Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Húsleit gerð í austurborginni í tengslum við rannsókn á Quang Lé – Þrír handteknir á staðnum

Davíð Viðarsson eða Quang Lé, áður eigandi Wok On og fjölda annarra félaga.

Húsleit var gerð í austurborg Reykjavíkur í síðustu viku í tengslum við rannsókn á meintum brotum Quang Lé, kærustu hans og bróður. Eru þau grunuð um mansal og peningaþvætti auk annarra brota.

Samkvæmt frétt RÚV gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leit í íbúð og tveimur bifreiðum og handtók þrjá einstaklinga en þau voru öll með víetnamskt ríkisfang. Eftir yfirheyrslu var þeim sleppt.

Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar staðfesti þetta við RÚV en hann segir lögregluna hafa aukreitis lagt hald á frekar gögn við húsleitina, sem staðfestu hefðu grun lögreglunnar, án þess að fara nánar út í það.

Um er að ræða mjög umfangsmikla rannsókn en stór partur af gögnunum og yfirheyrslunum eru á víetnömsku, sem þarfnast þýðinga og túlka, sem er tímafrekt. Miðar rannsóknin vel að sögn Gunnars en gögn í málinu leiddi lögreglu að íbúðinni í austurbænum í síðustu viku.

Þann 17. júní rennur gæsluvarðhald yfir Quang út en þann 18. júní rennur varðahaldið út yfir kærustu hans og bróður. Voru þau handtekin fyrir 15 vikum eftir að lögreglan réðist til aðgerða gegn viðskiptaveldi Quangs 5. mars en sú aðgerð var í undirbúningi í tvo mánuði.

Lögreglan hefur að sögn Gunnars Axels, ekki tekið ákvörðun um framhaldið en almennar reglur kveða á um að þegar sakborningur hefur verið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur, skuli lögregla eða saksóknari gefa út ákæru. Þó er hægt að fara fram yfir þann tíma við sérstakar aðstæður.

Gerard Butler er mættur til landsins

Skoski hjartaknúsarinn

Stórleikarinn Gerard Butler er kominn til landsins en tökur á spennumyndinni Greenland: Migration hófust í gær en Butler fer með aðalhlutverkið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fara tökur á kvikmyndinni fram næstu tvær vikunnar í nágrenni borgarinnar. Myndin  er framhald af kvikmyndinni hamfaramyndinni Greenland, sem kom út 2020.

Að sögn Morgunblaðsins verða tökurnar í einhverjum tilfellum ansi umfangsmiklar enda um svokallaða „aksjón“ mynd að ræða. Framleiðslufyrirtækið True North sér um framleiðslu kvikmyndarinnar hér á landi.

Meðal þekktustu kvikmynda hins skoska leikara má nefna 300, The Phantom of the Opera, Law Abiting Citizen og teiknimyndirnar How To Train Your Dragon.

Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Greenland:

Harmleikur í Súðavík: Lífshættuleg stunguárás

Súðavík.
Seint í gærkvöld var karlmaður stunginn með hnífi í heimahúsi í Súðavík. Kallað var eftir aðstoð í gegum Neyðarlínuna. Lögregla og sjúkralið fóru þá þegar á vettvang.
Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár sem þurfti að meðhöndla frekar. Maðurinn er nú kominn úr lífshættu.
Árásarmaðurinn grunaði, ungur karlmaður, var handtekinn á staðnum og færður í fangelsi á Ísafirði. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum mun í dag leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða um að hann sæti gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Ellefu ára stúlka lést eftir að hafa verið send heim af bráðamóttöku: „Færði okkur svo mikla ást“

Ellefu ára stúlka í Warwick í Englandi, sem leitaði á sjúkrahús vegna mikilla innankvala fannst látin í rúmi sínu morgunin eftir. Hún hafði verið send heim af spítalanum og sagt að hún væri með hægðartregðu.

Foreldrar Annabel Greenhalgh krefjast nú svara eftir að skólastúlkan var útskrifuð af Warwick-sjúkrahúsinu þar sem læknar á bráðamóttökunni sögðu að hún væri með hægðatregðu. Morguninn eftir, þann 14. október 2022, fann faðir hennar Craig hana að því er virtist meðvitundalausa á heimili þeirra í Warwick og hringdi í neyðarlínuna. Þrátt fyrir tilraunir sjúkraliða til að endurlífga hana var Annabel úrskurðuð látin á vettvangi.

Hin ástkæra dóttir hjónanna upplifði mikla kviðverki frá 2017 til 2021, sem krafðist sjúkrahúsmeðferðar í nokkur skipti. Rannsókn á dauða Annabel hefst föstudaginn 14. júní í Coventry Coroners’ Court.

Hryggbrotnir foreldrar hennar, Craig og Josie sögðu að þau hafi verið skilin eftir með „gapandi gat“ í lífi sínu. Josie, 45 ára, sagði: „Annabel var ótrúlegt barn og var elskuð af öllum sem kynntust henni. Hún var blíð, einstaklega skörp, skapandi, skemmtileg og alltaf samþykkt af öllum.

„Hún elskaði tónlistina sína algjörlega, tískuna sína, listina sína, vini sína og ástkæra köttinn sinn Reuben. Hún var okkar mesta gjöf og færði okkur svo mikla ást, gleði og hamingju í líf okkar. Síðan við misstum hana hefur stór hluti af okkar dögum verið fylltur af vanlíðan, tómleika og sorg.“

Hin ellefu ára Annabel hóf nýlega nám í Alcester Grammar-skólanum og var sögð „mjög elskuð“ af kennurum og nemendum. Foreldrar hennar vonast til að rannsóknin á dauða hennar muni gefa upplýsingar um meðferð hennar áður en hún lést. Craig sagði: „Þegar okkur var sagt að við gætum tekið Annabel heim af sjúkrahúsinu, treystum við því að það væri ekkert alvarlegt í gangi.“

„Að vakna morguninn eftir og komast að því að hún svarari ekki var alveg hrikalegt og eitthvað sem við eigum enn erfitt með að skilja. Á hverjum degi síðan þá höfum við velt því fyrir okkur hvort meira hefði verið hægt að gera til að bjarga litlu stelpunni okkar. Hún var okkar eina barn og enn er svo mörgum spurningum ósvarað um hvað kom fyrir hana. Við vitum að það verður ótrúlega erfitt að heyra allt aftur í rannsókninni, en það er eitthvað sem við þurfum að gera til að heiðra dóttur okkar og fá svörin sem við höfum leitað í meira en 18 mánuði.“

Bætti hann við:

„Frá því að við misstum Annabel hefur verið gapandi gat í lífi okkar og við myndum ekki óska ​​neinum þess sem við höfum þjáðst. Hún var nýbyrjuð á miðstigi og átti allt lífið framundan. Orð geta ekki lýst því hversu mikið við söknum hennar.“

Craig og Josie hafa síðan verið í sambandi við lögfræðinga hjá Irwin Mitchell til að rannsaka harmleikinn frekar. Lögfræðingur fjölskyldunnar, Emma Rush, sagði: „Josie og Craig eru skiljanlega niðurbrotin yfir að missa litlu stúlkuna sína svo skyndilega og á hörmulegan hátt. Þau eru enn með fjölda spurninga um það hvað hafi komið fyrir hana. Þó ekkert geti endurlífgað Annabel, þá er rannsóknin stór áfangi í því að geta veitt fjölskyldu hennar þau svör sem þau eiga skilið. Ef í ljós kemur að mistök hafi verið gerð í læknismeðferðinni á henni á meðan á rannsókn stendur er mikilvægt að draga lærdóm af því til að bæta öryggi sjúklinga.“

Mirror sagði frá harmleiknum.

Hálft ár liðið síðan Ahmed missti fjölskylduna í árás Ísraelshers: „Hjarta mitt grætur blóði“

Ahmad Al-Mamlouk

Palestínumaðurinn Ahmed Al-Mamlouk, sem dvelur eins og er á Íslandi, minnist barnanna sinna fjögurra og eiginkonu, sem öll voru drepin í árás Ísraelshers á Gaza fyrir hálfu ári.

Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“

Ahmed, sem Mannlíf tók einlægt viðtal við í byrjun árs, skrifaði fallega færslu á dögunum en þá voru liðin akkurat sex mánuðir frá því að hann missti alla fjölskyldu sína á einu bretti þegar Ísraelsher sprengi upp heimilið sem þau dvöldu á. Þau voru: eiginkonan Asmae, Alaa, 14 ára sonur hans, Mohamad, 12 ára sonur hans, Yeaha, 10 ára sonur hans og einkadóttir hans, hin níu ára Nadia ásamt bróður Asmae, hið fræga skáld og fræðimaður, Refaat Alareer auk annars bróður hennar, . Ahmed kom hingað til lands eftir hættulega för um Evrópu, í leit að betra lífi fyrir nokkrum árum. Ferðalagið var dýrt en ætlun hans var að fá dvalarleyfi hér á landi og vinna fyrir farmiðum til handa fjölskyldunni. Sonur hans, Mohamad hafði dreymt um að spila fótbolta á Íslandi.

