Viðbragðshópur á vegum stjórnvalda hefur verið settur á laggirnar vegna þeirra erfiðleika sem kuldatíðin undanfarið hefur valdið.
Á vef Stjórnarráðsins er sagt frá því að viðbragðshópur hafi verið skipaður til að bregðast við þeim erfiðleikum sem kuldatíðin hefur valdið víða í sveitum undanfarnar vikur. Í hópnum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Þá kemur fram að fleiri gætu komið að verkefninu eftir því sem því vindur fram. Þegar hefur hópurinn fundað en greinilegt er að kuldakastið hefur nú þegar haft mjög neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til skemmri og lengri tíma.
Hópurinn mun byrja á því að hafa samband við bændur á þeim svæðum þar sem ástandið er hvað verst, svo hægt sé að kortleggja og skipuleggja viðbrögð við bráðavanda eins og velferð og fóðrun búfjár sem kuldatíðin hefur valdið. Þá kemur fram á vef Stjórnarráðsins að bændur hafi haft frumkvæði að því á ákveðnum svæðum en nauðsynlegt sé að fara yfir heildarstöðuna. Ekki verður ljóst með langtímaáhrif eins og á uppskeru og afurðir, fyrr en líður á sumarið, jafnvel ekki fyrr en í haust.
Aukreitis liggur fyrir að verulegt kaltjón hafi orðið á ræktarlöndum á mörgum sömu svæðum en vinna er hafin vegna þess hjá Bjargráðasjóði.
Bændasamtökin hafa sett upp sérstaka vefsíðu þar sem bændur geta nálgast upplýsingar um framvindu mála.
Söngkonan og Eurovision-stjarnan Greta Salóme Stefánsdóttir hefur tilkynnt að hún sé ólétt af sínu öðru barni. Fyrir á hún soninn Bjart Elí með Elvari Karlssyni en sonur þeirra fæddist árið 2022. Greta tilkynnti óléttuna á samfélagsmiðlinum Instagram og birt hugljúft myndband með. „Við getum ekki beðið eftir haustinu og litla krílinu sem ætlar að bætast í fjölskylduna. Það sem við erum þakklát og spennt! Hvort haldið þið að þetta sé lítill bróðir eða systir?“ skrifaði söngkonan geðþekka. Flestir Íslendingar ættu að þekkja hana vel en hún hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands. Fyrst með Jóni Snæbjörnssyni árið 2012 og svo árið 2016.
Faðir Kim Porter, Jake Porter, lýsir andstyggð sinni yfir nýlega birtu myndbandi af Sean „Diddy“ Combs, sem réðst á söngkonuna Cassie Ventura árið 2016. Diddy er fyrrverandi tengdasonur Jake.
Jake ræddi við Rolling Stone tímaritið á föstudaginn en dóttir hans, Kim heitin, var í sambandi með Diddy í fjöldi ára og átti með honum þrjú börn. Í viðtalinu gagnrýndi Jake tengdasoninn fyrrverandi harðlega, vegna myndbands sem lak nýlega á vefinn.
„Þú mátt segja að mér bjóði við myndbandinu,“ sagði Jake í viðtalinu. „Ég myndi ekki koma svona fram við óvin minn. Þetta var fyrirlitlegt.“
CNN birti myndband í maí sem sýnir líkamsárás Diddy á þáverandi kærustu sinni, Cassie Ventura árið 2016 á ganginum á InterContinental hótelinu í Century City, Los Angeles. Í myndbandinu sést Cassie fara út úr hótelherbergi og ganga að lyftu. Diddy, með handklæði um mittið á sér, hleypur á eftir söngkonunni og grípur hana í hnakkann og kastar henni í gólfið. Hann snýr sér svo til að sparka í hana þar sem hún liggur á jörðinni. Því næst tekur Diddy upp veski hennar sem dottið hafði á gólfið, áður en hann snýr sér svo við til að sparka aftur í Cassie. Tekur hann svo í hettuna á peysunni hennar og dregur hana eftir ganginum en sleppir henni svo og gengur í átt að herbergi sínu. Cassie hljóp þá aftur að lyftunum og kom sér út.
Hér má sjá myndbandið en lesendur eru varaðir við myndefninu:
„Ég trúði því ekki,“ sagði Jake um ofbeldið sem sést í myndbandinu. „Ég var í Víetnam og ég myndi ekki gera þetta við óvin minn.“ Bætti hann við að þó að hann hafi aldrei séð ógnandi hegðun Diddy gagnvart dóttur hans, eða ofbeldi á meðan þau áttu í ástarsambandi, þá velti hann nú fyrir sér, eftir að hafa séð myndbandið, hvort slíkt gæti hafa gerst.
„Ég vissi ekki að hann gæti lagst svo lágt,“ sagði Jake. „Ég ímynda mér að þetta hafi komið mörgum á óvart. Ég myndi ekki einu sinni gera svona við hund. Hugur minn er hjá Cassie.“
Jake deildi líka hugsunum sínum um ástarsamband Diddy við dóttur sína en þau hættu saman og byrjuðu aftur saman ítrekað frá 1994 til 2007, og sagði í viðtalinu að honum hafi þótt Diddy vera „mjög afbrýðisamri manneskju“ og það hafði áhrif á samband þeirra.
„Þau elskuðu hvort annað. Ást Kim var sönn. Ást Puffy (eitt af fjölmörgum listamannanöfnum Diddy), ég veit ekki hvað hann kallar ást, þú veist hvað ég meina? Ég held í rauninni að hann hafi ekki hugmynd um hvað ást er,“ sagði Jake.
Á þessum 13 árum eignuðust Kim og Diddy þrjú börn, tvíburadæturnar Jessie James og D´Lila, (17), og soninn Christian (26). Kim átti svo soninn Quincy úr fyrra sambandi.
Kim lést úr lungnabólgu 15. nóvember, 2018, 47 ár að aldri.
Hið sjokkerandi myndband rennur stoðir undir ásakanir Cassie á hendur Diddy en í fyrra kærði hún hann fyrir gróf brot gegn sér, þar á meðal nauðgun árið 2018.
Cassie og Diddy opinberuðu samband sitt árið 2012, en höfðu allt frá 2007 verið sögð hafa átt í einhvers konar sambandi. Árið 2008 söng Cassie með Diddy í lagi hans Swagga Like Puff og árið 2009 söng hann með Cassie í lagi hennar Must Be Love. Þau hættu saman í október 2018.
Cassie heldur því fram að rapparinn hafi byrjaði að stjórna henni og misnota aðeins nokkrum árum eftir að útgáfufyrirtæki hans, Bad Boy Records, gerði við hana samning. Segir hún að Diddy hafi meðal annars kynnt henni fyrir „lífstíl sem innihélt mikla áfengisdrykkju og fíkniefnaneyslu og að hann hafi neytt hana til að útvega sér ólöglega lyfseðla, til að fullnægja fíkn hans.“
Söngkonan segir að Diddy hafi oft kýlt, lamið, sparkað og stappað á henni, sem olli henni marblettum, sprungna vör, glóðarauga og blæðingum.
Degi eftir að hún lagði fram kæruna, sömdu þau um sáttargreiðslu.
Stuttu eftir að myndbandið birtist í síðasta mánuði, birti Diddy myndband þar sem hann baðst afsökunar á hegðun sinni.
