Íþróttakonan Laura Garcia-Caro vill eflaust gleyma Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem allra fyrst.
Hin spænska Garcia-Caro var að keppa í 20 kílómetra göngu fyrr í vikunni og var með öruggt forskot í þriðja sæti, eða svo hélt hún, og byrjaði að fagna innilega áður en hún lauk keppni. Líðan hennar breyttist hins vegar fljótt úr sælu í sorg þegar hún sá hina úkraínsku Lyudmila Olyanovska taka fram sér á allra síðustu metrunum og tryggði sér bronsverðlaun.
Aðdáendur íþróttarinnar telja þau að báðar ættu að hafa verið dæmdar úr leik en á lokametrum lyftu þær báðar báðum fótum samtímis upp frá jörðu en slíkt er skilgreint sem hlaup en það er stranglega bannað í slíkri keppni.
Íþróttakona fagnaði of snemma og missti af verðlaunasæti – MYNDBAND
Sex metra slanga gleypti fjögurra barna móður – MYNDBAND
Fjögurra barn móðir í Indónesíu var drepin og gleypt af pýtonslöngu sem reyndist vera lengri en sex metrar.
Konan sem ber nafnið Farida var að fara frá heimili sínu í Kalumpang í Indónesíu á markað til að versla og þurfti hún að labba í gegnum skóg til að komast á markaðinn. Á göngu sinni var hún bitin í fótinn af risastórri pýtonslöngu sem svo vafði sig um Farida og kyrkti hana til dauða. Þegar Farida var látin gleypti slangan hana í heilu lagi.
Þegar Noni, eiginmaður Farida, hafði ekki heyrt í eiginkonu sinni til lengri tíma fór hann ásamt félögum sínum að leita hennar. Í leitinni fundu þeir slönguna og sáu að hún hafði greinilega borðað eitthvað stórt og óttaðist Noni að Farida væri í maga slöngunnar. Eftir að hópurinn hafði drepið slönguna og rist upp maga hennar var það staðfest að Farida var í maganum og var látin.
Hægt er að sjá ritskoðað myndband af Noni að skera upp maga slöngunnar hér fyrir neðan.
Verðgáttin óvirk og forstöðumaðurinn segist hættur
Vefsíðan Verðgáttin hefur verið óvirk í nokkurn tíma en henni var ætlað að auðvelda neytendum á Íslandi að bera saman vöruverð hjá Bónus, Krónunni og Nettó. Síðan er á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar og íslenskra stjórnvalda í samstarfi við þær verslanir sem tóku þátt í verkefninu.
Síðan var opnuð þann 7. júní í fyrra með miklum látum og fjölluðu allir helstu fjölmiðlar landsins um málið. „Neytendur geta þá búið til sína eigin körfu og aðeins snert á því hvar ódýrasta karfan er og í hvaða búð,“ sagði Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, við RÚV um síðuna þegar hún opnaði.
En eins og áður sagði er síðan óvirk í dag og eftir ítrekaðar fyrirspurnir Mannlífs um málið barst tölvupóstur frá Magnúsi þar sem hann greindi frá því að hann væri hættur sem forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar og svaraði engu varðandi fyrirspurn um Verðgáttina. Magnús er þó ennþá skráður sem forstöðumaður á heimsíðu Rannsóknarseturs verslunarinnar og á eigin Linkdin síðu.
Engar fréttir eða tilkynningar er að finna á heimasíðu eða samfélagsmiðlum Rannsóknarseturs verslunarinnar um nýjan forstöðumann eða af hverju Verðgáttin er óvirk. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst
Fjórir gíslar Hamas frelsaðir
Fjórum gíslum sem Hamas-samtökin tóku til fanga 7. október hefur verið bjargað lifandi af her Ísrael en Reuters greinir frá málinu.
Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu en þeim var bjargað í Nuserirat-borg sem er á Gasasvæðinu. Konan sem heitir Noa Argamani varð að vissu leyti andlit gísla Hamas en myndband af henni fór í dreifingu á internetinu eftir að hún var tekin í gíslinu. Karlmönnunum sem bjargað var heita Almog Meir Jan, Andrey Kozlov og Shlomi Ziv og er aldur þeirra 21 til 40 ár. Fundist þeir á tveimur stöðum í borginni.
Talið er að um 130 gíslar séu ennþá í haldi Hamas samkvæmt yfirvöldum í Ísrael en allt er enn í járnum á Gasasvæðinu og virðist ekkert lát á hernaði Ísrael á svæðinu. Um það bil 37 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir síðan 7. október.
Aðeins 23% lesenda Mannlífs líst illa á Höllu Tómasdóttur sem forseta
Halla Tómasdóttir hefur verið kosin forseti Íslands og kom það mörgum Íslendingum mjög á óvart en góð kosningabarátta og skýr svör í kappræðum tryggðu henni rúm 34% atkvæða og var sigur hennar því nokkuð öruggur en Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, lenti í öðru sæti með rúm 25%.
Mannlíf vildi hins vegar vita hvað lesendum fannst um niðurstöðuna og spurði einfaldlega: Hvernig líst þér á Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands?
Svörin létu ekki standa á sér en tæplega 2500 manns tóku þátt í þessari könnun. Niðurstöðurnar voru jákvæðar fyrir nýjan forseta en rúm 58% lesenda Mannlífs líst vel á Höllu sem forseta, 19% líst allt í lagi á hana sem forseta og 23% líst illa á Höllu sem forseta.
Kona á flótta klæddi sig úr öllu þegar lögreglan náði henni – MYNDBAND
Það stundum sagt að Bandaríkin séu furðulegasta land í heimi en líklegt verður að telja að ökumenn sem urðu vitni að athæfi konu í Los Angeles séu hugsanlega sammála því.
Á miðvikudaginn var gerði lögreglan í Los Angeles tilraun til að stöðva svartan jeppa sem hafði brotið umferðarlög. Ökumaður jeppans sinnti ekki fyrirmælum lögreglu og keyrði í burtu og upphófst eltingaleikur á hraðbraut í Los Angeles. Mikil umferð varð til þess að ökumaðurinn áttaði sig á því að hann kæmist ekki lengra og stöðvaði bílinn.
Það sem fáir, ef einhverjir áttu von á, var að ökumaðurinn myndi klifra út um þakglugga jeppans, standa á þaki jeppans og klæða sig úr öllum fötunum. Slíkt varð hins vegar raunin.
Ökumaðurinn var í kjölfarið handtekinn og hefur verið ákærður fyrir ýmiss brot.
Öllum sagt upp í Grunnskóla Grindavíkur: „Þetta er mun erfiðara svona“
Ekki verða fleiri börn útskrifuð úr Grunnskóla Grindavíkur á næstunni en öllu starfsfólki skólans hefur verið sagt upp.
47 börn útskrifuðust frá skólanum fyrir helgi en alls stóð til 62 börn myndu útskrifast en 15 börn skiptu um skóla eftir allar þær hamfarir sem hafa dunið yfir í Grindavík og núna búa þau börn um land allt. Eysteinn Kristinsson, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur, segir tilfinninguna vera blendna en honum finnst starfsfólkið hafa sýnt mikla samstöðu og styrk að láta hlutina ganga upp þetta skólaár. Hann telur að starfsfólkið verði fljótt að finna aðra vinnu vegna þess að sé það frábært starfsfólk enda hafi áskoranirnar verið margar undanfarið.