Rústir heimilisins.

Hér má sjá færslu Ahmeds, sem bíður þess að vera rekinn af landi brott, brotinn og einn.

„Í dag er liðið hálft ár frá glæpinum, þjóðarmorðinu, og viðbjóðslegu árásinni sem varð til þess að ég missti eiginkonu mína og fjögur börn okkar. Þetta sturlaða stríð hefur tekið ávexti hjarta míns og og sálina úr sálinni minni, sem voru konan mín og börnin. Hjarta mitt stynur af söknuði og grætur blóði, en ást ykkar hefur ekki yfirgefið mig. Ég man allar stundirnar sem ég var með ykkur og talaði við ykkur. Ég vildi að ég gæti opnað hjarta mitt og sett ykkur þar inn, en ég er miður mín yfir að hafa ekki getað verndað ykkur frá stríðinu og þjóðarmorðinu, en Guð valdi ykkur auk tveggja vina og píslavætta. Megi Guð miskunna ykkur öllum og öllum píslarvottum.“

Með minningarorðunum birti Ahmed ljósmyndir af börnunum, sem sjá má hér að neðan.

Þyrla Gæslunnar sótti veikan einstakling austur á Hérað: „Sjúkraflugið komst ekki vegna þoku“

Þyrla Landhelgisgæslunnar Ljósmynd: lhg.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til Egilsstaða í morgun og flutti veikan einstakling á spítala.

Íbúum á Héraði fyrir austan brá nokkuð í morgun þegar sjúkrabíll í lögreglufylgd keyrði í ofvæni á Egilsstaðaflugvöll, þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar beið. Reyndist vera um veikan einstakling að ræða sem þurfti á bráðri hjálp að halda á sjúkrahúsi. Vegna þoku hafði sjúkraflugvélin ekki komist í loftið og var því kallað eftir þyrlu Gæslunnar.

„Við fengum útkall snemma í morgun austur vegna veikinda,“ segir Viggó Sigurðsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Mannlíf. „Við sendum þyrluna vegna þess að sjúkraflugið komst ekki vegna þoku á svæðinu.“

Að sögn Viggós er Landhelgisgæslan ávalt sjúkraflugi innan handar, komist flugvélar einhverra hluta vegna ekki í loftið til að sinna sjúklingum.

Verðgáttin lögð niður fyrir fullt og allt: „Fyrst þau eru hætt þessu þá þurfum við að loka síðunni“

Verðgáttin verður lokað

Eins og Mannlíf greindi frá þá hefur Verðgáttin verið óvirk um nokkurt skeið og óskaði eftir upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunar, sem sér um Verðgáttina, um ástæður þess en RSV var stofnað árið 2004 og að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst.

Í svari frá Magnúsi Sigurbjörnssyni, forstöðumanni RSV, sagðist hann hins vegar vera hættur sem forstöðumaður og hafði Mannlíf þá samband við Maríu Magnúsdóttur, stjórnarformann RSV, til að spyrja hana út í málið.

„Varðandi Verðgáttina þá var þetta samningur sem við áttum við [innskot blaðamanns: viðskipta]ráðuneytið sem var gerður árið 2023 og við ákváðum að halda þessu opnu meðan aðilar voru að senda inn gögn,“ en að sögn Maríu var um tilraunaverkefni að ræða sem í raun lauk í lok árs 2023. „En svo sáum svo sem ekki tilgang í að loka síðunni af því að búðirnar voru að senda inn gögn. En síðan um mánaðarmótin þá stoppar ein búðin að senda inn gögn en þessi samningur var útrunninn og þá getum við í rauninni ekki birt fyrir hina. Þannig að fyrst þau eru hætt þessu þá þurfum við að loka síðunni. En það er náttúrulega þetta Prís-app sem ASÍ kom með, það í raun hefur þetta hlutverk í dag,“ en Prís-app ASÍ var kynnt til leiks í desember á síðasta ári og er það styrk af íslenskum stjórnvöldum.

„Mér þykir það góð lausn, þar geta neytendur líka sjálfir vaktað og sett inn vörur með strikamerkjakóðanum.“

Ekki misheppnað tilraunarverkefni

„Alls ekki, alls ekki,“ sagði María þegar hún var spurð hvort Verðgáttarverkefnið hafi misheppnast. „Ég held að þetta hafi verið frábær byrjun í þessari vegferð og ASÍ tekur þetta síðan á næsta stig. Þetta gekk vel og við erum þakklát þeim búðum sem sendu gögn inn og voru með okkur í þessu.“

Leit að nýjum forstöðumanni RSV stendur nú yfir og aðstoðar Magnús stjórnina á meðan þeirri leit stendur yfir.

„Hann er að aðstoða okkur við það að fá nýjan mann inn og við þurfum að halda þessu áfram gangandi. Hann er að aðstoða við það þó hann sé í sjálfu sér ekki að mæta á skrifstofuna. Þannig að hann er með aðganginn að tölvupóstinum sínum ennþá. Við erum að vinna þetta með honum og hann er að vinna þetta með okkur. Við erum honum rosalega þakklát.“

Engar hvalveiðar og allir fúlir

Kristján Loftsson

Hvalveiðar verða ekki í sumar, ef marka má yfirlýsingar Kristjáns Loftssonar, aðaleiganda Hvals, hf. í framhaldi þess að Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen leyfði hvalveiðar í ár eftir langt þóf og með ströngum skilyrðum.  „Ég sé ekki fyr­ir mér að orðið geti af hval­veiðum í sum­ar, enda er tím­inn á milli vertíða notaður til und­ir­bún­ings veiða næsta árs. Flest fólk skil­ur þetta, en ekki þess­ir ráðherr­ar Vinstri grænna,“ seg­ir Kristján við Moggann. Veiðarnar hefðu samkvæmt venju hafist í byrjun júní en talsvert er liðið á mánuðinn þegar leyfið var gefið.

Sú ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar hefur fallið í grýtta jörð hjá bæði þeim sem vilja banna hvalveiðar og þeirra sem heimila veiðarnar.

Hefnd Björns Vals

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Vinstri-Grænna, dregur ekkert af sér í gagnrýni á forystu flokks síns vegna fylgishrunsins sem blasir við. Björn segir Guðmund Inga Guðbrandsson, leiðtoga VG, vera ófæran um að bjarga flokknum úr ógöngunum. Þetta kom fram í Silfri Egils þar sem hann fór mikinn. „Hann er ekki formaður eða leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja,“ segir Björn Valur um Guðmund Inga.

Björn Valur hefur undanfarin ár verið í einskonar pólitískri útlegð úti í ballarhafi. Hann starfar við góðan orðstýr sem skipstjóri hjá Samherja. Hann og Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG, voru mikilir bandamenn og sneru gjarnan bökum saman á hinum pólitíska vígvelli. Við menningarbyltingu Katrínar Jakobsdóttur og yfirvofandi fall Steingríms af stalli formanns hrökklaðist Björn Valur út úr pólitík. Má segja að valdablokk Katrínar hafi fleygt honum fyrir borð. Nú er um það hvíslað að Björn Valur dragi ekkert af sér í því að hefna ófaranna sem rakin eru til Katrínarmanna og hyggi jafnvel á endurkomu …

Barn reyndi að brjótast inn í skóla – Drukknir ökumenn í Kópavogi og skemmdarvargur í Hafnarfirði

Helstu verkefni lögfreglu undanfarinn sólarhring snúa að innbrotun. Krakki var gripinn vipð að brjótast inn í skóla ói austurborginni. Barnið reyndi að komast innum glugga en var gripið af lögreglu áður en innbrotið var fullframið. Lögreglan ók barninu til síns heima. Óljóst er hver tilgangu krakkans var en skólahaldi er lokið vegna sumarleyfa.

Á öðrum tíma og stað var lögreglu tilkynnt um rúðubrot. Reyndist vera um að ræða minniháttar skemmdarverk, rúðubrot. Skemmdarvargurinn fannst ekki.

Minniháttar líkamsárás átti sér stað í Háaleitishverfi. Lögreglan afgreiddi málið á vettvangi.

Betur fór en á horfðist þegar reiðhjólaslys varð í Hafnarfirði. Meiðsli reyndust vera óveruleg iog ekki talin þörf á flutning á slysadeild. Á sömu slóðum var tlkynnt um þjófnað úr verslun og minniháttar skemmdarverk. Málið var afgreitt á vettvangi

Hópbifreið varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í Hafnarfirði. Ekki hefur verið upplýst um það hver gferandinn er.

Ökumaður stöðvaður í akstri í Kópavogi., grunaður um ölvun við akstur. Blóð var dregið úr manninum og hann síðan látinn laus út í sumarnóttina. Annar stútur var gripinn á sömu slóðum og fékk svipaða meðferð. Báðir munu missa ökuskýrteini sína og greiða himinháar sektir ef blóðsýni sanna sök þeirra.

