Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Gagnrýnir ofbeldi Ísraelsmanna á Vesturbakkanum: „Fordæmalausar blóðsúthellingar dag eftir dag“

Brynvarinn herbíll Ísraelska hersins í árás í Jenín á Vesturbakkanum 22. maí síðastliðinn.

Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað kröfu sína um að ofbeldi gegn Palestínumönnum á hernumdum Vesturbakkanum verði hætt.

Volker Turk sagði í yfirlýsingu sem gefin var út í dag að auk fjölda látinna á Gaza-svæðinu, „verði fólkið á hernumdum Vesturbakkanum einnig fyrir fordæmalausum blóðsúthellingum dag eftir dag. Orð mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna birtust í kjölfar þess að ísraelski herinn og landnemar gerðu nýjar árásir á yfirráðasvæðinu.

„Víðtækt refsileysi fyrir slíka glæpi hefur tíðkast allt of lengi á hernumdum Vesturbakkanum,“ sagði hann og bætti við að þetta hafi skapað umhverfi fyrir fleiri „ólögleg dráp“ af hendi ísraelskra hersveita.

Að sögn Turk skutu ísraelskir hermenn hinn 16 ára gamla Ahmed Ashraf Hamidat til bana 1. júní og særðu 17 ára Mohammed Musa al-Bitar alvarlega, sem lést degi síðar, nálægt Aqabat Jaber flóttamannabúðunum í Jeríkó.

Þeir voru skotnir í bakið í um 70 metra fjarlægð þegar þeir hlupu í burtu eftir að hafa kastað grjóti eða molotovkokteilum á herstöð á hinu hernumda palestínska svæði, sagði hann.

Í kjölfar árásarstríðsins á Gaza hafa bylgjur ofbeldis og handtaka snaraukist á Vesturbakkanum. Að minnsta kosti 505 Palestínumenn hafa verið drepnir á hernumdu Vesturbakkanum frá árásunum á Ísrael 7. október, samkvæmt upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest. Gögn sýna að 24 Ísraelar hafa verið drepnir.

Samkvæmt tölum Palestinian Prisoner´s Society hafa 9.025 manns verið handteknir frá 7. október, þar af 300 konur og 635 börn. Margir þeirra sem hafa verið látnir lausir hafa greint frá því að þeir hafi verið pyntaðir og misnotaðir meðan þeir voru í haldi.

Fréttamenn Al Jazeera á vettvangi staðfestu að ísraelskir hermenn hafi skotið tvo palestínska menn frá Tulkarem til bana í dag, en herinn hélt því fram að þeir væru að fara að gera vopnaða árás.

Þrír Palestínumenn til viðbótar féllu í árás Ísraelshers á Nablus.

 

Sjálfstæðismaður furðar sig á vinsældum Samfylkingarinnar: „Sennilega bara eitt af undrum veraldar“

Kristrún Frostadóttir.
Sjálfstæðismenn eru margir hverjir steinhissa á vinsældum Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum en í þeirri nýjustu mælist flokkurinn með 29,9 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstu en mælist aðeins með 18 prósent fylgi.

Brynjar Níelsson er einn þeirra Sjálfstæðistæðismanna sem ekkert skilja í vinsældum Kristrúnar Frostadóttur og flokks hennar. Og auðvitað skrifaði hann um þessa undrun sína.

„Ég er einn af þeim sem klóra sér í skallanum yfir fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Við vitum að skýringin er ekki frammistaða flokksins á þinginu undanfarin misseri hvað þá glæsileg stjórn borgarinnar. Sennilega er þetta bara eitt af undrum veraldar.“ Þannig hefst Facebook-færsla Brynjars en færslan er óvenju bitur.

Brynjar hæðist því næst að málflutningi Samfylkingarinnar:

„Nú er það þekkt að flokkar og menn rjúki upp í skoðanakönnunum en svo þegar á hólminn er komið er áhuginn mjög takmarkaður. Við sáum það gerast hjá fulltrúum Samfylkingarinnar í forsetakosningunum. Maður hefur alltaf á tilfinningunni að allur málflutningur samfylkingarmanna, hvort sem þeir eru í landsmálum, sveitarsjórnarmálum eða forsetaframboði, sé fenginn úr gervigreindarforriti í lakari kantinum. Þess vegna verður málflutningurinn frasakenndur og í dýpri umræðu oftast illskiljanlegur og jafnvel óskiljanlegur. Svo er ég ekki viss um að ungt fólk hafi áhuga á endalausum skatthækkunum svo ríkisvaldið geti stækkað sinn kærleiksríka en kæfandi faðm enn meira.“

Að lokum kemur hann með útskýringu Sjálfstæðismanns á lélegu fylgi vinstri flokka í skoðanakönnunum en minnist ekki orði á lélegu fylgi Sjálfstæðisflokksins:

„Merkilegast við skoðanakannanirnar er að vinstri róttæknin er á miklu undanhaldi. Fylgishrun Vg færist ekki yfir á Sósíalistaflokkinn. Þessir flokkar hafa nánast ekkert fylgi út fyrir Listaháskólann og nokkra listamenn sem enginn þekkir eða hafa heyrt nefnda á nafn. Almenningur er farinn að átta sig á því að stöðug atlaga að íslensku atvinnulífi, hvort sem er orkuiðnaður, fiskeldi, sjávarútvegur eða ferðaþjónusta mun draga mjög úr tækifærum og nýsköpun og þar með velferð.“

Pepsi ekki lengur næstvinsælasti gosdrykkurinn

Pepsi ekki lengur jafn vinsælt og það var

Pepsi er þriðji vinsælasti gosdrykkur Bandaríkjanna en greint er frá þessu í Beverage Digest.

Pepsi sem hefur lengi verið næstvinsælasti gosdrykkurinn í Bandaríkjunum hefur misst mikla hlutdeild af neyslu gosdrykkja vestanhafs undanfarna áratugi er nú í þriðja sæti. Í öðru sæti er hins vegar gosdrykkurinn Dr. Pepper sem hefur hægt og rólega aukið hlutdeild sína undanfarna tvo áratugi og hefur Dr. Pepper mjög naumt forskot á Pepsi.

Á toppnum trónir Coke með 19,2% hlutdeild meðan Pepsi og Dr. Pepper eru aðeins í 8,3%. Þá eru önnur vörumerki í eigu Coca-Cola, Sprite og Diet Coke, í fjórða og fimmta sæti.

 

Illugi minnist föðurbróður síns: „Hann var mikill töffari sem sópaði að“

Illugi Jökulsson.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson minnist föðurbróður síns sem lést þann 2. júní síðastliðinn.

Jón Einar Jakobsson, föðurbróðir Illuga Jökulssonar lést á Landspítalanum þann 2. júní síðastliðinn, 86 ára að aldri. Illugi birti í gær falleg minningarorð um föðurbróður sinn á Facebook. „Jón Einar föðurbróðir minn er látinn. Þegar ég var strákur fannst mér svo merkilegt rannsóknarefni hvað hann var líkur pabba en samt ekki, hvað hann var mikill töffari sem sópaði að en brosti líka svo smitandi brosi, hláturmildur og fyndinn og svo gat hann allt í einu orðið svo hlýlegur.“ Þannig byrjar færsla Illuga.

Segist hann ekki hafa þekkt Jón Einar eins og vel og hann hefði viljað.

„Ég þekkti hann aldrei eins vel og ég hefði viljað, það er eins og það er, tíminn og vatnið, þið vitið, en nú kveð ég hann með virðingu og vináttu. Ég votta innilega samúð Guðrúnu hinni frábæru konu hans, en hún er manneskja af því tagi sem manni hlýtur alltaf að vera fölskvalaust hlýtt til. Og börnin hans eru gott fólk og allt þeirra fólk, það hefur verið honum huggun þegar kveðjustundin nálgaðist.“

Að lokum segir Illugi að börn Jóns hafi öll náð að koma til landsins frá Svíþjóð, til að kveðja föður sinn.

„Börnin þrjú voru öll saman í Svíþjóð, ríki móður sinnar, þegar hann lagðist banaleguna en þau náðu heim til að kveðja hann og sitja með honum síðustu stundirnar. Og með þeim og Guðrúnu sat einnig yfir bróður sínum Þór eldri, hinn föðurbróðir minn, þeir höfðu átt langa samleið bræðurnir frá því þeir ólust upp í Kanada fyrstu árin. Og ég votta þér líka alla mína samúð, Þór minn. Nú er ferð Jóns Einars lokið, hann skilur eftir sig stórt skarð, ég tek eftir því núna að þegar ég hugsa til hans þá er hann alltaf með sitt breiða og örlítið skelmislega bros á vör.“

Skúli skipaður hæstaréttardómari – Metinn hæfari en þrjú önnur

Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis í dag - Skjaskot: RÚV

Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður sem dómari við Hæstarétt en hann tekur við Ingveldi Einarsdóttur sem hættir vegna aldurs í ágúst. Hún er jafnframt varaforseti réttarins.

Fjögur sóttu um embættið en auk Skúla sóttust þau Aðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómsstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur eftir embættinu. Skúli var metinn hæfastur af dómnefnd en þar á eftir kom Aðalsteinn.

Dómnefndina skipuðu Sigurður Tómas Magnússon, formaður, Andri Árnason, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

Skúli tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi.

Vetrarveður um allt land – MYNDIR

Akureyri í dag. Ljósmynd: Guddi Magg.

Leiðindarveður gengur nú yfir landið en á öllu Íslandi eru í gildi gular og appelsínugular viðvaranir og verða næstu daga. Svo leiðinlegt er veðrið sums staðar að það hefur hvítnað í fjöllum.

Veðrið næstu daga verður ívið leiðinlegra en íbúar Íslands eiga að venjast í júní en á meirihluta landsins eru appelsínugular viðvaranir í gildi en á restinni gular viðvaranir. Bæði er búist við hvassviðri og snjókomu á stöku stað, þar á meðal á Vestfjarðakjálkanum.

Guðrún Gunnsteinsdóttir, ljósmyndari Mannlífs í Árneshreppi á Ströndum tók glæsilegar en kuldalegar ljósmyndir í Norðurfirði á Ströndum, í nágrenni Trékyllisvíkur, þar sem sjá má að snjóað hafði ansi nærri byggð.

Hér má sjá myndirnar:

Þá tók Hrefna nokkur þessa ljósmynd frá Kjarnalundi í Eyjafirði í morgun:

Vetur í júní.
Ljósmynd: Hrefna

Egill Snær Þorsteinsson tók þessa ljósmynd á Akureyri í morgun:

Það fer að verða hægt að fara í snjókast.
Ljósmynd: Egill Snær Þorsteinsson

Eðvarð Þór Grétarsson tók þessa mynd á Fáskrúðsfirði í dag:

Brátt verður hægt að fara á skíði á Fáskrúðsfirði.
Ljósmynd: Eðvarð Þór Grétarsson

Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir tók svo þessa ljósmynd á Reyðarfirði.

Snjórinn hefur aðeins náð í byggð á Reyðarfirði að litlu leiti.
Ljósmynd: Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir

Kevin Costner fílaði ekki kókaín þegar hann prufaði það fyrst

Kevin Costner er í uppáhaldi hjá mörgum

Stórleikarinn og leikstjórinn Kevin Costner greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert sem Dax Shepard stýrir að hann hafi ekki fílað kókaín þegar hann prófaði það í fyrsta sinn.

Sagan er sú að Costner var að vinna sem sviðsstjóri í kvikmyndaveri á áttunda áratug seinustu aldar, áður en hann sló í gegn sem leikari. Við undirbúning á nýrri stórmynd sem átti að taka upp í kvikmyndaverinu þurfti að fá hóp rafvirkja til að breyta ýmsu og tók það rafvirkjana þrjár vikur og hjálpaði Costner þeim mikið. Til að þakka leikaranum fyrir buðu verkfræðingarnir honum inn í lokað herbergi þar sem Costner saug þrjár „línur“ af kókaíni í nef sitt. Eftir þriðju línuna áttaði Costner sig á þetta væri ekki eitthvað sem hann naut þess að gera og gekk út.

„Það var heppilegt fyrir mig að fílaði ekki kók. Það var ekki fyrir mig,“ sagði Costner um málið. Costner er þessar mundir að kynna nýjan vestra sem hann leikstýrði og leikur í og verður sýndur í kvikmyndahúsum í sumar.

 

Landsliðshetjan Jón Daði tilkynnir nafn sonar síns

Jón Daði Böðvarsson á son sem heitir Emil

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson og María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur hafa upplýst á samfélagsmiðlinum Instagram um nafn sonar þeirra en hann hefur fengið nafnið Emil Atli Jónsson.

Fyrir eiga þau dóttur sem heitir Sunneva Sif og er fimm ára gömul og búa þau saman í Bretlandi þar sem Jón Daði hefur spilað á undanförnum árum með liðinu Bolton Wanderers en Jón Daði hefur áður spilað með Wolverhampton Wanderers, Reading, Millwall, Viking og FC Kaiserslautern sem atvinnumaður en hann hefur einnig leikið 64 landsleiki fyrir hönd Íslands.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by MARÍA ÓSK (@mariaosk22)

Þrjár óðar konur grýttu vefjum í starfsfólk veitingastaðar – MYNDBAND

Ekki liggur fyrir af hverju konurnar þrjár voru svona reiðar

Ótrúleg uppákoma átti sér stað á föstudaginn í síðustu viku í Vallejo í Kaliforníu í Bandaríkjunum á skyndibitastaðnum Chipotle.

Þar voru þrír kvenkyns viðskiptavinir vægast satt ósáttir með eitthvað sem kom upp og tóku sig til og hófu að öskra á starfsfólk og kasta vefjum í það. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar urðu svo reiðar. Hringt var á lögregluna í Vallejo en þegar hún mætti á staðinn voru konurnar þrjár horfnar á braut og þá var starfsmaðurinn sem öskrað var mest á einnig horfinn. Þá sagði lögreglan frá því að hún hafi þurft að koma á staðinn í gær en ekki liggur fyrir hvort að málin tvö tengist.

Málið er í rannsókn en ekki hefur neinn verið handtekinn vegna þess.

Daníel leitaði á bráðamóttöku eftir „ofbeldi“ lögreglu: „Yfirvöld eru orðin hrædd“

Daníel Þór

Einn þeirra mótmælenda sem fékk á sig piparúða í aðgerð lögreglunnar fyrir utan Skuggasund 3 á dögunum segir framgöngu lögreglunnar hafa farið „algjörlega út fyrir allt meðalhóf.“

Mótmælin, eða öllu heldur viðbrögð lögreglu vegna þeirra, hafa vakið athygli út fyrir landsteinanna en til að mynda birti katarski fréttamiðillinn Al Jazeera myndskeið frá mótmælunum á Instagram-síðu sinni.

Daníel Þór Bjarnason er einn af þeim mótmælendum sem fékk á sig piparúða frá lögreglunni á föstudagsmorgun. Hópur hafði safnast fyrir utan Skuggasund 3 þar sem fyrirhugaður var ríkisstjórnarfundur, til að mótmæla aðgerðarleysi yfirvalda varðandi þjóðarmorðið á Gaza. Neitaði hópurinn að færa sig svo bifreiðar ráðherranna kæmust sína leið og lögðust sum þeirra á götuna. Þegar mótmælendur hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu um að færa sig, ýtti lögreglan við mótmælendunum og spreyjuðu ítrekað piparúða í andlit þeirra. Mannlíf ræddi við Daníel Þór um framgöngu lögreglunnar en hann er einn af þeim þremur einstaklingum sem leituðu til bráðamóttökunnar eftir mótmælin.

Segðu mér, þú fékkst piparúða í andlitið ekki satt?

„Jú mikið rétt. Í tvígang verð ég fyrir piparúða af höndum lögreglu. Í bæði skiptin er ég að gera lítið annað en að taka upp á símann hjá mér og biðla til lögreglu að tala við fólk í stað þess að beita það ofbeldi. Nota orðin sín og tala við þá sem eru að nýta stjórnarskrá varða rétt sinn til að mótmæla og segja sína skoðun.“

Hvað finnst þér um framgöngu lögreglunnar?

„Framganga lögreglu er algjörlega út fyrir allt meðalhóf sem þeim er skylt að fylgja hvívetna í sínum störfum. Þannig að auðvitað er ég ósáttur við þeirra vinnubrögð í þessu máli og það væri verulegt áhyggjuefni fyrir lýðræðið ef lögregla ætlar að halda áfram að beita þá ofbeldi er nýta rétt sinn til að mótmæla. Það segir sig sjálf.“

Hvernig líður þér núna?

„Mér líður allskonar, upp og niður. Einhver blanda af reiði, en einnig sýnir þetta mér að yfirvöld eru orðin hrædd, annars væru þau ekki að reyna að þagga niður í þeim sem að láta skoðun sína í ljós.“

Mun þetta draga úr baráttuanda þínum?

„Þvert á móti, var mættur á Austurvöll í gær og mun halda áfram að mæta og segja mína skoðun og styðja Frjálsa Palestínu.“

Dómsmálaráðherra hefur sagt að lögreglan hafi ekki beitt óþarfa valdi, ertu sammála því?

„Þau ummæli dæma sig sjálf.“

Nú sagði yfirlögreglustjóri í viðtali við RÚV í hádeginu í gær að það sem mótmælendur gerðu, að koma í veg fyrir að ráðherra kæmust ferða sinna, mætti túlka sem ofbeldi. Ertu sammála þeim orðum?

„Aftur dæma þessi orð sig sjálf. Ég held að allir þeir sem hafa eitthvað almennt vit átti sig á því að það að leggjast í jörðina er friðsæl leið til að mótmæla.“

Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? 

„Ég vonast til þess að samfélagið okkar átti sig á alvarleika þessara árása á almenna borgara. Þessar árásir eru árásir á lýðræðið í landinu. Lifi frjáls Palestína.“

Hér má sjá myndband frá mótmælunum sem Daníel Þór tók.

 

Drukkið fólk og illa áttað

Mynd: Lögreglan

Mesti þunginn í starfsemi lögreglunnar í norðangarranum í gærkvöld og nótt var vegna ölvaðra og illa áttaðra einstaklinga út um alla höfuðborg í kvöld og nótt.

Í austurborginni var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi. Þá var brotist inn í aðra verslun.

Ekki fékkst botn í grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ.

Kallað var eftir lögreglu vegna einstaklings sem var að valda skemmdarverkum á ökutækjum í Kópavogi. Skemmdarvargurinn var horfinn þegar lögreglan kom.

Stórfyrirtækið Þorbjörn gefst upp á starfsemi í Grindavík: „Við sjá­um því miður ekki til lands“

Eldgos í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

Hrikalegar afleiðingar eldgosanna í Grindavík komu skýrt í ljós í gær þegar fyrirtækið sagði upp 56 starfsmönnum sínum í landvinnslu og hyggst leita nýrra leiða við að halda úti rekstri sinum. Þorbjörn hf, hefur um áratugaskeið verið helsti burðarásinn í atvinnulífi Grindvíkinga og eitt blómlegasta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands. Það er ekki síst vegna Þorbjarnar að Grindavík var fyrir gos blómlegasta byggðarlagið á Reykjanesi.

„Þor­björn hf. var fyrst stofnað í Grinda­vík fyr­ir sjö­tíu árum og hef­ur síðan rekið öfl­uga fisk­vinnslu í landi ásamt því að gera út skip frá Grinda­vík. Okk­ur hef­ur tek­ist að verða eitt öfl­ug­asta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins með hjálp okk­ar góða starfs­fólks sem hef­ur stigið öld­una með okk­ur um ára­bil. Fyr­ir það erum við þakk­lát,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins um uppsagnirnar.

Breytingar nauðsynlegar

Stjórnendur Þorbjarnar segjaszt í tilkynningu hafa lagt mikla áherslu á að halda starfs­fólki sínu þrátt fyr­ir mikl­ar áskor­an­ir í rekstri sök­um nátt­úru­ham­far­anna. En nú er komið að leiðarlokum.

„Við stóðum í þeirri trú að lát yrði á jarðhrær­ing­um við Grinda­vík inn­an tíðar og hægt yrði að hefja upp­bygg­ingu og starf­semi okk­ar í Grinda­vík. En við sjá­um því miður ekki til lands enn hvað það varðar. Spár og mat vís­inda­manna á stöðu nátt­úru­ham­far­anna í Grinda­vík og aðgerðir yf­ir­valda leiða óhjá­kvæmi­lega til breyt­inga á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins“.

Eigendur Þorbjarnar segjast áfram munu þrýsta á yf­ir­völd að gera sér og öðrum fyr­ir­tækj­um kleift að halda starf­semi sinni áfram í Grinda­vík að viðhöfðu fyllsta ör­yggi.

Sunna harmar andlát VG

Katrín Jakobsdóttir.

Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður þingflokks VG, fer mikinn vegna fylgishruns flokksins sem nú er með stuðning einungis 3,3 prósenta fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin boðar yfirvofandi andlát VG.

Sunna, sem nýlega var ráðin til þingflokksins frá Ríkisútvarpinu, horfir fram á atvinnuleysi. Hún segir upphátt það sem margir stuðningsmenn VG hafa áður hugsað en haft lágt um. VG er að tapa vegna sambúðarinnar við Sjálfstæðisflokkinn sem hefur sogið mest allt blóð úr þessum flokki jöfnuðar og náttúruverndar.

„Það þarf vart að taka fram að ef þetta yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn ekki eitt þingsæti. Ekki einu sinni stólbak,“ skrifar Sunna á Facebook og bendir á að þetta yrði í fyrsta sinn í 25 ára sögu flokksins sem Alþingi yrði samsett án Vinstri grænna.

„Langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ skrifar Sunna og tiltekur nokkur dæmi um alls konar mis-kræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar vegna hinna og þessa mála.

„Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ skrifar Sunna Valgerður og segir fylgistapið einfaldlega vera vegna þess að VG brást stefnu sinni og ákvað að vinna með andstæðingunum.

„Reiði og vonbrigði vinstrisinnaðra kjósenda vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins, sem á endanum kom Bjarna Benediktssyni í stjórnarráðið, endaði með því að verða einn veigamesti þátturinn í því að hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans vann nokkuð sannfærandi sigur í baráttunni um Bessastaði,“ skrifar Sunna og meitlar í orð örlög Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi formanns, sem sveik hugsjónir sínar og þurfti að gjalda fyrir með pólitískum ferli og þeirri höfnun sem birtist í niðurstöðu forsetakosninganna …

Íslendingur handtekinn á flugvelli í Noregi: „Þetta eru vondir glæpir“

Íslendingurinn var handtekinn á flugvelli í Kristiansund - Mynd: Kjetil Eggen

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvelli í Noregi árið 1993.

Þannig var mál með vexti upp að komst um sendingu sem barst frá Noregi frá Akureyri en í þeirri sendingu voru tæplega 50 fuglar, þar á meðal þrír fálkar, himbrimi og nokkrar andategundir, ásamt varahlutum í togara. Við rannsókn málsins í Noregi kom í ljós að maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum var saklaus en annar Íslendingur játaði að hafa drepið fuglana.

Í viðtali við DV árið 1993 sagði Jón Baldur Hlíðberg, starfsmaður Náttúrufræðistofnunnar, að um helmingur fuglanna sem fundust hafi verið friðaður. Á röntgenmyndum sem teknar voru að fuglunum virðist sem helmingur þeirra hafi verið skotinn.

„Þetta eru vondir glæpir. Ég hef þurft að lóga fálkum og það tekur mann alltaf sárt að þurfa að standa í því. Héma virðast fálkamir hins vegar hafa verið skotnir samviskulaust því einn fálkanna var fullur af höglum,“ sagði Jón Baldur um málið en lögreglan á Akureyri sá um rannsókn málsins.

Á endanum var 27 ára Akureyringur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi þar af tvo skilorðsbundna.

Segir aðstæðurnar þegar Dísarfellið fórst erfiðar: „Vorum orðnir ansi tæpir með eldsneyti“

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný hefur bjargað mörgum á þyrlunni.

Stærsta mannbjörgunin var svo þegar Dísarfell fórst á milli Íslands og Færeyja. „Hún var að mörgu leyti dálítið flókin. Þetta var dálítið sérstakt. Þetta voru erfiðar aðstæður. Það var verið að slaka sigmanninum og það var allt fullt af svartolíu í sjónum og gámar og innihald gámanna úti um allt. Skipverjarnir voru allir, nema tveir, búnir að festa sig saman. Það var svo erfitt fyrir sigmanninn að athafna sig. Hann var búinn eftir þrjá til fjóra og varð að hvíla sig. Við settum í staðinn tvær lykkjur niður og krossuðum fingur. En við vissum líka sem betur fer að það voru flestir sjómenn búnir að fara í gegnum Slysavarnaskóla sjómanna. Og þeir þekktu þetta. Svo vildi þannig til þegar verið var að hífa tvo upp að þá hrundi annar úr annarri lykkjunni og fór aftur í sjóinn. Þegar við töldum okkur vera búna var okkur létt og við lögðum af stað. Við vorum farnir að klífa upp í skýin og vorum á leið til Hornafjarðar þegar allt í einu kom í ljós að það vantaði einn. Þá rifjaðist það upp að það var sá sem datt úr lykkjunni. Við vorum komnir á varaeldsneytið okkar og vorum orðnir ansi tæpir með eldsneyti, en um leið og við komum niður úr skýjunum þá var maðurinn beint fyrir framan okkur og það tók tvær til þrjár mínútur að ná honum upp. Þetta er mjög eftirminnilegt.“

Sjá má allan þáttinn hér. Þá má lesa allt viðtalið hér.

Fólkið sem enginn vill – Tólf flóttamenn dvelja í limbói á Íslandi

Flóttafólk á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Tólf einstaklingar lifa í limbói á Íslandi vegna þess að þau eru flóttafólk sem enginn vill hýsa.

Á dögunum vakti Eva Hauksdóttir lögmaður athygli á að þó nokkrir af þeim 200 flóttamönnum sem bíða eftir að vera vísað úr landi, væri ekki hægt að senda úr landi þar sem viðtökulandið vill ekki taka á móti því. Rök Útlendingastofnunar fyrir því að synja fólkinu um landvistaleyfi hér á landi eru þau að nú þegar er ríki sem vill taka á móti þeim.

Sjá einnig: Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“

Mannlíf sendi fyrirspurn á stoðdeild Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á brottvísun flóttamanna og spurði um fjölda þeirra sem ekki hefur verið hægt að senda úr landi.

Svar barst frá Marínu Þórsdóttur verkefnastjóra stoðdeilar ríkislögreglustjóra en þar kemur fram að alls séu 12 mál en ríkið sem ekki vill taka aftur á móti flóttafólkinu er Ítalía.

„Ítölsk stjórnvöld hafa lokað tímabundið á viðtöku þeirra einstaklinga sem þeir bera ábyrgð á á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Alls eru 12 mál til vinnslu hjá RLS sem falla undir Dyflinnarreglugerðina og lúta að málum einstaklinga sem ítölsk stjórnvöld bera ábyrgð á. Eru það einu málin þar sem viðtökuríkið hefur hafnað móttöku.“

Aðspurð um ástæðu þess að Ítalíu hafi lokað á viðtöku og hversu lengi sú tímabundna lokun muni vara, svaraði Marín: „Ítölsk stjórnvöld sendu tilkynningu til annarra Evrópuríkja í desember 2022 þar sem þau tilkynntu að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar er snúa að Dyflinnar reglugerðinni varðandi móttöku UAV.“

Uppfært:

Upprunalega var því haldið fram í fréttinni að flóttafólkið sem hér er fast, væri réttindalaust með öllu en það er ekki rétt, samkvæmt leiðréttingu stoðdeildarinnar en þessir einstaklingar njóta fullrar þjónustu og geta sótt um bráðabirgða atvinnuleyfi.

Flokkur fólksins vill að hætt verði við sölu Íslandsbanka: „Óforsvaranlegt á þessum tíma“

Inga Sæland í jólaávarpi sínu. Mynd: Facebook-skjáskot

Flokkur fólksins leggur til að hætt verði við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun flytja nefndarálit á Alþingi í dag þar sem lagt er til að vísa frá frumvarpi um sölu á 42,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í nefndarálitinu eru talin upp eftirfarandi rök fyrir afstöðunni:

1.  Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur tvívegis selt hlut ríkisins í Íslandsbanka undir markaðsverði og voru lög brotin í síðara söluferlinu. Almenningur treystir ekki ríkisstjórninni til að ráðstafa ríkiseignum eftir þessi hrakföll.
2.  Íslandsbanki hefur skilað miklum hagnaði undanfarin ár og greitt arð til ríkisins. Ekki er skynsamlegt að fórna reglulegum tekjum af arðgreiðslum fyrir skammtíma ágóða af sölu. Ávinningurinn af sölunni gæti horfið á innan við 20 árum miðað við væntar arðgreiðslur.
3.  Ríkisvæðing taps en einkavæðing hagnaðar er ekki réttlætanleg. Ríkið tók á sig tap bankanna árið 2008 en nú á að selja arðbæra starfsemi Íslandsbanka til einkaaðila.

Í fréttatilkynningu um málið segir:

„Flokkur fólksins telur óforsvaranlegt á þessum tíma að ráðast í sölu á Íslandsbanka með tilliti til þess að sitjandi ríkisstjórn nýtur ekki trausts til sölunnar og þjóðin vill ekki að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur. Því leggum við til að málinu verði vísað frá.“

Hér má lesa nefndarálitið í heild sinni:
https://www.althingi.is/altext/154/s/1769.html

Gervigreindin endurbætti myndefni frá 1896 – Sjáðu París og Lyon í nýju ljósi

Slökkvilið Parísar 1896
Hér fyrir neðan má sjá endurheimt myndefni frá 1896 af borgunum París og Lyon í Frakklandi.

Í myndbandinu má sjá gangandi vegfarendur og farartæki fortíðar á ýmsum stöðum í borgunum tveimur. Þar má meðal annars sjá slökkviliði þeysa um götuna en hestar draga slökkviliðsmennina áfram. Myndefnið var fyrst og fremst tekið upp og framleitt af frumkvöðlum kvikmynda, Lumière-bræðrunum. Bræðurnir Auguste og Louis Lumière bjuggu til eina af fyrstu kvikmyndavélunum, Cinématographe Lumière. Staðsetningar sem koma fram í þessu myndbandi eru: Eiffelturninn, Place des Cordeliers, Place de la Concorde og Place du Pont.

Gervigreindartækni var notuð af HistoryColored til að auka rammtíðni myndefnisins, uppskala og „lita“. Athugið að litnum sem bætt er við er ekki endilega sögulega nákævmur.

Rammatíðni myndefnis jókst, hækkaði og „litað“ af HistoryColored með gervigreindartækni. Vinsamlegast athugaðu að liturinn sem bætt er við er ekki endilega sögulega nákvæmur.

Myndefnið er upprunalega frá: Wikimedia Commons og Internet Archive.

Stefán Pálsson vill lina kvalir annarra: „Þá verður aðeins minni þjáning í veröldinni“

Stefán Pálsson sagnfræðingur - Mynd: Skjáskot YouTube

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er með stórt hjarta að sögn ýmissa og finnst ekkert skemmtilegra en að hjálpa fólki og gerir hann slíkt í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook.

Samfélagsþjónusta Stefáns:

Á nokkurra missera fresti set ég efnislega þessa sömu færslu til að fræða og lina þjáningar bræðra minna og systra. Ég er munnangurspési. Mér er mjög hætt við að fá munnangur, sem eins og þið vitið er einhver skelfilegasti kvilli sem hugsast getur. Öll heimsins húsráð voru prófuð til að slá á kvalirnar, það skásta var að skola munninn upp úr sódablönduðu vatni sem dró örlítið úr sársaukanum,“ skrifar Framarinn síkáti en nokkuð ljóst að fáir vilja glíma við kvalir sem slíkar.

„En síðan uppgötvaði ég Zendium-tannkremið og upp frá því heyrir munnangur til algjörra undantekninga. Fyrir nokkrum árum tók þessi fjári sig reyndar upp að nýju og ég fór að óttast að Zendium hefði tapað töframættinum, en í ljós kom að Bónus hafði farið að flytja inn lakari tegund, framhjá umboðsaðilanum. Þær túbur hurfu blessunarlega af markaði fljótlega en ég gæti þess alltaf þegar ég kaupi túbu að hún sé með undirtitil á dönsku. Það er alvöru stöffið.

Fylgið nú þessum ráðum mínum og þá verður aðeins minni þjáning í veröldinni og veitir ekki af.“

Gæti verið mynd af medicine og Texti þar sem stendur "RECOMMENDED EHrΩ BY DENTISTS Mn tandka beskyttels Komplese CLASSIC zendium STYRKER MUNDENS NATURLIGE FORSVAR STRENGTHENS STRENG YOUR MOUTH'S NATURAL DEFENCES COLOURANTS URANTS ARTIFICIAL 05/2026 タカン"

Varðskipið Þór kom súrálsskipi til hjálpar í Reyðarfirði

Súrálskipið dregið að bryggju. Ljósmynd: lhg.is

Á ellefta tímanum í gærmorgun barst varðskipinu Þór beiðni um aðstoð vegna vélarbilunar súálsskips í Reyðarfirði.

Samkvæmt heimasíðu Landhelgisgæslunnar gerði áhöfn varðskipsins Þórs ráð fyrir því að verja sjómannadeginum á Dalvík en þær áætlanir breyttust, eins og gegnur og gerist hjá Gæslunni.

Í gærmorgun óskaði súrálsskipt í Reyðarfirði eftir hjálp vegna vélarbilunar en flutningaskipið var við akkeri stuttu frá höfninni. Vegna versnandi veður þótti mikilvægt að koma skipinu að bryggju sem allra fyrst. Varðskipið Þór rauk af stað og var komið til Reyðjarfjarðar rétt fyrir ellefu í gærkvöldi. Þar sem enginn dráttarbátur var tiltækur í nágrenninu þótti mjög mikilvægt að varðskipið næði til Reyðarfjarðar fyrir miðnætti. Tuttugu er í áhöfn flutningaskipsins sem er um 36 þúsund tönn.

Dráttartaug var komið á milli skipanna á tólfta tímanum í gærkvöldi og ríflega klukkustund seinna voru skipin komin að bryggju. Að sögn Gæslunnar gekk aðgerðin einstaklega vel og hélt Þór sinni árlegu vitaferð áfram að verkefninu loknu.

 

Gagnrýnir ofbeldi Ísraelsmanna á Vesturbakkanum: „Fordæmalausar blóðsúthellingar dag eftir dag“

Brynvarinn herbíll Ísraelska hersins í árás í Jenín á Vesturbakkanum 22. maí síðastliðinn.

Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað kröfu sína um að ofbeldi gegn Palestínumönnum á hernumdum Vesturbakkanum verði hætt.

Volker Turk sagði í yfirlýsingu sem gefin var út í dag að auk fjölda látinna á Gaza-svæðinu, „verði fólkið á hernumdum Vesturbakkanum einnig fyrir fordæmalausum blóðsúthellingum dag eftir dag. Orð mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna birtust í kjölfar þess að ísraelski herinn og landnemar gerðu nýjar árásir á yfirráðasvæðinu.

„Víðtækt refsileysi fyrir slíka glæpi hefur tíðkast allt of lengi á hernumdum Vesturbakkanum,“ sagði hann og bætti við að þetta hafi skapað umhverfi fyrir fleiri „ólögleg dráp“ af hendi ísraelskra hersveita.

Að sögn Turk skutu ísraelskir hermenn hinn 16 ára gamla Ahmed Ashraf Hamidat til bana 1. júní og særðu 17 ára Mohammed Musa al-Bitar alvarlega, sem lést degi síðar, nálægt Aqabat Jaber flóttamannabúðunum í Jeríkó.

Þeir voru skotnir í bakið í um 70 metra fjarlægð þegar þeir hlupu í burtu eftir að hafa kastað grjóti eða molotovkokteilum á herstöð á hinu hernumda palestínska svæði, sagði hann.

Í kjölfar árásarstríðsins á Gaza hafa bylgjur ofbeldis og handtaka snaraukist á Vesturbakkanum. Að minnsta kosti 505 Palestínumenn hafa verið drepnir á hernumdu Vesturbakkanum frá árásunum á Ísrael 7. október, samkvæmt upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest. Gögn sýna að 24 Ísraelar hafa verið drepnir.

Samkvæmt tölum Palestinian Prisoner´s Society hafa 9.025 manns verið handteknir frá 7. október, þar af 300 konur og 635 börn. Margir þeirra sem hafa verið látnir lausir hafa greint frá því að þeir hafi verið pyntaðir og misnotaðir meðan þeir voru í haldi.

Fréttamenn Al Jazeera á vettvangi staðfestu að ísraelskir hermenn hafi skotið tvo palestínska menn frá Tulkarem til bana í dag, en herinn hélt því fram að þeir væru að fara að gera vopnaða árás.

Þrír Palestínumenn til viðbótar féllu í árás Ísraelshers á Nablus.

 

Sjálfstæðismaður furðar sig á vinsældum Samfylkingarinnar: „Sennilega bara eitt af undrum veraldar“

Kristrún Frostadóttir.
Sjálfstæðismenn eru margir hverjir steinhissa á vinsældum Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum en í þeirri nýjustu mælist flokkurinn með 29,9 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstu en mælist aðeins með 18 prósent fylgi.

Brynjar Níelsson er einn þeirra Sjálfstæðistæðismanna sem ekkert skilja í vinsældum Kristrúnar Frostadóttur og flokks hennar. Og auðvitað skrifaði hann um þessa undrun sína.

„Ég er einn af þeim sem klóra sér í skallanum yfir fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Við vitum að skýringin er ekki frammistaða flokksins á þinginu undanfarin misseri hvað þá glæsileg stjórn borgarinnar. Sennilega er þetta bara eitt af undrum veraldar.“ Þannig hefst Facebook-færsla Brynjars en færslan er óvenju bitur.

Brynjar hæðist því næst að málflutningi Samfylkingarinnar:

„Nú er það þekkt að flokkar og menn rjúki upp í skoðanakönnunum en svo þegar á hólminn er komið er áhuginn mjög takmarkaður. Við sáum það gerast hjá fulltrúum Samfylkingarinnar í forsetakosningunum. Maður hefur alltaf á tilfinningunni að allur málflutningur samfylkingarmanna, hvort sem þeir eru í landsmálum, sveitarsjórnarmálum eða forsetaframboði, sé fenginn úr gervigreindarforriti í lakari kantinum. Þess vegna verður málflutningurinn frasakenndur og í dýpri umræðu oftast illskiljanlegur og jafnvel óskiljanlegur. Svo er ég ekki viss um að ungt fólk hafi áhuga á endalausum skatthækkunum svo ríkisvaldið geti stækkað sinn kærleiksríka en kæfandi faðm enn meira.“

Að lokum kemur hann með útskýringu Sjálfstæðismanns á lélegu fylgi vinstri flokka í skoðanakönnunum en minnist ekki orði á lélegu fylgi Sjálfstæðisflokksins:

„Merkilegast við skoðanakannanirnar er að vinstri róttæknin er á miklu undanhaldi. Fylgishrun Vg færist ekki yfir á Sósíalistaflokkinn. Þessir flokkar hafa nánast ekkert fylgi út fyrir Listaháskólann og nokkra listamenn sem enginn þekkir eða hafa heyrt nefnda á nafn. Almenningur er farinn að átta sig á því að stöðug atlaga að íslensku atvinnulífi, hvort sem er orkuiðnaður, fiskeldi, sjávarútvegur eða ferðaþjónusta mun draga mjög úr tækifærum og nýsköpun og þar með velferð.“

Pepsi ekki lengur næstvinsælasti gosdrykkurinn

Pepsi ekki lengur jafn vinsælt og það var

Pepsi er þriðji vinsælasti gosdrykkur Bandaríkjanna en greint er frá þessu í Beverage Digest.

Pepsi sem hefur lengi verið næstvinsælasti gosdrykkurinn í Bandaríkjunum hefur misst mikla hlutdeild af neyslu gosdrykkja vestanhafs undanfarna áratugi er nú í þriðja sæti. Í öðru sæti er hins vegar gosdrykkurinn Dr. Pepper sem hefur hægt og rólega aukið hlutdeild sína undanfarna tvo áratugi og hefur Dr. Pepper mjög naumt forskot á Pepsi.

Á toppnum trónir Coke með 19,2% hlutdeild meðan Pepsi og Dr. Pepper eru aðeins í 8,3%. Þá eru önnur vörumerki í eigu Coca-Cola, Sprite og Diet Coke, í fjórða og fimmta sæti.

 

Illugi minnist föðurbróður síns: „Hann var mikill töffari sem sópaði að“

Illugi Jökulsson.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson minnist föðurbróður síns sem lést þann 2. júní síðastliðinn.

Jón Einar Jakobsson, föðurbróðir Illuga Jökulssonar lést á Landspítalanum þann 2. júní síðastliðinn, 86 ára að aldri. Illugi birti í gær falleg minningarorð um föðurbróður sinn á Facebook. „Jón Einar föðurbróðir minn er látinn. Þegar ég var strákur fannst mér svo merkilegt rannsóknarefni hvað hann var líkur pabba en samt ekki, hvað hann var mikill töffari sem sópaði að en brosti líka svo smitandi brosi, hláturmildur og fyndinn og svo gat hann allt í einu orðið svo hlýlegur.“ Þannig byrjar færsla Illuga.

Segist hann ekki hafa þekkt Jón Einar eins og vel og hann hefði viljað.

„Ég þekkti hann aldrei eins vel og ég hefði viljað, það er eins og það er, tíminn og vatnið, þið vitið, en nú kveð ég hann með virðingu og vináttu. Ég votta innilega samúð Guðrúnu hinni frábæru konu hans, en hún er manneskja af því tagi sem manni hlýtur alltaf að vera fölskvalaust hlýtt til. Og börnin hans eru gott fólk og allt þeirra fólk, það hefur verið honum huggun þegar kveðjustundin nálgaðist.“

Að lokum segir Illugi að börn Jóns hafi öll náð að koma til landsins frá Svíþjóð, til að kveðja föður sinn.

„Börnin þrjú voru öll saman í Svíþjóð, ríki móður sinnar, þegar hann lagðist banaleguna en þau náðu heim til að kveðja hann og sitja með honum síðustu stundirnar. Og með þeim og Guðrúnu sat einnig yfir bróður sínum Þór eldri, hinn föðurbróðir minn, þeir höfðu átt langa samleið bræðurnir frá því þeir ólust upp í Kanada fyrstu árin. Og ég votta þér líka alla mína samúð, Þór minn. Nú er ferð Jóns Einars lokið, hann skilur eftir sig stórt skarð, ég tek eftir því núna að þegar ég hugsa til hans þá er hann alltaf með sitt breiða og örlítið skelmislega bros á vör.“

Skúli skipaður hæstaréttardómari – Metinn hæfari en þrjú önnur

Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis í dag - Skjaskot: RÚV

Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður sem dómari við Hæstarétt en hann tekur við Ingveldi Einarsdóttur sem hættir vegna aldurs í ágúst. Hún er jafnframt varaforseti réttarins.

Fjögur sóttu um embættið en auk Skúla sóttust þau Aðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómsstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur eftir embættinu. Skúli var metinn hæfastur af dómnefnd en þar á eftir kom Aðalsteinn.

Dómnefndina skipuðu Sigurður Tómas Magnússon, formaður, Andri Árnason, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

Skúli tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi.

Vetrarveður um allt land – MYNDIR

Akureyri í dag. Ljósmynd: Guddi Magg.

Leiðindarveður gengur nú yfir landið en á öllu Íslandi eru í gildi gular og appelsínugular viðvaranir og verða næstu daga. Svo leiðinlegt er veðrið sums staðar að það hefur hvítnað í fjöllum.

Veðrið næstu daga verður ívið leiðinlegra en íbúar Íslands eiga að venjast í júní en á meirihluta landsins eru appelsínugular viðvaranir í gildi en á restinni gular viðvaranir. Bæði er búist við hvassviðri og snjókomu á stöku stað, þar á meðal á Vestfjarðakjálkanum.

Guðrún Gunnsteinsdóttir, ljósmyndari Mannlífs í Árneshreppi á Ströndum tók glæsilegar en kuldalegar ljósmyndir í Norðurfirði á Ströndum, í nágrenni Trékyllisvíkur, þar sem sjá má að snjóað hafði ansi nærri byggð.

Hér má sjá myndirnar:

Þá tók Hrefna nokkur þessa ljósmynd frá Kjarnalundi í Eyjafirði í morgun:

Vetur í júní.
Ljósmynd: Hrefna

Egill Snær Þorsteinsson tók þessa ljósmynd á Akureyri í morgun:

Það fer að verða hægt að fara í snjókast.
Ljósmynd: Egill Snær Þorsteinsson

Eðvarð Þór Grétarsson tók þessa mynd á Fáskrúðsfirði í dag:

Brátt verður hægt að fara á skíði á Fáskrúðsfirði.
Ljósmynd: Eðvarð Þór Grétarsson

Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir tók svo þessa ljósmynd á Reyðarfirði.

Snjórinn hefur aðeins náð í byggð á Reyðarfirði að litlu leiti.
Ljósmynd: Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir

Kevin Costner fílaði ekki kókaín þegar hann prufaði það fyrst

Kevin Costner er í uppáhaldi hjá mörgum

Stórleikarinn og leikstjórinn Kevin Costner greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert sem Dax Shepard stýrir að hann hafi ekki fílað kókaín þegar hann prófaði það í fyrsta sinn.

Sagan er sú að Costner var að vinna sem sviðsstjóri í kvikmyndaveri á áttunda áratug seinustu aldar, áður en hann sló í gegn sem leikari. Við undirbúning á nýrri stórmynd sem átti að taka upp í kvikmyndaverinu þurfti að fá hóp rafvirkja til að breyta ýmsu og tók það rafvirkjana þrjár vikur og hjálpaði Costner þeim mikið. Til að þakka leikaranum fyrir buðu verkfræðingarnir honum inn í lokað herbergi þar sem Costner saug þrjár „línur“ af kókaíni í nef sitt. Eftir þriðju línuna áttaði Costner sig á þetta væri ekki eitthvað sem hann naut þess að gera og gekk út.

„Það var heppilegt fyrir mig að fílaði ekki kók. Það var ekki fyrir mig,“ sagði Costner um málið. Costner er þessar mundir að kynna nýjan vestra sem hann leikstýrði og leikur í og verður sýndur í kvikmyndahúsum í sumar.

 

Landsliðshetjan Jón Daði tilkynnir nafn sonar síns

Jón Daði Böðvarsson á son sem heitir Emil

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson og María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur hafa upplýst á samfélagsmiðlinum Instagram um nafn sonar þeirra en hann hefur fengið nafnið Emil Atli Jónsson.

Fyrir eiga þau dóttur sem heitir Sunneva Sif og er fimm ára gömul og búa þau saman í Bretlandi þar sem Jón Daði hefur spilað á undanförnum árum með liðinu Bolton Wanderers en Jón Daði hefur áður spilað með Wolverhampton Wanderers, Reading, Millwall, Viking og FC Kaiserslautern sem atvinnumaður en hann hefur einnig leikið 64 landsleiki fyrir hönd Íslands.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by MARÍA ÓSK (@mariaosk22)

Þrjár óðar konur grýttu vefjum í starfsfólk veitingastaðar – MYNDBAND

Ekki liggur fyrir af hverju konurnar þrjár voru svona reiðar

Ótrúleg uppákoma átti sér stað á föstudaginn í síðustu viku í Vallejo í Kaliforníu í Bandaríkjunum á skyndibitastaðnum Chipotle.

Þar voru þrír kvenkyns viðskiptavinir vægast satt ósáttir með eitthvað sem kom upp og tóku sig til og hófu að öskra á starfsfólk og kasta vefjum í það. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar urðu svo reiðar. Hringt var á lögregluna í Vallejo en þegar hún mætti á staðinn voru konurnar þrjár horfnar á braut og þá var starfsmaðurinn sem öskrað var mest á einnig horfinn. Þá sagði lögreglan frá því að hún hafi þurft að koma á staðinn í gær en ekki liggur fyrir hvort að málin tvö tengist.

Málið er í rannsókn en ekki hefur neinn verið handtekinn vegna þess.

Daníel leitaði á bráðamóttöku eftir „ofbeldi“ lögreglu: „Yfirvöld eru orðin hrædd“

Daníel Þór

Einn þeirra mótmælenda sem fékk á sig piparúða í aðgerð lögreglunnar fyrir utan Skuggasund 3 á dögunum segir framgöngu lögreglunnar hafa farið „algjörlega út fyrir allt meðalhóf.“

Mótmælin, eða öllu heldur viðbrögð lögreglu vegna þeirra, hafa vakið athygli út fyrir landsteinanna en til að mynda birti katarski fréttamiðillinn Al Jazeera myndskeið frá mótmælunum á Instagram-síðu sinni.

Daníel Þór Bjarnason er einn af þeim mótmælendum sem fékk á sig piparúða frá lögreglunni á föstudagsmorgun. Hópur hafði safnast fyrir utan Skuggasund 3 þar sem fyrirhugaður var ríkisstjórnarfundur, til að mótmæla aðgerðarleysi yfirvalda varðandi þjóðarmorðið á Gaza. Neitaði hópurinn að færa sig svo bifreiðar ráðherranna kæmust sína leið og lögðust sum þeirra á götuna. Þegar mótmælendur hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu um að færa sig, ýtti lögreglan við mótmælendunum og spreyjuðu ítrekað piparúða í andlit þeirra. Mannlíf ræddi við Daníel Þór um framgöngu lögreglunnar en hann er einn af þeim þremur einstaklingum sem leituðu til bráðamóttökunnar eftir mótmælin.

Segðu mér, þú fékkst piparúða í andlitið ekki satt?

„Jú mikið rétt. Í tvígang verð ég fyrir piparúða af höndum lögreglu. Í bæði skiptin er ég að gera lítið annað en að taka upp á símann hjá mér og biðla til lögreglu að tala við fólk í stað þess að beita það ofbeldi. Nota orðin sín og tala við þá sem eru að nýta stjórnarskrá varða rétt sinn til að mótmæla og segja sína skoðun.“

Hvað finnst þér um framgöngu lögreglunnar?

„Framganga lögreglu er algjörlega út fyrir allt meðalhóf sem þeim er skylt að fylgja hvívetna í sínum störfum. Þannig að auðvitað er ég ósáttur við þeirra vinnubrögð í þessu máli og það væri verulegt áhyggjuefni fyrir lýðræðið ef lögregla ætlar að halda áfram að beita þá ofbeldi er nýta rétt sinn til að mótmæla. Það segir sig sjálf.“

Hvernig líður þér núna?

„Mér líður allskonar, upp og niður. Einhver blanda af reiði, en einnig sýnir þetta mér að yfirvöld eru orðin hrædd, annars væru þau ekki að reyna að þagga niður í þeim sem að láta skoðun sína í ljós.“

Mun þetta draga úr baráttuanda þínum?

„Þvert á móti, var mættur á Austurvöll í gær og mun halda áfram að mæta og segja mína skoðun og styðja Frjálsa Palestínu.“

Dómsmálaráðherra hefur sagt að lögreglan hafi ekki beitt óþarfa valdi, ertu sammála því?

„Þau ummæli dæma sig sjálf.“

Nú sagði yfirlögreglustjóri í viðtali við RÚV í hádeginu í gær að það sem mótmælendur gerðu, að koma í veg fyrir að ráðherra kæmust ferða sinna, mætti túlka sem ofbeldi. Ertu sammála þeim orðum?

„Aftur dæma þessi orð sig sjálf. Ég held að allir þeir sem hafa eitthvað almennt vit átti sig á því að það að leggjast í jörðina er friðsæl leið til að mótmæla.“

Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? 

„Ég vonast til þess að samfélagið okkar átti sig á alvarleika þessara árása á almenna borgara. Þessar árásir eru árásir á lýðræðið í landinu. Lifi frjáls Palestína.“

Hér má sjá myndband frá mótmælunum sem Daníel Þór tók.

 

Drukkið fólk og illa áttað

Mynd: Lögreglan

Mesti þunginn í starfsemi lögreglunnar í norðangarranum í gærkvöld og nótt var vegna ölvaðra og illa áttaðra einstaklinga út um alla höfuðborg í kvöld og nótt.

Í austurborginni var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi. Þá var brotist inn í aðra verslun.

Ekki fékkst botn í grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ.

Kallað var eftir lögreglu vegna einstaklings sem var að valda skemmdarverkum á ökutækjum í Kópavogi. Skemmdarvargurinn var horfinn þegar lögreglan kom.

Stórfyrirtækið Þorbjörn gefst upp á starfsemi í Grindavík: „Við sjá­um því miður ekki til lands“

Eldgos í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

Hrikalegar afleiðingar eldgosanna í Grindavík komu skýrt í ljós í gær þegar fyrirtækið sagði upp 56 starfsmönnum sínum í landvinnslu og hyggst leita nýrra leiða við að halda úti rekstri sinum. Þorbjörn hf, hefur um áratugaskeið verið helsti burðarásinn í atvinnulífi Grindvíkinga og eitt blómlegasta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands. Það er ekki síst vegna Þorbjarnar að Grindavík var fyrir gos blómlegasta byggðarlagið á Reykjanesi.

„Þor­björn hf. var fyrst stofnað í Grinda­vík fyr­ir sjö­tíu árum og hef­ur síðan rekið öfl­uga fisk­vinnslu í landi ásamt því að gera út skip frá Grinda­vík. Okk­ur hef­ur tek­ist að verða eitt öfl­ug­asta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins með hjálp okk­ar góða starfs­fólks sem hef­ur stigið öld­una með okk­ur um ára­bil. Fyr­ir það erum við þakk­lát,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins um uppsagnirnar.

Breytingar nauðsynlegar

Stjórnendur Þorbjarnar segjaszt í tilkynningu hafa lagt mikla áherslu á að halda starfs­fólki sínu þrátt fyr­ir mikl­ar áskor­an­ir í rekstri sök­um nátt­úru­ham­far­anna. En nú er komið að leiðarlokum.

„Við stóðum í þeirri trú að lát yrði á jarðhrær­ing­um við Grinda­vík inn­an tíðar og hægt yrði að hefja upp­bygg­ingu og starf­semi okk­ar í Grinda­vík. En við sjá­um því miður ekki til lands enn hvað það varðar. Spár og mat vís­inda­manna á stöðu nátt­úru­ham­far­anna í Grinda­vík og aðgerðir yf­ir­valda leiða óhjá­kvæmi­lega til breyt­inga á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins“.

Eigendur Þorbjarnar segjast áfram munu þrýsta á yf­ir­völd að gera sér og öðrum fyr­ir­tækj­um kleift að halda starf­semi sinni áfram í Grinda­vík að viðhöfðu fyllsta ör­yggi.

Sunna harmar andlát VG

Katrín Jakobsdóttir.

Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður þingflokks VG, fer mikinn vegna fylgishruns flokksins sem nú er með stuðning einungis 3,3 prósenta fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin boðar yfirvofandi andlát VG.

Sunna, sem nýlega var ráðin til þingflokksins frá Ríkisútvarpinu, horfir fram á atvinnuleysi. Hún segir upphátt það sem margir stuðningsmenn VG hafa áður hugsað en haft lágt um. VG er að tapa vegna sambúðarinnar við Sjálfstæðisflokkinn sem hefur sogið mest allt blóð úr þessum flokki jöfnuðar og náttúruverndar.

„Það þarf vart að taka fram að ef þetta yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn ekki eitt þingsæti. Ekki einu sinni stólbak,“ skrifar Sunna á Facebook og bendir á að þetta yrði í fyrsta sinn í 25 ára sögu flokksins sem Alþingi yrði samsett án Vinstri grænna.

„Langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ skrifar Sunna og tiltekur nokkur dæmi um alls konar mis-kræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar vegna hinna og þessa mála.

„Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ skrifar Sunna Valgerður og segir fylgistapið einfaldlega vera vegna þess að VG brást stefnu sinni og ákvað að vinna með andstæðingunum.

„Reiði og vonbrigði vinstrisinnaðra kjósenda vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins, sem á endanum kom Bjarna Benediktssyni í stjórnarráðið, endaði með því að verða einn veigamesti þátturinn í því að hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans vann nokkuð sannfærandi sigur í baráttunni um Bessastaði,“ skrifar Sunna og meitlar í orð örlög Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi formanns, sem sveik hugsjónir sínar og þurfti að gjalda fyrir með pólitískum ferli og þeirri höfnun sem birtist í niðurstöðu forsetakosninganna …

Íslendingur handtekinn á flugvelli í Noregi: „Þetta eru vondir glæpir“

Íslendingurinn var handtekinn á flugvelli í Kristiansund - Mynd: Kjetil Eggen

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvelli í Noregi árið 1993.

Þannig var mál með vexti upp að komst um sendingu sem barst frá Noregi frá Akureyri en í þeirri sendingu voru tæplega 50 fuglar, þar á meðal þrír fálkar, himbrimi og nokkrar andategundir, ásamt varahlutum í togara. Við rannsókn málsins í Noregi kom í ljós að maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum var saklaus en annar Íslendingur játaði að hafa drepið fuglana.

Í viðtali við DV árið 1993 sagði Jón Baldur Hlíðberg, starfsmaður Náttúrufræðistofnunnar, að um helmingur fuglanna sem fundust hafi verið friðaður. Á röntgenmyndum sem teknar voru að fuglunum virðist sem helmingur þeirra hafi verið skotinn.

„Þetta eru vondir glæpir. Ég hef þurft að lóga fálkum og það tekur mann alltaf sárt að þurfa að standa í því. Héma virðast fálkamir hins vegar hafa verið skotnir samviskulaust því einn fálkanna var fullur af höglum,“ sagði Jón Baldur um málið en lögreglan á Akureyri sá um rannsókn málsins.

Á endanum var 27 ára Akureyringur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi þar af tvo skilorðsbundna.

Segir aðstæðurnar þegar Dísarfellið fórst erfiðar: „Vorum orðnir ansi tæpir með eldsneyti“

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný hefur bjargað mörgum á þyrlunni.

Stærsta mannbjörgunin var svo þegar Dísarfell fórst á milli Íslands og Færeyja. „Hún var að mörgu leyti dálítið flókin. Þetta var dálítið sérstakt. Þetta voru erfiðar aðstæður. Það var verið að slaka sigmanninum og það var allt fullt af svartolíu í sjónum og gámar og innihald gámanna úti um allt. Skipverjarnir voru allir, nema tveir, búnir að festa sig saman. Það var svo erfitt fyrir sigmanninn að athafna sig. Hann var búinn eftir þrjá til fjóra og varð að hvíla sig. Við settum í staðinn tvær lykkjur niður og krossuðum fingur. En við vissum líka sem betur fer að það voru flestir sjómenn búnir að fara í gegnum Slysavarnaskóla sjómanna. Og þeir þekktu þetta. Svo vildi þannig til þegar verið var að hífa tvo upp að þá hrundi annar úr annarri lykkjunni og fór aftur í sjóinn. Þegar við töldum okkur vera búna var okkur létt og við lögðum af stað. Við vorum farnir að klífa upp í skýin og vorum á leið til Hornafjarðar þegar allt í einu kom í ljós að það vantaði einn. Þá rifjaðist það upp að það var sá sem datt úr lykkjunni. Við vorum komnir á varaeldsneytið okkar og vorum orðnir ansi tæpir með eldsneyti, en um leið og við komum niður úr skýjunum þá var maðurinn beint fyrir framan okkur og það tók tvær til þrjár mínútur að ná honum upp. Þetta er mjög eftirminnilegt.“

Sjá má allan þáttinn hér. Þá má lesa allt viðtalið hér.

Fólkið sem enginn vill – Tólf flóttamenn dvelja í limbói á Íslandi

Flóttafólk á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Tólf einstaklingar lifa í limbói á Íslandi vegna þess að þau eru flóttafólk sem enginn vill hýsa.

Á dögunum vakti Eva Hauksdóttir lögmaður athygli á að þó nokkrir af þeim 200 flóttamönnum sem bíða eftir að vera vísað úr landi, væri ekki hægt að senda úr landi þar sem viðtökulandið vill ekki taka á móti því. Rök Útlendingastofnunar fyrir því að synja fólkinu um landvistaleyfi hér á landi eru þau að nú þegar er ríki sem vill taka á móti þeim.

Sjá einnig: Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“

Mannlíf sendi fyrirspurn á stoðdeild Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á brottvísun flóttamanna og spurði um fjölda þeirra sem ekki hefur verið hægt að senda úr landi.

Svar barst frá Marínu Þórsdóttur verkefnastjóra stoðdeilar ríkislögreglustjóra en þar kemur fram að alls séu 12 mál en ríkið sem ekki vill taka aftur á móti flóttafólkinu er Ítalía.

„Ítölsk stjórnvöld hafa lokað tímabundið á viðtöku þeirra einstaklinga sem þeir bera ábyrgð á á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Alls eru 12 mál til vinnslu hjá RLS sem falla undir Dyflinnarreglugerðina og lúta að málum einstaklinga sem ítölsk stjórnvöld bera ábyrgð á. Eru það einu málin þar sem viðtökuríkið hefur hafnað móttöku.“

Aðspurð um ástæðu þess að Ítalíu hafi lokað á viðtöku og hversu lengi sú tímabundna lokun muni vara, svaraði Marín: „Ítölsk stjórnvöld sendu tilkynningu til annarra Evrópuríkja í desember 2022 þar sem þau tilkynntu að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar er snúa að Dyflinnar reglugerðinni varðandi móttöku UAV.“

Uppfært:

Upprunalega var því haldið fram í fréttinni að flóttafólkið sem hér er fast, væri réttindalaust með öllu en það er ekki rétt, samkvæmt leiðréttingu stoðdeildarinnar en þessir einstaklingar njóta fullrar þjónustu og geta sótt um bráðabirgða atvinnuleyfi.

Flokkur fólksins vill að hætt verði við sölu Íslandsbanka: „Óforsvaranlegt á þessum tíma“

Inga Sæland í jólaávarpi sínu. Mynd: Facebook-skjáskot

Flokkur fólksins leggur til að hætt verði við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun flytja nefndarálit á Alþingi í dag þar sem lagt er til að vísa frá frumvarpi um sölu á 42,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í nefndarálitinu eru talin upp eftirfarandi rök fyrir afstöðunni:

1.  Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur tvívegis selt hlut ríkisins í Íslandsbanka undir markaðsverði og voru lög brotin í síðara söluferlinu. Almenningur treystir ekki ríkisstjórninni til að ráðstafa ríkiseignum eftir þessi hrakföll.
2.  Íslandsbanki hefur skilað miklum hagnaði undanfarin ár og greitt arð til ríkisins. Ekki er skynsamlegt að fórna reglulegum tekjum af arðgreiðslum fyrir skammtíma ágóða af sölu. Ávinningurinn af sölunni gæti horfið á innan við 20 árum miðað við væntar arðgreiðslur.
3.  Ríkisvæðing taps en einkavæðing hagnaðar er ekki réttlætanleg. Ríkið tók á sig tap bankanna árið 2008 en nú á að selja arðbæra starfsemi Íslandsbanka til einkaaðila.

Í fréttatilkynningu um málið segir:

„Flokkur fólksins telur óforsvaranlegt á þessum tíma að ráðast í sölu á Íslandsbanka með tilliti til þess að sitjandi ríkisstjórn nýtur ekki trausts til sölunnar og þjóðin vill ekki að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur. Því leggum við til að málinu verði vísað frá.“

Hér má lesa nefndarálitið í heild sinni:
https://www.althingi.is/altext/154/s/1769.html

Gervigreindin endurbætti myndefni frá 1896 – Sjáðu París og Lyon í nýju ljósi

Slökkvilið Parísar 1896
Hér fyrir neðan má sjá endurheimt myndefni frá 1896 af borgunum París og Lyon í Frakklandi.

Í myndbandinu má sjá gangandi vegfarendur og farartæki fortíðar á ýmsum stöðum í borgunum tveimur. Þar má meðal annars sjá slökkviliði þeysa um götuna en hestar draga slökkviliðsmennina áfram. Myndefnið var fyrst og fremst tekið upp og framleitt af frumkvöðlum kvikmynda, Lumière-bræðrunum. Bræðurnir Auguste og Louis Lumière bjuggu til eina af fyrstu kvikmyndavélunum, Cinématographe Lumière. Staðsetningar sem koma fram í þessu myndbandi eru: Eiffelturninn, Place des Cordeliers, Place de la Concorde og Place du Pont.

Gervigreindartækni var notuð af HistoryColored til að auka rammtíðni myndefnisins, uppskala og „lita“. Athugið að litnum sem bætt er við er ekki endilega sögulega nákævmur.

Rammatíðni myndefnis jókst, hækkaði og „litað“ af HistoryColored með gervigreindartækni. Vinsamlegast athugaðu að liturinn sem bætt er við er ekki endilega sögulega nákvæmur.

Myndefnið er upprunalega frá: Wikimedia Commons og Internet Archive.

Stefán Pálsson vill lina kvalir annarra: „Þá verður aðeins minni þjáning í veröldinni“

Stefán Pálsson sagnfræðingur - Mynd: Skjáskot YouTube

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er með stórt hjarta að sögn ýmissa og finnst ekkert skemmtilegra en að hjálpa fólki og gerir hann slíkt í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook.

Samfélagsþjónusta Stefáns:

Á nokkurra missera fresti set ég efnislega þessa sömu færslu til að fræða og lina þjáningar bræðra minna og systra. Ég er munnangurspési. Mér er mjög hætt við að fá munnangur, sem eins og þið vitið er einhver skelfilegasti kvilli sem hugsast getur. Öll heimsins húsráð voru prófuð til að slá á kvalirnar, það skásta var að skola munninn upp úr sódablönduðu vatni sem dró örlítið úr sársaukanum,“ skrifar Framarinn síkáti en nokkuð ljóst að fáir vilja glíma við kvalir sem slíkar.

„En síðan uppgötvaði ég Zendium-tannkremið og upp frá því heyrir munnangur til algjörra undantekninga. Fyrir nokkrum árum tók þessi fjári sig reyndar upp að nýju og ég fór að óttast að Zendium hefði tapað töframættinum, en í ljós kom að Bónus hafði farið að flytja inn lakari tegund, framhjá umboðsaðilanum. Þær túbur hurfu blessunarlega af markaði fljótlega en ég gæti þess alltaf þegar ég kaupi túbu að hún sé með undirtitil á dönsku. Það er alvöru stöffið.

Fylgið nú þessum ráðum mínum og þá verður aðeins minni þjáning í veröldinni og veitir ekki af.“

Gæti verið mynd af medicine og Texti þar sem stendur "RECOMMENDED EHrΩ BY DENTISTS Mn tandka beskyttels Komplese CLASSIC zendium STYRKER MUNDENS NATURLIGE FORSVAR STRENGTHENS STRENG YOUR MOUTH'S NATURAL DEFENCES COLOURANTS URANTS ARTIFICIAL 05/2026 タカン"

Varðskipið Þór kom súrálsskipi til hjálpar í Reyðarfirði

Súrálskipið dregið að bryggju. Ljósmynd: lhg.is

Á ellefta tímanum í gærmorgun barst varðskipinu Þór beiðni um aðstoð vegna vélarbilunar súálsskips í Reyðarfirði.

Samkvæmt heimasíðu Landhelgisgæslunnar gerði áhöfn varðskipsins Þórs ráð fyrir því að verja sjómannadeginum á Dalvík en þær áætlanir breyttust, eins og gegnur og gerist hjá Gæslunni.

Í gærmorgun óskaði súrálsskipt í Reyðarfirði eftir hjálp vegna vélarbilunar en flutningaskipið var við akkeri stuttu frá höfninni. Vegna versnandi veður þótti mikilvægt að koma skipinu að bryggju sem allra fyrst. Varðskipið Þór rauk af stað og var komið til Reyðjarfjarðar rétt fyrir ellefu í gærkvöldi. Þar sem enginn dráttarbátur var tiltækur í nágrenninu þótti mjög mikilvægt að varðskipið næði til Reyðarfjarðar fyrir miðnætti. Tuttugu er í áhöfn flutningaskipsins sem er um 36 þúsund tönn.

Dráttartaug var komið á milli skipanna á tólfta tímanum í gærkvöldi og ríflega klukkustund seinna voru skipin komin að bryggju. Að sögn Gæslunnar gekk aðgerðin einstaklega vel og hélt Þór sinni árlegu vitaferð áfram að verkefninu loknu.

 

Raddir