Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.4 C
Reykjavik

Bjarkey leyfir hvalveiðar: „Ég verð engu að síður að fara eftir lögum“

Mynd: Alþingi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Tilkynnti hún þetta rétt í þessu en RÚV sagði frá.

Beðið hafði verið eftir ákvörðun Bjarkeyja með óþreyju en í dag tilkynnti hún að Hval hf. skyldi hljóta veiðileyfi til veiða á langreiðum. Gildir leyfið fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar en það gera samtals 128 langreyðar.

Samkvæmt vef Stjórnarráðsins segir að ákvörðun um veiðimagn rúmist innan marka ráðgjafa Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af vargætnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Bjarkey sagði niðurstöðuna um heimildina ekki vera ákvörðun sem samræmist hennar skoðunum eða skoðunum Vinstri grænna.

„Ég verð engu að síður að fara eftir lögum og reglum og þetta er mín niðurstaða núna,“ segir Bjarkey.

Reglugerðin er eins og hún var í fyrra eftir að hún var þrengd af fyrrverandi matvælaráðherra, að sögn Bjarkeyjar. Skilyrðin eru að öðru leyti ekki þrengri en þá.

Matvælastofnun kom með ábendingu um að enn frekari þrengingar skilyrðanna en Bjarkey segir það vera til skoðunar hjá matvælaráðuneytingu, en að það hafi í sjálfu sér ekki áhrif á útgáfu leyfisins.

Kristján markaðssetur menningu á Akureyri

Kristján sér um færir sig um set - Mynd: Sindri Swan

Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn sem markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar.

Kristján hefur á undanförnum árum verið framkvæmdastjóri Kraumar framleiðslu en fyrirtækið starfar við kvikmyndaframleiðslu og markaðsstarfi. Kristján hefur verið puttanna í mörgu í gegnum árin en reynsla hans í sjónvarpi, útgáfu og markaðsstjórnun þótti henta vel í nýja starf hans. Þá er Kristján menntaður leikstjóri og hefur lagt stund á meistaranám í foystu og stjórnun við Bifröst.

Kristján tekur við starfinu af Indíönu Hreinsdóttir sem hafði sinnt starfinu undanfarin sex ár.

 

Þrettán ungliðahreyfingar fordæma útlendingafrumvarpið: „Höfum verulegar áhyggjur“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Þrettán ungliðahreyfingar á Íslandi fordæma útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.

Yfirlýsing og umsögn þar sem 13 ungliðahreyfingar hafa fordæmt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefur verið brit á facebook. Þar krefjast ungliðahreyfingarnar þess að „allar lagabreytingar sem standa til skulu vera gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.“

Í yfirlýsingunni er farið gaumgæfilega yfir frumvarpið og það rifið í sundur ef svo má að orði komast. Þá er bent á að fjöldi mannréttindasamtaka á Íslandi hafi öllu fordæmt frumvarpið eins og það leggur sig.

Hér má sjá yfirlýsinguna í heild: 

Enn og aftur höfum við sem ungmenni í landinu verulegar áhyggjur af áframhaldandi neikvæðri þróun núverandi ríkisstjórnar í málefnum útlendinga. Við krefjumst þess að allar lagabreytingar sem standa til skulu vera gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.

Við sem ungmenni á Íslandi fordæmum frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem liggur fyrir Alþingi. 

Þann 4. júní 2024 var útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, afgreitt á fundi Allsherjar- og menntamálanefndar. Þriðja umræða um það mun svo fara fram á næstu dögum áður en þingið fer í frí. Mannréttindasamtök á borð við Rauða krossinn á Íslandi, Barnaheill, UNICEF á Íslandi, Umboðsmann barna, ÖBÍ, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa fordæmt frumvarpið eins og það leggur sig. 

Frumvarpið leggur til að fækkað verði nefndarmönnum frá sjö í þrjá í kærunefnd útlendingamála. Það hefur þær afleiðingar að meira álag er sett á nefndarmenn sem veldur minni skilvirkni og lengri afgreiðslutíma dvalarleyfa. Í dag sitja fulltrúar frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands í nefndinni. Með lagabreytingum myndi dómsmálaráðherra skipa þrjá fulltrúa í nefndina og ekki er tryggt að mismunandi og fjölbreytt sjónarhorn og þekking á málaflokknum komi að borðinu. 

Virkilega erfitt væri fyrir flóttafólk að standast kröfur um fjölskyldusameiningu samkvæmt frumvarpinu. Í 6. og 7. gr. frumvarpsins er lagt til að nánustu aðstendur útlendinga, sem hafa fengið viðbótarvernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi, öðlist ekki rétt til fjölskyldusameiningar fyrr en eftir a.m.k. eitt ár og fullnægir eftirfarandi skilyrðum: hefur verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði í átta mánuði og uppfyllir skilyrði um trygga framfærslu, skilyrði um íslenskukunnáttu og hefur til umráða íbúðarhúsnæði fyrir aðstandendur sem sótt er um fjölskyldusameiningarleyfi fyrir. Einnig er vert að taka fram að fjöldi leyfa fyrir fjölskyldusameiningar fara hækkandi. Þó eru það eingöngu rúmlega 5% leyfanna frá 2013 sem eru sameiningar á vegum flóttafólks og mannúðarleyfishafa. Samt sem áður sjá íslensk stjórnvöld þörf  á að setja sérreglur fyrir fólk á flótta þegar kemur að fjölskyldusameiningum. 

Fjölskyldusameiningar eru gríðarlega mikilvægar, sérstaklega fyrir börn. Aðskilnaður barna frá fjölskyldu sinni getur haft alvarleg áhrif á líf og þroska barnsins. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lögbundinn á Íslandi og stjórnvöldum ber lagaleg skylda til að fylgja honum. Stjórnvöld eiga að setja í forgang það sem barninu er fyrir bestu (3. gr.) og virða og tryggja öllum börnum þau réttindi sem kveðið er á um í Barnasáttmálanum án mismununar gegn þeim né foreldra þeirra (2.gr.). Í 7. gr. sáttmálans er kveðið á um rétt barns á því að þekkja og njóta umönnunar foreldra sinna. Samkvæmt 10. gr. Barnasáttmálans kemur fram að stjórnvöldum beri að afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki svo þau geta haldið sambandi og verið saman. Barn sem á foreldra búsetta í mismunandi ríkjum á rétt á því að viðhalda persónulegum tengslum og beinu sambandi við báða foreldra með reglubundnum hætti. Íslensk stjórnvöld eru langt frá því að uppfylla þessar einföldu kröfur.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem stofna rétt barna til að sameinast fjölskyldu sinni í hættu. Annars vegar er lagt til í frumvarpinu að þau sem hafi sótt um eða verið veitt vernd í öðrum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins geti ekki fengið umsókn sína um vernd teknar til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli „sérstakra tengsla“ þrátt fyrir að eiga fjölskyldumeðlim sem hefur hér dvalarleyfi. Eins og greint var frá fyrir ofan er lagt til að einstaklingar sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða viðbótarvernd þurfa að uppfylla ákveðnar kröfu sem er nær ómögulegt fyrir mörg að gera. 

„Þetta mun augljóslega geta haft þau áhrif að börn verði fjarri foreldrum sínum í langvarinn tíma áður en hægt yrði að leggja fram umsókn um slíka fjölskyldusameiningu. Oft yrði um það að ræða að börnin stæðu frammi fyrir sömu hættu í heimaríkinu yfir þann biðtíma sem var ástæðan fyrir flótta foreldrisins. Enn fremur er ljóst að það getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilbrigði, þroska og öryggi barna að vera án umsjár foreldra sinna til langs tíma.“

Umsögn Umboðsmann barna um frumvarpið

Þessar lagabreytingar myndu valda lengri biðtíma barna til að sameinast fjölskyldu sinni. Það er okkar mat að umrætt frumvarp virði ekki ofangreindar greinar sáttmálans og hugi ekki að því sem barninu er fyrir bestu.

Í frumvarpinu er lagt til að stytta dvalarleyfi einstaklinga sem hljóta alþjóðlega vernd verulega. Dvalarleyfi á grundvelli 1.mgr 37.gr, sem veitir viðkomandi stöðu flóttamanns, væri stytt í þrjú ár í stað fjögurra ára, dvalarleyfi á grundvelli 2.mgr. 37.gr, sem veitir viðkomandi viðbótarvernd vegna almenns ástands í heimaríki, verði tvö ár í stað fjögurra ára, og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði til eins árs í stað tveggja ára. Að stytta gildistíma dvalarleyfa mun aðeins minnka skilvirkni og setja meira álag á stjórnvöld og Útlendingastofnun vegna fjölgun umsókna um endurnýjun á leyfi.

Vert er að hafa í huga að einstaklingar flýja ekki aðeins land sitt vegna stríðsátaka, heldur einnig vegna loftslagsáhrifa, ofsókna vegna trúarbragða, kynhneigðar og kyns svo eitthvað sé nefnt. Á heimsvísu neyðast stúlkur og konur til að flýja heimaland sitt vegna ótta við limlestingar, þvinguð hjónabönd og kynbundið ofbeldi. Lög um alþjóðlega vernd þurfa að taka tillit til mismunandi aðstæður einstaklinga.

Hröðun málsmeðferðartíma og lækkun kostnaðar má ekki koma niður á grundvallarréttindum einstaklinga. 

Undirrituð félög krefjast þess að ný útlendingalög verða samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Lög um alþjóðlega vernd verða að vera gerð með mannréttindi að leiðarljósi.

MANNRÉTTINDI YFIR PÓLITÍK 

  • Ungheill, ungmennaráð Barnaheilla
  • Q-félag hinsegin stúdenta
  • Röskva- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
  • Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International
  • Háskólahreyfing Amnesty
  • Femínistafélag Háskóla Íslands
  • Antirasistarnir
  • Ungir umhverfissinnar
  • Ungmennaráð UNICEF
  • Ungmennaráð UN women
  • Ungt jafnaðarfólk
  • Ungir píratar
  • Ungir sósíalistar

 

Sjóflugvél sökk eftir að hafa klesst á skemmtibát í Kanada – MYNDBAND

Sjóflugvél í Kanada - myndin tengist fréttinni ekki beint

Íbúar Vancouver í Kanada trúðu vart eigin augum á laugardaginn þegar þeir sáu sjóflugvél keyra á skemmtibát þegar flugvélin var að reyna hefja sig flugs.

Atvikið ótrúlega náðist á myndband frá nokkrum sjónarhornum og er í raun mildi að ekki fór verr en tveir einstaklingar sem voru á skemmtibátnum þurftu að fara á sjúkrahús eftir áreksturinn. Atvikið sem gerðist rétt eftir hádegi á laugardaginn átti sér stað á umráðasvæði sjóflugvéla og rannsakar lögreglan í borginni góðu af hverju báturinn var á því svæði en flugvélin sökk í sjóinn eftir að hafa klesst á bátinn.

Sárasótt endanlega staðfest á Skriðuklaustri – Elsta dæmi um sjúkdóminn á Íslandi

Ein af beinagrindunum sem grafnar voru upp á Skriðuklaustri. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Allnokkrir sjúklingar á Skriðuklaustri á 16. öld þjáðust af sárasótt. Þetta hefur nú verið staðfest með nýjum greiningum á beinagrindum sem grafnar voru upp á árunum 2002 til 2012.

Kenningar um það að þó nokkrir sjúklingar á Skriðuklaustri í Fljótsdals, hafi þjáðst af sárasótt höfðu áður verið viðraðar eftir venjubundnar mannabeinagreiningar frá klaustrinu en voru þær niðurstöður dregnar í efa vegna þess að talið var að sjúkdómurinn hafi ekki borist til Íslands þegar klaustrið var í rekstri, snemma á sextándu öld. Austurfrétt segir frá hinni merkilegu uppgötvun.

