Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fíkniefnasalar hótuðu að myrða Jón og brutust inn til hans: „Nota hundana sína sem lífverði“

Jón leitaði hunda í Ártúnsholti - Mynd: Reykjavíkurborg

Hundaeftirlitsmaðurinn Jón Þórarinn Magnússon átti í vök að verjast árið 2000 þegar þekktir fíkniefnasalar hótuðu honum lífláti.

Í viðtali við DV árið 2000 segir Jón frá því að hann hafi þurft að fjarlægja nafn sitt og heimilisfang úr símaskránni vegna hótana hundaeiganda en þeir brutu rúður heima hjá honum og brutust inn á heimili hans. „Þá eru ótaldar líflátshótanir sem mér hafa borist frá þessum köppum sem oftar en ekki tengjast fíkniefnum og nota hundana sína sem lífverði. Ef þeir sinntu hundunum sem skyldi væri ég ekki að skipta mér af þeim en þegar umhirðan er komin út yfir allt velsæmi þá sýni ég klærnar og fæ þetta á móti,“ sagði Jón.

Jón hafði verið um nokkurn tíma á slóð tveggja schafer-hunda sem voru geymdir í sendiferðabíl fyrir utan hús í Breiðholti. Þegar Jón mætti með lögreglu á svæðið flúði eigandinn með hundanna. „Ég hef fengið ábendingar um að hundarnir séu nú geymdir i kartöflugeymslunum i Ártúnshöfða. Hundarnir eru sagðir til vandræða þarna í geymslunum með gelti sínu og gái. Ég held að ég verði að gera mér ferð þarna uppeftir og reyna að tala við eigandann því ég vil fá vitræna lausn á þessu vandræðamáli til frambúðar,“ sagði hundaeftirlitsmaðurinn. Hann kvaðst þó ekki hræddur við glæpamennina.

„Það er við þessa menn sem er að etja en á meðan þeir sjá ekki sómasamlega um hundana sína þá er mér að mæta.“

Brota­vilji hjá mót­mæl­end­um: „Finnst eins og fólki langi dá­lítið til að búa í Banda­ríkj­un­um“

Fjölnir Sæmundsson lögreglumaður.

Formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna – Fjöln­ir Sæ­munds­son – ætlar per­sónu­lega að hafa sam­band við ráðherra og þing­mann Vinstri grænna vegna um­mæla þeirra um lög­reglu­menn í framhaldi af mót­mæl­unum við Skugga­sund í síðustu viku.

„Lög­reglu­menn eru væg­ast sagt dá­lítið pirraðir á þess­ari orðræðu því þeir telja sig bara vera að vinna vinn­una sína. Vissu­lega geta ein­stak­ling­ar farið yfir mörk­in, það bara því miður ger­ist, en við sjálf reyn­um að hafa eft­ir­lit með hvort öðru og svo er eft­ir­lits­nefnd,“ sagði Fjöln­ir í sam­tali við mbl.is vegna um­mæla Jó­dís­ar Skúla­dótt­ur, þing­manns VG.

Hún sagði á Alþingi að hún læsi allt að því dag­lega um að lög­regla fari offari í aðgerðum sín­um; beiti valdi og hörku gegn al­menningi.

Fjölnir telur að slík orðræða sé til þess fall­in að kasta rýrð á lög­reglu­stétt­ina í heild sinni:

„Mér finnst það. Mér finnst eins og fólki langi dá­lítið til að búa í Banda­ríkj­un­um og haldi að það sé alltaf eitt­hvað voðal­egt lög­reglu­of­beldi. Ég held að lög­reglu­of­beldi sé nú eitt­hvað allt annað en að dreifa ein­hverj­um mót­mæl­end­um,“ svar­ar Fjöln­ir.

Fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra – Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son – hef­ur beðið ráðuneyt­is­stjóra for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins um að fara vandlega og vel yfir verk­ferl­a og ákv­arðanir lög­reglu; Guðmundur Ingi stýrði rík­is­stjórn­ar­fund­i á föstu­dag í fjar­veru Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Og í færslu á samfélagsmiðlinum In­sta­gram sagði hann að lög­regl­an hefði beitt valdi gagn­vart almennum borg­ur­um er hefðu verið að nýta rétt sinn til að mót­mæla:

„Ég er bú­inn að fá mörg sím­töl frá lög­reglu­mönn­um þar sem ég er beðinn um að gera bæði at­huga­semd­ir við þessi orð Jó­dís­ar og ekki síður orð Guðmund­ar Ing­a, þegar hann vildi að for­sæt­is­ráðuneytið myndi skoða ein­hver mót­mæli. Við erum með eft­ir­lits­stofn­un sem sér um svona og hún hef­ur sýnt sig að hún stend­ur und­ir sínu og hef­ur eft­ir­lit með lög­regl­unni – fær alltaf öll gögn,“ sagði Fjöln­ir, sem kveðst gera ráð fyr­ir að hafa sam­band per­sónu­lega við bæði Guðmund Inga og Jó­dísi.

„Það er bannað að loka göt­um án þess að fá leyfi frá lög­reglu og þér ber að hlýða lög­reglu, við lít­um þannig á það. Við vit­um ekki hvað gekk á á und­an, hversu oft var búið að biðja fólk um að færa sig með öðrum aðferðum,“ sagði Fjölnir og bætti við:

„Eins og ég skil þetta þá voru þeir marg­bún­ir að biðja fólk um að fara af göt­unni og það fór alltaf aft­ur, af því að lög­regl­an hafði kannski ekki nógu mik­inn mann­skap til að raða sér upp eft­ir göt­unni svo eng­inn kæm­ist fram hjá þeim,“ sagði Fjöln­ir og bætti við að þetta sé ein­beitt­ur brota­vilji hjá mót­mæl­end­um að leggj­ast ávallt aft­ur á göt­una.

Leikkona hvatti til vopnahlés á verðlaunaafhendingu: „Nú er skelfilegur tími að vera listamaður“

Amrit Kaur

Á Canadian Screen Awards 2024 kvikmyndaverðlaununum fékk leikkonan og leikstjórinn Amrit Kaur verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í aðalhlutverki (í flokki drama-mynda), fyrir kvikmynd Fawzia Mirza, The Queen of My Dreams. Þegar Kaur tók við verðlaununum á föstudaginn, sem mótleikari hennar, Hamza Haq afhenti henni, notaði Kaur tækifærið til að kalla opinberlega eftir vopnahléi á Gaza.

„Landnámið ýtti okkur á stað klofnings, þjóðarmorðs og nú lifa tvö samfélög sem einu sinni elskuðu hvort annað í algjörum fjandskap,“ sagði Kaur við mannfjöldann á Gala-veislunni. „Nú er skelfilegur tími að vera listamaður. Ég er hrædd. Ég er hrædd við að tjá mig. En þessi heiður minnir mig á að ég er listamaður.“

Kaur hélt áfram:

„Það að vera listamaður, það þýðir að það er mitt hlutverk að finna til og sýna samkennd. Og fyrir ykkur sem eruð að segja okkur listamönnum að tjá okkur ekki af ótta við að missa vinnu, af ótta við að missa starfsferilinn, af ótta við að missa orðspor, þá eruð þið að segja okkur að vera ekki listamenn. Ég vil segja við ykkur að ég er listamaður og ég neita að fórna og lifa í hatri mannkynsins. Vopnahléi strax! Fjáls Palestína!“

Sagt var frá málinu á Yahoo News.

Gríðarleg sorg í Neskaupstað eftir andlát leikskólabarns: „Samfélagið er brotið“

Norðfjarðakirkja

Í gær var haldin fjölmenn minningarstund í Norðfjarðarkirkju eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn frá Neskaupstað lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð í byrjun vikunnar, eftir bráð veikindi. Sorgin er þungbær í samfélaginu að sögn sóknarprests.

„Samfélagið er brotið. Það er í þungu áfalli og sorg. Hluttekningin er alls ráðandi og hugurinn hjá foreldrum, bræðum og allri fjölskyldu barnsins,“ segir sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðaprestakalli í samtali við Austurfrétt.

Jóna Kristín leiddi athöfnina en séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Bryndís Böðvarsdóttir tóku einnig þátt í stundinni en þau hafa sinnt áfallavinnu í samfélaginu.

Samkvæmt Austurfrétt veiktist barnið skyndilega í lnok síðustu viku. Var það í fyrstu flutt með sjúkraflugi til Akureyrar og þaðan til Reykjavík. Þaðan var barnið svo flutt á sjúkrahús í Svíþjóð þar sem það lést, aðfaranótt mánudags.

Að sögn Jónu Kristínar sást við minningarstundina í gær, hvernig sorgin snerti alla í bæjarfélaginu. „Kirkjan var troðfull og þurfti að bæta við stólum til að fólk kæmist fyrir. Það sýnir sig að þegar svona áföll verða að fólki er nauðsynlegt að koma saman, leita stuðnings hvert hjá öðru og finna samkennd, samhryggð og samstöðu.“

Í kjölfar atviksins hafa prestar úr Austfjarðaprestakalli og Rauði krossin sinnt áfallahjálp en Jóna segir hjálpina beinast að nærsamfélaginu í Neskaupstað, til að byrja með, halda utan um fjölskylduna og sinna skólasamfélaginu, starfsfólkinu, börnunum, foreldrunum, starfsfélögum foreldra barnsins, auk þess sem reynt er að ná til annarra þeirra sem tengjast fjölskyldunni eða hafa orðið fyrir sárum missi einhvern tíma, sem nú ýfist upp.

Leikskólinn í Neskaupstað verður lokaður í vikunni vegna áfallsins og eru fleiri vinnustaði hálflamaðir, að því er fram kemur í frétt Austurfréttar. Áfallateymisvinna verður áfram í Neskaupstað og í Fjarðabyggð í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila.

Forseti Kína óskar Höllu til hamingju með sigurinn

Xi Jinping er forseti Kína

Xi Jinping, forseti Kína, hefur óskað Höllu Tómasdóttir til hamingju með sigurinn í forsetakosningum á Íslandi en greint er frá þessu á heimasíðu kínverskra stjórnvalda í gær.

