigðiskerfið en hann þarf nauðsynlega að komast í aðgerð til að fjarlægja auka húð en hann hefur lést um 90 kíló frá því að hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

Ásgeir Kr. náði þeim merka áfanga í gær að ná að missa alls 90 kíló en hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

„Árið 2010 fór ég í hjáveituaðgerð og er núna búinn að ná þessum árangri. Lést alltaf smá og smá aldrei komið bakslag,“ segir Ásgeir í samtali við Mannlíf. Kveðst hann nú þurfa nauðsynlega að losna við auka húð sem veldur heilsufarslegum vandamálum.

„Núna er ég kominn með fullt af „auka“ húð sem er farið að valda líkamlegum vandamálum. En fyrst að tryggingarnar ákváðu núna um áramót að hætta að niðurgreiða svuntuaðgerðir, þá er mér kastað á milli eins og heitri kartöflu. Ég veit ekki hvort að það sé verið að bíða eftir að ég fái alvarlegar sýkingar og þá neyðist einhver til að takast á við þetta.“

Mannlíf spyr Ásgeir frekar út í málið og hann útskýrir hvað hann eigi við:

„Sjúkratryggingar neita að borga og þá segir Landspítalinn nei og bendir á Klíníkina og Klíníkin segir nei og bendir á Landspítalann. En heilbrigðiskerfið sendi mig í hjáveituaðgerð í byrjun og mér og heimilislækninum mínum finnst að þeir eigi að klára dæmið. Ég á ekki pening fyrir þessu sjálfur. Er með sex manna fjölskyldu.“

Samkvæmt Ásgeiri kostar það um eina og hálfa til tvær milljónir króna að láta fjarlægja auka húð.

Miðflokkurinn leggur fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Miðflokkurinn leggur í dag fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra en klukkan 13:30 hefst þingfundur.

Ráðherratíð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur ætlar ekki að byrja vel en hún tók við matvælaráðuneytinu fyrir nokkrum mánuðum og hefur staðið í ströngu síðan. Miðflokkurinn ætlar í dag að leggja fram vantrauststillögu á matvælaráðherrann.

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins staðfestir þetta við RÚV en í síðustu viku sagði hann að Bjarkey hefði ekki gætt að málshraðareglum og að hún hafi dregið útgáfu hvalveiðileysis í fjóran og hálfan mánuð. Að hans mati voru lögmæti veiðanna þó ljóst frá upphafi.

Um áramót rann hvalveiðileyfi Hvals hf. út og biðu eigendur í marga mánuði eftir ákvörðun um áframhaldið. Það var svo ekki fyrr en á þriðjudaginn fyrir viku, sem Bjarkey tilkynnti að veiðarnar yrðu leyfðar á yfirstandandi tímabili og að veiða mætti 128 langreyðar. Síðustu ár hafa veiðiheimildir á langreyðum gilt í fimm ár í senn.

Segir Ísland standa á tímamótum: „Nú á að skera af fjallkonunni brjóstin, fjöllin og flytja burt“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði Facebook-færslu í gær sem vakið hefur gríðarlega athygli en umræðuefnið er Fjallkonan, nú og þá.

„17.júní 2024

Bókagjöf ríkisstjórnarinnar, Fjallkonan, er tímanna tákn. Handverkið er fagurt en uppátækið allt, holdgervingur hræsni og lyga. Fjallkonan er fangi í kauphöll ríkistjórnar Íslands og hana skal nú hluta í sundur og selja í ánauð.“ Þannig hefst færsla leikkonunnar og fyrrum forsetaframbjóðandann Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. Og heldur svo áfram:

„Ég þarf ekki að segja ykkur neitt um kvenleikann. Ekkert um það hvers konur eru megnugar, hvað hinir kvenlegu kraftar geta áorkað. Uppspretta lífs og og þar með allrar sköpunnar. Fjallkonan er kvenleg táknmynd landsins, táknmynd móðurinnar sem alla fæðir og alla nærir, táknmynd móðurlandsins okkar, Íslands. Kvenlíkaminn með sín mjúku brjóst og ávölu lendar, sitt hlýja skaut og sterku læri, fimu hendur, fjörugu æðar, fallega hár og breiða bak sem alla ber í faðmi sér er Ísland. Jörðin sem við fæddumst á.“

Steinunn segir því næst að nú eigi Fjallkonan undir högg að sækja:

„Nú á að skera af fjallkonunni brjóstin, fjöllin og flytja burt, fylla æðar hennar, árnar af eitri, mala lendar hennar niður, sandana, fylla frjótt skautið, hafið af grút, setja járngrímu fyrir andlit hennar með suðandi vindskrímslum sem yfirgnæfa móðurmálið, fuglasönginn fagra og fyrir hvað?