Frá uppgreftrinum á Skriðuklaustri sumarið 2008.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Nýjar greiningar forefðafræðitækninnar [fornDNA] sýna fram á að sárasótt hafi sannarlega borist til Íslands svo snemma en ekki fékk aðeins staðfesting á sjúkdóminum í beinum sjúklinganna, heldur er einnig um að ræða elstu dæmi um sárasótt á Íslandi.

Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í forleifafræði kynnti hinar merku niðurstöður á Læknaþingi í vetur en hún stjórnaði uppgreftri og rannsóknum á rústum Skriðuklausturs frá 2002 til 2012.

Í umfjöllun Austurfréttar segir að ekki sé mikið mál að ráða við sárasóttina í dag en á miðöldum var raunin önnur. Kvikasilfur var þá helsta meðalið gegn sjúkdóminum og var sú meðferð notuð á sjúklingum Skriðuklausturs.

Ein af beinagrindunum sem grafin var upp á Skriðuklaustri árið 2008.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Í heildina greindist merki um sárasótt í 21 beinagrind í kirkjugarði klaustursins, bæði áunna og meðfædda, af þeim 300 beinagrindum sem grafnar voru þar. Af þeim fjölda voru 150 grafir sjúklinga og er því, tölfræðilega, um að ræða frekar stóran hluta af sjúklingum með sóttina, eða 14 prósent. Samkvæmt rannsóknum Steinunnar var enginn þeirra sjúklinga sem þjáðust af sárasóttinni, jarðaður í kistu, af einhverjum ástæðum.

Steinnunn á Læknaþinginu: „Aðalatriðið er að búið er að staðfesta með fornDNA greiningum að sjúklingar í Skriðuklaustri voru með sárasótt. Það var á meðan klaustrið var í rekstri á fyrri hluta 16. aldar. Búið var að greina sárasóttina með hefðbundnum mannabeinagreiningum en margir efuðust um að greiningin væri rétt, því venjulega er talið að sárasótt hafi ekki borist til Íslands fyrr en á síðari tímum. Nú er sem sé búið að staðfesta þetta með fornDNA greiningu. Greiningarnar hafa sömuleiðis sýnt að það voru Íslendingar sem voru jarðaðir við klaustrið. Engin dæmi eru um bein þaðan sem tilheyrðu manneskju af erlendum uppruna.“

Réttindalausir „kennarar“ aldrei verið fleiri í grunnskólum Íslands

Laugalækjarskóli - Mynd: Reykjavíkurborg

Starfsfólk grunnskóla sem sér um kennslu án kennsluréttinda í grunnskólum á Íslandi hefur aldrei verið fleira en á síðasta skólaári en Hagstofa Íslands greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Réttindalausu starfsfólki fjölgaði um 132 frá hausti 2022.

Ef tölur Hagstofunnar eru skoðaðar er ljóst að hlutfall kennara sem hafa ekki kennsluréttindi hefur aldrei verið hærra frá árinu 2002 en í dag er það 18,7% og voru hlutfallslega fleiri karlar án kennsluréttinda sem sáu um kennslu miðað við konur.

Aldrei fleiri karlar

Hlutfall karlkyns kennara hefur ekki verið hærra síðan árið 2003 en alls voru þeir 1.089 talsins en markvisst hefur verið reynt að fjölga karlkyns kennurum undanfarin áratug.

Haustið 2023 störfuðu 9.475 starfsmenn í 8.415 stöðugildum í grunnskólum á Íslandi og hafði fjölgað um 0,7% frá fyrra ári. Þar af störfuðu 5.911 við kennslu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Þá hefur meðalaldur þeirra sem starfa við kennslu lækkað örlítið milli ára en meðalaldurinn er nú 46.1 en var 46,7 en segir Hagstofan að ástæðan bakvið þess lækkun sé lækkun meðalaldurs starfsfólks án kennsluréttinda úr 38,0 árum í 35,7 ár en „meðalaldur kennara með kennsluréttindi er 48,5 ár og er hann svo til óbreyttur frá fyrra ári.“

Björn Valur hjólar í Vinstri græna og formanninn: „Hann er ekki leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja“

Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og fyrrum þingmaður og varaformaður Vinstri Grænna, segir að skipta þurfi út flestum þingmönnum Vinstri grænna, svo hægt sé að blása nýju lífi í flokkinn, sem nú mælist með sögulega lágt fylgi í skoðanakönnunum og næðu ekki á þing ef kosið yrði í dag.

Björn Valur Gíslason var einn af gestum Silfursins í síðasta þættinum fyrir sumarfrí en þar var stjórnmálaveturinn gerður upp. Fór Björn Valur mikinn og var afar gagnrýninn á sinn gamla flokk.

„Flokkurinn er í miklum vandræðum núna,“ segir hann. „Við vorum með fínan formann sem naut vinsælda þvert á flokka og mikils trausts í samfélaginu eins og komið hefur fram. Við eigum ágætan ráðherra og slagsmálahund í Svandísi,“ segir Björn en telur að með þessu sé hæft fólk innan flokksins upptalið.

„Þessi tvö höfðu ekki mikinn stuðning úr baklandinu, hvorki frá flokksmönnum og ekki úr forystusveitinni og þá er ég að tala um þingflokk og sveitastjórnarfólk,“ segir Björn Valur og heldur áfram. „Það er enginn að tala máli Vinstri grænna í dag,“ segir hann og segir að í raun hafi enginn talað máli Vinstri grænna að undanförnu.

Þá er Björn Valur síður en svo ánægður með Guðmund Inga Guðbrandsson, núverandi formann flokksins.

„Nú lýtur flokkurinn forystu varaformannsins fram að landsfundi sem hefur þrátt fyrir sjö ára setu í ríkisstjórn einhvern veginn ekki orðið að stjórnmálamanni. Hann er ekki formaður eða leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja,“ segir hann.

„Það sem ég myndi ráðleggja þeim að gera er að halda í þessa einn, tvo, kannski þrjá sem eru brúklegir til verka enn þá, hverjir sem það eru, sem kunna pólitík og kunna að tala pólitísku og hafa þessa seiglu sem þarf í ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Björn Valur.

Og enn heldur hann áfram:

„Það þarf að halda í þetta fólk sem er í stjórnmálum og talar sem slíkt og hefur hegðað sér sem slíkt en hinu fólkinu þarf einfaldlega að skipta út,“ segir hann og tekur fram að slíkt hafi verið gert áður. Nefnir hann sem dæmi að Samfylkingin hafi skipt um forystu eftir að hún beið afhroð í kosningum fyrir átta árum síðan og hlaut 5,7 prósenta fylgi.

„Þetta er ekki ný uppfinning en þetta er það sem þarf að gera,“ segir Björn Valur.

Björn Valur fór síðan í stuttu máli yfir síðustu ár til að skýra betur út hvernig þróun Vinstri Grænna hefur verið.

„Síðan 2007 hafa sex stjórnmálaflokkar myndað níu ríkisstjórnir á Íslandi,“ segir hann og bendir á að Samfylkingin hafi á þessu tímabili átt sex formenn og Framsóknarflokkurinn hafi klofnað og Miðflokkurinn stofnaður í kjölfarið. Aukreitis hafi Sjálfstæðisflokkurinn klofnað og Viðreisn mynduð.

„Og af öllum þessum níu ríkisstjórnum hefur engin þeirra staðið nema þær sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur verið annaðhvort hryggjarstykkið í eða leitt,“ segir Björn Valur.

Egill gefst ekki upp

Egill Ólafsson Ljósmynd: Mubi.com

Egill Ólafsson, leikari og tónlistarmaður, fer á kostum í Snertingu. kvikmynd Baltasars Kormáks. Hann segir frá átakanlegri glímu sinni við Parkonson í viðtali við Sölva Tryggvason. Þar kemur fram æðruleysi kappans sem lætur ekki hömlur sjúkdómsins aftra sér frá því að halda áfram að stunda list sína.

„Það er auðvelt að gefast upp og leggjast í kör, en lífið er þess virði að takast á við það, alveg sama hve erfitt það er. Maður verður að halda í vonina og halda áfram. Ég er ekki hættur að skapa. Ég kem með plötu í haust sem ég er að gera með gömlu skólahljómsveitinni,“ segir einlægur Egill í viðtalinu. Þarna er hann að vitna til hljómsveitarinnar Rassa sem hann skipar ásamt Rúnari Þór Péturssyni og Benedikt Helga Benediktssyni, gömlum skólafélögum frá Núpi í Dýrafirði. Hljómsveitin heitir reyndar Razzar á Spotify.

Þess utan er að koma út ný plata með Agll. Og þetta er ekki nóg því hann er að einnig gefa út ljóðabók. Það er enginn uppgjafartónn í Agli þótt rödd hans sé að láta undan sjúkdómnum …

 

Háskaleg hópslagsmál í Kópavogi enduðu illa – Nafnlaus æsingamaður í miðborginni

Lögreglan hefur í nógu að snúast.

Hópslagsmál brutust fram í Kópavogi í gærkvöld. Lögregla var kölluð til og greip inn í atburðarásina. Átökin reyndust vera háskaleg því einn lá óvígur eftir. Sá var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.  Árásarmaðurinn var handtekinn, grunaður um alvarlega líkamsárás. Hann var læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglu var tilkynnt um æstan mann í miðborg Reykjavíkur. Aðspurður neitaði aðilinn að segja til nafns eða framvísa skilríkjum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem bráði af honum og hann gaf upp nafn sitt. Maðurinn var látinn laus í framhaldinu.

Ökumaður handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum. Hann var fluttur á lögreglustöð og dregið úr honum blóð. Í framhaldinu var honum sleppt, bílllausum. Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í miðborginni. Lögregla mætti á vettvang og er málið í rannsókn.

Búðaþjófur var staðinn að verki í Kópavogi. Málið var afgreitt á vettvangi. Það var fleira um að vera í Kópavogi því seinheppinn og illa áttaður ökumaður ók bifreið sinni í gegnum grindverk við heimahús. Ökumaður bifreiðarinnar lagði á flótta en fannst fljóltlega nálægt vettvangi. Hann var handtekinn og læsturi inni í fangaklefa. Með nýjum degi mun hann svara fyrir gjörðir sínar.

Í gærdag varð nokkurt uppnám þegar hestur birtist brokkandi á Reykjanesbraut og skapaði hættuástand fyrir bíla og menn. Hesturinn hafði flúið úr prísund sinni á afgirtu hestasvæði, og spókaði sig á Reykjanesbraut með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem óku þar um. Vanur hestamaður kom til skjalanna og afstýrði frekari vandræðum með þvík að koma dýrinu í taum áður en lögreglu bar að garði. Eigandinn gaf sig svo fram og hestinum var komið á sinn stað.

Léleg frammistaða landsliðsins gegn Hollandi – Jón Dagur bestur

Mikael og Jón Dagur eru á sínum stað í íslenska landsliðinu

Það gekk ekkert hjá íslenska landsliðinu sem tapaði fyrir því hollenska fyrr í kvöld en hinir hollensku sigruðu leikinn 4-0. Í raun er mildi að ekki fór verr og erfitt að sjá jákvæða hluti við spili liðsins í kvöld. Því hefur verið slökkt í þeirri sigurvímu sem myndaðist eftir sigurinn gegn Englandi, að minnsti kosti í bili. Eina marktækifæri Íslands kom þegar Stefán Teitur skaut í stöng af löngu færi.

Einkunnir leikamanna:

Hákon Rafn Valdimarsson – 5
Bjarki Steinn Bjarkason – 5
Sverrir Ingi Ingason – 5
Valgeir Lunddal Friðriksson – 4
Kolbeinn Finnsson – 5
Arnór Ingvi Traustason – 6
Jóhann Berg Guðmundsson – 5
Jón Dagur Þorsteinsson – 6
Hákon Arnar Haraldsson – 5
Mikael Anderson – 5
Andri Lucas Guðjohnsen – 5

Varamenn:
Stefán Teitur Þórðarson – 6
Ísak Bergmann Jóhannesson – 5
Arnór Sigurðsson – 5

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.

Tonn af stolnum humri fannst í Heiðmörk: „Þurft að losa sig við þetta í flýti“

Heiðmörk - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Brotist var inn í Fisco á Akranesi árið 2003 og tæpu tonni af humri stolið.