Þar segir að forseti Kína vonist til að samstarf Íslands og Kína haldi áfram að aukast en hann telur að samskiptin hafi þróast vel undanfarin ár og að þau geti komist á enn hærra stig. Sem dæmi um aukið samstarf nefnir forsetinn meðal annars viðskipti, orkumál, umhverfisvernd og ferðamál.

Xi Jinping hefur verið forseti Kína síðan 2013 en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnu sína í ýmsum málum þar á meðal mannréttindamálum og ritskoðun fjölmiðla.

Segir óbreytta borgara notaða sem peð í stríðinu: „Af hverju getur heimurinn ekki stöðvað stríðið?“

Eyðilegging á eyðileggingu ofan beið Palestínumenn þegar þeir snéru aftur til Jabalia eftir að hermenn Ísraela hörfuðu úr borginni.

Aya, 30 ára palestínsk kona á flótta, sem dvelur í skjóli í Deir el-Balah, segist telja að óbreyttir palestínskir ​​borgarar séu notaðir sem peð í stríðinu á meðan viðræður um vopnahlé dragast á langinn.

„Hljóð sprengjuárása hættu ekki alla nóttina,“ sagði Aya við Reuters fréttastofuna. „Í hvert skipti sem þeir tala um nýjar vopnahlésviðræður notar hernámsliðið einn bæ eða flóttamannabúðir sem þrýstipunkt,“ sagði hún.

Og hún hélt áfram: „Af hverju ættu óbreyttir borgarar, fólk öruggt inni á heimilum sínum eða tjöldum, að gjalda fyrir þetta? Af hverju geta arabar og heimurinn ekki stöðvað stríðið?“

 

Kvikmynd Þórðar með Game of Thrones stjörnu fær dreifingu í Bandaríkjunum

Þórður Pálsson leikstjóri

Vertical hefur tryggt sér dreifingarréttinn á The Damned, nýjustu kvikmynd Þórðar Pálssonar, í Bandaríkjunum en myndin verður frumsýnd á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð á morgun en greint er frá þessu á vefsíðunni Deadline.

Myndin er hryllingsmynd með sálfræðilegu ívafi sem gerist árið 1874 í afskekktu íslensku þorpi og segir frá Evu, sem byrjar að missa sjónar á gildum sínum þegar hún verður fyrir barðinu á grimmilegu samfélagi sínu. Hún var tekin upp á Vestfjörðum og lauk tökum snemma í fyrra. Odessa Young og Joe Cole fara með aðalhlutverk myndarinnar en þekktasti leikari hennar er þó án efa Íslandsvinurinn Rory McCann sem lék Sandor Clegane í 38 þáttum af Game of Thrones.

Protagonist Pictures mun sjá um dreifingu myndarinnar utan Bandaríkjanna

Þórður er einn af mesta spennandi kvikmyndagerðarmönnum Íslands en hann skrifaði og leikstýrði þáttunum The Vahalla Murders sem voru sýndir á Netflix og RÚV við góðar viðtökur og er The Damned fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. Áður hefur Þórður gert verðlaunastuttmyndina Brothers sem fór sigurför um heiminn.

Skaut nágranna sinn til bana vegna rifrilda um vatnsventil – Myndskeið

Augnabliki síðar var maðurinn allur.

Segir kynbundið ofbeldi vera farald á Íslandi: „Tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi“

Guðný S. Bjarnadóttir.

Guðný S. Bjarnadóttir – stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. – skrifar grein undir yfirskriftinni: 10 sekir menn gangi lausir.

„Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara.

Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi?“ spyr hún og bætir við:

„Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa.“

Guðný nefnir að „það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar.“

Og aftur er spurt: „En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað?“

Guðný færir í tal að „þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.”

Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.”

Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til?“

Hún bendir á að „þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum.

Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi.“

Íslendingur fannst látinn í Þórmörk

Þórsmörk - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Andreas Tille

Maðurinn sem fannst látinn í Þórsmörk í fyrradag er Íslendingur en þetta staðfest­ir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Ekki er talið að neitt saknæmt hafi gerst sem snertir andlát mannsins. Málið er þó ennþá í rannsókn en Jón Gunnar vildi ekki tjá sig að öðru leyti um það.

Stúlkan er fundin

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir [nafn fjarlægt].  Síðast er vitað um ferðir [nafn fjarlægt] í Kópavogi í gærkvöldi.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir [nafn fjarlægt], eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Búið er að finna stúlkuna sem lýst var eftir.

Steinunn Ólína gerir upp kosningabaráttuna með rothöggi: „Sóðasveit Katrínar kom sögum á kreik“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tók af sér boxhanskana og skrifaði niður þrumupistil á Facebook í gær. Þar tætir hún í sig alla sem henni fannst hafa smánað forsetakosningabaráttuna sem nú er nýafstaðin.

„Money can’t buy you love
Ég sé mig knúna til að segja nokkur orð um þessa kosningabaráttu svo ég losni við óþolið úr kerfinu. Síðan vona ég að ég þurfi aldrei að ræða þennan smánarblett á pólitískri sögu landsins framar.“ Þannig hefst færsla Steinunnar Ólínu, leikkonu og fyrrum forsetaframbjóðanda en færslan hefur vakið mikla athygli enda skefur Steinunn ekki af hlutunum.

Og hún heldur áfram:

„Friðjón nokkur Friðjónsson kosningastjóri Katrínar heldur þeim málflutningi hennar til streitu að kosningabarátta hennar hafi verið heiðarleg, sanngjörn og skemmtileg. Ekki ætla ég Katrínu að hafa haft fulla vitneskju um allt það sem gekk á en svo skyni skroppin er hún ekki, að vita ekki fullvel, að hefji maður yfirleitt samstarf við óheiðarlegt og siðlaust fólk þá er sjaldnast von á góðu.
Ég hef aldrei orðið vitni af jafn skaðræðislegri og ómerkilegri kosningabaráttu og þessari hér.“

Steinunn kvartar ekki undir aðförinni gegn henni sjálfri, heldur öðrum samframbjóðendum hennar.

„Sú grimmd og heift og frekja snýr ekki að sjálfri mér heldur að þeim andstæðingum sem sjálftökufólkið í hirð Katrínar sýndi verðum frambjóðendum í aðdraganda kosninganna.
Hvernig Katrín hélt hún gæti rambað úr stóli forsætisráðherra í stól forseta með þá lygi á lofti að hún hefði yfirgefið stjórnmálin með skaðræðis aðfararfrumvörp að þjóðarheill heit úr eigin kviði á borði þingsins.“

Og Steinunn er hvergi nærri hætt:

„Hvernig KJ steig inn á sviðið í baráttu Baldurs sem var löngu farinn af stað með glans og af heilindum.
Hvernig Baldur var krafinn um hlýðni og að draga framboð sitt til baka sem hann hefur gert grein fyrir.
Hvernig sóðasveit Katrínar kom sögum á kreik um persónlegt líf hans og gerði að almannaróm löngu áður en sá ómerkilegi Stefán Einar gerði sig að fífli fyrir framan alþjóð í þætti hans Spursmálum.
Hvernig því var dreift um samfélagið að Baldur væri lyginn og ómerkilegur hervæðingarsinni.
Hvernig honum var af fjölmiðlum nuddað upp úr Icesave.“

Næst talar hún um aðförina gegn Höllu Hrund:

„Aðförin að Höllu Hrund var engu skárri. Reynt að gera störf hennar hjá Orkustofnun ómerkileg þegar hún er bókstaflega ein af fáum sem hefur staðið í lappirnar fyrir hönd landsmanna þar innandyra.
Dregin á hárinu endurtekið fyrir að hafa tekið fund í embætti sínu, fund sem nota bene hafði engin áhrif.
Gert grín að óvana hennar í fjölmiðlum og látbragði.
Reynt að gera hana að glæpamanni fyrir að hafa myndskeið í kosningamyndbandi sínu sem hún sjálf bar enga ábyrgð á.
Sjálft Ríkisútvarpið í síðustu kappræðum reyndi að nudda henni upp úr máli sem engan annan tilgang hafði en að reyna að leggja fyrir hana gildru og kom erindi hennar ekkert við.“

Og Steinunn hefur ekki lokið sér af varðandi RÚV:

„Hvernig Ríkisútvarpið hafnaði kröfu 11 frambjóðenda um að hafa kappræðurnar þær síðari með sama sniði og þær fyrri af sérdæld við fyrrum forsætisráðherra.
Hvernig Ríkisútvarpið kom öðruvísi fram við Katrínu en aðra frambjóðendur svo allir frambjóðendur tóku eftir og hlógu að sín á milli. Lotningin gagnvart hugsanlegum forseta og fyrrum forsætisráðherra gerði alla fréttamenn RÚV að fíflum.
Hvernig augljósir persónulegir greiðar hennar sem forsætisráðherra skynu í gegnum þéttriðið stuðningsnetið.“

Sjálfstæðistæðismenn fá einnig á baukinn hjá leikkonunni:

„Hvernig Valhöll réði fólk til vinnu við framboð hennar grímulaust.
Hvernig peningauastur framboðs KJ ofbauð þjóðinni með yfirþyrmandi auglýsingum hvar sem komið var við, ýtni við ungmenni, og sú ósmekklegheit að hafa auglýsingu Katrínar á milli þátta í síðustu kappræðum fyrir kosningar hjá RÚV. Hvað er RÚV að pæla?
Andstyggilegt var það og andstyggilegt verður það áfam í manna minnum. Við skulum muna að þeir sem hampa henni mest studdu manneskju sem treysti því Bjarni gæti keypt handa henni Bessastaði í skiptum fyrir forsætisráðuneytið hvar hún hefur setið á svikráðum við þjóð sína undanfarin ár og samviskusamlega lagt blessun sína yfir arðránsfrumvörp sem eyðileggja, munu verði þau einhverntíman að veruleika, framtíð allra sem á eftir okkur koma.“