Krefjandi aðstæður
Eysteinn telur að þetta hafi tekið mikið á börnin í Grindavík, sem og kennara sem kenndu við skólann en ekki sé algengt að fólk þurfi að flytja vegna náttúruhamfara.
„Oftast flytur fólk af fúsum og frjálsum vilja, það er ekki nauðbeygt til þess. Þetta er mun erfiðara svona. Í Grindavík er mikið íþróttasamfélag og samheldið samfélag í heild. Það eru miklar áskoranir við að halda einhvern veginn utan um þessa tæplega 4.000 einstaklinga sem dreifast vítt og breitt um landið, þó flestir séu á suðvesturhorninu,“ sagði við mbl.is um málið.
Englendingar áttu ekki séns í íslenska landsliðið – Jóhann Berg bestur
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilaði í gær æfingaleik við enska landsliðið en leikurinn var hluti af undirbúningi enska landsliðsins fyrir EM í knattspyrnu í sumar. Margir veðbankar og knattspyrnusérfræðingar telja enska liðið sigurstranglegasta liðið á mótinu í sumar.
Enska liðið átti hins vegar ekki mögulega gegn því íslenska í gær en þrátt fyrir að vera með boltann meira en 60% af spilatíma leiksins skapaði Ísland sér mun hættulegri færi og sigraði leikinn 0-1 og var í raun heppni fyrir England að sigur Íslands var ekki stærri.
Einkunnagjöf leikmanna Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson – 7
Bjarki Steinn Bjarkason – 8
Sverrir Ingi Ingason – 9
Daníel Leó Grétarsson – 8
Kolbeinn Birgir Finnsson – 7
Mikael Neville Anderson – 7
Arnór Ingvi Traustason – 8
Jóhann Berg Guðmundsson – 9 – Maður leiksins
Jón Dagur Þorsteinsson – 8
Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Hákon Arnar Haraldsson – 9
Varamenn:
Stefán Teitur Þórðarson – 7
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Dauðaganga Vinstri-grænna
Vinstri-grænir eru í vonlausri stöðu eftir að Katrín Jakobsdóttir færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn á silfurfati og fór í forsetaframboð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sitjandi formaður, er að flestra mati hinn vænsti maður en sneiddur leiðtogahæfileikum í vonlausri stöðu eftir að Katrín Jakobsdóttir færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn á silfurfati og fór í forsetaframboð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sitjandi formaður, er að flestra mati hinn vænsti maður en sneiddur þeim leiðtogahæfileikum sem þarf til að ná flokknum upp úr hyldýpi fylgishrunsins.
Nýjasta mæling mælir VG með 3,3 prósent fylgi sem er sú einkunn sem Katrín Jakobsdóttir fær fyrir ístöðuleysið gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Það þarf nánast kraftaverk strax til að von eigi að vera til að bjarga flokknum úr brunarústunum.
Innan VG var fólk sem vildi landsfund strax í júní og stjórnarslit í framhaldinu. Guðmundur Ingi fékk það fram að ekki verður kosið um nýja forystu fyrr en í haust. Þar með fær hann að sitja áfram í ráðherraembætti á skilorði líkt og Svandís Svavarsdóttir, sem af mörgum er talinn vera arftaki hans. Vandi Svandísar er aftur á móti sá að hún er ásamt Katrínu og Guðmundi Inga, fullkomlega ábyrg fyrir öllum þeim afsláttum sem gefnir hafa verið fyrir völdin. Öllum prinsippum flokksins hefur verið fleygt fyrir róða og sú höfuðsynd framin að gera Bjarna að fprsætisráðherra.
Ekki verður séð að haustið eigi eftir að bjarga miklu fyrir VG og annaðhvort dauði eða örlög smáflokksins bíða handan við næstu kosningar …
Keyrt út af á Miklubraut – Tveir sjúkrabílar sendir á vettvang
Bíll keyrði út af Miklubraut í gærkvöldi en þetta staðfesti Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is seint í gærkvöldi.
Ekki liggur fyrir hvort slys urðu á fólki en óhappið varð á Miklubraut við aðreinina að Sæbraut. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt dælubíl frá slökkviliðinu en Jón vildi ekki veita frekari upplýsingar aðrar en að slökkviliðið væri ennþá að störfum.
Merkjasending bresks togara olli banaslysi í Austurstræti: „Breyttust hljóðin í þunga stunu“
Sjómaðurinn Ásmundur Elíasson gekk eftir Austurstræti á sunnudagskvöldi ásamt félaga sínum, óvitandi að sekúndu síðar hefði hann gengið síðustu skrefin í þessu lífi. Veturinn áður hafði hann brunnið illa þegar eldur kom upp í Dettifossi í New York en þar hafði hann starfað sem kyndari.
Sá sorglegi atburður varð í byrjun mars árið 1943, að banaslys varð í Austurstræti í Reykjavík þegar sprengjuhylki sem fylgdi merkjaljósi sem breskur togari hafði skotið á loft, féll á Ásmund Elíasson, tveggja barna föðurs, ættaðan frá Mjóafirði fyrir austan. Mildi var að ekki hlaust af annað banaslys þegar annað sprengjuhylki féll á barnaleikvöll hálftíma síðar.
Alþýðublaðið sagði svo frá banaslysinu:
Banaslys í Austurstræti af völdum sprengjuhylkis
Tvö sprengjuhylki féllu í Reykjavík á sunnudagskvöldið með hálftíma millibili
Annað í Austurstræti og hitt á barnaleikvöll við Framnesveg.
ÁSMUNDUR ELÍASSON, sjómaður Breiðabliki á Seltjarnarnesi, beið bana af völdum sprengjuhylkis, sem féll í Austurstræti klukkan 8 á sunnudagskvöld. Annað sprengjuhylki mun hafa fallið um 30 mínútum síðar á barnaleikvöll vestur við Framnesveg. Reif það upp mold og grjót, sem kastaðist um nágrennið. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðinu bárust í gær frá herstjórninni var, að minnsta kosti í fyrra tilfellinu, um að ræða hylki utan af ljóssprengju, sem brezkur togari, skammt frá landi, hefði skotið.
Slysið í Austurstræti. Þessum atburðum lýsir rannsóknarlögreglan þannig, samkvæmt vitnisburðum sjónarvotta: Klukkan rúmlega 8 á sunnudagskvöld kom maður á lögreglustöðina og tilkynnti,. að hann hefði heyrt Skothvell og séð um leið mann falla á götuna í Austurstræti, milli bókaverzlunar Ísafoldar og Havana. Þegar lögreglan kom á vettvang var búið að taka manninn og töldu þeir, sem höfðu séð hann ,að hann hefði slasazt mikið. Sjónarvottur hefir lýst atburðunum þannig: „Eg var einn á gangi í Austurstræti um klukkan 8. Gekk ég eftir gangstéttinni, sunnan megin við götuna. Þegar ég var kominn á móts við Austurstræti 6 sá ég brezka sjóliða, sem gengu á undan mér. Bentu þeir upp í loftið framundan sér og sögðu eitthvað á þá leið: „Hvaða ljós er þetta“. Leit ég þá strax upp og sá þá mjög skært, lítið ljós, sem bar yfir bifreiðastöð Steindórs. í sama mund heyrði ég þyt í loftinu og heyrði um leið hvell af sprengingu rétt fyrir aftan mig. Eg leit jafn skjótt við og sá að maður var að falla á gangstéttina um það bil 6 metra frá mér. Umhverfis manninn var hvítleitur púðurreykur. Maðurinn hljóðaði sáran um leið og hann féll, en þegar hann var fallinn, breyttust hljóðin í þunga stunu. Þetta gerðist allt mjög skjótlega. Bifreið, sem kom eftir götunni var stöðvuð og flutti hún manninn í sjúkrahús“. Þá hefir maður sá, sem var í fylgd með Ásmundi Elíassyni gefið skýrslu. Voru þeir hann og Ásmundur samhliða og gekk Ásmundur nær gangstéttinni. Allt í einu heyrði maðurinn snöggan þyt og um leið gaus upp reykur allmikill, svo að hann sá ekki Ásmund í svip, fylgdi reyknum hark allmikið og ólykt. Þegar reykurinn minnkaði sá hann að Ásmundur var fallinn og að hann gerði ekki tilraun til að standa upp. Virtist hann vera mikið særður. Var hann síðan fluttur í Landakotsspítala. Það skal tekið fram að þetta sprengjuhylki braut úr gangstéttinni í Austurstræti og gat á rúðu í næsta húsi. Sáust þessi verksummerki í gær á götunni. Hernaðaryfirvöldin tóku sprengjuhylkið til rannsóknar. Var það 25 cm. langt og 3 tommur á þykt.