Sagt er frá því í Morgunblaðinu á sínum tíma að þjófarnir hafa brotið sér leið inn um glugga og í framhaldi þess opnað stórar dyr og ekið inn stórum flutningabíl og hlaðið humrinum í bílinn. Humarinn hafi verið geymdur í kæliklefa og virðast þjófarnir gagngert hafa brotist inn til að stela humrinum vegna þess að önnur verðmæti Fisco voru ekki snert en vinna í fyrirtækinu lá niðri vegna sumarfría starfsmanna. Þá hafi humarinn að mestu verið fullunninn og engar eftirlitsmyndavélar til taks.

Sólarhring eftir innbrotið fannst humarinn á nokkuð óvenjulegum stað en lögreglan í Hafnarfirði fann hann í Heiðmörk eftir ábendingu. Humarinn var allur ónýtur og var fargað. Tjónið var metið á þriðju milljón fyrir Fisco. „Það er líkt því að menn hafi þurft að losa sig við þetta í flýti,“ sagði Viðar Stefánsson, lögreglufulltrúi á Akranesi, um málið við Morgunblaðið árið 2003.

Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, sagði að þjófar væru yfirleitt að selja veitingamönnum vörur eins og humar á undirverði. Hann tók þó fram að veitingahúsaeigendur væru ekkert óheiðarlegri en annað fólk.

Fiskikóngurinn svarar fyrir ásakanirnar: „Ég held að maður geti bara rifbeinsbrotnað við að hnerra“

Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján Berg er nokkuð hispurslaus á samfélagsmiðlunum og veigrar sér ekki við því að tjá hug sinn og hefur stundum verið gagnrýndur í kjölfarið.

Fortíð Fiskikóngsins hefur lengi verið á milli tannanna á fólki en árið 1996 var Kristján dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Færri vita að Fiskikóngurinn missti aleiguna í Hruninu 2008. Í nýjasta viðtali Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn, ræðir Kristján Berg á opinskáan hátt um fortíðina, deilur við fyrrum starfsmann sinn, Hrunið og fleira.

Mikið fjölmiðlafár hefur verið síðustu daga vegna ásakana Kristjáns Bergs gagnvart læknum og fyrrum starfsfólki sínu þar sem hann hélt því fram á Facebook að starfsfólk geti pantað veikindavottorð fyrir hverju sem er frá læknum. Mannlíf sagði svo frá ásökun fyrrum starfsmanns Fiskikóngsins en hann heldur því fram að Kristján Berg hafi rifbeinsbrotið sig og að þess vegna hafi hann verið svo lengi í veikindaleyfi. Þessu svarar Kristján Berg fyrir í viðtalið Reynis.

„Ég veit ekki hvernig ég á að hafa rifbeinsbrotið þennan einstakling en ef hann er með vídjó af þessu þætti mér gaman að sjá það og ef hann er með einhver vitni,“ segir Kristján Berg og heldur áfram: „Ef ég hef beinbrotið einhvern mann, sem er rosalega alvarlegt, það er bara ofbeldi …“ Þarna grípur Reynir frammi fyrir Kristjáni og spyr: „En þú veist náttúrulega með hann, tókust þið á eða?“

Kristján: „Ég hef aldrei tekist á við hann eða neitt. Hann hefur bara unnið hjá mér og ekkert vesen.“

Reynir: „Er þetta þá bara skáldssaga um rifbeinsbrotið?“

Kristján: „Sko, ég held að maður geti bara rifbeinsbrotnað við að hnerra, hef ég heyrt. Ég hef aldrei slegist við þennan mann eða neitt, hann hefur bara mætt í vinnuna og unnið sitt starf.“

Reynir: „En af hverju er hann að láta þetta frá sér?“

Kristján: „Það væri bara gaman ef þau kæmu í ljós, öll þau skilaboð sem hafa farið okkar á milli. En þetta er svolítið svæsið og ég tel þetta bara fjárkúgun.“

Reynir: „Þannig að hann hefur hætt eftir fjögur ár, ósáttur?“

Kristján: „Mjög ósáttur. En ef einhver er að ásaka mig um beinbrot, sem er mjög alvarleg ásökun, þá erum við bara með dómskerfi, við erum með lögreglu. Ef ég hefði rifbeinsbrotið einhvern þá hefði hann örugglega fengið áverkavottorð og farið að kæra mig. Ég myndi ætla það, ég myndi gera það.“

Reynir: „Þú hlýtur að vita ef eitthvað hefur gerst sem getur gefið tilefni til þess að það hrökkvi í sundur rif. Það hefur ekkert gerst?“

„Nei,“ svaraði Kristján hlæjandi og bætti við: „Þetta er bara fyndið. Þetta er ekki svaravert.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Sonur Annie Mistar kominn með nafn

Annie Mist. Mynd / Aðsend

Crossfit-konan merka Annie Mist Þórisdóttir eignaðist sitt annað barn fyrr á þessu ári með sambýlismanni sínum Frederik Ægidius en fyrir eiga þau Freyju Mist, sem verður fjögurra ára gömul í ár.

Ungi pilturinn fékk nafn um helgina en nafnið er Atlas Týr Ægidius Frederiks­son samkvæmt færslu sem Annie setti á Instagram.

„Atlas Týr Ægidius Frederiks­son var skírður og fékk nafnið sitt form­lega í dag. Það er hefð á Íslandi að nafn barns­ins sé haldið leyndu þar til það er skírt. Það er leið til að máta nafnið og sjá hvort það passi við barnið. Ég er svo spennt að geta loks­ins notað nafnið hans en ekki „litli gaur­inn“ með öll­um.

Dag­ur­inn var full­kom­inn, um­kringd­ur vin­um og fjöl­skyldu, og við för­um að sofa með hjartað fullt af ást og þakk­læti,“ skrifaði Annie Mist en mbl.is greindi fyrst frá.

Skúli er fallinn frá

Skúli Margeir Óskarsson, fyrrum íþróttamaður ársins, er látinn. Hann var 75 ára gamall en Mbl.is greinir frá andláti hans.

Skúli fæddist árið 1948 og ólst upp á Fáskrúðsfirði en flutti síðar á höfuðborgarsvæðið. Skúli hóf að keppa í lyftingum árið 1970 og setti mörg Íslandsmet á lífsleiðinni í íþróttinni. Skúli náði þeim merka árangri að lenda í öðru sæti á heimsmeistaramótinu árið 1978 og setti svo heimsmet í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokki árið 1980.

Skúli var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2017 og var kosinn Íþróttamaður ársins árin 1978 og 1980.

Skúli læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, dótt­ur, tvær stjúp­dæt­ur og átta barna­börn.

Stuðningsmenn Palestínu skvettu rauðri málningu á fjölda Barclays-banka

Bankastarfsmenn sáu rautt.

Aðgerðarsinnar sem styðja Palestínu beindu spjótum sínum á 20 útibúum Barclays-bankans í Englandi og í Skotlandi, og hvöttu til þess að bankinn hætti að taka þátt í vopnaviðskiptum við Ísrael.

Í sumum tilfellum voru skemmdir unnar á útíbúum bankans en rauðri málningu var skvett á þau, auk þess sem rúður voru brotnar.

Samkvæmt hópinum Palestine Action, kröfðust aðgerðarsinnarnir þess að bankinn „losi sig undan vopna- og jarðefnaeldsneytis viðskiptum Ísraels“ og munu halda því áfram þar til Barclays bankinn hættir að fjárfesta í ákveðnum fyrirtækjum.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Gerir upp veikindin með tónlistinni: „Andlega áfallið var enn meira en það líkamlega“

Svavar. Ljósmynd: Aðsend

Eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir tveimur árum vegna hjartagalla og hjartaaðgerðar í kjölfarið þar sem lokað var á milli hjartahólfa átti Svavar eftir að gera upp andlega áfallið sem fylgdi í kjölfarið

„Svona eftir á að hyggja þá var andlega áfallið enn meira en það líkamlega og var ég talsverðan tíma að vinna úr því hversu tæpt þetta stóð og hvernig lífið getur breyst á örskotsstundu. Þá fer maður svolítið að horfa inn á við, einfalda líf sitt og hugsa meira um virðið í litlu hlutunum. Ég fór markvisst í þá vinnu með mínum nánustu og gera upp önnur mál í leiðinni og taka mér stöðu. Það hefur einnig kostað mikið en svona er það stundum að það er til hins betra. Ég hef alltaf verið mjög bjartsýnn og glaðlyndur og finnst læknandi að gera upp kafla í mínu lífi með því að skrifa, semja og gefa út tónlist og vera í flæðinu og það þarf mjög mikið til að hagga mér, ég læt alltaf hjartað ráða för,“ lýsir Svavar Viðarsson um sína sigra í lífinu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Nýlega gáfu tónlistarmennirnir Svavar Viðarsson og Magni út nýja lagið sitt Aðeins eitt. Lagið er hvetjandi lag sem fjallar um að sleppa takinu á fortíðinni, umfaðma hamingjuna í núinu og horfa fram á við. Með hrífandi texta undirstrikar lagið fegurð þess að deila bæði brosi og tárum og minnir okkur á að þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa. Lífið er of stutt fyrir eitthvað minna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna útgáfunnar.

Aðeins eitt er annað samstarfsverkefni Svavars og Magna, eftir útgáfuna Ekkert hefur breyst sem kom út í  fyrrasumar en lagið komst á vinsældarlista Rásar 2.

Á bak við lagið Aðeins eitt er hæfileikaríka tónlistarfólkið Svavar Viðarsson (Lag, texti og útsetningar), Magni Ásgeirsson (Söngur), Vignir Snær Vigfússon (Rafmagns- og kassagítar, útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun), Benedikt Brynleifsson (Trommur), Helgi Reynir Jónsson (Hljómborð), Erna Hrönn Ólafsdóttir (Bakraddir) og Skonrokk Studios/Sigurdór Guðmundsson (Hljómjöfnun).

Lagið Aðeins eitt er því nú aðgengilegt á streymisveitum og er hér komið til að veita þér innblástur og gleði inn í daginn þinn.

 

Bill Wilson, stofnandi AA lék sér með hugvíkkandi efni

Í dag 10 júní, er 89 ára stofndagur AA samtakanna. 10 Júní 1935 var dagurinn sem langt gengdi alkóhólistinn Robert Holbrook Smith náði að skríða inn í edrúmennsku sem hann hélt til dauðadags. Robert, sem er þekktur sem Dr. Bob var alkóhólisti nr. 2 en það að einn alkóhólisti var farin að hjálpa öðrum markaði þáttaskil í baráttunni við alkóhólisma og því er þessi dagur sá sem er skilgreindur sem stofndagur AA samtakanna, félagsskap sem svo margir æ síðan hafi notið góðs af. 

Rúmlega hálfu ári áður en það rann af Dr. Bob náði alkóhólisti nr 1, William Griffith Wilson að komast í edrúmennsku með hjálp góðra manna og úrræðum þeirra. William Griffith Wilson sem er þekktur sem Bill W. hafði reynt öll þekkt úrræði á þeim tíma, var kominn á lokastig sjúkdómsins alkóhólisma þegar hann svo sá ljósið 11 desember 1934 í áfengismeðferð undir handleiðslu William Duncan Silkworth, þekktur sem Dr. Silkworth sem er einn af mikilvægustu hlekkjum þeirrar atburðarrásar sem leiddu til þess að AA samtökin urðu til. 

Atburðarásin sem leiddi Bill W. inn á sjúkrarúm Town hospital þarna í byrjun desember 1934 er löng og áhugaverð og spannar milli heimsálfa en sú saga verður að bíða í annan langhund því það sem ég ætlaði mér að ávarpa hér er svolítið annað. 

