Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kolbeinn Sigþórsson sýknaður af ákæru um nauðgun gegn barnungri stúlku

Kolbeinn Sigþórsson

Fyrrverandi knattspyrnulandsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var rétt í þessu sýknaður af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku.

Hið meinta brot Kolbeins áttu sér stað á sunnudagskvöldi í júní árið 2022. Var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku en hann var sagður hafa beitt henni ólögmætri nauðung. Var Kolbeini gefið að sök að hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunnig, dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfærum hennar fram og til baka mörgum sinnum. Samkvæmt heimildum Vísis er stúlkan á yngsta grunnskólastigi.

Þriggja milljóna miskabótakröfu foreldra stúlkunnar var vísað frá dómi.

 

 

 

Halla í afneitun

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Það verður ekki tekið af Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta Íslands, að árangur hennar á seinustu vikunum fyrir forsetakosningarnar var stórkostlegur og framkoma hennar í viðtölum og kappræðum sannfærði marga um að kjósa hana. Þó er ekki hægt að neita því að stór hluti kjósenda hennar kaus hana eingöngu vegna þess að hún er ekki Katrín Jakobsdóttir.

Nú þegar hafa verið birt gögn þess eðlis og virtust nánast allir Íslendingar vera á því máli þegar úrslitin voru ljós, þar að segja allir nema Halla sjálf.

Halla greindi frá því í viðtali daginn eftir kosningarnar að hún teldi ekki að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur hafi kosið hana taktískt til þess að koma henni yfir forsætisráðherrann fyrrverandi. Það getur nú varla talist góð byrjun hjá forseta Íslands að vera í slíkri afneitun…

Jón Kristinn ósáttur: „Vil ég biðja þá liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn að henda mér af FB sinni“

Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur skrifar um eftirmála forsetakosninganna og biður „liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn“ að henda sér af Facebook.

Stjórnmálafræðingurinn Jón Kristinn Snæhólm er síður en svo ánægður með sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn en hann skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann fer yfir eftirmála forsetakosninganna.

Jón Kristinn studdi Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum en í færslunni óskar hann Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn en skýtur á sama tíma fast á Sjálfstæðismenn sem margir hverjir höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur:

„Eftirmáli forsetakosninga!

Um leið og ég óska Höllu Tómasdóttir hjartanlega til hamingju með sigurinn vil ég biðja þá liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn að henda mér af FB sinni.“

Því næst segir Jón Kristinn að Sjálfstæðisflokkurinn sé eins og „pólitískur þurfalingur á Þjóðminjasafninu“: „Nú skil ég loksins afhverju XD hangir í 18% einsog pólitískur þurfalingur á Þjóðminjasafninu. Engin væntumþykja gagnvart Sjálfstæðisstefnunni og grunngildum flokksins hjá þessu fólki.“

Þá segir stjórnmálafræðingurinn dagfarsprúði að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé búinn að henda sér af vinalista sínum á Facebook. „Hannes Hólmsteinn hefur þegar hennt mér úr úr sínum vinahópi enda bólusettur fyrir sannleikanum um sjálfan sig.“

Að lokum sendir hann Baldri Þórhallssyni falleg skilaboð: „Við komum, sáum og sigruðum. Manngildi, mannúð og mannréttindi sigruðu því þau voru sett á oddinn.

Mundu Baldur “ að vondir hlutir gerast þegar góðir menn aðhafast ekkert“.“

Justin Timberlake stoppaði tónleika vegna áhorfanda – MYNDBAND

Justin Timberlake stoppaði tónleika vegna áhorfanda

Tónlistarmaðurinn glæsilegi Justin Timberlake stoppaði tónleika um helgina vegna áhorfanda.

Söngvarinn tók eftir því þegar hann var að spila á tónleikum um helgina í borginni Austin í Texas að aðdáandi hans sem sat framarlega þurfti að fá aðstoð. Í kjölfarið stoppaði hann tónleikana og bað um að kveikt yrði á ljósunum í tónleikahöllinni og benti starfsmönnum staðarins á konu í fimmtu röð sem þurfti á hjálp að halda. Sem betur fer reyndist málið ekki alvarlegt og gat konan haldið áfram að horfa á tónleikanna eftir að hafa fengið aðstoð og ekki þurfti að hringja á sjúkrabíl.

Súkkulaðistrákurinn braut aftur lög: „Ætli vinur hans PBT hafi skutlað honum á flugvöllinn?“

Patrik Atlason eða Prettyboj Tjokkó (30) eins og hann er stundum kallaður lagði bíl sínum ólöglega við Reykjavíkurflugvöll á dögunum. Er þetta í annað sinn sem súkkulaðistrákurinn er nappaður við að leggja ólöglega.

Vísir sagði frá því apríl síðastliðnum að Góuprinsinn Patrik Atlason hafi lagt í stæði ætlað neyðarbílum við Laugardalshöllina þar sem hann kom fram á árshátíð. Tónlistamaðurinn súkkulaðisæti kenndi svo vini sínum um að hafa verið á bílnum.

Í fyrradag birtust svo tvær ljósmyndir á Reddit sem sýna bíl Sætastráks Súkkulaði lagt kolólöglega við Reykjavíkurflugvöll. Ekki er hægt að segja að bílnum hafi verið lagt ólöglega í stæði vegna þess að bílnum er ekki einu sinni lagt í stæði, heldur á stað sem er rækilega merktur sem staður sem ekki má leggja á. Einstaklingurinn sem birti myndirnar skrifaði eftirfarandi texta með: „Ætli vinur hans PBT hafi skutlað honum á flugvöllinn?“

Svona gerir maður ekki.
Ljósmynd: Reddit
Gult þýðir ekki leggja.
Ljósmynd: Reddit

Edda þakkar Jóni: „Takk fyrir að vera klárasti, fyndnasti og einlægasti frambjóðandinn“

Edda Björgvins Ljósmynd: Facebook

Skemmtilegustu mæðgin landsins, þótt víða væri leitað, Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason sendu Jóni Gnarr þakkir fyrir frábæra forsetakosningabaráttu en þau studdu hann bæði.

„Elsku Jón réttkjörinn forseti barnanna og okkar sem varðveitum í okkur barnshjörtun – takk fyrir ALLT og takk fyrir að vera klárasti, fyndnasti og einlægasti frambjóðandinn í forsetakosningunum 2024. Djúp ást og virðing.“ Þannig hljóðar kveðja Eddu Björgvinsdóttur sem hún skrifaði á Facebook-síðu forsetaframboðsins, og lét nokkur hjörtu fylgja með.

Sonur hennar, Björgvin Franz skrifaði athugasemd við færslu móður sinnar þar sem hann harmar úrslitin: „Æ hvað ég hefði verið til í að heimsækja ykkur Klaka á Bessastaði. 15 ára dóttir mín er miður sín enda sá hún fyrir sér tíðar heimsóknir og reglulega Klakapössun meðan þú færir að sinna störfum erlendis.“

Óskar Steinn um lokun Hamarsins: „Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað“

Óskar Steinn Óskarsson fer hér yfir ákvörðun fræðsluráðs og fjölskylduráðs Hafnarfjarðar um að leggja niður ungmennahúsið Hamarinn:

1. Síðastliðinn miðvikudag fengum við fastráðnu starfsmenn Hamarsins símhringingu frá mannauðsstjóra og uppsagnarbréf í tölvupósti daginn eftir.

2. Fimm tímastarfsmenn til viðbótar sem eru á tímabundnum samningum en hafa starfað í Hamrinum í allt að fjögur ár hafa ekkert símtal fengið og engar upplýsingar frá bænum um stöðuna.

3. Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað við starfsfólk Hamarsins um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.

4. Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað við notendur Hamarsins eða ungmennaráð Hafnarfjarðar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

5. Á fundi þann 31. maí 2023 bókaði fræðsluráð að fela sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að skila minnisblaði um nýtingu ungmennahúsanna Hamarsins og Músík og mótor og kalla eftir nánari útskýringum ungmennaráðs á tillögu þeirra að einu stóru ungmennahúsi í núverandi húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar. Umrætt minnisblað hefur enn ekki litið dagsins ljós og eins og fyrr segir hefur sviðsstjórinn ekkert samtal átt við starfsfólk Hamarsins eða ungmennaráð Hafnarfjarðar.

6. Í minnisblaði sem lagt var fram til grundvallar ákvörðunar fræðsluráðs og fjölskylduráðs þann 29. maí síðastliðinn er hvorki að finna nein efnisleg rök fyrir lokun Hamarsins né nokkra greiningu á nýtingu ungmennahúsa bæjarins sem gæti legið til grundvallar lokuninni.

Valdimar Víðisson tekur við sem bæjarstjóri af Rósu í ársbyrjun 2025.

7. Eins og segir í ályktun frá Samfés um málið þá hefur ungmennahúsið Hamarinn verið til fyrirmyndar í tómstunda- og félagsmálastarfi fyrir ungmenni og hróður þess farið víða um Evrópu á undanförnum árum. Verði Hamrinum lokað mun mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapast og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu. Við þetta má bæta að Hamarinn á von á heimsókn frá hópi írskra hinsegin ungmenna næsta haust í tengslum við Erasmus+ ungmennaskiptaverkefni. Þetta verkefni er nú í uppnámi ásamt a.m.k. þremur öðrum sem eru ýmist samþykkt eða á vinnslustigi. Ég vona innilega að meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sjái að sér í þessu máli, dragi ákvörðunina til baka og tryggi áfram metnaðarfullt og faglegt tómstundastarf fyrir hafnfirsk ungmenni.“

Rebel Wilson segir að kynhneigð leikara eigi ekki að skipta máli

Wilson deilir kossi með kærustu sinni á rauða dreglinum

Leikkonan geðþekka Rebel Wilson tjáði sig um kynhneigð leikara í nýlegu viðtali við BBC en Wilson opinberaði það árið 2022 að hún væri samkynhneigð.