Græðgi mannanna.“

Sjálf var Steinunn Fjallkona árið 1994 í Reykjavík en hún rifjar upp þá stund í færslunni:

„Ófáar höfum við leikkonurnar tekið að okkur að leika hlutverk fjallkonunnar, táknmyndar móðurlandsins og lengi vel þótti við hæfi að flytja ljóð þar sem skáldin færðu í orð kærleika og þakklæti til landsins og með næmni veittu því einstaka, smáa og fagra sem á Íslandi finnst og er. Skáldin sjá og spegla til okkar því sem mikils virði er, fallvaltleikanum, ábyrgðinni og færa okkur í ljóðum sínum mælistikurnar einu.
Árið 1994 á fimmtíu ára afmæli lýðveldissins var mér treyst fyrir hlutverki fjallkonunnar og undir handleiðslu Klemens Jónssonar leikstjóra og reyndar móður minnar líka æfði ég ljóð Snorra Hjartarsonar, Land, þjóð og tunga, sem kjarnar einmitt það sem ég geri að umfjöllunarefni.
Þegar ég flutti ljóðið á Austurvelli að morgni 17. júní gerðist það sem ég gleymi aldrei enda var það kostuleg sjón, þar sem ég stóð andspænis fyrirfólki Íslands, Vigdísi forseta, ríkisstjórninni og hennar erlendu gestum sem í tilefni stórafmælis lýðveldisins voru hin skandínavíska hirð eins og hún lagði sig.

Í miðjum flutningi ljóðsins flaug flugvél yfir og þá litu höfuðin háu í forundran til himins á stálfuglinn sem flaug nú hjá. Vitanlega heyrði enginn ljóðið til enda fyrir flugvélagnýnum.

Spyr hún svo hvort þetta sé ekki táknrænt og ákveðinn fyrirboði:

 

„Táknrænt ekki satt og kannski í þessu atviki falinn fyrirboði? Athygli stjórnvalda er í það minnsta löngu horfin af því sem mikilvægt er; þegar fjallkonan er nú augnstungin, svívirt og seld í ánauð af aftengdu og trylltu fólki sem enga elsku eiga til lands og þjóðar.

Fjallkonuflokkinn þarf að stofna. Flokk sem rúmar allar manneskjur sem elska náttúru Íslands, menningu og mannréttindin sjálfsögðu sem stjórnvöld halda í oflæti þau geti skert og aukið að vild.“

Að lokum birtir hún ljóð Snorra Hjartarsonar sem hún las upp fyrir 30 árum síðan.

„Þjóðhátíðarkveðjur allir þeir sem ég veit að elska landið okkar eins og þá einu móður sem aldrei gefur okkur neitt nema ástina skilyrðislausu. Móðurina sem við verðum nú að verja með ráðum og dáðum. Nú verðum við kæru vinir að heyra ljóð Snorra til enda, læra það utan að og begðast ekki.

Land, þjóð og tunga
Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé
og sókn og vaka: eining hörð og hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.
Örlagastundin nálgast grimm og köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld.
Ísland, í lyftum heitum höndum ver
ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.“

Íslendingar keppa í samnorrænni heimabruggkeppni: „Við erum afskaplega stolt og ánægð“

Keppnishópurinn á góðri stund að smakka heimabruggaðan bjór. F.v.: Arnar, Finnbjörn, Oddur, Guðmundur og Dagur. Mynd: Helgi Bragason

Fágun – félag áhugafólks um gerjun – heldur út fyrir landsteinana næstu helgi til að taka þátt í samnorrænni heimabruggkeppni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Síðustu misseri hefur Fágun unnið að því með systrafélögum sínum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi að koma þessari keppni á koppinn. Hún verður haldin í Stavanger þann 22. júní næstkomandi en stór heimabruggshátíð verður haldin þar á sama tíma.  