Á enn öðrum stað í Kópavogi var fram líkamsárás. Fórnarlamb árásinnar meiddist lítillega. Vitað er hver árásarmaðurinn er.

Guðlaugur brjálaður út í borgina vegna rottugangs: „Skilja okkur eftir í þessum viðbjóði“

Hlíðarhverfi í Reykjavík - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Zairon

Það er óhætt að segja að Guðlaugur Lárusson íbúi í Hlíðahverfi hafi verið mjög ósáttur með rottugang í hverfinu árið 1990.

„Ég lá í sólbaði á grasflötinni við hús í síðustu viku og vissi fyrr en rotta kom labbandi að mér í mestu rólegheitum. Mér brá illa en kvikindið virtist ekki hrætt fyrir fimmaura. Það er orðið mikið um rottur hér í kring og í húsinu er þetta orðið svo slæmt að konurnar þora ekki í þvottahúsið þora ekki í þvottahúsið og því síður að láta börn sofa úti í vögnum. Þessi fénaður er viðbjóðslegur og á ekki að sjást í nokkurri borg þar sem yfirvöld hafa snefil af sómatilfinningu,“ sagði Guðlaugur við DV um málið árið 1990 en að sögn hans var hann nýbúinn að hirða dauða rottu úr þvottahúsinu.

Blaðamaður DV spurði þá Guðlaug hvort ekki væri eitrað fyrir rottum.

„Það virðist ekki vera. Ég hringdi í borgina og í fyrstu var mér bent á að laga einhverja rennu við húsið. Ég lét mér ekki að segjast og um síðir kom maður loksins til að eitra. Það var þó eins og að hann hefði varla tíma til að standa í þessu,“ en þessi rottugangur var alveg nýr fyrir Guðlaugi en hann hafði búið í 15 ára á Snorrabraut og vissulega séð rottu einstaka sinnum en aldrei neitt í líkingu við þetta. Guðlaugur sagði þetta væri borgaryfirvöldum að kenna.

„Það er greinilegt að peningar eru lagðir í aðrar framkvæmdir en að uppræta þennan viðbjóðslega fénað. Rotturnar koma úr holræsunum og hitaveitustokkunum og þetta eru engin smákvikindi. Þessir háu herrar hjá borginni virðast flytja í nýju hverfin og skilja okkur eftir í þessum viðbjóði. Það líður að því að kvikindin fara að ganga yfir mann hérna. Íbúarnir eru langþreyttir á þessu. Í smáplássum úti á landi eru farnar herferðir gegn rottum en hér í höfuðborginni virðast rotturnar sums staðar komast upp með að fara í herferð gegn íbúum.“

Anna kærði hundaeigendur til MAST: „Vesalings hundurinn var enn í búrinu í steikjandi sól“

Umræddur hundur. Ljósmynd: Facebook

Áhyggjufull kona kærði hundaeiganda til Matvælastofnunar eftir að hafa séð hundinn í steikjandi hita í litlu búri án vatns og ekki í fyrsta skipti.

Anna nokkur birti í gær ljósmynd af hundi í pínulitlu búri úti við, í Facebook-hópnum Hundasamfélagið. Var hún að biðja um ráð því hún var ekki viss hvað hún ætti að gera. Hún hafði áður rætt við eigendur hundsins um að skilja hundinn ekki eftir umsjárlausan í litlu búri án aðgangs að vatni og höfðu þeir hlustað. Í gær, þremur vikur síðar, sá hún hundinn hins vegar aftur kominn í litla búrið en í gær var mikill hiti á höfuðborgarsvæðinu en hundurinn ku vera í Garðabænum.

Eftirfarandi færslu skrifaði hún:

„Heil og sæl dýravinir. Ég hef áður sagt frá þessari séffertik sem er vistuð í litlu búri út á bílaplani eigenda. Ég var búin að tala við eigendur um að ekki skilja hundinn eftir umsjárslausan í litlu búri án vatns og skugga fyrir sólinni. Í nokkrar vikur virtist allt vera komið í lag. Í dag kom ég snemma heim eða um 3 og keyri framhjá tíkinni inn í búri í steikjandi sól án vatns eða skugga. Ég varð fokreið. Ég kom aftur kl 5 og þá var vesalings hundurinn enn í búrinu í steikjandi sól. Korteri seinna keyrði ég að húsinu en þá var búið að taka tíkina. Það hafði sem sagt ekki varanleg áhrif að skammast á meðferð á hundinum. Nú dettur mér í hug að kæra þau til MAST. Er einhver hér með betri tillögu?“

Færslan vakti gríðarlega athygli en fjölmargir skrifuðu athugasemdir við hana og voru á einu máli, hún ætti að kæra málið til MAST. Sem hún og gerði.

„MAST hringdi í mig. Þau ætla að taka á þessu strax,“ skrifaði Anna og samglöddust henni margir.

Kristján Berg opnar sig um fangelsisvistina: „Ég þreif þar oft blóð af veggjum“

Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján Berg er nokkuð hispurslaus á samfélagsmiðlunum og veigrar sér ekki við því að tjá hug sinn og hefur stundum verið gagnrýndur í kjölfarið.

Fortíð Fiskikóngsins hefur lengi verið á milli tannanna á fólki en árið 1996 var Kristján dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Færri vita að Fiskikóngurinn missti aleiguna í Hruninu 2008. Í nýjasta viðtali Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn, ræðir Kristján Berg á opinskáan hátt um fortíðina, deilur við fyrrum samstarfsfélaga sinn, Hrunið og fleira.

Reynir spyr Kristján Berg hvernig hann hafi tekist á við fangelsisvistina, eftir að hann hlaut dóm fyrir fíkniefnainnflutning og sölu árið 1997 en hann sat inni í ár.

Kristján Berg segir það að vera ekki í neyslu, hafi hjálpað sér að komast í gegnum þá erfiðleika þegar hann sat inni fyrir fíkniefnainnflutning og sölu á alsælutöflum. „Númer eitt, tvö og þrjú, að vera ekki í neyslu. Ég skráði mig strax í skóla og kláraði þar stúdentinn. Ég tók að mér að skúra allt fangelsið. Ég þreif þar oft blóð af veggjum, þegar menn voru að mótmæla og skáru sig á púls og skrifuðu á alla veggina. Það var dauðsfall þarna inni,“ sagði Kristján um það sem hann hafðist við á meðan hann tók út fangelsisdóm sinn. Og hélt áfram: „Ég æfði rosalega vel, lyftingar og það var spilaður fótbolti úti. Og ég fékk mikið af heimsóknum. Þannig að það var eiginlega bara hjá mér að hafa sem mest að gera og reyna að kynnast strákunum og læra af þeim. Það var oft rosalega gaman að tala við þá, sögurnar af því rugli sem var búið að gerast. Það er stórkostlegt að hafa fengið tækifæri á að tala við alla þessa stráka. Og spila fótbolta með þeim. Það var alveg geggjað. Og svo komu lögfræðingarnir og við spiluðum við þá og svo komu löggurnar og við spiluðum við þá. Þessi tími var bara lærdómsríkur en erfiður.“

Aðspurður segir Kristján Berg hafa verið með 175 krónur á tímann fyrir að þrífa fangelsið. „En tímakaupið skipti ekki máli. Ég reyndi að vera sem minnst inni í klefa. Ég blandaði geði við alla fangaverðina en ég held ég sé búinn að selja fimm eða sex fangavörðum pott,“ sagði Kristján og skellti upp úr. „Og það versla margir við mig fisk og ég ber þeim bara góða söguna.“

Reynir spyr hvort það hafi aldrei verið erfitt fyrir Fiskikónginn að ræða um fangelsisdóminn.

„Nei, ef maður hugsar þetta smá rökrétt þá sko. Þú ert að fara til sálfræðings. Ég fer til sálfræðings einu sinni í mánuði, hef alltaf gert það. Hvað ertu að gera hjá sálfræðingi? Þú ert að segja eitthvað sem þér líður illa með. Eitthvað sem liggur þér á brjósti. Ef það er verið að spyrja þig að einhverju, eins og þú ert að gera núna, þá er besta sálfræðimeðferðin að tala. Og losa um þetta frá sjálfum þér. Og það hef ég sagt, ef einhver vill tala við mig, spyrja mig hvernig þetta var, var þetta svona eða hinsegin? Þá er ég tilbúinn að setja niður og tala og skýra mín mál. Gróusögurnar eru kannski verstar. En ég er búinn að ýta þeim alveg frá mér.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Ökumaður fólksbifreiðarinnar var Íslendingur á þrítugsaldri

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á sunnudagskvöld, var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri.

Samkvæmt frétt mbl.is var maðurinn fæddur 1999 og búsettur á Íslandi.

Fólksbifreið sem maðurinn ók í norður, skall framan á jeppa sem ekið var til suðurs. Lést ökumaður fólksbifreiðarinnar en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumann og farþega jeppans á Landspítalann til aðhlynningar.