Í viðtalinu var farið um víðan völl og barst talið að leikurum sem leika persónur í kvikmyndunum og sjónvarpsþáttum sem hafa ekki sömu hneigðir og leikarnir sem leika þær. Wilson sagði að henni þætti það þvæla að aðeins gagnkynhneigðir gætu leikið gagnkynhneigða og samkynhneigðir gætu aðeins leikið samkynhneigða og er hún ekki eina samkynhneigða manneskjan á þessari skoðun. Leikarinn Eric McCormack sem lék aðalhlutverk í Will & Grace sagði svipaða hluti fyrr á árinu.

Rebel Wilson hefur mikinn í fjölmiðlum á árinu en hún gaf út ævisögu í apríl þar sem hún sakaði Sacha Baron Cohen, meðleikara sinn í myndinni Grimsby, um að hafa áreitt sig við tökur á myndinni.

 

Leigubílsstjórinn á Akureyri: „Getum staðfest að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu“

Lögreglustöðin á Akureyri

Samgöngustofa staðfestir að lögreglan á Akureyri hafi beðið um upplýsingar varðandi mál leigubílsstjóra á Akureyri. Þögn ríkir hins vegar um eðli málsins.

Sjá einnig: Leigubílstjóri á Akureyri sendur í leyfi vegna rannsóknar lögreglu

Mannlíf sagði frá því á dögunum að leigubílsstjóri á Akureyri hafi verið leystur tímabundið frá störfum, á meðan lögreglan rannsakaði mál á hendur honum. Vinnuveitendur mannsins staðfestu hið tímabundna leyfi vegna rannsóknar lögreglu en lögreglan sjálf neitaði hins vegar að staðfesta að hún væri að rannsaka meint brot leigubílsstjóra á Akureyri. Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri hefur enn ekki svarað Mannlífi hvers vegna hann geti ekki staðfest að lögreglan sé að rannsaka meint brot leigubílsstjóra á Akureyri, þrátt fyrir að vinnuveitandi mannsins staðfesti það.

Nú hefur Samgöngustofa staðfest við Mannlíf að henni hefði borist beiðni um upplýsingar frá lögreglunni. „Samgöngustofa getur staðfest að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu, sem varðar mál á Akureyri,“ var skriflegt svar Þórhildar Einarsdóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu. Mannlíf spurði þá hvers eðils rannsóknin sé en ekkert svar hefur enn borist frá Þórhildi.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er leigubílstjórinn grunaður um óljóst brot gegn farþega.

Reiði geti orsakað krabbamein: „Önnur plantan stóð keik og falleg, hin var með lafandi gul blöð“

Sigurbjörg Jónsdóttir.

Fyrrverandi dagmamman, Sigurbjörg Jónsdóttir, skrifar grein sem ber yfirskirftina: Getur reiði valdið veikindum? 

Og Sigurbjörg er með svarið:

„Svarið við spurningunni hér fyrir ofan er já. Reiði eða almennt neikvæð orka.

Nú kemur örugglega kurr frá einhverjum sem sitja í sinni fáfræði. En það er allt í lagi. Þeir átta sig líklega ekki á því að við, menn og dýr og allt í kringum okkur er uppbyggt úr orku.

Góðar upplýsingar um þetta hægt að finna á netinu.“

Hún bætir því við að „frægasta dæmið sem ég man eftir er þegar Geir H. Harde bað Guð að blessa Ísland og svo allar hörmungarnar sem á eftir komu. Hann, blessaður karlinn fékk svo krabbamein í kjölfarið.

Ég held að við vitum öll, eða allavega mörg okkar að illt umtal, hatur, reiði og almenn neikvæðni er heilsuspillandi. Dæmin sem sanna það eru orðin mörg. Oft er það krabbamein sem eru afleiðing erfiðleika og neikvæðni. Ég tek það fram að ég er enginn sérfræðingur, en ég hef gaman af að lesa mér til um ýmislegt áhugavert með hjálp Googla vinar míns.

Ekki er allt sem frá honum kemur heilagur sannleikur en þá er það bara að vega og meta hvað er rétt og hvað ekki.“

Hún færir í tal að „eitt af því sem ég nefni gjarnan í þessu samhengi er tilraun sem skólakrakkar í Dubai gerðu í einni IKEA versluninni þarna. Krakkarnir fengu tvær alveg eins plöntur úr búðinni og voru plönturnar settar í eins kassa. Gekk tilraunin út á að sjá hvort einhver munur yrði á plöntunum ef talað væri fallega við aðra en illa við hina. Tilraun krakkanna snerist um að kanna hvort það hafi sýnileg áhrif, ef einstaklingur er lagður í einelti (bullying). Að 30 dögum liðnum mátti sjá stóran mun á plöntunum. Önnur plantan stóð keik og falleg, hin var með lafandi gul blöð. Ég þarf ekki að segja ykkur hvor plantan fékk hvaða meðferð. Hér er linkur á tilraunina ef þið viljið sjá þetta með eigin augum: https://www.youtube.com/watch?v=Yx6UgfQreYY

Hún nefnir einnig þetta:

„Svo hnaut ég um alveg frábæra rannsókn sem Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri stóð að. Rannsóknin, sem var samnorræn, átti fyrst að vera þverfagleg rannsókn á eftirstöðvum þjáningu kvenna vegna brjóstakrabbameins. Konur í íslenska úrtakinu sögðu að brjóstakrabbameinið var ekki neitt, það var ekki þjáning míns lífs. Það var alvarlegt ofbeldi í nánu sambandi sem þær höfðu upplifað. Þarna lýsir Sigríður mjög vel ömurlegum veruleika þeirra kvenna sem lent hafa í heimilisofbeldi sem á íslensku er nefnt nándarhryðjuverk. Ég hvet ykkur til að hlusta á eða lesa þennan góða pistilinn hér á eftir. Umfjöllunin hefst 14:44: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-23-islenskar-konur-halda-ofbeldi-af-hendi-maka-leyndu-ut-aevina?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR03dXyxFXWzdpmofUHwxQ9ryUNZbT7xBGSjaL-85g6pvytP6qKq9qckziM_aem_AaZR8Ianiako0N9jTZ6VbpeTYXvEEV6u6uNPFsF69IlKpNMmzCUO8YLFYIo6Broe829wn2xkEdGiCgYFGA7wFSIm

Sigurbjörg segir að „rannsókn Sigríðar heitir: In the jaws of death sem er einmitt lýsandi fyrir þetta alvarlega og oft lífshættulega falda ofbeldi sem allt of margar konur verða fyrir. Eins og fram kemur í greininni eru margar þessara kvenna orðnar veikar eftir sambúðina.

Annað alvarlegt sem ég vil benda á, er líðan barna sem búa við þessar aðstæður. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað en ég veit um 2 börn úr fjölskyldu þar sem svona falið ofbeldi og mikil reiði viðgekkst. Þar urðu bæði börnin alvarlega veik og annað þeirra fékk alvarlegt krabbamein tvisvar sinnum fyrir 7 ára aldur. Krabbameinið tók sig upp aftur og aftur hjá barninu þangað til móðirinni tókst að flýja heimilið. Þetta finnst mér vera umhugsunarefni og ég er ekki viss um að t.d. heilbrigðisstarfsfólk átti sig á þessari tengingu.“

Að lokum nefnir Sigurbjörg að hún vilji „vekja athygli á þessu erfiða og líklega allt of algenga, vel falda vandamáli. Til ykkar sem eru í þessari erfiðu stöðu, þó það sé erfitt að flýja/koma sér í burtu…… Forðið ykkur, mögulega liggur lífið við! Það eru margar “ofbeldis síður” á facebook þar sem hægt er að fá stuðning og góð ráð. Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð eru mjög hjálpleg í svona aðstæðum. Hjálparsími Rauðakrossins er líka með nafnlaust netspjall fyrir allan aldur. Svo er líka alltaf hægt að hringja í 112, neyðarlínuna. Bæði fyrir konur og karla. Kvennaathvarfið, er bæði í Rvk og Akureyri, Sími: 561 1205 https://kvennaathvarf.is/sp-sv/ Stígamót, berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Sími: 562-6868. https://stigamot.is/um-stigamot/ Bjarkarhlíð, er víða um land og er ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis. Sími: 553- 3000 https://bjarkarhlid.is/ 553 3000.“

Klútabylting Höllu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands

Glæstur sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum hefur orðið til þess að velt hefur verið upp ýmsum hliðum á kosningabaráttu hennar. Þess að meðal er að hún var gjarnan með hálsklút á seinni stigum baráttunnar. Þetta breyddist út á meðal stuðningsmanna hennar og varð að einkennismerki stuðningsmannahers hennar. Klútabyltingin var hafin.

