Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Sandra var dæmd fyrir að myrða bókasafnsvörð – Sat saklaus í fangelsi í 43 ár

Sandra Hemme.

Bandarísk kona að nafni Sandra Hemme – sem setið hefur í fangelsi í heil 43 ár fyrir morð –  hefur nú verið látin laus; dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hún væri alsaklaus.

Sandra var árið 1980 dæmd fyrir að morðið á bókasafnsverðinum Patriciu Jeschke.

Í dag er staðan allt önnur. Og betri. Fyrir Söndru.

Dómstóll í ríkinu Missouri í Bandaríkjunum segir að nú séu komin fram ný gögn sem afsanna að Sandra hafi myrt Patriciu.

En hver myrti hana þá?

Vísbendingar eru nú til staðar um að sá seki sé mögulega lögreglumaður er síðar var fangelsaður fyrir annað brot: Hann nú látinn.

Sandra var einungis tvítug að aldri er hún var handtekin; hún var þá undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna, og gaf misvísandi svör um manndrápið.

Nú er hún loksins laus úr haldi.

Egill Helgason spyr: „Er ekki eðlilegt að sendiráðið sé á Tene eða í Torrevieja frekar en Madrid?“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er ávallt með puttann á púlsi samfélagsins og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands á Spáni.

Egill segir að það sé í undirbúningi hjá ríkisstjórninni að opna sendiráð á Spáni.

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Og Egill er með það á hreinu hvar sendiráð þetta eigi að rísa – eða því sem næst:

Frá Tene.

„Það stendur til að opna sendiráð Íslands á Spáni. Mun vera mikið álag á ræðismönnum. En er ekki eðlilegt að sendiráðið sé á Tene eða í Torrevieja frekar en Madrid?“

Tjónið í Kringlunni er gríðarlega mikið – Slökkviliðið þurfti að rjúfa hluta af þakinu

Mynd: Skjáskot af mbl.is.

Slökkviliðið lauk ekki störf­um við Kringl­una fyrr en um klukk­an eitt í nótt, en eins og hefur áður komið fram þá – á fjórða tím­an­um í gær – braust út eld­ur í þaki í aust­ur­hluta bygg­ing­ar­inn­ar. Nú er alveg ljóst er að tjónið er mikið.

Í samtali við mbl.is sagði Jónas­ Árna­son­, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, að síðustu bíl­ar slökkviliðsins hafi horfið af vett­vangi um klukk­an eitt í nótt; áætl­ar Jónas að ábilinu 50 til 60 manns hafi tekið þátt í slökkvi­starf­inu í Kringlunni.

Jón­as telur að tjónið vegna eldsvoðans sé gríðarlega mikið; af völd­um vatns og reyks; fram und­an sé afar mik­il vinna eft­ir slökkvi­starfið.

Kemur fram að slökkviliðið þurfti að rjúfa hluta af þaki Kringlunnar í gær­kvöld til að tryggja að eng­inn eld­ur logaði í eld­hreiðrum.

Eins og kom fram á Mannlífi í gær þá voru iðnaðar­menn voru við störf á þak­inu þegar eld­ur­inn kviknaði og er talið lík­legt að hann hafi kviknað þegar verið var að bræða þakpappa.

Árni og áfengið: „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir – Salan er ólögleg“

Árni Guðmundsson.

Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, skrifar grein vegna netsölu á áfengi hér á landi.

Hefst svona:

„Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn!“

Árni bætir því við að þessi staða sé „auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“

Ekkert svar hefur borist frá Höllu.“

Hann færir í tal að „fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir: „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“

Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara.“

Árni segir að þá „hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.”

Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð.“

Árni bendir á að í „4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir: „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“.

Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds.“

Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það at­hafna­leysi af sinni hálfu að aðhaf­ast ekk­ert í mál­efn­um net­versl­ana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi?“

Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir: „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“

Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru.“

Árni bendir á að það hann „gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn!“

Í sól og sumaryl – Allt að 20 stiga hiti

Það verður hæg norðvestan og norðan átt í dag; skýjað að mestu; sums staðar smásúld eða þokumóða. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig.

Kemur fram að bjartviðri muni verða á Suður- og Suðausturlandi – allt að 20 stiga hiti.

Á morgun, sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní, er spáð hægri breytilegri átt. Það verður skýjað og lítilsháttar skúrir sunnantil á landinu. Annars þurrt og bjart veður með sólarköflum, og verður hiti frá 6 stigum við austurströndina – upp í 16 stig á Vesturlandi.

Á höfuðborgarsvæðinu lítur allt út fyrir fyrir vestan golu; lítilsháttar skúrum; allt að tólf stiga hita.

 

Ástandið á Öxnadalsheiði: „Vona að aðstæður á heiðinni hafi ekki verið orsök hins hræðilega slyss“

Yfirlitsmynd af vettvangi í Öxnadal, tekin úr dróna lögreglunnar. 

„Ég deili færslu bróður míns.“ Þetta segir Jónas Jónsson: „Er verið að búa til slysagildrur á þjóðvegunum? Við ókum Öxnadalsheiðina seinni part fimmtudagsins var og ég verð að segja að aðstæður á heiðinni voru óboðlegar. Ég varð ekki var við sandinn sem talsmaður Vegagerðarinnar nefnir, hins vegar flutu hjólförin á báðum akreinum í tjöru.

Það sem ég ósjálfrátt gerði, var að fara úr hjólförunum og lengra út á vegöxlina til hægri, þar sem þurrara var og keyra ca. á 60 km. hraða.

Ekki sýndist mér að ökumenn almennt drægju úr ferðahraða, margir fóru fram úr mér. Varúðarskilti eru góð og gild, eins hafði ég heyrt af ástandinu í útvarpi en datt ekki í hug að blæðingin væri svona útbreidd, sem sagt öll heiðin.

Frá vettvangi rútuslyssins í Öxnadal. Mynd: Lögreglan.

Ég vona að aðstæður á heiðinni hafi ekki verið orsök hins hræðilega slyss í gær en verð að spyrja: Hafa erlendir bílstjórar einhverja reynslu af tjörublæðingum? Hafa þeir einhvern tímann séð slík ósköp fyrr?“

Í athugasemdum við færslu Jónasar bróður segist vitni hafa séð trukkinn skauta á veginum áður en hann hentist útaf…. og við munum öll eftir mótorhjólaslysinu á Kjalarnesi!“

Stefán varð æstur

Mikið púður hefur verið lagt í að kynna sjónvarpsþátt Moggans, Spursmál, þar sem Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, mætti. Stefán Stefánsson þáttastjórnandi var sagður í frétt Moggans hafa knúið um svör borgarstjórans varðandi það að Reykja­vík­ur­borg hefði veitt olíu­fé­lög­um und­anþágur frá gjöld­um sem nema millj­örðum króna með því að kom­ast hjá að greiða hvorki innviðagjöld né bygg­inga­rétt­ar­gjöld á reit­um sem þau hyggj­ast byggja á.

Áhorfendur þáttarins fengu allt aðra mynd. Stefán talaði nánast jafnmikið og Dagur og rembdist sem rjúpan við staurinn að fá Dag til að viðurkenna þá spillingu að hafa fært olíufélögunum gjafir. Þá vildi hann meina að Baltasar Kormákur, leikstjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði einnig þegið vinargreiða þegar hann fékk lóðir og hús í Gufunesi til að byggja kvikmyndaþorp.