Ásmundur Elíasson var mikið slasaður. Lést hann í sjúkrahúsinu í gærmorgun. Ásmundur mun hafa verið 38 ára að aldri, kvæntur og átti 2 kornung börn. Hann var ættaður frá Norðfirði. Ásmundur var kyndarí á Dettifossi, fékk hann all mikil brunasár, þegar eldurinn kom upp í skipinu í New York í vetur.
Sprengjuhylkið sem féll á barnaleikvöllinn.
Þá féll og annað sprengjuhylki nokkru síðar á barnaleikvöll, sem er við Framnesveg. í gær kom maður til lögreglunnar og gaf henni eftirfarandi skýrslu: ,,Á sunnudagskvöldið klukkan um 8,30 var ég, ásamt konu minni á gangi vestur Framnesveg. Þegar við vorum komin að gatnamótum Framnesvegar og Sellandsstígs heyrðum við skothvell, sem virtist koma frá sjónum. Við héldum áfram og gáfum þessu ekki neinar gætur. En þegar við höfðum gengið um 50 metra heyrðum. við hvin í loftinu og sáum að eitthvað féll á barnaleikvöll þarna við götuna. Rótaðist við það upp mold og grjót og dundí hvort tveggja á næstu húsum. Í gær var grafið í leikvellinum eftir hylkinu og fannst það svo djúpt niðri, að maður stóð í brjóst í holunni! Brezki sendifulltrúinn gekk í gær á fund utanríkisráðhérrá og tjáði honum harm sinn út af dauðaslysinu í Austurstræti og vottaði honum samhyggð sína og brezka flotaforingjans hér.
Þjóðviljinn fjallaði einnig um málið og útskýrði betur hvers konar sprengjuhylki var um að ræða. Hér er brot úr þeirri frétt:
Ljósmerki frá brezkum togara verður Íslending að bana
Slysið varð í Austurstræti á sunnudagskvöldið
Um klukkan 8 í fyrrakvöld féll hylki af merkjaljósi (signalflare) niður í Austurstræti, sprakk þar og slasaði mann, sem var á ferð þar sem það kom niður, svo mjög að hann lézt á sjúkrahúsi í gærmorgun. Maður þe^si hét Ásmundur Elíasson, skipverji á Dettifossi. Hann var ættaður úr Mjóafirði, 38 ára, kvæntur og átti tvö börn. Ljósamerki þessu var skotið af brezkum togara. Hylkið mun hafa verið um 25 cm. langt. Þar sem það kom niður braut það skarð í gangstéttina og fór brot úr því gegnum sýningarglugga skammt frá. Brezki sendifulltrúinn hér gékk í gærmorgun á fund utanríkismálaráðherra og lét í ljós samhryggð sína og brezka flotaforingjans út af atburði þessum.
Trausti hvetur bændur til að hringja í Neyðarlínuna: „Þá fer viðbragð í gang“
Kuldatíð hefur haft slæm áhrif á bændur á Íslandi að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. Settur hefur verið saman hópur sem er ætlað að meta það tjón sem orðið hefur og er hópurinn skipaður af Bændasamtökunum, Almannavörnum og Matvælaráðuneytinu.
Trausti segir þó að það verði erfitt að meta tjónið fyrr en líður á sumarið og að í einhverjum tilfellum þurfi að bregðast strax við því sumir bændur séu einfaldlega lentir í neyð. Þá hefur Trausti einnig áhyggjur af andlegri heilsu bænda enda hafi verið mikið álag á þeim.
Fór á fund með matvælaráðherra
„Ég ætla nú ekki að leggja henni orð í munn. En hún sagði einfaldlega: „Við gerum það sem við getum til þess að taka utan um þetta ástand, og mæta fólki.“ Og ég trúi og treysti vel á hennar orð og hef enga ástæðu til annars,” sagði Trausti við RÚV um fund sem hann átti með matvælaráðherra.
„Það er bara gríðarlega mikilvægt fyrir bændur að vita að þeir eru ekki einir og þeir geta sótt sér aðstoð með því að hringja í 112 og þá fer viðbragð í gang sem tekur utan um aðstæðurnar.“
Hvernig líst þér á Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands?
Nú hefur Halla Tómasdóttir verið kosin forseti Íslands og fékk hún rúm 34% atkvæða og lenti Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsetisráðherra Íslands, í öðru sæti með rúm 25% atkvæða. Nú þegar fólk hefur fengið tækifæri á að melta niðurstöðuna þá er um að gera að spyrja:
Hvernig líst þér á Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands?
Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 þann 7. júní
Bahá´í samfélagið á Íslandi efnir til listahátíðar til stuðnings írönskum konum
Um helgina efnir íslenska bahá´í samfélagið til listahátíðar til stuðnings írönskum konum. Þá eru hátíðin einnig til heiðurs tíu bahá´í konum sem líflátnar voru í Íran árið 1983.
Íslenska bahá´í samfélagið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem sagt er frá listahátíð á þeirra vegum, sem haldin verður að Kletthálsi 1 í Reykjavík en hátíðin er liður í heimsátaki Alþjóðlega bahá´í samfélagsins sem hófst í júní 2023 en þá voru liðin 40 ár frá aftöku 10 bahá´í kvenna í Íran. Hér er hlekkur á viðburðinn.
Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni:
Heimsátak til stuðnings írönskum konum
Íslenska baháʼí samfélagið efnir til listahátíðar helgina 8.-9. júní til stuðnings írönskum konum og til heiðurs tíu baháʼí konum sem voru líflátnar í Íran 1983. Hátíðin fer fram í þjóðarmiðstöð íslenska baháʼí samfélagsins að Kletthálsi 1 í Reykjavík og stendur frá k. 13-17 dagana 8. og 9. júní. Hún er liður í heimsátaki Alþjóðlega baháʼí samfélagsins sem nefnist #SagaOkkarErEin og hófst í júní 2023 þegar rétt 40 ár voru liðin frá aftöku kvennanna. Með þessu átaki vilja baháʼíar um allan heim heiðra minningu þessara kvenna og lýsa stuðningi sínum við þá áratuga löngu baráttu sem íranskar konur af öllum trúarbrögðum og bakgrunni hafa háð í marga áratugi og heyja enn í dag. Í stefnuskrá átaksins segir að tilgangur þess sé ekki aðeins að heiðra þessar tíu baháʼí konur heldur allar konur í Íran sem styðja baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna og vilja leggja sitt af mörkum til að skapa betri framtíð í landinu og bjóða kúgunaröflunum í landinu byrginn með þrautseigju sinni og harðfylgi. Þúsundir fólks um allan heim hafa tekið þátt í þessu átaki sem hefur að meginmarkmiði að styðja og efla þær breytingar sem nú eiga sér stað í Íran.