Um er að ræða ellefta banaslysið í umferðinni þar sem af er ári en samkvæmt Jóni Ólafssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Vesturlandi er verið að rannsaka tildrög slyssins.

 

Líkur á öðru gosi aukast – Landris hafið að nýju á Reykjanesskaga

Eldgos við Grindavík - Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þetta sýna mælingar Veðurstofunnar en landsig sem mældist fyrstu dagana eftir nýjasta gosið, er lokið.

Ekki er hægt að segja hversu hratt landrisið er, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar en búast má við að innflæði kviku í kvikusöfnunarsvæðið sé meira en útstreymi úr gígnum. Bendir þetta til þess að annað gos sé yfirvofandi en það staðfesti Benedikt Ófeigsson, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við Vísi.

Í frétt RÚV um málið kemur fram að eldgosið hafi haldist stöðugt frá því að það hófst fyrir 13 dögum en áfram gís úr einum gíg. Mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur mælsta síðastliðna viku.

Hraunið heldur áfram að renna í hægagangi til norðvesturs en um helgina rann í þriðja skipti hran yfir Grindavíkurveg. Þá safnast hraun áfram í hrauntjörn suðaustan við Sýlingarfell en tjörnin gæti tæmt sig að nýju og valdið þannig öðru áhlaupi næstu daga.

Píratar leggja fram frumvarp um hvalveiðibann: „Sorglegt er það samt“

Andrés Ingi Jónsson hvetur Alþingi til þess að bregðast við ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar, með því að samþykkja frumvarp Pírata um bann við veiðunum.

Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og núverandi þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson segir í Facebook-fæslu að þó að hvalveiðileyfið hafi legið í loftinu, væri það þó sorglegt „Hvern hefði grunað að ríkisstjórn sem Vinstri græn stofnuðu skyldi verða sú ríkisstjórn Íslandssögunnar sem oftast hefur leyft hvalveiðar?“ Þá hvertur Andrés Ingi Alþingi til þess að samþykkja frumvarp Pírata um bann við hvalveiðum.

Hér er færslan í heild sinni:

„Það hefur í sjálfu sér legið fyrir allt síðasta árið að ríkisstjórnin myndi ekki banna hvalveiðar. Sorglegt er það samt. Hvern hefði grunað að ríkisstjórn sem Vinstri græn stofnuðu skyldi verða sú ríkisstjórn Íslandssögunnar sem oftast hefur leyft hvalveiðar?

Núna verður Alþingi að bregðast við og samþykkja frumvarp Pírata um bann við hvalveiðum.“

Dýraverndarsamband Íslands harmar ákvörðun Bjarkeyjar: „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“

Hvalur

Dýraverndarsamband Íslands lýsir vonbrigðum með ákvörðun Bjarkeyjar Olsen, matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar í sumar.

Rétt í þessu sendi Dýraverndarsamband Íslands frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar í sumar. Ítrekar sambandið kröfu sína um að lög um hvalveiðar verði afnumin eða þeim breytt. Segir í yfirlýsingunni að hvalveiðar séu „algjör tímaskekkja í nútímasamfélagi enda eru veiðar á stórhvölum aðeins stundaðar í einu ríki í heiminum og það af einu fyrirtæki sem heitir Hvalur hf.“

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) harmar og lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar í sumar. Ráðherra kynnti ríkisstjórn ákvörðun sína í morgun að heimila veiðar á samtals 128 langreyðum og er leyfið veitt til eins árs. Ráðherra segist bundinn af lögum um hvalveiðar sem eru frá árinu 1949 og hendur hennar séu því bundnar. 

DÍS ítrekar þá áður fram komnu kröfu sambandsins að hin löngu úreltu lög um hvalveiðar verði afnumin eða þeim breytt verulega til nútímahorfs hið allra fyrsta. Fyrir liggur afstaða Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að veiðarnar séu ýmist ekki í anda laga um dýravelferð né að unnt sé að veiða stórhvali þannig að ákvæði laga um dýravelferð séu yfirleitt uppfyllt. 

Hvalveiðar eru algjör tímaskekkja í nútímasamfélagi enda eru veiðar á stórhvölum aðeins stundaðar í einu ríki í heiminum og það af einu fyrirtæki sem heitir Hvalur hf. Þótt það sé í sjálfu sér jákvæð breyting að ekki sé veitt leyfi lengur en til eins árs í stað fimm áður og að veiðikvótinn sé minnkaður umtalsvert þá er þetta engu að síður svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi. 

Dýraverndarsamband Íslands skorar á stjórnvöld og Alþingi að ganga nú án tafar í það nauðsynlega verkefni að afnema eða breyta í grundvallaratriðum lögum um hvalveiðar þannig að þessar ómannúðlegu veiðar heyri sögunni til hið allra fyrsta. 

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands

Mannveira í Mosfellsbæ

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Það verður sannkölluð veisla í Mosfellsbæ 3. – 6. júlí næstkomandi en þá verður svartmálmshátíðin Ascension haldin en hún var fyrst haldin árið 2019.

Margar íslenskar hljómsveitir koma fram á hátíðinni sem fer fram í Hlégarði og er meðal annars hægt að nefna sveitirnar Mannveira, Naðra, Misþyrming og Kælan Mikla. Þá munu Drowned, Afsky, Kollaps og Mortuus einnig heiðra Íslendinga og aðra gesti með nærveru sinni. Hægt er að kaupa miða sem gildir á alla hátíðina á 12.450 krónur.

No photo description available.

Antonio Guterres: „Hraði og umfang blóðbaðs á Gaza er umfram allt sem ég hef séð sem aðalritari“

Antonio Guterres, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna segist aldrei hafa séð jafn mikið blóðbað á svo skömmum tíma, frá því að hann hóf störf sem aðalritari SÞ.

Í Jórdaníu stendur nú yfir ráðstefna vegna ástandsins á Gaza, í Palestínu en fyrir stuttu steig Antonio Guterres í pontu. „Hraði og umfang blóðbaðs og manndráps á Gaza er umfram allt sem ég hef séð á árum mínum sem aðalritari,“ er meðal þess sem hann segir.

Guterres bætir við að minnsta kosti 1,7 milljón manna, 75 prósent af íbúum Gaza, hafi ítrekað þurft að flýja árásir Ísraelshers.

„Hvergi er öruggt að vera, aðstæður eru ömurlegar, lýðheilsuástand er komið yfir kreppustig. Sjúkrahús Gaza liggja í rúst, sjúkrabirgðir og eldsneyti eru af skornum skammti eða ekki til,“ sagði hann.

„Meira en ein milljón Palestínumanna á Gaza hefur ekki nóg drykkjarvatn og stendur frammi fyrir örvæntingarfullu hungri. Yfir 50.000 börn þurfa meðferð við bráðri vannæringu.“

Bætir hann við: „Eina leiðin fram á við er í gegnum pólitíska lausn sem opnar leið til viðvarandi friðar sem byggir á tveimur ríkjum – Palestínu og Ísrael, sem búa hlið við hlið í friði og öryggi … með Jerúsalem sem höfuðborg beggja ríkjanna“.

„Við skulum halda áfram að vinna að því um leið og við vinnum að því að svara ákalli dagsins til aðgerða fyrir Palestínumenn á Gaza , sem eru í svo mikilli og tafarlausri þörf fyrir hjálp,“ sagði hann.

Fjörutíu Palestínumenn voru drepnir í nótt og 120 særðir, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza og þá tala drepinna komin upp í 37,164, fyrir utan þá tugi þúsunda sem týnd eru undir rústum bygginga. Þá hafa að minnsta kosti 15 þúsund börn verið drepin í árásum Ísraela.

Bjarkey leyfir hvalveiðar: „Ég verð engu að síður að fara eftir lögum“

Mynd: Alþingi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Tilkynnti hún þetta rétt í þessu en RÚV sagði frá.

Beðið hafði verið eftir ákvörðun Bjarkeyja með óþreyju en í dag tilkynnti hún að Hval hf. skyldi hljóta veiðileyfi til veiða á langreiðum. Gildir leyfið fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar en það gera samtals 128 langreyðar.

Samkvæmt vef Stjórnarráðsins segir að ákvörðun um veiðimagn rúmist innan marka ráðgjafa Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af vargætnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Bjarkey sagði niðurstöðuna um heimildina ekki vera ákvörðun sem samræmist hennar skoðunum eða skoðunum Vinstri grænna.

„Ég verð engu að síður að fara eftir lögum og reglum og þetta er mín niðurstaða núna,“ segir Bjarkey.

Reglugerðin er eins og hún var í fyrra eftir að hún var þrengd af fyrrverandi matvælaráðherra, að sögn Bjarkeyjar. Skilyrðin eru að öðru leyti ekki þrengri en þá.

Matvælastofnun kom með ábendingu um að enn frekari þrengingar skilyrðanna en Bjarkey segir það vera til skoðunar hjá matvælaráðuneytingu, en að það hafi í sjálfu sér ekki áhrif á útgáfu leyfisins.

Húsleit gerð í austurborginni í tengslum við rannsókn á Quang Lé – Þrír handteknir á staðnum

Davíð Viðarsson eða Quang Lé, áður eigandi Wok On og fjölda annarra félaga.

Húsleit var gerð í austurborg Reykjavíkur í síðustu viku í tengslum við rannsókn á meintum brotum Quang Lé, kærustu hans og bróður. Eru þau grunuð um mansal og peningaþvætti auk annarra brota.

Samkvæmt frétt RÚV gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leit í íbúð og tveimur bifreiðum og handtók þrjá einstaklinga en þau voru öll með víetnamskt ríkisfang. Eftir yfirheyrslu var þeim sleppt.

Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar staðfesti þetta við RÚV en hann segir lögregluna hafa aukreitis lagt hald á frekar gögn við húsleitina, sem staðfestu hefðu grun lögreglunnar, án þess að fara nánar út í það.

Um er að ræða mjög umfangsmikla rannsókn en stór partur af gögnunum og yfirheyrslunum eru á víetnömsku, sem þarfnast þýðinga og túlka, sem er tímafrekt. Miðar rannsóknin vel að sögn Gunnars en gögn í málinu leiddi lögreglu að íbúðinni í austurbænum í síðustu viku.

Þann 17. júní rennur gæsluvarðhald yfir Quang út en þann 18. júní rennur varðahaldið út yfir kærustu hans og bróður. Voru þau handtekin fyrir 15 vikum eftir að lögreglan réðist til aðgerða gegn viðskiptaveldi Quangs 5. mars en sú aðgerð var í undirbúningi í tvo mánuði.

Lögreglan hefur að sögn Gunnars Axels, ekki tekið ákvörðun um framhaldið en almennar reglur kveða á um að þegar sakborningur hefur verið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur, skuli lögregla eða saksóknari gefa út ákæru. Þó er hægt að fara fram yfir þann tíma við sérstakar aðstæður.

Gerard Butler er mættur til landsins

Skoski hjartaknúsarinn

Stórleikarinn Gerard Butler er kominn til landsins en tökur á spennumyndinni Greenland: Migration hófust í gær en Butler fer með aðalhlutverkið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fara tökur á kvikmyndinni fram næstu tvær vikunnar í nágrenni borgarinnar. Myndin  er framhald af kvikmyndinni hamfaramyndinni Greenland, sem kom út 2020.

Að sögn Morgunblaðsins verða tökurnar í einhverjum tilfellum ansi umfangsmiklar enda um svokallaða „aksjón“ mynd að ræða. Framleiðslufyrirtækið True North sér um framleiðslu kvikmyndarinnar hér á landi.

Meðal þekktustu kvikmynda hins skoska leikara má nefna 300, The Phantom of the Opera, Law Abiting Citizen og teiknimyndirnar How To Train Your Dragon.

Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Greenland:

Harmleikur í Súðavík: Lífshættuleg stunguárás

Súðavík.
Seint í gærkvöld var karlmaður stunginn með hnífi í heimahúsi í Súðavík. Kallað var eftir aðstoð í gegum Neyðarlínuna. Lögregla og sjúkralið fóru þá þegar á vettvang.
Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár sem þurfti að meðhöndla frekar. Maðurinn er nú kominn úr lífshættu.
Árásarmaðurinn grunaði, ungur karlmaður, var handtekinn á staðnum og færður í fangelsi á Ísafirði. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum mun í dag leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða um að hann sæti gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Ellefu ára stúlka lést eftir að hafa verið send heim af bráðamóttöku: „Færði okkur svo mikla ást“

Ellefu ára stúlka í Warwick í Englandi, sem leitaði á sjúkrahús vegna mikilla innankvala fannst látin í rúmi sínu morgunin eftir. Hún hafði verið send heim af spítalanum og sagt að hún væri með hægðartregðu.

Foreldrar Annabel Greenhalgh krefjast nú svara eftir að skólastúlkan var útskrifuð af Warwick-sjúkrahúsinu þar sem læknar á bráðamóttökunni sögðu að hún væri með hægðatregðu. Morguninn eftir, þann 14. október 2022, fann faðir hennar Craig hana að því er virtist meðvitundalausa á heimili þeirra í Warwick og hringdi í neyðarlínuna. Þrátt fyrir tilraunir sjúkraliða til að endurlífga hana var Annabel úrskurðuð látin á vettvangi.

Hin ástkæra dóttir hjónanna upplifði mikla kviðverki frá 2017 til 2021, sem krafðist sjúkrahúsmeðferðar í nokkur skipti. Rannsókn á dauða Annabel hefst föstudaginn 14. júní í Coventry Coroners’ Court.

Hryggbrotnir foreldrar hennar, Craig og Josie sögðu að þau hafi verið skilin eftir með „gapandi gat“ í lífi sínu. Josie, 45 ára, sagði: „Annabel var ótrúlegt barn og var elskuð af öllum sem kynntust henni. Hún var blíð, einstaklega skörp, skapandi, skemmtileg og alltaf samþykkt af öllum.

„Hún elskaði tónlistina sína algjörlega, tískuna sína, listina sína, vini sína og ástkæra köttinn sinn Reuben. Hún var okkar mesta gjöf og færði okkur svo mikla ást, gleði og hamingju í líf okkar. Síðan við misstum hana hefur stór hluti af okkar dögum verið fylltur af vanlíðan, tómleika og sorg.“

Hin ellefu ára Annabel hóf nýlega nám í Alcester Grammar-skólanum og var sögð „mjög elskuð“ af kennurum og nemendum. Foreldrar hennar vonast til að rannsóknin á dauða hennar muni gefa upplýsingar um meðferð hennar áður en hún lést. Craig sagði: „Þegar okkur var sagt að við gætum tekið Annabel heim af sjúkrahúsinu, treystum við því að það væri ekkert alvarlegt í gangi.“

„Að vakna morguninn eftir og komast að því að hún svarari ekki var alveg hrikalegt og eitthvað sem við eigum enn erfitt með að skilja. Á hverjum degi síðan þá höfum við velt því fyrir okkur hvort meira hefði verið hægt að gera til að bjarga litlu stelpunni okkar. Hún var okkar eina barn og enn er svo mörgum spurningum ósvarað um hvað kom fyrir hana. Við vitum að það verður ótrúlega erfitt að heyra allt aftur í rannsókninni, en það er eitthvað sem við þurfum að gera til að heiðra dóttur okkar og fá svörin sem við höfum leitað í meira en 18 mánuði.“

Bætti hann við:

„Frá því að við misstum Annabel hefur verið gapandi gat í lífi okkar og við myndum ekki óska ​​neinum þess sem við höfum þjáðst. Hún var nýbyrjuð á miðstigi og átti allt lífið framundan. Orð geta ekki lýst því hversu mikið við söknum hennar.“

Craig og Josie hafa síðan verið í sambandi við lögfræðinga hjá Irwin Mitchell til að rannsaka harmleikinn frekar. Lögfræðingur fjölskyldunnar, Emma Rush, sagði: „Josie og Craig eru skiljanlega niðurbrotin yfir að missa litlu stúlkuna sína svo skyndilega og á hörmulegan hátt. Þau eru enn með fjölda spurninga um það hvað hafi komið fyrir hana. Þó ekkert geti endurlífgað Annabel, þá er rannsóknin stór áfangi í því að geta veitt fjölskyldu hennar þau svör sem þau eiga skilið. Ef í ljós kemur að mistök hafi verið gerð í læknismeðferðinni á henni á meðan á rannsókn stendur er mikilvægt að draga lærdóm af því til að bæta öryggi sjúklinga.“

Mirror sagði frá harmleiknum.

Hálft ár liðið síðan Ahmed missti fjölskylduna í árás Ísraelshers: „Hjarta mitt grætur blóði“

Ahmad Al-Mamlouk

Palestínumaðurinn Ahmed Al-Mamlouk, sem dvelur eins og er á Íslandi, minnist barnanna sinna fjögurra og eiginkonu, sem öll voru drepin í árás Ísraelshers á Gaza fyrir hálfu ári.

Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“

Ahmed, sem Mannlíf tók einlægt viðtal við í byrjun árs, skrifaði fallega færslu á dögunum en þá voru liðin akkurat sex mánuðir frá því að hann missti alla fjölskyldu sína á einu bretti þegar Ísraelsher sprengi upp heimilið sem þau dvöldu á. Þau voru: eiginkonan Asmae, Alaa, 14 ára sonur hans, Mohamad, 12 ára sonur hans, Yeaha, 10 ára sonur hans og einkadóttir hans, hin níu ára Nadia ásamt bróður Asmae, hið fræga skáld og fræðimaður, Refaat Alareer auk annars bróður hennar, . Ahmed kom hingað til lands eftir hættulega för um Evrópu, í leit að betra lífi fyrir nokkrum árum. Ferðalagið var dýrt en ætlun hans var að fá dvalarleyfi hér á landi og vinna fyrir farmiðum til handa fjölskyldunni. Sonur hans, Mohamad hafði dreymt um að spila fótbolta á Íslandi.

Rústir heimilisins.

Hér má sjá færslu Ahmeds, sem bíður þess að vera rekinn af landi brott, brotinn og einn.

„Í dag er liðið hálft ár frá glæpinum, þjóðarmorðinu, og viðbjóðslegu árásinni sem varð til þess að ég missti eiginkonu mína og fjögur börn okkar. Þetta sturlaða stríð hefur tekið ávexti hjarta míns og og sálina úr sálinni minni, sem voru konan mín og börnin. Hjarta mitt stynur af söknuði og grætur blóði, en ást ykkar hefur ekki yfirgefið mig. Ég man allar stundirnar sem ég var með ykkur og talaði við ykkur. Ég vildi að ég gæti opnað hjarta mitt og sett ykkur þar inn, en ég er miður mín yfir að hafa ekki getað verndað ykkur frá stríðinu og þjóðarmorðinu, en Guð valdi ykkur auk tveggja vina og píslavætta. Megi Guð miskunna ykkur öllum og öllum píslarvottum.“

Með minningarorðunum birti Ahmed ljósmyndir af börnunum, sem sjá má hér að neðan.

Þyrla Gæslunnar sótti veikan einstakling austur á Hérað: „Sjúkraflugið komst ekki vegna þoku“

Þyrla Landhelgisgæslunnar Ljósmynd: lhg.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til Egilsstaða í morgun og flutti veikan einstakling á spítala.

Íbúum á Héraði fyrir austan brá nokkuð í morgun þegar sjúkrabíll í lögreglufylgd keyrði í ofvæni á Egilsstaðaflugvöll, þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar beið. Reyndist vera um veikan einstakling að ræða sem þurfti á bráðri hjálp að halda á sjúkrahúsi. Vegna þoku hafði sjúkraflugvélin ekki komist í loftið og var því kallað eftir þyrlu Gæslunnar.

„Við fengum útkall snemma í morgun austur vegna veikinda,“ segir Viggó Sigurðsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Mannlíf. „Við sendum þyrluna vegna þess að sjúkraflugið komst ekki vegna þoku á svæðinu.“

Að sögn Viggós er Landhelgisgæslan ávalt sjúkraflugi innan handar, komist flugvélar einhverra hluta vegna ekki í loftið til að sinna sjúklingum.

Verðgáttin lögð niður fyrir fullt og allt: „Fyrst þau eru hætt þessu þá þurfum við að loka síðunni“

Verðgáttin verður lokað

Eins og Mannlíf greindi frá þá hefur Verðgáttin verið óvirk um nokkurt skeið og óskaði eftir upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunar, sem sér um Verðgáttina, um ástæður þess en RSV var stofnað árið 2004 og að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst.

Í svari frá Magnúsi Sigurbjörnssyni, forstöðumanni RSV, sagðist hann hins vegar vera hættur sem forstöðumaður og hafði Mannlíf þá samband við Maríu Magnúsdóttur, stjórnarformann RSV, til að spyrja hana út í málið.

„Varðandi Verðgáttina þá var þetta samningur sem við áttum við [innskot blaðamanns: viðskipta]ráðuneytið sem var gerður árið 2023 og við ákváðum að halda þessu opnu meðan aðilar voru að senda inn gögn,“ en að sögn Maríu var um tilraunaverkefni að ræða sem í raun lauk í lok árs 2023. „En svo sáum svo sem ekki tilgang í að loka síðunni af því að búðirnar voru að senda inn gögn. En síðan um mánaðarmótin þá stoppar ein búðin að senda inn gögn en þessi samningur var útrunninn og þá getum við í rauninni ekki birt fyrir hina. Þannig að fyrst þau eru hætt þessu þá þurfum við að loka síðunni. En það er náttúrulega þetta Prís-app sem ASÍ kom með, það í raun hefur þetta hlutverk í dag,“ en Prís-app ASÍ var kynnt til leiks í desember á síðasta ári og er það styrk af íslenskum stjórnvöldum.

„Mér þykir það góð lausn, þar geta neytendur líka sjálfir vaktað og sett inn vörur með strikamerkjakóðanum.“

Ekki misheppnað tilraunarverkefni

„Alls ekki, alls ekki,“ sagði María þegar hún var spurð hvort Verðgáttarverkefnið hafi misheppnast. „Ég held að þetta hafi verið frábær byrjun í þessari vegferð og ASÍ tekur þetta síðan á næsta stig. Þetta gekk vel og við erum þakklát þeim búðum sem sendu gögn inn og voru með okkur í þessu.“

Leit að nýjum forstöðumanni RSV stendur nú yfir og aðstoðar Magnús stjórnina á meðan þeirri leit stendur yfir.

„Hann er að aðstoða okkur við það að fá nýjan mann inn og við þurfum að halda þessu áfram gangandi. Hann er að aðstoða við það þó hann sé í sjálfu sér ekki að mæta á skrifstofuna. Þannig að hann er með aðganginn að tölvupóstinum sínum ennþá. Við erum að vinna þetta með honum og hann er að vinna þetta með okkur. Við erum honum rosalega þakklát.“

Engar hvalveiðar og allir fúlir

Kristján Loftsson

Hvalveiðar verða ekki í sumar, ef marka má yfirlýsingar Kristjáns Loftssonar, aðaleiganda Hvals, hf. í framhaldi þess að Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen leyfði hvalveiðar í ár eftir langt þóf og með ströngum skilyrðum.  „Ég sé ekki fyr­ir mér að orðið geti af hval­veiðum í sum­ar, enda er tím­inn á milli vertíða notaður til und­ir­bún­ings veiða næsta árs. Flest fólk skil­ur þetta, en ekki þess­ir ráðherr­ar Vinstri grænna,“ seg­ir Kristján við Moggann. Veiðarnar hefðu samkvæmt venju hafist í byrjun júní en talsvert er liðið á mánuðinn þegar leyfið var gefið.

Sú ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar hefur fallið í grýtta jörð hjá bæði þeim sem vilja banna hvalveiðar og þeirra sem heimila veiðarnar.

Hefnd Björns Vals

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Vinstri-Grænna, dregur ekkert af sér í gagnrýni á forystu flokks síns vegna fylgishrunsins sem blasir við. Björn segir Guðmund Inga Guðbrandsson, leiðtoga VG, vera ófæran um að bjarga flokknum úr ógöngunum. Þetta kom fram í Silfri Egils þar sem hann fór mikinn. „Hann er ekki formaður eða leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja,“ segir Björn Valur um Guðmund Inga.

Björn Valur hefur undanfarin ár verið í einskonar pólitískri útlegð úti í ballarhafi. Hann starfar við góðan orðstýr sem skipstjóri hjá Samherja. Hann og Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG, voru mikilir bandamenn og sneru gjarnan bökum saman á hinum pólitíska vígvelli. Við menningarbyltingu Katrínar Jakobsdóttur og yfirvofandi fall Steingríms af stalli formanns hrökklaðist Björn Valur út úr pólitík. Má segja að valdablokk Katrínar hafi fleygt honum fyrir borð. Nú er um það hvíslað að Björn Valur dragi ekkert af sér í því að hefna ófaranna sem rakin eru til Katrínarmanna og hyggi jafnvel á endurkomu …

Barn reyndi að brjótast inn í skóla – Drukknir ökumenn í Kópavogi og skemmdarvargur í Hafnarfirði

Helstu verkefni lögfreglu undanfarinn sólarhring snúa að innbrotun. Krakki var gripinn vipð að brjótast inn í skóla ói austurborginni. Barnið reyndi að komast innum glugga en var gripið af lögreglu áður en innbrotið var fullframið. Lögreglan ók barninu til síns heima. Óljóst er hver tilgangu krakkans var en skólahaldi er lokið vegna sumarleyfa.

Á öðrum tíma og stað var lögreglu tilkynnt um rúðubrot. Reyndist vera um að ræða minniháttar skemmdarverk, rúðubrot. Skemmdarvargurinn fannst ekki.

Minniháttar líkamsárás átti sér stað í Háaleitishverfi. Lögreglan afgreiddi málið á vettvangi.

Betur fór en á horfðist þegar reiðhjólaslys varð í Hafnarfirði. Meiðsli reyndust vera óveruleg iog ekki talin þörf á flutning á slysadeild. Á sömu slóðum var tlkynnt um þjófnað úr verslun og minniháttar skemmdarverk. Málið var afgreitt á vettvangi

Hópbifreið varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í Hafnarfirði. Ekki hefur verið upplýst um það hver gferandinn er.

Ökumaður stöðvaður í akstri í Kópavogi., grunaður um ölvun við akstur. Blóð var dregið úr manninum og hann síðan látinn laus út í sumarnóttina. Annar stútur var gripinn á sömu slóðum og fékk svipaða meðferð. Báðir munu missa ökuskýrteini sína og greiða himinháar sektir ef blóðsýni sanna sök þeirra.