Nokkrum árum eftir að Bill og Bob verða edrú og eru meðlimir þessara samtaka sem um ræðir farnir að skipta nokkrum hundruðum. Eftir aðferðum sem eru þekktar í dag sem 12 spora leiðin hjálpar einn alkóhólisti öðrum og í fyrsta skiptið náðist sjáanlegur árangur í lækningu við alkóhólisma. Árið 1938 skrifuðu svo þessir fyrstu meðlimir samtakanna AA bókina sem er eflaust ein af mest prentuðu bók allra tíma á eftir Biblíunni og tilvitnunum Mao Tse-tung formanns. Í AA bókinni eða Alcoholics Anonymous eins og hún heitir á frummálinu lýsir Bill W. þeirri reynslu sem hann varð fyrir 11 desember í sjúkrarúminu á Town hospital, reynsla sem breytti lífi hans.

Bugaður á sál og líkama bað hann æðri máttarvöld um hjálp við að losna undan ánauð bakkusar og “kraftaverkið” gerðist. Hann lýsir reynslunni þannig að það hafi verið sem honum hefði verið lyft upp í hæðir og að það hafi verið sem hann stæði á fjallstindi. Öll birta heimsins umlék hann og mikil vindur blés um hann. Hann segir að vindurinn hafi ekki blásið lofti heldur heilögum anda og úr þessari reynslu kom hann til baka sem breyttur og frjáls maður.

Í þessa sögu er oft vitnað í alka á milli hvort sem sé á 12 spora fundum eða bara manna á milli þar sem einn alkóhólisti hjálpar öðrum alkóhólista. Það sem hinsvegar kemur ekki fram í þessari umræddu bók er ástandið sem Bill W. var í þegar að hann verður fyrir þessari sterku andlegu reynslu sem breytti allri hans sýn og viðhorfum. Málið er að 11 desember 1934 er hann varð þessari reynslu aðnjótandi var hann á sínum þriðja degi í innlögn og einnig á sínum þriðja degi í svokallaðri Towns Lambert meðhöndlun sem innihélt meðal annars tvö mjög hugvíkkandi efni, Belladonna og Henbane, sem eru plöntuefni sem valda miklum vímuáhrifum séu þau tekin í viðeigandi magni. 

Þessar sögulegu staðreyndir þykja algjört tabú innan 12 spora samfélagsins. Ítrekað hefur verið reynt að gera lítið úr eða véfengja þessar staðreyndir um sjálfan stofnanda AA samtakana, sjálfan Bill Wilson og tala nú ekki um hans nær 15 ára löngu tilraunir með góðvini sínum og metsölurithöfundi Aldous Huxley með LSD undir handleiðslu Gerald Heard og Dr. Sidney Cohen en Gerald Heard var til langs tíma einskonar mentor eða andlegur ráðgjafi Bill W. 

Áralangar tilraunir Bill W. með LSD voru til þess að upplifa aftur þessa reynslu sem hann hafði orðið fyrir þarna á Town hospital sem og að vinna bug á eða finna leið með að vinna á alvarlegu þunglyndi sem hann hafði þjáðst af þessi fyrstu 20 ár edrúmennsku sinnar. Þunglyndið sagði hann þó seinna meir að hefði aldrei horfið alveg með hjálp LSD en hann náði samt sem áður að finna leiðir til að sjá og upplifa sjálfan sig í skýrara ljósi og lifa með þunglyndi sem þýddi að það missti mátt sinn verulega í lífi hans.

Bill Wlson

Fyrsta skiptið sem Bill W. notaði LSD var tekið upp á hljóðfilmu en þær upptökur eru glataðar en handrit var tekið af upptökunni og það fyrsta sem hann sagði þegar áhrifin voru byrjuð að gera vart sig var, “fólk ætti að hætta að taka öllu svona alvarlega”. Alveg ótrúlega viðeigandi skilaboð til okkar sem lifum og hrærumst í ótta við pólitískan rétttrúnað, ótta við að verða dæmd fyrir að samræmast ekki því sem fjöldinn segir okkur að sé viðeigandi eða rétt. Það er ósköp eðlilegt en á sama stað kol óheilbrigt þar sem við fyrir vikið hunsum eigið innsæi og verðum af þeirri reynslu sem felst í að vera sjálfum okkur samkvæm, hugrökk og með vissu og staðfestu í hjarta um að heimurinn sé okkur raunverulega öruggur og vinveittur.

Ástæða þess að ég er skrifa þessa grein er ekki bara til fræða fólk um þennan stórkostlega félagsskap sem AA er heldur vil ég einnig vekja athygli á möguleikum hugvíkkandi efna í þessu samhengi. Ég er ekki að halda því fram að um einhverja töfralausn sem um að ræða en ég er að sjá fólk með alvarlegar fíknisögur ná stórkostlegum árangri með hjálp þessara efna og þá ýmist í smáskammtaformi sem og í leiddum fullskammta meðferðum eða serómónium. 

Ég er að sjá fólk sækja undirbúningsnámskeið sem leidd eru af sálfræðingum, námskeið þar sem viðkomandi eru undirbúin fyrir ferðalag sem svo eru leidd af aðilum sem sérhæfa sig í þeim. Ég er ekki að halda því fram að þessir einstaklingar gangi svo burt frá 12 spora leiðinni og hætti “prógrammi”, þvert á móti en það sem þessi ferðalög virðast gera er að auka á sköpun hvað varðar tengingu við æðri mátt eða Guð samkvæmt skilningi hvers og eins og einnig er óhætt að segja að þessir einstaklingar virðast ná að komast á staði í vitund sinni sem voru þeim áður óaðgengilegir, staðir fullir af syllum og skúmaskotum þar sem afleiðingar áfalla liggja og rotna i myrkrinu. Þessar afleiðingar hefur ferðalangurinn tækifæri til að vinna með, endurforrita með því að kasta burt þeirri neikvæðri orku sem virkar sem uppspretta þjáninga margra kynslóða. Ég er að sjá að rými fyrir andlegan og félagslegan þroska eykst og maðurinn upplifir fyrir vikið aukna gleði og aukið frelsi. 

Sjálfur hef ég einungis notast við smáskömmtun á Psilosybin-svepp um nokkura ára skeið með frábærum árangri samhliða minni edrúmennsku. Lögmálið sem ég er að upplifa hjá sjálfum mér og sjá hjá mörgum öðrum er að því lengur sem ég tek sveppinn því minna og sjaldnar tek ég hann, ólíkt öðrum kemískum efnum sem stór hluti þjóðarinnar tekur við þunglyndi, kvíða, athyglisbrest osfvr. Þar sé ég skammtinn aukin og svo er skipt um eitt lyf fyrir annað því alltaf snýst tímabundin kemísk lausn upp í andhverfu sína og meira að segja eru endalokin oft svo slæm og dimm að tilfellin enda með dauða. Hræðilegt ástand í samfélaginu sem ég finn fyrir gríðarlegum vanmætti gagnvart. 

Þó svo að það sé ekki algengt upplifi ég samt sem áður mikla fordóma og að sögur fara á kreik um að ég sé á fallbraut og þess vegna komin í kafneyslu þegar staðreynd málsins er sú að þann 17. júní næstkomandi fagna ég 8 ára edrúmennsku. Þessar sögur um föll og fallbrautir hef ég öðru hvoru heyrt um sjálfan mig í nokkur ár. Undir venjulegum kringumstæðum snerta þær mig ekki og vekja ekki upp nein tilfinningarleg viðbrögð því í botn og grunn veit ég hver og hvar ég er, en tilfelli hafa komið upp þar sem vinir innan edrúsamfélagsins afneita og slaufa vinskap á þeim rökum að ég sé með ranghugmyndir og sé á leið glötunar og í þeim tilfellum verð ég að viðurkenna að mér sárnar. Samt sem áður, veit ég að enginn meinar neitt illt með svona framkomu heldur lít ég svo á að aðeins er um fáfræði og fordóma að ræða. 

Svona í lokin langar mér að vitna í texta aftast úr AA bókinni. Þar er viðauki sem nefndur er viðauki tvö. Í lok viðaukans er vitnað í Herbert Spencer sem var breskur heimspekingur, líffræðingur og rithöfundur. Tilvitnunin er svo hljóðandi.

„Til er sú afstaða sem virðir allan fróðleik að vettugi, hunsar öll rök og festir manninn ætíð í kviksyndi fáviskunar ævina á enda. Þetta er sú afstaða að vera á móti einhverju án þess að hafa kynnt sér það.“

Höfundur. Gunnar Dan Wiium

Starfar sem verslunarstjóri, umboðsmaður, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins

 

 

Sorphirðugjöld lækkuð um tugi þúsunda: „Eðlilegt að lækka gjaldið“

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps

Sorphirðugjöld í Mýrdalshreppi hafa verið lækkuð en Bændablaðið greinir frá þessu.

Sveitarstjórnin þar á samþykkti einróma að lækka sorphirðugjöldin á fundi en ástæðan eru tafir á dreifingu á sorpílátum. Verður rukkað 75 þúsund krónur á hvert heimili og 35 þúsund krónur á frístundahús en íbúar sveitarfélagsins eru 313 og frístundahúsin 40 talsins.

„Málið snýst um innleiðingu á nýju kerfi hjá okkur þar sem átti að rukka ákveðið gjald fyrir hvert ílát en það hefur ekki gengið nægilega hratt og talningu og dreifingu á ílátum var ekki lokið fyrr en í þessum mánuði. Því munu heimilin greiða minna heldur en þau hefðu greitt samkvæmt gjaldskrá sem miðaði við gjald per ílát. Samkvæmt þeirri gjaldskrá hefði heimili þurft að greiða 106.000 krónur á ári miðað við að vera með fjórar tunnur. Það þótti því eðlilegt að lækka gjaldið þar sem dreifing íláta tafðist,“ sagði Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í samtali við Bændablaðið um málið

Grínast með vináttuleik Íslands og Englands: „Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín“

Jón Dagur Þorsteinsson spilar með íslenska landsliðinu í knattspyrnu - Myndin tengist fréttinni ekki beint
Anna Kristjánsdóttir skrifar um sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á liði Englands í vináttuleik landanna á dögunum.

Vélstjórinn grínaktugi, Anna Kristjánsdóttir skrifar um vináttuleik Íslands og Englands í knattspyrnu sem fram fór á dögunum, í nýjustu dagbókarfærslu sinni á Facebook. Í færslunni gerir Anna góðlátlegt grín að Bretum.

„Um daginn spiluðu Íslendingar vináttulandsleik við England og unnu glæsilegan sigur. Bretar sem horfðu á leikinn skildu ekkert í því hvaða lið var að vinna þá enda merkt sem ISL á skjánum þeirra. Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín yfir ósigrinum, en svo kom í ljós að leikurinn var gegn Iceland, einni stærstu verslanakeðju Englands og þá tóku þeir gleði sína á ný, nokkrir þeirra heilsuðu mér meira að segja á sunnudagskvöldi á Búkkanum og Sandy´s bar, vitandi það að ég var frá Íslandi en ekki frá verslanakeðjunni Iceland sem var ranglega merkt sem ISL á skjánum þeirra, en sem hafði unnið England í fótboltaleik á föstudagskvöldið.“

Því næst „nöldrar“ Anna aðeins um það að landið okkar skuli á ensku heita Iceland en ekki Ísland eins og í mörgum öðrum löndum.

„Hvenær megum við Íslendingar sætta okkur við að landið okkar heitir Ísland, en ekki Iceland? Það heitir Island á norðurlandamálum og þýsku, Ijsland á hollensku, Islandia á spænsku, Islande á frönsku og Izland á ungversku og samt tölum við alltaf um eitthvað Æsland ritað sem Iceland á útlensku. Fyrir nokkrum árum síðan fór ég á milli ferðamannaverslana í Reykjavík leitandi að einhverju sem minnti á Ísland, en fann bara ensku verslanakeðjuna Iceland.
Þetta var nöldur dagsins.“

Óskar Hrafn hefur störf hjá KR

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn til starfa hjá KR en þó ekki sem knattspyrnuþjálfari en frá þessu er greint á samfélagsmiðlum KR.

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram.

Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.

Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.

