Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar hefst á laugardaginn

Málverk eftir Pál Ivan frá Eiðum

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar hefst næstkomandi laugardag og stendur til 20. júlí.

Um er að ræða tvíæring sem skipulagður er af Menningarstofu Fjarðabyggðar en þetta er í þriðja skipti sem hátíðin er haldin. Dagskráin í ár er afar fjölbreytt eins og sjá má á Facebook-síðu hátíðarinnar en nefna má til dæmis ljóðalestur, myndlistasýningar, tónleikar og svo margt, margt fleira en hátíðin fer fram víðs vegar um sveitarfélagið.

Myndrænt útlit hátíðarinnar var unnið af Þóri Georg en listaverkið málaði Páll Ivan.
Þá má einnig geta þess að auk Innsævi, er ýmislegt annað að gerast sem Menningarstofa kemur að í sumar eins og skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð, listasmiðjur barna sem lokið hafa 3. – 7. bekk og tónlistardagskrá undir nafninu Tónaflug sem fer fram í Neskaupstað.

Bandarískur ferðamaður týndur á grískri eyju – Michael Mosley fannst látinn á nágranneyju

Eric Calibet

Björgunaraðgerðir eru hafnar á grísku eyjunni Amorgos eftir að bandarískur lögreglumaður á eftirlaunum hvarf á meðan hann var í gönguferð, nokkrum dögum eftir andlát sjónvarpslæknisins Michael Mosley við svipaðar aðstæður.

Eric Calibet (59), hafði verið í fríi á eyjunni en vinur hans tilkynnti hvarf hans seinni partinn í fyrradag.

Calibet fór í hina krefjandi fjögurra tíma gönguferð, frá Aegiali til Katapola um 7:00, samkvæmt staðbundnum fjölmiðlum. Vinur hans tilkynnti hvarfið til lögreglunnar á Amorgos eftir að hann var ekki kominn aftur átta tímum síðar. Yfirvöld hafa ekki getað haft samband við Calibet í gegnum annan hvorn tveggja farsíma hans.

Samkvæmt The Greek Reporter var síðasta skilaboðið sem maðurinn sendi, til systur hans og var mynd af slóðaskilti.

Björgunaraðgerð hófst síðdegis á þriðjudag og hófst aftur í gærmorgun með liðsauka frá Naxos-eyju í nágrenninu.

Lögreglan hefur óskað eftir gögnum frá farsímafyrirtækjum til að ákvarða síðasta þekktu staðsetningu Calibet á eyjunni, sem hefur um það bil 2.000 íbúa.

Hvarf bandaríska ferðamannsins gerðist nokkrum dögum eftir að þekkti sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á nágrannaeyjunni Symi í Grikklandi eftir umfangsmikla fimm daga leit.

 

 

Gáfu Sjúkrahúsinu á Akureyri gjöf í minningu Svölu Tómasdóttur: „Þakklát fyrir velvild og hlýhug“

Sólveig er lengst til vinstri á myndinni, Sigríður M. Gamalíelsdóttir liggur í rúminu og til hægri er Sigurlína G Jónsdóttir.

Í dag barst Blóðskilunardeild Sjúkrahússins á Akureyri gjöf til minningar um Svölu Tómasdóttur en hún var í blóðskilun í rúm þrjú ár en hún lést 23. desember árið 2023.

Í frétt Akureyri.is segir að það hafi verið skólasystur Svölu frá Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði sem gáfu gjöfina. Gjöfin var vegleg en hún innihélt hitateppi fyrir skjólstæðinga og örbylgjuofn til að hita grjónapoka á axlirnar auk hitapúða fyrir axlir fyrir starfsfólk.

„Þessi gjöf mun nýtast okkar fólki mjög vel og erum þakklát fyrir velvild og hlýhug,“ segir Sólveig Tryggvadóttir, verkefnastjóri á blóðskilun, á vef SAk í dag.

Systur Ahmeds og börn þeirra í bráðri hættu á Gaza: „Hver króna skiptir máli“

Maria

Söfnun stendur nú yfir fyrir systur Palestínumannsins Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra sem nú dvelja við afar krefjandi aðstæður á Gaza.

Ahmad Al-Mamlouk

Unnur Andrea Einarsdóttir og Katrín Harðardóttir standa fyrir, auk Ahmed, söfnun svo hjálpa megi systrum Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra en sjálfur missti Ahmed eiginkonu sína og öll fjögur börn sín í loftárás Ísraelshers í desember síðastliðnum. Útlendingastofnun hefur ítrekað neitað honum um hæli hér á landi og bíður hann því eftir því að vera kastað úr landi.

Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“
Sjá einnig: Hálft ár liðið síðan Ahmed missti fjölskylduna í árás Ísraelshers: „Hjarta mitt grætur blóði“

Systur Ahmed, þær Eslam, Abeer og Haneen og börn þeirra eru í sárri þörf fyrir mat, vatni, lyfjum og tjöldum, svo þau hafi eitthvað skjól. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er einungis eins mánaða gamall og þarfnast mjólkur og læknishjálpar.

Börnin:

Sami og Mariam
Maria
Alaa

Í texta sem fylgir söfnunarbeiðninni segir meðal annars:

„Hver króna skiptir máli og ef þið getið ekki gefið, vinsamlegast verið svo væn að deila þessu með vinum ykkar og fjölskyldu. Við þökkum þér frá innstu hjartarrótum!“

Hér má sjá plaggið:

Unnur Andrea skrifaði Facebook-færslu þar sem hún birtir myndskeið sem systir Ahmed tók eftir að sprengjuárás var gerð í um tveggja kílómetra fjarlægð frá dvalarstað hennar og fjölskyldu hennar. Hér má lesa færsluna í heild sinni, sjá reikningsupplýsingarnar og sjá myndskeiðið:

„Þetta myndband var tekið í gær systur af Ahmed Almamlouk, Abeer, en hún býr í Nuseirat flóttamannabúðunum á Gaza ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum hans, þar á meðal ungabarni og þremur börnum. Sprengingarnar sjást þarna í um það bil 2 km fjarlægð og tala látinna er núna komin í yfir 270. Ahmed missti nýlega konu sína og fjögur börn, en sem betur fer lifðu systkyni hans af árásina í gær.
Við viljum gera allt til að hjálpa þeim og hófum við nýlega á söfnun fyrir eftirlifandi fjölskyldu hans. Þetta mun vissulega ekki hlífa þeim fyrir sprengjum, en einsog þig sjáið þá sárvantar þeim almennilegt tjald og nauðsynjar sem mat, lyf, þurrmjólk o.fl.
Allt telur og ef þið getið ekki gefið, væri ég mjög þakklát ef þið gætuð dreift þessum pósti sem víðast! Kærar þakkir! 💖
Millifærsla:
Unnur Andrea Einarsdóttir
2200-26-113088 / kt: 150981-4769
Aur: 6916962“

Hafi einhver spurningar varðandi söfnunina má heyra í Unni Andreu en tölvupóstfang hennar er: [email protected]

Stórfelld lögregluaðgerð við Gríska húsið á Laugavegi: „Aðgerðum er ekki lokið“

Við Laugaveg 35 stendur yfir umfangsmikil lögregluaðgerð en þar er veitingastaðurinn Gríska húsið starfræktur.

Samkvæmt RÚV hefur lögreglan handtekið mann á milli fertugs og fimmtugs og tekið annan starfsmann veitingastaðarins í yfirheyrslu. Þá er auk lögreglu heilbrigðisefitirlitið og tollgæslan á staðnum en notast er við lögregluhunda við aðgerðina.

Mannlíf heyrði í Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bað um nánari upplýsingar. „Get staðfest að lögreglan var í aðgerð við Laugaveg 35 en get ekkert upplýst frekar um það á þessu stigi þar sem aðgerðum er ekki lokið,“ svaraði Ásmundur skriflega.

Halldóra hæðist að Guðmundi Inga: „Stríð er friður. Frelsi er þrældómur. Fáfræði er styrkur“

Halldóra Mogensen Ljósmynd: Facebook

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir í viðtali við RÚV að nýgefið hvaðveiðileyfi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sé skref í átt að því að banna veiðarnar. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata gerir grín að þessum orðum ráðherrans í Facebook-færslu.

Halldóra Mogensen hæðist að orðum Guðmundar Inga félags- og vinnumálaráðherra sem segir hvalveiðileyfið skref í að banna hvalveiðar. Skrifaði hún stutta en hnitmiðaða Facebook-færslu þar sem hún nefnir dæmi um svipaðar staðhæfingar:

„Að leyfa hvalveiðar er skref í átt að því að banna hvalveiðar. Stríð er friður. Frelsi er þrældómur. Fáfræði er styrkur.
Ekkert vera að pæla of mikið í þessu.“

Færslan, sem birt var í gær hefur vakið nokkra athygli og á annað hundrað manns hefur líkað við hana. Nokkrir hafa svo skrifað athugasemdir við hana, þar á meðal Tjörvi nokkur: „Slagorð Jens Stoltenberg hjá NATO núna er „weapons = peace“. Þórdís Kolbrún varnarmálaráðherra hefur sagt svipað. Orwellískar mótsagnir.“

Herbert og Patrik gefa út lag saman – Sumarsmellur ársins?