Dagur sýndi fullkomna stillingu undir áköfu gjammi og frammíköllum stjórnandans sem virtist skorta næga þekkingu á umræddum málum til þess að króa Dag inni. Mogginn lýsir þessu þannig að það „sköpuðust heitar umræður“. Sá hiti var aðeins frá Stebba sem gerðist æstur og kvartaði undan lengd þáttarins. Að lokum stóð yfirvegaður og bjartur Dagur uppi sem sigurvegari og menn eru engu nær um meinta spillingu Dags, olíurisanna og Baltasars Kormáls …

Glúmur gefur upp með hvaða liði hann heldur á EM: „Fékk ég bolta sem notaður var á því móti“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson hefur mikinn áhuga á EM í fótbolta er fram fer í Þýskalandi um þessar mundir.

Hann greinir frá því með hvaða landsliði hann heldur, og gerir það að sjálfsögðu vel og á sinn hátt:

„Þýskaland hefur alltaf verið mitt lið frá því ég gekk fyrst inná skrifstofu afa Schram 1974. Björgvin Schram fyrrum fyrirliði KR, Íslands, og formaður KSÍ var sá sem flutti Adidas til Íslands.“

Hér takst þeir í hendur – Ríkharður Jónsson þá nýbakaður meistari með ÍA, og Björgvin Schram.

Heldur áfram:

„Þar á veggjum voru bara myndir af Beckenbauer og Gerd Müller hampandi HM titlinum og fékk ég bolta sem notaður var á því móti í Þýskalandi.“

Glúmur er á því að „eftir lægð virðist sem svo að þýski risinn hafi ekki bara rumskað, heldur vaknað.

Lengi lifi minning Beckenbauer og Müller.“

Kringlan brennur – Iðnaðarmenn voru að bræða pappa

Mynd: Skjáskot af mbl.is.

Talsverður eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstövarinnar Kringlunnar nú áðan; er allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komið á staðinn til að reyna að ráða niðurlögum eldsins.

Segir vaktstjóri hjá slökkviliðinu að eldurinn hafi kviknað er iðnaðarmenn voru að störfum á þaki Kringlunnar; voru þeir að bræða pappa.

Eldurinn brennur á þaki verslunarmiðstöðstöðvarinnar; á þeirri hlið er snýr að Hvassaleiti.

Ekki hafa orðið meiðsl á fólki samkvæmt slökkviliðinu.

Hér er um að ræða talsvert mikinn eld – að sögn vaktstjóra slökkviliðsins; nánast ómögulegt er að segja til um hvenær hægt verður að ráða niðurlögum eldsins, en slökkviliðið er á því að eldurinn sé að færa sig úr burstinni – þar sem hann kom upp – og niður í flata þaksins sem er þar fyrir neðan.

Lögregla hefur stækkað lokunarsvæði við Kringluna.

Segir ráðherra fara með rangt mál: „Los­un frá land­notk­un er af manna­völd­um“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.

Finn­ur Ricart Andrason, formaður Ungra um­hverf­issinnadra­son, seg­ir Guðlaug Þór Þórðar­son, um­hverf­is-,orku- og lofts­lags­ráðherra, fara með rangt mál, þar sem fjór­ir ráðherr­ar kynntu upp­færða aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, en þetta kom fram á mbl.is.

Finnur gagn­rýn­ir áætl­un­ina; seg­ir hana sýna fram á mikið metnaðarleysi íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Finnur Ricart Andrason..

Guðlaug­ur Þór sagði á blaðamanna­fund­in að los­un frá land­notk­un væri nátt­úru­leg los­un; væri því nokkuð frá­brugðin ann­arri los­un á Íslandi. Það segir Finn­ur ekki vera rétt:

„Los­un frá land­notk­un er ein­mitt af manna­völd­um,“ seg­ir Finn­ur. Hann bæt­ir við að los­un frá land­notk­un sé ­stærsti hluti af los­un Íslands; því sé það mjög al­var­legt að ráðherra mála­flokks­ins fari með rangt mál.

„Vissu­lega þurf­um við að losa okk­ur við jarðefna­eldsneyti, en það er bara ekki rétt að það sé stærsti hluti af þeim aðgerðum sem þarf að grípa til, semsagt að draga úr los­un,“ seg­ir Finn­ur.

Heldur áfram:

„Heilt yfir myndi ég segja að við fögn­um því að það sé loks­ins búið að upp­færa þessa aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um. Það er löngu kom­inn tími á það. Það eru fjög­ur ár síðan síðast. Þannig að það er svona allra síðasti séns þannig að ráðuneytið myndi stand­ast lög. Að því sögðu þá er þetta langt frá því að vera nóg, nær ekki okk­ar alþjóðlegu skuld­bind­ing­um og ekki inn­lend­um mark­miðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þannig að þetta eru í raun mik­il von­brigði,“ seg­ir Finn­ur og bæt­ir því við að þau hjá Ung­um um­hverf­is­sinn­um hafi beðið eft­ir áætl­un­inni í marga mánuði; og að um helm­ing­ur aðgerðanna ófjár­magnaður:

„Í fjár­lög­um fyr­ir þetta ár og í fjár­mála­áætl­un sömu­leiðis er gert ráð fyr­ir sam­drætti í fjár­magni til lofts­lagsaðgerða,“ seg­ir Finn­ur og bæt­ir við að Ung­ir um­hverf­issinn­ar setji spurn­inga­merki við trú­verðug­leika aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar.

Finn­ur seg­ir einnig gott að haft hafi verið sam­ráð við at­vinnu­lífið; hann hefði þó viljað sjá betra sam­ráð við al­menn­ing sem og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök:

„Okk­ur finnst þetta bara rosa al­var­legt. Ekki bara af því okk­ur finnst gott þegar er leitað til okk­ar held­ur af því að við búum yfir rosa mik­illi þekk­ingu, sér­fræðiþekk­ingu í þess­um mála­flokki.“

Finnur segir að lokum að „það er ekki endi­lega verið að upp­færa aðgerðaráætl­un á rétt­um for­send­um og það er ekki talað við réttu aðilana á leiðinni.“

Reiðslys nálægt Reykholti – Ekki er vitað hvort meiðsli mannsins séu alvarleg

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út vegna reiðs­lyss í Borg­ar­firði í dag.

Var Þyrlan kölluð út á þriðja tímanum í dag í Borgarfjörð – nálægt Reykholti – vegna reiðslyss.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar við RÚV.

Þyrlan var kölluð út eftir að knapi datt af baki og sagði Ásgeir að þyrlan væri að lenda á vettvangi rétt í þessu. Ekki er vitað hvort meiðsli mannsins séu alvarleg.

Skilgreina íslensk samtök sem hryðjuverkasamtök: „Hafa ráðist með ofbeldi á andstæðinga sína“

Joe Biden: Mynd / EPA

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök, en þetta kemur fram á DV.

Norðurvígi hafa haft starfsemi hér á landi; í Reykjavík og á Akureyri.