Við bjóðum Óskar Hrafn velkominn til starfa og væntum mikils af samstarfinu.“

Bjarkey leyfir hvalveiðar: „Ég verð engu að síður að fara eftir lögum“

Mynd: Alþingi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Tilkynnti hún þetta rétt í þessu en RÚV sagði frá.

Beðið hafði verið eftir ákvörðun Bjarkeyja með óþreyju en í dag tilkynnti hún að Hval hf. skyldi hljóta veiðileyfi til veiða á langreiðum. Gildir leyfið fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar en það gera samtals 128 langreyðar.

Samkvæmt vef Stjórnarráðsins segir að ákvörðun um veiðimagn rúmist innan marka ráðgjafa Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af vargætnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Bjarkey sagði niðurstöðuna um heimildina ekki vera ákvörðun sem samræmist hennar skoðunum eða skoðunum Vinstri grænna.

„Ég verð engu að síður að fara eftir lögum og reglum og þetta er mín niðurstaða núna,“ segir Bjarkey.

Reglugerðin er eins og hún var í fyrra eftir að hún var þrengd af fyrrverandi matvælaráðherra, að sögn Bjarkeyjar. Skilyrðin eru að öðru leyti ekki þrengri en þá.

Matvælastofnun kom með ábendingu um að enn frekari þrengingar skilyrðanna en Bjarkey segir það vera til skoðunar hjá matvælaráðuneytingu, en að það hafi í sjálfu sér ekki áhrif á útgáfu leyfisins.

Kristján markaðssetur menningu á Akureyri

Kristján sér um færir sig um set - Mynd: Sindri Swan

Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn sem markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar.

Kristján hefur á undanförnum árum verið framkvæmdastjóri Kraumar framleiðslu en fyrirtækið starfar við kvikmyndaframleiðslu og markaðsstarfi. Kristján hefur verið puttanna í mörgu í gegnum árin en reynsla hans í sjónvarpi, útgáfu og markaðsstjórnun þótti henta vel í nýja starf hans. Þá er Kristján menntaður leikstjóri og hefur lagt stund á meistaranám í foystu og stjórnun við Bifröst.

Kristján tekur við starfinu af Indíönu Hreinsdóttir sem hafði sinnt starfinu undanfarin sex ár.

 

Þrettán ungliðahreyfingar fordæma útlendingafrumvarpið: „Höfum verulegar áhyggjur“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Þrettán ungliðahreyfingar á Íslandi fordæma útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.

Yfirlýsing og umsögn þar sem 13 ungliðahreyfingar hafa fordæmt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefur verið brit á facebook. Þar krefjast ungliðahreyfingarnar þess að „allar lagabreytingar sem standa til skulu vera gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.“

Í yfirlýsingunni er farið gaumgæfilega yfir frumvarpið og það rifið í sundur ef svo má að orði komast. Þá er bent á að fjöldi mannréttindasamtaka á Íslandi hafi öllu fordæmt frumvarpið eins og það leggur sig.

Hér má sjá yfirlýsinguna í heild: 

Enn og aftur höfum við sem ungmenni í landinu verulegar áhyggjur af áframhaldandi neikvæðri þróun núverandi ríkisstjórnar í málefnum útlendinga. Við krefjumst þess að allar lagabreytingar sem standa til skulu vera gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.

Við sem ungmenni á Íslandi fordæmum frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem liggur fyrir Alþingi. 

Þann 4. júní 2024 var útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, afgreitt á fundi Allsherjar- og menntamálanefndar. Þriðja umræða um það mun svo fara fram á næstu dögum áður en þingið fer í frí. Mannréttindasamtök á borð við Rauða krossinn á Íslandi, Barnaheill, UNICEF á Íslandi, Umboðsmann barna, ÖBÍ, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa fordæmt frumvarpið eins og það leggur sig. 

Frumvarpið leggur til að fækkað verði nefndarmönnum frá sjö í þrjá í kærunefnd útlendingamála. Það hefur þær afleiðingar að meira álag er sett á nefndarmenn sem veldur minni skilvirkni og lengri afgreiðslutíma dvalarleyfa. Í dag sitja fulltrúar frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands í nefndinni. Með lagabreytingum myndi dómsmálaráðherra skipa þrjá fulltrúa í nefndina og ekki er tryggt að mismunandi og fjölbreytt sjónarhorn og þekking á málaflokknum komi að borðinu. 

Virkilega erfitt væri fyrir flóttafólk að standast kröfur um fjölskyldusameiningu samkvæmt frumvarpinu. Í 6. og 7. gr. frumvarpsins er lagt til að nánustu aðstendur útlendinga, sem hafa fengið viðbótarvernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi, öðlist ekki rétt til fjölskyldusameiningar fyrr en eftir a.m.k. eitt ár og fullnægir eftirfarandi skilyrðum: hefur verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði í átta mánuði og uppfyllir skilyrði um trygga framfærslu, skilyrði um íslenskukunnáttu og hefur til umráða íbúðarhúsnæði fyrir aðstandendur sem sótt er um fjölskyldusameiningarleyfi fyrir. Einnig er vert að taka fram að fjöldi leyfa fyrir fjölskyldusameiningar fara hækkandi. Þó eru það eingöngu rúmlega 5% leyfanna frá 2013 sem eru sameiningar á vegum flóttafólks og mannúðarleyfishafa. Samt sem áður sjá íslensk stjórnvöld þörf  á að setja sérreglur fyrir fólk á flótta þegar kemur að fjölskyldusameiningum. 

Fjölskyldusameiningar eru gríðarlega mikilvægar, sérstaklega fyrir börn. Aðskilnaður barna frá fjölskyldu sinni getur haft alvarleg áhrif á líf og þroska barnsins. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lögbundinn á Íslandi og stjórnvöldum ber lagaleg skylda til að fylgja honum. Stjórnvöld eiga að setja í forgang það sem barninu er fyrir bestu (3. gr.) og virða og tryggja öllum börnum þau réttindi sem kveðið er á um í Barnasáttmálanum án mismununar gegn þeim né foreldra þeirra (2.gr.). Í 7. gr. sáttmálans er kveðið á um rétt barns á því að þekkja og njóta umönnunar foreldra sinna. Samkvæmt 10. gr. Barnasáttmálans kemur fram að stjórnvöldum beri að afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki svo þau geta haldið sambandi og verið saman. Barn sem á foreldra búsetta í mismunandi ríkjum á rétt á því að viðhalda persónulegum tengslum og beinu sambandi við báða foreldra með reglubundnum hætti. Íslensk stjórnvöld eru langt frá því að uppfylla þessar einföldu kröfur.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem stofna rétt barna til að sameinast fjölskyldu sinni í hættu. Annars vegar er lagt til í frumvarpinu að þau sem hafi sótt um eða verið veitt vernd í öðrum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins geti ekki fengið umsókn sína um vernd teknar til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli „sérstakra tengsla“ þrátt fyrir að eiga fjölskyldumeðlim sem hefur hér dvalarleyfi. Eins og greint var frá fyrir ofan er lagt til að einstaklingar sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða viðbótarvernd þurfa að uppfylla ákveðnar kröfu sem er nær ómögulegt fyrir mörg að gera. 

„Þetta mun augljóslega geta haft þau áhrif að börn verði fjarri foreldrum sínum í langvarinn tíma áður en hægt yrði að leggja fram umsókn um slíka fjölskyldusameiningu. Oft yrði um það að ræða að börnin stæðu frammi fyrir sömu hættu í heimaríkinu yfir þann biðtíma sem var ástæðan fyrir flótta foreldrisins. Enn fremur er ljóst að það getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilbrigði, þroska og öryggi barna að vera án umsjár foreldra sinna til langs tíma.“

Umsögn Umboðsmann barna um frumvarpið

Þessar lagabreytingar myndu valda lengri biðtíma barna til að sameinast fjölskyldu sinni. Það er okkar mat að umrætt frumvarp virði ekki ofangreindar greinar sáttmálans og hugi ekki að því sem barninu er fyrir bestu.

Í frumvarpinu er lagt til að stytta dvalarleyfi einstaklinga sem hljóta alþjóðlega vernd verulega. Dvalarleyfi á grundvelli 1.mgr 37.gr, sem veitir viðkomandi stöðu flóttamanns, væri stytt í þrjú ár í stað fjögurra ára, dvalarleyfi á grundvelli 2.mgr. 37.gr, sem veitir viðkomandi viðbótarvernd vegna almenns ástands í heimaríki, verði tvö ár í stað fjögurra ára, og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði til eins árs í stað tveggja ára. Að stytta gildistíma dvalarleyfa mun aðeins minnka skilvirkni og setja meira álag á stjórnvöld og Útlendingastofnun vegna fjölgun umsókna um endurnýjun á leyfi.

Vert er að hafa í huga að einstaklingar flýja ekki aðeins land sitt vegna stríðsátaka, heldur einnig vegna loftslagsáhrifa, ofsókna vegna trúarbragða, kynhneigðar og kyns svo eitthvað sé nefnt. Á heimsvísu neyðast stúlkur og konur til að flýja heimaland sitt vegna ótta við limlestingar, þvinguð hjónabönd og kynbundið ofbeldi. Lög um alþjóðlega vernd þurfa að taka tillit til mismunandi aðstæður einstaklinga.

Hröðun málsmeðferðartíma og lækkun kostnaðar má ekki koma niður á grundvallarréttindum einstaklinga. 

Undirrituð félög krefjast þess að ný útlendingalög verða samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Lög um alþjóðlega vernd verða að vera gerð með mannréttindi að leiðarljósi.

MANNRÉTTINDI YFIR PÓLITÍK 

  • Ungheill, ungmennaráð Barnaheilla
  • Q-félag hinsegin stúdenta
  • Röskva- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
  • Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International
  • Háskólahreyfing Amnesty
  • Femínistafélag Háskóla Íslands
  • Antirasistarnir
  • Ungir umhverfissinnar
  • Ungmennaráð UNICEF
  • Ungmennaráð UN women
  • Ungt jafnaðarfólk
  • Ungir píratar
  • Ungir sósíalistar

 

Sjóflugvél sökk eftir að hafa klesst á skemmtibát í Kanada – MYNDBAND

Sjóflugvél í Kanada - myndin tengist fréttinni ekki beint

Íbúar Vancouver í Kanada trúðu vart eigin augum á laugardaginn þegar þeir sáu sjóflugvél keyra á skemmtibát þegar flugvélin var að reyna hefja sig flugs.

Atvikið ótrúlega náðist á myndband frá nokkrum sjónarhornum og er í raun mildi að ekki fór verr en tveir einstaklingar sem voru á skemmtibátnum þurftu að fara á sjúkrahús eftir áreksturinn. Atvikið sem gerðist rétt eftir hádegi á laugardaginn átti sér stað á umráðasvæði sjóflugvéla og rannsakar lögreglan í borginni góðu af hverju báturinn var á því svæði en flugvélin sökk í sjóinn eftir að hafa klesst á bátinn.

Sárasótt endanlega staðfest á Skriðuklaustri – Elsta dæmi um sjúkdóminn á Íslandi

Ein af beinagrindunum sem grafnar voru upp á Skriðuklaustri. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Allnokkrir sjúklingar á Skriðuklaustri á 16. öld þjáðust af sárasótt. Þetta hefur nú verið staðfest með nýjum greiningum á beinagrindum sem grafnar voru upp á árunum 2002 til 2012.

Kenningar um það að þó nokkrir sjúklingar á Skriðuklaustri í Fljótsdals, hafi þjáðst af sárasótt höfðu áður verið viðraðar eftir venjubundnar mannabeinagreiningar frá klaustrinu en voru þær niðurstöður dregnar í efa vegna þess að talið var að sjúkdómurinn hafi ekki borist til Íslands þegar klaustrið var í rekstri, snemma á sextándu öld. Austurfrétt segir frá hinni merkilegu uppgötvun.

Frá uppgreftrinum á Skriðuklaustri sumarið 2008.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Nýjar greiningar forefðafræðitækninnar [fornDNA] sýna fram á að sárasótt hafi sannarlega borist til Íslands svo snemma en ekki fékk aðeins staðfesting á sjúkdóminum í beinum sjúklinganna, heldur er einnig um að ræða elstu dæmi um sárasótt á Íslandi.

Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í forleifafræði kynnti hinar merku niðurstöður á Læknaþingi í vetur en hún stjórnaði uppgreftri og rannsóknum á rústum Skriðuklausturs frá 2002 til 2012.

Í umfjöllun Austurfréttar segir að ekki sé mikið mál að ráða við sárasóttina í dag en á miðöldum var raunin önnur. Kvikasilfur var þá helsta meðalið gegn sjúkdóminum og var sú meðferð notuð á sjúklingum Skriðuklausturs.

Ein af beinagrindunum sem grafin var upp á Skriðuklaustri árið 2008.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Í heildina greindist merki um sárasótt í 21 beinagrind í kirkjugarði klaustursins, bæði áunna og meðfædda, af þeim 300 beinagrindum sem grafnar voru þar. Af þeim fjölda voru 150 grafir sjúklinga og er því, tölfræðilega, um að ræða frekar stóran hluta af sjúklingum með sóttina, eða 14 prósent. Samkvæmt rannsóknum Steinunnar var enginn þeirra sjúklinga sem þjáðust af sárasóttinni, jarðaður í kistu, af einhverjum ástæðum.

Steinnunn á Læknaþinginu: „Aðalatriðið er að búið er að staðfesta með fornDNA greiningum að sjúklingar í Skriðuklaustri voru með sárasótt. Það var á meðan klaustrið var í rekstri á fyrri hluta 16. aldar. Búið var að greina sárasóttina með hefðbundnum mannabeinagreiningum en margir efuðust um að greiningin væri rétt, því venjulega er talið að sárasótt hafi ekki borist til Íslands fyrr en á síðari tímum. Nú er sem sé búið að staðfesta þetta með fornDNA greiningu. Greiningarnar hafa sömuleiðis sýnt að það voru Íslendingar sem voru jarðaðir við klaustrið. Engin dæmi eru um bein þaðan sem tilheyrðu manneskju af erlendum uppruna.“

Réttindalausir „kennarar“ aldrei verið fleiri í grunnskólum Íslands

Laugalækjarskóli - Mynd: Reykjavíkurborg

Starfsfólk grunnskóla sem sér um kennslu án kennsluréttinda í grunnskólum á Íslandi hefur aldrei verið fleira en á síðasta skólaári en Hagstofa Íslands greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Réttindalausu starfsfólki fjölgaði um 132 frá hausti 2022.

Ef tölur Hagstofunnar eru skoðaðar er ljóst að hlutfall kennara sem hafa ekki kennsluréttindi hefur aldrei verið hærra frá árinu 2002 en í dag er það 18,7% og voru hlutfallslega fleiri karlar án kennsluréttinda sem sáu um kennslu miðað við konur.

Aldrei fleiri karlar

Hlutfall karlkyns kennara hefur ekki verið hærra síðan árið 2003 en alls voru þeir 1.089 talsins en markvisst hefur verið reynt að fjölga karlkyns kennurum undanfarin áratug.

Haustið 2023 störfuðu 9.475 starfsmenn í 8.415 stöðugildum í grunnskólum á Íslandi og hafði fjölgað um 0,7% frá fyrra ári. Þar af störfuðu 5.911 við kennslu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Þá hefur meðalaldur þeirra sem starfa við kennslu lækkað örlítið milli ára en meðalaldurinn er nú 46.1 en var 46,7 en segir Hagstofan að ástæðan bakvið þess lækkun sé lækkun meðalaldurs starfsfólks án kennsluréttinda úr 38,0 árum í 35,7 ár en „meðalaldur kennara með kennsluréttindi er 48,5 ár og er hann svo til óbreyttur frá fyrra ári.“

Björn Valur hjólar í Vinstri græna og formanninn: „Hann er ekki leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja“

Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og fyrrum þingmaður og varaformaður Vinstri Grænna, segir að skipta þurfi út flestum þingmönnum Vinstri grænna, svo hægt sé að blása nýju lífi í flokkinn, sem nú mælist með sögulega lágt fylgi í skoðanakönnunum og næðu ekki á þing ef kosið yrði í dag.

Björn Valur Gíslason var einn af gestum Silfursins í síðasta þættinum fyrir sumarfrí en þar var stjórnmálaveturinn gerður upp. Fór Björn Valur mikinn og var afar gagnrýninn á sinn gamla flokk.

„Flokkurinn er í miklum vandræðum núna,“ segir hann. „Við vorum með fínan formann sem naut vinsælda þvert á flokka og mikils trausts í samfélaginu eins og komið hefur fram. Við eigum ágætan ráðherra og slagsmálahund í Svandísi,“ segir Björn en telur að með þessu sé hæft fólk innan flokksins upptalið.

„Þessi tvö höfðu ekki mikinn stuðning úr baklandinu, hvorki frá flokksmönnum og ekki úr forystusveitinni og þá er ég að tala um þingflokk og sveitastjórnarfólk,“ segir Björn Valur og heldur áfram. „Það er enginn að tala máli Vinstri grænna í dag,“ segir hann og segir að í raun hafi enginn talað máli Vinstri grænna að undanförnu.

Þá er Björn Valur síður en svo ánægður með Guðmund Inga Guðbrandsson, núverandi formann flokksins.

„Nú lýtur flokkurinn forystu varaformannsins fram að landsfundi sem hefur þrátt fyrir sjö ára setu í ríkisstjórn einhvern veginn ekki orðið að stjórnmálamanni. Hann er ekki formaður eða leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja,“ segir hann.

„Það sem ég myndi ráðleggja þeim að gera er að halda í þessa einn, tvo, kannski þrjá sem eru brúklegir til verka enn þá, hverjir sem það eru, sem kunna pólitík og kunna að tala pólitísku og hafa þessa seiglu sem þarf í ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Björn Valur.

Og enn heldur hann áfram:

„Það þarf að halda í þetta fólk sem er í stjórnmálum og talar sem slíkt og hefur hegðað sér sem slíkt en hinu fólkinu þarf einfaldlega að skipta út,“ segir hann og tekur fram að slíkt hafi verið gert áður. Nefnir hann sem dæmi að Samfylkingin hafi skipt um forystu eftir að hún beið afhroð í kosningum fyrir átta árum síðan og hlaut 5,7 prósenta fylgi.

„Þetta er ekki ný uppfinning en þetta er það sem þarf að gera,“ segir Björn Valur.

Björn Valur fór síðan í stuttu máli yfir síðustu ár til að skýra betur út hvernig þróun Vinstri Grænna hefur verið.

„Síðan 2007 hafa sex stjórnmálaflokkar myndað níu ríkisstjórnir á Íslandi,“ segir hann og bendir á að Samfylkingin hafi á þessu tímabili átt sex formenn og Framsóknarflokkurinn hafi klofnað og Miðflokkurinn stofnaður í kjölfarið. Aukreitis hafi Sjálfstæðisflokkurinn klofnað og Viðreisn mynduð.

„Og af öllum þessum níu ríkisstjórnum hefur engin þeirra staðið nema þær sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur verið annaðhvort hryggjarstykkið í eða leitt,“ segir Björn Valur.

Egill gefst ekki upp

Egill Ólafsson Ljósmynd: Mubi.com

Egill Ólafsson, leikari og tónlistarmaður, fer á kostum í Snertingu. kvikmynd Baltasars Kormáks. Hann segir frá átakanlegri glímu sinni við Parkonson í viðtali við Sölva Tryggvason. Þar kemur fram æðruleysi kappans sem lætur ekki hömlur sjúkdómsins aftra sér frá því að halda áfram að stunda list sína.

„Það er auðvelt að gefast upp og leggjast í kör, en lífið er þess virði að takast á við það, alveg sama hve erfitt það er. Maður verður að halda í vonina og halda áfram. Ég er ekki hættur að skapa. Ég kem með plötu í haust sem ég er að gera með gömlu skólahljómsveitinni,“ segir einlægur Egill í viðtalinu. Þarna er hann að vitna til hljómsveitarinnar Rassa sem hann skipar ásamt Rúnari Þór Péturssyni og Benedikt Helga Benediktssyni, gömlum skólafélögum frá Núpi í Dýrafirði. Hljómsveitin heitir reyndar Razzar á Spotify.

Þess utan er að koma út ný plata með Agll. Og þetta er ekki nóg því hann er að einnig gefa út ljóðabók. Það er enginn uppgjafartónn í Agli þótt rödd hans sé að láta undan sjúkdómnum …

 

Háskaleg hópslagsmál í Kópavogi enduðu illa – Nafnlaus æsingamaður í miðborginni

Lögreglan hefur í nógu að snúast.

Hópslagsmál brutust fram í Kópavogi í gærkvöld. Lögregla var kölluð til og greip inn í atburðarásina. Átökin reyndust vera háskaleg því einn lá óvígur eftir. Sá var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.  Árásarmaðurinn var handtekinn, grunaður um alvarlega líkamsárás. Hann var læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglu var tilkynnt um æstan mann í miðborg Reykjavíkur. Aðspurður neitaði aðilinn að segja til nafns eða framvísa skilríkjum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem bráði af honum og hann gaf upp nafn sitt. Maðurinn var látinn laus í framhaldinu.

Ökumaður handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum. Hann var fluttur á lögreglustöð og dregið úr honum blóð. Í framhaldinu var honum sleppt, bílllausum. Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í miðborginni. Lögregla mætti á vettvang og er málið í rannsókn.

Búðaþjófur var staðinn að verki í Kópavogi. Málið var afgreitt á vettvangi. Það var fleira um að vera í Kópavogi því seinheppinn og illa áttaður ökumaður ók bifreið sinni í gegnum grindverk við heimahús. Ökumaður bifreiðarinnar lagði á flótta en fannst fljóltlega nálægt vettvangi. Hann var handtekinn og læsturi inni í fangaklefa. Með nýjum degi mun hann svara fyrir gjörðir sínar.

Í gærdag varð nokkurt uppnám þegar hestur birtist brokkandi á Reykjanesbraut og skapaði hættuástand fyrir bíla og menn. Hesturinn hafði flúið úr prísund sinni á afgirtu hestasvæði, og spókaði sig á Reykjanesbraut með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem óku þar um. Vanur hestamaður kom til skjalanna og afstýrði frekari vandræðum með þvík að koma dýrinu í taum áður en lögreglu bar að garði. Eigandinn gaf sig svo fram og hestinum var komið á sinn stað.

Léleg frammistaða landsliðsins gegn Hollandi – Jón Dagur bestur

Mikael og Jón Dagur eru á sínum stað í íslenska landsliðinu

Það gekk ekkert hjá íslenska landsliðinu sem tapaði fyrir því hollenska fyrr í kvöld en hinir hollensku sigruðu leikinn 4-0. Í raun er mildi að ekki fór verr og erfitt að sjá jákvæða hluti við spili liðsins í kvöld. Því hefur verið slökkt í þeirri sigurvímu sem myndaðist eftir sigurinn gegn Englandi, að minnsti kosti í bili. Eina marktækifæri Íslands kom þegar Stefán Teitur skaut í stöng af löngu færi.

Einkunnir leikamanna:

Hákon Rafn Valdimarsson – 5
Bjarki Steinn Bjarkason – 5
Sverrir Ingi Ingason – 5
Valgeir Lunddal Friðriksson – 4
Kolbeinn Finnsson – 5
Arnór Ingvi Traustason – 6
Jóhann Berg Guðmundsson – 5
Jón Dagur Þorsteinsson – 6
Hákon Arnar Haraldsson – 5
Mikael Anderson – 5
Andri Lucas Guðjohnsen – 5

Varamenn:
Stefán Teitur Þórðarson – 6
Ísak Bergmann Jóhannesson – 5
Arnór Sigurðsson – 5

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.

Tonn af stolnum humri fannst í Heiðmörk: „Þurft að losa sig við þetta í flýti“

Heiðmörk - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Brotist var inn í Fisco á Akranesi árið 2003 og tæpu tonni af humri stolið.