Hálsklútar og slæður af ýmsu tagi hafa gjarnan verið notaðir til að hylja ellimörk sem fram koma óumflýjanlega fram á hálsi fólks. Þessu var þó ekki þannig varið í tilfelli Höllu sem glímdi við kvefpest og lagði þess vegna klút um háls sér. Þetta upplýsti hún aðspurð. Hálsklúturinn er nú orðinn að einkennismerki hennar rétt eins og buff Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, forðum …

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks rís upp: „Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður“

Arnar Þór Jónsson í baráttunni um Bessdastaði. Málflutningur hans féll í góðan jarðveg en skilaði fáum atkvæðum. Mynd: Facebook

Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi varaþingmaðuir Sjálfstæðisflokksins og forsetaframbjóðandi, lýsti því yfir í gær að hann væri síður en svo hættur að berjast fyrir þeirri hugmyndafræði sem hann lagði upp með í baráttunni um Bessastaði.  Arnar Þór fékk ekki brautargengi í kosningunum og uppskar 5 prósenta fylgi. Áður hafði hann lent upp á kant við forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hann þótt gjarnan vera of róttækur og á skjön við aðra flokksbrodda.

Ég treysti því að verða leiddur

Arnar Þór sendi inn skoðanagrein á Vísi í gær þar sem vart verður annað skilið en svo að hann hyggi á framhaldslíf í stjórnmálum og það verði ekki innan Sjálfstæðisflokksins.

„Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar Arnar Þór og tekur síðan dæmisögu af þræl sem sá ljósið.

„Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið,“ skrifar Arnar Þór sem lenti upp á kant við forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur ekki fengið brautargengi í flokknum.

Arnar Þór horfir svo yfir landslag stjórnmálaflokka, fjölmiðla og álitsgjafa á Íslandi og veltir fyrir sér hvort þjóðin búi við heilbrigt lýðræði.  „Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka / frambjóðendur til hægri eða vinstri? Eða vex sérfræðingaveldið / báknið / tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks?“ spyr Arnar Þór í grein sinni.

 

Óli Óla eftir afar erfiðan vetur: „Ég er andlega búinn á því – Þetta er búið að vera viðbjóður“

Ólafur Ólafsson. Mynd / Karfan.is.

Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið í körfubolta og lífið og tilveruna frá því að Grindavík var lokað og íbúar sendir á brott.

Ólafur sagði í samtali við Vísi að síðustu mánuðir hjá Grindvíkingum hafi verið afar erfiðir; þó að hægt væri að gleyma ástandinu á æfingum og leikjum væru andvökunætur búnar að hrella hann.

Eldgos í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

„Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta. Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“

Eldgos hófst við Grindavík sama dag og oddaleikur Vals og Grindavíkur um titilinn fór fram:

„Dagurinn var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“

„Á maður ekki bara skilið að fara í frí?“ spyr Ólafur og bætir við:

„Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur ætlar að halda áfram og er hvergi banginn þótt veturinn hafi verið óvenjulega erfiður:

„Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“

Grindvíkingar með gleðifréttir – Nýr samningur undirritaður

Einn allra besti, ef ekki sá besti, leikmaður Subway deildar karla í körfubolta á nýafstöðnu tímabili, DeAndre Kane, hefur nú framlengt samningi sínum við Grindavíkinga fyrir komandi átök.

Kane skrifaði undir nýjan samning á lokahófi Grindavíkur.

DeAndre Kane er 34 ára gamall bandarísk-ungverskur framherji er kom til liðsins fyrir áramót; var hann ein helsta ástæða þess að Grindavík fór alla leið í úrslit, þar sem þeir lutu í gras gegn Val í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

DeAndre Kane er mikill leiðtogi og hafði frábær áhrif á leik Grindvíkinga.

Frábærar fréttir fyrir Grindvíkinga.

Segir réttarhöldin erfið fyrir Melaniu: „Þú veist, á ákveðnum tímapunkti er komið að þolmörkum“

Ástin drýpur svoleiðis af Trump hjónunum.

Donald Trump segir að söguleg réttarhöld yfir honum og refsidómur hafi verið „mjög erfiður“ fyrir eiginkonu sína, fyrrverandi forsetafrú Melania Trump.

Í síðustu viku fundu kviðdómendur Trump sekan um að hafa falsað viðskiptaskrár til að leyna greiðslum til fyrrverandi klámstjörnunnar Stormy Daniels í forsetakosningabaráttunni 2016.

Með dómnum varð hann fyrsti forseti Bandaríkjanna sem var dæmdur fyrir glæp. Hann hefur ítrekað kallað réttarhöldin svikin og pólitíska.

Í viðtali við Fox News í dag hét Trump því að árangur í komandi kosningum í Bandaríkjunum í nóvember yrði „hefnd“ hans.

Þann 11. júlí verður refsing tilkynnt yfir Trump en hann hyggst áfrýja dómnum.

Trump ræddi við Fox í dag og sagði að réttarhöldin í New York hefðu verið sérstaklega erfið fyrir eiginkonu sína.

„Hún hefur það gott, en ég held að þetta sé mjög erfitt fyrir hana,“ sagði hann og bætti við að „á margan hátt er þetta erfiðara fyrir þau [fjölskyldu hans] en mig.“

Samkvæmt lögum í New York gæti hver af þeim 34 brotum sem Trump var dæmdur fyrir leitt til allt að fjögurra ára fangelsisvistar – þó það sé ekki talin líkleg niðurstaða.

Í viðtali sínu á Fox viðurkenndi Trump möguleikann á að vera fangelsaður og sagði að hann væri „sáttur við það“ en að hann væri „ekki viss um að almenningur myndi sætta sig við það“. „Ég held að það yrði erfitt fyrir almenning að sætta sig við,“ sagði hann. „Þú veist, á ákveðnum tímapunkti er komið að þolmörkum.“

Í öðru viðtali sem birt var um helgina sagði konan í kjarna New York-málsins – fyrrverandi klámmyndaleikkonan Stormy Daniels – að hún væri „steinhissa“ yfir því hversu fljótt kviðdómurinn komst að niðurstöðu.

Í fyrstu sinn sem hún tjáði sig frá því að sakfellingin kom, sagði Daniels við breska dagblaðið The Mirror að hún teldi að Trump ætti að „dæma í fangelsi og samfélagsþjónustu í þágu þeirra sem minna mega sín“. „Eða að vera sjálfboðaliði sem boxpúði í kvennaathvarfi,“ bætti hún við.

Jafnvel eftir sakfellinguna sagði Daniels að málinu væri „ekki lokið“ hjá henni. „Þessu mun aldrei ljúka hjá mér,“ sagði hún. „Trump er kannski sá seki, en ég verð samt að lifa með arfleifðinni.“

Trump á enn yfir höfði sér tugi annarra ákæra í þremur öðrum sakamálum, þar á meðal Georgíumáli þar sem hann er sakaður um að hafa lagt á ráðin um að hnekkja naumum ósigri Joe Biden forseta í fylkinu í kosningunum 2020. Það mál er nú fast í áfrýjunum.

Í Flórída – þar sem hann stendur frammi fyrir alríkismáli vegna meintrar rangrar meðferðar á trúnaðarskjölum – hefur dómari frestað réttarhöldunum um óákveðinn tíma og sagði að það væri „óvarlegt“ að ákveða dagsetningu áður en leyst yrði úr spurningum um sönnunargögn.

BBC sagði frá málinu.

Af hverju vill fólk búa á Bensínstöð?

Hvaða hvati býr að baki þeim vilja að vera kosið forseti Íslands?

Ég hef nefnilega spáð í þessu í þónokkur ár. Eða meira en það. Þegar ég var átta ára fór ég í samfélagsfræðipróf. Ein spurningin var: Hvar býr forseti Íslands?

Ég var samviskusamur námspiltur og vissi svarið við öllum spurningum prófsins og þessari þar með talinni. Auðvelt svar við auðveldri spurningu.

Þegar við fengum prófin og einkunnir okkar til baka blöskraði mér við því að hafa fengið 9,5 en ekki 10 á prófinu. Hvernig gat það staðist. Mér til mikillar furðu var það rangt að forseti þjóðarinnar byggi á Bensínstöðum.

Bessastaðir? Hver í fjandanum er Bessi eða Bessa?

En ég varð víst að læra að kyngja stolti mínu og sætta mig við að samhengi orðaforða míns gekk ekki alveg upp þarna. Þetta var eitt af þessum orðum sem ég bara hafði heyrt en fannst ólíklegt að væri rétt. Þess vegna hlyti nafnið að vera Bensínstaðir frekar því orðið bensín var alveg örugglega til. Eftir á að hyggja fór ég að hugsa af hverju fólk ætti að búa við eða á bensínstöð en réttlætti það svo sem með því að það væri afar hentugt ef maður þyrfti að keyra rosa mikið í vinnuna út um allt land sem forseti Íslands.

Hugmyndin um forseta, hvar hann býr og hvað hann er kviknaði semsagt þarna. Stuttu síðar náði Ólafur Ragnar kjöri og ég man eftir að hafa staðið fyrir utan húsið hans á Seltjarnarnesi og séð hann veifa okkur almúganum. Veifaði eins og konungarnir gera í bíómyndunum og í fréttum. Tignarleg fígúra. Ég vissi samt ekkert hvað hann gerði meira. En ávallt birtist fígúran mér þegar eitthvað mikilvægt var að gerast. Var hann guð okkar Íslendinga? Var hann kóngur? Ræðir hann hvað við gerum og hver við erum?