Kvikmynd Þórðar fær góða dóma eftir frumsýningu á kvikmyndahátíð – Sagður eiga framtíðina fyrir sér
Kvikmyndin The Damned sem Þórður Pálsson leikstýrði var í gær frumsýnd á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð og óhætt er að segja að fyrstu dómar um myndina hafi verið góðir en þeir voru allir jákvæðir.
Myndin er hryllingsmynd með sálfræðilegu ívafi sem gerist árið 1874 í afskekktu íslensku þorpi og segir frá Evu, sem byrjar að missa sjónar á gildum sínum þegar hún verður fyrir barðinu á grimmilegu samfélagi sínu. Hún var tekin upp á Vestfjörðum og lauk tökum snemma í fyrra. Odessa Young og Joe Cole fara með aðalhlutverk myndarinnar en þekktasti leikari hennar er þó án efa Íslandsvinurinn Rory McCann sem lék Sandor Clegane í 38 þáttum af Game of Thrones.
Gagnrýnendur eru á einu máli um þarna sé góð hryllingsmynd á ferðinni og benda þeir sérstaklega á einstakt andrúmsloft, kvíða og spennu sem Þórður nær að skapa ásamt frábærri frammistöðu aðalleikaranna. Þá er Þórður sagður eiga góða framtíð fyrir sér í kvikmyndabransanum.
Birtir nýjar myndir af kindunum í Þverárhlíð: „Þetta er ekkert annað en Hryllingur!!“
Hryllingurinn í Þverárhlíð heldur áfram.
Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona tók ljósmyndir í gær af illa förnum kindum af bænum Höfða í Borgarnesi en þær ganga lausar í Þverárhlíð þar sem þær hafa meðal annars borið lömb, með hrafna svífandi yfir höfðinu á þeim. Eins og sjá má á myndum eru sumar þeirra komnar með einhvers konar sýkingar en yfirlæknir hjá Mast hefur sagt ástandið ýkt af Steinunni og öðrum sem tjáð sig hafa um málið.
Eftirfarandi færslu birti Steinunn með ljósmyndunum:
„Framhaldssagan úr Hryllingnum:
Myndir teknar 6. júní í Þverárhlíð.“
Ása Laufey mun blessa Háteigssókn
Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir hefur verið skipuð prestur í Háteigskirkju en greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá Þjóðkirkjunni.
Ása er reynslumikill prestur en hún starfaði sem prestur íslenska safnaðarins í Noregi frá 2015 til 2017 en hún varð síðar æskulýðsprestur í Neskirkju. Undanfarin þrjú ár hefur Ása verið prestur innflytjenda og hafði aðsetur í Breiðholtskirkju.
Í tilkynningunni er sagt frá að umsóknarfrestur hafi runnið út 14. maí en ekki tekið fram hverjir aðrir sóttu um stöðina sem Ása fékk.
Ísraelskur ráðherra vill minnka hjálparaðstoð á Gaza: „Aðeins sýna mannúð í skiptum fyrir mannúð“
Öfga-hægrimaðurinn Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur hvatt til þess að komið sé í veg fyrir að eldsneyti komist inn og að dregið verði úr mannúðaraðstoð til Gaza-svæðisins.
„Ísrael ætti að halda eldsneyti frá Gaza og draga úr mannúðaraðstoðinni sem berst inn á svæðið,“ sagði ísraelski ráðherrann á X.
Öfga-hægrimaðurinn hélt áfram:
„Ísrael ætti aðeins að sýna mannúð í skiptum fyrir mannúð, en við munum ekki samþykkja samning sem myndi stofna framtíð Ísraelsríkis í hættu,“ sagði hann.
Samkvæmt uppfærslu í síðustu viku frá samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, OCHA, frá því um miðjan janúar, hafa meira en 93.400 börn undir fimm ára verið skimuð fyrir vannæringu á Gaza; 7.280 reyndust vera með bráða vannæringu, þar af 5.604 með miðlungs bráða vannæringu og 1.676 með alvarlega bráða vannæringu.
Andri Lucas keyptur til Belgíu – Dýrastur í sögunni
Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Andri Lucas Guðjonssen hefur verið seldur frá danska liðinu Lyngby til Gent en liðið spilar í belgísku úrvalsdeildinni og lenti í 7. sæti á seinasta tímabili. Andri fetar þar með í fótspor Eiðs Smára og Arnórs sem eru faðir og afi Andra en þeir léku báðir á sínum tíma í belgísku úrvalsdeildinni.
Stjarna Andra hefur heldur betur risið undanfarið en á seinasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 33 leikjum fyrir Lyngby. Þá hefur Andri einnig spilað 22 landsleiki fyrir Ísland og skorað sex mörk í þeim leikjum.
Talið er að Gent hafi borgað þrjár milljónir evra fyrir Andra en Lyngby hefur aldrei áður selt leikmann á svo háu verði og skrifaði Andri undir fjögra ára samning.
𝘼 𝙟𝙤𝙪𝙧𝙣𝙚𝙮 𝙩𝙧𝙤𝙪𝙜𝙝 𝙀𝙪𝙧𝙤𝙥𝙚, 𝙣𝙤𝙬 𝙞𝙣 9️⃣0️⃣0️⃣0️⃣
Welcome, Andri Gudjohnsen 💣
TRANSFER I https://t.co/1cqRdyN04K pic.twitter.com/5iE6Ve5dfM
— KAA Gent (@KAAGent) June 7, 2024
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill takmarka áfengissölu: „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara“
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skora á Alþingismenn og ráðherra að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. Áskorun þess efnis var send á Alþingi í morgun.
Í áskoruninni segir meðal annars að áfengi sé ekki venjuleg neysluvara, en neysla á því hafi „skaðleg áhrif á heilsu“. Þá segir einnig að áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum.
Hér má lesa áskorunina í heild sinni:
Áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um takmörkun áfengissölu
Í ljósi óheillaþróunar á sölu áfengis skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á Alþingismenn og ráðherra að takmarka sölu á áfengi og standa vörð um lýðheilsu þjóðarinnar.
Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hefur áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls.
Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi hefur í för með sér aukna notkun þess, sem leiðir til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi. Það séu sameiginlegir hagsmunir, bæði efnahagslegir og félagslegir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Þar segir einnig að mikilvægt sé að stuðla að heilbrigði og lífsgæðum fólks með áherslu á lýðheilsu. Sambærileg sjónarmið eru einnig að finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu.
Í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi árið 2021 er stefnt að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Þar segir einnig að valdar verði árangursríkar lausnir. Gagnreynd vísindaþekking og reynsla annarra þjóða sýnir að árangursríkasta lausnin til að draga úr notkun á áfengi er að skerða aðgengi að henni.
Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið.
Hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og eru viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir, eins og segir í stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til 2030. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar.