Sagt er frá því í Morgunblaðinu á sínum tíma að þjófarnir hafa brotið sér leið inn um glugga og í framhaldi þess opnað stórar dyr og ekið inn stórum flutningabíl og hlaðið humrinum í bílinn. Humarinn hafi verið geymdur í kæliklefa og virðast þjófarnir gagngert hafa brotist inn til að stela humrinum vegna þess að önnur verðmæti Fisco voru ekki snert en vinna í fyrirtækinu lá niðri vegna sumarfría starfsmanna. Þá hafi humarinn að mestu verið fullunninn og engar eftirlitsmyndavélar til taks.

Sólarhring eftir innbrotið fannst humarinn á nokkuð óvenjulegum stað en lögreglan í Hafnarfirði fann hann í Heiðmörk eftir ábendingu. Humarinn var allur ónýtur og var fargað. Tjónið var metið á þriðju milljón fyrir Fisco. „Það er líkt því að menn hafi þurft að losa sig við þetta í flýti,“ sagði Viðar Stefánsson, lögreglufulltrúi á Akranesi, um málið við Morgunblaðið árið 2003.

Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, sagði að þjófar væru yfirleitt að selja veitingamönnum vörur eins og humar á undirverði. Hann tók þó fram að veitingahúsaeigendur væru ekkert óheiðarlegri en annað fólk.

Fiskikóngurinn svarar fyrir ásakanirnar: „Ég held að maður geti bara rifbeinsbrotnað við að hnerra“

Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján Berg er nokkuð hispurslaus á samfélagsmiðlunum og veigrar sér ekki við því að tjá hug sinn og hefur stundum verið gagnrýndur í kjölfarið.

Fortíð Fiskikóngsins hefur lengi verið á milli tannanna á fólki en árið 1996 var Kristján dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Færri vita að Fiskikóngurinn missti aleiguna í Hruninu 2008. Í nýjasta viðtali Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn, ræðir Kristján Berg á opinskáan hátt um fortíðina, deilur við fyrrum starfsmann sinn, Hrunið og fleira.

Mikið fjölmiðlafár hefur verið síðustu daga vegna ásakana Kristjáns Bergs gagnvart læknum og fyrrum starfsfólki sínu þar sem hann hélt því fram á Facebook að starfsfólk geti pantað veikindavottorð fyrir hverju sem er frá læknum. Mannlíf sagði svo frá ásökun fyrrum starfsmanns Fiskikóngsins en hann heldur því fram að Kristján Berg hafi rifbeinsbrotið sig og að þess vegna hafi hann verið svo lengi í veikindaleyfi. Þessu svarar Kristján Berg fyrir í viðtalið Reynis.

„Ég veit ekki hvernig ég á að hafa rifbeinsbrotið þennan einstakling en ef hann er með vídjó af þessu þætti mér gaman að sjá það og ef hann er með einhver vitni,“ segir Kristján Berg og heldur áfram: „Ef ég hef beinbrotið einhvern mann, sem er rosalega alvarlegt, það er bara ofbeldi …“ Þarna grípur Reynir frammi fyrir Kristjáni og spyr: „En þú veist náttúrulega með hann, tókust þið á eða?“

Kristján: „Ég hef aldrei tekist á við hann eða neitt. Hann hefur bara unnið hjá mér og ekkert vesen.“

Reynir: „Er þetta þá bara skáldssaga um rifbeinsbrotið?“

Kristján: „Sko, ég held að maður geti bara rifbeinsbrotnað við að hnerra, hef ég heyrt. Ég hef aldrei slegist við þennan mann eða neitt, hann hefur bara mætt í vinnuna og unnið sitt starf.“

Reynir: „En af hverju er hann að láta þetta frá sér?“

Kristján: „Það væri bara gaman ef þau kæmu í ljós, öll þau skilaboð sem hafa farið okkar á milli. En þetta er svolítið svæsið og ég tel þetta bara fjárkúgun.“

Reynir: „Þannig að hann hefur hætt eftir fjögur ár, ósáttur?“

Kristján: „Mjög ósáttur. En ef einhver er að ásaka mig um beinbrot, sem er mjög alvarleg ásökun, þá erum við bara með dómskerfi, við erum með lögreglu. Ef ég hefði rifbeinsbrotið einhvern þá hefði hann örugglega fengið áverkavottorð og farið að kæra mig. Ég myndi ætla það, ég myndi gera það.“

Reynir: „Þú hlýtur að vita ef eitthvað hefur gerst sem getur gefið tilefni til þess að það hrökkvi í sundur rif. Það hefur ekkert gerst?“

„Nei,“ svaraði Kristján hlæjandi og bætti við: „Þetta er bara fyndið. Þetta er ekki svaravert.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Sonur Annie Mistar kominn með nafn

Annie Mist. Mynd / Aðsend

Crossfit-konan merka Annie Mist Þórisdóttir eignaðist sitt annað barn fyrr á þessu ári með sambýlismanni sínum Frederik Ægidius en fyrir eiga þau Freyju Mist, sem verður fjögurra ára gömul í ár.

Ungi pilturinn fékk nafn um helgina en nafnið er Atlas Týr Ægidius Frederiks­son samkvæmt færslu sem Annie setti á Instagram.

„Atlas Týr Ægidius Frederiks­son var skírður og fékk nafnið sitt form­lega í dag. Það er hefð á Íslandi að nafn barns­ins sé haldið leyndu þar til það er skírt. Það er leið til að máta nafnið og sjá hvort það passi við barnið. Ég er svo spennt að geta loks­ins notað nafnið hans en ekki „litli gaur­inn“ með öll­um.

Dag­ur­inn var full­kom­inn, um­kringd­ur vin­um og fjöl­skyldu, og við för­um að sofa með hjartað fullt af ást og þakk­læti,“ skrifaði Annie Mist en mbl.is greindi fyrst frá.

Skúli er fallinn frá

Skúli Margeir Óskarsson, fyrrum íþróttamaður ársins, er látinn. Hann var 75 ára gamall en Mbl.is greinir frá andláti hans.

Skúli fæddist árið 1948 og ólst upp á Fáskrúðsfirði en flutti síðar á höfuðborgarsvæðið. Skúli hóf að keppa í lyftingum árið 1970 og setti mörg Íslandsmet á lífsleiðinni í íþróttinni. Skúli náði þeim merka árangri að lenda í öðru sæti á heimsmeistaramótinu árið 1978 og setti svo heimsmet í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokki árið 1980.

Skúli var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2017 og var kosinn Íþróttamaður ársins árin 1978 og 1980.

Skúli læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, dótt­ur, tvær stjúp­dæt­ur og átta barna­börn.

Stuðningsmenn Palestínu skvettu rauðri málningu á fjölda Barclays-banka

Bankastarfsmenn sáu rautt.

Aðgerðarsinnar sem styðja Palestínu beindu spjótum sínum á 20 útibúum Barclays-bankans í Englandi og í Skotlandi, og hvöttu til þess að bankinn hætti að taka þátt í vopnaviðskiptum við Ísrael.

Í sumum tilfellum voru skemmdir unnar á útíbúum bankans en rauðri málningu var skvett á þau, auk þess sem rúður voru brotnar.

Samkvæmt hópinum Palestine Action, kröfðust aðgerðarsinnarnir þess að bankinn „losi sig undan vopna- og jarðefnaeldsneytis viðskiptum Ísraels“ og munu halda því áfram þar til Barclays bankinn hættir að fjárfesta í ákveðnum fyrirtækjum.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Gerir upp veikindin með tónlistinni: „Andlega áfallið var enn meira en það líkamlega“

Svavar. Ljósmynd: Aðsend

Eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir tveimur árum vegna hjartagalla og hjartaaðgerðar í kjölfarið þar sem lokað var á milli hjartahólfa átti Svavar eftir að gera upp andlega áfallið sem fylgdi í kjölfarið

„Svona eftir á að hyggja þá var andlega áfallið enn meira en það líkamlega og var ég talsverðan tíma að vinna úr því hversu tæpt þetta stóð og hvernig lífið getur breyst á örskotsstundu. Þá fer maður svolítið að horfa inn á við, einfalda líf sitt og hugsa meira um virðið í litlu hlutunum. Ég fór markvisst í þá vinnu með mínum nánustu og gera upp önnur mál í leiðinni og taka mér stöðu. Það hefur einnig kostað mikið en svona er það stundum að það er til hins betra. Ég hef alltaf verið mjög bjartsýnn og glaðlyndur og finnst læknandi að gera upp kafla í mínu lífi með því að skrifa, semja og gefa út tónlist og vera í flæðinu og það þarf mjög mikið til að hagga mér, ég læt alltaf hjartað ráða för,“ lýsir Svavar Viðarsson um sína sigra í lífinu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Nýlega gáfu tónlistarmennirnir Svavar Viðarsson og Magni út nýja lagið sitt Aðeins eitt. Lagið er hvetjandi lag sem fjallar um að sleppa takinu á fortíðinni, umfaðma hamingjuna í núinu og horfa fram á við. Með hrífandi texta undirstrikar lagið fegurð þess að deila bæði brosi og tárum og minnir okkur á að þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa. Lífið er of stutt fyrir eitthvað minna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna útgáfunnar.

Aðeins eitt er annað samstarfsverkefni Svavars og Magna, eftir útgáfuna Ekkert hefur breyst sem kom út í  fyrrasumar en lagið komst á vinsældarlista Rásar 2.

Á bak við lagið Aðeins eitt er hæfileikaríka tónlistarfólkið Svavar Viðarsson (Lag, texti og útsetningar), Magni Ásgeirsson (Söngur), Vignir Snær Vigfússon (Rafmagns- og kassagítar, útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun), Benedikt Brynleifsson (Trommur), Helgi Reynir Jónsson (Hljómborð), Erna Hrönn Ólafsdóttir (Bakraddir) og Skonrokk Studios/Sigurdór Guðmundsson (Hljómjöfnun).

Lagið Aðeins eitt er því nú aðgengilegt á streymisveitum og er hér komið til að veita þér innblástur og gleði inn í daginn þinn.

 

Bill Wilson, stofnandi AA lék sér með hugvíkkandi efni

Í dag 10 júní, er 89 ára stofndagur AA samtakanna. 10 Júní 1935 var dagurinn sem langt gengdi alkóhólistinn Robert Holbrook Smith náði að skríða inn í edrúmennsku sem hann hélt til dauðadags. Robert, sem er þekktur sem Dr. Bob var alkóhólisti nr. 2 en það að einn alkóhólisti var farin að hjálpa öðrum markaði þáttaskil í baráttunni við alkóhólisma og því er þessi dagur sá sem er skilgreindur sem stofndagur AA samtakanna, félagsskap sem svo margir æ síðan hafi notið góðs af. 

Rúmlega hálfu ári áður en það rann af Dr. Bob náði alkóhólisti nr 1, William Griffith Wilson að komast í edrúmennsku með hjálp góðra manna og úrræðum þeirra. William Griffith Wilson sem er þekktur sem Bill W. hafði reynt öll þekkt úrræði á þeim tíma, var kominn á lokastig sjúkdómsins alkóhólisma þegar hann svo sá ljósið 11 desember 1934 í áfengismeðferð undir handleiðslu William Duncan Silkworth, þekktur sem Dr. Silkworth sem er einn af mikilvægustu hlekkjum þeirrar atburðarrásar sem leiddu til þess að AA samtökin urðu til. 

Atburðarásin sem leiddi Bill W. inn á sjúkrarúm Town hospital þarna í byrjun desember 1934 er löng og áhugaverð og spannar milli heimsálfa en sú saga verður að bíða í annan langhund því það sem ég ætlaði mér að ávarpa hér er svolítið annað. 