Því næst snýr Steinunn Ólína sér að þeim listamönnum sem studdi Katrínu Jakobsdóttur með ráðum og dáðum í kosningabaráttunni:

„Það fylgir því ábyrgð að vera listamaður og auðvaldsdælurnar og valdasleikjurnar úr menningarlífinu sem hæst létu í aðdraganda kosninganna og klesstu sér þétt upp við skapara sinn og atvinnuveitanda til margra ára, skulu hafa það hugfast að það á ekkert skylt við menningu að mylja undir fólk sem með ásetningi eyðileggur framtíð lands og náttúru þar með auðvitað menningu þjóðarinnar. Og það er jafnframt ómenningarlegt að hæðast að fólki sem er ekki klippt út úr sama gluggalausa herberginu og þú sjálfur. Íslenskir menningarpáfar með sitt andlausa raus, sín lélegu ljóð og ömurlegu sakamálasögur væri hollt að lesa meira af amerískum litteratúr og sjálfshjálparbókum til að horfa í spegilinn og auka víðsýni sína ofurlítið.“

Rætt hefur verið um það í samfélaginu og í fjölmiðlum að þjóðin hafi kosið taktískt með því að kjósa Höllu Tómasdóttur, svo Katrín myndi ekki sigra en því er Steinunn ósammála:

„Þjóðin kaus ekki taktiskt, þjóðin einfaldlega valdi sér forseta sem fjölmiðlar og öfl þeirra sem eiga og ráða höfðu ekki eyðilagt með ófrægingarherferð úr smiðju leðjudeildar Katrínar Jakobsdóttur sem hún hreyfði engum mótbárum við en augnaráð hennar flóttalegt vitnaði um skömmina.
Þjóðin valdi sér forseta eins og hún hefur alltaf gert, einu manneskjuna sem stóð upprétt eftir aðfarir dauðasveitar Katrínar, sómakonuna Höllu Tómasdóttur sem ég er fullviss um að verður okkur fjarskalega góður forseti. Halla er manneskjuleg, hlý og forvitin. Hún trúir á mannsandann og samtalið en ekki ískalt yfirboðandi regluverkið sem drepur allt sem fyrir verður.“

Að lokum birti Steinunn mynd sem sýnir áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir landið og nýtingu erlendra auðmanna á gæðum þess, að sögn Steinunnar:

„Hér gefur að líta á mynd áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem munu verða minnisvarði um alla framtíð um heilindi hennar við íslensku þjóðina og landið okkar Ísland.
Þessi útgáfa myndarinnar er með breytingum sem Marinó G. Njálsson gerði á því. Á því eru blá og brún strik, sem hann bætti á það,, til að undirstrika svæðin sem VG stefnir á að erlendir auðmenn geti nýtt, annars vegar undir lagareldið sitt um aldur og ævi og hins vegar til að flytja út efni um langan veg til að lækka kolefnisspor framleiðslu sinnar.“
Gæti verið mynd af map og Texti þar sem stendur "Náttúrukortiă 100km 100 10 "TOMИ 父 f ASOMW 10M c0km 65" 65*0000 00 O'N 25° 0' 00 25*00'00"W W 0'00" 00 Veldu pá flokka sem pu ilt já kortinu 200000"W W 20° 00 000 Virkjad 15° 00" O 15*0000"W w i Verndarflokkur Nytingarflokkur Virkjunaráform<10MW Blaflokkur Virkjunaráform Vrkjunaraformvindorkuver vindorkuver"

Öfgar fordæma sýknudóm Kolbeins: „Brotaþoli segir að hann hafi brotið á sér“

Kolbeinn Sigþórsson var sýknaður

Baráttusamtökin Öfgar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna sýknudóms Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu, en hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað barnungri stúlku á yngsta grunnskólastigi. Í yfirlýsingunni fordæma samtökin framgöngu réttarkerfisins í málinu og segja furðulegt að brotaþoli hafi margoft þurft að gefa skýrslu en Kolbeinn aðeins eina. Þá setja samtökin einnig út á að smáatriði sem í raun skipti engu máli séu notuð til draga úr vitnisburði brotaþola.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Öfga hér fyrir neðan:

Kárahnjúkavirkjun mótaði æsku Loga Pedró: ,,Eins og að vera sendur í Gúlakið”

Logi Pedró Stefánsson segir Kárahnjúkavirkjun hafa mótað æsku sína. Logi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, var aðeins 13 ára gamall þegar hann tók þátt í mótmælum gegn aðbúnaði vinnufólks á Kárahnjúkum, sem lögreglan tók mjög hart á:

„Kárahnjúkavirkjun mótaði í raun unglingsárin mín mjög mikið. Pabbi vann sem trúnaðarmaður starfsmanna þarna fyrir austan, en hann hefur alltaf verið andófsmaður á ákveðinn hátt og farið gegn straumnum. Hann var handtekinn í stúdentamótmælum bæði í París og á Íslandi. Aðstæður verkamannanna voru mjög slæmar á Karahnjúkum og það mótaði mikið mína mynd af þessarri virkjun. Ég fór þarna tvisvar og þetta var bara alls ekki næs. Aðbúnaðurinn var mjög slæmur og þetta var á ákveðinn hátt eins og að vera sendur í Gúlakið. Þetta var bara hættulegt og það var ekki farið vel með þá sem voru að vinna þarna. Ég man ekki alveg hvað það voru margir sem létust þarna, en það var augljóst að það var ekki í lagi með margt við þessar framkvæmdir. Ég var bara þrettán ára þegar ég byrjaði að taka þátt í því að mótmæla aðbúnaði verkamanna og var í hópi sem var að skipuleggja mótmæli gegn þessu. Þetta var dáldið súrrealískt, að mæta á fundi í Kaffi Hljómalind og taka batteríið og simkortið úr símanum af því að það var líklegt að það væri verið að hlera mann,“ segir Logi og heldur áfram:

„Maður pældi í því hvort þetta væri bara paranoia, en það var alls ekki þannig. Lögregluaðgerðir gegn mótmælendum voru mjög harðar og það var mikið gert til að stoppa þetta í fæðingu. Það voru ,,undercover” lögreglumenn sem komu sér inn í hóp mótmælenda og áttu í ástarsambandi við þá meðal annars til þess að fá upplýsingar. Það er búið að vera að fletta ofan af þessu á síðustu árum og þetta var í raun mjög merkilegt tímabil.“

Logi hefur í gegnum tíðina rætt um rasisma sem hann hefur orðið fyrir á Íslandi og hefur fengið mikil viðbrögð við því. Hann segist hafa hugsað hlutina upp á nýtt eftir að hann hafi eignast börn og lykilatriði sé að festast ekki í svart hvítri umræðu:

„Ég hef mikið pælt í því hvað það er að vera svartur og fyrir mér var það alltaf skýrt og klippt og skorið. Ég leit á mig sem hluta af ákveðnum hóp og ákveðinni sögu og stærra samhengi. Hluti af nýlendusögunni til dæmis. En á síðustu árum hef ég hugsað þetta á nýjan hátt. Ekki síst eftir að ég eignaðist börn, sem eru ljósari en ég á hörund og geta í raun ákveðið hvort þau séu svört eða hvít. Þetta mengi að vera svartur eða hvítur er í raun tilbúið mengi. Við erum með litróf af fólki um allan heim og á síðustu árum hef ég áttað mig betur og betur á því að ég vil hafna þessarri forritun. En að sama skapi vil ég alls ekki gera lítið af upplifum fólks um það apð tilheyra ákveðnu mengi og hafa ákveðna sögu. Þessi mengi verða að fjötrum ef við festumst of djúpt í þeim,“ segir Logi og heldur áfram:

„Ég held að umræðan um rasisma á Íslandi sé ekki einföld. Í dag snýst þetta ekki endilega um útlit. Fólk hefur ekki á móti einhverjum sem lítur einhvern vegin út, en fólk er oft með fordóma gagnvart stöðu fólks eða hópinn sem það tilheyrir. Fólk upplifir sig ekki rasískt af því að það er ekki með fórdóma út frá húðlit, en á sama hátt eru kannski annars konar fordómar í gangi. Til dæmis hvernig við höfum talað um Pólverja í gegnum tíðina og höfum ákveðna hugmynd um hóp og alhæfum út frá því. Hvort sem það eru flóttamann, múslimar eða annað. En þetta er ekki einföld umræða og það er ekki hægt að ná utan um hana nema fara talsvert djúpt.“

Í þættinum tala Logi og Sölvi um menningarstríðið sem er í gangi í samfélaginu, þar sem fólk með andstæðar skoðanir er oft gert að óvinum. Logi segist umgangast marga sem hann er ósammála í mörgu og að honum finnist það heilbrigt og gera sér gott:

„Ég á bæði vini sem hafa farið mjög langt til vinstri og líka mjög langt til hægri á síðustu árunum, en mér finnst gott að vera innan um fólk sem ég er ekki alltaf sammála. Til dæmis Skoðanabræður, þeir eru vinir mínir, en ég er oft ósammála því sem þeir segja. Ég er til dæmis mjög ósammála mörgu sem Snorri Másson segir um útlendingamál. Hann er mikið að tala um að við verðum að varðveita íslenskuna, sem ég er alveg sammála. En það sem mér finnst stundum vanta í þessa umræðu um innflytjendur er meiri mennska og að við missum aldrei sjónar á því að verið erum að tala um fólk. Fólk sem á margan hátt heldur samfélaginu okkar gangandi. Ef við viljum að þetta fólk tali íslensku þarf ríkið að gera miklu meira og við getum ekki bara öskrað að það sé vandamál að þau tali ekki íslensku eins og það sé þeim að kenna. En við Snorri höfum þekkst síðan við vorum unglingar og mér þykir mjög vænt um hann sem manneskju. Ég þekki fólkið hans og hann er bara vinur minn. Mér finnst heilbrigt að vera í kringum hann og fleira fólk sem ég er oft ósammála. Það gerir engum gott að festast í bergmálshelli þar sem þú ert bara með fólki sem er sammála þér í einu og öllu. Skoðanabræðurnir, Beggi og Snorri eru mjög klárir menn og skemmtilegir og Beggi var til dæmis maðurinn sem kom mér inn á Eckhart Tolle og fleiri hluti sem hafa haft mjög góð áhrif á líf mitt.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Loga og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Bjarkey elskar að dansa – Fyndnasta fólkið er Svandís Svavars og Ari Eldjárn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra er undir stækkunargleri Sjóarans. Hún hefur alla jafna í mörg horn að líta og segist eiga það til að ofhugsa hlutina. Hún segir ískalt fjallavatn vera besta drykkinn og er lítið fyrir kók og pepsí. Bjarkey Olsen er að eigin sögn rökföst Excel-kona.