Á enn öðrum stað í Kópavogi var fram líkamsárás. Fórnarlamb árásinnar meiddist lítillega. Vitað er hver árásarmaðurinn er.

Guðlaugur brjálaður út í borgina vegna rottugangs: „Skilja okkur eftir í þessum viðbjóði“

Hlíðarhverfi í Reykjavík - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Zairon

Það er óhætt að segja að Guðlaugur Lárusson íbúi í Hlíðahverfi hafi verið mjög ósáttur með rottugang í hverfinu árið 1990.

„Ég lá í sólbaði á grasflötinni við hús í síðustu viku og vissi fyrr en rotta kom labbandi að mér í mestu rólegheitum. Mér brá illa en kvikindið virtist ekki hrætt fyrir fimmaura. Það er orðið mikið um rottur hér í kring og í húsinu er þetta orðið svo slæmt að konurnar þora ekki í þvottahúsið þora ekki í þvottahúsið og því síður að láta börn sofa úti í vögnum. Þessi fénaður er viðbjóðslegur og á ekki að sjást í nokkurri borg þar sem yfirvöld hafa snefil af sómatilfinningu,“ sagði Guðlaugur við DV um málið árið 1990 en að sögn hans var hann nýbúinn að hirða dauða rottu úr þvottahúsinu.

Blaðamaður DV spurði þá Guðlaug hvort ekki væri eitrað fyrir rottum.

„Það virðist ekki vera. Ég hringdi í borgina og í fyrstu var mér bent á að laga einhverja rennu við húsið. Ég lét mér ekki að segjast og um síðir kom maður loksins til að eitra. Það var þó eins og að hann hefði varla tíma til að standa í þessu,“ en þessi rottugangur var alveg nýr fyrir Guðlaugi en hann hafði búið í 15 ára á Snorrabraut og vissulega séð rottu einstaka sinnum en aldrei neitt í líkingu við þetta. Guðlaugur sagði þetta væri borgaryfirvöldum að kenna.

„Það er greinilegt að peningar eru lagðir í aðrar framkvæmdir en að uppræta þennan viðbjóðslega fénað. Rotturnar koma úr holræsunum og hitaveitustokkunum og þetta eru engin smákvikindi. Þessir háu herrar hjá borginni virðast flytja í nýju hverfin og skilja okkur eftir í þessum viðbjóði. Það líður að því að kvikindin fara að ganga yfir mann hérna. Íbúarnir eru langþreyttir á þessu. Í smáplássum úti á landi eru farnar herferðir gegn rottum en hér í höfuðborginni virðast rotturnar sums staðar komast upp með að fara í herferð gegn íbúum.“

Anna kærði hundaeigendur til MAST: „Vesalings hundurinn var enn í búrinu í steikjandi sól“

Umræddur hundur. Ljósmynd: Facebook

Áhyggjufull kona kærði hundaeiganda til Matvælastofnunar eftir að hafa séð hundinn í steikjandi hita í litlu búri án vatns og ekki í fyrsta skipti.

Anna nokkur birti í gær ljósmynd af hundi í pínulitlu búri úti við, í Facebook-hópnum Hundasamfélagið. Var hún að biðja um ráð því hún var ekki viss hvað hún ætti að gera. Hún hafði áður rætt við eigendur hundsins um að skilja hundinn ekki eftir umsjárlausan í litlu búri án aðgangs að vatni og höfðu þeir hlustað. Í gær, þremur vikur síðar, sá hún hundinn hins vegar aftur kominn í litla búrið en í gær var mikill hiti á höfuðborgarsvæðinu en hundurinn ku vera í Garðabænum.

Eftirfarandi færslu skrifaði hún:

„Heil og sæl dýravinir. Ég hef áður sagt frá þessari séffertik sem er vistuð í litlu búri út á bílaplani eigenda. Ég var búin að tala við eigendur um að ekki skilja hundinn eftir umsjárslausan í litlu búri án vatns og skugga fyrir sólinni. Í nokkrar vikur virtist allt vera komið í lag. Í dag kom ég snemma heim eða um 3 og keyri framhjá tíkinni inn í búri í steikjandi sól án vatns eða skugga. Ég varð fokreið. Ég kom aftur kl 5 og þá var vesalings hundurinn enn í búrinu í steikjandi sól. Korteri seinna keyrði ég að húsinu en þá var búið að taka tíkina. Það hafði sem sagt ekki varanleg áhrif að skammast á meðferð á hundinum. Nú dettur mér í hug að kæra þau til MAST. Er einhver hér með betri tillögu?“

Færslan vakti gríðarlega athygli en fjölmargir skrifuðu athugasemdir við hana og voru á einu máli, hún ætti að kæra málið til MAST. Sem hún og gerði.

„MAST hringdi í mig. Þau ætla að taka á þessu strax,“ skrifaði Anna og samglöddust henni margir.

Kristján Berg opnar sig um fangelsisvistina: „Ég þreif þar oft blóð af veggjum“

Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján Berg er nokkuð hispurslaus á samfélagsmiðlunum og veigrar sér ekki við því að tjá hug sinn og hefur stundum verið gagnrýndur í kjölfarið.

Fortíð Fiskikóngsins hefur lengi verið á milli tannanna á fólki en árið 1996 var Kristján dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Færri vita að Fiskikóngurinn missti aleiguna í Hruninu 2008. Í nýjasta viðtali Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn, ræðir Kristján Berg á opinskáan hátt um fortíðina, deilur við fyrrum samstarfsfélaga sinn, Hrunið og fleira.

Reynir spyr Kristján Berg hvernig hann hafi tekist á við fangelsisvistina, eftir að hann hlaut dóm fyrir fíkniefnainnflutning og sölu árið 1997 en hann sat inni í ár.

Kristján Berg segir það að vera ekki í neyslu, hafi hjálpað sér að komast í gegnum þá erfiðleika þegar hann sat inni fyrir fíkniefnainnflutning og sölu á alsælutöflum. „Númer eitt, tvö og þrjú, að vera ekki í neyslu. Ég skráði mig strax í skóla og kláraði þar stúdentinn. Ég tók að mér að skúra allt fangelsið. Ég þreif þar oft blóð af veggjum, þegar menn voru að mótmæla og skáru sig á púls og skrifuðu á alla veggina. Það var dauðsfall þarna inni,“ sagði Kristján um það sem hann hafðist við á meðan hann tók út fangelsisdóm sinn. Og hélt áfram: „Ég æfði rosalega vel, lyftingar og það var spilaður fótbolti úti. Og ég fékk mikið af heimsóknum. Þannig að það var eiginlega bara hjá mér að hafa sem mest að gera og reyna að kynnast strákunum og læra af þeim. Það var oft rosalega gaman að tala við þá, sögurnar af því rugli sem var búið að gerast. Það er stórkostlegt að hafa fengið tækifæri á að tala við alla þessa stráka. Og spila fótbolta með þeim. Það var alveg geggjað. Og svo komu lögfræðingarnir og við spiluðum við þá og svo komu löggurnar og við spiluðum við þá. Þessi tími var bara lærdómsríkur en erfiður.“

Aðspurður segir Kristján Berg hafa verið með 175 krónur á tímann fyrir að þrífa fangelsið. „En tímakaupið skipti ekki máli. Ég reyndi að vera sem minnst inni í klefa. Ég blandaði geði við alla fangaverðina en ég held ég sé búinn að selja fimm eða sex fangavörðum pott,“ sagði Kristján og skellti upp úr. „Og það versla margir við mig fisk og ég ber þeim bara góða söguna.“

Reynir spyr hvort það hafi aldrei verið erfitt fyrir Fiskikónginn að ræða um fangelsisdóminn.

„Nei, ef maður hugsar þetta smá rökrétt þá sko. Þú ert að fara til sálfræðings. Ég fer til sálfræðings einu sinni í mánuði, hef alltaf gert það. Hvað ertu að gera hjá sálfræðingi? Þú ert að segja eitthvað sem þér líður illa með. Eitthvað sem liggur þér á brjósti. Ef það er verið að spyrja þig að einhverju, eins og þú ert að gera núna, þá er besta sálfræðimeðferðin að tala. Og losa um þetta frá sjálfum þér. Og það hef ég sagt, ef einhver vill tala við mig, spyrja mig hvernig þetta var, var þetta svona eða hinsegin? Þá er ég tilbúinn að setja niður og tala og skýra mín mál. Gróusögurnar eru kannski verstar. En ég er búinn að ýta þeim alveg frá mér.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Ökumaður fólksbifreiðarinnar var Íslendingur á þrítugsaldri

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á sunnudagskvöld, var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri.

Samkvæmt frétt mbl.is var maðurinn fæddur 1999 og búsettur á Íslandi.

Fólksbifreið sem maðurinn ók í norður, skall framan á jeppa sem ekið var til suðurs. Lést ökumaður fólksbifreiðarinnar en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumann og farþega jeppans á Landspítalann til aðhlynningar.