Kemur fram að Norðurvígi – Nordic Resistance Movement – séu samtök er stofnuð voru í Svíþjóð; hafa haft starfsemi á öllum Norðurlöndunum.

Var Íslandsdeildin stofnuð árið 2016 – en samtökin eru einna sterkust í Svíþjóð.

Norðurvígi hefur komist í fréttir á Íslandi – er þau hafa reynt eftir fremsta megni að breiða út sinn boðskap varðandi útlendinga og kynþáttahatur.

Fyrir fimm árum voru samtökinin bönnuð í Finnlandi; þar hafði meðlimur Norðurvígis stungið 12 ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.

Nú hafa bandarísk stjórnvöld opinberlega skilgreint Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök.

Nokkuð hefur borið á því að meðlimir Norðurvígis hafi myndað tengsl við nýnasistahópa í Bandaríkjunum og það veldur stjórnvöldum vestra áhyggjum:

„Meðlimir hópsins og leiðtogar hans hafa ráðist með ofbeldi á pólitíska andstæðinga sína, mótmælendur, blaðamenn og aðra sem þeir líta á sem óvini sína,“ sagði í yfirlýsingu bandaríska innanríkisráðuneytisins.

Er þetta í samræmi við stefnu Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, sem hefur hert stefnu sína gegn hryðjuverkasamtökum.

 

Margfaldur meistari með Arsenal látinn eftir stutt veikindi – Var liðsfélagi Sigga Jóns

Arsenal.

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Kevin Campbell er látinn – aðeins 54 ára gamall.

Knattspyrnuáðdáendur margir muna vel eftir Kevin Campbell – en hann setti takkaskóna á hilluna árið 2007 eftir glæsilegan feril.

Kevin Campbell.

Kevin Campbell lék með hinu fornfræga og sigursæla liði Arsenal; á árunum 1988 til 1995 og vann fjölda titla með liðinu. Hann lék 163 leiki með Arsenal og skoraði í þeim 46 mörk. Var hann liðsfélagi Sigurðar Jónssonar um tíma hjá Arsenal.

Sigurður Jónsson lék um tíma með Arsenal.

Kevin Campbell lék einnig með Leicester, Nottingham Forest, WBA, Cardiff og Everton, á Englandi, og með tyrkneska liðinu Trabzonspor.

Leikmaðurinn var – eins og áður sagði – 54 ára gamall er hann lést; Campbell var óvænt fluttur á sjúkrahús fyrir tveimur vikum síðan, en allt kom fyrir ekki.

Tyrese Campbell .

Þess má geta að sonur Campbell – Tyrese Campbell – spilar með Stoke City í næst efstu deildinni á Englandi.

Arnar segir að leikmenn sínir vilji ekki að ævintýrið endi: „Slökum aðeins á í vælinu“

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Þjálfari Íslandsmeistara Víkings, Arnar Gunnlaugsson, segist vera afar spenntur fyrir komandi vikum; lið hans mun þá keppa á öllum vígstöðvum, eins og fram kom á 433.is.

„Nú tekur við tímabil sem íþróttamaður þar sem þú ert bara að fara í einhverja veislu. Auðvitað er leikjaálag en plís ekki fara að væla um það þegar gulrótin er að komast í úrslitaleik, þegar gulrótin er að vinna deildina eða komast í 2. umferð í Meistaradeildinni. Slökum aðeins á í vælinu varðandi leikjaálag. Við erum bara ótrúlega stoltir og það eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við ætlum að njóta þess,“ sagði Arnar.

Víkingur hefur unnið bikarinn allar götur síðan 2019, en keppnin það árið var blásin af vegna kórónuveirunnar 2020.

„Mér finnst eins og fólk sé ekki alveg að gera sér grein fyrir hvað þetta er mikið afrek. Maður heyrir umræðuna, stundum erum við heppnir með andstæðing og svoleiðis. Það getur vel verið að það sé rétt en í bikarkeppninni í öðrum löndum, þar er Bayern Munchen að tapa fyrir liði í 2. deild, United kemst rétt svo í gegnum Coventry. Hér eru Valur og Stjarnan að lenda í vandræðum með Þór og Keflavík. Blikar eru búnir að detta tvisvar úr keppni gegn Keflavík. Þú þarft að klára þessa leiki og það er ótrúlegt hverju við erum búnir að áorka. Ég einhvern veginn skynjaði það í gær að menn vilji ekki að ævintýrið endi.“

Sumar á Suðurlandi – 10 til 20 stiga hiti

Það er komið sumar; ekki sumar á Sýrlandi heldur sumar á Suðurlandi. Þar mun hitinn fara í 10 til 20 gráður í dag.

Kemur einnig fram að norðlæg eða breytileg átt verði í dag; 3-8 m/s.

Það verður þurrt og bjartir kaflar opnast víðast hvar; útlit fyrir stöku síðdegisskúri sunnanlands.

Einnig má búast við þokulofti við norður- og austurströndina og hlýjast verður á Suðurlandi, líkt og áður sagði: Hiti 10 til 20 stig.

Dómur styttur yfir karlmanni sem nauðgaði tveimur þroskahömluðum konum

Landsréttur

Komið hefur á daginn að Lands­rétt­ur hafi stytt dóm yfir karl­manni er sak­felld­ur var fyr­ir að nauðga tveim­ur þroska­hömluðum kon­um, líkt og mbl.is greinir frá.

Héraðsdóm­ur hafði dæmt mann­inn í 6 ára fang­elsi; Lands­rétt­i þótti fjög­urra ára dóm við hæfi.

Maður­inn var ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot; gegn þrem­ur þroska­hömluðum kon­um; hann var sýknaður af öll­um ákæru­liðum er sneru að einni kon­unni.

Maðurinn var einnig sak­felld­ur fyr­ir misbeit­ingu gagn­vart einni kon­unni; en hann hafði fengið hana til að taka reiðufé út úr hraðbanka og af­henda hon­um.

Gagn­vart þriðju kon­unni var maðurinn líka sak­felld­ur fyr­ir blygðun­ar­sem­is­brot; hann beitti kon­una blekk­ing­um í gegn­um sam­skiptamiðil­inn Messenger til að eiga í kyn­ferðis­leg­um sam­skipt­um við hana.

Þá var maður­inn sak­felld­ur fyr­ir að hafa hótað kon­unni að dreifa af henni kyn­ferðis­leg­um mynd­um er hann hafði fengið hana til að senda sér.

 

Fimm á sjúkrahús í Reykjavík vegna rútuslyssins í Öxnadal: Erlend rúta og blæðandi malbik

Yfirlitsmynd af vettvangi í Öxnadal, tekin úr dróna lögreglunnar. 

Seint í gærkvöld höfðu fimm farþegar úr rútuslysinu í Öxnadal verið fluttir á sjúkrahús í Reykjavík en aðrir voru fluttir til Akureyrar. Óljóst er hve alvarlega áverka farþegarnir hlutu og hvert ástand þeirra er.

Þjóðvegur 1 var lokaður fram á nótt en var opnaður í morgun. Umferðaröngþveiti myndaðist í Ólafsfjarðargöngum eftir að umferð var vísað fyrir Tröllaskaga. Dæmi voru sögð af fólki sem var fast í göngunum í allt að klukkustund.

Þarna var á ferð hópur erlendra ferðamanna á rútu með erlendu skráningarnúmeri. Áfram var í nótt unnið á vettvangi. Meðal annars er skoðað hvort blæðingar í malbiki hafi valdið slysinu. Vegfarandur um Öxarárdal hafa vitnað um það ásatnda á veginum í gær.

Búið er að ná sambandi við erlendu ferðaskrifstofuna sem heldur utan um ferðina sem endaði með þessum ósköpum.

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri fyrir þá þolendur slyssins sem útskrifaðir hafa verið af sjúkrahúsi á Akureyri.

Lögreglan þakkar öllum sem komu að björgun farþega og aðstoð á slysstað. Aðgerðin er sögð krefjandi og mikil áskorun.

Bjarni glottir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

Allt annar bragur er á framkomu forsætisráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við embættinu. Katrín var bæði í blíðu og stríðu kurteis við andstæðinga jafnt og samherja. Hún var laus við átakasækni og sumpart of samvinnulipur.

Vakin er athygli á því í þingsal að Bjarni eftirmaður situr glottandi undir ræðum stjórnarandstöðunnar og á það til að leika sér í símanum með tilheyrandi andlitsgeiflum þegar andstæðingar tala. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, vakti athygli á þessum ósóma forsætisráðherrans. Bjarni brást illa við og lýsti skömm sinni á málflutningnum.

Forsætisráðherrann nýi er að sögn átakasækinn og kjaftfor í samskiptum og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Hann hikar ekki við að lítillækka andstæðinga sína. Vandinn er hins vegar sá að í þessu embætti þarf að sitja mannasættir líkt og gerðist með Katrínu sem fórnaði að vísu flestum prinsippum  fyrir hinn innri frið í ríkisstjórninni og endaði svo með að fórna forystu og fylgi Vinstri-grænna. Það þarf nánast kraftaverk til þess að ríkisstjórn Bjarna lifi af sumarið og haustið …

Lögreglan gerði húsleit á tveimur bóndabæjum nærri Hvolsvelli – Hasshundur þefaði upp vopnabúr

Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og lögreglan á Hvolsvelli komst heldur betur í feitt þegar gerð var húsleit á tveimur bæjum í nágrenni Hvolsvallar þriðjudaginn 22. nóvember 1994. Á öðrum bóndabænum fannst heilt vopnabúr og hellingur af ólöglegu bruggi.

Tveimur mánuðum áður hafði lögreglan hafið áták gegn bruggi og hafði lokað um tuttugu bruggverksmiðjum. En bruggararnir á þessum bóndabæ voru einnig afar vel vopnum búnir en þar fundust meðal annars tvær haglabyssur, lásbogi, gaddakylfa og rifill með hljóðdeyfi. Ábúandi bæjarins hafði oft komið við sögu lögreglu.

Á hinum bænum fannst einnig mikið magn af bruggi og sykri en konan sem bjó á bænum sagðist eiga við áfengisvanda að stríða og að sykurinn væri til sultugerðar. Var hún handtekin á staðnum en lögreglunni hafði borist upplýsingar um að landi væri framleiddur á bænum til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má lesa frétt DV af málinu:

Húsleit á tveimur bæjum í nágrenni Hvolsvallar í gær:

Heilt vopnabúr fannst við leit í dóp- og bruggbæli

– lögregla lagði hald á bruggtæki og töluvert af landa

Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og lögreglan á Hvolsvelli gerðu húsleit á tveimur bæjum í nágrenni Hvolsvallar í gærdag. Á öðrum staðnum var lagt hald á mikinn fjölda vopna, um 20 lítra af landa, 100 lítra af gambra í suðu og eimingartæki. Einnig var lagt hald á áhöld til neyslu fíkniefna á sama stað og torkennilegt duft sem ekki hafði verið efnagreint í morgun.

Morðtól falin í hlöðu

Það var laust eftir hádegi sem lögreglan renndi í hlað á fyrri bænum en þar er takmarkaður hefðbundinn búskapur. Enginn var handtekinn en inni í húsinu fundust tvær haglabyssur, skotfæri, lásbogi og örvar, illa hirt kanabisplanta og, eins og fyrr sagði, landi, gambri og mörg áhöld til fíkniefnaneyslu. Við ítarlegri leit í hlöðu við bæinn fann hasshundur fíkniefnadeildar tösku sem í var fjöldi hnífa, gaddakylfa og byssur. Var hér um að ræða fjaðurhnífa, rakhnífa og veiðihnífa með allt að 30 sentímetra löngu blaði. Einnig var þar afsöguð haglabyssa og riffill með hljóðdeyfi fannst á milli heybagga.
Ábúandinn á bænum hefur oft komið við sögu fíkniefnalögreglu. Ekki er talið útilokað að eitthvað af heimilismunum séu þýfi úr innbrotum.

Kristján Ingi Kristjánsson, yfirmaður ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði í samtali við DV í gær að hann hefði orðið áhyggjur af aukinni vopnaeign í fíkniefnaheiminum sem gæti leitt til aukinnar hörku. Benti hann á þann fjölda vopna sem fannst við leitina í gær því til staðfestingar.

Sykur til sultugerðar

Síðdegis létu lögregluembættin svo til skarar skríða á öðrum bæ í nágrenninu. Upplýsingar höfðu borist um landa, eimaðan á bænum, í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu.
Þar var kona á fertugsaldri handtekin og færð til yfirheyrslu eflir að öflug eimingartæki, landi og gambri fundust við húsleit á bænum. Um var að ræöa á annan tug lítra af áfengi og 100 lítra af gambra sem konan sagði að væri að hluta til í eigu systur sinnar en annars í sinni eigu. Í landann hafði verið blandað bragðefnum og honum tappað á hinar ýmsu tegundir af áfengisflöskum. Má þar nefna viskí, koníak, líkjöra, vodka og fleira. Við húsleit fannst einnig talsvert magn af sykri sem ætla mætti að væri til frekari áfengisgerðar en húsfreyjan á bænum sagði hann ætlaðan til sultugerðar. Áfengið kvað hún til eigin nota en engin óregla væri þó á heimilinu. Gott væri hins vegar að fá sér dreitil með kaffinu á kvöldin að loknu amstri dagsins.
Frá því að ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar tók við rannsókn bruggmála fyrir um tveimur mánuðum hefur deildin upprætt vel á annan tug bruggverksmiðja í Reykjavík og nágrenni og á Suður- og Vesturlandi. Ýmist hefur hún verið ein á ferð eða í samvinnu við önnur embætti og einnig slökkviliðið. Er hér um verulega aukningu að ræða frá því sem áður var.

 

 

Slasaðir úr rútuslysinu á Öxnadalsheiði komnir til Akureyrar: – Þjóðvegur 1. er lokaður fram á nótt

Frá vettvangi rútuslyssins í Öxnadal. Mynd: Lögreglan.

Þjóðvegur 1 um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Alvarlegt rútuslys varð á Öxnadalsheiði laust eftir klukkan 17 í dag. 23 erlendir farþegar voru í rútunni sem valt. Margir þeirra eru slasaðir en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand farþeganna.

Lögreglan hvetur þá sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru tvær sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þyrla Laandhelgisgæslunnar er komin til Akureyrar og mun flytja slasaða til Reykjavíkur.

Sandra var dæmd fyrir að myrða bókasafnsvörð – Sat saklaus í fangelsi í 43 ár

Sandra Hemme.

Bandarísk kona að nafni Sandra Hemme – sem setið hefur í fangelsi í heil 43 ár fyrir morð –  hefur nú verið látin laus; dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hún væri alsaklaus.

Sandra var árið 1980 dæmd fyrir að morðið á bókasafnsverðinum Patriciu Jeschke.

Í dag er staðan allt önnur. Og betri. Fyrir Söndru.

Dómstóll í ríkinu Missouri í Bandaríkjunum segir að nú séu komin fram ný gögn sem afsanna að Sandra hafi myrt Patriciu.

En hver myrti hana þá?

Vísbendingar eru nú til staðar um að sá seki sé mögulega lögreglumaður er síðar var fangelsaður fyrir annað brot: Hann nú látinn.

Sandra var einungis tvítug að aldri er hún var handtekin; hún var þá undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna, og gaf misvísandi svör um manndrápið.

Nú er hún loksins laus úr haldi.

Egill Helgason spyr: „Er ekki eðlilegt að sendiráðið sé á Tene eða í Torrevieja frekar en Madrid?“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er ávallt með puttann á púlsi samfélagsins og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands á Spáni.

Egill segir að það sé í undirbúningi hjá ríkisstjórninni að opna sendiráð á Spáni.

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Og Egill er með það á hreinu hvar sendiráð þetta eigi að rísa – eða því sem næst:

Frá Tene.

„Það stendur til að opna sendiráð Íslands á Spáni. Mun vera mikið álag á ræðismönnum. En er ekki eðlilegt að sendiráðið sé á Tene eða í Torrevieja frekar en Madrid?“

Tjónið í Kringlunni er gríðarlega mikið – Slökkviliðið þurfti að rjúfa hluta af þakinu

Mynd: Skjáskot af mbl.is.

Slökkviliðið lauk ekki störf­um við Kringl­una fyrr en um klukk­an eitt í nótt, en eins og hefur áður komið fram þá – á fjórða tím­an­um í gær – braust út eld­ur í þaki í aust­ur­hluta bygg­ing­ar­inn­ar. Nú er alveg ljóst er að tjónið er mikið.

Í samtali við mbl.is sagði Jónas­ Árna­son­, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, að síðustu bíl­ar slökkviliðsins hafi horfið af vett­vangi um klukk­an eitt í nótt; áætl­ar Jónas að ábilinu 50 til 60 manns hafi tekið þátt í slökkvi­starf­inu í Kringlunni.

Jón­as telur að tjónið vegna eldsvoðans sé gríðarlega mikið; af völd­um vatns og reyks; fram und­an sé afar mik­il vinna eft­ir slökkvi­starfið.

Kemur fram að slökkviliðið þurfti að rjúfa hluta af þaki Kringlunnar í gær­kvöld til að tryggja að eng­inn eld­ur logaði í eld­hreiðrum.

Eins og kom fram á Mannlífi í gær þá voru iðnaðar­menn voru við störf á þak­inu þegar eld­ur­inn kviknaði og er talið lík­legt að hann hafi kviknað þegar verið var að bræða þakpappa.

Árni og áfengið: „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir – Salan er ólögleg“

Árni Guðmundsson.

Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, skrifar grein vegna netsölu á áfengi hér á landi.

Hefst svona:

„Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn!“

Árni bætir því við að þessi staða sé „auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“

Ekkert svar hefur borist frá Höllu.“

Hann færir í tal að „fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir: „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“

Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara.“

Árni segir að þá „hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.”

Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð.“

Árni bendir á að í „4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir: „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“.

Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds.“

Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það at­hafna­leysi af sinni hálfu að aðhaf­ast ekk­ert í mál­efn­um net­versl­ana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi?“

Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir: „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“

Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru.“

Árni bendir á að það hann „gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn!“

Í sól og sumaryl – Allt að 20 stiga hiti

Það verður hæg norðvestan og norðan átt í dag; skýjað að mestu; sums staðar smásúld eða þokumóða. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig.

Kemur fram að bjartviðri muni verða á Suður- og Suðausturlandi – allt að 20 stiga hiti.

Á morgun, sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní, er spáð hægri breytilegri átt. Það verður skýjað og lítilsháttar skúrir sunnantil á landinu. Annars þurrt og bjart veður með sólarköflum, og verður hiti frá 6 stigum við austurströndina – upp í 16 stig á Vesturlandi.

Á höfuðborgarsvæðinu lítur allt út fyrir fyrir vestan golu; lítilsháttar skúrum; allt að tólf stiga hita.

 

Ástandið á Öxnadalsheiði: „Vona að aðstæður á heiðinni hafi ekki verið orsök hins hræðilega slyss“

Yfirlitsmynd af vettvangi í Öxnadal, tekin úr dróna lögreglunnar. 

„Ég deili færslu bróður míns.“ Þetta segir Jónas Jónsson: „Er verið að búa til slysagildrur á þjóðvegunum? Við ókum Öxnadalsheiðina seinni part fimmtudagsins var og ég verð að segja að aðstæður á heiðinni voru óboðlegar. Ég varð ekki var við sandinn sem talsmaður Vegagerðarinnar nefnir, hins vegar flutu hjólförin á báðum akreinum í tjöru.

Það sem ég ósjálfrátt gerði, var að fara úr hjólförunum og lengra út á vegöxlina til hægri, þar sem þurrara var og keyra ca. á 60 km. hraða.

Ekki sýndist mér að ökumenn almennt drægju úr ferðahraða, margir fóru fram úr mér. Varúðarskilti eru góð og gild, eins hafði ég heyrt af ástandinu í útvarpi en datt ekki í hug að blæðingin væri svona útbreidd, sem sagt öll heiðin.

Frá vettvangi rútuslyssins í Öxnadal. Mynd: Lögreglan.

Ég vona að aðstæður á heiðinni hafi ekki verið orsök hins hræðilega slyss í gær en verð að spyrja: Hafa erlendir bílstjórar einhverja reynslu af tjörublæðingum? Hafa þeir einhvern tímann séð slík ósköp fyrr?“

Í athugasemdum við færslu Jónasar bróður segist vitni hafa séð trukkinn skauta á veginum áður en hann hentist útaf…. og við munum öll eftir mótorhjólaslysinu á Kjalarnesi!“

Stefán varð æstur

Mikið púður hefur verið lagt í að kynna sjónvarpsþátt Moggans, Spursmál, þar sem Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, mætti. Stefán Stefánsson þáttastjórnandi var sagður í frétt Moggans hafa knúið um svör borgarstjórans varðandi það að Reykja­vík­ur­borg hefði veitt olíu­fé­lög­um und­anþágur frá gjöld­um sem nema millj­örðum króna með því að kom­ast hjá að greiða hvorki innviðagjöld né bygg­inga­rétt­ar­gjöld á reit­um sem þau hyggj­ast byggja á.

Áhorfendur þáttarins fengu allt aðra mynd. Stefán talaði nánast jafnmikið og Dagur og rembdist sem rjúpan við staurinn að fá Dag til að viðurkenna þá spillingu að hafa fært olíufélögunum gjafir. Þá vildi hann meina að Baltasar Kormákur, leikstjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði einnig þegið vinargreiða þegar hann fékk lóðir og hús í Gufunesi til að byggja kvikmyndaþorp.

Dagur sýndi fullkomna stillingu undir áköfu gjammi og frammíköllum stjórnandans sem virtist skorta næga þekkingu á umræddum málum til þess að króa Dag inni. Mogginn lýsir þessu þannig að það „sköpuðust heitar umræður“. Sá hiti var aðeins frá Stebba sem gerðist æstur og kvartaði undan lengd þáttarins. Að lokum stóð yfirvegaður og bjartur Dagur uppi sem sigurvegari og menn eru engu nær um meinta spillingu Dags, olíurisanna og Baltasars Kormáls …

Glúmur gefur upp með hvaða liði hann heldur á EM: „Fékk ég bolta sem notaður var á því móti“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson hefur mikinn áhuga á EM í fótbolta er fram fer í Þýskalandi um þessar mundir.

Hann greinir frá því með hvaða landsliði hann heldur, og gerir það að sjálfsögðu vel og á sinn hátt:

„Þýskaland hefur alltaf verið mitt lið frá því ég gekk fyrst inná skrifstofu afa Schram 1974. Björgvin Schram fyrrum fyrirliði KR, Íslands, og formaður KSÍ var sá sem flutti Adidas til Íslands.“

Hér takst þeir í hendur – Ríkharður Jónsson þá nýbakaður meistari með ÍA, og Björgvin Schram.

Heldur áfram:

„Þar á veggjum voru bara myndir af Beckenbauer og Gerd Müller hampandi HM titlinum og fékk ég bolta sem notaður var á því móti í Þýskalandi.“

Glúmur er á því að „eftir lægð virðist sem svo að þýski risinn hafi ekki bara rumskað, heldur vaknað.

Lengi lifi minning Beckenbauer og Müller.“

Kringlan brennur – Iðnaðarmenn voru að bræða pappa

Mynd: Skjáskot af mbl.is.

Talsverður eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstövarinnar Kringlunnar nú áðan; er allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komið á staðinn til að reyna að ráða niðurlögum eldsins.

Segir vaktstjóri hjá slökkviliðinu að eldurinn hafi kviknað er iðnaðarmenn voru að störfum á þaki Kringlunnar; voru þeir að bræða pappa.

Eldurinn brennur á þaki verslunarmiðstöðstöðvarinnar; á þeirri hlið er snýr að Hvassaleiti.

Ekki hafa orðið meiðsl á fólki samkvæmt slökkviliðinu.

Hér er um að ræða talsvert mikinn eld – að sögn vaktstjóra slökkviliðsins; nánast ómögulegt er að segja til um hvenær hægt verður að ráða niðurlögum eldsins, en slökkviliðið er á því að eldurinn sé að færa sig úr burstinni – þar sem hann kom upp – og niður í flata þaksins sem er þar fyrir neðan.

Lögregla hefur stækkað lokunarsvæði við Kringluna.

Segir ráðherra fara með rangt mál: „Los­un frá land­notk­un er af manna­völd­um“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.

Finn­ur Ricart Andrason, formaður Ungra um­hverf­issinnadra­son, seg­ir Guðlaug Þór Þórðar­son, um­hverf­is-,orku- og lofts­lags­ráðherra, fara með rangt mál, þar sem fjór­ir ráðherr­ar kynntu upp­færða aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, en þetta kom fram á mbl.is.

Finnur gagn­rýn­ir áætl­un­ina; seg­ir hana sýna fram á mikið metnaðarleysi íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Finnur Ricart Andrason..

Guðlaug­ur Þór sagði á blaðamanna­fund­in að los­un frá land­notk­un væri nátt­úru­leg los­un; væri því nokkuð frá­brugðin ann­arri los­un á Íslandi. Það segir Finn­ur ekki vera rétt:

„Los­un frá land­notk­un er ein­mitt af manna­völd­um,“ seg­ir Finn­ur. Hann bæt­ir við að los­un frá land­notk­un sé ­stærsti hluti af los­un Íslands; því sé það mjög al­var­legt að ráðherra mála­flokks­ins fari með rangt mál.

„Vissu­lega þurf­um við að losa okk­ur við jarðefna­eldsneyti, en það er bara ekki rétt að það sé stærsti hluti af þeim aðgerðum sem þarf að grípa til, semsagt að draga úr los­un,“ seg­ir Finn­ur.

Heldur áfram:

„Heilt yfir myndi ég segja að við fögn­um því að það sé loks­ins búið að upp­færa þessa aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um. Það er löngu kom­inn tími á það. Það eru fjög­ur ár síðan síðast. Þannig að það er svona allra síðasti séns þannig að ráðuneytið myndi stand­ast lög. Að því sögðu þá er þetta langt frá því að vera nóg, nær ekki okk­ar alþjóðlegu skuld­bind­ing­um og ekki inn­lend­um mark­miðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þannig að þetta eru í raun mik­il von­brigði,“ seg­ir Finn­ur og bæt­ir því við að þau hjá Ung­um um­hverf­is­sinn­um hafi beðið eft­ir áætl­un­inni í marga mánuði; og að um helm­ing­ur aðgerðanna ófjár­magnaður:

„Í fjár­lög­um fyr­ir þetta ár og í fjár­mála­áætl­un sömu­leiðis er gert ráð fyr­ir sam­drætti í fjár­magni til lofts­lagsaðgerða,“ seg­ir Finn­ur og bæt­ir við að Ung­ir um­hverf­issinn­ar setji spurn­inga­merki við trú­verðug­leika aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar.

Finn­ur seg­ir einnig gott að haft hafi verið sam­ráð við at­vinnu­lífið; hann hefði þó viljað sjá betra sam­ráð við al­menn­ing sem og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök:

„Okk­ur finnst þetta bara rosa al­var­legt. Ekki bara af því okk­ur finnst gott þegar er leitað til okk­ar held­ur af því að við búum yfir rosa mik­illi þekk­ingu, sér­fræðiþekk­ingu í þess­um mála­flokki.“

Finnur segir að lokum að „það er ekki endi­lega verið að upp­færa aðgerðaráætl­un á rétt­um for­send­um og það er ekki talað við réttu aðilana á leiðinni.“

Reiðslys nálægt Reykholti – Ekki er vitað hvort meiðsli mannsins séu alvarleg

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út vegna reiðs­lyss í Borg­ar­firði í dag.

Var Þyrlan kölluð út á þriðja tímanum í dag í Borgarfjörð – nálægt Reykholti – vegna reiðslyss.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar við RÚV.

Þyrlan var kölluð út eftir að knapi datt af baki og sagði Ásgeir að þyrlan væri að lenda á vettvangi rétt í þessu. Ekki er vitað hvort meiðsli mannsins séu alvarleg.

Skilgreina íslensk samtök sem hryðjuverkasamtök: „Hafa ráðist með ofbeldi á andstæðinga sína“

Joe Biden: Mynd / EPA

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök, en þetta kemur fram á DV.

Norðurvígi hafa haft starfsemi hér á landi; í Reykjavík og á Akureyri.

Kemur fram að Norðurvígi – Nordic Resistance Movement – séu samtök er stofnuð voru í Svíþjóð; hafa haft starfsemi á öllum Norðurlöndunum.