Fjölskylduhagir? Afskaplega vel gift honum Helga mínum Jóhannssyni. Börnin okkar eru Tímon Davíð, Klara Mist og Jódís Jana og svo eigum við barnabarnið og gullmolann, hann Tristan Amor sem er 13 ára.

Menntun/atvinna? Ég er kennari og náms- og starfsráðgjafi að mennt og starfaði sem slík fram til þess að ég var kjörin á þing 2013. Matvælaráðherra í dag.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Ókei – fréttir og veðurfréttir – annars alvöru hasar og norrænar glæpaseríur.

Uppáhaldsleikari? Hinn breski Jason Statham er alltaf frábær.

Uppáhaldsrithöfundur? Eva Björg Ægisdóttir.

Bók eða bíó? Alltaf bók – Þúsund bjartar sólir.

Besti matur? Naut Wellington „made by me“.

Besti drykkur? Ískalt fjallavatn.

Nammi eða ís? Ís.

Kók eða pepsí? Hvorugt – lítið í gosinu, en Collab kemur endrum og sinnum inn.

Fallegasti staðurinn? Stórurð Borgarfirði eystri.

Hvað er skemmtilegt? Lífið og allar þær áskoranir sem það færir mér, en svona eitthvað eitt – að vera með Helga mínum í einhvers konar útivist.

Hvað er leiðinlegt? Na – almennt það sem ég kalla nöldur. Annars vel ég yfirleitt að horfa jákvætt á verkefni dagsins og þess vegna er ekki alveg valkvætt að eitthvað sé almennt leiðinlegt. En ókei, fólk sem nennir ekki að sjá fjölbreytileika lífsins – mér þykir það stundum leiðinlegt.

Hvaða skemmtistaður? Í dag er það ekki einhver skemmtistaður – miðaldra ég. En mér þykir gaman að dansa og þar sem stuðið er hverju sinni og ég er stödd – þá er ég geim.

Kostir? Ég er kona málamiðlana og lausna. Mér þykir almennt vænt um fólk og þykir gott að faðma og knúsa. Ég vil hafa skipulagið í lagi og er rökföst Excel-kona.

Lestir? Ég á það kannski til að ofhugsa oft hlutina og verð því óþarflega stressuð.

Hver er fyndinn? Svandís Svavars og Ari Eldjárn.

Hver er leiðinlegur? Öll þau sem nenna ekki að finna leiðir út úr leiðindunum.

Mestu vonbrigðin? Ekki upplifað þau enn.

Hver er draumurinn? Að við Helgi eldumst fallega saman.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Ekki búin að afreka það enn.

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Ónei – í sumar eru mörg markmið ekki síst í hlaupum.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég færði Helga mínum gulu rósirnar í afgreiðslunni í sparisjóðnum þar sem hann var að vinna og hann hikaði.

Mikilvægast í lífinu? Mitt elsku besta fólk – Helgi minn, krakkarnir og ömmulingurinn.

Stækkunargler þetta birtist í nýjasta Sjóarablaði Mannlífs sem má lesa hér.

Sumarið kemur um helgina

Kuldalegt er það en nú rogfar til. Ljósmynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

Snjóflóðahætta er sumstaðar á Norðurlandi eftir hretið sem er að ganga yfir. Þá eru áhyggjur fólks vegna þess að tún á Norðurlandi hefur kalið.

En sumarið er handan við hornið samkvæmt spám Veðurstofu Íslands. Norðanáttin er að ganga niður. Á föstudaginn er reiknað með tveggja stafa hitatölum um sunnanvert landið. Strekkingsvindur verður þó víða.

Sumarið kemur um helgina, Á sunnudag verður fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hitinn verður 9 til 15 stig, en heldur svalara norðaustantil. Fer að rigna á vestanverðu landinu um kvöldið.

Á mánudag verður vestlæg átt og rigning með köflum en styttir upp austanlands síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Austur- og Suðausturlandi.

Sara þarf vinnu

Sara Lind Guðgeirsdóttir er hætt hjá ríkinu - Mynd: Hringbraut - skjáskot

Sú ákvörðun Höllu Hrundar Logadóttur að snúa aftur sem orkumálastjóri kemur sér ekki vel fyrir alla. Sara Lind Guðbergsdóttir var sett til að gegna stöðunni eftir að Halla Hrund fór í forsetaframboð. Frá embættinu bárust í framhaldinu upplýsingar um eitt og annað sem Morgunblaðinu þótti fréttnæmt og til áfellis frambjóðandanum. Sara missir nú spón úr aski sínum, Eiginmaður Söru er Stefán E. Stefánsson, blaðamaður Moggans og kampavínsinnflytjandi.

Sara Lind var áður forstjóri Ríkiskaupa. Í þá stöðu var hún ítrekað ráðin án auglýsingar, rétt eins og í starf orkumálastjóra. Hún hefur verið skipuð af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og nýtur af einhverjum ástæðum mikils trausts flokksins. Nú velta menn fyrir sér hvað verði um Söru þegar starf er ekki lengur í hendi. Líklegt þykir þó að flokkurinn muni finna starf handa Söru …

Steinsofandi undir stýri í Garðabæ – Ofbeldismaður handtekinn í Breiðholti

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan var kölluð til vegna manns sem var ölvaður á rangli um stigagang fjölbýlishúss í  Kópavogi. Hann reyndist vera í villum og hjálpaði lögreglan manninum að komast til síns heima. Þá mætti lögregla til að grípa inn í atburðarás þar sem maður var til vandræða á veitingastað í miðborginni. Ekki þótti ástæða til að handtaka hann  og var stuggað við óróaseggnum og honum vísað frá.  Á sömu slóðum var einnig tilkynnt um minniháttar skemmdarverk á hóteli og annarlegt ástand manns. Gerandinn var ennþá á staðnum er lögreglu bar að garði. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Ölvaður maður var á reyki um stofnbraut í austurborginni, hættulegur sjálfum sér og öðrum. Honum var bjargað og ekið heim.

Lögreglan brást við tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Bústaðahverfi en greip í tómt. Aðilar voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að.

Í Garðabæ bar það helst til tíðinda í nótt að maður steinsvaf undir stýri. Vegfarendur kölluðu til lögreglu sem kom á staðinn og ýtti við þeim þreytta. Þá kom í ljós, laganna vörðum til léttis, að maðurinn var allsgáður og ekkert við framferði hans að athuga.

Innbrot og þjófnaður áttu sér stað í Kópavogi.  Málið er unnið samkvæmt hefðbundnu verklagi. Á sömu slóðum var lögregla kölluð til vegna óvelkominna einstaklinga á stigagangi fjölbýlishúss. Þeir voru reknir á dyr.

Aðili var handtekinn í Breiðholti, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum og uppsker refsingu í samræmi við brot sitt. Á sömu slóðum var lögregla kölluð til vegna líkamsárásar. Ofbeldismaðurinn var  handtekinn og læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Fjögurra bifreiða árekstur varp á stofnbraut í Grafarvogi. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist.

Kveikt í fornri kirkju á Austfjörðum: „Það er unnið að rannsókn málsins“

Breiðdalsvík - Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason

Mikil menningarverðmæti glötuðust árið 1982 þegar kveikt var í gömlu Heydalskirkjunni í Breiðdalshreppi.

DV greindi frá málinu á sínum tíma en kirkjan brann til grunna á stuttum tíma. Hún hafði verið byggð árið 1856 og því tæplega 130 ára gömul en hún hafði hins vegar ekki verið í notkun síðan 1976 en var í eigu Þjóðminnasafnsins. Helgi Hóseasson var handtekinn og grunaður um verknaðinn en í frétt DV er Helgi titlaður sem húsasmiður. Hann var einmitt í heimsókn á Breiðdalsvík hjá sóknarprestinum á staðnum en það vill svo til að sá var bróðir Helga.

Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði í samtali við DV að ýmsir gamlir munir hefðu glatast, þar á meðal tvær klukkur frá 17. öld. Kirkjan var nýkomin á fornleifaskrá og stóð til að gera hana upp.

Helgi neitaði sök og var á endanum sleppt úr haldi en engin vitni voru að íkveikjunni. „Það er unnið að rannsókn málsins. Það er það eina, sem ég get sagt,“ sagði Amar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, í samtali við DV um málið en Arnar sagði líka að Helgi væri þekktur fyrir spellvirki.

Karlmanni sleppt eftir yfirheyrslu í Hafnarfirði – Reyndist ekki vera meintur barnahrellir

Hafnarfjörður

Á föstudag var karlmaður handtekinn og færður til yfirheyrslu í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum tilvikum þar sem maður veittist að börnum í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Eftir yfirheyrsluna var manninum sleppt úr haldi og eru málin enn óupplýst.

Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn á málinu í algjörum forgangi og allt kapp lagt á að hafa upp á barnahrellinum. Áður hefur komið fram í frétt Mannlífs að lögreglan hafi aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna málsins og verður því haldið áfram.

Lögreglu hefur borist ýmsar ábendingar sem öllum er fylgt eftir. Um síðustu helgi barst ein þeirra þar sem greindi frá manni sem hafði veist að barni eða börnum í verslunarmiðstöðinni Firði. Var hann meðal annars sagður hafa hrópað að þeim fúkyrði. Voru höfð afskipti af manninum en hann er ekki með neinum hætti talinn tengjast áðurnefndum atvikum í bænum í síðasta mánuði.