Herbert og Patrik ásamt móður Patriks, Ingunni Helgadóttur

Tvær stórstjörnur leiða saman hesta sína í nýju lagi sem kemur út í lok mánaðar.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa nýstirnið Patrik Snær Atlason eða prettyboitjokko eins og hann er stundum kallaður, og stórstjarnan Herbert Guðmundsson tekið upp lag saman, sem koma mun út í lok júní. Miðað við vinsældir þeirra beggja, má gera ráð fyrir því að um sumarsmell verði að ræða, þó tíminn verði að leiða það í ljós.

Patrik kom fram á tónlistarsviðið með lagið Skína árið 2021 og hefur verið duglegur að troða upp síðan og hefur komið nokkrum lögum til viðbótar á vinsældarlista útvarpsstöðvanna. Áður en sæti súkkulaðistrákurinn fór að syngja, þótti hann efnilegur knattspyrnumaður en hann lék meðal annars með Víkingi og ÍR, en eftir meiðsli þurfti hann að leggja knattspyrnudrauminn á hilluna.

Vart þarf að kynna Herbert Guðmundsson en hann er lifandi goðsögn á Íslandi en hann hefur verið viðriðinn íslenskt tónlistarlíf frá 1970. Stóra tækifærið kom svo með slagaranum Can´t Walk Away árið 1985 en lagið er af fyrstu sólóplötu Hebba, Dawn of the Human Revolution en lagið sló heldur betur í gegn á Íslandi og náði toppnum á vinsældarlistum. Önnur þekkt lög eftir hann eru meðal annarra Hollywood, I Believe in Love, Time og Eurovisionlagið Eilíf Ást.

Sakar Guðrúnu um rasisma: „Með því ógeðfelldara sem heyrst hefur hjá ráðherrum Íslands“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands og forseti hjálpasamtakanna Solaris, segir ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í Eldhúsdagsumræðunum í gær, hafa einkennst af útlendingaandúð og fordómum í garð flóttafólks.

„Útlendingaandúð og fordómar í garð flóttafólks birtast með ýmsum hætti. Meðal annars í fínni orðræðu, flutt af konu í kjól með varalit! 💄“ Þannig hefst Instagram-færsla Semu Erlu sem vakið hefur athygli. Í færslunni birtir hún brot úr ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún talar um hælisleitendur.

Hún heldur áfram:

„Það eru mannréttindi að sækja um alþjóðlegra vernd. Ekki glæpur, eða vandamál sem þarf að bregðast við, eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna.“

Að lokum segir hún orðræðuna einkennast af „hvítri yfirburðahyggju og forréttindablindu“.

„Þessi orðræða, sem einkennist af hvítri yfirburðahyggju og forréttindablindu, er með því ógeðfelldara sem heyrst hefur hjá ráðherrum í ríkisstjórn Íslands, og það er Alþingi til háborinnar skammar að svona hrokafull og hættuleg orðræða, sem ýtir undir hatur, fái að viðgangast þar óáreitt!“

Hér fyrir neðan má hlusta á ræðubrotið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sema Erla 🧿 (@semaerla)

Telur líklegt að Miðflokkurinn verði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn:„Ekkert af þessu hefur virkað“

Bjarni Benediktsson Mynd: RÚV-skjáskot
„Það er bráðum ár frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins frumflutti nýjan tón og stefnu flokksins í útlendingamálum af tröppum á Bessastöðum. Áður hafði Jón Gunnarsson haldið þessum málflutningi á lofti, að ástæða þess að hér væru innviðir að grotna og grunnkerfi samfélagsins að falla saman, væri ekki fjársvelti og stefnuleysi stjórnvalda, heldur fjöldi hælisleitenda, sem stjórnvöld höfðu þó boðið hingað flestum sérstaklega. Á tröppunum á Bessastöðum gerði Bjarni þennan málflutning að sínum og þar með Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hefst Facebook-færsla Gunnars Smára Egilssonar formann Sósíalistaflokksins. Þar greinir hann stöðu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í skoðanakönnunum frá því að Bjarni Benediktsson fór að tala gegn hælisleitendum.

Segir Gunnar Smári að Bjarni hafi með þessu ætlað sér að lyfta upp fylgi flokks síns, sem þá hafði mælst með 20,8 próstenta fylgi.

„Almennt er talið að Bjarni hafi með þessu verið að reyna að lyfta upp fylgi síns flokks, sem samkvæmt síðustu mælingu þá hafði mælst aðeins 20,8%. Bjarni hefur síðan gefið í og hert á stefnu flokksins. Hann sagði um áramótin að hælisleitendur kostuðu 16 milljarða, 20 milljarða í febrúar og 25 milljarða fyrir páska, fullyrti að stjórnleysi væri við landamærin og að íslenskar reglur soguðu hælisleitendur til landsins. Þetta sagði hann þrátt fyrir að hælisleitendur séu 56% færri í ár en á sama tíma í fyrra. Ekkert af þessu hefur virkað til að lyfta upp fylgi Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu mælingu Gallup mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,0%. Frá ræðunni á tröppunni hefur fylgi flokksins fallið úr 20,8% í 18,0%. Það jafngildir því að um sex þúsund manns hafi snúið baki við flokknum.“

Sósíalistaforinginn segir orðræða Bjarna hafi aftur á móti aukið fylgi Miðflokksins.

„Orðræða Bjarna hefur hins vegar aukið við fylgi Miðflokksins. Það er ekkert skrítið heldur voru þær afleiðingar þvert á móti fyrirsjáanlegar. Þegar eldri hægri flokkar taka upp útlendingaandúð nýja hægrisins þá stækkar nýja hægrið en gamla hægrið minnkar. Og frá ræðunni á tröppum Bessastaða hefur Miðflokkurinn vaxið úr 6,9% upp í 13,5% samkvæmt mælingum Gallup. Þetta jafngildir því að um 14 þúsund kjósendur hafi fært sig yfir á Miðflokkinn.“

Að lokum segir Gunnar Smári að ekki sé ólíklegt að Miðflokkurinn verði orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn innan tíðar.

„Í síðustu mælingu Gallup munaði bara um 9.500 kjósendum á Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Með áframhaldandi forystu Bjarna er alls ekki ólíklegt að Miðflokknum takist að vinna upp þetta bil. Munurinn var 30 þúsund fyrir ári en eru nú aðeins tæplega 10 þúsund.
Og fyrir ári var Samfylkingin 16 þúsund kjósendum fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn. Nú er munurinn orðinn 25.500.“

Páll hrakinn á brott

Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari.

Sá umdeildi kennari og bloggari, Páll Vilhjálmsson, er hættur sem kennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Það er smellukóngurinn og blaðamaðurinn, Jakob Bjarnar Grétarsson, sem upplýsir þetta á Vísi og ræðir við kennarann sem lætur vel af starfslokunum „Þetta var náttúrlega í samráði við skólameistarann. Ég veit ekki betur en að hann sé sáttur og ég er sáttur,“ segir Páll sem hefur á sér misjafnt orð vegna skrifa sem seint verða talin fylgja meginstraumi. Athyglisvert er að Páll hefur ekki sagt frá starfslokum sínum á bloggsíðu sinni.,

Páll hefur verið iðinn við að halda á lofti málefnum tengdum þjófnaði á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra og meintri byrlun þolandans. Páli hefur verið einkanlega hugleikinn þáttur starfsmanna Ríkisútvarpsins í þjófnaðinum og innbroti í símann sem talið er víst að hafi verið brotinn upp í höfuðstöðvum ríkismiðilsins.

Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur mátt þola mikla ágjöf vegna skrifa kennara síns. Sérstaklega á þetta við ágeng og jafnvel rætin skrif um málefni transfólks. Líklegt er að Kristinn hafi þrýst á um brotthvarf kennarans sem þar með hafi verið hrakinn úr starfi vegna skrifa sinna. Nú er komin á ró í Garðabæ …

Séra Lárus er látinn

Séra Lárus Þorvaldur Guðmundsson

Lárus Þorvaldur Guðmundsson, fyrrverandi prófastur í Holti í Önundarfirði og
sendiráðsprestur er látinn. Séra Lárus þjónaði Flateyringum og öðrum Önfirðingum frá árinu 1963 til 1988. Lárus fæddist á Ísafirði 16. maí 1933. Hann lést þann 4. júní
síðastliðinn, 91 árs að aldri.
Á námsárum sínum starfaði Lárus sem framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
Hann var vígður til prestsárið 1963 og skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Önundarfirði sama ár. Hann varð prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi árið 1978.

Lárus starfaði ötullega að æskulýðsmálum í héraði sínu. Hann rak um árabil sumarbúðir á Núpi í Dýrafirði og í Holti.
Lárus var skáti og stofnaði skátafélagið Framherja á Flateyri ásamt Emil Hjartarsyni, kennara og seinna skólastjóra, og fleirum. Hann var einn stofnenda útgerðarfélagsins Hjálms hf. á Flateyri.