Árin líða hjá og ég læri um heiminn, læri aðeins um stjórnarfar landsins (þó ekki mjög áhugasamur um það) en skil nokkurn veginn hvernig allt virkar. Forsetinn sem sagt ræður í raun ekki miklu.

En hvað er þá svona merkilegt við hann og af hverju erum við með hann? Hvað þá að borga honum svona mikið í laun á mánuði?

Enn síðar hef ég áttað mig á hvert hlutverk forsetans er fyrir mér og af hverju fólk býður sig fram til að sinna því. Þetta er millistykki þjóðarinnar. Bæði sem tengir ríkisvaldið við fólkið í landinu og sem kynnir ímynd þjóðarinnar út fyrir landsteinana. Forsetinn getur verið skapandi og stofnað til þróunarverkefna, hann getur tengt fólk saman, hann getur talað fyrir mikilvægum málstöðum minnihlutahópa, getur lagt sitt af mörkum til að ýta hlutum í framkvæmd. 

Hann speglar sig í samfélaginu, hlustar á fólkið sem í því býr, flaggar því þegar honum finnst að vilja almennings vegið eða lögföstum mannréttindum. Þetta síðastnefnda er nokkuð nýleg uppgötvun hjá mér, þetta með málskotsréttinn. Það er í raun mjög sterkt áhrifavald til að hafa og geta nýtt sér sem forseti. Og vonast ég til að það verði raunverulega nýtt áfram þegar brennur á.

Þannig að já, fyrir mér er forsetinn allt þetta. Og margir frambjóðendur í ár hafa staðið sig vel í að kynna sína sýn og markmið fyrir forsetastarfið, verði það kosið.

Í raun finnst mér forseti vera svona eins og táknmynd þjóðar. Og því er þetta alveg gríðarlega ábyrgðarfull staða að sinna. Það sem sinnir þessu hlutverki endurspeglar gildi þjóðarinnar þvert á allskyns félagshópa. Það er örugglega mjög erfitt og lýjandi pressa sem ég held að sé einungis best sinnt með einlægni og festu við eigin sjálfsmynd.

Margt jákvætt má því segja um framboð kosninganna í ár. Mikil fjölbreytni var í því mannfólki sem steig fram og þorði að setja sinn disk á hlaðborðið fyrir okkur hin að smakka á og dæma. Það eitt og sér er hugrekki. Mér fannst frábært að þarna voru þrjár konur ávallt efstar í baráttunni. Einna vænst fannst mér þó um að þarna hafi opinber samkynhneigður maður slegist inn í veisluna og átt þar fullt að segja um, og erindi í embættið. Opnaði á hinsegin hugmyndina þegar kemur að ímynd okkar um hver sinnir þessu hlutverki. Nú er hliðið galopið og ég sé fyrir mér allskonar flóru fólks þora meira í framtíðinni eftir þessar kosningar. Það er mikilvægt að millistykki þjóðarinnar endurspegli samfélagið allt.

Þannig ég segi takk til allra sem þorðu í ár og megi Höllu Tómasdóttur vegna vel í sinni komandi forsetatíð.

Nú er spurning hvort hún sé á bensín eða dísel?

Friðrik Agni Árnason

 

Ross Cleveland sökk í aftakaverði árið 1968: „Sérstaklega átakanlegt að hlusta á síðustu orðin“

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný minnist atviks í óveðri sem skall á í Ísafjarðardjúpi þegar hann var búinn að vera háseti í tvö ár. Árið var 1968. Heiðrún úr Bolungarvík fórst, Ross Cleveland, breskum togara hvolfdi og Notts County strandaði. „Ég var á varðskipi og við vorum á Austfjörðum þegar þetta var. Það var ekki í neinum samanburði, en það var hvasst og við urðum að halda sjó inni í Mjóafirði og var hvorki hægt að leggja til ankeris né láta reka, en það var átakanlegt að hlusta á í talstöðvarsamskiptin um það sem var um að vera í Ísafjarðardjúpi. Það var sérstaklega átakanlegt að hlusta á síðustu orðin frá Ross Cleveland þegar vitað var hvað var að.“

Kveðjuorðin.

„Sama ár vorum við farsælir. Þá var ég á varðskipinu Albert þegar hægri umferðin var að taka gildi. Þá vorum við að ferðast með umferðarnefnd á milli staða á Vestfjörðum og ég man að við vorum á Bíldudal og að fara til Patreksfjarðar.“ Og þeir fengu að vita að óttast væri um 36 tonna bát. „Svo einkennilega vildi til þegar við vorum komnir fyrir Kóp og vorum farnir að nálgast Patreksfjarðarflóann að þá birti til, en það var búinn að vera dimmur snjóbylur alla leiðina, og var björgunarbátur eiginlega við hliðina á okkur. Þetta var ótrúlega einkennilegt. Sérkennilegt. Og við náðum að bjarga þeim öllum. Þetta var mjög sérstakt. Þetta er það minnisstæðasta frá því þegar ég var að byrja á sjónum.“

Sjá má allan viðtalsþáttinn hér.

Guðni Th. sendir Höllu bréf: „Þú verður góður forseti“

Fráfarandi forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Ljósmynd/ skjáskot Instagram

Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti, birti rétt í þessu bréf til Höllu Tómasdóttur, nýkjörnins forseta Íslands.

Í bréfinu óskar Guðni Höllu til hamingju með kjörið og segir að hún verði góður forseti. Segir hann að hinn nýji forseti taki við embætti sem Íslendingum þyki mjög vænt um.

Hér má lesa bréfið í heild sinn:

„Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni.

Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa.

Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“

Á heimasíðu forsetans segir að lokum:

„Þá sendi Eliza Reid forsetafrú einnig heillabréf til Björns Skúlasonar, eiginmanns Höllu. Í bréfinu óskar forsetafrú honum velfarnaðar á nýjum vettvangi og góðs gengis við að móta stöðu forsetamaka eftir eigin höfði og á farsælan hátt.“

„Guði sé lof að Katrín tapaði – You can’t always get what you want“

Katrín Jakobsdóttir.

Það er bara til einn Glúmur Baldvinsson – og sumir segja mögulega, sem betur fer. En svo eru aðrir sem segja möguleha, þvímiður – en Þeir eru fáir.

Glúmur gefur. Glúmur gleður. Flesta.

Segir:

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

„Guði sé lof að Katrín tapaði. Þjóðin kenndi henni lexíu. You can’t always get what you want. You get what you need. And you get what you deserve. Góða nótt.“

Glúmur er á því að Katrín muni finna sér nýtt starf fljótlega:

Bjarni Benediktsson.

„Bjarni finnur sendiherra embætti fyrir hana hið fyrsta. Verst að Washington er upptekið. En Nató er kannski opið.“

Samsæriskenningar og menningarsvik Reykjavíkur

Árbæjarlaug - Mynd: Reykjavíkurborg

Í góðum málum

Samsæriskenningasmiðir eru góðum málum. Aldrei hefur verið auðveldara fyrir fólk að koma einhvers konar rugli á framfæri og fá einhvern til að hlusta. Eitt af því sem hefur breyst við samsæriskenningasmiði Íslands á 21. öldinni er fólkið á bak við kenningarnar. Þetta voru yfirleitt útúrreyktir vinstrisinnaðir menntskælingar, sem fáir tóku mark á, að röfla um CIA og 11. september. Núna virðast helstu talsmenn samsæriskenninga vera öfgahægrimenn á fertugs- og fimmtugsaldri. En helsti munurinn núna og fyrir 20 árum er að núna fá þessir menn pláss í fjölmiðlum og auðvitað leika samfélagsmiðlar risastórt hlutverk. Sumir þessara einstaklinga hafa gegnt mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Fyrrverandi ráðherrar, dómarar, framhaldsskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og fjölmiðlamenn tjá sig reglulega með hætti sem hefði valdið útskúfun frá fjölskylduboðum fyrir 20 árum, en þessum einstaklingum er þess í stað hampað.  

Í slæmum málum

Menning í Reykjavík er í slæmum málum. Það er fátt sem Íslendingum finnst skemmtilegra en að lesa og fara í sund. Hægt er að segja þessir tveir hlutir séu lykilþáttur í íslenskri menningu og hefur sundmenning á Íslandi náð slíku hámæli að hún var nýlega tilnefnd á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns og skipar sér þar í hóp með sánamenningu Finnlands og hinu franska baguette-brauði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur af sinni miklu visku ákveðið að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík til þess að spara örfáar krónur í stað þess að setja bremsur á hin ýmsu gæluverkefni sem fáir borgarbúar munu nýta. Þá hefur einnig verið tilkynnt að bókasöfnum Reykjavíkur muni verða lokað í þrjár vikur í sumar til þess að hagræða um 40 milljónir króna. Vissulega gerir margt smátt eitt stórt, en þegar það verið að stinga íslenska menningu í bakið og ávinningurinn dugir ekki til þess að kaupa íbúð í Grafarvogi, þá veltir maður fyrir sér hvort að fólkið sem ræður sé hvort tveggja ólæst og ósynt.

Pistill þessi birtist fyrst í nýju blaði Mannlífs sem er hægt að lesa hér.