„Hegðun mín á myndbandinu er óafsakanleg. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum í því myndbandi,“ sagði Diddy í myndbandinu. „Mér ofbauð þá, þegar ég gerði þetta. Mér ofbýður núna. Ég fór og leitaði til fagaðila. Ég fór í meðferð, fór í endurhæfingu.“
Lögmannsteymi Cassie brást við afsökunarbeiðninni í gær með yfirlýsingu á ET:
„Nýjasta yfirlýsing Combs snýst meira um hann sjálfan en marga sem hann hefur sært,“ sagði Meredith Firetog, félagi hjá Wigdor LLP lögmannsstofunni. „Þegar Cassie og margar aðrar konur komu fram, neitaði hann öllu og gaf í skyn að fórnarlömb sín væru eftir peningum. Að hann hafi aðeins verið neyddur til að „biðjast afsökunar“ þegar ítrekaðar neitanir hans reyndust rangar sýnir aumkunarverða örvæntingu hans, og enginn mun trúa hans óeinlægu orðum.“
Alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að fólksbifreið sem ekið var í norður hafi skollið framan á jeppabifreið sem ekið var til suðurs. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumaður og farþegi jeppabifreiðarinnar til á Landspítalann til aðhlynningar. Báðar bifreiðarnar eru ónýtar eftir slysið.
Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.
Ég hugsa mikið um dauðann, sennilega of mikið. Ég hef aldrei skilið af hverju en ég hef alltaf hugsað mikið um hvað gerist þegar við deyjum og satt best að segja þá óttast ég að deyja. Ég óttast að verða ekki að neinu. Mér hefur liðið svona síðan ég man eftir mér en það er ekkert atvik sem ég get bent á og sagt „Þaðan kemur þessi ótti, þessi hræðsla.“ Þetta hefur þó minnkað töluvert eftir að ég varð fullorðinn og er sem betur fer ekki hamlandi í mínu daglega lífi. En slíkar hugsanir koma upp þegar fólk sem maður þekkir fellur frá og kannski ekki óvenjulegt að það aukist með aldrinum. Vinkona mín sem glímdi í mörg ár við krabbamein lést í fyrra og ég mætti í jarðarför hennar til að votta henni virðingu mína. Athöfnin var falleg og á sama tíma sorgleg, eins og eðlilegt er þegar ungt fólk lætur lífið. Kirkjan var þétt setinn af fólki sem ég þekki vel en þó vantaði fólk sem ég var viss um að yrði á svæðinu. Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið þarf fólk að þekkjast til þess að fara í jarðarfarir hjá öðru fólki. Fólk virðist vera með mjög mismunandi gildismat þegar kemur að slíkum málum. Eins og hjá vinkonu minni vantaði fólk sem ég hefði haldið að þekkti hana betur en ég. En vissulega geta komið upp aðstæður þar sem fólk hreinlega kemst í ekki jarðarför. Ég hef sjálfur lent í slíku og fékk það mikið á mig. En eftir að hafa skrifað niður smá lista þá reiknast mér til að ég hafi farið í sjö jarðarfarir á ævinni en þegar ég hugsa til baka þá er ég með hálfgert samviskubit að hafa ekki farið í fimm aðrar. Í eina þeirra komst ég ekki, eins mikið og ég reyndi. En í hinar fjórar hefði í raun ekkert verið óeðlilegt ef ég hefði mætt. Þetta var fólk sem var með mér í leikskóla, með mér í bekk, með mér í fótbolta og með mér í list og ég tengdist með ýmsum háttum. Þetta var allt fólk sem hefði ekki komist á gestalistann í væntanlegt brúðkaup mitt en ég hefði talað við það ef ég hefði hitt það á förnum vegi. Mér líkaði vel við allt þetta fólk. En í öllum þessum tilfellum lét ég gildismat annarra ráða för og það dugði mér. Ég ræddi við fólk sem þekkti viðkomandi betur en ég og það sagðist ekki ætla fara í jarðarförina. Ég fór því ekki. En eftir jarðarför vinkonu minnar þá held ég að muni mæta í fleiri jarðarfarir hjá fólki sem er aðeins fyrir utan minn innsta hring láti það lífið. Held að það sé mér hollt og ég hef trú á að fólk vilji fá sem flesta í eigin jarðarför.
Chrisyius Whitehead er sennilega frægasti fimm ára drengur heims um þessar mundir en hann sló heldur betur í gegn sjónvarpsþættinum America’s Got Talent í seinustu viku. Hinn fimm ára gamli meistari sýndi hæfileika sem fáir fullorðnir búa yfir, hvað þá börn. Whitehead er nefnilega ótrúlega fær trymbill en hann hefur spilað á trommur síðan hann var eins árs gamall að eigin sögn. Í þættinum trommaði hann lagið Faith eftir Stevie Wonder og ætluðu áhorfendur og dómarar vart að trúa eigin augum. Í þættinum var Whitehead spurður hvað hann myndi gera ef hann myndi sigra keppnina en í verðlaun er ein milljón bandaríkjadala. „Ég myndi deila peningnum með fátæku fólki og heimilislausu fólki og öllum í heiminum,“ sagði undrabarnið. Þegar hann var spurður hvað hann myndi kaupa fyrir afgangspeninginn eftir að hafa hjálpað heiminum svaraði Whitehead: „Ég myndi kaupa 200 poka af slími og leikföng.“
Leikstjórinn og athafnamaðurinn Baltasar Kormákur er á sannkallaðri sigurbraut eftir að kvikmynd hans, Snerting, kom fyrir allmenningssjónir. Myndin er byggð á sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Egill Ólafsson fer á kostum í aðalhlutverki myndarinnar þrátt fyrir að glíma við erfið veikindi.
Gríðarleg ánægja er með myndina og aðsókn að henni frábær. Margir eru á þeirri skoðun að myndin sé sú einhver sú besta sem gerð hefur verið af Íslendingum og muni sópa að sér verðlaunum hérlendis sem á erlendri grundu. Þeir bjartsýnustu telja þetta vera stærsta sigur Baltasars og sjá glitta í langþráðan Óskarinn …
Fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, stendur í ströngu eftir að hann birti opinberlega læknisvottorð starfsmanns síns sem hann gaf til kynna að væri að svíkja út laun í veikindum. Á mynd af vottorði launþegans mátti greina kennitölu hans. Fjölmargir hafa orðið til þess að fordæma framferði Kristjáns Bergs og einhverjir hvetja til þess að fólk sniðgangi verslanir hans, Fiskikónginn og Heita potta. Sjálfur er Kristján Berg hinn brattasti og gefur engan afslátt af ummælum sínum. Hann kallar þó eftir samúð vegna konu sinnar olg barna sem hann segir þjást vegna ummæla fjandmanna hans.
Þetta særir konuna mína
„Ég verð nú að segja að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að lesa sum þessara kommenta, þetta særir mig, særir konuna mína, fjölskyldu, samstarfsfólk, vini og öll börnin mín sex,“ skrifar Kristján Berg. Hann segist þegar hafa rætt við nokkra sem viðhöfðu ljótustu kommentin og hafi íhugað meiðyrðamál á hendur þeim þeim. Hann sá sig svo um hönd og segist fyrirgefa þessu fólki og sér líði betur núna. Hann nefnir í engu brot sitt gagnvart launþeganum og hefur skorað á hann að sækja sinn rétt fyrir dómstólum. Þá telur hann að uppljóstrun sín ýti undir það að margir tilkynni sig veika á næstunni.
„Mér sýnist geðheilsan á íslensku þjóðinni hanga á bláþræði og sennilega tilkynna margir sig veika í næstu viku. Kæmi mér ekki á óvart. Miðað við viðbrögðin þá er þetta þörf umræða hér á landi og greinilega ekki mikil sátt um hvernig þessum málum er hagað. Ég þakka Bylgjunni og Rás 2 fyrir góð og fróðleg viðtöl, DV fyrir að starta þessu. Mannlífi fyrir skemmtilegar fyrirsagnir,“ segir hann um þátt fjölmiðla í því að vekja athygli á málstað hans og framgöngu.
Samtök atvinnurekenda hafa tekið sér stöðu við hlið Fiskikóngsins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri tók undir það á Bylgjunni að svik eigi sér stað varðandi læknisvottorð og innistæðulaus veikindi.
Kristján Berg ítrekar svo að hann fyrirgefi þeim sem lýst hafa skoðunum sínum á framferði hans og gagnrýnt meðferð hans á launþeganum veika.
„Takk fyrir að lesa, deila, kommenta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu. Ég fyrirgef ykkur öllum. Svo gott að fyrirgefa,“ skrifar Kristján Berg á Facebook og fagnar því að komast í sumarfrí þar sem svo margir ætli að sniðgnga fyrirtækin hans.
Ég er einfaldur gaur. Spila mig kannski flókinn og djúpan en ég er það alls ekki. Ég var samt eiginlega bara að uppgötva það. Ég er mjög áhrifagjarn. Undanfarið hef ég verið að stöðva tímann aðeins, anda og spyrja mig: En bíddu langar mig raunverulega að gera þetta?
Fara út í bæinn, vera innan um fólk, drekka áfenga drykki, vera laus í hausnum, smjaðra við fólk, reyna vera sætur, vera hress. Langar mig að vakna taugatrekktur og illa sofinn á morgun? Hvað græði ég á þessu?
Þá meina ég ekki í peningum heldur bara hvað græði ég í vellíðan?
Um daginn átti ég og besta vinkona mín vinadeit á laugardegi sem byrjaði klukkan 11 í hádeginu, dressuðum okkur upp, fórum á safn, fórum í hádegismat, fórum á opnun Listahátíðar í Reykjavík, fórum heim að horfa á svokallaðar girlie myndir. Ég kom heim kl. 20 endurnærður af menningu, innilegum samskiptum og þakklæti. Þá komu partý boðin og mikið voru þau lokkandi. Ég sá fyrir mér í hyllingum að vera innan um fólk, tónlist, stuð, forsetakosningar, drykkir, dans, vera í fínu fötunum mínum, blikka mann og annann. Svo rann það upp fyrir mér: Nei ég sá þetta ekki í hyllingum. Ég fann hvernig hjartslátturinn var örari, stingur í vinstri öxl, kvíði fyrir að vera þunnur á morgun. Nei okei. Mig langar ekkert að vera í þessum aðstæðum. Ekki í kvöld. Ég er búinn að fá allt sem ég get mögulega fengið úr flottum helgardegi. Af hverju ætti ég að skemma það?
Og þar með var það afgreitt. En hversu oft hef ég samt anað hugsunarlaust út í þessar aðstæður? Ansi oft í gegnum árin. Það er ekki fyrr en fyrst núna þegar fertugsaldurinn er vel á skrið kominn að ég er farinn að hlusta á það sem ég raunverulega vil.
Mig langar oft bara að dansa. En ég nenni ekki alltaf að fara út í bæinn og vera innan um helling af fólki sem er fullt til þess. Ok þá get ég boðið nánum vinum bara heim til mín! Eða beðið þangað til ég kenni næst Zumba!
Stundum mála ég upp tvær myndir af kvöldinu. Ein djamm mynd í bænum og svo ein þar sem ég elda mér pasta, fæ mér pepsi max (mitt guilty pleasure nokkru sinnum í mánuði) og horfi á Gilmore Girls í hundraðasta skipti.
Og vitið hvað, seinni myndin kallar lang oftast á mig undanfarið. Er ég orðinn leiðinlegur? Eða hef ég alltaf verið leiðinlegur? Ég er bara að kynnast mér fyrst núna? Það tók sinn tíma.
Hve mörg okkar viljum raunverulega gera allt sem við erum að gera? Erum við oft að fara yfir okkar eigin vilja og mörk? Og þá af hverju?
Hvað græðum við? Nú vil ég ekki setja út á eða segja að þau sem fara marga daga út á galeiðuna í viku eða mánuði séu að gera það gegn sínum vilja. Sumt fólk endurnærist örugglega af því að vera stöðugt innan um fólk, vera í glasi, vera ligeglad, vita ekki hvernig kvöldið endar og finnst það æðislegt. Já, mögulega vil ég upplifa þannig kvöld einu sinni á ári. En ég held að öll hin kvöldin vil ég helst bara vera í náttfötum, ullarsokkum, kveikja á kertum, lesa eða horfa á kvikmynd.
Og það er ég. Og mér finnst mjög spennandi að hugsa til þess að ég sé að fara kynnast mér betur. Spyrja mig, hey hvað vilt þú raunverulega gera? Hvað myndi næra þig í kvöld? Hvað myndi róa hjartað þitt í kvöld? Og hvað byggir upp góðan svefn og dag á morgun?
Kannski er bara málið að ég er farinn að spyrja mig öðruvísi og út frá annarskonar gildum.
Kannski veit ég að tíminn minn er takmarkaður og mig langar að eyða honum sem mest í vellíðan.
Þetta er kannski ekkert ofboðslega spennandi og sexí.
Angela Dimmer, 78 ára amma frá Bristol missti tæp 40 kíló með einföldum breytingum á mataræði sínu sem hún deildi með breska blaðinu The Mirror.
„Ég naut þess að drekka. Rauðvín og hvítvín voru í uppáhaldi hjá mér. Ég drakk aldrei á mánudögum af því fólk segir að maður eigi að hafa einn þurran dag en ég drakk nokkur glös alla aðra daga vikunnar og stundum meira um helgar. Ég drakk örugglega fjórar flöskur af víni í hverri viku. Ég borðaði ekki sérstaklega óhollt en ég fékk mér stóra skammta og stundum fékk mér skyndibita eins og fisk og flögur eða McDonald’s morgunmat.“
Angela var um 110 kíló þegar hún tók ákvörðun um að bæta heilsu sína. Hún átti erfitt með gang og var nýgreind með sykursýki. Angela hætti að drekka áfengi og tók út mjólkurvörur og kartöflur. Angela passar upp á skammtastærðirnar og hreyfir sig reglulega, bæði með göngutúrum og vatnsleikfimi.
„Mér leið hræðilega í eigin skinni, notaði stóra fatastærð og átti erfitt með að finna mér föt sem mér líkaði. Nú get ég gengið inn í hvaða fataverslun sem er og fundið föt sem passa á mig“
Senda þurfti þyrlur Landhelgisgæslunnar til að bjarga manni sem var í sjálfheldu á Heljarkambi á Fimmvörðuhálsi.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti það í samtali við fréttastofu Vísis en málið kom á borð gæslunnar upp úr klukkan 14:00 í dag og voru þyrlur hennar mættar á vettvang tveimur tímum síðar.
Maðurinn er sagður hafa hlotið minni háttar að meiðsli en eina leiðin að honum var með þyrlu.
Greint var frá því um fyrr helgina að skipverji sem starfar á hinu grænlenska skipi Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot og greindu fjölmiðlar frá því að hann hafi farið með konu um borð í skipið eftir að hafa hitt hana á balli í Hafnarfirði. Lögreglan hefur nú sent frá sér tilkynningu um málið. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint kynferðisbrot í Hafnarfirði á laugardag, en tilkynning um málið barst lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Málið var strax tekið mjög alvarlega og voru viðbrögð lögreglu eftir því, en í upphafi voru málsatvik um margt óljós. Þrír voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeim var síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Rannsókn málsins er áfram í fullum gangi en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Minnt er á að það er ekki venjan að embættið tjái sig um rannsóknir einstakra kynferðisbrota á frumstigi rannsóknar og tekur þessi tilkynning mið af því.“
Íslendingar þekkja Polar Nanoq vel en Thomas Olsen, fyrrverandi skipverji Polar Nanog, var dæmdur fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur árið 2017.
Fyrrum heróínfíkill losnaði úr fjötrum sjúkdómsins og undirbýr sig nú til þess að klífa eitt stærsta fjall heims. Scott Stevenson er 36 ára Breti sem segir nú sögu sína sem fíkill og vonast til þess að hún hjálpi öðrum sem glíma við sama vanda.
Í viðtali við Birmingham Live segir Scott frá að hann hafi einungis verið 13 ára þegar hann byrjaði fyrst að fikta við fíkniefni. Hann segir að fyrst um sinn hafi verið um væg efni að ræða en þegar hann var 16 ára notaði hann LSD í fyrsta skiptið. Neyslan versnaði með árunum og um tvítugt var Scott kominn í dagneyslu á heróíni. Heimilislaus og hungraður neyddist hann til þess að fara í gegnum ruslagáma og stela sér til matar. „Ég sagði mér að ég myndi aldrei snerta heróín en varð síðan daglegur neytandi efnisins í tíu ár. Ég var orðinn andlega veikur og kominn á dimman stað,“ segir Scott sem nú er búinn að vera allsgáður í fimm ár. „Ég er búinn að missa marga vini úr þessum sjúkdómi.“
Scott segir leiðina að batanum hafa verið erfiða en vel þess virði. Langmestu máli skipti að standa upp aftur ef mönnum mistekst. Hann hvetur fíkla til þess að halda áfram að berjast við sjúkdóminn, sama hvað.
Margir Íslendingar ráku upp stór augu í gær þegar ekki var hægt að komast inn á heimasíðu Vísis, eins mest lesna vef landsins.
Vefurinn lá síðan niðri um nokkurt skeið og þurftu netverjar að leita á náðir annarra fjölmiðla til að fá fréttirnar beint í æð. Það tók þó ekki langan tíma fyrir íslenska internetspæjara að komast að hvert vandamálið væri. Það hafði nefnilegast gleymst að borga reikninginn fyrir léninu.
Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar lét hafa það eftir sér að um mannleg mistök væri að ræða og slíkt myndi ekki koma fyrir aftur …
Það blasti ótrúleg sjón við lögreglumönnum í Long Beach í Los Angeles í síðustu viku þegar þeir réðust til atlögu að heimili Richard Siegel en grunur lék á að hann væri að selja þýfi. Þegar lögreglumenn framkvæmdu leit á heimilinu kom í ljós að hinn 71 árs gamli Bandaríkjamaður hafði stolið 2800 óopnuðum LEGO kössum í samstarfi við Blanca Gudino. Hin 39 ára gamla kona sá um þjófnaðinn sjálfan og fór svo með þýfið til Siegel en hann sá um að geyma það og selja á netinu. Eins og einhverjir eflaust vita þá eru LEGO leikföng nokkuð dýr en talið er að margir kassanir sem fundust heima hjá Siegel hafi kostað mörg hundrað þúsund í endursölu hans. Lögreglan hafði haft þau undir rannsókn í marga mánuði þegar látið var til skara skríða. Búið er að ákæra þau bæði og bíða þau réttarhalda.
Skipverji í grænlenska togaranum Polar Nanoq var í gær handtekinn grunaður um kynferðisbrot en RÚV greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt heimildum RÚV er skipverjinn sagður hafa farið með konu um borð í skipið sem er við höfn í Hafnarfirði og brotið á hann kynferðislega. Þá herma heimildir DV að málið tengist ónefndum bar í Hafnarfirði þar sem ball hafi verið haldið á föstudagskvöldið en konan á hafa verið að skemmta sér þar á sama tíma og áhöfn togarans. Lögreglan hefur ekki svarað til um málið. Íslendingar þekkja Polar Nanoq vel en Thomas Olsen, fyrrverandi skipverji Polar Nanog, var dæmdur fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur árið 2017.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi send til að sækja tvær konur sem lentu í bílveltu milli Skaftártunguvegar og Kirkjubæjarklausturs en slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan 20. Mbl.is greinir frá því að önnur konan hafi verið höfuðáverka en ekki er vitað um líðan hinnar konunnar. Þá þrír aðrir farþegar í bílnum en þeir hafi gengið út úr bílnum eftir að hann valt en að sögn lögreglu er hann óökufær. Fólk leitaði sér aðstoðar á heilsugæslu Kirkjubæjarklausturs og er ástand þeirra talið stöðugt.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stendur á þeim tímamótum að flokkur hans hefur fest sig í sessi sem næststærsti flokkur landsins þar sem hann flatrekur í kjölfari Samfylkingar Kristrúnar Frostadóttir. Bjarni er þess utan með yfirlýsingar 40 þúsund Íslendinga á bakinu um að hann njóti ekki trausts sem forsætisráðherra.
Sjálfstæðismenn hafa margir hverjir spurningar um það hvert stefni með flokk þeirra. Það voru því margir spenntir þegar Mogginn upplýsti í frétt að „þjarmað“ yrði að Bjarna í þeim umtalaða þætti Spursmálum Stefáns E. Stefánssonar. Nokkrir kærleikar hafa verið með Bjarna og umræddum Stefáni. Bjarni hefur sem ráðherra ítrekað útvegað eiginkonu Stefáns, Söru Lind Guðbergsdóttur, forstjórastarf á vegum ríkisins og án auglýsingar.
Flestir ráku upp stór augu þegar þátturinn var frumsýndur. Því fór víðs fjarri að þjarmað væri að Bjarna. Værðarlegt hjal væri betri lýsing á efnistökunum og kærleikurinn einkenndi samtal þeirra félaga. Aðeins vantaði amen á eftir efninu …
Caitlin Clark, vinsælasta körfuboltakona allra tíma, mun ekki spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Clark, sem er nýliði í WNBA-deildinni þykir hafa spilað gífurlega vel og á að flestra mati heima í landsliði Bandaríkjanna. Clark er jafnframt vinsælasta körfuboltakona heimsins þrátt fyrir að vera nýliði og mæta tugir þúsunda á leiki hjá liði hennar Indiana Fever eingöngu til að fylgjast með henni keppa. En svo virðist vera að miklar vinsældir Clark hafi orðið til þess að hún hafi ekki verið valin í landsliðið en samkvæmt heimildum USA Today töldu lykilleikmenn landsliðsins að það yrði truflandi fyrir liðið að hafa hana í því. Ástæðan er sú að þó að Clark sé nógu góð til að vera valin í landsliðið þá væri hún ekki nógu góð til að spila margar mínútur í leik og slíkt myndi fara í taugarnar á þeim milljónum stuðningsmanna sem hún á um heim allan.
Mörgum þykir þetta léleg ástæða en sumir telja að öfundsýki eldri leikmanna í garð Clark sé komið á það stig að WNBA þurfi að grípa inn í en hún hefur fengið grimma meðferð andstæðinga á fyrsta tímabilinu, mun meira en flestir nýliðar eiga að þurfa venjast.
Íþróttakonan Laura Garcia-Caro vill eflaust gleyma Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem allra fyrst. Hin spænska Garcia-Caro var að keppa í 20 kílómetra göngu fyrr í vikunni og var með öruggt forskot í þriðja sæti, eða svo hélt hún, og byrjaði að fagna innilega áður en hún lauk keppni. Líðan hennar breyttist hins vegar fljótt úr sælu í sorg þegar hún sá hina úkraínsku Lyudmila Olyanovska taka fram sér á allra síðustu metrunum og tryggði sér bronsverðlaun. Aðdáendur íþróttarinnar telja þau að báðar ættu að hafa verið dæmdar úr leik en á lokametrum lyftu þær báðar báðum fótum samtímis upp frá jörðu en slíkt er skilgreint sem hlaup en það er stranglega bannað í slíkri keppni.
Viðbragðshópur á vegum stjórnvalda hefur verið settur á laggirnar vegna þeirra erfiðleika sem kuldatíðin undanfarið hefur valdið.
Á vef Stjórnarráðsins er sagt frá því að viðbragðshópur hafi verið skipaður til að bregðast við þeim erfiðleikum sem kuldatíðin hefur valdið víða í sveitum undanfarnar vikur. Í hópnum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Þá kemur fram að fleiri gætu komið að verkefninu eftir því sem því vindur fram. Þegar hefur hópurinn fundað en greinilegt er að kuldakastið hefur nú þegar haft mjög neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til skemmri og lengri tíma.
Hópurinn mun byrja á því að hafa samband við bændur á þeim svæðum þar sem ástandið er hvað verst, svo hægt sé að kortleggja og skipuleggja viðbrögð við bráðavanda eins og velferð og fóðrun búfjár sem kuldatíðin hefur valdið. Þá kemur fram á vef Stjórnarráðsins að bændur hafi haft frumkvæði að því á ákveðnum svæðum en nauðsynlegt sé að fara yfir heildarstöðuna. Ekki verður ljóst með langtímaáhrif eins og á uppskeru og afurðir, fyrr en líður á sumarið, jafnvel ekki fyrr en í haust.
Aukreitis liggur fyrir að verulegt kaltjón hafi orðið á ræktarlöndum á mörgum sömu svæðum en vinna er hafin vegna þess hjá Bjargráðasjóði.
Bændasamtökin hafa sett upp sérstaka vefsíðu þar sem bændur geta nálgast upplýsingar um framvindu mála.
Söngkonan og Eurovision-stjarnan Greta Salóme Stefánsdóttir hefur tilkynnt að hún sé ólétt af sínu öðru barni. Fyrir á hún soninn Bjart Elí með Elvari Karlssyni en sonur þeirra fæddist árið 2022. Greta tilkynnti óléttuna á samfélagsmiðlinum Instagram og birt hugljúft myndband með. „Við getum ekki beðið eftir haustinu og litla krílinu sem ætlar að bætast í fjölskylduna. Það sem við erum þakklát og spennt! Hvort haldið þið að þetta sé lítill bróðir eða systir?“ skrifaði söngkonan geðþekka. Flestir Íslendingar ættu að þekkja hana vel en hún hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands. Fyrst með Jóni Snæbjörnssyni árið 2012 og svo árið 2016.
Faðir Kim Porter, Jake Porter, lýsir andstyggð sinni yfir nýlega birtu myndbandi af Sean „Diddy“ Combs, sem réðst á söngkonuna Cassie Ventura árið 2016. Diddy er fyrrverandi tengdasonur Jake.
Jake ræddi við Rolling Stone tímaritið á föstudaginn en dóttir hans, Kim heitin, var í sambandi með Diddy í fjöldi ára og átti með honum þrjú börn. Í viðtalinu gagnrýndi Jake tengdasoninn fyrrverandi harðlega, vegna myndbands sem lak nýlega á vefinn.
„Þú mátt segja að mér bjóði við myndbandinu,“ sagði Jake í viðtalinu. „Ég myndi ekki koma svona fram við óvin minn. Þetta var fyrirlitlegt.“
CNN birti myndband í maí sem sýnir líkamsárás Diddy á þáverandi kærustu sinni, Cassie Ventura árið 2016 á ganginum á InterContinental hótelinu í Century City, Los Angeles. Í myndbandinu sést Cassie fara út úr hótelherbergi og ganga að lyftu. Diddy, með handklæði um mittið á sér, hleypur á eftir söngkonunni og grípur hana í hnakkann og kastar henni í gólfið. Hann snýr sér svo til að sparka í hana þar sem hún liggur á jörðinni. Því næst tekur Diddy upp veski hennar sem dottið hafði á gólfið, áður en hann snýr sér svo við til að sparka aftur í Cassie. Tekur hann svo í hettuna á peysunni hennar og dregur hana eftir ganginum en sleppir henni svo og gengur í átt að herbergi sínu. Cassie hljóp þá aftur að lyftunum og kom sér út.
Hér má sjá myndbandið en lesendur eru varaðir við myndefninu:
„Ég trúði því ekki,“ sagði Jake um ofbeldið sem sést í myndbandinu. „Ég var í Víetnam og ég myndi ekki gera þetta við óvin minn.“ Bætti hann við að þó að hann hafi aldrei séð ógnandi hegðun Diddy gagnvart dóttur hans, eða ofbeldi á meðan þau áttu í ástarsambandi, þá velti hann nú fyrir sér, eftir að hafa séð myndbandið, hvort slíkt gæti hafa gerst.
„Ég vissi ekki að hann gæti lagst svo lágt,“ sagði Jake. „Ég ímynda mér að þetta hafi komið mörgum á óvart. Ég myndi ekki einu sinni gera svona við hund. Hugur minn er hjá Cassie.“
Jake deildi líka hugsunum sínum um ástarsamband Diddy við dóttur sína en þau hættu saman og byrjuðu aftur saman ítrekað frá 1994 til 2007, og sagði í viðtalinu að honum hafi þótt Diddy vera „mjög afbrýðisamri manneskju“ og það hafði áhrif á samband þeirra.
„Þau elskuðu hvort annað. Ást Kim var sönn. Ást Puffy (eitt af fjölmörgum listamannanöfnum Diddy), ég veit ekki hvað hann kallar ást, þú veist hvað ég meina? Ég held í rauninni að hann hafi ekki hugmynd um hvað ást er,“ sagði Jake.
Á þessum 13 árum eignuðust Kim og Diddy þrjú börn, tvíburadæturnar Jessie James og D´Lila, (17), og soninn Christian (26). Kim átti svo soninn Quincy úr fyrra sambandi.
Kim lést úr lungnabólgu 15. nóvember, 2018, 47 ár að aldri.
Hið sjokkerandi myndband rennur stoðir undir ásakanir Cassie á hendur Diddy en í fyrra kærði hún hann fyrir gróf brot gegn sér, þar á meðal nauðgun árið 2018.
Cassie og Diddy opinberuðu samband sitt árið 2012, en höfðu allt frá 2007 verið sögð hafa átt í einhvers konar sambandi. Árið 2008 söng Cassie með Diddy í lagi hans Swagga Like Puff og árið 2009 söng hann með Cassie í lagi hennar Must Be Love. Þau hættu saman í október 2018.
Cassie heldur því fram að rapparinn hafi byrjaði að stjórna henni og misnota aðeins nokkrum árum eftir að útgáfufyrirtæki hans, Bad Boy Records, gerði við hana samning. Segir hún að Diddy hafi meðal annars kynnt henni fyrir „lífstíl sem innihélt mikla áfengisdrykkju og fíkniefnaneyslu og að hann hafi neytt hana til að útvega sér ólöglega lyfseðla, til að fullnægja fíkn hans.“
Söngkonan segir að Diddy hafi oft kýlt, lamið, sparkað og stappað á henni, sem olli henni marblettum, sprungna vör, glóðarauga og blæðingum.
Degi eftir að hún lagði fram kæruna, sömdu þau um sáttargreiðslu.
Stuttu eftir að myndbandið birtist í síðasta mánuði, birti Diddy myndband þar sem hann baðst afsökunar á hegðun sinni.
„Hegðun mín á myndbandinu er óafsakanleg. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum í því myndbandi,“ sagði Diddy í myndbandinu. „Mér ofbauð þá, þegar ég gerði þetta. Mér ofbýður núna. Ég fór og leitaði til fagaðila. Ég fór í meðferð, fór í endurhæfingu.“
Lögmannsteymi Cassie brást við afsökunarbeiðninni í gær með yfirlýsingu á ET:
„Nýjasta yfirlýsing Combs snýst meira um hann sjálfan en marga sem hann hefur sært,“ sagði Meredith Firetog, félagi hjá Wigdor LLP lögmannsstofunni. „Þegar Cassie og margar aðrar konur komu fram, neitaði hann öllu og gaf í skyn að fórnarlömb sín væru eftir peningum. Að hann hafi aðeins verið neyddur til að „biðjast afsökunar“ þegar ítrekaðar neitanir hans reyndust rangar sýnir aumkunarverða örvæntingu hans, og enginn mun trúa hans óeinlægu orðum.“
Alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að fólksbifreið sem ekið var í norður hafi skollið framan á jeppabifreið sem ekið var til suðurs. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumaður og farþegi jeppabifreiðarinnar til á Landspítalann til aðhlynningar. Báðar bifreiðarnar eru ónýtar eftir slysið.
Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.
Ég hugsa mikið um dauðann, sennilega of mikið. Ég hef aldrei skilið af hverju en ég hef alltaf hugsað mikið um hvað gerist þegar við deyjum og satt best að segja þá óttast ég að deyja. Ég óttast að verða ekki að neinu. Mér hefur liðið svona síðan ég man eftir mér en það er ekkert atvik sem ég get bent á og sagt „Þaðan kemur þessi ótti, þessi hræðsla.“ Þetta hefur þó minnkað töluvert eftir að ég varð fullorðinn og er sem betur fer ekki hamlandi í mínu daglega lífi. En slíkar hugsanir koma upp þegar fólk sem maður þekkir fellur frá og kannski ekki óvenjulegt að það aukist með aldrinum. Vinkona mín sem glímdi í mörg ár við krabbamein lést í fyrra og ég mætti í jarðarför hennar til að votta henni virðingu mína. Athöfnin var falleg og á sama tíma sorgleg, eins og eðlilegt er þegar ungt fólk lætur lífið. Kirkjan var þétt setinn af fólki sem ég þekki vel en þó vantaði fólk sem ég var viss um að yrði á svæðinu. Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið þarf fólk að þekkjast til þess að fara í jarðarfarir hjá öðru fólki. Fólk virðist vera með mjög mismunandi gildismat þegar kemur að slíkum málum. Eins og hjá vinkonu minni vantaði fólk sem ég hefði haldið að þekkti hana betur en ég. En vissulega geta komið upp aðstæður þar sem fólk hreinlega kemst í ekki jarðarför. Ég hef sjálfur lent í slíku og fékk það mikið á mig. En eftir að hafa skrifað niður smá lista þá reiknast mér til að ég hafi farið í sjö jarðarfarir á ævinni en þegar ég hugsa til baka þá er ég með hálfgert samviskubit að hafa ekki farið í fimm aðrar. Í eina þeirra komst ég ekki, eins mikið og ég reyndi. En í hinar fjórar hefði í raun ekkert verið óeðlilegt ef ég hefði mætt. Þetta var fólk sem var með mér í leikskóla, með mér í bekk, með mér í fótbolta og með mér í list og ég tengdist með ýmsum háttum. Þetta var allt fólk sem hefði ekki komist á gestalistann í væntanlegt brúðkaup mitt en ég hefði talað við það ef ég hefði hitt það á förnum vegi. Mér líkaði vel við allt þetta fólk. En í öllum þessum tilfellum lét ég gildismat annarra ráða för og það dugði mér. Ég ræddi við fólk sem þekkti viðkomandi betur en ég og það sagðist ekki ætla fara í jarðarförina. Ég fór því ekki. En eftir jarðarför vinkonu minnar þá held ég að muni mæta í fleiri jarðarfarir hjá fólki sem er aðeins fyrir utan minn innsta hring láti það lífið. Held að það sé mér hollt og ég hef trú á að fólk vilji fá sem flesta í eigin jarðarför.
Chrisyius Whitehead er sennilega frægasti fimm ára drengur heims um þessar mundir en hann sló heldur betur í gegn sjónvarpsþættinum America’s Got Talent í seinustu viku. Hinn fimm ára gamli meistari sýndi hæfileika sem fáir fullorðnir búa yfir, hvað þá börn. Whitehead er nefnilega ótrúlega fær trymbill en hann hefur spilað á trommur síðan hann var eins árs gamall að eigin sögn. Í þættinum trommaði hann lagið Faith eftir Stevie Wonder og ætluðu áhorfendur og dómarar vart að trúa eigin augum. Í þættinum var Whitehead spurður hvað hann myndi gera ef hann myndi sigra keppnina en í verðlaun er ein milljón bandaríkjadala. „Ég myndi deila peningnum með fátæku fólki og heimilislausu fólki og öllum í heiminum,“ sagði undrabarnið. Þegar hann var spurður hvað hann myndi kaupa fyrir afgangspeninginn eftir að hafa hjálpað heiminum svaraði Whitehead: „Ég myndi kaupa 200 poka af slími og leikföng.“
Leikstjórinn og athafnamaðurinn Baltasar Kormákur er á sannkallaðri sigurbraut eftir að kvikmynd hans, Snerting, kom fyrir allmenningssjónir. Myndin er byggð á sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Egill Ólafsson fer á kostum í aðalhlutverki myndarinnar þrátt fyrir að glíma við erfið veikindi.
Gríðarleg ánægja er með myndina og aðsókn að henni frábær. Margir eru á þeirri skoðun að myndin sé sú einhver sú besta sem gerð hefur verið af Íslendingum og muni sópa að sér verðlaunum hérlendis sem á erlendri grundu. Þeir bjartsýnustu telja þetta vera stærsta sigur Baltasars og sjá glitta í langþráðan Óskarinn …
Fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, stendur í ströngu eftir að hann birti opinberlega læknisvottorð starfsmanns síns sem hann gaf til kynna að væri að svíkja út laun í veikindum. Á mynd af vottorði launþegans mátti greina kennitölu hans. Fjölmargir hafa orðið til þess að fordæma framferði Kristjáns Bergs og einhverjir hvetja til þess að fólk sniðgangi verslanir hans, Fiskikónginn og Heita potta. Sjálfur er Kristján Berg hinn brattasti og gefur engan afslátt af ummælum sínum. Hann kallar þó eftir samúð vegna konu sinnar olg barna sem hann segir þjást vegna ummæla fjandmanna hans.
Þetta særir konuna mína
„Ég verð nú að segja að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að lesa sum þessara kommenta, þetta særir mig, særir konuna mína, fjölskyldu, samstarfsfólk, vini og öll börnin mín sex,“ skrifar Kristján Berg. Hann segist þegar hafa rætt við nokkra sem viðhöfðu ljótustu kommentin og hafi íhugað meiðyrðamál á hendur þeim þeim. Hann sá sig svo um hönd og segist fyrirgefa þessu fólki og sér líði betur núna. Hann nefnir í engu brot sitt gagnvart launþeganum og hefur skorað á hann að sækja sinn rétt fyrir dómstólum. Þá telur hann að uppljóstrun sín ýti undir það að margir tilkynni sig veika á næstunni.
„Mér sýnist geðheilsan á íslensku þjóðinni hanga á bláþræði og sennilega tilkynna margir sig veika í næstu viku. Kæmi mér ekki á óvart. Miðað við viðbrögðin þá er þetta þörf umræða hér á landi og greinilega ekki mikil sátt um hvernig þessum málum er hagað. Ég þakka Bylgjunni og Rás 2 fyrir góð og fróðleg viðtöl, DV fyrir að starta þessu. Mannlífi fyrir skemmtilegar fyrirsagnir,“ segir hann um þátt fjölmiðla í því að vekja athygli á málstað hans og framgöngu.
Samtök atvinnurekenda hafa tekið sér stöðu við hlið Fiskikóngsins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri tók undir það á Bylgjunni að svik eigi sér stað varðandi læknisvottorð og innistæðulaus veikindi.
Kristján Berg ítrekar svo að hann fyrirgefi þeim sem lýst hafa skoðunum sínum á framferði hans og gagnrýnt meðferð hans á launþeganum veika.
„Takk fyrir að lesa, deila, kommenta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu. Ég fyrirgef ykkur öllum. Svo gott að fyrirgefa,“ skrifar Kristján Berg á Facebook og fagnar því að komast í sumarfrí þar sem svo margir ætli að sniðgnga fyrirtækin hans.
Ég er einfaldur gaur. Spila mig kannski flókinn og djúpan en ég er það alls ekki. Ég var samt eiginlega bara að uppgötva það. Ég er mjög áhrifagjarn. Undanfarið hef ég verið að stöðva tímann aðeins, anda og spyrja mig: En bíddu langar mig raunverulega að gera þetta?
Fara út í bæinn, vera innan um fólk, drekka áfenga drykki, vera laus í hausnum, smjaðra við fólk, reyna vera sætur, vera hress. Langar mig að vakna taugatrekktur og illa sofinn á morgun? Hvað græði ég á þessu?
Þá meina ég ekki í peningum heldur bara hvað græði ég í vellíðan?
Um daginn átti ég og besta vinkona mín vinadeit á laugardegi sem byrjaði klukkan 11 í hádeginu, dressuðum okkur upp, fórum á safn, fórum í hádegismat, fórum á opnun Listahátíðar í Reykjavík, fórum heim að horfa á svokallaðar girlie myndir. Ég kom heim kl. 20 endurnærður af menningu, innilegum samskiptum og þakklæti. Þá komu partý boðin og mikið voru þau lokkandi. Ég sá fyrir mér í hyllingum að vera innan um fólk, tónlist, stuð, forsetakosningar, drykkir, dans, vera í fínu fötunum mínum, blikka mann og annann. Svo rann það upp fyrir mér: Nei ég sá þetta ekki í hyllingum. Ég fann hvernig hjartslátturinn var örari, stingur í vinstri öxl, kvíði fyrir að vera þunnur á morgun. Nei okei. Mig langar ekkert að vera í þessum aðstæðum. Ekki í kvöld. Ég er búinn að fá allt sem ég get mögulega fengið úr flottum helgardegi. Af hverju ætti ég að skemma það?
Og þar með var það afgreitt. En hversu oft hef ég samt anað hugsunarlaust út í þessar aðstæður? Ansi oft í gegnum árin. Það er ekki fyrr en fyrst núna þegar fertugsaldurinn er vel á skrið kominn að ég er farinn að hlusta á það sem ég raunverulega vil.
Mig langar oft bara að dansa. En ég nenni ekki alltaf að fara út í bæinn og vera innan um helling af fólki sem er fullt til þess. Ok þá get ég boðið nánum vinum bara heim til mín! Eða beðið þangað til ég kenni næst Zumba!
Stundum mála ég upp tvær myndir af kvöldinu. Ein djamm mynd í bænum og svo ein þar sem ég elda mér pasta, fæ mér pepsi max (mitt guilty pleasure nokkru sinnum í mánuði) og horfi á Gilmore Girls í hundraðasta skipti.
Og vitið hvað, seinni myndin kallar lang oftast á mig undanfarið. Er ég orðinn leiðinlegur? Eða hef ég alltaf verið leiðinlegur? Ég er bara að kynnast mér fyrst núna? Það tók sinn tíma.
Hve mörg okkar viljum raunverulega gera allt sem við erum að gera? Erum við oft að fara yfir okkar eigin vilja og mörk? Og þá af hverju?
Hvað græðum við? Nú vil ég ekki setja út á eða segja að þau sem fara marga daga út á galeiðuna í viku eða mánuði séu að gera það gegn sínum vilja. Sumt fólk endurnærist örugglega af því að vera stöðugt innan um fólk, vera í glasi, vera ligeglad, vita ekki hvernig kvöldið endar og finnst það æðislegt. Já, mögulega vil ég upplifa þannig kvöld einu sinni á ári. En ég held að öll hin kvöldin vil ég helst bara vera í náttfötum, ullarsokkum, kveikja á kertum, lesa eða horfa á kvikmynd.
Og það er ég. Og mér finnst mjög spennandi að hugsa til þess að ég sé að fara kynnast mér betur. Spyrja mig, hey hvað vilt þú raunverulega gera? Hvað myndi næra þig í kvöld? Hvað myndi róa hjartað þitt í kvöld? Og hvað byggir upp góðan svefn og dag á morgun?
Kannski er bara málið að ég er farinn að spyrja mig öðruvísi og út frá annarskonar gildum.
Kannski veit ég að tíminn minn er takmarkaður og mig langar að eyða honum sem mest í vellíðan.
Þetta er kannski ekkert ofboðslega spennandi og sexí.
Angela Dimmer, 78 ára amma frá Bristol missti tæp 40 kíló með einföldum breytingum á mataræði sínu sem hún deildi með breska blaðinu The Mirror.
„Ég naut þess að drekka. Rauðvín og hvítvín voru í uppáhaldi hjá mér. Ég drakk aldrei á mánudögum af því fólk segir að maður eigi að hafa einn þurran dag en ég drakk nokkur glös alla aðra daga vikunnar og stundum meira um helgar. Ég drakk örugglega fjórar flöskur af víni í hverri viku. Ég borðaði ekki sérstaklega óhollt en ég fékk mér stóra skammta og stundum fékk mér skyndibita eins og fisk og flögur eða McDonald’s morgunmat.“
Angela var um 110 kíló þegar hún tók ákvörðun um að bæta heilsu sína. Hún átti erfitt með gang og var nýgreind með sykursýki. Angela hætti að drekka áfengi og tók út mjólkurvörur og kartöflur. Angela passar upp á skammtastærðirnar og hreyfir sig reglulega, bæði með göngutúrum og vatnsleikfimi.
„Mér leið hræðilega í eigin skinni, notaði stóra fatastærð og átti erfitt með að finna mér föt sem mér líkaði. Nú get ég gengið inn í hvaða fataverslun sem er og fundið föt sem passa á mig“
Senda þurfti þyrlur Landhelgisgæslunnar til að bjarga manni sem var í sjálfheldu á Heljarkambi á Fimmvörðuhálsi.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti það í samtali við fréttastofu Vísis en málið kom á borð gæslunnar upp úr klukkan 14:00 í dag og voru þyrlur hennar mættar á vettvang tveimur tímum síðar.
Maðurinn er sagður hafa hlotið minni háttar að meiðsli en eina leiðin að honum var með þyrlu.
Greint var frá því um fyrr helgina að skipverji sem starfar á hinu grænlenska skipi Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot og greindu fjölmiðlar frá því að hann hafi farið með konu um borð í skipið eftir að hafa hitt hana á balli í Hafnarfirði. Lögreglan hefur nú sent frá sér tilkynningu um málið. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint kynferðisbrot í Hafnarfirði á laugardag, en tilkynning um málið barst lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Málið var strax tekið mjög alvarlega og voru viðbrögð lögreglu eftir því, en í upphafi voru málsatvik um margt óljós. Þrír voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeim var síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Rannsókn málsins er áfram í fullum gangi en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Minnt er á að það er ekki venjan að embættið tjái sig um rannsóknir einstakra kynferðisbrota á frumstigi rannsóknar og tekur þessi tilkynning mið af því.“
Íslendingar þekkja Polar Nanoq vel en Thomas Olsen, fyrrverandi skipverji Polar Nanog, var dæmdur fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur árið 2017.
Fyrrum heróínfíkill losnaði úr fjötrum sjúkdómsins og undirbýr sig nú til þess að klífa eitt stærsta fjall heims. Scott Stevenson er 36 ára Breti sem segir nú sögu sína sem fíkill og vonast til þess að hún hjálpi öðrum sem glíma við sama vanda.
Í viðtali við Birmingham Live segir Scott frá að hann hafi einungis verið 13 ára þegar hann byrjaði fyrst að fikta við fíkniefni. Hann segir að fyrst um sinn hafi verið um væg efni að ræða en þegar hann var 16 ára notaði hann LSD í fyrsta skiptið. Neyslan versnaði með árunum og um tvítugt var Scott kominn í dagneyslu á heróíni. Heimilislaus og hungraður neyddist hann til þess að fara í gegnum ruslagáma og stela sér til matar. „Ég sagði mér að ég myndi aldrei snerta heróín en varð síðan daglegur neytandi efnisins í tíu ár. Ég var orðinn andlega veikur og kominn á dimman stað,“ segir Scott sem nú er búinn að vera allsgáður í fimm ár. „Ég er búinn að missa marga vini úr þessum sjúkdómi.“
Scott segir leiðina að batanum hafa verið erfiða en vel þess virði. Langmestu máli skipti að standa upp aftur ef mönnum mistekst. Hann hvetur fíkla til þess að halda áfram að berjast við sjúkdóminn, sama hvað.
Margir Íslendingar ráku upp stór augu í gær þegar ekki var hægt að komast inn á heimasíðu Vísis, eins mest lesna vef landsins.
Vefurinn lá síðan niðri um nokkurt skeið og þurftu netverjar að leita á náðir annarra fjölmiðla til að fá fréttirnar beint í æð. Það tók þó ekki langan tíma fyrir íslenska internetspæjara að komast að hvert vandamálið væri. Það hafði nefnilegast gleymst að borga reikninginn fyrir léninu.
Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar lét hafa það eftir sér að um mannleg mistök væri að ræða og slíkt myndi ekki koma fyrir aftur …
Það blasti ótrúleg sjón við lögreglumönnum í Long Beach í Los Angeles í síðustu viku þegar þeir réðust til atlögu að heimili Richard Siegel en grunur lék á að hann væri að selja þýfi. Þegar lögreglumenn framkvæmdu leit á heimilinu kom í ljós að hinn 71 árs gamli Bandaríkjamaður hafði stolið 2800 óopnuðum LEGO kössum í samstarfi við Blanca Gudino. Hin 39 ára gamla kona sá um þjófnaðinn sjálfan og fór svo með þýfið til Siegel en hann sá um að geyma það og selja á netinu. Eins og einhverjir eflaust vita þá eru LEGO leikföng nokkuð dýr en talið er að margir kassanir sem fundust heima hjá Siegel hafi kostað mörg hundrað þúsund í endursölu hans. Lögreglan hafði haft þau undir rannsókn í marga mánuði þegar látið var til skara skríða. Búið er að ákæra þau bæði og bíða þau réttarhalda.
Skipverji í grænlenska togaranum Polar Nanoq var í gær handtekinn grunaður um kynferðisbrot en RÚV greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt heimildum RÚV er skipverjinn sagður hafa farið með konu um borð í skipið sem er við höfn í Hafnarfirði og brotið á hann kynferðislega. Þá herma heimildir DV að málið tengist ónefndum bar í Hafnarfirði þar sem ball hafi verið haldið á föstudagskvöldið en konan á hafa verið að skemmta sér þar á sama tíma og áhöfn togarans. Lögreglan hefur ekki svarað til um málið. Íslendingar þekkja Polar Nanoq vel en Thomas Olsen, fyrrverandi skipverji Polar Nanog, var dæmdur fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur árið 2017.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi send til að sækja tvær konur sem lentu í bílveltu milli Skaftártunguvegar og Kirkjubæjarklausturs en slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan 20. Mbl.is greinir frá því að önnur konan hafi verið höfuðáverka en ekki er vitað um líðan hinnar konunnar. Þá þrír aðrir farþegar í bílnum en þeir hafi gengið út úr bílnum eftir að hann valt en að sögn lögreglu er hann óökufær. Fólk leitaði sér aðstoðar á heilsugæslu Kirkjubæjarklausturs og er ástand þeirra talið stöðugt.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stendur á þeim tímamótum að flokkur hans hefur fest sig í sessi sem næststærsti flokkur landsins þar sem hann flatrekur í kjölfari Samfylkingar Kristrúnar Frostadóttir. Bjarni er þess utan með yfirlýsingar 40 þúsund Íslendinga á bakinu um að hann njóti ekki trausts sem forsætisráðherra.
Sjálfstæðismenn hafa margir hverjir spurningar um það hvert stefni með flokk þeirra. Það voru því margir spenntir þegar Mogginn upplýsti í frétt að „þjarmað“ yrði að Bjarna í þeim umtalaða þætti Spursmálum Stefáns E. Stefánssonar. Nokkrir kærleikar hafa verið með Bjarna og umræddum Stefáni. Bjarni hefur sem ráðherra ítrekað útvegað eiginkonu Stefáns, Söru Lind Guðbergsdóttur, forstjórastarf á vegum ríkisins og án auglýsingar.
Flestir ráku upp stór augu þegar þátturinn var frumsýndur. Því fór víðs fjarri að þjarmað væri að Bjarna. Værðarlegt hjal væri betri lýsing á efnistökunum og kærleikurinn einkenndi samtal þeirra félaga. Aðeins vantaði amen á eftir efninu …
Caitlin Clark, vinsælasta körfuboltakona allra tíma, mun ekki spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Clark, sem er nýliði í WNBA-deildinni þykir hafa spilað gífurlega vel og á að flestra mati heima í landsliði Bandaríkjanna. Clark er jafnframt vinsælasta körfuboltakona heimsins þrátt fyrir að vera nýliði og mæta tugir þúsunda á leiki hjá liði hennar Indiana Fever eingöngu til að fylgjast með henni keppa. En svo virðist vera að miklar vinsældir Clark hafi orðið til þess að hún hafi ekki verið valin í landsliðið en samkvæmt heimildum USA Today töldu lykilleikmenn landsliðsins að það yrði truflandi fyrir liðið að hafa hana í því. Ástæðan er sú að þó að Clark sé nógu góð til að vera valin í landsliðið þá væri hún ekki nógu góð til að spila margar mínútur í leik og slíkt myndi fara í taugarnar á þeim milljónum stuðningsmanna sem hún á um heim allan.
Mörgum þykir þetta léleg ástæða en sumir telja að öfundsýki eldri leikmanna í garð Clark sé komið á það stig að WNBA þurfi að grípa inn í en hún hefur fengið grimma meðferð andstæðinga á fyrsta tímabilinu, mun meira en flestir nýliðar eiga að þurfa venjast.
Íþróttakonan Laura Garcia-Caro vill eflaust gleyma Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem allra fyrst. Hin spænska Garcia-Caro var að keppa í 20 kílómetra göngu fyrr í vikunni og var með öruggt forskot í þriðja sæti, eða svo hélt hún, og byrjaði að fagna innilega áður en hún lauk keppni. Líðan hennar breyttist hins vegar fljótt úr sælu í sorg þegar hún sá hina úkraínsku Lyudmila Olyanovska taka fram sér á allra síðustu metrunum og tryggði sér bronsverðlaun. Aðdáendur íþróttarinnar telja þau að báðar ættu að hafa verið dæmdar úr leik en á lokametrum lyftu þær báðar báðum fótum samtímis upp frá jörðu en slíkt er skilgreint sem hlaup en það er stranglega bannað í slíkri keppni.