Um er að ræða ellefta banaslysið í umferðinni þar sem af er ári en samkvæmt Jóni Ólafssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Vesturlandi er verið að rannsaka tildrög slyssins.

 

Líkur á öðru gosi aukast – Landris hafið að nýju á Reykjanesskaga

Eldgos við Grindavík - Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þetta sýna mælingar Veðurstofunnar en landsig sem mældist fyrstu dagana eftir nýjasta gosið, er lokið.

Ekki er hægt að segja hversu hratt landrisið er, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar en búast má við að innflæði kviku í kvikusöfnunarsvæðið sé meira en útstreymi úr gígnum. Bendir þetta til þess að annað gos sé yfirvofandi en það staðfesti Benedikt Ófeigsson, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við Vísi.

Í frétt RÚV um málið kemur fram að eldgosið hafi haldist stöðugt frá því að það hófst fyrir 13 dögum en áfram gís úr einum gíg. Mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur mælsta síðastliðna viku.

Hraunið heldur áfram að renna í hægagangi til norðvesturs en um helgina rann í þriðja skipti hran yfir Grindavíkurveg. Þá safnast hraun áfram í hrauntjörn suðaustan við Sýlingarfell en tjörnin gæti tæmt sig að nýju og valdið þannig öðru áhlaupi næstu daga.

Píratar leggja fram frumvarp um hvalveiðibann: „Sorglegt er það samt“

Andrés Ingi Jónsson hvetur Alþingi til þess að bregðast við ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar, með því að samþykkja frumvarp Pírata um bann við veiðunum.

Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og núverandi þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson segir í Facebook-fæslu að þó að hvalveiðileyfið hafi legið í loftinu, væri það þó sorglegt „Hvern hefði grunað að ríkisstjórn sem Vinstri græn stofnuðu skyldi verða sú ríkisstjórn Íslandssögunnar sem oftast hefur leyft hvalveiðar?“ Þá hvertur Andrés Ingi Alþingi til þess að samþykkja frumvarp Pírata um bann við hvalveiðum.

Hér er færslan í heild sinni:

„Það hefur í sjálfu sér legið fyrir allt síðasta árið að ríkisstjórnin myndi ekki banna hvalveiðar. Sorglegt er það samt. Hvern hefði grunað að ríkisstjórn sem Vinstri græn stofnuðu skyldi verða sú ríkisstjórn Íslandssögunnar sem oftast hefur leyft hvalveiðar?

Núna verður Alþingi að bregðast við og samþykkja frumvarp Pírata um bann við hvalveiðum.“

Dýraverndarsamband Íslands harmar ákvörðun Bjarkeyjar: „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“

Hvalur

Dýraverndarsamband Íslands lýsir vonbrigðum með ákvörðun Bjarkeyjar Olsen, matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar í sumar.

Rétt í þessu sendi Dýraverndarsamband Íslands frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar í sumar. Ítrekar sambandið kröfu sína um að lög um hvalveiðar verði afnumin eða þeim breytt. Segir í yfirlýsingunni að hvalveiðar séu „algjör tímaskekkja í nútímasamfélagi enda eru veiðar á stórhvölum aðeins stundaðar í einu ríki í heiminum og það af einu fyrirtæki sem heitir Hvalur hf.“

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) harmar og lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar í sumar. Ráðherra kynnti ríkisstjórn ákvörðun sína í morgun að heimila veiðar á samtals 128 langreyðum og er leyfið veitt til eins árs. Ráðherra segist bundinn af lögum um hvalveiðar sem eru frá árinu 1949 og hendur hennar séu því bundnar. 

DÍS ítrekar þá áður fram komnu kröfu sambandsins að hin löngu úreltu lög um hvalveiðar verði afnumin eða þeim breytt verulega til nútímahorfs hið allra fyrsta. Fyrir liggur afstaða Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að veiðarnar séu ýmist ekki í anda laga um dýravelferð né að unnt sé að veiða stórhvali þannig að ákvæði laga um dýravelferð séu yfirleitt uppfyllt. 

Hvalveiðar eru algjör tímaskekkja í nútímasamfélagi enda eru veiðar á stórhvölum aðeins stundaðar í einu ríki í heiminum og það af einu fyrirtæki sem heitir Hvalur hf. Þótt það sé í sjálfu sér jákvæð breyting að ekki sé veitt leyfi lengur en til eins árs í stað fimm áður og að veiðikvótinn sé minnkaður umtalsvert þá er þetta engu að síður svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi. 

Dýraverndarsamband Íslands skorar á stjórnvöld og Alþingi að ganga nú án tafar í það nauðsynlega verkefni að afnema eða breyta í grundvallaratriðum lögum um hvalveiðar þannig að þessar ómannúðlegu veiðar heyri sögunni til hið allra fyrsta. 

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands

Mannveira í Mosfellsbæ

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Það verður sannkölluð veisla í Mosfellsbæ 3. – 6. júlí næstkomandi en þá verður svartmálmshátíðin Ascension haldin en hún var fyrst haldin árið 2019.

Margar íslenskar hljómsveitir koma fram á hátíðinni sem fer fram í Hlégarði og er meðal annars hægt að nefna sveitirnar Mannveira, Naðra, Misþyrming og Kælan Mikla. Þá munu Drowned, Afsky, Kollaps og Mortuus einnig heiðra Íslendinga og aðra gesti með nærveru sinni. Hægt er að kaupa miða sem gildir á alla hátíðina á 12.450 krónur.

No photo description available.

Antonio Guterres: „Hraði og umfang blóðbaðs á Gaza er umfram allt sem ég hef séð sem aðalritari“

Antonio Guterres, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna segist aldrei hafa séð jafn mikið blóðbað á svo skömmum tíma, frá því að hann hóf störf sem aðalritari SÞ.

Í Jórdaníu stendur nú yfir ráðstefna vegna ástandsins á Gaza, í Palestínu en fyrir stuttu steig Antonio Guterres í pontu. „Hraði og umfang blóðbaðs og manndráps á Gaza er umfram allt sem ég hef séð á árum mínum sem aðalritari,“ er meðal þess sem hann segir.

Guterres bætir við að minnsta kosti 1,7 milljón manna, 75 prósent af íbúum Gaza, hafi ítrekað þurft að flýja árásir Ísraelshers.

„Hvergi er öruggt að vera, aðstæður eru ömurlegar, lýðheilsuástand er komið yfir kreppustig. Sjúkrahús Gaza liggja í rúst, sjúkrabirgðir og eldsneyti eru af skornum skammti eða ekki til,“ sagði hann.

„Meira en ein milljón Palestínumanna á Gaza hefur ekki nóg drykkjarvatn og stendur frammi fyrir örvæntingarfullu hungri. Yfir 50.000 börn þurfa meðferð við bráðri vannæringu.“

Bætir hann við: „Eina leiðin fram á við er í gegnum pólitíska lausn sem opnar leið til viðvarandi friðar sem byggir á tveimur ríkjum – Palestínu og Ísrael, sem búa hlið við hlið í friði og öryggi … með Jerúsalem sem höfuðborg beggja ríkjanna“.

„Við skulum halda áfram að vinna að því um leið og við vinnum að því að svara ákalli dagsins til aðgerða fyrir Palestínumenn á Gaza , sem eru í svo mikilli og tafarlausri þörf fyrir hjálp,“ sagði hann.

Fjörutíu Palestínumenn voru drepnir í nótt og 120 særðir, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza og þá tala drepinna komin upp í 37,164, fyrir utan þá tugi þúsunda sem týnd eru undir rústum bygginga. Þá hafa að minnsta kosti 15 þúsund börn verið drepin í árásum Ísraela.

Bjarkey leyfir hvalveiðar: „Ég verð engu að síður að fara eftir lögum“

Mynd: Alþingi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Tilkynnti hún þetta rétt í þessu en RÚV sagði frá.

Beðið hafði verið eftir ákvörðun Bjarkeyja með óþreyju en í dag tilkynnti hún að Hval hf. skyldi hljóta veiðileyfi til veiða á langreiðum. Gildir leyfið fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar en það gera samtals 128 langreyðar.

Samkvæmt vef Stjórnarráðsins segir að ákvörðun um veiðimagn rúmist innan marka ráðgjafa Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af vargætnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Bjarkey sagði niðurstöðuna um heimildina ekki vera ákvörðun sem samræmist hennar skoðunum eða skoðunum Vinstri grænna.

„Ég verð engu að síður að fara eftir lögum og reglum og þetta er mín niðurstaða núna,“ segir Bjarkey.

Reglugerðin er eins og hún var í fyrra eftir að hún var þrengd af fyrrverandi matvælaráðherra, að sögn Bjarkeyjar. Skilyrðin eru að öðru leyti ekki þrengri en þá.

Matvælastofnun kom með ábendingu um að enn frekari þrengingar skilyrðanna en Bjarkey segir það vera til skoðunar hjá matvælaráðuneytingu, en að það hafi í sjálfu sér ekki áhrif á útgáfu leyfisins.

Raddir