Kolbeinn Sigþórsson sýknaður af ákæru um nauðgun gegn barnungri stúlku

Kolbeinn Sigþórsson

Fyrrverandi knattspyrnulandsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var rétt í þessu sýknaður af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku.

Hið meinta brot Kolbeins áttu sér stað á sunnudagskvöldi í júní árið 2022. Var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku en hann var sagður hafa beitt henni ólögmætri nauðung. Var Kolbeini gefið að sök að hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunnig, dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfærum hennar fram og til baka mörgum sinnum. Samkvæmt heimildum Vísis er stúlkan á yngsta grunnskólastigi.

Þriggja milljóna miskabótakröfu foreldra stúlkunnar var vísað frá dómi.

 

 

 

Halla í afneitun

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Það verður ekki tekið af Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta Íslands, að árangur hennar á seinustu vikunum fyrir forsetakosningarnar var stórkostlegur og framkoma hennar í viðtölum og kappræðum sannfærði marga um að kjósa hana. Þó er ekki hægt að neita því að stór hluti kjósenda hennar kaus hana eingöngu vegna þess að hún er ekki Katrín Jakobsdóttir.

Nú þegar hafa verið birt gögn þess eðlis og virtust nánast allir Íslendingar vera á því máli þegar úrslitin voru ljós, þar að segja allir nema Halla sjálf.

Halla greindi frá því í viðtali daginn eftir kosningarnar að hún teldi ekki að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur hafi kosið hana taktískt til þess að koma henni yfir forsætisráðherrann fyrrverandi. Það getur nú varla talist góð byrjun hjá forseta Íslands að vera í slíkri afneitun…

Jón Kristinn ósáttur: „Vil ég biðja þá liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn að henda mér af FB sinni“

Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur skrifar um eftirmála forsetakosninganna og biður „liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn“ að henda sér af Facebook.

Stjórnmálafræðingurinn Jón Kristinn Snæhólm er síður en svo ánægður með sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn en hann skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann fer yfir eftirmála forsetakosninganna.

Jón Kristinn studdi Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum en í færslunni óskar hann Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn en skýtur á sama tíma fast á Sjálfstæðismenn sem margir hverjir höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur:

„Eftirmáli forsetakosninga!

Um leið og ég óska Höllu Tómasdóttir hjartanlega til hamingju með sigurinn vil ég biðja þá liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn að henda mér af FB sinni.“

Því næst segir Jón Kristinn að Sjálfstæðisflokkurinn sé eins og „pólitískur þurfalingur á Þjóðminjasafninu“: „Nú skil ég loksins afhverju XD hangir í 18% einsog pólitískur þurfalingur á Þjóðminjasafninu. Engin væntumþykja gagnvart Sjálfstæðisstefnunni og grunngildum flokksins hjá þessu fólki.“

Þá segir stjórnmálafræðingurinn dagfarsprúði að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé búinn að henda sér af vinalista sínum á Facebook. „Hannes Hólmsteinn hefur þegar hennt mér úr úr sínum vinahópi enda bólusettur fyrir sannleikanum um sjálfan sig.“

Að lokum sendir hann Baldri Þórhallssyni falleg skilaboð: „Við komum, sáum og sigruðum. Manngildi, mannúð og mannréttindi sigruðu því þau voru sett á oddinn.

Mundu Baldur “ að vondir hlutir gerast þegar góðir menn aðhafast ekkert“.“

Justin Timberlake stoppaði tónleika vegna áhorfanda – MYNDBAND

Justin Timberlake stoppaði tónleika vegna áhorfanda

Tónlistarmaðurinn glæsilegi Justin Timberlake stoppaði tónleika um helgina vegna áhorfanda.

Söngvarinn tók eftir því þegar hann var að spila á tónleikum um helgina í borginni Austin í Texas að aðdáandi hans sem sat framarlega þurfti að fá aðstoð. Í kjölfarið stoppaði hann tónleikana og bað um að kveikt yrði á ljósunum í tónleikahöllinni og benti starfsmönnum staðarins á konu í fimmtu röð sem þurfti á hjálp að halda. Sem betur fer reyndist málið ekki alvarlegt og gat konan haldið áfram að horfa á tónleikanna eftir að hafa fengið aðstoð og ekki þurfti að hringja á sjúkrabíl.

Súkkulaðistrákurinn braut aftur lög: „Ætli vinur hans PBT hafi skutlað honum á flugvöllinn?“

Patrik Atlason eða Prettyboj Tjokkó (30) eins og hann er stundum kallaður lagði bíl sínum ólöglega við Reykjavíkurflugvöll á dögunum. Er þetta í annað sinn sem súkkulaðistrákurinn er nappaður við að leggja ólöglega.

Vísir sagði frá því apríl síðastliðnum að Góuprinsinn Patrik Atlason hafi lagt í stæði ætlað neyðarbílum við Laugardalshöllina þar sem hann kom fram á árshátíð. Tónlistamaðurinn súkkulaðisæti kenndi svo vini sínum um að hafa verið á bílnum.

Í fyrradag birtust svo tvær ljósmyndir á Reddit sem sýna bíl Sætastráks Súkkulaði lagt kolólöglega við Reykjavíkurflugvöll. Ekki er hægt að segja að bílnum hafi verið lagt ólöglega í stæði vegna þess að bílnum er ekki einu sinni lagt í stæði, heldur á stað sem er rækilega merktur sem staður sem ekki má leggja á. Einstaklingurinn sem birti myndirnar skrifaði eftirfarandi texta með: „Ætli vinur hans PBT hafi skutlað honum á flugvöllinn?“

Svona gerir maður ekki.
Ljósmynd: Reddit
Gult þýðir ekki leggja.
Ljósmynd: Reddit

Edda þakkar Jóni: „Takk fyrir að vera klárasti, fyndnasti og einlægasti frambjóðandinn“

Edda Björgvins Ljósmynd: Facebook

Skemmtilegustu mæðgin landsins, þótt víða væri leitað, Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason sendu Jóni Gnarr þakkir fyrir frábæra forsetakosningabaráttu en þau studdu hann bæði.

„Elsku Jón réttkjörinn forseti barnanna og okkar sem varðveitum í okkur barnshjörtun – takk fyrir ALLT og takk fyrir að vera klárasti, fyndnasti og einlægasti frambjóðandinn í forsetakosningunum 2024. Djúp ást og virðing.“ Þannig hljóðar kveðja Eddu Björgvinsdóttur sem hún skrifaði á Facebook-síðu forsetaframboðsins, og lét nokkur hjörtu fylgja með.

Sonur hennar, Björgvin Franz skrifaði athugasemd við færslu móður sinnar þar sem hann harmar úrslitin: „Æ hvað ég hefði verið til í að heimsækja ykkur Klaka á Bessastaði. 15 ára dóttir mín er miður sín enda sá hún fyrir sér tíðar heimsóknir og reglulega Klakapössun meðan þú færir að sinna störfum erlendis.“

Óskar Steinn um lokun Hamarsins: „Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað“

Óskar Steinn Óskarsson fer hér yfir ákvörðun fræðsluráðs og fjölskylduráðs Hafnarfjarðar um að leggja niður ungmennahúsið Hamarinn:

1. Síðastliðinn miðvikudag fengum við fastráðnu starfsmenn Hamarsins símhringingu frá mannauðsstjóra og uppsagnarbréf í tölvupósti daginn eftir.

2. Fimm tímastarfsmenn til viðbótar sem eru á tímabundnum samningum en hafa starfað í Hamrinum í allt að fjögur ár hafa ekkert símtal fengið og engar upplýsingar frá bænum um stöðuna.

3. Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað við starfsfólk Hamarsins um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.

4. Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað við notendur Hamarsins eða ungmennaráð Hafnarfjarðar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

5. Á fundi þann 31. maí 2023 bókaði fræðsluráð að fela sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að skila minnisblaði um nýtingu ungmennahúsanna Hamarsins og Músík og mótor og kalla eftir nánari útskýringum ungmennaráðs á tillögu þeirra að einu stóru ungmennahúsi í núverandi húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar. Umrætt minnisblað hefur enn ekki litið dagsins ljós og eins og fyrr segir hefur sviðsstjórinn ekkert samtal átt við starfsfólk Hamarsins eða ungmennaráð Hafnarfjarðar.

6. Í minnisblaði sem lagt var fram til grundvallar ákvörðunar fræðsluráðs og fjölskylduráðs þann 29. maí síðastliðinn er hvorki að finna nein efnisleg rök fyrir lokun Hamarsins né nokkra greiningu á nýtingu ungmennahúsa bæjarins sem gæti legið til grundvallar lokuninni.

Valdimar Víðisson tekur við sem bæjarstjóri af Rósu í ársbyrjun 2025.

7. Eins og segir í ályktun frá Samfés um málið þá hefur ungmennahúsið Hamarinn verið til fyrirmyndar í tómstunda- og félagsmálastarfi fyrir ungmenni og hróður þess farið víða um Evrópu á undanförnum árum. Verði Hamrinum lokað mun mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapast og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu. Við þetta má bæta að Hamarinn á von á heimsókn frá hópi írskra hinsegin ungmenna næsta haust í tengslum við Erasmus+ ungmennaskiptaverkefni. Þetta verkefni er nú í uppnámi ásamt a.m.k. þremur öðrum sem eru ýmist samþykkt eða á vinnslustigi. Ég vona innilega að meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sjái að sér í þessu máli, dragi ákvörðunina til baka og tryggi áfram metnaðarfullt og faglegt tómstundastarf fyrir hafnfirsk ungmenni.“

Rebel Wilson segir að kynhneigð leikara eigi ekki að skipta máli

Wilson deilir kossi með kærustu sinni á rauða dreglinum

Leikkonan geðþekka Rebel Wilson tjáði sig um kynhneigð leikara í nýlegu viðtali við BBC en Wilson opinberaði það árið 2022 að hún væri samkynhneigð.