Fíkniefnasalar hótuðu að myrða Jón og brutust inn til hans: „Nota hundana sína sem lífverði“

Jón leitaði hunda í Ártúnsholti - Mynd: Reykjavíkurborg

Hundaeftirlitsmaðurinn Jón Þórarinn Magnússon átti í vök að verjast árið 2000 þegar þekktir fíkniefnasalar hótuðu honum lífláti.

Í viðtali við DV árið 2000 segir Jón frá því að hann hafi þurft að fjarlægja nafn sitt og heimilisfang úr símaskránni vegna hótana hundaeiganda en þeir brutu rúður heima hjá honum og brutust inn á heimili hans. „Þá eru ótaldar líflátshótanir sem mér hafa borist frá þessum köppum sem oftar en ekki tengjast fíkniefnum og nota hundana sína sem lífverði. Ef þeir sinntu hundunum sem skyldi væri ég ekki að skipta mér af þeim en þegar umhirðan er komin út yfir allt velsæmi þá sýni ég klærnar og fæ þetta á móti,“ sagði Jón.

Jón hafði verið um nokkurn tíma á slóð tveggja schafer-hunda sem voru geymdir í sendiferðabíl fyrir utan hús í Breiðholti. Þegar Jón mætti með lögreglu á svæðið flúði eigandinn með hundanna. „Ég hef fengið ábendingar um að hundarnir séu nú geymdir i kartöflugeymslunum i Ártúnshöfða. Hundarnir eru sagðir til vandræða þarna í geymslunum með gelti sínu og gái. Ég held að ég verði að gera mér ferð þarna uppeftir og reyna að tala við eigandann því ég vil fá vitræna lausn á þessu vandræðamáli til frambúðar,“ sagði hundaeftirlitsmaðurinn. Hann kvaðst þó ekki hræddur við glæpamennina.

„Það er við þessa menn sem er að etja en á meðan þeir sjá ekki sómasamlega um hundana sína þá er mér að mæta.“

Brota­vilji hjá mót­mæl­end­um: „Finnst eins og fólki langi dá­lítið til að búa í Banda­ríkj­un­um“

Fjölnir Sæmundsson lögreglumaður.

Formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna – Fjöln­ir Sæ­munds­son – ætlar per­sónu­lega að hafa sam­band við ráðherra og þing­mann Vinstri grænna vegna um­mæla þeirra um lög­reglu­menn í framhaldi af mót­mæl­unum við Skugga­sund í síðustu viku.

„Lög­reglu­menn eru væg­ast sagt dá­lítið pirraðir á þess­ari orðræðu því þeir telja sig bara vera að vinna vinn­una sína. Vissu­lega geta ein­stak­ling­ar farið yfir mörk­in, það bara því miður ger­ist, en við sjálf reyn­um að hafa eft­ir­lit með hvort öðru og svo er eft­ir­lits­nefnd,“ sagði Fjöln­ir í sam­tali við mbl.is vegna um­mæla Jó­dís­ar Skúla­dótt­ur, þing­manns VG.

Hún sagði á Alþingi að hún læsi allt að því dag­lega um að lög­regla fari offari í aðgerðum sín­um; beiti valdi og hörku gegn al­menningi.

Fjölnir telur að slík orðræða sé til þess fall­in að kasta rýrð á lög­reglu­stétt­ina í heild sinni:

„Mér finnst það. Mér finnst eins og fólki langi dá­lítið til að búa í Banda­ríkj­un­um og haldi að það sé alltaf eitt­hvað voðal­egt lög­reglu­of­beldi. Ég held að lög­reglu­of­beldi sé nú eitt­hvað allt annað en að dreifa ein­hverj­um mót­mæl­end­um,“ svar­ar Fjöln­ir.

Fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra – Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son – hef­ur beðið ráðuneyt­is­stjóra for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins um að fara vandlega og vel yfir verk­ferl­a og ákv­arðanir lög­reglu; Guðmundur Ingi stýrði rík­is­stjórn­ar­fund­i á föstu­dag í fjar­veru Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Og í færslu á samfélagsmiðlinum In­sta­gram sagði hann að lög­regl­an hefði beitt valdi gagn­vart almennum borg­ur­um er hefðu verið að nýta rétt sinn til að mót­mæla:

„Ég er bú­inn að fá mörg sím­töl frá lög­reglu­mönn­um þar sem ég er beðinn um að gera bæði at­huga­semd­ir við þessi orð Jó­dís­ar og ekki síður orð Guðmund­ar Ing­a, þegar hann vildi að for­sæt­is­ráðuneytið myndi skoða ein­hver mót­mæli. Við erum með eft­ir­lits­stofn­un sem sér um svona og hún hef­ur sýnt sig að hún stend­ur und­ir sínu og hef­ur eft­ir­lit með lög­regl­unni – fær alltaf öll gögn,“ sagði Fjöln­ir, sem kveðst gera ráð fyr­ir að hafa sam­band per­sónu­lega við bæði Guðmund Inga og Jó­dísi.

„Það er bannað að loka göt­um án þess að fá leyfi frá lög­reglu og þér ber að hlýða lög­reglu, við lít­um þannig á það. Við vit­um ekki hvað gekk á á und­an, hversu oft var búið að biðja fólk um að færa sig með öðrum aðferðum,“ sagði Fjölnir og bætti við:

„Eins og ég skil þetta þá voru þeir marg­bún­ir að biðja fólk um að fara af göt­unni og það fór alltaf aft­ur, af því að lög­regl­an hafði kannski ekki nógu mik­inn mann­skap til að raða sér upp eft­ir göt­unni svo eng­inn kæm­ist fram hjá þeim,“ sagði Fjöln­ir og bætti við að þetta sé ein­beitt­ur brota­vilji hjá mót­mæl­end­um að leggj­ast ávallt aft­ur á göt­una.

Leikkona hvatti til vopnahlés á verðlaunaafhendingu: „Nú er skelfilegur tími að vera listamaður“

Amrit Kaur

Á Canadian Screen Awards 2024 kvikmyndaverðlaununum fékk leikkonan og leikstjórinn Amrit Kaur verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í aðalhlutverki (í flokki drama-mynda), fyrir kvikmynd Fawzia Mirza, The Queen of My Dreams. Þegar Kaur tók við verðlaununum á föstudaginn, sem mótleikari hennar, Hamza Haq afhenti henni, notaði Kaur tækifærið til að kalla opinberlega eftir vopnahléi á Gaza.

„Landnámið ýtti okkur á stað klofnings, þjóðarmorðs og nú lifa tvö samfélög sem einu sinni elskuðu hvort annað í algjörum fjandskap,“ sagði Kaur við mannfjöldann á Gala-veislunni. „Nú er skelfilegur tími að vera listamaður. Ég er hrædd. Ég er hrædd við að tjá mig. En þessi heiður minnir mig á að ég er listamaður.“

Kaur hélt áfram:

„Það að vera listamaður, það þýðir að það er mitt hlutverk að finna til og sýna samkennd. Og fyrir ykkur sem eruð að segja okkur listamönnum að tjá okkur ekki af ótta við að missa vinnu, af ótta við að missa starfsferilinn, af ótta við að missa orðspor, þá eruð þið að segja okkur að vera ekki listamenn. Ég vil segja við ykkur að ég er listamaður og ég neita að fórna og lifa í hatri mannkynsins. Vopnahléi strax! Fjáls Palestína!“

Sagt var frá málinu á Yahoo News.

Gríðarleg sorg í Neskaupstað eftir andlát leikskólabarns: „Samfélagið er brotið“

Norðfjarðakirkja

Í gær var haldin fjölmenn minningarstund í Norðfjarðarkirkju eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn frá Neskaupstað lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð í byrjun vikunnar, eftir bráð veikindi. Sorgin er þungbær í samfélaginu að sögn sóknarprests.

„Samfélagið er brotið. Það er í þungu áfalli og sorg. Hluttekningin er alls ráðandi og hugurinn hjá foreldrum, bræðum og allri fjölskyldu barnsins,“ segir sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðaprestakalli í samtali við Austurfrétt.

Jóna Kristín leiddi athöfnina en séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Bryndís Böðvarsdóttir tóku einnig þátt í stundinni en þau hafa sinnt áfallavinnu í samfélaginu.

Samkvæmt Austurfrétt veiktist barnið skyndilega í lnok síðustu viku. Var það í fyrstu flutt með sjúkraflugi til Akureyrar og þaðan til Reykjavík. Þaðan var barnið svo flutt á sjúkrahús í Svíþjóð þar sem það lést, aðfaranótt mánudags.

Að sögn Jónu Kristínar sást við minningarstundina í gær, hvernig sorgin snerti alla í bæjarfélaginu. „Kirkjan var troðfull og þurfti að bæta við stólum til að fólk kæmist fyrir. Það sýnir sig að þegar svona áföll verða að fólki er nauðsynlegt að koma saman, leita stuðnings hvert hjá öðru og finna samkennd, samhryggð og samstöðu.“

Í kjölfar atviksins hafa prestar úr Austfjarðaprestakalli og Rauði krossin sinnt áfallahjálp en Jóna segir hjálpina beinast að nærsamfélaginu í Neskaupstað, til að byrja með, halda utan um fjölskylduna og sinna skólasamfélaginu, starfsfólkinu, börnunum, foreldrunum, starfsfélögum foreldra barnsins, auk þess sem reynt er að ná til annarra þeirra sem tengjast fjölskyldunni eða hafa orðið fyrir sárum missi einhvern tíma, sem nú ýfist upp.

Leikskólinn í Neskaupstað verður lokaður í vikunni vegna áfallsins og eru fleiri vinnustaði hálflamaðir, að því er fram kemur í frétt Austurfréttar. Áfallateymisvinna verður áfram í Neskaupstað og í Fjarðabyggð í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila.

Forseti Kína óskar Höllu til hamingju með sigurinn

Xi Jinping er forseti Kína

Xi Jinping, forseti Kína, hefur óskað Höllu Tómasdóttir til hamingju með sigurinn í forsetakosningum á Íslandi en greint er frá þessu á heimasíðu kínverskra stjórnvalda í gær.