Lárus var framsýnn og snöggur að tileinka sér nútímatækni. Hann átti bæði flugvél og bát og  notaði þau farartæki gjarnan í embættisstörfum sínum Í Holti.
Hann var mikill útivistarmaður og fór gjarnan á gönguskíðum um fjöll, dali og sjó til þess að komast til sinna starfa.Hann ferðaðist mikið og háaldraður gisti hann gjarnan í göngutjaldi og ástundaði hreyfingu. Barnabarn hans, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, minnist hans á Facebook.

„Hann var séntilmaður fram í fingurgóma, alltaf óaðfinnanlega klæddur í three-piece-suit fram undir það síðasta, prestur, sjómaður og ævintýramaður sem flaug flugvélum og sigldi hraðbátum á Vestfjörðum þar sem hann var þekktur undir nafninu Lalli sport,“ skrifar Þorvaldur Sigurbjörn.

Árið 1989 varð hann sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og var umsjónarmaður í Húsi Jóns Sigurðssonar. Lárus var sæmdur dannebrogsorðunni af Margréti Danadrottingu fyrir störf sín í þágu Íslendinga í Danmörku.
Eiginkona Lárusar var Sigurveig Georgsdóttir, fædd 1930 og dáin 2018. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Georg, Özur og Ragnheiði. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin fimm. Lárus hélt þreki fram undir það síðasta.

Útför Lárusar fer fram í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 28. júní kl. 13.

Kolólöglegur og dópaður ökumaður með þýfi í Kópavogi – Innbrotsþjófur í Breiðholti

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan í Kópavogi komst í feitt þegar hún stöðvaði ökumann  í akstri. Margvísleg brot komu á daginn. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, bifreiðin á röngum skráningarnúmerum og ætlað þýfi með í för. Ökumaður og farþegi voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Þeir munu vakna í fangaklefa á fallegum sumardegi og þurfa að svara til saka.

Í Kópavogi var einnig tilkynnt þjófnað úr verslun. Skýrsla var tekin af búðarþjófinum og honum síðan sleppt. Annar búðarþjófur var á ferð í austurborginni. Sá var staðinn að verki og lögregla kölluð til. Málið hans var afgreitt á vettvangi

Tilkynnt var um þjófnað úr heimahúsi í Breiðholti. Gerandi ókunnur og innbrotsþjófurinn gengur laus. Á sömu slóðum var líkamsáras tilkynnt til lögreglu. Meiðsli reyndust vera minniháttar.

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur vegna hótana. Hann tók engum sönsum og var vistaður í fangageymslu sökum ástands. Á sömu slóðum var framið innbrot og unnið skemmdarverk auk þjófnaðar. Skemmdarvargurinn gengur laus.

Ökumaður stöðvaður í almennu eftirliti í austurborginni. Við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn hafði ekki ökuréttindi. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Umferðaslys varð í Garðabæ. Minniháttar meiðsli urðu. Ökutækið var stórskemmt og fjarlægt af vettvangi kranabíl.

Hann var seinheppinn ökumaðurinn sem lögreglan stöðvaði. Í ljós kom að tryggingar höfðu ekki verið greiddar. Númerin voru klippt af bifreiðinni.

Heimili gjöreyðilagðist á Siglufirði – Hetja með gasgrímu bjargaði barni úr brennandi húsinu

Ólína, Kristján, tvö börn þeirra og ameríska hetjan.

Stórbruni varð á Siglufirði þegar sprenging varð þegar Ólína Kristjánsdóttir ætlaði sér að kveikja upp í eldavél með olíu.

Mikill mildi var að enginn skyldi farast í stórbruna í húsinu Brúarfoss á Siglufirði í marsmánuði 1943, þar sem Ólína Kristjánsdóttir bjó ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Kjartanssyni og átta börnum þeirra. Eldurinn kviknaði þegar Ólína ætlaði sé að kveikja í eldavél með steinolíu en úr varð sprenging. Læstist eldurinn í fötum hennar en eiginmaður hennar kom henni út og slökkvi eldinn í fötum hennar. Var þá kviknað í húsinu og tókst honum að bjarga tveimur af þremur börnum sínum sem inni í húsinu voru. Það var svo amerísk hetja sem bjargaði þriðja barninu en hann æddi inn í reykfyllt húsið með gasgrímu og kom barninu út. Eftir lífgunartilraunir sem stóðu yfir í langan tíma, vaknaði barnið loks og hlaut því þessi sanna saga farsælan endi.

Tíminn skrifaði um málð á sínum tíma:

Bruni á Siglufirði

Síðastliðinn mánudag brann húsið Brúarfoss á Siglufirði. Bjuggu i húsi þessu Kristján Kjartansson og kona hans, Ólína Kristjánsdóttir og átta börn þeirra. Eldurinn kom þannig upp, að Ólína var að kveikja með olíu í eldavél. Varð þá allt i einu mikil sprenging og læsti eldurinn sig um allt eldhúsið á svipstundu. Kristján var staddur á efri hæð hússins, þegar hann heyrði óp Ólínar, og hljóp þá strax niður. Tókst honum að slökkva eldinn í fötum hennar og koma henni út. Síðan fór hann að leita þriggja barna þeirra, sem voru upp á lofti. Fann hann fljótt tvö þeirra og kom þeim út, en það þriðja, tveggja ára gamla telpu, fann hann ekki. Urðu bæði hann og aðrir frá að hverfa, vegna reyks. Amerískur hermaður með gasgrímu réðst þá til inngöngu og fann hann telpuna, sem var næstum köfnuð af reyk. Loks tókst þó að lífga hana eftir alllangan tlma. Kristján og Ólína brenndust allmikið. Húsið og allt, sem í því var, gereyðilagðist. 

„Ungmennin sem eru hjá okkur í kvöld eru öll hvít og íslensk“

Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Óskar Steinn Ómarsson segir frá því að nú sé lokið hjá honum síðustu vaktinni „í ungmennahúsinu Hamrinum.“

Eins og Mannlíf hefur greint frá undanfarið er nú búið að leggja niður starfsemina í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði – og vill Óskar Steinn meina að fyrir þessari ákvörðun séu engin rök og að þessi gjörningur muni ekki leiða neitt gott af sér:

Óskar Steinn.

„Hér er hópur ungmenna að spila heimatilbúið borðspil. Hinsegin, kynsegin og alls konar vinir að hittast í öruggu rými og njóta samveru hvers annars,“ segir Óskar Steinn og bætir við:

Hamarinn.

„Ekkert liggur fyrir um hvert þau eiga að geta farið eftir niðurlagningu Hamarsins en það er alveg ljóst að opnun þeirra úrræða sem eiga að taka við okkar starfi mun dragast eitthvað fram á haustið.“

Óskar Steinn sendir bæjarstjóra Hafnarfjarðar – Rósu Guðbjartsdóttur og hennar slekti – kaldar kveðjur:

Ráðhús Hafnarfjarðar.

„Og af því það virðist skipta Rósu Guðbjartsdóttur og félaga hennar í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar máli, þá eru ungmennin sem eru hjá okkur í kvöld öll hvít og íslensk.“

 

Kristján missti allt í Hruninu: „Þegar maður vaknaði var allt farið“

Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján Berg er nokkuð hispurslaus á samfélagsmiðlunum og veigrar sér ekki við því að tjá hug sinn og hefur stundum verið gagnrýndur í kjölfarið.

Fortíð Fiskikóngsins hefur lengi verið á milli tannanna á fólki en árið 1996 var Kristján dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Færri vita að Fiskikóngurinn missti aleiguna í Hruninu 2008. Í nýjasta viðtali Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn, ræðir Kristján Berg á opinskáan hátt um fortíðina, deilur við fyrrum samstarfsfélaga sinn, Hrunið og fleira.

Árið 2006 flutti Kristján Berg ásamt eiginkonu sinni til Danmerkur þar sem hann vann í fiskbúð þar til hann opnaði verslun sem seldi heita potta þar í landi. Stuttu síðar stofnaði hann útibú á Íslandi og var mikið að fljúga á milli landanna, allt þar til eiginkonan sagði hingað og ekki lengra. Ákváðu þau því að selja reksturinn og flytja aftur heim til Íslands árið 2008.

„Þetta var í september 2008. Ég sem sagt flutti heim í september 2008 og tapaði aleigunni í Hruninu,“ segir Kristján Berg og heldur áfram: „Og þá var ekkert annað en að fara að vinna aftur.“ Fiskikóngurinn hafði farið eftir ráðum Íslandsbanka, þá Glitnis, og fjárfest í hlutabréfum sem svo hurfu í Hruninu.