Íþróttakona fagnaði of snemma og missti af verðlaunasæti – MYNDBAND
Íþróttakonan Laura Garcia-Caro vill eflaust gleyma Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem allra fyrst.
Hin spænska Garcia-Caro var að keppa í 20 kílómetra göngu fyrr í vikunni og var með öruggt forskot í þriðja sæti, eða svo hélt hún, og byrjaði að fagna innilega áður en hún lauk keppni. Líðan hennar breyttist hins vegar fljótt úr sælu í sorg þegar hún sá hina úkraínsku Lyudmila Olyanovska taka fram sér á allra síðustu metrunum og tryggði sér bronsverðlaun.
Aðdáendur íþróttarinnar telja þau að báðar ættu að hafa verið dæmdar úr leik en á lokametrum lyftu þær báðar báðum fótum samtímis upp frá jörðu en slíkt er skilgreint sem hlaup en það er stranglega bannað í slíkri keppni.
Sex metra slanga gleypti fjögurra barna móður – MYNDBAND
Fjögurra barn móðir í Indónesíu var drepin og gleypt af pýtonslöngu sem reyndist vera lengri en sex metrar.
Konan sem ber nafnið Farida var að fara frá heimili sínu í Kalumpang í Indónesíu á markað til að versla og þurfti hún að labba í gegnum skóg til að komast á markaðinn. Á göngu sinni var hún bitin í fótinn af risastórri pýtonslöngu sem svo vafði sig um Farida og kyrkti hana til dauða. Þegar Farida var látin gleypti slangan hana í heilu lagi.
Þegar Noni, eiginmaður Farida, hafði ekki heyrt í eiginkonu sinni til lengri tíma fór hann ásamt félögum sínum að leita hennar. Í leitinni fundu þeir slönguna og sáu að hún hafði greinilega borðað eitthvað stórt og óttaðist Noni að Farida væri í maga slöngunnar. Eftir að hópurinn hafði drepið slönguna og rist upp maga hennar var það staðfest að Farida var í maganum og var látin.
Hægt er að sjá ritskoðað myndband af Noni að skera upp maga slöngunnar hér fyrir neðan.
Verðgáttin óvirk og forstöðumaðurinn segist hættur
Vefsíðan Verðgáttin hefur verið óvirk í nokkurn tíma en henni var ætlað að auðvelda neytendum á Íslandi að bera saman vöruverð hjá Bónus, Krónunni og Nettó. Síðan er á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar og íslenskra stjórnvalda í samstarfi við þær verslanir sem tóku þátt í verkefninu.
Síðan var opnuð þann 7. júní í fyrra með miklum látum og fjölluðu allir helstu fjölmiðlar landsins um málið. „Neytendur geta þá búið til sína eigin körfu og aðeins snert á því hvar ódýrasta karfan er og í hvaða búð,“ sagði Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, við RÚV um síðuna þegar hún opnaði.
En eins og áður sagði er síðan óvirk í dag og eftir ítrekaðar fyrirspurnir Mannlífs um málið barst tölvupóstur frá Magnúsi þar sem hann greindi frá því að hann væri hættur sem forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar og svaraði engu varðandi fyrirspurn um Verðgáttina. Magnús er þó ennþá skráður sem forstöðumaður á heimsíðu Rannsóknarseturs verslunarinnar og á eigin Linkdin síðu.
Engar fréttir eða tilkynningar er að finna á heimasíðu eða samfélagsmiðlum Rannsóknarseturs verslunarinnar um nýjan forstöðumann eða af hverju Verðgáttin er óvirk. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst
Fjórir gíslar Hamas frelsaðir
Fjórum gíslum sem Hamas-samtökin tóku til fanga 7. október hefur verið bjargað lifandi af her Ísrael en Reuters greinir frá málinu.
Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu en þeim var bjargað í Nuserirat-borg sem er á Gasasvæðinu. Konan sem heitir Noa Argamani varð að vissu leyti andlit gísla Hamas en myndband af henni fór í dreifingu á internetinu eftir að hún var tekin í gíslinu. Karlmönnunum sem bjargað var heita Almog Meir Jan, Andrey Kozlov og Shlomi Ziv og er aldur þeirra 21 til 40 ár. Fundist þeir á tveimur stöðum í borginni.
Talið er að um 130 gíslar séu ennþá í haldi Hamas samkvæmt yfirvöldum í Ísrael en allt er enn í járnum á Gasasvæðinu og virðist ekkert lát á hernaði Ísrael á svæðinu. Um það bil 37 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir síðan 7. október.
Aðeins 23% lesenda Mannlífs líst illa á Höllu Tómasdóttur sem forseta
Halla Tómasdóttir hefur verið kosin forseti Íslands og kom það mörgum Íslendingum mjög á óvart en góð kosningabarátta og skýr svör í kappræðum tryggðu henni rúm 34% atkvæða og var sigur hennar því nokkuð öruggur en Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, lenti í öðru sæti með rúm 25%.
Mannlíf vildi hins vegar vita hvað lesendum fannst um niðurstöðuna og spurði einfaldlega: Hvernig líst þér á Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands?
Svörin létu ekki standa á sér en tæplega 2500 manns tóku þátt í þessari könnun. Niðurstöðurnar voru jákvæðar fyrir nýjan forseta en rúm 58% lesenda Mannlífs líst vel á Höllu sem forseta, 19% líst allt í lagi á hana sem forseta og 23% líst illa á Höllu sem forseta.
Kona á flótta klæddi sig úr öllu þegar lögreglan náði henni – MYNDBAND
Það stundum sagt að Bandaríkin séu furðulegasta land í heimi en líklegt verður að telja að ökumenn sem urðu vitni að athæfi konu í Los Angeles séu hugsanlega sammála því.
Á miðvikudaginn var gerði lögreglan í Los Angeles tilraun til að stöðva svartan jeppa sem hafði brotið umferðarlög. Ökumaður jeppans sinnti ekki fyrirmælum lögreglu og keyrði í burtu og upphófst eltingaleikur á hraðbraut í Los Angeles. Mikil umferð varð til þess að ökumaðurinn áttaði sig á því að hann kæmist ekki lengra og stöðvaði bílinn.
Það sem fáir, ef einhverjir áttu von á, var að ökumaðurinn myndi klifra út um þakglugga jeppans, standa á þaki jeppans og klæða sig úr öllum fötunum. Slíkt varð hins vegar raunin.
Ökumaðurinn var í kjölfarið handtekinn og hefur verið ákærður fyrir ýmiss brot.
Öllum sagt upp í Grunnskóla Grindavíkur: „Þetta er mun erfiðara svona“
Ekki verða fleiri börn útskrifuð úr Grunnskóla Grindavíkur á næstunni en öllu starfsfólki skólans hefur verið sagt upp.
47 börn útskrifuðust frá skólanum fyrir helgi en alls stóð til 62 börn myndu útskrifast en 15 börn skiptu um skóla eftir allar þær hamfarir sem hafa dunið yfir í Grindavík og núna búa þau börn um land allt. Eysteinn Kristinsson, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur, segir tilfinninguna vera blendna en honum finnst starfsfólkið hafa sýnt mikla samstöðu og styrk að láta hlutina ganga upp þetta skólaár. Hann telur að starfsfólkið verði fljótt að finna aðra vinnu vegna þess að sé það frábært starfsfólk enda hafi áskoranirnar verið margar undanfarið.