Þar segir að forseti Kína vonist til að samstarf Íslands og Kína haldi áfram að aukast en hann telur að samskiptin hafi þróast vel undanfarin ár og að þau geti komist á enn hærra stig. Sem dæmi um aukið samstarf nefnir forsetinn meðal annars viðskipti, orkumál, umhverfisvernd og ferðamál.

Xi Jinping hefur verið forseti Kína síðan 2013 en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnu sína í ýmsum málum þar á meðal mannréttindamálum og ritskoðun fjölmiðla.

Segir óbreytta borgara notaða sem peð í stríðinu: „Af hverju getur heimurinn ekki stöðvað stríðið?“

Eyðilegging á eyðileggingu ofan beið Palestínumenn þegar þeir snéru aftur til Jabalia eftir að hermenn Ísraela hörfuðu úr borginni.

Aya, 30 ára palestínsk kona á flótta, sem dvelur í skjóli í Deir el-Balah, segist telja að óbreyttir palestínskir ​​borgarar séu notaðir sem peð í stríðinu á meðan viðræður um vopnahlé dragast á langinn.

„Hljóð sprengjuárása hættu ekki alla nóttina,“ sagði Aya við Reuters fréttastofuna. „Í hvert skipti sem þeir tala um nýjar vopnahlésviðræður notar hernámsliðið einn bæ eða flóttamannabúðir sem þrýstipunkt,“ sagði hún.

Og hún hélt áfram: „Af hverju ættu óbreyttir borgarar, fólk öruggt inni á heimilum sínum eða tjöldum, að gjalda fyrir þetta? Af hverju geta arabar og heimurinn ekki stöðvað stríðið?“

 

Kvikmynd Þórðar með Game of Thrones stjörnu fær dreifingu í Bandaríkjunum

Þórður Pálsson leikstjóri

Vertical hefur tryggt sér dreifingarréttinn á The Damned, nýjustu kvikmynd Þórðar Pálssonar, í Bandaríkjunum en myndin verður frumsýnd á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð á morgun en greint er frá þessu á vefsíðunni Deadline.

Myndin er hryllingsmynd með sálfræðilegu ívafi sem gerist árið 1874 í afskekktu íslensku þorpi og segir frá Evu, sem byrjar að missa sjónar á gildum sínum þegar hún verður fyrir barðinu á grimmilegu samfélagi sínu. Hún var tekin upp á Vestfjörðum og lauk tökum snemma í fyrra. Odessa Young og Joe Cole fara með aðalhlutverk myndarinnar en þekktasti leikari hennar er þó án efa Íslandsvinurinn Rory McCann sem lék Sandor Clegane í 38 þáttum af Game of Thrones.

Protagonist Pictures mun sjá um dreifingu myndarinnar utan Bandaríkjanna

Þórður er einn af mesta spennandi kvikmyndagerðarmönnum Íslands en hann skrifaði og leikstýrði þáttunum The Vahalla Murders sem voru sýndir á Netflix og RÚV við góðar viðtökur og er The Damned fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. Áður hefur Þórður gert verðlaunastuttmyndina Brothers sem fór sigurför um heiminn.

Skaut nágranna sinn til bana vegna rifrilda um vatnsventil – Myndskeið

Augnabliki síðar var maðurinn allur.

Segir kynbundið ofbeldi vera farald á Íslandi: „Tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi“

Guðný S. Bjarnadóttir.

Guðný S. Bjarnadóttir – stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. – skrifar grein undir yfirskriftinni: 10 sekir menn gangi lausir.

„Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara.

Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi?“ spyr hún og bætir við:

„Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa.“

Guðný nefnir að „það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar.“

Og aftur er spurt: „En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað?“

Guðný færir í tal að „þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.”

Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.”

Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til?“

Hún bendir á að „þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum.

Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi.“

Íslendingur fannst látinn í Þórmörk

Þórsmörk - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Andreas Tille

Maðurinn sem fannst látinn í Þórsmörk í fyrradag er Íslendingur en þetta staðfest­ir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Ekki er talið að neitt saknæmt hafi gerst sem snertir andlát mannsins. Málið er þó ennþá í rannsókn en Jón Gunnar vildi ekki tjá sig að öðru leyti um það.

Stúlkan er fundin

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir [nafn fjarlægt].  Síðast er vitað um ferðir [nafn fjarlægt] í Kópavogi í gærkvöldi.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir [nafn fjarlægt], eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Búið er að finna stúlkuna sem lýst var eftir.

Steinunn Ólína gerir upp kosningabaráttuna með rothöggi: „Sóðasveit Katrínar kom sögum á kreik“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tók af sér boxhanskana og skrifaði niður þrumupistil á Facebook í gær. Þar tætir hún í sig alla sem henni fannst hafa smánað forsetakosningabaráttuna sem nú er nýafstaðin.

„Money can’t buy you love
Ég sé mig knúna til að segja nokkur orð um þessa kosningabaráttu svo ég losni við óþolið úr kerfinu. Síðan vona ég að ég þurfi aldrei að ræða þennan smánarblett á pólitískri sögu landsins framar.“ Þannig hefst færsla Steinunnar Ólínu, leikkonu og fyrrum forsetaframbjóðanda en færslan hefur vakið mikla athygli enda skefur Steinunn ekki af hlutunum.

Og hún heldur áfram:

„Friðjón nokkur Friðjónsson kosningastjóri Katrínar heldur þeim málflutningi hennar til streitu að kosningabarátta hennar hafi verið heiðarleg, sanngjörn og skemmtileg. Ekki ætla ég Katrínu að hafa haft fulla vitneskju um allt það sem gekk á en svo skyni skroppin er hún ekki, að vita ekki fullvel, að hefji maður yfirleitt samstarf við óheiðarlegt og siðlaust fólk þá er sjaldnast von á góðu.
Ég hef aldrei orðið vitni af jafn skaðræðislegri og ómerkilegri kosningabaráttu og þessari hér.“

Steinunn kvartar ekki undir aðförinni gegn henni sjálfri, heldur öðrum samframbjóðendum hennar.

„Sú grimmd og heift og frekja snýr ekki að sjálfri mér heldur að þeim andstæðingum sem sjálftökufólkið í hirð Katrínar sýndi verðum frambjóðendum í aðdraganda kosninganna.
Hvernig Katrín hélt hún gæti rambað úr stóli forsætisráðherra í stól forseta með þá lygi á lofti að hún hefði yfirgefið stjórnmálin með skaðræðis aðfararfrumvörp að þjóðarheill heit úr eigin kviði á borði þingsins.“

Og Steinunn er hvergi nærri hætt:

„Hvernig KJ steig inn á sviðið í baráttu Baldurs sem var löngu farinn af stað með glans og af heilindum.
Hvernig Baldur var krafinn um hlýðni og að draga framboð sitt til baka sem hann hefur gert grein fyrir.
Hvernig sóðasveit Katrínar kom sögum á kreik um persónlegt líf hans og gerði að almannaróm löngu áður en sá ómerkilegi Stefán Einar gerði sig að fífli fyrir framan alþjóð í þætti hans Spursmálum.
Hvernig því var dreift um samfélagið að Baldur væri lyginn og ómerkilegur hervæðingarsinni.
Hvernig honum var af fjölmiðlum nuddað upp úr Icesave.“

Næst talar hún um aðförina gegn Höllu Hrund:

„Aðförin að Höllu Hrund var engu skárri. Reynt að gera störf hennar hjá Orkustofnun ómerkileg þegar hún er bókstaflega ein af fáum sem hefur staðið í lappirnar fyrir hönd landsmanna þar innandyra.
Dregin á hárinu endurtekið fyrir að hafa tekið fund í embætti sínu, fund sem nota bene hafði engin áhrif.
Gert grín að óvana hennar í fjölmiðlum og látbragði.
Reynt að gera hana að glæpamanni fyrir að hafa myndskeið í kosningamyndbandi sínu sem hún sjálf bar enga ábyrgð á.
Sjálft Ríkisútvarpið í síðustu kappræðum reyndi að nudda henni upp úr máli sem engan annan tilgang hafði en að reyna að leggja fyrir hana gildru og kom erindi hennar ekkert við.“

Og Steinunn hefur ekki lokið sér af varðandi RÚV:

„Hvernig Ríkisútvarpið hafnaði kröfu 11 frambjóðenda um að hafa kappræðurnar þær síðari með sama sniði og þær fyrri af sérdæld við fyrrum forsætisráðherra.
Hvernig Ríkisútvarpið kom öðruvísi fram við Katrínu en aðra frambjóðendur svo allir frambjóðendur tóku eftir og hlógu að sín á milli. Lotningin gagnvart hugsanlegum forseta og fyrrum forsætisráðherra gerði alla fréttamenn RÚV að fíflum.
Hvernig augljósir persónulegir greiðar hennar sem forsætisráðherra skynu í gegnum þéttriðið stuðningsnetið.“

Sjálfstæðistæðismenn fá einnig á baukinn hjá leikkonunni:

„Hvernig Valhöll réði fólk til vinnu við framboð hennar grímulaust.
Hvernig peningauastur framboðs KJ ofbauð þjóðinni með yfirþyrmandi auglýsingum hvar sem komið var við, ýtni við ungmenni, og sú ósmekklegheit að hafa auglýsingu Katrínar á milli þátta í síðustu kappræðum fyrir kosningar hjá RÚV. Hvað er RÚV að pæla?
Andstyggilegt var það og andstyggilegt verður það áfam í manna minnum. Við skulum muna að þeir sem hampa henni mest studdu manneskju sem treysti því Bjarni gæti keypt handa henni Bessastaði í skiptum fyrir forsætisráðuneytið hvar hún hefur setið á svikráðum við þjóð sína undanfarin ár og samviskusamlega lagt blessun sína yfir arðránsfrumvörp sem eyðileggja, munu verði þau einhverntíman að veruleika, framtíð allra sem á eftir okkur koma.“

Því næst snýr Steinunn Ólína sér að þeim listamönnum sem studdi Katrínu Jakobsdóttur með ráðum og dáðum í kosningabaráttunni:

„Það fylgir því ábyrgð að vera listamaður og auðvaldsdælurnar og valdasleikjurnar úr menningarlífinu sem hæst létu í aðdraganda kosninganna og klesstu sér þétt upp við skapara sinn og atvinnuveitanda til margra ára, skulu hafa það hugfast að það á ekkert skylt við menningu að mylja undir fólk sem með ásetningi eyðileggur framtíð lands og náttúru þar með auðvitað menningu þjóðarinnar. Og það er jafnframt ómenningarlegt að hæðast að fólki sem er ekki klippt út úr sama gluggalausa herberginu og þú sjálfur. Íslenskir menningarpáfar með sitt andlausa raus, sín lélegu ljóð og ömurlegu sakamálasögur væri hollt að lesa meira af amerískum litteratúr og sjálfshjálparbókum til að horfa í spegilinn og auka víðsýni sína ofurlítið.“

Rætt hefur verið um það í samfélaginu og í fjölmiðlum að þjóðin hafi kosið taktískt með því að kjósa Höllu Tómasdóttur, svo Katrín myndi ekki sigra en því er Steinunn ósammála:

„Þjóðin kaus ekki taktiskt, þjóðin einfaldlega valdi sér forseta sem fjölmiðlar og öfl þeirra sem eiga og ráða höfðu ekki eyðilagt með ófrægingarherferð úr smiðju leðjudeildar Katrínar Jakobsdóttur sem hún hreyfði engum mótbárum við en augnaráð hennar flóttalegt vitnaði um skömmina.
Þjóðin valdi sér forseta eins og hún hefur alltaf gert, einu manneskjuna sem stóð upprétt eftir aðfarir dauðasveitar Katrínar, sómakonuna Höllu Tómasdóttur sem ég er fullviss um að verður okkur fjarskalega góður forseti. Halla er manneskjuleg, hlý og forvitin. Hún trúir á mannsandann og samtalið en ekki ískalt yfirboðandi regluverkið sem drepur allt sem fyrir verður.“

Að lokum birti Steinunn mynd sem sýnir áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir landið og nýtingu erlendra auðmanna á gæðum þess, að sögn Steinunnar:

„Hér gefur að líta á mynd áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem munu verða minnisvarði um alla framtíð um heilindi hennar við íslensku þjóðina og landið okkar Ísland.
Þessi útgáfa myndarinnar er með breytingum sem Marinó G. Njálsson gerði á því. Á því eru blá og brún strik, sem hann bætti á það,, til að undirstrika svæðin sem VG stefnir á að erlendir auðmenn geti nýtt, annars vegar undir lagareldið sitt um aldur og ævi og hins vegar til að flytja út efni um langan veg til að lækka kolefnisspor framleiðslu sinnar.“
Gæti verið mynd af map og Texti þar sem stendur "Náttúrukortiă 100km 100 10 "TOMИ 父 f ASOMW 10M c0km 65" 65*0000 00 O'N 25° 0' 00 25*00'00"W W 0'00" 00 Veldu pá flokka sem pu ilt já kortinu 200000"W W 20° 00 000 Virkjad 15° 00" O 15*0000"W w i Verndarflokkur Nytingarflokkur Virkjunaráform<10MW Blaflokkur Virkjunaráform Vrkjunaraformvindorkuver vindorkuver"

Öfgar fordæma sýknudóm Kolbeins: „Brotaþoli segir að hann hafi brotið á sér“

Kolbeinn Sigþórsson var sýknaður

Baráttusamtökin Öfgar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna sýknudóms Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu, en hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað barnungri stúlku á yngsta grunnskólastigi. Í yfirlýsingunni fordæma samtökin framgöngu réttarkerfisins í málinu og segja furðulegt að brotaþoli hafi margoft þurft að gefa skýrslu en Kolbeinn aðeins eina. Þá setja samtökin einnig út á að smáatriði sem í raun skipti engu máli séu notuð til draga úr vitnisburði brotaþola.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Öfga hér fyrir neðan:

Kárahnjúkavirkjun mótaði æsku Loga Pedró: ,,Eins og að vera sendur í Gúlakið”

Logi Pedró Stefánsson segir Kárahnjúkavirkjun hafa mótað æsku sína. Logi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, var aðeins 13 ára gamall þegar hann tók þátt í mótmælum gegn aðbúnaði vinnufólks á Kárahnjúkum, sem lögreglan tók mjög hart á:

„Kárahnjúkavirkjun mótaði í raun unglingsárin mín mjög mikið. Pabbi vann sem trúnaðarmaður starfsmanna þarna fyrir austan, en hann hefur alltaf verið andófsmaður á ákveðinn hátt og farið gegn straumnum. Hann var handtekinn í stúdentamótmælum bæði í París og á Íslandi. Aðstæður verkamannanna voru mjög slæmar á Karahnjúkum og það mótaði mikið mína mynd af þessarri virkjun. Ég fór þarna tvisvar og þetta var bara alls ekki næs. Aðbúnaðurinn var mjög slæmur og þetta var á ákveðinn hátt eins og að vera sendur í Gúlakið. Þetta var bara hættulegt og það var ekki farið vel með þá sem voru að vinna þarna. Ég man ekki alveg hvað það voru margir sem létust þarna, en það var augljóst að það var ekki í lagi með margt við þessar framkvæmdir. Ég var bara þrettán ára þegar ég byrjaði að taka þátt í því að mótmæla aðbúnaði verkamanna og var í hópi sem var að skipuleggja mótmæli gegn þessu. Þetta var dáldið súrrealískt, að mæta á fundi í Kaffi Hljómalind og taka batteríið og simkortið úr símanum af því að það var líklegt að það væri verið að hlera mann,“ segir Logi og heldur áfram:

„Maður pældi í því hvort þetta væri bara paranoia, en það var alls ekki þannig. Lögregluaðgerðir gegn mótmælendum voru mjög harðar og það var mikið gert til að stoppa þetta í fæðingu. Það voru ,,undercover” lögreglumenn sem komu sér inn í hóp mótmælenda og áttu í ástarsambandi við þá meðal annars til þess að fá upplýsingar. Það er búið að vera að fletta ofan af þessu á síðustu árum og þetta var í raun mjög merkilegt tímabil.“

Logi hefur í gegnum tíðina rætt um rasisma sem hann hefur orðið fyrir á Íslandi og hefur fengið mikil viðbrögð við því. Hann segist hafa hugsað hlutina upp á nýtt eftir að hann hafi eignast börn og lykilatriði sé að festast ekki í svart hvítri umræðu:

„Ég hef mikið pælt í því hvað það er að vera svartur og fyrir mér var það alltaf skýrt og klippt og skorið. Ég leit á mig sem hluta af ákveðnum hóp og ákveðinni sögu og stærra samhengi. Hluti af nýlendusögunni til dæmis. En á síðustu árum hef ég hugsað þetta á nýjan hátt. Ekki síst eftir að ég eignaðist börn, sem eru ljósari en ég á hörund og geta í raun ákveðið hvort þau séu svört eða hvít. Þetta mengi að vera svartur eða hvítur er í raun tilbúið mengi. Við erum með litróf af fólki um allan heim og á síðustu árum hef ég áttað mig betur og betur á því að ég vil hafna þessarri forritun. En að sama skapi vil ég alls ekki gera lítið af upplifum fólks um það apð tilheyra ákveðnu mengi og hafa ákveðna sögu. Þessi mengi verða að fjötrum ef við festumst of djúpt í þeim,“ segir Logi og heldur áfram:

„Ég held að umræðan um rasisma á Íslandi sé ekki einföld. Í dag snýst þetta ekki endilega um útlit. Fólk hefur ekki á móti einhverjum sem lítur einhvern vegin út, en fólk er oft með fordóma gagnvart stöðu fólks eða hópinn sem það tilheyrir. Fólk upplifir sig ekki rasískt af því að það er ekki með fórdóma út frá húðlit, en á sama hátt eru kannski annars konar fordómar í gangi. Til dæmis hvernig við höfum talað um Pólverja í gegnum tíðina og höfum ákveðna hugmynd um hóp og alhæfum út frá því. Hvort sem það eru flóttamann, múslimar eða annað. En þetta er ekki einföld umræða og það er ekki hægt að ná utan um hana nema fara talsvert djúpt.“

Í þættinum tala Logi og Sölvi um menningarstríðið sem er í gangi í samfélaginu, þar sem fólk með andstæðar skoðanir er oft gert að óvinum. Logi segist umgangast marga sem hann er ósammála í mörgu og að honum finnist það heilbrigt og gera sér gott:

„Ég á bæði vini sem hafa farið mjög langt til vinstri og líka mjög langt til hægri á síðustu árunum, en mér finnst gott að vera innan um fólk sem ég er ekki alltaf sammála. Til dæmis Skoðanabræður, þeir eru vinir mínir, en ég er oft ósammála því sem þeir segja. Ég er til dæmis mjög ósammála mörgu sem Snorri Másson segir um útlendingamál. Hann er mikið að tala um að við verðum að varðveita íslenskuna, sem ég er alveg sammála. En það sem mér finnst stundum vanta í þessa umræðu um innflytjendur er meiri mennska og að við missum aldrei sjónar á því að verið erum að tala um fólk. Fólk sem á margan hátt heldur samfélaginu okkar gangandi. Ef við viljum að þetta fólk tali íslensku þarf ríkið að gera miklu meira og við getum ekki bara öskrað að það sé vandamál að þau tali ekki íslensku eins og það sé þeim að kenna. En við Snorri höfum þekkst síðan við vorum unglingar og mér þykir mjög vænt um hann sem manneskju. Ég þekki fólkið hans og hann er bara vinur minn. Mér finnst heilbrigt að vera í kringum hann og fleira fólk sem ég er oft ósammála. Það gerir engum gott að festast í bergmálshelli þar sem þú ert bara með fólki sem er sammála þér í einu og öllu. Skoðanabræðurnir, Beggi og Snorri eru mjög klárir menn og skemmtilegir og Beggi var til dæmis maðurinn sem kom mér inn á Eckhart Tolle og fleiri hluti sem hafa haft mjög góð áhrif á líf mitt.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Loga og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Bjarkey elskar að dansa – Fyndnasta fólkið er Svandís Svavars og Ari Eldjárn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra er undir stækkunargleri Sjóarans. Hún hefur alla jafna í mörg horn að líta og segist eiga það til að ofhugsa hlutina. Hún segir ískalt fjallavatn vera besta drykkinn og er lítið fyrir kók og pepsí. Bjarkey Olsen er að eigin sögn rökföst Excel-kona.

Fjölskylduhagir? Afskaplega vel gift honum Helga mínum Jóhannssyni. Börnin okkar eru Tímon Davíð, Klara Mist og Jódís Jana og svo eigum við barnabarnið og gullmolann, hann Tristan Amor sem er 13 ára.

Menntun/atvinna? Ég er kennari og náms- og starfsráðgjafi að mennt og starfaði sem slík fram til þess að ég var kjörin á þing 2013. Matvælaráðherra í dag.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Ókei – fréttir og veðurfréttir – annars alvöru hasar og norrænar glæpaseríur.

Uppáhaldsleikari? Hinn breski Jason Statham er alltaf frábær.

Uppáhaldsrithöfundur? Eva Björg Ægisdóttir.

Bók eða bíó? Alltaf bók – Þúsund bjartar sólir.

Besti matur? Naut Wellington „made by me“.

Besti drykkur? Ískalt fjallavatn.

Nammi eða ís? Ís.

Kók eða pepsí? Hvorugt – lítið í gosinu, en Collab kemur endrum og sinnum inn.

Fallegasti staðurinn? Stórurð Borgarfirði eystri.

Hvað er skemmtilegt? Lífið og allar þær áskoranir sem það færir mér, en svona eitthvað eitt – að vera með Helga mínum í einhvers konar útivist.

Hvað er leiðinlegt? Na – almennt það sem ég kalla nöldur. Annars vel ég yfirleitt að horfa jákvætt á verkefni dagsins og þess vegna er ekki alveg valkvætt að eitthvað sé almennt leiðinlegt. En ókei, fólk sem nennir ekki að sjá fjölbreytileika lífsins – mér þykir það stundum leiðinlegt.

Hvaða skemmtistaður? Í dag er það ekki einhver skemmtistaður – miðaldra ég. En mér þykir gaman að dansa og þar sem stuðið er hverju sinni og ég er stödd – þá er ég geim.

Kostir? Ég er kona málamiðlana og lausna. Mér þykir almennt vænt um fólk og þykir gott að faðma og knúsa. Ég vil hafa skipulagið í lagi og er rökföst Excel-kona.

Lestir? Ég á það kannski til að ofhugsa oft hlutina og verð því óþarflega stressuð.

Hver er fyndinn? Svandís Svavars og Ari Eldjárn.

Hver er leiðinlegur? Öll þau sem nenna ekki að finna leiðir út úr leiðindunum.

Mestu vonbrigðin? Ekki upplifað þau enn.

Hver er draumurinn? Að við Helgi eldumst fallega saman.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Ekki búin að afreka það enn.

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Ónei – í sumar eru mörg markmið ekki síst í hlaupum.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég færði Helga mínum gulu rósirnar í afgreiðslunni í sparisjóðnum þar sem hann var að vinna og hann hikaði.

Mikilvægast í lífinu? Mitt elsku besta fólk – Helgi minn, krakkarnir og ömmulingurinn.

Stækkunargler þetta birtist í nýjasta Sjóarablaði Mannlífs sem má lesa hér.

Sumarið kemur um helgina

Kuldalegt er það en nú rogfar til. Ljósmynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

Snjóflóðahætta er sumstaðar á Norðurlandi eftir hretið sem er að ganga yfir. Þá eru áhyggjur fólks vegna þess að tún á Norðurlandi hefur kalið.

En sumarið er handan við hornið samkvæmt spám Veðurstofu Íslands. Norðanáttin er að ganga niður. Á föstudaginn er reiknað með tveggja stafa hitatölum um sunnanvert landið. Strekkingsvindur verður þó víða.

Sumarið kemur um helgina, Á sunnudag verður fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hitinn verður 9 til 15 stig, en heldur svalara norðaustantil. Fer að rigna á vestanverðu landinu um kvöldið.

Á mánudag verður vestlæg átt og rigning með köflum en styttir upp austanlands síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Austur- og Suðausturlandi.

Sara þarf vinnu

Sara Lind Guðgeirsdóttir er hætt hjá ríkinu - Mynd: Hringbraut - skjáskot

Sú ákvörðun Höllu Hrundar Logadóttur að snúa aftur sem orkumálastjóri kemur sér ekki vel fyrir alla. Sara Lind Guðbergsdóttir var sett til að gegna stöðunni eftir að Halla Hrund fór í forsetaframboð. Frá embættinu bárust í framhaldinu upplýsingar um eitt og annað sem Morgunblaðinu þótti fréttnæmt og til áfellis frambjóðandanum. Sara missir nú spón úr aski sínum, Eiginmaður Söru er Stefán E. Stefánsson, blaðamaður Moggans og kampavínsinnflytjandi.

Sara Lind var áður forstjóri Ríkiskaupa. Í þá stöðu var hún ítrekað ráðin án auglýsingar, rétt eins og í starf orkumálastjóra. Hún hefur verið skipuð af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og nýtur af einhverjum ástæðum mikils trausts flokksins. Nú velta menn fyrir sér hvað verði um Söru þegar starf er ekki lengur í hendi. Líklegt þykir þó að flokkurinn muni finna starf handa Söru …

Steinsofandi undir stýri í Garðabæ – Ofbeldismaður handtekinn í Breiðholti

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan var kölluð til vegna manns sem var ölvaður á rangli um stigagang fjölbýlishúss í  Kópavogi. Hann reyndist vera í villum og hjálpaði lögreglan manninum að komast til síns heima. Þá mætti lögregla til að grípa inn í atburðarás þar sem maður var til vandræða á veitingastað í miðborginni. Ekki þótti ástæða til að handtaka hann  og var stuggað við óróaseggnum og honum vísað frá.  Á sömu slóðum var einnig tilkynnt um minniháttar skemmdarverk á hóteli og annarlegt ástand manns. Gerandinn var ennþá á staðnum er lögreglu bar að garði. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Ölvaður maður var á reyki um stofnbraut í austurborginni, hættulegur sjálfum sér og öðrum. Honum var bjargað og ekið heim.

Lögreglan brást við tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Bústaðahverfi en greip í tómt. Aðilar voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að.

Í Garðabæ bar það helst til tíðinda í nótt að maður steinsvaf undir stýri. Vegfarendur kölluðu til lögreglu sem kom á staðinn og ýtti við þeim þreytta. Þá kom í ljós, laganna vörðum til léttis, að maðurinn var allsgáður og ekkert við framferði hans að athuga.

Innbrot og þjófnaður áttu sér stað í Kópavogi.  Málið er unnið samkvæmt hefðbundnu verklagi. Á sömu slóðum var lögregla kölluð til vegna óvelkominna einstaklinga á stigagangi fjölbýlishúss. Þeir voru reknir á dyr.

Aðili var handtekinn í Breiðholti, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum og uppsker refsingu í samræmi við brot sitt. Á sömu slóðum var lögregla kölluð til vegna líkamsárásar. Ofbeldismaðurinn var  handtekinn og læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Fjögurra bifreiða árekstur varp á stofnbraut í Grafarvogi. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist.

Kveikt í fornri kirkju á Austfjörðum: „Það er unnið að rannsókn málsins“

Breiðdalsvík - Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason

Mikil menningarverðmæti glötuðust árið 1982 þegar kveikt var í gömlu Heydalskirkjunni í Breiðdalshreppi.

DV greindi frá málinu á sínum tíma en kirkjan brann til grunna á stuttum tíma. Hún hafði verið byggð árið 1856 og því tæplega 130 ára gömul en hún hafði hins vegar ekki verið í notkun síðan 1976 en var í eigu Þjóðminnasafnsins. Helgi Hóseasson var handtekinn og grunaður um verknaðinn en í frétt DV er Helgi titlaður sem húsasmiður. Hann var einmitt í heimsókn á Breiðdalsvík hjá sóknarprestinum á staðnum en það vill svo til að sá var bróðir Helga.

Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði í samtali við DV að ýmsir gamlir munir hefðu glatast, þar á meðal tvær klukkur frá 17. öld. Kirkjan var nýkomin á fornleifaskrá og stóð til að gera hana upp.

Helgi neitaði sök og var á endanum sleppt úr haldi en engin vitni voru að íkveikjunni. „Það er unnið að rannsókn málsins. Það er það eina, sem ég get sagt,“ sagði Amar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, í samtali við DV um málið en Arnar sagði líka að Helgi væri þekktur fyrir spellvirki.

Karlmanni sleppt eftir yfirheyrslu í Hafnarfirði – Reyndist ekki vera meintur barnahrellir

Hafnarfjörður

Á föstudag var karlmaður handtekinn og færður til yfirheyrslu í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum tilvikum þar sem maður veittist að börnum í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Eftir yfirheyrsluna var manninum sleppt úr haldi og eru málin enn óupplýst.

Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn á málinu í algjörum forgangi og allt kapp lagt á að hafa upp á barnahrellinum. Áður hefur komið fram í frétt Mannlífs að lögreglan hafi aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna málsins og verður því haldið áfram.

Lögreglu hefur borist ýmsar ábendingar sem öllum er fylgt eftir. Um síðustu helgi barst ein þeirra þar sem greindi frá manni sem hafði veist að barni eða börnum í verslunarmiðstöðinni Firði. Var hann meðal annars sagður hafa hrópað að þeim fúkyrði. Voru höfð afskipti af manninum en hann er ekki með neinum hætti talinn tengjast áðurnefndum atvikum í bænum í síðasta mánuði.

Raddir