Var Íslandsdeildin stofnuð árið 2016 – en samtökin eru einna sterkust í Svíþjóð.

Norðurvígi hefur komist í fréttir á Íslandi – er þau hafa reynt eftir fremsta megni að breiða út sinn boðskap varðandi útlendinga og kynþáttahatur.

Fyrir fimm árum voru samtökinin bönnuð í Finnlandi; þar hafði meðlimur Norðurvígis stungið 12 ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.

Nú hafa bandarísk stjórnvöld opinberlega skilgreint Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök.

Nokkuð hefur borið á því að meðlimir Norðurvígis hafi myndað tengsl við nýnasistahópa í Bandaríkjunum og það veldur stjórnvöldum vestra áhyggjum:

„Meðlimir hópsins og leiðtogar hans hafa ráðist með ofbeldi á pólitíska andstæðinga sína, mótmælendur, blaðamenn og aðra sem þeir líta á sem óvini sína,“ sagði í yfirlýsingu bandaríska innanríkisráðuneytisins.

Er þetta í samræmi við stefnu Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, sem hefur hert stefnu sína gegn hryðjuverkasamtökum.

 

Margfaldur meistari með Arsenal látinn eftir stutt veikindi – Var liðsfélagi Sigga Jóns

Arsenal.

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Kevin Campbell er látinn – aðeins 54 ára gamall.

Knattspyrnuáðdáendur margir muna vel eftir Kevin Campbell – en hann setti takkaskóna á hilluna árið 2007 eftir glæsilegan feril.

Kevin Campbell.

Kevin Campbell lék með hinu fornfræga og sigursæla liði Arsenal; á árunum 1988 til 1995 og vann fjölda titla með liðinu. Hann lék 163 leiki með Arsenal og skoraði í þeim 46 mörk. Var hann liðsfélagi Sigurðar Jónssonar um tíma hjá Arsenal.

Sigurður Jónsson lék um tíma með Arsenal.

Kevin Campbell lék einnig með Leicester, Nottingham Forest, WBA, Cardiff og Everton, á Englandi, og með tyrkneska liðinu Trabzonspor.

Leikmaðurinn var – eins og áður sagði – 54 ára gamall er hann lést; Campbell var óvænt fluttur á sjúkrahús fyrir tveimur vikum síðan, en allt kom fyrir ekki.

Tyrese Campbell .

Þess má geta að sonur Campbell – Tyrese Campbell – spilar með Stoke City í næst efstu deildinni á Englandi.

Arnar segir að leikmenn sínir vilji ekki að ævintýrið endi: „Slökum aðeins á í vælinu“

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Þjálfari Íslandsmeistara Víkings, Arnar Gunnlaugsson, segist vera afar spenntur fyrir komandi vikum; lið hans mun þá keppa á öllum vígstöðvum, eins og fram kom á 433.is.

„Nú tekur við tímabil sem íþróttamaður þar sem þú ert bara að fara í einhverja veislu. Auðvitað er leikjaálag en plís ekki fara að væla um það þegar gulrótin er að komast í úrslitaleik, þegar gulrótin er að vinna deildina eða komast í 2. umferð í Meistaradeildinni. Slökum aðeins á í vælinu varðandi leikjaálag. Við erum bara ótrúlega stoltir og það eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við ætlum að njóta þess,“ sagði Arnar.

Víkingur hefur unnið bikarinn allar götur síðan 2019, en keppnin það árið var blásin af vegna kórónuveirunnar 2020.

„Mér finnst eins og fólk sé ekki alveg að gera sér grein fyrir hvað þetta er mikið afrek. Maður heyrir umræðuna, stundum erum við heppnir með andstæðing og svoleiðis. Það getur vel verið að það sé rétt en í bikarkeppninni í öðrum löndum, þar er Bayern Munchen að tapa fyrir liði í 2. deild, United kemst rétt svo í gegnum Coventry. Hér eru Valur og Stjarnan að lenda í vandræðum með Þór og Keflavík. Blikar eru búnir að detta tvisvar úr keppni gegn Keflavík. Þú þarft að klára þessa leiki og það er ótrúlegt hverju við erum búnir að áorka. Ég einhvern veginn skynjaði það í gær að menn vilji ekki að ævintýrið endi.“

Sumar á Suðurlandi – 10 til 20 stiga hiti

Það er komið sumar; ekki sumar á Sýrlandi heldur sumar á Suðurlandi. Þar mun hitinn fara í 10 til 20 gráður í dag.

Kemur einnig fram að norðlæg eða breytileg átt verði í dag; 3-8 m/s.

Það verður þurrt og bjartir kaflar opnast víðast hvar; útlit fyrir stöku síðdegisskúri sunnanlands.

Einnig má búast við þokulofti við norður- og austurströndina og hlýjast verður á Suðurlandi, líkt og áður sagði: Hiti 10 til 20 stig.

Dómur styttur yfir karlmanni sem nauðgaði tveimur þroskahömluðum konum

Landsréttur

Komið hefur á daginn að Lands­rétt­ur hafi stytt dóm yfir karl­manni er sak­felld­ur var fyr­ir að nauðga tveim­ur þroska­hömluðum kon­um, líkt og mbl.is greinir frá.

Héraðsdóm­ur hafði dæmt mann­inn í 6 ára fang­elsi; Lands­rétt­i þótti fjög­urra ára dóm við hæfi.

Maður­inn var ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot; gegn þrem­ur þroska­hömluðum kon­um; hann var sýknaður af öll­um ákæru­liðum er sneru að einni kon­unni.

Maðurinn var einnig sak­felld­ur fyr­ir misbeit­ingu gagn­vart einni kon­unni; en hann hafði fengið hana til að taka reiðufé út úr hraðbanka og af­henda hon­um.

Gagn­vart þriðju kon­unni var maðurinn líka sak­felld­ur fyr­ir blygðun­ar­sem­is­brot; hann beitti kon­una blekk­ing­um í gegn­um sam­skiptamiðil­inn Messenger til að eiga í kyn­ferðis­leg­um sam­skipt­um við hana.

Þá var maður­inn sak­felld­ur fyr­ir að hafa hótað kon­unni að dreifa af henni kyn­ferðis­leg­um mynd­um er hann hafði fengið hana til að senda sér.

 

Fimm á sjúkrahús í Reykjavík vegna rútuslyssins í Öxnadal: Erlend rúta og blæðandi malbik

Yfirlitsmynd af vettvangi í Öxnadal, tekin úr dróna lögreglunnar. 

Seint í gærkvöld höfðu fimm farþegar úr rútuslysinu í Öxnadal verið fluttir á sjúkrahús í Reykjavík en aðrir voru fluttir til Akureyrar. Óljóst er hve alvarlega áverka farþegarnir hlutu og hvert ástand þeirra er.

Þjóðvegur 1 var lokaður fram á nótt en var opnaður í morgun. Umferðaröngþveiti myndaðist í Ólafsfjarðargöngum eftir að umferð var vísað fyrir Tröllaskaga. Dæmi voru sögð af fólki sem var fast í göngunum í allt að klukkustund.