Reynir: „Já, varstu innvinklaður í sjóð 9?“

Kristján Berg: „Já, ég var akkurat í sjóði 9.“

Reynir: „Ja hérna.“

Kristján Berg: „Já, þannig að ég tapaði öllu á einni nóttu. Bara þegar maður vaknaði var allt farið.“

Reynir: „Hvað tapaðirðu miklum peningi, viltu tala um það?“

Kristján Berg: „Nei, ég er nú ekkert að tala um það en það voru nokkur hundruð milljónir.“

Það sem varð hjónunum til happs var að þau áttu íbúð í Danmörku sem tvöfaldaðist í verði við hrun krónunnar. „Þannig að við gátum keypt okkur þak yfir höfuðið hér. En allt sem ég hafði unnið fram að þeim tíma, tapaði ég. Þá byrjaði ég bara aftur að vinna sem plötusnúður. Ég var að vinna sem plötusnúður fimmtudag, föstudag og laugardag alveg í sjö ár, með fiskbúðinni.“

Reynir: „Það er nú svolítið langt á milli þess að vera fisksali og svo plötusnúður.“

Kristján Berg: „Já en ég elska að vera DJ. Ég rek fyrirtæki í dag sem heitir dj.is.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Boða skyndimótmæli við Alþingi í kvöld: „Yfirlætislegar afsakanir stjórnvalda standast enga skoðun“

Alþingishúsið - ekki nota

Skyndimótmæli hafa verið boðuð fyrir utan Alþingi í kvöld, þegar Eldhúsdagsumræður fara fram innandyra.

Félagið Ísland-Palestína boðar til skyndimótmæla við Alþingishúsið klukkan 19:30 í kvöld en þá fara fram Eldhúsdagsumræður, sem marka þinglokum fyrir sumarfrí. Sendi félagið eftirfarandi fréttatilkynningu á fjölmiðla:

Í kvöld verða haldnar Eldhúsdagsumræður á Alþingi, þar sem þinginu eru að ljúka. Leyfum ekki stjórnmálafólkinu að fara í sumarfrí án þess að hafa tekið til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði.
Mætum með fána, skilti og læti og krefjumst þess að stjórnvöld grípi til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði!

Þrátt fyrir sögulega viðurkenningu Íslands á Palestínu árið 2011 hafa stjórnvöld brugðist þegar kemur að því að standa með mannréttindum.
Viðvarandi stækkun ísraelskra landnemabyggða, herkvíin á Gaza og stöðugar árásir ísraelska hersins og landræningja á saklausa palestínumenn er vandamál sem að íslensk stjórnvöld hafa meðvitað ákveðið að hunsa.

Ef íslensk stjórnvöld ætla að láta taka sig alvarlega þegar þau segjast standa með mannréttindum og alþjóðalögum, er það skýlaus krafa að Ísland beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Viðskiptaþvinganir eru öflugt tæki til að beita þrýstingi á ríki sem ítrekað brjóta alþjóðleg lög og mannréttindi. Skortur á refsiaðgerðum gegn Ísrael er hryllileg vanræksla í utanríkisstefnu landsins en refsiaðgerðir myndu ekki aðeins gefa til kynna skuldbindingu Íslands við réttlætið og framfylgni við alþjóðalög heldur einnig stuðla að víðtækari alþjóðlegri viðleitni til að draga Ísraela til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. Það skref er bæði nauðsynlegt og siðferðilegt. Með því að beita refsiaðgerðum myndi Ísland sýna að hún með palestínsku þjóðinni í samstöðu með baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Íslandi ber skylda til að bregðast við með afgerandi hætti, nýta áhrif sín til að efla mannréttindi og styðja málstað Palestínumanna.

Yfirlætislegar afsakanir íslenska stjórnvalda um ástæður þess að þau beiti ekki viðskiptaþvingunum standast enga skoðun og eru eingöngu settar fram til að afvegaleiða umræðuna. Ísland getur beitt refsiaðgerðum gegn Ísrael sé pólitískur vilji til. Slíkar aðgerðir eru siðferðisleg skylda allra landa sem vilja vera tekin alvarlega í mannréttindamálum.

 

Hestur gekk laus um götur Hafnarfjarðar – MYNDBAND

Hestur slapp nýverið laus í Hafnarfirði og sást hlaupa í átt að bílaumferð en myndskeið af atvikinu birtist á Instagram.

Á Instagram-síðu sem heitir „Íslenskt rugl“ má sjá fjöldan allan af myndskeiðum sem fólk hefur sent inn þar sem sjá má ýmislegt furðulegt og skemmtilegt. Myndband sem birtist þar í gær var kannski furðulegt en alls ekki skemmtilegt en þar sést hestur hlaupa í átt bílaumferð í Hafnarfirði en hann hafði augljóslega strokið frá heimahögum sínum. Ekki fylgdi upplýsingar myndskeiðinu, um afdrif hestarins en þar sem engar fréttir hafa borist af umferðaslysi sem hestur var viðriðinn má ætla að fákurinn hafi sloppið með skrekkinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið:

Hefur reynt í heilt ár að fá tíma hjá sérfræðingi: „Í stóra samhenginu er þetta tapað stríð“

Gunnar Smári Egilsson þarf að fá tíma hjá sérfræðingi ekkert gengur.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson hefur árangurslaust reynt að fá tíma hjá sérfræðingi í heilt ár. Segir hann í færslu á Facebook, að annað hvort sé heilbrigðiskerfið hrunið hér á landi eða að heilbrigðisráðherra hafi gefið út þá skipun að Gunnar Smári skuli aldrei fá tíma hjá sérfræðingi. Í færslunni segir hann að í öðrum löndum sé það metið sem „mikilvægur þáttur góðs samfélags að íbúað hafi aðgengi að heilbrigðisþjónust“ en að slíkt eigi ekki við á Íslandi.

Hér má sjá færsluna:

„Annað hvort er heilbrigðiskerfið hrunið eða Willum hefur sent út þá skipun að Gunnar Smári Egilsson skuli aldrei fá tíma hjá sérfræðingi. Ég hef nú beðið í eitt ár eftir tímum hjá þremur sérfræðingum en ekki enn fengið. En kannski á maður ekki að kvarta, maður deyr auðvitað á endanum. Í stóra samhenginu er þetta tapað stríð. Og það er ekkert víst að heimsókn til læknis lengi lífið eða bæti gæði þess. Í öðrum löndum er það samt metið sem mikilvægur þáttur góðs samfélags, að íbúar hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Svo er ekki hér.“

Uppfært:

Í fréttinni stóð að um væri að ræða sérfræðinga á Landspítalanum en svo er ekki, það leiðréttist því hér með.

Húsleit gerð í austurborginni í tengslum við rannsókn á Quang Lé – Þrír handteknir á staðnum

Davíð Viðarsson eða Quang Lé, áður eigandi Wok On og fjölda annarra félaga.

Húsleit var gerð í austurborg Reykjavíkur í síðustu viku í tengslum við rannsókn á meintum brotum Quang Lé, kærustu hans og bróður. Eru þau grunuð um mansal og peningaþvætti auk annarra brota.

Samkvæmt frétt RÚV gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leit í íbúð og tveimur bifreiðum og handtók þrjá einstaklinga en þau voru öll með víetnamskt ríkisfang. Eftir yfirheyrslu var þeim sleppt.

Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar staðfesti þetta við RÚV en hann segir lögregluna hafa aukreitis lagt hald á frekar gögn við húsleitina, sem staðfestu hefðu grun lögreglunnar, án þess að fara nánar út í það.

Um er að ræða mjög umfangsmikla rannsókn en stór partur af gögnunum og yfirheyrslunum eru á víetnömsku, sem þarfnast þýðinga og túlka, sem er tímafrekt. Miðar rannsóknin vel að sögn Gunnars en gögn í málinu leiddi lögreglu að íbúðinni í austurbænum í síðustu viku.

Þann 17. júní rennur gæsluvarðhald yfir Quang út en þann 18. júní rennur varðahaldið út yfir kærustu hans og bróður. Voru þau handtekin fyrir 15 vikum eftir að lögreglan réðist til aðgerða gegn viðskiptaveldi Quangs 5. mars en sú aðgerð var í undirbúningi í tvo mánuði.

Lögreglan hefur að sögn Gunnars Axels, ekki tekið ákvörðun um framhaldið en almennar reglur kveða á um að þegar sakborningur hefur verið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur, skuli lögregla eða saksóknari gefa út ákæru. Þó er hægt að fara fram yfir þann tíma við sérstakar aðstæður.

Gerard Butler er mættur til landsins

Skoski hjartaknúsarinn

Stórleikarinn Gerard Butler er kominn til landsins en tökur á spennumyndinni Greenland: Migration hófust í gær en Butler fer með aðalhlutverkið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fara tökur á kvikmyndinni fram næstu tvær vikunnar í nágrenni borgarinnar. Myndin  er framhald af kvikmyndinni hamfaramyndinni Greenland, sem kom út 2020.

Að sögn Morgunblaðsins verða tökurnar í einhverjum tilfellum ansi umfangsmiklar enda um svokallaða „aksjón“ mynd að ræða. Framleiðslufyrirtækið True North sér um framleiðslu kvikmyndarinnar hér á landi.

Meðal þekktustu kvikmynda hins skoska leikara má nefna 300, The Phantom of the Opera, Law Abiting Citizen og teiknimyndirnar How To Train Your Dragon.

Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Greenland:

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar hefst á laugardaginn

Málverk eftir Pál Ivan frá Eiðum

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar hefst næstkomandi laugardag og stendur til 20. júlí.

Um er að ræða tvíæring sem skipulagður er af Menningarstofu Fjarðabyggðar en þetta er í þriðja skipti sem hátíðin er haldin. Dagskráin í ár er afar fjölbreytt eins og sjá má á Facebook-síðu hátíðarinnar en nefna má til dæmis ljóðalestur, myndlistasýningar, tónleikar og svo margt, margt fleira en hátíðin fer fram víðs vegar um sveitarfélagið.

Myndrænt útlit hátíðarinnar var unnið af Þóri Georg en listaverkið málaði Páll Ivan.
Þá má einnig geta þess að auk Innsævi, er ýmislegt annað að gerast sem Menningarstofa kemur að í sumar eins og skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð, listasmiðjur barna sem lokið hafa 3. – 7. bekk og tónlistardagskrá undir nafninu Tónaflug sem fer fram í Neskaupstað.

Bandarískur ferðamaður týndur á grískri eyju – Michael Mosley fannst látinn á nágranneyju

Eric Calibet

Björgunaraðgerðir eru hafnar á grísku eyjunni Amorgos eftir að bandarískur lögreglumaður á eftirlaunum hvarf á meðan hann var í gönguferð, nokkrum dögum eftir andlát sjónvarpslæknisins Michael Mosley við svipaðar aðstæður.

Eric Calibet (59), hafði verið í fríi á eyjunni en vinur hans tilkynnti hvarf hans seinni partinn í fyrradag.

Calibet fór í hina krefjandi fjögurra tíma gönguferð, frá Aegiali til Katapola um 7:00, samkvæmt staðbundnum fjölmiðlum. Vinur hans tilkynnti hvarfið til lögreglunnar á Amorgos eftir að hann var ekki kominn aftur átta tímum síðar. Yfirvöld hafa ekki getað haft samband við Calibet í gegnum annan hvorn tveggja farsíma hans.

Samkvæmt The Greek Reporter var síðasta skilaboðið sem maðurinn sendi, til systur hans og var mynd af slóðaskilti.

Björgunaraðgerð hófst síðdegis á þriðjudag og hófst aftur í gærmorgun með liðsauka frá Naxos-eyju í nágrenninu.

Lögreglan hefur óskað eftir gögnum frá farsímafyrirtækjum til að ákvarða síðasta þekktu staðsetningu Calibet á eyjunni, sem hefur um það bil 2.000 íbúa.

Hvarf bandaríska ferðamannsins gerðist nokkrum dögum eftir að þekkti sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á nágrannaeyjunni Symi í Grikklandi eftir umfangsmikla fimm daga leit.

 

 

Gáfu Sjúkrahúsinu á Akureyri gjöf í minningu Svölu Tómasdóttur: „Þakklát fyrir velvild og hlýhug“

Sólveig er lengst til vinstri á myndinni, Sigríður M. Gamalíelsdóttir liggur í rúminu og til hægri er Sigurlína G Jónsdóttir.

Í dag barst Blóðskilunardeild Sjúkrahússins á Akureyri gjöf til minningar um Svölu Tómasdóttur en hún var í blóðskilun í rúm þrjú ár en hún lést 23. desember árið 2023.

Í frétt Akureyri.is segir að það hafi verið skólasystur Svölu frá Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði sem gáfu gjöfina. Gjöfin var vegleg en hún innihélt hitateppi fyrir skjólstæðinga og örbylgjuofn til að hita grjónapoka á axlirnar auk hitapúða fyrir axlir fyrir starfsfólk.

„Þessi gjöf mun nýtast okkar fólki mjög vel og erum þakklát fyrir velvild og hlýhug,“ segir Sólveig Tryggvadóttir, verkefnastjóri á blóðskilun, á vef SAk í dag.

Systur Ahmeds og börn þeirra í bráðri hættu á Gaza: „Hver króna skiptir máli“

Maria

Söfnun stendur nú yfir fyrir systur Palestínumannsins Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra sem nú dvelja við afar krefjandi aðstæður á Gaza.

Ahmad Al-Mamlouk

Unnur Andrea Einarsdóttir og Katrín Harðardóttir standa fyrir, auk Ahmed, söfnun svo hjálpa megi systrum Ahmed Al-Mamlouk og börnum þeirra en sjálfur missti Ahmed eiginkonu sína og öll fjögur börn sín í loftárás Ísraelshers í desember síðastliðnum. Útlendingastofnun hefur ítrekað neitað honum um hæli hér á landi og bíður hann því eftir því að vera kastað úr landi.

Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“
Sjá einnig: Hálft ár liðið síðan Ahmed missti fjölskylduna í árás Ísraelshers: „Hjarta mitt grætur blóði“

Systur Ahmed, þær Eslam, Abeer og Haneen og börn þeirra eru í sárri þörf fyrir mat, vatni, lyfjum og tjöldum, svo þau hafi eitthvað skjól. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er einungis eins mánaða gamall og þarfnast mjólkur og læknishjálpar.

Börnin:

Sami og Mariam
Maria
Alaa

Í texta sem fylgir söfnunarbeiðninni segir meðal annars:

„Hver króna skiptir máli og ef þið getið ekki gefið, vinsamlegast verið svo væn að deila þessu með vinum ykkar og fjölskyldu. Við þökkum þér frá innstu hjartarrótum!“

Hér má sjá plaggið:

Unnur Andrea skrifaði Facebook-færslu þar sem hún birtir myndskeið sem systir Ahmed tók eftir að sprengjuárás var gerð í um tveggja kílómetra fjarlægð frá dvalarstað hennar og fjölskyldu hennar. Hér má lesa færsluna í heild sinni, sjá reikningsupplýsingarnar og sjá myndskeiðið:

„Þetta myndband var tekið í gær systur af Ahmed Almamlouk, Abeer, en hún býr í Nuseirat flóttamannabúðunum á Gaza ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum hans, þar á meðal ungabarni og þremur börnum. Sprengingarnar sjást þarna í um það bil 2 km fjarlægð og tala látinna er núna komin í yfir 270. Ahmed missti nýlega konu sína og fjögur börn, en sem betur fer lifðu systkyni hans af árásina í gær.
Við viljum gera allt til að hjálpa þeim og hófum við nýlega á söfnun fyrir eftirlifandi fjölskyldu hans. Þetta mun vissulega ekki hlífa þeim fyrir sprengjum, en einsog þig sjáið þá sárvantar þeim almennilegt tjald og nauðsynjar sem mat, lyf, þurrmjólk o.fl.
Allt telur og ef þið getið ekki gefið, væri ég mjög þakklát ef þið gætuð dreift þessum pósti sem víðast! Kærar þakkir! 💖
Millifærsla:
Unnur Andrea Einarsdóttir
2200-26-113088 / kt: 150981-4769
Aur: 6916962“

Hafi einhver spurningar varðandi söfnunina má heyra í Unni Andreu en tölvupóstfang hennar er: [email protected]

Stórfelld lögregluaðgerð við Gríska húsið á Laugavegi: „Aðgerðum er ekki lokið“

Við Laugaveg 35 stendur yfir umfangsmikil lögregluaðgerð en þar er veitingastaðurinn Gríska húsið starfræktur.

Samkvæmt RÚV hefur lögreglan handtekið mann á milli fertugs og fimmtugs og tekið annan starfsmann veitingastaðarins í yfirheyrslu. Þá er auk lögreglu heilbrigðisefitirlitið og tollgæslan á staðnum en notast er við lögregluhunda við aðgerðina.

Mannlíf heyrði í Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bað um nánari upplýsingar. „Get staðfest að lögreglan var í aðgerð við Laugaveg 35 en get ekkert upplýst frekar um það á þessu stigi þar sem aðgerðum er ekki lokið,“ svaraði Ásmundur skriflega.

Halldóra hæðist að Guðmundi Inga: „Stríð er friður. Frelsi er þrældómur. Fáfræði er styrkur“

Halldóra Mogensen Ljósmynd: Facebook

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir í viðtali við RÚV að nýgefið hvaðveiðileyfi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sé skref í átt að því að banna veiðarnar. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata gerir grín að þessum orðum ráðherrans í Facebook-færslu.

Halldóra Mogensen hæðist að orðum Guðmundar Inga félags- og vinnumálaráðherra sem segir hvalveiðileyfið skref í að banna hvalveiðar. Skrifaði hún stutta en hnitmiðaða Facebook-færslu þar sem hún nefnir dæmi um svipaðar staðhæfingar:

„Að leyfa hvalveiðar er skref í átt að því að banna hvalveiðar. Stríð er friður. Frelsi er þrældómur. Fáfræði er styrkur.
Ekkert vera að pæla of mikið í þessu.“

Færslan, sem birt var í gær hefur vakið nokkra athygli og á annað hundrað manns hefur líkað við hana. Nokkrir hafa svo skrifað athugasemdir við hana, þar á meðal Tjörvi nokkur: „Slagorð Jens Stoltenberg hjá NATO núna er „weapons = peace“. Þórdís Kolbrún varnarmálaráðherra hefur sagt svipað. Orwellískar mótsagnir.“

Herbert og Patrik gefa út lag saman – Sumarsmellur ársins?

Herbert og Patrik ásamt móður Patriks, Ingunni Helgadóttur

Tvær stórstjörnur leiða saman hesta sína í nýju lagi sem kemur út í lok mánaðar.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa nýstirnið Patrik Snær Atlason eða prettyboitjokko eins og hann er stundum kallaður, og stórstjarnan Herbert Guðmundsson tekið upp lag saman, sem koma mun út í lok júní. Miðað við vinsældir þeirra beggja, má gera ráð fyrir því að um sumarsmell verði að ræða, þó tíminn verði að leiða það í ljós.

Patrik kom fram á tónlistarsviðið með lagið Skína árið 2021 og hefur verið duglegur að troða upp síðan og hefur komið nokkrum lögum til viðbótar á vinsældarlista útvarpsstöðvanna. Áður en sæti súkkulaðistrákurinn fór að syngja, þótti hann efnilegur knattspyrnumaður en hann lék meðal annars með Víkingi og ÍR, en eftir meiðsli þurfti hann að leggja knattspyrnudrauminn á hilluna.

Vart þarf að kynna Herbert Guðmundsson en hann er lifandi goðsögn á Íslandi en hann hefur verið viðriðinn íslenskt tónlistarlíf frá 1970. Stóra tækifærið kom svo með slagaranum Can´t Walk Away árið 1985 en lagið er af fyrstu sólóplötu Hebba, Dawn of the Human Revolution en lagið sló heldur betur í gegn á Íslandi og náði toppnum á vinsældarlistum. Önnur þekkt lög eftir hann eru meðal annarra Hollywood, I Believe in Love, Time og Eurovisionlagið Eilíf Ást.

Sakar Guðrúnu um rasisma: „Með því ógeðfelldara sem heyrst hefur hjá ráðherrum Íslands“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands og forseti hjálpasamtakanna Solaris, segir ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í Eldhúsdagsumræðunum í gær, hafa einkennst af útlendingaandúð og fordómum í garð flóttafólks.

„Útlendingaandúð og fordómar í garð flóttafólks birtast með ýmsum hætti. Meðal annars í fínni orðræðu, flutt af konu í kjól með varalit! 💄“ Þannig hefst Instagram-færsla Semu Erlu sem vakið hefur athygli. Í færslunni birtir hún brot úr ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún talar um hælisleitendur.

Hún heldur áfram:

„Það eru mannréttindi að sækja um alþjóðlegra vernd. Ekki glæpur, eða vandamál sem þarf að bregðast við, eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna.“

Að lokum segir hún orðræðuna einkennast af „hvítri yfirburðahyggju og forréttindablindu“.

„Þessi orðræða, sem einkennist af hvítri yfirburðahyggju og forréttindablindu, er með því ógeðfelldara sem heyrst hefur hjá ráðherrum í ríkisstjórn Íslands, og það er Alþingi til háborinnar skammar að svona hrokafull og hættuleg orðræða, sem ýtir undir hatur, fái að viðgangast þar óáreitt!“

Hér fyrir neðan má hlusta á ræðubrotið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sema Erla 🧿 (@semaerla)

Telur líklegt að Miðflokkurinn verði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn:„Ekkert af þessu hefur virkað“

Bjarni Benediktsson Mynd: RÚV-skjáskot
„Það er bráðum ár frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins frumflutti nýjan tón og stefnu flokksins í útlendingamálum af tröppum á Bessastöðum. Áður hafði Jón Gunnarsson haldið þessum málflutningi á lofti, að ástæða þess að hér væru innviðir að grotna og grunnkerfi samfélagsins að falla saman, væri ekki fjársvelti og stefnuleysi stjórnvalda, heldur fjöldi hælisleitenda, sem stjórnvöld höfðu þó boðið hingað flestum sérstaklega. Á tröppunum á Bessastöðum gerði Bjarni þennan málflutning að sínum og þar með Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hefst Facebook-færsla Gunnars Smára Egilssonar formann Sósíalistaflokksins. Þar greinir hann stöðu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í skoðanakönnunum frá því að Bjarni Benediktsson fór að tala gegn hælisleitendum.

Segir Gunnar Smári að Bjarni hafi með þessu ætlað sér að lyfta upp fylgi flokks síns, sem þá hafði mælst með 20,8 próstenta fylgi.

„Almennt er talið að Bjarni hafi með þessu verið að reyna að lyfta upp fylgi síns flokks, sem samkvæmt síðustu mælingu þá hafði mælst aðeins 20,8%. Bjarni hefur síðan gefið í og hert á stefnu flokksins. Hann sagði um áramótin að hælisleitendur kostuðu 16 milljarða, 20 milljarða í febrúar og 25 milljarða fyrir páska, fullyrti að stjórnleysi væri við landamærin og að íslenskar reglur soguðu hælisleitendur til landsins. Þetta sagði hann þrátt fyrir að hælisleitendur séu 56% færri í ár en á sama tíma í fyrra. Ekkert af þessu hefur virkað til að lyfta upp fylgi Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu mælingu Gallup mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,0%. Frá ræðunni á tröppunni hefur fylgi flokksins fallið úr 20,8% í 18,0%. Það jafngildir því að um sex þúsund manns hafi snúið baki við flokknum.“

Sósíalistaforinginn segir orðræða Bjarna hafi aftur á móti aukið fylgi Miðflokksins.

„Orðræða Bjarna hefur hins vegar aukið við fylgi Miðflokksins. Það er ekkert skrítið heldur voru þær afleiðingar þvert á móti fyrirsjáanlegar. Þegar eldri hægri flokkar taka upp útlendingaandúð nýja hægrisins þá stækkar nýja hægrið en gamla hægrið minnkar. Og frá ræðunni á tröppum Bessastaða hefur Miðflokkurinn vaxið úr 6,9% upp í 13,5% samkvæmt mælingum Gallup. Þetta jafngildir því að um 14 þúsund kjósendur hafi fært sig yfir á Miðflokkinn.“

Að lokum segir Gunnar Smári að ekki sé ólíklegt að Miðflokkurinn verði orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn innan tíðar.

„Í síðustu mælingu Gallup munaði bara um 9.500 kjósendum á Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Með áframhaldandi forystu Bjarna er alls ekki ólíklegt að Miðflokknum takist að vinna upp þetta bil. Munurinn var 30 þúsund fyrir ári en eru nú aðeins tæplega 10 þúsund.
Og fyrir ári var Samfylkingin 16 þúsund kjósendum fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn. Nú er munurinn orðinn 25.500.“

Páll hrakinn á brott

Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari.

Sá umdeildi kennari og bloggari, Páll Vilhjálmsson, er hættur sem kennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Það er smellukóngurinn og blaðamaðurinn, Jakob Bjarnar Grétarsson, sem upplýsir þetta á Vísi og ræðir við kennarann sem lætur vel af starfslokunum „Þetta var náttúrlega í samráði við skólameistarann. Ég veit ekki betur en að hann sé sáttur og ég er sáttur,“ segir Páll sem hefur á sér misjafnt orð vegna skrifa sem seint verða talin fylgja meginstraumi. Athyglisvert er að Páll hefur ekki sagt frá starfslokum sínum á bloggsíðu sinni.,

Páll hefur verið iðinn við að halda á lofti málefnum tengdum þjófnaði á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra og meintri byrlun þolandans. Páli hefur verið einkanlega hugleikinn þáttur starfsmanna Ríkisútvarpsins í þjófnaðinum og innbroti í símann sem talið er víst að hafi verið brotinn upp í höfuðstöðvum ríkismiðilsins.

Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur mátt þola mikla ágjöf vegna skrifa kennara síns. Sérstaklega á þetta við ágeng og jafnvel rætin skrif um málefni transfólks. Líklegt er að Kristinn hafi þrýst á um brotthvarf kennarans sem þar með hafi verið hrakinn úr starfi vegna skrifa sinna. Nú er komin á ró í Garðabæ …

Séra Lárus er látinn

Séra Lárus Þorvaldur Guðmundsson

Lárus Þorvaldur Guðmundsson, fyrrverandi prófastur í Holti í Önundarfirði og
sendiráðsprestur er látinn. Séra Lárus þjónaði Flateyringum og öðrum Önfirðingum frá árinu 1963 til 1988. Lárus fæddist á Ísafirði 16. maí 1933. Hann lést þann 4. júní
síðastliðinn, 91 árs að aldri.
Á námsárum sínum starfaði Lárus sem framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
Hann var vígður til prestsárið 1963 og skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Önundarfirði sama ár. Hann varð prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi árið 1978.

Lárus starfaði ötullega að æskulýðsmálum í héraði sínu. Hann rak um árabil sumarbúðir á Núpi í Dýrafirði og í Holti.
Lárus var skáti og stofnaði skátafélagið Framherja á Flateyri ásamt Emil Hjartarsyni, kennara og seinna skólastjóra, og fleirum. Hann var einn stofnenda útgerðarfélagsins Hjálms hf. á Flateyri.

Lárus var framsýnn og snöggur að tileinka sér nútímatækni. Hann átti bæði flugvél og bát og  notaði þau farartæki gjarnan í embættisstörfum sínum Í Holti.
Hann var mikill útivistarmaður og fór gjarnan á gönguskíðum um fjöll, dali og sjó til þess að komast til sinna starfa.Hann ferðaðist mikið og háaldraður gisti hann gjarnan í göngutjaldi og ástundaði hreyfingu. Barnabarn hans, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, minnist hans á Facebook.

„Hann var séntilmaður fram í fingurgóma, alltaf óaðfinnanlega klæddur í three-piece-suit fram undir það síðasta, prestur, sjómaður og ævintýramaður sem flaug flugvélum og sigldi hraðbátum á Vestfjörðum þar sem hann var þekktur undir nafninu Lalli sport,“ skrifar Þorvaldur Sigurbjörn.

Árið 1989 varð hann sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og var umsjónarmaður í Húsi Jóns Sigurðssonar. Lárus var sæmdur dannebrogsorðunni af Margréti Danadrottingu fyrir störf sín í þágu Íslendinga í Danmörku.
Eiginkona Lárusar var Sigurveig Georgsdóttir, fædd 1930 og dáin 2018. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Georg, Özur og Ragnheiði. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin fimm. Lárus hélt þreki fram undir það síðasta.

Útför Lárusar fer fram í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 28. júní kl. 13.

Kolólöglegur og dópaður ökumaður með þýfi í Kópavogi – Innbrotsþjófur í Breiðholti

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan í Kópavogi komst í feitt þegar hún stöðvaði ökumann  í akstri. Margvísleg brot komu á daginn. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, bifreiðin á röngum skráningarnúmerum og ætlað þýfi með í för. Ökumaður og farþegi voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Þeir munu vakna í fangaklefa á fallegum sumardegi og þurfa að svara til saka.

Í Kópavogi var einnig tilkynnt þjófnað úr verslun. Skýrsla var tekin af búðarþjófinum og honum síðan sleppt. Annar búðarþjófur var á ferð í austurborginni. Sá var staðinn að verki og lögregla kölluð til. Málið hans var afgreitt á vettvangi

Tilkynnt var um þjófnað úr heimahúsi í Breiðholti. Gerandi ókunnur og innbrotsþjófurinn gengur laus. Á sömu slóðum var líkamsáras tilkynnt til lögreglu. Meiðsli reyndust vera minniháttar.

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur vegna hótana. Hann tók engum sönsum og var vistaður í fangageymslu sökum ástands. Á sömu slóðum var framið innbrot og unnið skemmdarverk auk þjófnaðar. Skemmdarvargurinn gengur laus.

Ökumaður stöðvaður í almennu eftirliti í austurborginni. Við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn hafði ekki ökuréttindi. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Umferðaslys varð í Garðabæ. Minniháttar meiðsli urðu. Ökutækið var stórskemmt og fjarlægt af vettvangi kranabíl.

Hann var seinheppinn ökumaðurinn sem lögreglan stöðvaði. Í ljós kom að tryggingar höfðu ekki verið greiddar. Númerin voru klippt af bifreiðinni.

Heimili gjöreyðilagðist á Siglufirði – Hetja með gasgrímu bjargaði barni úr brennandi húsinu

Ólína, Kristján, tvö börn þeirra og ameríska hetjan.

Stórbruni varð á Siglufirði þegar sprenging varð þegar Ólína Kristjánsdóttir ætlaði sér að kveikja upp í eldavél með olíu.

Mikill mildi var að enginn skyldi farast í stórbruna í húsinu Brúarfoss á Siglufirði í marsmánuði 1943, þar sem Ólína Kristjánsdóttir bjó ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Kjartanssyni og átta börnum þeirra. Eldurinn kviknaði þegar Ólína ætlaði sé að kveikja í eldavél með steinolíu en úr varð sprenging. Læstist eldurinn í fötum hennar en eiginmaður hennar kom henni út og slökkvi eldinn í fötum hennar. Var þá kviknað í húsinu og tókst honum að bjarga tveimur af þremur börnum sínum sem inni í húsinu voru. Það var svo amerísk hetja sem bjargaði þriðja barninu en hann æddi inn í reykfyllt húsið með gasgrímu og kom barninu út. Eftir lífgunartilraunir sem stóðu yfir í langan tíma, vaknaði barnið loks og hlaut því þessi sanna saga farsælan endi.

Tíminn skrifaði um málð á sínum tíma:

Bruni á Siglufirði

Síðastliðinn mánudag brann húsið Brúarfoss á Siglufirði. Bjuggu i húsi þessu Kristján Kjartansson og kona hans, Ólína Kristjánsdóttir og átta börn þeirra. Eldurinn kom þannig upp, að Ólína var að kveikja með olíu í eldavél. Varð þá allt i einu mikil sprenging og læsti eldurinn sig um allt eldhúsið á svipstundu. Kristján var staddur á efri hæð hússins, þegar hann heyrði óp Ólínar, og hljóp þá strax niður. Tókst honum að slökkva eldinn í fötum hennar og koma henni út. Síðan fór hann að leita þriggja barna þeirra, sem voru upp á lofti. Fann hann fljótt tvö þeirra og kom þeim út, en það þriðja, tveggja ára gamla telpu, fann hann ekki. Urðu bæði hann og aðrir frá að hverfa, vegna reyks. Amerískur hermaður með gasgrímu réðst þá til inngöngu og fann hann telpuna, sem var næstum köfnuð af reyk. Loks tókst þó að lífga hana eftir alllangan tlma. Kristján og Ólína brenndust allmikið. Húsið og allt, sem í því var, gereyðilagðist. 

„Ungmennin sem eru hjá okkur í kvöld eru öll hvít og íslensk“

Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Óskar Steinn Ómarsson segir frá því að nú sé lokið hjá honum síðustu vaktinni „í ungmennahúsinu Hamrinum.“

Eins og Mannlíf hefur greint frá undanfarið er nú búið að leggja niður starfsemina í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði – og vill Óskar Steinn meina að fyrir þessari ákvörðun séu engin rök og að þessi gjörningur muni ekki leiða neitt gott af sér:

Óskar Steinn.

„Hér er hópur ungmenna að spila heimatilbúið borðspil. Hinsegin, kynsegin og alls konar vinir að hittast í öruggu rými og njóta samveru hvers annars,“ segir Óskar Steinn og bætir við:

Hamarinn.

„Ekkert liggur fyrir um hvert þau eiga að geta farið eftir niðurlagningu Hamarsins en það er alveg ljóst að opnun þeirra úrræða sem eiga að taka við okkar starfi mun dragast eitthvað fram á haustið.“

Óskar Steinn sendir bæjarstjóra Hafnarfjarðar – Rósu Guðbjartsdóttur og hennar slekti – kaldar kveðjur:

Ráðhús Hafnarfjarðar.

„Og af því það virðist skipta Rósu Guðbjartsdóttur og félaga hennar í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar máli, þá eru ungmennin sem eru hjá okkur í kvöld öll hvít og íslensk.“

 

Kristján missti allt í Hruninu: „Þegar maður vaknaði var allt farið“

Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján Berg er nokkuð hispurslaus á samfélagsmiðlunum og veigrar sér ekki við því að tjá hug sinn og hefur stundum verið gagnrýndur í kjölfarið.

Fortíð Fiskikóngsins hefur lengi verið á milli tannanna á fólki en árið 1996 var Kristján dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Færri vita að Fiskikóngurinn missti aleiguna í Hruninu 2008. Í nýjasta viðtali Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn, ræðir Kristján Berg á opinskáan hátt um fortíðina, deilur við fyrrum samstarfsfélaga sinn, Hrunið og fleira.

Árið 2006 flutti Kristján Berg ásamt eiginkonu sinni til Danmerkur þar sem hann vann í fiskbúð þar til hann opnaði verslun sem seldi heita potta þar í landi. Stuttu síðar stofnaði hann útibú á Íslandi og var mikið að fljúga á milli landanna, allt þar til eiginkonan sagði hingað og ekki lengra. Ákváðu þau því að selja reksturinn og flytja aftur heim til Íslands árið 2008.

„Þetta var í september 2008. Ég sem sagt flutti heim í september 2008 og tapaði aleigunni í Hruninu,“ segir Kristján Berg og heldur áfram: „Og þá var ekkert annað en að fara að vinna aftur.“ Fiskikóngurinn hafði farið eftir ráðum Íslandsbanka, þá Glitnis, og fjárfest í hlutabréfum sem svo hurfu í Hruninu.