Fulltrúar Íslands eru sigurvegarar í árlegri bruggkeppni Fágunar, sem haldin var í maí síðastliðnum. Þar vann Dagur Helgason verðlaun fyrir besta dökka bjórinn, en hann hefur auk þess sópað til sín verðlaunum hér heima í heimabruggskeppnum Fágunar undanfarin ár. Svo var bjór Arnars Arinbjarnar og Odds Sigurðssonar valinn besti ljósi bjór keppninnar.

Auk sigurvegaranna fara Finnbjörn Þorvaldsson sem fulltrúi Fágunar, þar sem hann situr í stjórn og Guðmundur Mar sem fulltrúi Íslands í dómnefndinni. Guðmundur er hokinn reynslu, bæði sem dómari í bruggkeppnum víða um heim en eins sem atvinnubruggari, 25 ár við gæðaeftirlit og í 16 ár sem bruggmeistari.

„Við erum afskaplega stolt og ánægð að fá þetta tækifæri og erum ótrúlega spennt fyrir þessu ævintýri. Aðaltilgangur Fágunar er að þrýsta á stjórnvöld að lögleiða heimabrugg. Enda erum við á því að það sé menningarstarfsemi,“ segir Finnbjörn glaður í bragði, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Og hann heldur áfram:

„Það er til mikils að vinna í keppninni úti, en sigurbjórinn verður bruggaður til almennrar dreifingar af Mikkeler, einu virtasta handverksbrugghúsi heims. Það væri sérlega gaman að sjá íslenskan sigurbjór seldan í næstu Vínbúð. En ég vil líka geta til gamans að sigurbjórarnir úr bruggkeppni Fágunar verða bruggaðir og seldir á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda. Ljósi bjórinn verður þar á krana innan tíðar en sá dökki í haust.“

 

Hjólakóngurinn Hafsteinn Ægir:„Af hverju geta læknar ekki skrifað upp á hreyfingu fyrir sjúklinga?“

Hafsteinn Ægir kemur í mark. Ljósmynd: Aðsend

Nýjast gestur þeirra Arnórs og Gunnars í Alkastinu er Hafsteinn Ægir Geirsson. Hafsteinn hefur um árabil verið einn af fremstu hjólreiðaköppum Íslands þar sem ferilsskrá hans samanstendur af fjölmörgum Íslandmeistaratitlum í ólíkum greinum hjólreiða; götuhjólreiðum, fjallahjólum og malarhjólum (e. gravel) svo eitthvað sé nefnt.

Spjallið hóst samt á siglingum. Áður en Hafsteinn varð afreksmaður í hjólreiðum var hann nefnilega fremsti siglingakappi landsins og fór í tvígang fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hann hefur sjómannsblóð í æðum og hefur aldrei fundið fyrir sjóveiki eða ótta við það að vera úti á sjó. Þrátt fyrir að hafa ekki komið nálægt bátum í meira en áratug fékk Hafsteinn tækifæri til þess að rifja upp gömlu handbrögðin fyrir nokkrum árum. Þegar til kastanna kom leið honum eins og hann hefði engu gleymt; líkaminn einfaldlega geymdi þessa þekkingu og kallaði hana fram þegar til þurfti. Þarna lumaði Gunnar líka á óvæntu útspili úr fortíðinni þegar hann viðurkenndi að hafa tekið skipsstjórnarréttindi og pungapróf á sínum tíma til þess að stýra seglbáti sem hann átti. Seglbáturinn hvarf hins vegar við hálf dularfullar og fremur sorglegar kringumstæður. Hlustendur geta smellt á hlekkin hér fyrir neðan til þess að fá smáatriðin á hreint.

Í tengslum við fæðubót og næringu velti Hafsteinn upp þeirri ágætu spurningu: „Af hverju geta læknar ekki skrifað upp á hreyfingu fyrir sjúklinga?“ Hann benti á að mikið af vandamálum og vanlíðan sem plaga nútímamanninn væri sjálfsagt hægt að uppræta með einfaldri líkamsrækt og hreyfingu. Hins vegar virðist slagsíðan í dag vera lyfjaiðnaðinum í hag þar sem sjúkdómsvæðing og skyndilausnir sem hægt er að gleypa eiga mun frekar upp á pallborðið en göngutúr eða sundsprettur. Að sjálfsögðu eru lyfjalausnir nauðsynlegar við ákveðnar aðstæður, en þegar 40 prósent af þýðinu er orðið áskrifendur af lyfseðlum eru meiri lyf mögulega ekki rétta lausnin.