Þarna var á ferð hópur erlendra ferðamanna á rútu með erlendu skráningarnúmeri. Áfram var í nótt unnið á vettvangi. Meðal annars er skoðað hvort blæðingar í malbiki hafi valdið slysinu. Vegfarandur um Öxarárdal hafa vitnað um það ásatnda á veginum í gær.

Búið er að ná sambandi við erlendu ferðaskrifstofuna sem heldur utan um ferðina sem endaði með þessum ósköpum.

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri fyrir þá þolendur slyssins sem útskrifaðir hafa verið af sjúkrahúsi á Akureyri.

Lögreglan þakkar öllum sem komu að björgun farþega og aðstoð á slysstað. Aðgerðin er sögð krefjandi og mikil áskorun.

Bjarni glottir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

Allt annar bragur er á framkomu forsætisráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við embættinu. Katrín var bæði í blíðu og stríðu kurteis við andstæðinga jafnt og samherja. Hún var laus við átakasækni og sumpart of samvinnulipur.

Vakin er athygli á því í þingsal að Bjarni eftirmaður situr glottandi undir ræðum stjórnarandstöðunnar og á það til að leika sér í símanum með tilheyrandi andlitsgeiflum þegar andstæðingar tala. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, vakti athygli á þessum ósóma forsætisráðherrans. Bjarni brást illa við og lýsti skömm sinni á málflutningnum.

Forsætisráðherrann nýi er að sögn átakasækinn og kjaftfor í samskiptum og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Hann hikar ekki við að lítillækka andstæðinga sína. Vandinn er hins vegar sá að í þessu embætti þarf að sitja mannasættir líkt og gerðist með Katrínu sem fórnaði að vísu flestum prinsippum  fyrir hinn innri frið í ríkisstjórninni og endaði svo með að fórna forystu og fylgi Vinstri-grænna. Það þarf nánast kraftaverk til þess að ríkisstjórn Bjarna lifi af sumarið og haustið …

Lögreglan gerði húsleit á tveimur bóndabæjum nærri Hvolsvelli – Hasshundur þefaði upp vopnabúr

Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og lögreglan á Hvolsvelli komst heldur betur í feitt þegar gerð var húsleit á tveimur bæjum í nágrenni Hvolsvallar þriðjudaginn 22. nóvember 1994. Á öðrum bóndabænum fannst heilt vopnabúr og hellingur af ólöglegu bruggi.

Tveimur mánuðum áður hafði lögreglan hafið áták gegn bruggi og hafði lokað um tuttugu bruggverksmiðjum. En bruggararnir á þessum bóndabæ voru einnig afar vel vopnum búnir en þar fundust meðal annars tvær haglabyssur, lásbogi, gaddakylfa og rifill með hljóðdeyfi. Ábúandi bæjarins hafði oft komið við sögu lögreglu.

Á hinum bænum fannst einnig mikið magn af bruggi og sykri en konan sem bjó á bænum sagðist eiga við áfengisvanda að stríða og að sykurinn væri til sultugerðar. Var hún handtekin á staðnum en lögreglunni hafði borist upplýsingar um að landi væri framleiddur á bænum til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má lesa frétt DV af málinu:

Húsleit á tveimur bæjum í nágrenni Hvolsvallar í gær:

Heilt vopnabúr fannst við leit í dóp- og bruggbæli

– lögregla lagði hald á bruggtæki og töluvert af landa

Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og lögreglan á Hvolsvelli gerðu húsleit á tveimur bæjum í nágrenni Hvolsvallar í gærdag. Á öðrum staðnum var lagt hald á mikinn fjölda vopna, um 20 lítra af landa, 100 lítra af gambra í suðu og eimingartæki. Einnig var lagt hald á áhöld til neyslu fíkniefna á sama stað og torkennilegt duft sem ekki hafði verið efnagreint í morgun.

Morðtól falin í hlöðu

Það var laust eftir hádegi sem lögreglan renndi í hlað á fyrri bænum en þar er takmarkaður hefðbundinn búskapur. Enginn var handtekinn en inni í húsinu fundust tvær haglabyssur, skotfæri, lásbogi og örvar, illa hirt kanabisplanta og, eins og fyrr sagði, landi, gambri og mörg áhöld til fíkniefnaneyslu. Við ítarlegri leit í hlöðu við bæinn fann hasshundur fíkniefnadeildar tösku sem í var fjöldi hnífa, gaddakylfa og byssur. Var hér um að ræða fjaðurhnífa, rakhnífa og veiðihnífa með allt að 30 sentímetra löngu blaði. Einnig var þar afsöguð haglabyssa og riffill með hljóðdeyfi fannst á milli heybagga.
Ábúandinn á bænum hefur oft komið við sögu fíkniefnalögreglu. Ekki er talið útilokað að eitthvað af heimilismunum séu þýfi úr innbrotum.

Kristján Ingi Kristjánsson, yfirmaður ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði í samtali við DV í gær að hann hefði orðið áhyggjur af aukinni vopnaeign í fíkniefnaheiminum sem gæti leitt til aukinnar hörku. Benti hann á þann fjölda vopna sem fannst við leitina í gær því til staðfestingar.

Sykur til sultugerðar

Síðdegis létu lögregluembættin svo til skarar skríða á öðrum bæ í nágrenninu. Upplýsingar höfðu borist um landa, eimaðan á bænum, í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu.
Þar var kona á fertugsaldri handtekin og færð til yfirheyrslu eflir að öflug eimingartæki, landi og gambri fundust við húsleit á bænum. Um var að ræöa á annan tug lítra af áfengi og 100 lítra af gambra sem konan sagði að væri að hluta til í eigu systur sinnar en annars í sinni eigu. Í landann hafði verið blandað bragðefnum og honum tappað á hinar ýmsu tegundir af áfengisflöskum. Má þar nefna viskí, koníak, líkjöra, vodka og fleira. Við húsleit fannst einnig talsvert magn af sykri sem ætla mætti að væri til frekari áfengisgerðar en húsfreyjan á bænum sagði hann ætlaðan til sultugerðar. Áfengið kvað hún til eigin nota en engin óregla væri þó á heimilinu. Gott væri hins vegar að fá sér dreitil með kaffinu á kvöldin að loknu amstri dagsins.
Frá því að ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar tók við rannsókn bruggmála fyrir um tveimur mánuðum hefur deildin upprætt vel á annan tug bruggverksmiðja í Reykjavík og nágrenni og á Suður- og Vesturlandi. Ýmist hefur hún verið ein á ferð eða í samvinnu við önnur embætti og einnig slökkviliðið. Er hér um verulega aukningu að ræða frá því sem áður var.

 

 

Slasaðir úr rútuslysinu á Öxnadalsheiði komnir til Akureyrar: – Þjóðvegur 1. er lokaður fram á nótt

Frá vettvangi rútuslyssins í Öxnadal. Mynd: Lögreglan.

Þjóðvegur 1 um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Alvarlegt rútuslys varð á Öxnadalsheiði laust eftir klukkan 17 í dag. 23 erlendir farþegar voru í rútunni sem valt. Margir þeirra eru slasaðir en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand farþeganna.

Lögreglan hvetur þá sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru tvær sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þyrla Laandhelgisgæslunnar er komin til Akureyrar og mun flytja slasaða til Reykjavíkur.

Raddir