Krefjandi aðstæður
Eysteinn telur að þetta hafi tekið mikið á börnin í Grindavík, sem og kennara sem kenndu við skólann en ekki sé algengt að fólk þurfi að flytja vegna náttúruhamfara.
„Oftast flytur fólk af fúsum og frjálsum vilja, það er ekki nauðbeygt til þess. Þetta er mun erfiðara svona. Í Grindavík er mikið íþróttasamfélag og samheldið samfélag í heild. Það eru miklar áskoranir við að halda einhvern veginn utan um þessa tæplega 4.000 einstaklinga sem dreifast vítt og breitt um landið, þó flestir séu á suðvesturhorninu,“ sagði við mbl.is um málið.
Englendingar áttu ekki séns í íslenska landsliðið – Jóhann Berg bestur
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilaði í gær æfingaleik við enska landsliðið en leikurinn var hluti af undirbúningi enska landsliðsins fyrir EM í knattspyrnu í sumar. Margir veðbankar og knattspyrnusérfræðingar telja enska liðið sigurstranglegasta liðið á mótinu í sumar.
Enska liðið átti hins vegar ekki mögulega gegn því íslenska í gær en þrátt fyrir að vera með boltann meira en 60% af spilatíma leiksins skapaði Ísland sér mun hættulegri færi og sigraði leikinn 0-1 og var í raun heppni fyrir England að sigur Íslands var ekki stærri.
Einkunnagjöf leikmanna Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson – 7
Bjarki Steinn Bjarkason – 8
Sverrir Ingi Ingason – 9
Daníel Leó Grétarsson – 8
Kolbeinn Birgir Finnsson – 7
Mikael Neville Anderson – 7
Arnór Ingvi Traustason – 8
Jóhann Berg Guðmundsson – 9 – Maður leiksins
Jón Dagur Þorsteinsson – 8
Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Hákon Arnar Haraldsson – 9
Varamenn:
Stefán Teitur Þórðarson – 7
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Dauðaganga Vinstri-grænna
Vinstri-grænir eru í vonlausri stöðu eftir að Katrín Jakobsdóttir færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn á silfurfati og fór í forsetaframboð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sitjandi formaður, er að flestra mati hinn vænsti maður en sneiddur leiðtogahæfileikum í vonlausri stöðu eftir að Katrín Jakobsdóttir færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn á silfurfati og fór í forsetaframboð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sitjandi formaður, er að flestra mati hinn vænsti maður en sneiddur þeim leiðtogahæfileikum sem þarf til að ná flokknum upp úr hyldýpi fylgishrunsins.
Nýjasta mæling mælir VG með 3,3 prósent fylgi sem er sú einkunn sem Katrín Jakobsdóttir fær fyrir ístöðuleysið gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Það þarf nánast kraftaverk strax til að von eigi að vera til að bjarga flokknum úr brunarústunum.
Innan VG var fólk sem vildi landsfund strax í júní og stjórnarslit í framhaldinu. Guðmundur Ingi fékk það fram að ekki verður kosið um nýja forystu fyrr en í haust. Þar með fær hann að sitja áfram í ráðherraembætti á skilorði líkt og Svandís Svavarsdóttir, sem af mörgum er talinn vera arftaki hans. Vandi Svandísar er aftur á móti sá að hún er ásamt Katrínu og Guðmundi Inga, fullkomlega ábyrg fyrir öllum þeim afsláttum sem gefnir hafa verið fyrir völdin. Öllum prinsippum flokksins hefur verið fleygt fyrir róða og sú höfuðsynd framin að gera Bjarna að fprsætisráðherra.
Ekki verður séð að haustið eigi eftir að bjarga miklu fyrir VG og annaðhvort dauði eða örlög smáflokksins bíða handan við næstu kosningar …
Keyrt út af á Miklubraut – Tveir sjúkrabílar sendir á vettvang
Bíll keyrði út af Miklubraut í gærkvöldi en þetta staðfesti Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is seint í gærkvöldi.
Ekki liggur fyrir hvort slys urðu á fólki en óhappið varð á Miklubraut við aðreinina að Sæbraut. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt dælubíl frá slökkviliðinu en Jón vildi ekki veita frekari upplýsingar aðrar en að slökkviliðið væri ennþá að störfum.
Merkjasending bresks togara olli banaslysi í Austurstræti: „Breyttust hljóðin í þunga stunu“
Sjómaðurinn Ásmundur Elíasson gekk eftir Austurstræti á sunnudagskvöldi ásamt félaga sínum, óvitandi að sekúndu síðar hefði hann gengið síðustu skrefin í þessu lífi. Veturinn áður hafði hann brunnið illa þegar eldur kom upp í Dettifossi í New York en þar hafði hann starfað sem kyndari.
Sá sorglegi atburður varð í byrjun mars árið 1943, að banaslys varð í Austurstræti í Reykjavík þegar sprengjuhylki sem fylgdi merkjaljósi sem breskur togari hafði skotið á loft, féll á Ásmund Elíasson, tveggja barna föðurs, ættaðan frá Mjóafirði fyrir austan. Mildi var að ekki hlaust af annað banaslys þegar annað sprengjuhylki féll á barnaleikvöll hálftíma síðar.
Alþýðublaðið sagði svo frá banaslysinu:
Banaslys í Austurstræti af völdum sprengjuhylkis
Tvö sprengjuhylki féllu í Reykjavík á sunnudagskvöldið með hálftíma millibili
Annað í Austurstræti og hitt á barnaleikvöll við Framnesveg.
ÁSMUNDUR ELÍASSON, sjómaður Breiðabliki á Seltjarnarnesi, beið bana af völdum sprengjuhylkis, sem féll í Austurstræti klukkan 8 á sunnudagskvöld. Annað sprengjuhylki mun hafa fallið um 30 mínútum síðar á barnaleikvöll vestur við Framnesveg. Reif það upp mold og grjót, sem kastaðist um nágrennið. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðinu bárust í gær frá herstjórninni var, að minnsta kosti í fyrra tilfellinu, um að ræða hylki utan af ljóssprengju, sem brezkur togari, skammt frá landi, hefði skotið.
Slysið í Austurstræti. Þessum atburðum lýsir rannsóknarlögreglan þannig, samkvæmt vitnisburðum sjónarvotta: Klukkan rúmlega 8 á sunnudagskvöld kom maður á lögreglustöðina og tilkynnti,. að hann hefði heyrt Skothvell og séð um leið mann falla á götuna í Austurstræti, milli bókaverzlunar Ísafoldar og Havana. Þegar lögreglan kom á vettvang var búið að taka manninn og töldu þeir, sem höfðu séð hann ,að hann hefði slasazt mikið. Sjónarvottur hefir lýst atburðunum þannig: „Eg var einn á gangi í Austurstræti um klukkan 8. Gekk ég eftir gangstéttinni, sunnan megin við götuna. Þegar ég var kominn á móts við Austurstræti 6 sá ég brezka sjóliða, sem gengu á undan mér. Bentu þeir upp í loftið framundan sér og sögðu eitthvað á þá leið: „Hvaða ljós er þetta“. Leit ég þá strax upp og sá þá mjög skært, lítið ljós, sem bar yfir bifreiðastöð Steindórs. í sama mund heyrði ég þyt í loftinu og heyrði um leið hvell af sprengingu rétt fyrir aftan mig. Eg leit jafn skjótt við og sá að maður var að falla á gangstéttina um það bil 6 metra frá mér. Umhverfis manninn var hvítleitur púðurreykur. Maðurinn hljóðaði sáran um leið og hann féll, en þegar hann var fallinn, breyttust hljóðin í þunga stunu. Þetta gerðist allt mjög skjótlega. Bifreið, sem kom eftir götunni var stöðvuð og flutti hún manninn í sjúkrahús“. Þá hefir maður sá, sem var í fylgd með Ásmundi Elíassyni gefið skýrslu. Voru þeir hann og Ásmundur samhliða og gekk Ásmundur nær gangstéttinni. Allt í einu heyrði maðurinn snöggan þyt og um leið gaus upp reykur allmikill, svo að hann sá ekki Ásmund í svip, fylgdi reyknum hark allmikið og ólykt. Þegar reykurinn minnkaði sá hann að Ásmundur var fallinn og að hann gerði ekki tilraun til að standa upp. Virtist hann vera mikið særður. Var hann síðan fluttur í Landakotsspítala. Það skal tekið fram að þetta sprengjuhylki braut úr gangstéttinni í Austurstræti og gat á rúðu í næsta húsi. Sáust þessi verksummerki í gær á götunni. Hernaðaryfirvöldin tóku sprengjuhylkið til rannsóknar. Var það 25 cm. langt og 3 tommur á þykt.