Eitt af því sem hjólaíþróttin hefur fengið mikla athygli fyrir í gegnum tíðina eru lyfjamisferli. Sem iðkandi og keppandi hefur Hafsteinn fengið sinn skerf af lyfjaprófum, sem hann hefur staðist fullkomleg í hvert einasta skipti. Hins vegar mætti velta því upp hvort karlmenn sem komnir eru í seinni hálfleik lífs síns og langar að auka lífsgæði sín með því að vera virkari í líkamsrækt og hreyfingu, en eru mögulega þjakaðir af bakverkjum, búðingshætti eða almennu getuleysi, ættu að geta farið til læknis og fengið uppáskrifað testósterón. Reynsla og rannsóknar sýna og sanna að inngjöf af testósterón getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á lífsgæði miðaldra manna (samþykktu allir miðaldra karlmennirnir í stúdíói Þvottahússins…).

Hjólreiðar sem keppnisíþrótt er frekar ungt sport á Íslandi og má segja að Hafsteinn hafi veið með alveg frá upphafi. Hann deili með okkur skemmtilegu aðferðum sem beita má á fleygi ferð í hóp af fólki við kasta af sér vatni á ferð. Nákvæmar lýsingar á því má heyra í viðtalinu. Hafsteinn hefur líka flakkað aðeins á milli hjólaframleiðanda og þrátt fyrir ítrekaðar og útúrsnúnar spurningar var ómögulegt að fá Hafstein til þess að tala illa um neinn. Undanfarin ár hefur hann verið TREK maður og í seinustu viku var hann svo lánsamur að fá í hendurnar dýasta (og sumir segja flottasta) hjól landsins. Hafsteinn vann á tímabili hjá Lauf og þegar þeir ákváðu að gera innreið sína á götuhjólamarkaðinn sá Hafsteinn sæng sína útbreidda og skipti alveg um gír; hann hoppaði yfir til Toyota.

Ef þú vilt vita meira og allar helstu tölurnar hjá einum besta hjólara Íslandssögunnar (VO2Max, max púls, FTP) þá er bara að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða hlusta á viðtalið í einhverri af þinni uppáhalds steymisveitu. Svo er um að gera að fylgja Þvottahúsinu á samfélagsmiðlum og fá skilaboð um leið og nýtt viðtal er gefið út.

Bjarni þarf vernd

||||||
Bjarni Benediktsson,

Það var dimmt yfir hefðbundnum hátíðarhöldum á Austurvelli að morgni 17. júní. Stórt svæði var afgirt til að vernda ráðamenn og þá ekki síst Bjarna Benediktsson forsætisráðherra sem situr í embætti í ónáð stórs hluta þjóðarinnar.

Fjöldi sérsveitarmanna og almennra lögreglumanna voru um allan Austurvöll á þjóðhátíðardaginn til að tryggja að mótmælendur kæmust ekki í tæri við forsætisráðherrann. Lögregluríkið var allt um kring á meðan Bjarni hélt ræðu sína, hrokafullur, og hafði áhyggjur af lýðræðinu og skautun í samfélaginu. Mótmælendur voru í fjarska og blésu í flautur og höfðu hátt. Sú spurning lá í loftinu hvort væri hættulegra heilbrigðu lýðræði, forsætisráðherrann umdeildi eða þeir sem mótmæltu spillingu stjórnmálanna. Þegar stórt er spurt …

Íbúar fjölbýlishússins andvaka vegna hávaðaseggs – Seinheppnir innbrotsþjófar gripu í tómt

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Laust eftir miðnætti var maður stöðvaður í akstri grunaður um að vera ekki með sjálfum sér. Talið var að hann væri sekur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hinn grunaði var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem honum var dregið blóð í rannsóknarskyni.

Laust eftir klukkan tvö í nótt varð íbúum fjölbýlishúss ekki svefnsamt vegna manns í annarlegu ástandi. Maðurinn hélt áfram ónæði sínu og vakti upp fleiri íbúa sem kvörtuðu til lögreglunnar. Ekki tókst að koma vitunu fyrir hávaðasegginn sem að lokum þurfti að handtaka og færa í fangageymslu þar sem henn hafði nóttina til að ná áttum.

Tilkynnt var um innbrot í verslunarhúsnæði. Þar hafði verið farið inn í húsnæði þar sem starfsemi var ekki í gangi og virtust þjófarnir hafa gripið í tómt og ekki haft erindi sem erfiði. Skömmu síðar var tilkynnt um innbrot í húsnæði í miðbænum. Ummerki voru um að búið væri að spenna upp glugga. Ekki er vitað hvort þjófarnir hafi komist á brott með einhver verðmæti þar sem lögregla var fljót á vettvang.
Um klukkan fjögur í nótt var svo einn eitt innbroti þegar farið var inn í verslun. Málið er í rannsókn. Ekki er vitað hvort þessi innbrot tengist en rannsókn þeirra er á frumstigi.

Átján ára seglbrettamaður lést við köfun – Stefndi á Ólympíuleikana

J.J.

Jackson James „J.J.“ Rice, bandarískur seglbrettamaður sem stefndi á ólympíuleikana, lést í köfunarslysi við strendur Tonga (áður Vináttueyjar), en faðir hans, Darren Rice, staðfesti fregnirnar. J.J. var einungis 18 ára gamall.

J.J. var fríköfun frá báti 15. júní þegar hann lést en talið er að hann hafi misst meðvitund í grunnu vatninu (e. shallow water blackout), samkvæmt föður hans. Að sögn föðursins fannst lík hans á hafsbotni undir bátnum af öðrum köfurum en tilraunir til að endurlífga hann mistókust.

Hinn efnilegi íþróttamaður fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í eyjaklasanum Ha’apai, á Tonga en faðir hans og móðir, Nina Rice, eiga Matafonua Island Lodge gistiheimilið og veitingastaðinn. J.J. sem var með tongóskan ríkisborgararétt, keppti fyrir hönd landsins í seglbrettaíþróttinni á alþjóðlegum mótum í gegnum árin. Hafði hann vonast til að komast á Ólympíuleikana í París 2024.

Systir J.J., Lily Rice skrifaði nokkur orð á samfélagsmiðlana eftir að andlátið bar að:

„Ég var blessuð með ótrúlegasta bróður í öllum heiminum og það er sárt að þurfa að segja að hann sé látinn,“ skrifaði hún á Facebook. „Hann var ótrúlegur seglbrettamaður og hann hefði komist á Ólympíuleikana og endað með stóra glansandi medalíu … hann eignaðist svo marga ótrúlega vini um allan heim.

Hún hélt áfram, „Ég mun reyna mitt besta til að nota það sem hann kenndi mér til að vera jafnvel bara pínulítið eins ótrúleg og hann var. Síðast þegar ég sá hann gaf hann mér stórt faðmlag og ég vildi að ég hefði haldið í lengur.“

Samkvæmt Matangi Tonga fréttamiðlinum, minntist Darren, faðir J.J. þau skipti þegar sonur hans hafði á óeigingjarnan hátt lagt sig í lífshættu til að bjarga öðrum – fyrst þegar hann var 15 ára en þá synti hann út til að bjarga farþegum um borð í ferju sem hvolfdi undan Faleloa árið 2021, og aftur þegar hann synti út til að bjarga og koma í land tveimur stúlkum sem höfðu sópast af sandrifi út á sjó.

Í maí keppti J.J. á Last Chance Reggata-keppninni í Hyères, Frakklandi þar sem hann vonaðist til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum 2024. Fréttir herma að J.J. hafi verið að undirbúa þátttöku á Ólympíuleikunum í ár, en í kjölfar keppninnar skrifaði hinn 18 ára gamli afreksmaður á Instagram að vonirnar um Olympíuleikana í þetta skiptið, væri lokið.

Ragnheiður slasaðist illa fyrir sex árum: „Seinustu sex árin hafa vægast sagt verið hryllingur“

Ragnheiður Pétursdóttir Ljósmynd: Aðsend

Ragnheiður Pétursdóttir hefur haft það mjög erfitt síðustu sex árin en hún hefur verið búsett í Danmörku síðan 2004. Ragnheiður slasaðist illa í vinnunni árið 2018 en hefur síðan þurft að heyja baráttu við danska heilbrigðiskerfið.

„Seinustu sex árin hafa vægast sagt verið hryllingur. Ég slasaðist í vinnunni í maí 2018. Ég hrasaði og afleiðingar þess hafa verið ofboðslega erfiðar. Í janúar fékk ég loksins endanlega greiningu eftir nær 6 ára baráttu við heilbrigðiskerfið hér í Danmörku,“ segir Ragnheiður í viðtali við Mannlíf og útskýrir svo hvað hrjáir hana:

„Ég er með það sem heitir Cranio cervical instability og atlanto axial instability CCI/AAI. Hægra axlar liðbandið sem heldur efstu liðunum á réttum stað er eyðilagt ásamt fleiru. Greininguna fékk ég hjá virtum taugaskurðlækni á Spáni.“

Ragnheiður segir að kostnaðurinn hafi verið gríðarlega mikill en enga hjálp er að finna fyrir hana í danska heilbrigðiskerfinu. „Bara á þessu ári er kostnaður við skannanir, lækna og sjúkraþjálfara langt yfir 3 milljónum íslenskra króna. Ég fæ enga hjálp í danska heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir ótal margar skannanir og skýrslur frá hátt metnum sérfræðingum í Evrópu vill kerfið hérna ekki samþykkja að ég hafi slasast svona alvarlega. Ég á það á hættu að lamast eða missa lífið vegna þess að liðirnir er lausir. Þetta hefur áhrif á allt taugakerfið og heilastofninn.“

Segir Ragnheiður að baráttan við tryggingakerfið hafi einnig verið afar erfið.

„Ég er mjög illa farin eftir ranga meðhöndlun, vöntun á meðhöndlun, vöntun á að viðurkenningu á alvarlegum skaða. Þetta hefur verið hræðilega erfið barátta við tryggingakerfi, þrátt fyrir að þetta er vinnuslys og èg var vel tryggð hef èg fengið samtals 0 krónur út úr þeim. Heilbrigðiskerfið hefur gjörsamlega brugðist mér. Ég hef staðið í ströngu við að ná því að komast á örorku sem og að fá viðeigandi hjálp hér heima sem og hjálpartæki.“

Vegna ástandins hefur hún að mestu haldið sig heima og það rúmliggjandi að mestu.

„Ég er mest megnis föst hér heima, oftast rúmliggjandi, á erfitt með að nota hendurnar, er óstöðug á fótum. Taugatruflanir, svimi, skert heilastarfsemi, sjónin er flöktandi, yfirlið, verkir, hjartsláttartruflanir og erfiðleikar með öndun. Þetta ástand er og hefur verið hreinn hryllingur að ganga í gegnum, ekki bara fyrir mig heldur líka manninn minn og son minn sem er í dag 12 ára. “

Segir Ragnheiður að ótrúlegt sé að hún haldi enn geðheilsu enda hafi hún verið beitt rosalegu óréttlæti.

„Ég á auðveldara með að tala enn að skrifa. Ég hef verið beitt þvílíku óréttlæti og oft verið mikil gaslýsing í gangi. Og það er með ólíkindum að èg hef haldið geðheilsu í þessu ömurlega og erfiða ferli.“

Í dag stendur Ragnheiður frammi fyrir erfiðri ákvörðun en möguleiki er á einhvers konar bata fyrir hana en áhættan er mikil.

„Ég er í augnablikinu að búa mig undir að taka ákvörðun um hvort èg láti skera mig eða ekki. Erfið ákvörðun bæði vegna áhættu í aðgerð, afleiðingum eftir aðgerðina og ekki minnst þarf ég sjálf að finna fjármagnið sem verður langt yfir 100.00 evrum með ferðakostnaði, kostnaði við aðstoðarmenn og síðar endurhæfingu. Èg hef stiklað á mjög stóru hérna en væri alveg til í að fá að segja þér betur frá mínum aðstæðum. Það er svo óréttlátt að fara í vinnuna, hrasa um illa lagða gangstéttarhellu, örkumlast og fá enga hjálp.“

Raddir