Í viðtalinu var farið um víðan völl og barst talið að leikurum sem leika persónur í kvikmyndunum og sjónvarpsþáttum sem hafa ekki sömu hneigðir og leikarnir sem leika þær. Wilson sagði að henni þætti það þvæla að aðeins gagnkynhneigðir gætu leikið gagnkynhneigða og samkynhneigðir gætu aðeins leikið samkynhneigða og er hún ekki eina samkynhneigða manneskjan á þessari skoðun. Leikarinn Eric McCormack sem lék aðalhlutverk í Will & Grace sagði svipaða hluti fyrr á árinu.

Rebel Wilson hefur mikinn í fjölmiðlum á árinu en hún gaf út ævisögu í apríl þar sem hún sakaði Sacha Baron Cohen, meðleikara sinn í myndinni Grimsby, um að hafa áreitt sig við tökur á myndinni.

 

Leigubílsstjórinn á Akureyri: „Getum staðfest að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu“

Lögreglustöðin á Akureyri

Samgöngustofa staðfestir að lögreglan á Akureyri hafi beðið um upplýsingar varðandi mál leigubílsstjóra á Akureyri. Þögn ríkir hins vegar um eðli málsins.

Sjá einnig: Leigubílstjóri á Akureyri sendur í leyfi vegna rannsóknar lögreglu

Mannlíf sagði frá því á dögunum að leigubílsstjóri á Akureyri hafi verið leystur tímabundið frá störfum, á meðan lögreglan rannsakaði mál á hendur honum. Vinnuveitendur mannsins staðfestu hið tímabundna leyfi vegna rannsóknar lögreglu en lögreglan sjálf neitaði hins vegar að staðfesta að hún væri að rannsaka meint brot leigubílsstjóra á Akureyri. Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri hefur enn ekki svarað Mannlífi hvers vegna hann geti ekki staðfest að lögreglan sé að rannsaka meint brot leigubílsstjóra á Akureyri, þrátt fyrir að vinnuveitandi mannsins staðfesti það.

Nú hefur Samgöngustofa staðfest við Mannlíf að henni hefði borist beiðni um upplýsingar frá lögreglunni. „Samgöngustofa getur staðfest að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu, sem varðar mál á Akureyri,“ var skriflegt svar Þórhildar Einarsdóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu. Mannlíf spurði þá hvers eðils rannsóknin sé en ekkert svar hefur enn borist frá Þórhildi.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er leigubílstjórinn grunaður um óljóst brot gegn farþega.

Reiði geti orsakað krabbamein: „Önnur plantan stóð keik og falleg, hin var með lafandi gul blöð“

Sigurbjörg Jónsdóttir.

Fyrrverandi dagmamman, Sigurbjörg Jónsdóttir, skrifar grein sem ber yfirskirftina: Getur reiði valdið veikindum? 

Og Sigurbjörg er með svarið:

„Svarið við spurningunni hér fyrir ofan er já. Reiði eða almennt neikvæð orka.

Nú kemur örugglega kurr frá einhverjum sem sitja í sinni fáfræði. En það er allt í lagi. Þeir átta sig líklega ekki á því að við, menn og dýr og allt í kringum okkur er uppbyggt úr orku.

Góðar upplýsingar um þetta hægt að finna á netinu.“

Hún bætir því við að „frægasta dæmið sem ég man eftir er þegar Geir H. Harde bað Guð að blessa Ísland og svo allar hörmungarnar sem á eftir komu. Hann, blessaður karlinn fékk svo krabbamein í kjölfarið.

Ég held að við vitum öll, eða allavega mörg okkar að illt umtal, hatur, reiði og almenn neikvæðni er heilsuspillandi. Dæmin sem sanna það eru orðin mörg. Oft er það krabbamein sem eru afleiðing erfiðleika og neikvæðni. Ég tek það fram að ég er enginn sérfræðingur, en ég hef gaman af að lesa mér til um ýmislegt áhugavert með hjálp Googla vinar míns.

Ekki er allt sem frá honum kemur heilagur sannleikur en þá er það bara að vega og meta hvað er rétt og hvað ekki.“

Hún færir í tal að „eitt af því sem ég nefni gjarnan í þessu samhengi er tilraun sem skólakrakkar í Dubai gerðu í einni IKEA versluninni þarna. Krakkarnir fengu tvær alveg eins plöntur úr búðinni og voru plönturnar settar í eins kassa. Gekk tilraunin út á að sjá hvort einhver munur yrði á plöntunum ef talað væri fallega við aðra en illa við hina. Tilraun krakkanna snerist um að kanna hvort það hafi sýnileg áhrif, ef einstaklingur er lagður í einelti (bullying). Að 30 dögum liðnum mátti sjá stóran mun á plöntunum. Önnur plantan stóð keik og falleg, hin var með lafandi gul blöð. Ég þarf ekki að segja ykkur hvor plantan fékk hvaða meðferð. Hér er linkur á tilraunina ef þið viljið sjá þetta með eigin augum: https://www.youtube.com/watch?v=Yx6UgfQreYY

Hún nefnir einnig þetta:

„Svo hnaut ég um alveg frábæra rannsókn sem Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri stóð að. Rannsóknin, sem var samnorræn, átti fyrst að vera þverfagleg rannsókn á eftirstöðvum þjáningu kvenna vegna brjóstakrabbameins. Konur í íslenska úrtakinu sögðu að brjóstakrabbameinið var ekki neitt, það var ekki þjáning míns lífs. Það var alvarlegt ofbeldi í nánu sambandi sem þær höfðu upplifað. Þarna lýsir Sigríður mjög vel ömurlegum veruleika þeirra kvenna sem lent hafa í heimilisofbeldi sem á íslensku er nefnt nándarhryðjuverk. Ég hvet ykkur til að hlusta á eða lesa þennan góða pistilinn hér á eftir. Umfjöllunin hefst 14:44: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-23-islenskar-konur-halda-ofbeldi-af-hendi-maka-leyndu-ut-aevina?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR03dXyxFXWzdpmofUHwxQ9ryUNZbT7xBGSjaL-85g6pvytP6qKq9qckziM_aem_AaZR8Ianiako0N9jTZ6VbpeTYXvEEV6u6uNPFsF69IlKpNMmzCUO8YLFYIo6Broe829wn2xkEdGiCgYFGA7wFSIm

Sigurbjörg segir að „rannsókn Sigríðar heitir: In the jaws of death sem er einmitt lýsandi fyrir þetta alvarlega og oft lífshættulega falda ofbeldi sem allt of margar konur verða fyrir. Eins og fram kemur í greininni eru margar þessara kvenna orðnar veikar eftir sambúðina.

Annað alvarlegt sem ég vil benda á, er líðan barna sem búa við þessar aðstæður. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað en ég veit um 2 börn úr fjölskyldu þar sem svona falið ofbeldi og mikil reiði viðgekkst. Þar urðu bæði börnin alvarlega veik og annað þeirra fékk alvarlegt krabbamein tvisvar sinnum fyrir 7 ára aldur. Krabbameinið tók sig upp aftur og aftur hjá barninu þangað til móðirinni tókst að flýja heimilið. Þetta finnst mér vera umhugsunarefni og ég er ekki viss um að t.d. heilbrigðisstarfsfólk átti sig á þessari tengingu.“

Að lokum nefnir Sigurbjörg að hún vilji „vekja athygli á þessu erfiða og líklega allt of algenga, vel falda vandamáli. Til ykkar sem eru í þessari erfiðu stöðu, þó það sé erfitt að flýja/koma sér í burtu…… Forðið ykkur, mögulega liggur lífið við! Það eru margar “ofbeldis síður” á facebook þar sem hægt er að fá stuðning og góð ráð. Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð eru mjög hjálpleg í svona aðstæðum. Hjálparsími Rauðakrossins er líka með nafnlaust netspjall fyrir allan aldur. Svo er líka alltaf hægt að hringja í 112, neyðarlínuna. Bæði fyrir konur og karla. Kvennaathvarfið, er bæði í Rvk og Akureyri, Sími: 561 1205 https://kvennaathvarf.is/sp-sv/ Stígamót, berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Sími: 562-6868. https://stigamot.is/um-stigamot/ Bjarkarhlíð, er víða um land og er ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis. Sími: 553- 3000 https://bjarkarhlid.is/ 553 3000.“

Klútabylting Höllu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands

Glæstur sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum hefur orðið til þess að velt hefur verið upp ýmsum hliðum á kosningabaráttu hennar. Þess að meðal er að hún var gjarnan með hálsklút á seinni stigum baráttunnar. Þetta breyddist út á meðal stuðningsmanna hennar og varð að einkennismerki stuðningsmannahers hennar. Klútabyltingin var hafin.