Nokkrum árum eftir að Bill og Bob verða edrú og eru meðlimir þessara samtaka sem um ræðir farnir að skipta nokkrum hundruðum. Eftir aðferðum sem eru þekktar í dag sem 12 spora leiðin hjálpar einn alkóhólisti öðrum og í fyrsta skiptið náðist sjáanlegur árangur í lækningu við alkóhólisma. Árið 1938 skrifuðu svo þessir fyrstu meðlimir samtakanna AA bókina sem er eflaust ein af mest prentuðu bók allra tíma á eftir Biblíunni og tilvitnunum Mao Tse-tung formanns. Í AA bókinni eða Alcoholics Anonymous eins og hún heitir á frummálinu lýsir Bill W. þeirri reynslu sem hann varð fyrir 11 desember í sjúkrarúminu á Town hospital, reynsla sem breytti lífi hans.

Bugaður á sál og líkama bað hann æðri máttarvöld um hjálp við að losna undan ánauð bakkusar og “kraftaverkið” gerðist. Hann lýsir reynslunni þannig að það hafi verið sem honum hefði verið lyft upp í hæðir og að það hafi verið sem hann stæði á fjallstindi. Öll birta heimsins umlék hann og mikil vindur blés um hann. Hann segir að vindurinn hafi ekki blásið lofti heldur heilögum anda og úr þessari reynslu kom hann til baka sem breyttur og frjáls maður.

Í þessa sögu er oft vitnað í alka á milli hvort sem sé á 12 spora fundum eða bara manna á milli þar sem einn alkóhólisti hjálpar öðrum alkóhólista. Það sem hinsvegar kemur ekki fram í þessari umræddu bók er ástandið sem Bill W. var í þegar að hann verður fyrir þessari sterku andlegu reynslu sem breytti allri hans sýn og viðhorfum. Málið er að 11 desember 1934 er hann varð þessari reynslu aðnjótandi var hann á sínum þriðja degi í innlögn og einnig á sínum þriðja degi í svokallaðri Towns Lambert meðhöndlun sem innihélt meðal annars tvö mjög hugvíkkandi efni, Belladonna og Henbane, sem eru plöntuefni sem valda miklum vímuáhrifum séu þau tekin í viðeigandi magni. 

Þessar sögulegu staðreyndir þykja algjört tabú innan 12 spora samfélagsins. Ítrekað hefur verið reynt að gera lítið úr eða véfengja þessar staðreyndir um sjálfan stofnanda AA samtakana, sjálfan Bill Wilson og tala nú ekki um hans nær 15 ára löngu tilraunir með góðvini sínum og metsölurithöfundi Aldous Huxley með LSD undir handleiðslu Gerald Heard og Dr. Sidney Cohen en Gerald Heard var til langs tíma einskonar mentor eða andlegur ráðgjafi Bill W. 

Áralangar tilraunir Bill W. með LSD voru til þess að upplifa aftur þessa reynslu sem hann hafði orðið fyrir þarna á Town hospital sem og að vinna bug á eða finna leið með að vinna á alvarlegu þunglyndi sem hann hafði þjáðst af þessi fyrstu 20 ár edrúmennsku sinnar. Þunglyndið sagði hann þó seinna meir að hefði aldrei horfið alveg með hjálp LSD en hann náði samt sem áður að finna leiðir til að sjá og upplifa sjálfan sig í skýrara ljósi og lifa með þunglyndi sem þýddi að það missti mátt sinn verulega í lífi hans.

Bill Wlson

Fyrsta skiptið sem Bill W. notaði LSD var tekið upp á hljóðfilmu en þær upptökur eru glataðar en handrit var tekið af upptökunni og það fyrsta sem hann sagði þegar áhrifin voru byrjuð að gera vart sig var, “fólk ætti að hætta að taka öllu svona alvarlega”. Alveg ótrúlega viðeigandi skilaboð til okkar sem lifum og hrærumst í ótta við pólitískan rétttrúnað, ótta við að verða dæmd fyrir að samræmast ekki því sem fjöldinn segir okkur að sé viðeigandi eða rétt. Það er ósköp eðlilegt en á sama stað kol óheilbrigt þar sem við fyrir vikið hunsum eigið innsæi og verðum af þeirri reynslu sem felst í að vera sjálfum okkur samkvæm, hugrökk og með vissu og staðfestu í hjarta um að heimurinn sé okkur raunverulega öruggur og vinveittur.

Ástæða þess að ég er skrifa þessa grein er ekki bara til fræða fólk um þennan stórkostlega félagsskap sem AA er heldur vil ég einnig vekja athygli á möguleikum hugvíkkandi efna í þessu samhengi. Ég er ekki að halda því fram að um einhverja töfralausn sem um að ræða en ég er að sjá fólk með alvarlegar fíknisögur ná stórkostlegum árangri með hjálp þessara efna og þá ýmist í smáskammtaformi sem og í leiddum fullskammta meðferðum eða serómónium. 

Ég er að sjá fólk sækja undirbúningsnámskeið sem leidd eru af sálfræðingum, námskeið þar sem viðkomandi eru undirbúin fyrir ferðalag sem svo eru leidd af aðilum sem sérhæfa sig í þeim. Ég er ekki að halda því fram að þessir einstaklingar gangi svo burt frá 12 spora leiðinni og hætti “prógrammi”, þvert á móti en það sem þessi ferðalög virðast gera er að auka á sköpun hvað varðar tengingu við æðri mátt eða Guð samkvæmt skilningi hvers og eins og einnig er óhætt að segja að þessir einstaklingar virðast ná að komast á staði í vitund sinni sem voru þeim áður óaðgengilegir, staðir fullir af syllum og skúmaskotum þar sem afleiðingar áfalla liggja og rotna i myrkrinu. Þessar afleiðingar hefur ferðalangurinn tækifæri til að vinna með, endurforrita með því að kasta burt þeirri neikvæðri orku sem virkar sem uppspretta þjáninga margra kynslóða. Ég er að sjá að rými fyrir andlegan og félagslegan þroska eykst og maðurinn upplifir fyrir vikið aukna gleði og aukið frelsi. 

Sjálfur hef ég einungis notast við smáskömmtun á Psilosybin-svepp um nokkura ára skeið með frábærum árangri samhliða minni edrúmennsku. Lögmálið sem ég er að upplifa hjá sjálfum mér og sjá hjá mörgum öðrum er að því lengur sem ég tek sveppinn því minna og sjaldnar tek ég hann, ólíkt öðrum kemískum efnum sem stór hluti þjóðarinnar tekur við þunglyndi, kvíða, athyglisbrest osfvr. Þar sé ég skammtinn aukin og svo er skipt um eitt lyf fyrir annað því alltaf snýst tímabundin kemísk lausn upp í andhverfu sína og meira að segja eru endalokin oft svo slæm og dimm að tilfellin enda með dauða. Hræðilegt ástand í samfélaginu sem ég finn fyrir gríðarlegum vanmætti gagnvart. 

Þó svo að það sé ekki algengt upplifi ég samt sem áður mikla fordóma og að sögur fara á kreik um að ég sé á fallbraut og þess vegna komin í kafneyslu þegar staðreynd málsins er sú að þann 17. júní næstkomandi fagna ég 8 ára edrúmennsku. Þessar sögur um föll og fallbrautir hef ég öðru hvoru heyrt um sjálfan mig í nokkur ár. Undir venjulegum kringumstæðum snerta þær mig ekki og vekja ekki upp nein tilfinningarleg viðbrögð því í botn og grunn veit ég hver og hvar ég er, en tilfelli hafa komið upp þar sem vinir innan edrúsamfélagsins afneita og slaufa vinskap á þeim rökum að ég sé með ranghugmyndir og sé á leið glötunar og í þeim tilfellum verð ég að viðurkenna að mér sárnar. Samt sem áður, veit ég að enginn meinar neitt illt með svona framkomu heldur lít ég svo á að aðeins er um fáfræði og fordóma að ræða. 

Svona í lokin langar mér að vitna í texta aftast úr AA bókinni. Þar er viðauki sem nefndur er viðauki tvö. Í lok viðaukans er vitnað í Herbert Spencer sem var breskur heimspekingur, líffræðingur og rithöfundur. Tilvitnunin er svo hljóðandi.

„Til er sú afstaða sem virðir allan fróðleik að vettugi, hunsar öll rök og festir manninn ætíð í kviksyndi fáviskunar ævina á enda. Þetta er sú afstaða að vera á móti einhverju án þess að hafa kynnt sér það.“

Höfundur. Gunnar Dan Wiium

Starfar sem verslunarstjóri, umboðsmaður, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins

 

 

Sorphirðugjöld lækkuð um tugi þúsunda: „Eðlilegt að lækka gjaldið“

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps

Sorphirðugjöld í Mýrdalshreppi hafa verið lækkuð en Bændablaðið greinir frá þessu.

Sveitarstjórnin þar á samþykkti einróma að lækka sorphirðugjöldin á fundi en ástæðan eru tafir á dreifingu á sorpílátum. Verður rukkað 75 þúsund krónur á hvert heimili og 35 þúsund krónur á frístundahús en íbúar sveitarfélagsins eru 313 og frístundahúsin 40 talsins.

„Málið snýst um innleiðingu á nýju kerfi hjá okkur þar sem átti að rukka ákveðið gjald fyrir hvert ílát en það hefur ekki gengið nægilega hratt og talningu og dreifingu á ílátum var ekki lokið fyrr en í þessum mánuði. Því munu heimilin greiða minna heldur en þau hefðu greitt samkvæmt gjaldskrá sem miðaði við gjald per ílát. Samkvæmt þeirri gjaldskrá hefði heimili þurft að greiða 106.000 krónur á ári miðað við að vera með fjórar tunnur. Það þótti því eðlilegt að lækka gjaldið þar sem dreifing íláta tafðist,“ sagði Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í samtali við Bændablaðið um málið

Grínast með vináttuleik Íslands og Englands: „Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín“

Jón Dagur Þorsteinsson spilar með íslenska landsliðinu í knattspyrnu - Myndin tengist fréttinni ekki beint
Anna Kristjánsdóttir skrifar um sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á liði Englands í vináttuleik landanna á dögunum.

Vélstjórinn grínaktugi, Anna Kristjánsdóttir skrifar um vináttuleik Íslands og Englands í knattspyrnu sem fram fór á dögunum, í nýjustu dagbókarfærslu sinni á Facebook. Í færslunni gerir Anna góðlátlegt grín að Bretum.

„Um daginn spiluðu Íslendingar vináttulandsleik við England og unnu glæsilegan sigur. Bretar sem horfðu á leikinn skildu ekkert í því hvaða lið var að vinna þá enda merkt sem ISL á skjánum þeirra. Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín yfir ósigrinum, en svo kom í ljós að leikurinn var gegn Iceland, einni stærstu verslanakeðju Englands og þá tóku þeir gleði sína á ný, nokkrir þeirra heilsuðu mér meira að segja á sunnudagskvöldi á Búkkanum og Sandy´s bar, vitandi það að ég var frá Íslandi en ekki frá verslanakeðjunni Iceland sem var ranglega merkt sem ISL á skjánum þeirra, en sem hafði unnið England í fótboltaleik á föstudagskvöldið.“

Því næst „nöldrar“ Anna aðeins um það að landið okkar skuli á ensku heita Iceland en ekki Ísland eins og í mörgum öðrum löndum.

„Hvenær megum við Íslendingar sætta okkur við að landið okkar heitir Ísland, en ekki Iceland? Það heitir Island á norðurlandamálum og þýsku, Ijsland á hollensku, Islandia á spænsku, Islande á frönsku og Izland á ungversku og samt tölum við alltaf um eitthvað Æsland ritað sem Iceland á útlensku. Fyrir nokkrum árum síðan fór ég á milli ferðamannaverslana í Reykjavík leitandi að einhverju sem minnti á Ísland, en fann bara ensku verslanakeðjuna Iceland.
Þetta var nöldur dagsins.“

Óskar Hrafn hefur störf hjá KR

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn til starfa hjá KR en þó ekki sem knattspyrnuþjálfari en frá þessu er greint á samfélagsmiðlum KR.

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram.

Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.

Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.

Við bjóðum Óskar Hrafn velkominn til starfa og væntum mikils af samstarfinu.“

Raddir