Ásmundur Elíasson var mikið slasaður. Lést hann í sjúkrahúsinu í gærmorgun. Ásmundur mun hafa verið 38 ára að aldri, kvæntur og átti 2 kornung börn. Hann var ættaður frá Norðfirði. Ásmundur var kyndarí á Dettifossi, fékk hann all mikil brunasár, þegar eldurinn kom upp í skipinu í New York í vetur.
Sprengjuhylkið sem féll á barnaleikvöllinn.
Þá féll og annað sprengjuhylki nokkru síðar á barnaleikvöll, sem er við Framnesveg. í gær kom maður til lögreglunnar og gaf henni eftirfarandi skýrslu: ,,Á sunnudagskvöldið klukkan um 8,30 var ég, ásamt konu minni á gangi vestur Framnesveg. Þegar við vorum komin að gatnamótum Framnesvegar og Sellandsstígs heyrðum við skothvell, sem virtist koma frá sjónum. Við héldum áfram og gáfum þessu ekki neinar gætur. En þegar við höfðum gengið um 50 metra heyrðum. við hvin í loftinu og sáum að eitthvað féll á barnaleikvöll þarna við götuna. Rótaðist við það upp mold og grjót og dundí hvort tveggja á næstu húsum. Í gær var grafið í leikvellinum eftir hylkinu og fannst það svo djúpt niðri, að maður stóð í brjóst í holunni! Brezki sendifulltrúinn gekk í gær á fund utanríkisráðhérrá og tjáði honum harm sinn út af dauðaslysinu í Austurstræti og vottaði honum samhyggð sína og brezka flotaforingjans hér.
Þjóðviljinn fjallaði einnig um málið og útskýrði betur hvers konar sprengjuhylki var um að ræða. Hér er brot úr þeirri frétt:
Ljósmerki frá brezkum togara verður Íslending að bana
Slysið varð í Austurstræti á sunnudagskvöldið
Um klukkan 8 í fyrrakvöld féll hylki af merkjaljósi (signalflare) niður í Austurstræti, sprakk þar og slasaði mann, sem var á ferð þar sem það kom niður, svo mjög að hann lézt á sjúkrahúsi í gærmorgun. Maður þe^si hét Ásmundur Elíasson, skipverji á Dettifossi. Hann var ættaður úr Mjóafirði, 38 ára, kvæntur og átti tvö börn. Ljósamerki þessu var skotið af brezkum togara. Hylkið mun hafa verið um 25 cm. langt. Þar sem það kom niður braut það skarð í gangstéttina og fór brot úr því gegnum sýningarglugga skammt frá. Brezki sendifulltrúinn hér gékk í gærmorgun á fund utanríkismálaráðherra og lét í ljós samhryggð sína og brezka flotaforingjans út af atburði þessum.
Trausti hvetur bændur til að hringja í Neyðarlínuna: „Þá fer viðbragð í gang“
Kuldatíð hefur haft slæm áhrif á bændur á Íslandi að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. Settur hefur verið saman hópur sem er ætlað að meta það tjón sem orðið hefur og er hópurinn skipaður af Bændasamtökunum, Almannavörnum og Matvælaráðuneytinu.
Trausti segir þó að það verði erfitt að meta tjónið fyrr en líður á sumarið og að í einhverjum tilfellum þurfi að bregðast strax við því sumir bændur séu einfaldlega lentir í neyð. Þá hefur Trausti einnig áhyggjur af andlegri heilsu bænda enda hafi verið mikið álag á þeim.
Fór á fund með matvælaráðherra
„Ég ætla nú ekki að leggja henni orð í munn. En hún sagði einfaldlega: „Við gerum það sem við getum til þess að taka utan um þetta ástand, og mæta fólki.“ Og ég trúi og treysti vel á hennar orð og hef enga ástæðu til annars,” sagði Trausti við RÚV um fund sem hann átti með matvælaráðherra.
„Það er bara gríðarlega mikilvægt fyrir bændur að vita að þeir eru ekki einir og þeir geta sótt sér aðstoð með því að hringja í 112 og þá fer viðbragð í gang sem tekur utan um aðstæðurnar.“
Hvernig líst þér á Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands?
Nú hefur Halla Tómasdóttir verið kosin forseti Íslands og fékk hún rúm 34% atkvæða og lenti Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsetisráðherra Íslands, í öðru sæti með rúm 25% atkvæða. Nú þegar fólk hefur fengið tækifæri á að melta niðurstöðuna þá er um að gera að spyrja:
Hvernig líst þér á Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands?
Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 þann 7. júní
Bahá´í samfélagið á Íslandi efnir til listahátíðar til stuðnings írönskum konum
Um helgina efnir íslenska bahá´í samfélagið til listahátíðar til stuðnings írönskum konum. Þá eru hátíðin einnig til heiðurs tíu bahá´í konum sem líflátnar voru í Íran árið 1983.
Íslenska bahá´í samfélagið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem sagt er frá listahátíð á þeirra vegum, sem haldin verður að Kletthálsi 1 í Reykjavík en hátíðin er liður í heimsátaki Alþjóðlega bahá´í samfélagsins sem hófst í júní 2023 en þá voru liðin 40 ár frá aftöku 10 bahá´í kvenna í Íran. Hér er hlekkur á viðburðinn.
Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni:
Heimsátak til stuðnings írönskum konum
Íslenska baháʼí samfélagið efnir til listahátíðar helgina 8.-9. júní til stuðnings írönskum konum og til heiðurs tíu baháʼí konum sem voru líflátnar í Íran 1983. Hátíðin fer fram í þjóðarmiðstöð íslenska baháʼí samfélagsins að Kletthálsi 1 í Reykjavík og stendur frá k. 13-17 dagana 8. og 9. júní. Hún er liður í heimsátaki Alþjóðlega baháʼí samfélagsins sem nefnist #SagaOkkarErEin og hófst í júní 2023 þegar rétt 40 ár voru liðin frá aftöku kvennanna. Með þessu átaki vilja baháʼíar um allan heim heiðra minningu þessara kvenna og lýsa stuðningi sínum við þá áratuga löngu baráttu sem íranskar konur af öllum trúarbrögðum og bakgrunni hafa háð í marga áratugi og heyja enn í dag. Í stefnuskrá átaksins segir að tilgangur þess sé ekki aðeins að heiðra þessar tíu baháʼí konur heldur allar konur í Íran sem styðja baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna og vilja leggja sitt af mörkum til að skapa betri framtíð í landinu og bjóða kúgunaröflunum í landinu byrginn með þrautseigju sinni og harðfylgi. Þúsundir fólks um allan heim hafa tekið þátt í þessu átaki sem hefur að meginmarkmiði að styðja og efla þær breytingar sem nú eiga sér stað í Íran.