Hálsklútar og slæður af ýmsu tagi hafa gjarnan verið notaðir til að hylja ellimörk sem fram koma óumflýjanlega fram á hálsi fólks. Þessu var þó ekki þannig varið í tilfelli Höllu sem glímdi við kvefpest og lagði þess vegna klút um háls sér. Þetta upplýsti hún aðspurð. Hálsklúturinn er nú orðinn að einkennismerki hennar rétt eins og buff Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, forðum …

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks rís upp: „Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður“

Arnar Þór Jónsson í baráttunni um Bessdastaði. Málflutningur hans féll í góðan jarðveg en skilaði fáum atkvæðum. Mynd: Facebook

Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi varaþingmaðuir Sjálfstæðisflokksins og forsetaframbjóðandi, lýsti því yfir í gær að hann væri síður en svo hættur að berjast fyrir þeirri hugmyndafræði sem hann lagði upp með í baráttunni um Bessastaði.  Arnar Þór fékk ekki brautargengi í kosningunum og uppskar 5 prósenta fylgi. Áður hafði hann lent upp á kant við forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hann þótt gjarnan vera of róttækur og á skjön við aðra flokksbrodda.

Ég treysti því að verða leiddur

Arnar Þór sendi inn skoðanagrein á Vísi í gær þar sem vart verður annað skilið en svo að hann hyggi á framhaldslíf í stjórnmálum og það verði ekki innan Sjálfstæðisflokksins.

„Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar Arnar Þór og tekur síðan dæmisögu af þræl sem sá ljósið.

„Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið,“ skrifar Arnar Þór sem lenti upp á kant við forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur ekki fengið brautargengi í flokknum.

Arnar Þór horfir svo yfir landslag stjórnmálaflokka, fjölmiðla og álitsgjafa á Íslandi og veltir fyrir sér hvort þjóðin búi við heilbrigt lýðræði.  „Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka / frambjóðendur til hægri eða vinstri? Eða vex sérfræðingaveldið / báknið / tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks?“ spyr Arnar Þór í grein sinni.

 

Óli Óla eftir afar erfiðan vetur: „Ég er andlega búinn á því – Þetta er búið að vera viðbjóður“

Ólafur Ólafsson. Mynd / Karfan.is.

Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið í körfubolta og lífið og tilveruna frá því að Grindavík var lokað og íbúar sendir á brott.

Ólafur sagði í samtali við Vísi að síðustu mánuðir hjá Grindvíkingum hafi verið afar erfiðir; þó að hægt væri að gleyma ástandinu á æfingum og leikjum væru andvökunætur búnar að hrella hann.

Eldgos í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

„Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta. Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“

Eldgos hófst við Grindavík sama dag og oddaleikur Vals og Grindavíkur um titilinn fór fram:

„Dagurinn var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“

„Á maður ekki bara skilið að fara í frí?“ spyr Ólafur og bætir við:

„Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur ætlar að halda áfram og er hvergi banginn þótt veturinn hafi verið óvenjulega erfiður:

„Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“

Grindvíkingar með gleðifréttir – Nýr samningur undirritaður

Einn allra besti, ef ekki sá besti, leikmaður Subway deildar karla í körfubolta á nýafstöðnu tímabili, DeAndre Kane, hefur nú framlengt samningi sínum við Grindavíkinga fyrir komandi átök.

Kane skrifaði undir nýjan samning á lokahófi Grindavíkur.

DeAndre Kane er 34 ára gamall bandarísk-ungverskur framherji er kom til liðsins fyrir áramót; var hann ein helsta ástæða þess að Grindavík fór alla leið í úrslit, þar sem þeir lutu í gras gegn Val í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

DeAndre Kane er mikill leiðtogi og hafði frábær áhrif á leik Grindvíkinga.

Frábærar fréttir fyrir Grindvíkinga.

Segir réttarhöldin erfið fyrir Melaniu: „Þú veist, á ákveðnum tímapunkti er komið að þolmörkum“

Ástin drýpur svoleiðis af Trump hjónunum.

Donald Trump segir að söguleg réttarhöld yfir honum og refsidómur hafi verið „mjög erfiður“ fyrir eiginkonu sína, fyrrverandi forsetafrú Melania Trump.

Í síðustu viku fundu kviðdómendur Trump sekan um að hafa falsað viðskiptaskrár til að leyna greiðslum til fyrrverandi klámstjörnunnar Stormy Daniels í forsetakosningabaráttunni 2016.

Með dómnum varð hann fyrsti forseti Bandaríkjanna sem var dæmdur fyrir glæp. Hann hefur ítrekað kallað réttarhöldin svikin og pólitíska.

Í viðtali við Fox News í dag hét Trump því að árangur í komandi kosningum í Bandaríkjunum í nóvember yrði „hefnd“ hans.

Þann 11. júlí verður refsing tilkynnt yfir Trump en hann hyggst áfrýja dómnum.

Trump ræddi við Fox í dag og sagði að réttarhöldin í New York hefðu verið sérstaklega erfið fyrir eiginkonu sína.

„Hún hefur það gott, en ég held að þetta sé mjög erfitt fyrir hana,“ sagði hann og bætti við að „á margan hátt er þetta erfiðara fyrir þau [fjölskyldu hans] en mig.“

Samkvæmt lögum í New York gæti hver af þeim 34 brotum sem Trump var dæmdur fyrir leitt til allt að fjögurra ára fangelsisvistar – þó það sé ekki talin líkleg niðurstaða.

Í viðtali sínu á Fox viðurkenndi Trump möguleikann á að vera fangelsaður og sagði að hann væri „sáttur við það“ en að hann væri „ekki viss um að almenningur myndi sætta sig við það“. „Ég held að það yrði erfitt fyrir almenning að sætta sig við,“ sagði hann. „Þú veist, á ákveðnum tímapunkti er komið að þolmörkum.“

Í öðru viðtali sem birt var um helgina sagði konan í kjarna New York-málsins – fyrrverandi klámmyndaleikkonan Stormy Daniels – að hún væri „steinhissa“ yfir því hversu fljótt kviðdómurinn komst að niðurstöðu.

Í fyrstu sinn sem hún tjáði sig frá því að sakfellingin kom, sagði Daniels við breska dagblaðið The Mirror að hún teldi að Trump ætti að „dæma í fangelsi og samfélagsþjónustu í þágu þeirra sem minna mega sín“. „Eða að vera sjálfboðaliði sem boxpúði í kvennaathvarfi,“ bætti hún við.

Jafnvel eftir sakfellinguna sagði Daniels að málinu væri „ekki lokið“ hjá henni. „Þessu mun aldrei ljúka hjá mér,“ sagði hún. „Trump er kannski sá seki, en ég verð samt að lifa með arfleifðinni.“

Trump á enn yfir höfði sér tugi annarra ákæra í þremur öðrum sakamálum, þar á meðal Georgíumáli þar sem hann er sakaður um að hafa lagt á ráðin um að hnekkja naumum ósigri Joe Biden forseta í fylkinu í kosningunum 2020. Það mál er nú fast í áfrýjunum.

Í Flórída – þar sem hann stendur frammi fyrir alríkismáli vegna meintrar rangrar meðferðar á trúnaðarskjölum – hefur dómari frestað réttarhöldunum um óákveðinn tíma og sagði að það væri „óvarlegt“ að ákveða dagsetningu áður en leyst yrði úr spurningum um sönnunargögn.

BBC sagði frá málinu.

Af hverju vill fólk búa á Bensínstöð?

Hvaða hvati býr að baki þeim vilja að vera kosið forseti Íslands?

Ég hef nefnilega spáð í þessu í þónokkur ár. Eða meira en það. Þegar ég var átta ára fór ég í samfélagsfræðipróf. Ein spurningin var: Hvar býr forseti Íslands?

Ég var samviskusamur námspiltur og vissi svarið við öllum spurningum prófsins og þessari þar með talinni. Auðvelt svar við auðveldri spurningu.

Þegar við fengum prófin og einkunnir okkar til baka blöskraði mér við því að hafa fengið 9,5 en ekki 10 á prófinu. Hvernig gat það staðist. Mér til mikillar furðu var það rangt að forseti þjóðarinnar byggi á Bensínstöðum.

Bessastaðir? Hver í fjandanum er Bessi eða Bessa?

En ég varð víst að læra að kyngja stolti mínu og sætta mig við að samhengi orðaforða míns gekk ekki alveg upp þarna. Þetta var eitt af þessum orðum sem ég bara hafði heyrt en fannst ólíklegt að væri rétt. Þess vegna hlyti nafnið að vera Bensínstaðir frekar því orðið bensín var alveg örugglega til. Eftir á að hyggja fór ég að hugsa af hverju fólk ætti að búa við eða á bensínstöð en réttlætti það svo sem með því að það væri afar hentugt ef maður þyrfti að keyra rosa mikið í vinnuna út um allt land sem forseti Íslands.

Hugmyndin um forseta, hvar hann býr og hvað hann er kviknaði semsagt þarna. Stuttu síðar náði Ólafur Ragnar kjöri og ég man eftir að hafa staðið fyrir utan húsið hans á Seltjarnarnesi og séð hann veifa okkur almúganum. Veifaði eins og konungarnir gera í bíómyndunum og í fréttum. Tignarleg fígúra. Ég vissi samt ekkert hvað hann gerði meira. En ávallt birtist fígúran mér þegar eitthvað mikilvægt var að gerast. Var hann guð okkar Íslendinga? Var hann kóngur? Ræðir hann hvað við gerum og hver við erum?

Árin líða hjá og ég læri um heiminn, læri aðeins um stjórnarfar landsins (þó ekki mjög áhugasamur um það) en skil nokkurn veginn hvernig allt virkar. Forsetinn sem sagt ræður í raun ekki miklu.

En hvað er þá svona merkilegt við hann og af hverju erum við með hann? Hvað þá að borga honum svona mikið í laun á mánuði?

Enn síðar hef ég áttað mig á hvert hlutverk forsetans er fyrir mér og af hverju fólk býður sig fram til að sinna því. Þetta er millistykki þjóðarinnar. Bæði sem tengir ríkisvaldið við fólkið í landinu og sem kynnir ímynd þjóðarinnar út fyrir landsteinana. Forsetinn getur verið skapandi og stofnað til þróunarverkefna, hann getur tengt fólk saman, hann getur talað fyrir mikilvægum málstöðum minnihlutahópa, getur lagt sitt af mörkum til að ýta hlutum í framkvæmd. 

Hann speglar sig í samfélaginu, hlustar á fólkið sem í því býr, flaggar því þegar honum finnst að vilja almennings vegið eða lögföstum mannréttindum. Þetta síðastnefnda er nokkuð nýleg uppgötvun hjá mér, þetta með málskotsréttinn. Það er í raun mjög sterkt áhrifavald til að hafa og geta nýtt sér sem forseti. Og vonast ég til að það verði raunverulega nýtt áfram þegar brennur á.

Þannig að já, fyrir mér er forsetinn allt þetta. Og margir frambjóðendur í ár hafa staðið sig vel í að kynna sína sýn og markmið fyrir forsetastarfið, verði það kosið.

Í raun finnst mér forseti vera svona eins og táknmynd þjóðar. Og því er þetta alveg gríðarlega ábyrgðarfull staða að sinna. Það sem sinnir þessu hlutverki endurspeglar gildi þjóðarinnar þvert á allskyns félagshópa. Það er örugglega mjög erfitt og lýjandi pressa sem ég held að sé einungis best sinnt með einlægni og festu við eigin sjálfsmynd.

Margt jákvætt má því segja um framboð kosninganna í ár. Mikil fjölbreytni var í því mannfólki sem steig fram og þorði að setja sinn disk á hlaðborðið fyrir okkur hin að smakka á og dæma. Það eitt og sér er hugrekki. Mér fannst frábært að þarna voru þrjár konur ávallt efstar í baráttunni. Einna vænst fannst mér þó um að þarna hafi opinber samkynhneigður maður slegist inn í veisluna og átt þar fullt að segja um, og erindi í embættið. Opnaði á hinsegin hugmyndina þegar kemur að ímynd okkar um hver sinnir þessu hlutverki. Nú er hliðið galopið og ég sé fyrir mér allskonar flóru fólks þora meira í framtíðinni eftir þessar kosningar. Það er mikilvægt að millistykki þjóðarinnar endurspegli samfélagið allt.

Þannig ég segi takk til allra sem þorðu í ár og megi Höllu Tómasdóttur vegna vel í sinni komandi forsetatíð.

Nú er spurning hvort hún sé á bensín eða dísel?

Friðrik Agni Árnason

 

Ross Cleveland sökk í aftakaverði árið 1968: „Sérstaklega átakanlegt að hlusta á síðustu orðin“

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný minnist atviks í óveðri sem skall á í Ísafjarðardjúpi þegar hann var búinn að vera háseti í tvö ár. Árið var 1968. Heiðrún úr Bolungarvík fórst, Ross Cleveland, breskum togara hvolfdi og Notts County strandaði. „Ég var á varðskipi og við vorum á Austfjörðum þegar þetta var. Það var ekki í neinum samanburði, en það var hvasst og við urðum að halda sjó inni í Mjóafirði og var hvorki hægt að leggja til ankeris né láta reka, en það var átakanlegt að hlusta á í talstöðvarsamskiptin um það sem var um að vera í Ísafjarðardjúpi. Það var sérstaklega átakanlegt að hlusta á síðustu orðin frá Ross Cleveland þegar vitað var hvað var að.“

Kveðjuorðin.

„Sama ár vorum við farsælir. Þá var ég á varðskipinu Albert þegar hægri umferðin var að taka gildi. Þá vorum við að ferðast með umferðarnefnd á milli staða á Vestfjörðum og ég man að við vorum á Bíldudal og að fara til Patreksfjarðar.“ Og þeir fengu að vita að óttast væri um 36 tonna bát. „Svo einkennilega vildi til þegar við vorum komnir fyrir Kóp og vorum farnir að nálgast Patreksfjarðarflóann að þá birti til, en það var búinn að vera dimmur snjóbylur alla leiðina, og var björgunarbátur eiginlega við hliðina á okkur. Þetta var ótrúlega einkennilegt. Sérkennilegt. Og við náðum að bjarga þeim öllum. Þetta var mjög sérstakt. Þetta er það minnisstæðasta frá því þegar ég var að byrja á sjónum.“

Sjá má allan viðtalsþáttinn hér.

Guðni Th. sendir Höllu bréf: „Þú verður góður forseti“

Fráfarandi forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Ljósmynd/ skjáskot Instagram

Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti, birti rétt í þessu bréf til Höllu Tómasdóttur, nýkjörnins forseta Íslands.

Í bréfinu óskar Guðni Höllu til hamingju með kjörið og segir að hún verði góður forseti. Segir hann að hinn nýji forseti taki við embætti sem Íslendingum þyki mjög vænt um.

Hér má lesa bréfið í heild sinn:

„Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni.

Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa.

Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“

Á heimasíðu forsetans segir að lokum:

„Þá sendi Eliza Reid forsetafrú einnig heillabréf til Björns Skúlasonar, eiginmanns Höllu. Í bréfinu óskar forsetafrú honum velfarnaðar á nýjum vettvangi og góðs gengis við að móta stöðu forsetamaka eftir eigin höfði og á farsælan hátt.“

„Guði sé lof að Katrín tapaði – You can’t always get what you want“

Katrín Jakobsdóttir.

Það er bara til einn Glúmur Baldvinsson – og sumir segja mögulega, sem betur fer. En svo eru aðrir sem segja möguleha, þvímiður – en Þeir eru fáir.

Glúmur gefur. Glúmur gleður. Flesta.

Segir:

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

„Guði sé lof að Katrín tapaði. Þjóðin kenndi henni lexíu. You can’t always get what you want. You get what you need. And you get what you deserve. Góða nótt.“

Glúmur er á því að Katrín muni finna sér nýtt starf fljótlega:

Bjarni Benediktsson.

„Bjarni finnur sendiherra embætti fyrir hana hið fyrsta. Verst að Washington er upptekið. En Nató er kannski opið.“

Samsæriskenningar og menningarsvik Reykjavíkur

Árbæjarlaug - Mynd: Reykjavíkurborg

Í góðum málum

Samsæriskenningasmiðir eru góðum málum. Aldrei hefur verið auðveldara fyrir fólk að koma einhvers konar rugli á framfæri og fá einhvern til að hlusta. Eitt af því sem hefur breyst við samsæriskenningasmiði Íslands á 21. öldinni er fólkið á bak við kenningarnar. Þetta voru yfirleitt útúrreyktir vinstrisinnaðir menntskælingar, sem fáir tóku mark á, að röfla um CIA og 11. september. Núna virðast helstu talsmenn samsæriskenninga vera öfgahægrimenn á fertugs- og fimmtugsaldri. En helsti munurinn núna og fyrir 20 árum er að núna fá þessir menn pláss í fjölmiðlum og auðvitað leika samfélagsmiðlar risastórt hlutverk. Sumir þessara einstaklinga hafa gegnt mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Fyrrverandi ráðherrar, dómarar, framhaldsskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og fjölmiðlamenn tjá sig reglulega með hætti sem hefði valdið útskúfun frá fjölskylduboðum fyrir 20 árum, en þessum einstaklingum er þess í stað hampað.  

Í slæmum málum

Menning í Reykjavík er í slæmum málum. Það er fátt sem Íslendingum finnst skemmtilegra en að lesa og fara í sund. Hægt er að segja þessir tveir hlutir séu lykilþáttur í íslenskri menningu og hefur sundmenning á Íslandi náð slíku hámæli að hún var nýlega tilnefnd á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns og skipar sér þar í hóp með sánamenningu Finnlands og hinu franska baguette-brauði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur af sinni miklu visku ákveðið að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík til þess að spara örfáar krónur í stað þess að setja bremsur á hin ýmsu gæluverkefni sem fáir borgarbúar munu nýta. Þá hefur einnig verið tilkynnt að bókasöfnum Reykjavíkur muni verða lokað í þrjár vikur í sumar til þess að hagræða um 40 milljónir króna. Vissulega gerir margt smátt eitt stórt, en þegar það verið að stinga íslenska menningu í bakið og ávinningurinn dugir ekki til þess að kaupa íbúð í Grafarvogi, þá veltir maður fyrir sér hvort að fólkið sem ræður sé hvort tveggja ólæst og ósynt.

Pistill þessi birtist fyrst í nýju blaði Mannlífs sem er hægt að lesa hér.

Raddir