Reynir: „Já, varstu innvinklaður í sjóð 9?“

Kristján Berg: „Já, ég var akkurat í sjóði 9.“

Reynir: „Ja hérna.“

Kristján Berg: „Já, þannig að ég tapaði öllu á einni nóttu. Bara þegar maður vaknaði var allt farið.“

Reynir: „Hvað tapaðirðu miklum peningi, viltu tala um það?“

Kristján Berg: „Nei, ég er nú ekkert að tala um það en það voru nokkur hundruð milljónir.“

Það sem varð hjónunum til happs var að þau áttu íbúð í Danmörku sem tvöfaldaðist í verði við hrun krónunnar. „Þannig að við gátum keypt okkur þak yfir höfuðið hér. En allt sem ég hafði unnið fram að þeim tíma, tapaði ég. Þá byrjaði ég bara aftur að vinna sem plötusnúður. Ég var að vinna sem plötusnúður fimmtudag, föstudag og laugardag alveg í sjö ár, með fiskbúðinni.“

Reynir: „Það er nú svolítið langt á milli þess að vera fisksali og svo plötusnúður.“

Kristján Berg: „Já en ég elska að vera DJ. Ég rek fyrirtæki í dag sem heitir dj.is.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Boða skyndimótmæli við Alþingi í kvöld: „Yfirlætislegar afsakanir stjórnvalda standast enga skoðun“

Alþingishúsið - ekki nota

Skyndimótmæli hafa verið boðuð fyrir utan Alþingi í kvöld, þegar Eldhúsdagsumræður fara fram innandyra.

Félagið Ísland-Palestína boðar til skyndimótmæla við Alþingishúsið klukkan 19:30 í kvöld en þá fara fram Eldhúsdagsumræður, sem marka þinglokum fyrir sumarfrí. Sendi félagið eftirfarandi fréttatilkynningu á fjölmiðla:

Í kvöld verða haldnar Eldhúsdagsumræður á Alþingi, þar sem þinginu eru að ljúka. Leyfum ekki stjórnmálafólkinu að fara í sumarfrí án þess að hafa tekið til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði.
Mætum með fána, skilti og læti og krefjumst þess að stjórnvöld grípi til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði!

Þrátt fyrir sögulega viðurkenningu Íslands á Palestínu árið 2011 hafa stjórnvöld brugðist þegar kemur að því að standa með mannréttindum.
Viðvarandi stækkun ísraelskra landnemabyggða, herkvíin á Gaza og stöðugar árásir ísraelska hersins og landræningja á saklausa palestínumenn er vandamál sem að íslensk stjórnvöld hafa meðvitað ákveðið að hunsa.

Ef íslensk stjórnvöld ætla að láta taka sig alvarlega þegar þau segjast standa með mannréttindum og alþjóðalögum, er það skýlaus krafa að Ísland beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Viðskiptaþvinganir eru öflugt tæki til að beita þrýstingi á ríki sem ítrekað brjóta alþjóðleg lög og mannréttindi. Skortur á refsiaðgerðum gegn Ísrael er hryllileg vanræksla í utanríkisstefnu landsins en refsiaðgerðir myndu ekki aðeins gefa til kynna skuldbindingu Íslands við réttlætið og framfylgni við alþjóðalög heldur einnig stuðla að víðtækari alþjóðlegri viðleitni til að draga Ísraela til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. Það skref er bæði nauðsynlegt og siðferðilegt. Með því að beita refsiaðgerðum myndi Ísland sýna að hún með palestínsku þjóðinni í samstöðu með baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Íslandi ber skylda til að bregðast við með afgerandi hætti, nýta áhrif sín til að efla mannréttindi og styðja málstað Palestínumanna.

Yfirlætislegar afsakanir íslenska stjórnvalda um ástæður þess að þau beiti ekki viðskiptaþvingunum standast enga skoðun og eru eingöngu settar fram til að afvegaleiða umræðuna. Ísland getur beitt refsiaðgerðum gegn Ísrael sé pólitískur vilji til. Slíkar aðgerðir eru siðferðisleg skylda allra landa sem vilja vera tekin alvarlega í mannréttindamálum.

 

Hestur gekk laus um götur Hafnarfjarðar – MYNDBAND

Hestur slapp nýverið laus í Hafnarfirði og sást hlaupa í átt að bílaumferð en myndskeið af atvikinu birtist á Instagram.

Á Instagram-síðu sem heitir „Íslenskt rugl“ má sjá fjöldan allan af myndskeiðum sem fólk hefur sent inn þar sem sjá má ýmislegt furðulegt og skemmtilegt. Myndband sem birtist þar í gær var kannski furðulegt en alls ekki skemmtilegt en þar sést hestur hlaupa í átt bílaumferð í Hafnarfirði en hann hafði augljóslega strokið frá heimahögum sínum. Ekki fylgdi upplýsingar myndskeiðinu, um afdrif hestarins en þar sem engar fréttir hafa borist af umferðaslysi sem hestur var viðriðinn má ætla að fákurinn hafi sloppið með skrekkinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið:

Hefur reynt í heilt ár að fá tíma hjá sérfræðingi: „Í stóra samhenginu er þetta tapað stríð“

Gunnar Smári Egilsson þarf að fá tíma hjá sérfræðingi ekkert gengur.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson hefur árangurslaust reynt að fá tíma hjá sérfræðingi í heilt ár. Segir hann í færslu á Facebook, að annað hvort sé heilbrigðiskerfið hrunið hér á landi eða að heilbrigðisráðherra hafi gefið út þá skipun að Gunnar Smári skuli aldrei fá tíma hjá sérfræðingi. Í færslunni segir hann að í öðrum löndum sé það metið sem „mikilvægur þáttur góðs samfélags að íbúað hafi aðgengi að heilbrigðisþjónust“ en að slíkt eigi ekki við á Íslandi.

Hér má sjá færsluna:

„Annað hvort er heilbrigðiskerfið hrunið eða Willum hefur sent út þá skipun að Gunnar Smári Egilsson skuli aldrei fá tíma hjá sérfræðingi. Ég hef nú beðið í eitt ár eftir tímum hjá þremur sérfræðingum en ekki enn fengið. En kannski á maður ekki að kvarta, maður deyr auðvitað á endanum. Í stóra samhenginu er þetta tapað stríð. Og það er ekkert víst að heimsókn til læknis lengi lífið eða bæti gæði þess. Í öðrum löndum er það samt metið sem mikilvægur þáttur góðs samfélags, að íbúar hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Svo er ekki hér.“

Uppfært:

Í fréttinni stóð að um væri að ræða sérfræðinga á Landspítalanum en svo er ekki, það leiðréttist því hér með.

Húsleit gerð í austurborginni í tengslum við rannsókn á Quang Lé – Þrír handteknir á staðnum

Davíð Viðarsson eða Quang Lé, áður eigandi Wok On og fjölda annarra félaga.

Húsleit var gerð í austurborg Reykjavíkur í síðustu viku í tengslum við rannsókn á meintum brotum Quang Lé, kærustu hans og bróður. Eru þau grunuð um mansal og peningaþvætti auk annarra brota.

Samkvæmt frétt RÚV gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leit í íbúð og tveimur bifreiðum og handtók þrjá einstaklinga en þau voru öll með víetnamskt ríkisfang. Eftir yfirheyrslu var þeim sleppt.

Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar staðfesti þetta við RÚV en hann segir lögregluna hafa aukreitis lagt hald á frekar gögn við húsleitina, sem staðfestu hefðu grun lögreglunnar, án þess að fara nánar út í það.

Um er að ræða mjög umfangsmikla rannsókn en stór partur af gögnunum og yfirheyrslunum eru á víetnömsku, sem þarfnast þýðinga og túlka, sem er tímafrekt. Miðar rannsóknin vel að sögn Gunnars en gögn í málinu leiddi lögreglu að íbúðinni í austurbænum í síðustu viku.

Þann 17. júní rennur gæsluvarðhald yfir Quang út en þann 18. júní rennur varðahaldið út yfir kærustu hans og bróður. Voru þau handtekin fyrir 15 vikum eftir að lögreglan réðist til aðgerða gegn viðskiptaveldi Quangs 5. mars en sú aðgerð var í undirbúningi í tvo mánuði.

Lögreglan hefur að sögn Gunnars Axels, ekki tekið ákvörðun um framhaldið en almennar reglur kveða á um að þegar sakborningur hefur verið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur, skuli lögregla eða saksóknari gefa út ákæru. Þó er hægt að fara fram yfir þann tíma við sérstakar aðstæður.

Gerard Butler er mættur til landsins

Skoski hjartaknúsarinn

Stórleikarinn Gerard Butler er kominn til landsins en tökur á spennumyndinni Greenland: Migration hófust í gær en Butler fer með aðalhlutverkið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fara tökur á kvikmyndinni fram næstu tvær vikunnar í nágrenni borgarinnar. Myndin  er framhald af kvikmyndinni hamfaramyndinni Greenland, sem kom út 2020.

Að sögn Morgunblaðsins verða tökurnar í einhverjum tilfellum ansi umfangsmiklar enda um svokallaða „aksjón“ mynd að ræða. Framleiðslufyrirtækið True North sér um framleiðslu kvikmyndarinnar hér á landi.

Meðal þekktustu kvikmynda hins skoska leikara má nefna 300, The Phantom of the Opera, Law Abiting Citizen og teiknimyndirnar How To Train Your Dragon.

Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Greenland:

Raddir