Kvikmynd Þórðar fær góða dóma eftir frumsýningu á kvikmyndahátíð – Sagður eiga framtíðina fyrir sér
Kvikmyndin The Damned sem Þórður Pálsson leikstýrði var í gær frumsýnd á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð og óhætt er að segja að fyrstu dómar um myndina hafi verið góðir en þeir voru allir jákvæðir.
Myndin er hryllingsmynd með sálfræðilegu ívafi sem gerist árið 1874 í afskekktu íslensku þorpi og segir frá Evu, sem byrjar að missa sjónar á gildum sínum þegar hún verður fyrir barðinu á grimmilegu samfélagi sínu. Hún var tekin upp á Vestfjörðum og lauk tökum snemma í fyrra. Odessa Young og Joe Cole fara með aðalhlutverk myndarinnar en þekktasti leikari hennar er þó án efa Íslandsvinurinn Rory McCann sem lék Sandor Clegane í 38 þáttum af Game of Thrones.
Gagnrýnendur eru á einu máli um þarna sé góð hryllingsmynd á ferðinni og benda þeir sérstaklega á einstakt andrúmsloft, kvíða og spennu sem Þórður nær að skapa ásamt frábærri frammistöðu aðalleikaranna. Þá er Þórður sagður eiga góða framtíð fyrir sér í kvikmyndabransanum.
Birtir nýjar myndir af kindunum í Þverárhlíð: „Þetta er ekkert annað en Hryllingur!!“
Hryllingurinn í Þverárhlíð heldur áfram.
Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona tók ljósmyndir í gær af illa förnum kindum af bænum Höfða í Borgarnesi en þær ganga lausar í Þverárhlíð þar sem þær hafa meðal annars borið lömb, með hrafna svífandi yfir höfðinu á þeim. Eins og sjá má á myndum eru sumar þeirra komnar með einhvers konar sýkingar en yfirlæknir hjá Mast hefur sagt ástandið ýkt af Steinunni og öðrum sem tjáð sig hafa um málið.
Eftirfarandi færslu birti Steinunn með ljósmyndunum:
„Framhaldssagan úr Hryllingnum:
Myndir teknar 6. júní í Þverárhlíð.“
Ása Laufey mun blessa Háteigssókn
Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir hefur verið skipuð prestur í Háteigskirkju en greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá Þjóðkirkjunni.
Ása er reynslumikill prestur en hún starfaði sem prestur íslenska safnaðarins í Noregi frá 2015 til 2017 en hún varð síðar æskulýðsprestur í Neskirkju. Undanfarin þrjú ár hefur Ása verið prestur innflytjenda og hafði aðsetur í Breiðholtskirkju.
Í tilkynningunni er sagt frá að umsóknarfrestur hafi runnið út 14. maí en ekki tekið fram hverjir aðrir sóttu um stöðina sem Ása fékk.
Ísraelskur ráðherra vill minnka hjálparaðstoð á Gaza: „Aðeins sýna mannúð í skiptum fyrir mannúð“
Öfga-hægrimaðurinn Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur hvatt til þess að komið sé í veg fyrir að eldsneyti komist inn og að dregið verði úr mannúðaraðstoð til Gaza-svæðisins.
„Ísrael ætti að halda eldsneyti frá Gaza og draga úr mannúðaraðstoðinni sem berst inn á svæðið,“ sagði ísraelski ráðherrann á X.
Öfga-hægrimaðurinn hélt áfram:
„Ísrael ætti aðeins að sýna mannúð í skiptum fyrir mannúð, en við munum ekki samþykkja samning sem myndi stofna framtíð Ísraelsríkis í hættu,“ sagði hann.
Samkvæmt uppfærslu í síðustu viku frá samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, OCHA, frá því um miðjan janúar, hafa meira en 93.400 börn undir fimm ára verið skimuð fyrir vannæringu á Gaza; 7.280 reyndust vera með bráða vannæringu, þar af 5.604 með miðlungs bráða vannæringu og 1.676 með alvarlega bráða vannæringu.
Andri Lucas keyptur til Belgíu – Dýrastur í sögunni
Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Andri Lucas Guðjonssen hefur verið seldur frá danska liðinu Lyngby til Gent en liðið spilar í belgísku úrvalsdeildinni og lenti í 7. sæti á seinasta tímabili. Andri fetar þar með í fótspor Eiðs Smára og Arnórs sem eru faðir og afi Andra en þeir léku báðir á sínum tíma í belgísku úrvalsdeildinni.
Stjarna Andra hefur heldur betur risið undanfarið en á seinasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 33 leikjum fyrir Lyngby. Þá hefur Andri einnig spilað 22 landsleiki fyrir Ísland og skorað sex mörk í þeim leikjum.
Talið er að Gent hafi borgað þrjár milljónir evra fyrir Andra en Lyngby hefur aldrei áður selt leikmann á svo háu verði og skrifaði Andri undir fjögra ára samning.
𝘼 𝙟𝙤𝙪𝙧𝙣𝙚𝙮 𝙩𝙧𝙤𝙪𝙜𝙝 𝙀𝙪𝙧𝙤𝙥𝙚, 𝙣𝙤𝙬 𝙞𝙣 9️⃣0️⃣0️⃣0️⃣
Welcome, Andri Gudjohnsen 💣
TRANSFER I https://t.co/1cqRdyN04K pic.twitter.com/5iE6Ve5dfM
— KAA Gent (@KAAGent) June 7, 2024
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill takmarka áfengissölu: „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara“
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skora á Alþingismenn og ráðherra að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. Áskorun þess efnis var send á Alþingi í morgun.
Í áskoruninni segir meðal annars að áfengi sé ekki venjuleg neysluvara, en neysla á því hafi „skaðleg áhrif á heilsu“. Þá segir einnig að áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum.
Hér má lesa áskorunina í heild sinni:
Áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um takmörkun áfengissölu
Í ljósi óheillaþróunar á sölu áfengis skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á Alþingismenn og ráðherra að takmarka sölu á áfengi og standa vörð um lýðheilsu þjóðarinnar.
Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hefur áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls.
Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi hefur í för með sér aukna notkun þess, sem leiðir til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi. Það séu sameiginlegir hagsmunir, bæði efnahagslegir og félagslegir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Þar segir einnig að mikilvægt sé að stuðla að heilbrigði og lífsgæðum fólks með áherslu á lýðheilsu. Sambærileg sjónarmið eru einnig að finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu.
Í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi árið 2021 er stefnt að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Þar segir einnig að valdar verði árangursríkar lausnir. Gagnreynd vísindaþekking og reynsla annarra þjóða sýnir að árangursríkasta lausnin til að draga úr notkun á áfengi er að skerða aðgengi að henni.
Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið.
Hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og eru viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir, eins og segir í stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til 2030. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar.